Heimskringla - 28.07.1904, Blaðsíða 2

Heimskringla - 28.07.1904, Blaðsíða 2
HEIMSKRlNGrLA 28 JÚLÍ 1904. Heimskringia PUBLI8IIED BV’ The Heiinskringla News & Fnhlish- ing ' Verö blaösins í Canada og Bandar. $2.00 um árið (fyrir fram borgaö). Sent til lálands (fyrir fram borgaö af kaupendum blaösins hér) $1.50. Peningar sendist í P. O. Money Or- der, Reeristered Letter eöa Express Money Order. Bankaávísanir á aöra banka en í Winnipeg aö eins tekoar meö afTöIlum. B. L. BALDWINSON, Editor & Manager Office: 727 Sherbrooke Street, Winnipeg P. O. BOX 116. / Islendingadagurinn Nefndin hefir vandað til hans svo sem bezt m& verða, eftir öllum ástæðum. Skemtanir verða marg- ar og góðar og verðlaunalistinn sómasamlegur, eins og 1 prógram dagsins ber með sér, — um $250. Öllum börnunum verður gefinn poki með brjóstsykri og 250 hring- reiðar aðgöngumiðum verður út- býtt ókeypis meðal þeirra, svo þau geti skemt sér á -‘Merry-ga-round,” J>vf flestnm þeirra [>ykir pað hin inndælasta skemtun. Aðgöngumiðar barna, innan 12 ára, kosta aðeins lOc (ekki l5c), en fyrir fullorðna 25c. Nefndin óskar og vonar, að Win- nipeg fslendingar sæki hátfðahald- ið svo rækilega, að mjög fjölment verði í Elm Park 2. ágúst f ár. Það hefir verið vandað til ræðu- manna; þeir era aliir viðurkendir vitsmuna og mælskumenn. f>að er ekki á hverju ári, sem Vestur- fslendingar eiga þvf l&ni að fagna að mega hlusta á ræðu frá Kaup- mannahafnar háskóla mönnum eða fslenzkum alþingismönnum. En hvorttveggja f>etta býður nefndin gestum hátfðarinnar f ár. Þess utan hefir lögfræðingur herra Skóli G. Skúlason f Grand Forks. N. D.. lofað að koma og flytja ræðu um V estur-íslendinga. Það er þvf ekki nema sanngjamt að mælast til þess, að Winnipeg íslendingar sýni mönnum þessum f>ann sóma og sjálfum sér þá á- nægju og uppbyggingu að koma og hlusta á ræður þeirra. Það hefir að undanfömu verið á- litin sjálfsögð skylda hvers f>ess Is- lendings, sem atvinnu sinnar vegna getur komið því við, að hann sæki hátfðahald þetta og komi fram sem sannur íslendingur f>ennan eina dag & árinu, og f»ð allir, sem sækja hátíðahaldið, geri sér og öðmm þennan þjóðlega samfund sem allra skemtilegastan og ánægjulegastan. Það tengir þjóðernisbandið og eyk- ur yl og hlýleika með íslendingum, sem allir hafa gott af en enginn óhag. Undir f>vf, hve vel íslendingar sækja hátíðina, er komið framtfð- arviðhald hennar, og með sívax- andi tölu fólks vors hcr f bæ ætti hátíðahald þetta að vaxa með hverju lfðandi ári, ekki aðeins að f>vf er snertir aðsóknfólksins,held- ur einnig að þvf er snertir skemt- anir, verðlauna veitingar og á- nægjulega sambúð gestanna. Evona á þetta að vera, og svona er tilgangurinn að f>að skuli verða. En fólkið, íslendingar sjálfir, verða að styðja m&lefnið með nærveru sínni á hátíðinni, þvf f>að i r ein- göngu á f>eirravaldi,að gera skemt- an f>essa góða og áuægjulege, eins og hún á að vera. Nefndin óskar f>ví f>ess og biður, að sem allra flestir íslendingar hér f borg og annarstaðar frá, sem eiga kost á að sækja al-íslenzka pjóðhá- tfð Vestur-Islendinga, komi í Elm Park 2. ágúst næstkomandi