Heimskringla - 23.06.1904, Blaðsíða 3

Heimskringla - 23.06.1904, Blaðsíða 3
HEIMSKRINGLA 23. JÚNÍ 1904 15. Að ef G.T. P. félagið neyðir stjórnina til að taka frá sér þær brautargreiöar, sem pað hefir bygt, en getur ekki látið borga sig, þá skuli srjórnmni heimilt, að taka einnig aðrar brautar- greinar fólagsins. Þetta feldu þeir “frjálslyndu”.með atkv. 16. Að stjórnin áskilji sér rétt til að hafa umferðarleyfi eftirvest- urhluta brautarinnar yfir sama tfmabil, sem félagið hefir um- ferðarleyfi yfir austurhluta brautarinnar. Þétta feldu J>eir “frjálslyndu” með atkvæðum. 17. Að stjórnin taki sér vald _ til pess að taka brautina eignar- taki frá hafi til hafs, gegn því að borga eigendunum sann- gjarnt verð fyrir. Þetta feldu þeir “frjálslyndu” með atkv. 18. Að stjórnin taki sér vald til að taka brautina eignartaki, ef fé- lagið skyldi snúa flutningsvarn- ingi sfnum suður til Banda- ríkjanna, í stað þess að flytja pær gegnum Canada og til can- adiskra hafna. Þetta feldu þeir ■“frjálslyndu” með atkvæðum. Öll þessi atriði lutu að því, að tryggja þjóðinni einhver réttindi gagnvart félaginu. En J>að var árangurslaust. Stjórnin íeldi alt, sem kom að nokkru leyti í bága við liagsmuni félagsins. Þegar svona var komið, þá var aðeins einn opinn vegur fyrir and- stæðingaflokkinn á þinginu, og hann var, að leggja málið undir úr- skurð kjósendanna í Canada, en þó með þessum stóra mismun, að þeir verða ekki beðnir að greiða atkvæði um samninga þessa, eins og Conservativ - flokkurinn vildi láta breyta þeim, heldur um beina þjóðeign þessarar brautar frá hafi til hafs. Mr. Borden hefir leitt glögg rök að þvf, að þjóðeign hefir borgað sig í þeim löndam, sem hún hefir verið viðtekin, og hann álftur, að hún mundi einnig borga sig í Canada. Það er og annað alvarlegt atriði f þessu máli, sem ýmsir hafa ef til vill ekki aðgætt, og það er,að ef fé- lagið á þessa braut, þá er loku fyrir það skotið, að þjóðeignarstefnan geti komist í framkvæmd í þessu landi um langan ókominn tíma; og annað: að þá má svo fara, að braut þessi og aðrar brautir í Can- ada, gangi í bandalag með þéim 30 brautafélögum í Bandarfkjunum^ sem þegar hafa gert einokunar- samninga til að halda far- og flutn- ings-gjöldum í sem hæstu verði, og þá yrði þjóðin að búa undir því fargi, hjálparlaus og ráðþrota. En ef rfkið á braut þessa, þá hefir það töglin og liagldirnar, getur miðað far- og flutningsgjald við starfs- kostnaðinn og annan vanalegan tilkostnað við slíkar stóreigntr, og um leið algerlega fyrirbygt það að brautirnar í Canada myndi ein- okun, en getur knúð þær til að keppa við þjóðbrautina og neytt þær til að hafa far- og flutnings- gjald í öllu rfkinu eins lág óg þau verða með brautinni. Svona liggur nú málið fyrir, og svona verður það lagt undir úr- skurð þjóðarinnar. Um landnámabók / Vestur-Islendinga EFTIE LÁRUS GUÐMUNDSSON (Niöurlag). Þá kemur það, sem ég á bágast með að tala um, þvf þegar égminn- ist á ættartölur, þá hringsnýst alt fyrir mér og verður að þeirri iðu, sem ég kemst aldrei f gegn um, en -án ættvísi verður landnámabók okkar skelþunn og í engri líking við þá gömlu. Það má til að rekja ættir þeirra, sem mest eru við söguna riðnir, til alkunnra ætta á Islandi. Og eins geta um börn þeirra manna, þar sem sagan endar. Hver veit nema við Vestmenn eignumst ættfræð. inga, 1 eða 2 á hverri öld sem líður hér eftir, og þá er öllu borgið, ef vel væri f hendur þeirra búið. Nú skal ég