Heimskringla - 23.06.1904, Blaðsíða 4

Heimskringla - 23.06.1904, Blaðsíða 4
HEIMSKRINGLA 23. JÚNÍ 1904. TEGUND SÚ SEM MJÖLKUR- BÚAMENN NOTA. Sumt fólk hefir þá skoðun, að De La- val skilvindurnar séu dýrari en aðrar rjóm- asKÍlvindur vegna þess, hve langt þær taka öllum öðrum vindum fram að gæðum. Þetta er skökk skoðun. Verðið á De Laval vindum er ekki hærra, en aðgerðar- kostnaður margfalt minni en á lakari teg- rindum. Skrifið eftir upplýsingabæklingum til: THE DE LÁVAL SEPARATOR Co. 248 McDermot Ave. 9 — Winnipeg, Man. ^MONTREAL TORONTO NEW YORK CHICAGO PHILADELPHIA SAN FRANCISCO ' West End - = Bicyde Shop, 477 Portage Ave. Páreru seld þau sterkustu og fallegustu hjól, sem til eru i Canada, meö 10 pcr cent af- slœtti, móti peningum út i hönd. Einnig móti niöurborgunum og mánaöarjafborgunum. Göm- ul hjól keyptog seldjfrá$10 og upp. Allar aö- geröir leystar af hendi fljótt og vel. Líka fœst i>ar alt sem fólk þarfnast til viöhalds og að geröar á hjólum sínum. Jon Thorsteinsson. WiIlnipe»,. Bústaður Heimskeinglu er sem stendur að 727 Sherbrooke St. — Sextíu og íjjfim Islendingar komu frá austur og suður Islandi á laugardagskveldið var. Einnig komu 38 á mánudaginn var. Síðari hluta næstliðinnar viku voru steikjandi sólskinshitar á degi hverjum. Sprettutíð f>vf hin ákjósanlegasta. Herra Tryggvi Thorsteinsson, Tantallon P.O., kom hingað til bæjarins í síðustu viku, að leita sér lækninga við fingurmeini. Hann lætur vel yfir kringumstæðum manna í sfnu bygðarlagi. Gras- og uppskeru-horfur góðar. Rev. Richard W. Boynton, prest- ur frá St. Paul, Minn., og skrifari Unitarian Conference í Minnesota, prédikar í íslenzku únitara kirkj- unni hér í bænum á sunmudaginn ‘*kemur, kl. 3 e.h. Allir velkomnir. Klukkan 7 að kveldinu prédikar hann í ensku únitara kirkjunni, Sons of England Hall, Portage Avenue. W. G. Simons, Glenboro, og B. Josephson, Baldur, voru hér á ferð 1 síðustu viku. Þeir létu mæta vel af líðan landa í Argyle og kváðu uppskeruhorfur þær beztu, sem hugsast geta. Björn var á ferð að fylgja systur sinni, sem er að flytja til Fishing Lake 1 Assiniboia, en bl’óst við að komast hingað aftur innan fárra daga. Herra Guðmundur Einarsson, frá Kaupmannahafnar háskóla, kom hingað til bæjarins í vikunni sem leið. Hann ætlar að dvelja hér vestra um tvo mánuði. Hann hefir verið hér vestra áður og dvaldi þá mest af tímanum í Chicago. Hann 'gekk í gegnum latínuskólann í Reykjavfk og sigldi sfðan til há- skólans í Kaupmannahöfn og hefir lesið þar guðfræði í síðastliðin 3 ár, ogtnun halda þvf námi áfram. Hann bregður sér hingað vestur í sumarfríinu, og er það mannlega gert, og svo ættu fleiri að gera, og mundi f>eim reynast f>að hagur en ekki óhagur. Nokkurar stórsölur hafa verið gerðar þessa viku bæði á löndum og bæjareignum. Bandarfkjamenn sýnast nú lfta ákafar eftir löndum og lóðum hér í miðbænum, en þeir hafa gert um undanfarinn mánuð. Aftur er lítið um smáhúsasölu enn þá. Verkamenn hafa litla eða enga peninga að svo komnu, og festa f>ví kaup f lóðum, byggja síð- an hús og veðsetja þau, en láns- félögin lána að mun minna á hús en síðasta ár. Bendir alt á, að kostir sumra verði þröngir, þegar alt er komið f kring. Einnig er f>að mælt, ai nokkur hús, er bygð voru f fyrra sumar, séu nú að falla ínn til lánsfélaganna aftur. íslendingadagsfundur var hald- inn í Tjaldbúðarsalnum á föstu- dagskveldið