og hafi þangað með sér eins marga vini sfna og þeir eiga kost á að fá með sér. Dans verður að kveldinu frá kl. 9—11, eða rúmlega það. Agæt music verður f garðinum að degin- um og við dansinn að kveldinu. Danssalur garðsins er talinn sá á- gætasti í bæ f>essum og vel lýstur. Þroskun niðurávið Það er ekki ein bára stök fyrir vinum Lögbergs í Ottawa. Nú er rlkisþingmaður D. Monet búinn að yfirgefa Laurier-stjóm- ina. Á fundi, sem nann hélt með kjósendum sfnum á sunnudaginn, 17. þ.m., f bænum St. Reini í Que- bec fylki, kvaðst hann verða að segja af sér þingmensku af þvf sér kæmi ekki saman við leiðtoga Lib- eral flokksins, og sér væri illa við, að beygja sig undir þannvilja leið- toganna, sem ekki væri samkvæm- ur sínuin vilja, og til þess að þurfa ekki að vera andvfgur stjórninni, áliti hann bezt að segja af sér þingstörfum. Hann kvað blaðið Le Canada, eitt af helztu blöðum Lauriers f Quebec, hafa sagt, að hann ætti kost á ráðgjafastöðu, ef hann snérist ekki á mót>. stjórn- inni. En hann kvaðst enga löng- un hafa til að vera ráðgjafi, enda væri hann ekki gæddur þeim þrem- ur hæfileikum, sem einir væru nauðsynlegir til að komast f þá stöðu. En þeir væm, að kunna að dekra, smjaðra og skjalla. Svona lítur nú sá maður á málin J>ar neðra, sem jafnan hefir þó fylgt Liberals að máli, en finnur sig nú neyddan til að skilja við þá, jafnvel f>ó haun ætti kost á, að verða r&ð- gjafi. Enda segist hann óttast framtið flokksins. Þetta út af fyrir sig gerir nú Laurier - stjórninni ekki mikinn skaða, f>ótt hún tapi einum æfi- löngum stuðningsmanni. En hitt er öllu lakara, sem fyrverandi yfirskoðunarmaður rfkisreikning- anna, Mr. McDougall, hefir borið á stjórnina og skorað á hana að hreinsa sig af, ef hún gæti; en sú kæra er, að hún kasti fé rfkisins í tugum þúsundatali til vina sinna fyrir lítið og í sumum tilfellum fyrir alls ekkert. Kvaðst hann ekki hafa getað við þetta ráðið og þvf hefði staða sfn orðið sér óbæri- leg og hann fundið sig neyddan til að segja henni af sér. Þessu til sönnunar hefir hann meðal annars bent á eitt dæmi: Haun segir, að árið 1896 hafi Conservatives gert samning við M. P. Davis um að raflýsa Comwall skipaskurðinn og veita afli til að hreyfa flóðlokurnar fyrir umferð • > skipa. Verðið, sem um var samið, var 30c fyrir hvert ljós, hverja nótt sem þau væru notuð, og $68 fyrir hvert hestafl á hverju ári, um 21 árs tíma. En rétt fyrir kosninguna 1900 segir hann Laurier-stjórnina hafa breytt þessum samningum svo, að þeir skyldu gilda um 84 ára tíma í stað 21 árs, sem áður var. Ennfremur samdi þá Laurier stjómin um að borga f>essum Davis fyrir 250 Ijós og 400 hestöfl yfir heila árið, hvort sem þau yrðu notuð eða ekki. Þessa samninga segir hann gerða hafa verið rétt fyrir kosningaraar 1900. Svo segir hann að herra Davia hafi f maí og júnf 1902 sent inn reikning fyrir $10,084.80 fyrir Ijós og $19,182.86 fyrir hreyfiafl frá 24. oktober 1901 til þess er reikningamir vom send- ir. En á þessu tímabili — yfir vetrarmánuðina — var skurðurinn frosinn upp og f>vf hvorki ljós né afl notað við hann. Davis fæssi \ fékk því nær $30,000 fyrir alls ekk- ert og þetta á að grnga svona í 84 ár. Mr. McDougall neitaði að; borga fæssa reikninga. En stjórn-! arráðið, sem f slfkum málum nefn-1 ist fjármálanefnd, samþykti reikn- j ingana og lét borga þá. Mr. Mc- Dougall var ekki ánægður með þetta. Hann fékk á eigin reikning verkfróða menn til að hefja rann- sókn í málinu. Afleiðingin af þessu var sú, að hann neyddi stjórn- iua til að ripta samningunum við Daris og gera nýja samninga við hann. Og ennfremnr kom hann þvf til leiðar, að Davis varð að borga þessa upphæð til baka í rfk- issjóðinn. En út af fæssu kom ó- vild hjá ráðgjöfunum til gamla McDougalls. Hann sparaði með þessu eina bragði ríkinu um sex hundruð þúsund dollars fjárútlát fyrir alls ekkert, á samn- ingstímabilinu. Mr. McDougall skorar á Laurier-stjómina að bera Jætta af sér, ef hún geti, og b/ður að leggja fram öll skjöl og sann- anir þessu máli viðkomandi. En ráðgjafarnir hafa þagað eins og múlbundnir hundar. Menn sjá nú, að f>að er ekki ó- [eðlilegt, að Laurier-stjóminni sé j illa við f>ennan mann og hafi bolað honum út úr embætti. Manni, sem ! er svo frómur, að hann líður ekki að tugum og hundruðum þúsunda I dollars sé kastað út til /msra vina stjórnarinnar fyrir alls ekkert. j Slíkur maður er vissulega ekki að ! skapi núverandi rfkisstjómar í | Ottawa! Það er engin furða f>ótt Liberals neyðist til að auka tollbyrðina á þjóðinni og að hækka þjóðskuldina, þegar svona glæpsamlega er farið með ríkisféð. Heldur nú ekki Lögberg að það væri hollara að láta þessa Cornwall ljós og atí framleiðslu stofnun vera ’þjóðeign ? Eða er blaðið and- j vígt pjóðeignarmálinu? Væri stofnanin þjóðeign, þá í mundi ríkið aðeins borga fyrir f>au ljós og það afl, sem notað væri og j aðeins það Bem framleiðslan kost- aði. Trúir ekki Lögberg þessu og finst ekki blaðinu að vinir þess f í Ottawa hafa sýnt tilgang sinn f | þessum Davis-samningum,að ræna j °g rýja rfkið um yfir i§ millíón I dollars til hagsmuna fyrir þennan j eina mann? En auðvitað er sú bót í máli, að [>að var gert rétt fyrir kosningam- ar 1900, fægar mikil f>örf var á vænum kosningasjóði, hvemig sem j hann væri fenginn og hvaðan sem hann kæmi. Sýnist ekki Lögbergi þetta vera svona? Og finst ekki blaðinu að 1 flokkur þt>ss f Ottawa vera að f>rosk- i ast niðurávið? Ilvað þcir se^ija — Grand Trunk Pacifie félagið á að eiga b:autina, þó Canada borgi fyrir hana, segir Laurier. Canada á að eiga brautina, sem rfkið er látið borga fyrir, segir Borden. Vér trúum ekki á þjóðeign járn- brauta, segir Laurier. Vér trúum á og beimtum f>jóð- j eign og umráð járnbrautar frá hafi , til hafs, segir Borden. Þjóðeignar princípið felst f samn- ingum vorum við G.T. P. félagið, segir Laurier. j Vissulega er það svo: Brautin í verður eign útlendra auðmanna, en skuldirnar verða þjóðeign, segir Borden. Vér ætlum sjálfir að eiga 1875 mflur af austur enda brautarinnar, en gefa félaginu $18,000 á hverja mílu yfir sléttlendið frá Winnipeg til Klettafjalla, 1000 mflur vegar, og $87,500 á míluna, eða vel það, yfir Klettafjöllin að Kyrrahafi, 5Q0 mílur vegar, segir Laurier. Það er ástæðulaust