aftur setja t. d.: Séra Friðrik segir í almanaki 1902, — “Fyrsti Islendingurinn, sem lét sér til liugar koma, að hentugt ný- lendusvæði fyrir Islendinga kynni að vera í Rauðárdalnum Dakota- megin, var séra Páll Þorláksson.” Þetta er svo staðlaus og snubbótt byrjun, þar sem um slíkan mann er að ræða, sem er faðir og móðir þessarar blómlegu bygðar, að slfkt nær engum góðum stflsmáta. Hann má til að liafa ættartölu. í almanaki 1903, þar sem byrjar landnámið í bænum Winnipeg, stendur: “ íslendingamir, sem kjörnir voru til fararinnar, voru þessir, Sigtryggur Jónasson, Krist- ján Jónsson, Skafti Arason og Einar Jónsson. Þrfr hinir fyrst nefndu hafa fléttað svo nöfn sfn inn í sögu Vestur-íslendinga, að naumast þarf að ættfæra þá.” Hversu þakklátir mundum vór vera Ara presti, ef hann hefði sagt eitthvað líkt þessu um merkustu landnámsmenn forntíðarinnar, t. d. Ingólf Arnason. Skallagrím, Þórólf Mostrarskegg, Geirmund heljar- skinn, Helga magra og marga, marga fleiri —, að þeir hafi fléttað svo nafn sitt í sögu landnámsins, að ekki þyrfti að ættfæra þá? Eg er hræddur um, að þakkirnar hefðu orðið smáar. Nei, það nær engri átt. Þessir fjórir menn, sem sendir vora, verða allir að ættfærast, og svo er um alla, sem œikið koma sögu vorri við. Þar sem hann segir frá Árna Friðrikssyni, Jóni Júlíus, Helgaog fleirum kann ég mæta vel við. En vel að merkja, þarna vantar alstað- ar að geta bundið þessa menn við fastan alkunnan ættstofn. Enginn íslendingurverður merk- ari f landnámssögunni en séra Jón Bjarnason. Hann hefir stærra landnám en allir aðrir, og fullar líkur til, að á ökrum hans spretti blóm, sem haldi nafni hans uppi þó aldir renni. Og þó fullnægir engum að vita einungis það, að hann er Bjarnason. Sama er að segja um konu hans. Og svo er um margar fleiri góðar og merkar konur. Þær verða einnig jið ætt- færast. En það er líka eitt, sem þessi nýja landnámabók getur haft frarn- yfir þá gömlu. Hún getur liaft og ætti að hafa myndir af öllum mönnum og konum, sem mest koma við söguna. Bókin yrði vitanlega dýrari, en aftur miklu skemtilegri og eigulegri, og í framtfðinni miklu merkari. Hver á svo að skrifa þessa land- námabók? Það, sem aðalega liefir ráðið því hjá mér, að hafa orðið svo djarfur, að vekja máls á þessu er, að bókin þarf að veraskrifuð af þeim manni, sem hefir lifað með lífi landnem- anna. Þeim manni eða mönuum treysti ég betur en nokkurum öðr- um til að færa framtíðinni sanna, hreina og lifandi mynd af okkur Islendingum, sem þetta land urð- utn fyrstir til að byggja. Og jafn- framt alla þá þrauta og hagsælda- sögu, sem því fylgir. Eg veit, að það er vandaverk, að skrifa söguna vel, og ég þykist vita, að séra F. J. Bergmann fengi flest atkvæði að verða okkar annar Ari Þorgilsson, og liann liefir lfka ntarga þá kosti til að bera, sem til þess þarf, og er viðurkendur frægðar- maður. Og hann hefir með eigin augum séð lélega borðið undir glugganum og íslenzku koffortin með hliðunum í bjálkakofa land- nemans. Næstur honum er, eða jafnsnjall, skáldið J. M. Bjarnason. Hefir hann sama góða kostinn eins og séra Friðrik, að ait sem hann skrif- ar er og ber með sér svo ljúfa og laðandi írásögn, að mann langar ’Haldið saman “Coupons,’ og "skriflö eftir verölistanum. PIONEER KAFFI K brent, er hið ódýrasta til nota ög um leið hið besta. Grænt kaffi ^ tapar 1 pundi at hverjum 5 við Es brensluna. i*I01VKKR' KAITI tapar engu. SELT í 1 PUNDS PÖKKUM UMBÚIÐ AF BIÐJIÐ MATSALAN UM ÞAÐ. The Blue Ribbon Mfg. CO. 3 WINNIPEG. 