var. Reikningar voru lagðir fram fyrir sfðasta ár, sem sýndu, að nú væri í sjóði rúmlega $114.00. Fundurinn samþykti, að Islendingadagshátfðin skyldi hald- in 2. ágúst í sumar, og ný nefnd var kjörin til f>ess að annast um hátíðahaldið. Þessir hlutu kosn- ingu: B. L. Baldwinson ... .68 atkv. Joseph, B. Skaptason.64 “ • Einar Ólafsson......57 “ Magnús Markússon ..52 “ Teitur Thomas.......51 “ Ámi Þórðarson.......50 “ Sigfús Anderson.....48 “ Loftur Jörundsson.. .45 “ Jon Thorsteinson ... .44 “ Að loknum kosningum var fundi slitið. Það mun mega íuliyrða, að nefnd- in sé svo vel skipuð, að landar vor- ir í þessum bæ megi liafa ástæðu til að vænta góðra skemtana á Is- lendingadaginn. Alt verður gert, sem stendur í valdi nefndarinnar, til þess, að hátíðahaldið geti orðið sem ánægjulegast og þjóðflokki vorum til sóma. Til þess vonar nefndin að allir þjóðrœknir Islend- ingar í þessum bæ íeggi henni hjálp og aðstoð. Landi vor, Vilhjálmur Stefáns- son, sem um nokkur ár hefir stund- að nám við Harvard háskólann í Cambridge, Mass., hefir hlotið hæztu vérðlaun, 450 dollars fyrir þekkingu í mannfræði. Um f>essi yerðlaun keptu margir móti Vil- hjálmi, en hann hrepti sjóðinn pg ætlar að nota hann til Islandsfarar, til að kynna sér mentunarástandið og aðra þjóðarhagi. Hann lagði af stað í þessa ferð frá New York 11. þ.m. Hann fer gegnum Eng- land og þaðan til Danmerkur, og sfðan upp til Islands. Áritun hans verður fram f september næstkom- andi: Hotel Island, Reykjavík. Þann 12. þ.m.giftust f Minneota, Minn., prófessor Steingrfmur Hall, frá Garðar, N. D., og ungfrú Sigríð- ur A.Hördal, frá Winnipeg. Ileims- kringla óskar þessum ungu hjónum til heilla og hamingju. I síðasta blaði Heimskringlu var sagt, að gengið hefði verið á skfð- um á Akureyri 20. f.m., en átti að vera Seyðisfirði. HÚS TIL SÖLU Ég hefi hús og lóðir til sölu víðsvegar f bænum. Einnig út- vega ég lán á fasteignir ogtek hús og húsmuni í eldsábyrgð. Office 413 Main Street. Telephone 2090. M. MARKÚSSON. 473 Jessie Ave. Winnipeg. Fagnaðarkveðj a —TIL— lirkjuþingsmanna, nýkom- inna vesturfara og annara íslendinga. Um leið og ég býð landa mfna aðvífandi velkomna til borgarinnar leyfi ég mér að tilkynna þeim, að ég hefi ásett mér að selja allar gull- og silfurvörur mfnar með mikið niðursettu verði frá þessum degi fram yfir rfkissýninguna, sem hér 4 að haldast í sumar. Ekta $4.00 gullhringir á $2.50. Ekta $6.00 gullhringir á $4.00. $3.50 úrfestar nú á $2.00. $8.00 alþektu og áreiðanlegu verkamanna úrin nú seld á $6.00.' Armbönd og alt annað gullstáss með tilsvarandi afslætti. Þó ótrúlegt megi virðast, þá hefi ég nú svo góðan útbúnað í verk- stæði mfnu, að ég get smfðað hringi og afgreitt viðgerðir meðan við- skiptamenn mfnir bíða. Ég ábyrgist allar úr- og klukku- aðgerðir um 12 mánaða tfma. Ég hefi ánægju af að sjá gesti í búð minni, og vona að allir íslend- ingar komi ekki svo til bæjarins að þeir ekki skoði vörur mínar og at- hugi verðið. G. Thomas, 596 Main Street Phone 2558 Guðmundur Símonarson, sem búið hefir að Brú P.O., Man., biður þess getið, að hann sé nú alfluttur með fjölskyldu sfna til Glenboro. Allir þeir, sem eiga bréfaviðskifti við hann, eru beðnir að árita bréf hans þannig: W; G. SIMONS, Glenboro P.O., Man. Hús til sölu Ég hefi nokkur ód/r, ný hús í suðurparti bæjarins til sölu með góðum skilmálum og ódýrt Cottage á Elgin Ave., austan