7mu iwtuuiuiuiu imm immmmmmim HINN AQŒTI ‘T. L,’ Cigar er laugt á undan, menn ættu ekki að reykja aðra vindla en þá beztu. Búnir til hjá : í WESTERN CIGAR FACTORY S Tlios. L,ee, eigaudi, ■VsTITsTXTIFEa-. affa tfð eftir meiru og þreytist ald- rei á að lesa. Hann er viðurkendur ágætismaður og hefir náð almenn- ings hylli. Þá er Eggert Jóhannsson, fyrr- um ritstjóri Heimskringlu, gáfað- ur maður og gætinn, hreinn og skýr og ráðvandur alt í gegn sem gullið. Þessir menn eru allir færir um að skrifa söguna, — og ef til vill fleiri. Það verða máske sumir, sem lfta á ættartölurnar sem risa, er standi í veginum. En mér datt í hug, áð- ur enn ég sá ættfræðinginn í Hkr., nú nýkominn til sögunnar, að meira gaman og gagn hefði verið að sjá slfkan vöndunar og skýrleiksmann, sem Sigmund M. Long sitja um köldustu vetrarmánuðina í helgri ró í klefa sínum, eins og munkar gerðu á miðöldunum er þeir rituðu svo margt fyrir okkur, sem annars væri glatað og hvergi til, — og skrifa upp ættartölur fyrir land- námabók okkar. Með öðrum orðum: undir umsjón þessara manna, sem ég mintisl á, a,ð festa nöfn land námsmanna hér við alkunnar ættir á íslandi. Þetta væri meira gam- an og gagn, segi ég, en að vita þenna heiðursverða gamla mann berjast úti með sögina og saghest- inn. Hann er listaskrifari, bóka maður og fróður vel, þó lítið beri á honum, og ég hygg fullfær f ætt- fræði til að leysa verk þetta vel af hendi. Hver á svo að ráðast í þetta stór- virki, að gefa út þessa bók? Eg skal þá first taka það tram, að mér finst Ólafur S. Thorgeirs- son vera eins og búinn að helga sér að mörgu leýti útgáfuréttinn. Hann er búinn að láta gera svo mikið, að nafn hans verður ógleym- anlegt f framtfðinni og hann á heiður og þökk skilið. Og ég vildi allra mann helzt óska honum þeirr- ar gleði og ánægju að geta söð hann gefa út bókina. Og að mörgu leyti stendur hann betur að vfgi en margir aðrir. En ósagt læt ég það, hvort hann hafi nokkurn lagalegau rétt til þess framyfir aðra. Það hlýtur að kosta offjár að gefa út þessa bók, og þeir menn, sem nógu sterkir væru til þess hafa fé sitt á annari veltu. En þrátt fyrir allan afar-kostnað, þá er meiri gróði í að gefa þessa bók út, en nokkura aðra bók á fs- lenzku máli, sé hún vel úr garði gerð, eða undir umsjón þessara manna. Hún færi inn í hvert hús og unga fólkið hér, sem enga ís- lenzka bók vill sjá eða eiga, það mundi þessa bók kaupa og geyma sem dýrgrip. Eins mundi hún á Islandi verða kærkomnasta og bezta bók og eyða margri villu, sem á milli stendur og viðkemur högum vorurn og háttum. Mér hefir dottið í hug, að sá eða þeir, sem bókina vildu gefa út, fengju fjóra eða fleiri ábyrgðarmenn til tveggja ára fyrir 4—5 þúsundum dollara, létu síðan prenta boðskap bókarinnar og sendu út til allra héraða þessa lands, þar sem landar eru, og að hverri pöntun bókarinn- ar fylgdi einn dollar, sem endur- borgist til eiganda eða ertíngja hans að tveimur árum liðnum, ef bókin er þá ekki komin út. Þannig ætlast ég til, að hægt verði að fá saman stóra upphæð, svo hægt verði að byrja á verkinu. En vitanlega verður að gera nokk- urnveginn nákvæman reikning fyr- ir hve dýr bókin mundi verða. Og ég ætlast til, að sú bók verði til- tölulega hálfu ódýrari en nokkur önnur bók, sem hér er gefin út, vegna þess að ég er sannfærður um, að næstum hver einasti maður og kona mundi vilja eignast hana, og