við Nena St„ með 6 herbergjum, góðum skil- múlum. Mikið af ódýrum en góð- um lóðum f Fort Rouge. Ef þið viljið ná góðum kaupum, þá gerið það strax. K. Á. BenediktssoSl 409 Young St. Ny Dagsbrún Á hinu únitariska kirkjuþingi, sem haldið var í Winnipeg f fyrra sumar, var ákveðið að ráða bót á þeim skorti á únitariskum ritum, sem hefir átt sér stað sfðan “Dags- ‘brún” hætti að koma út. Til þess að framkvæma þetta voru þeir sett- ir í útgáfunefnd: Skafti B, Brynj- ólfsson, Jóhannes Sigurðsson, Jó- hann P. .Sólmundsson, Rögnvaldur Pétursson og Albert E. Kristjáns- son. Fyrir áeggjan nefndarmanna, og sumra áhúgamikilla únitaia, sem sumir hafa þegar lagt fram fé þessu til styrktar, hefi ég nú ráoist í að bæta úr þessum langvarandi skorti af þessu tagi. Þetta útgáfumál er nú komið svo langt á leið, að “Ný Dagsbrún,” er langt komin f prentsmiðju hins ný- löggilta Gimli Printing and Pub- lishing Co. I hinu fyrsta hefti þessa rits verða: tíðindi frá únitariskum kirkjuþingum, lög hins únitariska kirkjufélags, fyrirlestrar frá kirkju- þingum, myndir og æfiminningar þeirra séra Bjöms Péturssonar og Þorvaldar Þorvaldssonar, o. fl. Rit þetta á að verða ársfjórð- ungsrit, um 20 arkir á ári og kosta $1.00. I þetta sinn verða væntan- lega gefnar út 8 til 10 arkir eða sem svarar þvf, sem ætti að koma út á tveimur ársfjórðungum. Þeir sem vilja vera vissir um, að fáþetta fyrsta hefti ættu sem fyrst að skrifa mér um það, að Gimli, Man., því upplagið er haft lítið til að byrja með. Það er vonandi að velunnendur hins únitariska kirkjufélags, greiði sem bezt götu þessa rits. Ekkert boðsbréf verður sent út þessu riti viðvfkjandi annað enn auglýsing þessi og þær aðrar aug- lýsingar, er ég síðar kann að birta. Staddur 1 Winnipeg, 13. júnl 1904. J. P. Sólmundsson Aths.—“Ný Dagsbrún” er gefin út á Gimli og er innheft bók. Þeir Winnipegbúar, sem vilja skrifa sig fyrir ritinu, geta snúið sér til mín, ef þeim sýnist svo. Einar Olafsson, 699 Ross Street Bending. Telephone númer mitt er 2842. Búðimar eru 591 Ross Ave, og 544 Young St. G. P. Thordarson. Gosdrykkjasla«;ui og Áldinaljóð (Verður sunginn, kveðinn og mæltur af munni fram hvern vírk- an dag alt þetta yfirstandandi, blessaða sumar í aldinabúð Jónasar Jónassonar, á suðausturhorninu á Pembina og Corydon strætum, í Fort Rouge). Innga n.gur f r f. Veitingar seldar. Allir velkomnir, Með sínu lagi. Einn: Þangter líf í hitanum, þegarsólin skín, þá er rétti tíminn að koma’ og vitja mín, líkamlega’ og andlega svölun fyrir oent sel ég öllum þjóðum, og gef það út á prent. Allir: Og út í Park ef að ætlar þú minn ungi herfti og kæra frú, þá stöktu af “carinu” og komdu inn og kúffyltu blessaðan munninn þinn Ljúfíengustu gosdrykkir, ljúffengasta brauð, ljúffengustu aldini og berin sæt ograuð, ljúffengasti ísrjómi, ljúffengasta öl. ljúffengasta “caudy” sem bætir sorg og kvöl. Hjartstyrkjandi dropar og heimsins elixír heiðna gerir kristna og sjúkdómurinn flýr. m jaðarsortir ótal og munngát. Heyrðu nú! mjólkin feit, sem rjómi úr þrílitri kú. Barnagull, sem sandur á sjáfarströndu fást, cigarar og tóbak, sem aldrei neinum brást, bónorðssykur franskur með rauðum orðum á; allir verða “skotnir,” sem bragð af hon- um fá. Allir: Og út í Park ef að ætlar þú, osfrv. J. JÓNASSON I. O- Gr T. Stúkurnar Hekla og Skuld halda í sameiningu útbreiðslu fund á North West Hall miðvikudaginn 29. þ. m. Þar fer fram samsöngur, sólós, hljóðfærasláttur og ræður fluttar af kunnum og ókunnum ræðu- mönnum. Nefndin, sem vinnur að þessari samkomu, óskar að fólk vildi fjöl- menna, svo að ekkert sæti verði autt í salnum. Byrjar kl. 8 e. h. Síðustu tímar eru yfirstandandi tíð til að eignast fagrar húsalóðir á Rauðárbökkum. Það eru að- eins fáar lóðir, sem við höfum ráð á að selja, og leyfum vér oss því, að benda þeim, sem elska fegurð náttúrunnar, á að tapa ekki tækifæri þessu. Hver einasta af þessum fögru lóðum hefir stóreflis eik- arogelmtré, sem maður getur hvílt augað á eftir erfiði og þunga dagsins, Vér seljum lóðirnar bæði svo ódýrt og með svo góðum kjör- um, að það getur hver maður, sem vill keypt þær. Stærð lóðanna er: 50 fet á breidd og 250 fet á llengd. Verð : $500 ODDSON, HANSON & VOPNI 55 Tribune Blk. Phone 2312 McDermott Ave., Wpeg. PALL M. CLEMENS, B YGGIN GAJMEIST ARI. 408 llain 8t. Wfnnlpejf. BAKER BLOCK. FHONE 26 85. ! gtmrnttmfwmn mtttmmmmm^ | HEFIRÐU REYNT? f £ dpfwpv’s - | IREDW00D LAGER | EDA EXTRA P0RTER. Við ábyrgjustum okkar ölgerðir að vera þær hreinustu og beztu, og án als gruggs. Engin peningaupphæð hefir verið spöruð við til- y- búning þeirra. Ö1 okkar er það BEZTA sg HREINASTA og J LJÚEPENGASTA, sem fæst. | Biðjið um það hvar sem þér eruð staddir Canada, B Edward L. Drewry - - Winnipeg, » Manntactnrer & tmporter, TMumMmiu Mmmumi u HIÐ ELSKULEGASTA BRAUД “Ég fékk þá elskulegustu brauðköku með þvf að nota ROYAL HOUSEHOLD MJÖL, það gat ekki hafa orðið betra,—svo hvítt, létt og gott sem mögulegt var.” Þetta er kafli úr bréfi frá einum notanda Ogilvie s “Royal Household Mjol Vér höfum ýms samkyns bréf. Oss þætti mjög vænt um, að þér vilduð reyna þetta mjöl og rita oss svo álit yðar um f>að. Sérhver notanði þess verður góður auglýsandi að ýmsu leyti, þó ekki sé nema með þvf að tala við náungann um áhrif þess. Matsali yðar selur það. Öoój p'AQ CÓO(0 ^0(0 O)o (p 0)0(0 go(o Soto o)o(o Wo(o ghg: £o(o íloiiiiiionwealtli SIiof Store ÓYANALEG KJÖRKAUP Karlmanna Kálfsskinn Skór reimaðir, vanaverð ..$1.50 Fyrir...............$ 1.00 Karlmanna Dongola Skór reimaðir, vanaverð $1.75 Fyrir...............$1.545 Drengja Kálfsskin Skór reimaðir, vanaverð $1.50 Fyrir................$1.00 Kvenn Dongola Skór reim- aðir, vanaverð $1.75 Fyrir...............$1.25 Kvenn Kálfsskin Skór reim- aðir, vanaverð $1.75 Fyrir...............$1.25 Stúlku Dongola Skór reim- aðir, vanaverð $1.65 Fyrir...............$1.10 MUNIÐ EFTIR STAÐNUM Galloway & Co. ##*m>*HK**m******************* * * * * # * * * * * #. * # # # # Vinnur þú á Point Douglas? Ef svo er, þá getur þú ekki gert annað betra, en að kaupa þér lóð austan við Louise brúna. Við höfum þar 2 spildur rétt við veginn til Birds Hill, ágætis lóðir; fárra mínútna gangur frá Louise brúnni. Gjafverð og með góð- um skilmálum. Skrifstofa okkar er opin á kveldin frá kl. 8—10. Lewis, Friesen & Potter, 392 Main Street, Room 19 Phone 2864 # # # # # # # # # # .# # # # # # 4»#######tttt#tt#* ###########* J3alace^ loth i ng^to re 458 MAIN STREET, Gagnvart Pósthúsinu. Aðal-fatakaupabúð Islendinga. Selur allan Maf- mánuð karlmanna alfatnaði með 30 % afslætti. Al- fatnaðir vanalegt verð $12y2, nú $9,00. Hattar, húfur, hálsbönd, skyrtur og alt annað, sem klæðir menn og drengi, alt með afslætti í Maí. Q. C. Long

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.