þarafleiðandi yrði salan svo mikil. Það mundi ekki veita af 10 þúsund eintökum. Og bókin ætti helzt ekki að kosta meir en 2—3 dollara eintakið f laglegu bandi. Þetta er nú auðvitað altsaman hugmyndasmíði hjá mér og gert 1 flýti á stuttum tíma. En ég bið ykkur alla, sem þetta kunnið að lesa, að taka mig trúanlegan fyrir þvf, að þetta er ekki skrifað af neinum rembingi eða þykkju. Og eins það, að ég er ekki fær um, að gera neinn nákvæman reikning >essu viðvíkjandi, eða yfir höfuð að skrifa um þetta mál. Og mig tæki það mjög sárt, ef menn skyldu reiðast mér fyrir þetta, því óvilj- andi er það, ef ég hefi nokkrum manni misbóðið. En margt er það samt, sem ég sö nú, að ég hefði átt að minnast á, þegar ég talaði um, hvernig bókin ætti að vera. En af því, að ég er kominn yfir. þann kafla, þá sleppi ég þvf í þetta silm. Ég held að það væri rétt gert af fornkunningja mfnum, herra ulafi S. Thorgeirsson, að láta menn vita, eftir góða fhugun, hvort hann sjái sér ekki fært, að fara að gefa land- námu okkar út. Það er svo þús- undum dollara skiftir gróði í því. Og það þarf að fara að vinna verkið. Og hann á allra manna bezt frægðina og heiðurinn skilið. Svo bið ég ykkur að endingu að gæta að þvf, að einliver varð að byrja. • FYRIRSPURN um hvar Ólafur Gunnar, sonur Kristjáns sál. Sigurðssonar Back- manns er niðurkominn. Kristján sál. faðir Ólafs mun hafa flutt frá Meðalheimi á Sval- barðsströnd við Eyjafjörð til Ont., Canada, og þaðan aftur til Nýja ís lands, Man., á fyrstu árum land- náms þar, og svo þaðan hmgað suður í Yíkurbýgð,N. Dak., og dó hér síðastl. ár og lét eftir sig tals- verðar eignir, og er ég gæzlumaður þeirra á meðan þessi meðerfingi er ekki fundlnn, eða þar til skyl- yrði laganna er fullnægt. Sé því nokkur, sem veit um þennan ulaf Gunnar. óska ég hann geri svo vel og láti mig vita það. Mountain, N, D. 28. Febr. 1904. ELIS THOR WALDSON. Sale of Church Property. Tliere will be offered for sale by public auction on tlie premises on Friday June 24th. at 12 o’clock noon, the property described as follows.: • Situated in the City of Winni- peg in Manitoba, and being lots 40 and 41 in Bloek I in parish lot 10 St. John as shown on a plan of subdivision registered in the Winnipeg Land Titles Oflice ns No. 182. The said property is situated on the corner of Nena St, and Pacific Ave. The terms of sale are: 1500.00 Cash and the bal ance within six months; larger cash payment allowed if preferred. The above property is owned by the Icelandic Unitarian Congrega- tion of Winnipeg and this notice is given on belialf of the trustees of the said congregation. Jóhannes Feímann, Clerk Dated at Winnipeg this 25th day of May, 1904. Veðráttan erblaut, stormasöm og hvikul, fólki er þess vegna hætt við köldu, kvefi, hæsi og brjóstsjúk- dómum. Beztu meðulin eru Dr. Eldridge hóstameðulin. Þau bregð- ast aldrei, séu þau tekin í tíma. Þau fást hjá Kr. Á. Benediktssyni 409 Young st. Land til sölu hjá Harperville, Man., með góðu íveruliúsi, 20x24, timburhúsi yfir 20—30gripir; góð- ur brunnur; 8 ekrur plœgðar. Lysthafendur snúi sér til: JOHN HAJjL, 629 Ross Avenue, eða að fíarperville P.O., Man. Kr. Asg. Benediktsson selur gift ingaleyfisbréf hverjum sem þarf. AÐVÖRUN til meðlima stúk- unnar Isafold No.1048: Þeir með- limir, sem ekki borga á réttum t'íma gjöld sín, geta búist við, að lðgum félagsins verði stranglega fylgt. Jón Ólafsson, fjármálaritari. K.EKrKTARA vantar fyrir Big Point skólann No. 962, sem hefir tekið annað eða þriðja kennarapróf. Kenslutíminn er lOmánuðir frá lsta September, 1904, til 30. Júní, 1905. Lysthafendur snúi sér til undirritaðs, er tek- ur á móti tilboðum til 15. Júlí, 1904. Tiltakið kaup og mentastig. Verðið að geta kent söng. Wild Oak P.O., þann 26. Maí, 1904. INGIM. ÓLAFSSON, Skrifari og féhlröir. Páll Reykdal, Lundar P. 0., Man., selur giftingar- leyfisbréf hverjum sem hafa þarf. Fólks- og vöruflutn- inga skip Fer þrjár ferðir í hverri viku á milli Hnausa og. Selkirk. Fer frá Hnausa og til Selkirk á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Fer frá Selkirk til Hnausa á þriðjudögum og fimtu- dögum, en á laugardögum til Gimli og sunnudögum norður að Hnausa. Laugardag í liverri viku lendir skipið við Winnipeg Beach, og fer þaðan norður að Gimli og til baka. Fer síðan að Gimli sama dag og verður þar um slóðir á sunnudög- um til skemtiferða fyrir fólkið. Stöðugar lendingar verða í hverri ferð, þegar hægt er, á Gimli og í Sandvfk — 5 mílur f/rir norðan Gimli. Þessi ákvörðvxn veiður gildandi fyrir þann tíma, sem mestur fólks- flutningur verður með C.P.R. ofan að Winnipeg Beach. 5. SIGURDS50N ALMANAK fyrirárið 1904, —eftir— S. B. BENEDICTSSON, er til sölu hjá höf., 530 Maryland St, Winnipeg, og hjá útsölu- mönnum.—Verð 5Í5 cent. Coronation Hotel. 523 MAIN ST. Carroll & Spence, Eigendur. Æskja viöskipta íslendinga, gisting ódýr, 40 svefnherbergi.—ágætar máltiöar. Petta Hotel er gengt City Hali, heflr bestu . lföng og Vindla —þeir sem kaupa rúm. þurfa ekki nauösynlega aö kaupa máltíöar, sem eru seldar sérstakar. Department of Agricul- ture and Immigration MANITOBA. TILKYNNING TIL BÆNDA: Það koma nú daglega inn í þetta fylki hópar af ungum mönnum frá Austur Canada og Bretlandi, sem vilja fá bændavinnu. Margir þeirra eru æfðir vinnumenn og aðrir óska að læra bændavinnu. NÚ ER TÍMINN til þess að útvega sér vinnuhjálg fyrir komandi árstfð. EF ÞÉR ÞARFNIST VINNU- MANNA 1, 2 eða 3 menn, þá ritið til undir- ritaðs og segið hvernig vinnumenn þér þarfnist, hvort heldur æfða eða óvana menn, og livers þjóðernis, og kaup það sem pér viljið borga. Skrifið strax og forðist vonbrygði. J. J. GOLDGIÍ, PEOVINCIAL goveenmentt im- MIGEATION AGENT, 617 Main St. Winnipcg. Woodbine Restaurant Stœrsta Billiard Hall 1 Norövesturlaudin Tlu Pool-borö.—Alskonar vín ogviudlar. Lennon A Hebb, Eieendur. Disc Drills _ I>aö eru viðurkendar fullkomnustu SÁÐ- VELAR sem nú eru fáanlegar, og sú bezta Disk sáövélun :m er vitauloga SYLVESTER- vélin, meö “Stephensons patent double disc”. Gerið svo vel aö koma og skoöa sýnishorn af þeim í húð minni. -Slcoöiö þar einnig BUGGIES sem ég hef til sölu. I>cir era iudis- legir. Ég ætla að gefa snotran veöurmæli hverjum þeim viöskiftamanni sem kaupir vörur af mór fyrir $10.00 útborgaöar, eöa gerir lánsverzlun fyrir $25.00. Finst yöur ekki þnrð á fóöurbætir á þessu áril Cuttingbox-(kurlvél) muudi stórum drýgja kommatiun. C. Drummond-Hay, IMPLEIVIENT8 & CARRIACES, belmontt TÆ^lSr. Brauð bökun er einföld, en verður samt að vfsindagrein þegar árum er eytt til þess að liafa liana ó- breytanlega og jafna dag eftir dag. Að- ferð, efni og vaud- virkni gera BOYD’S BRAUÐ BEZT BOYD’S McINTYRE BLOCK ’PHONE 177 6onnar& Hartley, Lögfræðingar og landskjalasemjarar 494 Mlaiu St, -- • Winni.|i« K. R. A. BONNBR. T. L. HARTLEY.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.