að láta rfkið verja 60 millíónum dollars fyrir 876 mflur af braut í þeim parti landsins, sem rfkið á Intercolonial brautina, sem búin er að kosta 70 millíónir dollars og fyrir styrkinn, sem félagið á að fá, getum vér bygt braut frá Winnipeg til Kyrrahafs, og átt svo alt sjálfir, segir Borden. Tollvernd Breta Konungleg rannsóknarnefnd hefir nokkra undanfarna mánuði setið við að athuga verzlunar- og iðnaðarmál Bretlands, með sér- stöku tilliti til að komast að ástæð- um fyrir þvf, að járn- og stálgerð ar-iðnaður landsins hefir verið í stöðugri afturför um langan tíina. Nefndin hefir nú lokið f>essu starfi sfnu og gefið sk/rslur um á- rangurinn af þvf. Niðurstaðan er, að afturför iðnaðarins sé því að kenna, að Bandaríkjamenn og Þjóð- verjar hafi náð yfirráðum á brezka sölumarkaðinum með vemdartolla stefnu sinni, sem geri þeim mögu- legt að selja varning sinn á Bret- landi, eftir að borga flutningsgjald undir hann f>angað, fyrir lægra verð en Bretar geti framleitt hann heima hjá sér. Nefndarálitið, sem er undirritað af 58 mönnum, segir að eina ráðið til viðreisnar iðnaðin- ftm á Englandi sé að leggja vernd- artolla á innfluttar vömr, svo sem hér segir: 1. Almennir innflutningstollar á innfluttum vörum frá útlönd- um. 2. Sérstakir lágtollar á vöram frá nýlendunum. 3. Sérstakir hátollar gegn vöram frá hátolla ríkjum. Muuurmn Það er satt, sem fyrri viku Lög- berg segir, að stjómarvaldið f öll- um löndum á að vera yfirsterkara hervaldi f>jóðarinnar og ráða starf- semi fæss. En f>etta er ekki ágreiningsatriði í sambandi við Dundonald málið, heldur hitt, að veiting embœtta í hemum er háð samhljóða tillögum þriggja eða fjögra herforingja, og það er föst regla, sem hefir náð gildi í allri stjómarathöfn Breta, að herm&laráðgjafinn skipi f>á menn f embætti, sem þessir 3—4 herfor- ingjar sameiginlega tilnefna. Þvf að það er skoðað sjálfsagt, að her- foringjarnir hafi meiri þekkingu á hæfileikum manna í slík embætti, heldur en ráðgjafinn, sem f fæstum tilfellum hefir nokkra þekkingu á slfkum málum. En þessa reglu braut Laurier-stjórnin, og Fisher ráðgjafi játaði f þinginu, að það hefði gert verið af pólitiskum á- stæðum. Það, að Laurier-stjórnin leyfir sér að brjóta f>essa föstu reglu f embættaveitingum til hers- ins og hefir ekki annað fyrir sig að bera en að maður sá, sem til var tekinn, sem hæfilegur í em- bættið, væri Conservative. Þetta er deiluefnið milli flokk- anna. En þó að Frakkinn kallaði Englendinginn “útlending” f hans eigin rfki, þá er það einsog önnur markleýsa, sem ékki f>arf að fást um. Til háskólans (NDuí 1 >g) Hann rétti Jóni umleið ofurlítið prentað skjal. Á þvf voru einnig óútfyltar línur og þar skyldi Jón setja nafn sitt og aldur með öðru fleira, svo sem hvaðan liann kæmi og hvar liann væri fæddur. Jón svaraði öllu f>essu og rétti svo mið- ann aftur til gamla mannsins. “Hvað er það nú, drengur minn, sem þig vantar sérstaklega að læra?” Þessi spurning kom ónotalega flatt upp á Jón litla. Hvað vant- aði hann að læra? Vitaskuld, J>að sem hér var kent! Hann var hing- að kominn til að fá viðunanlega mentun, og að menta sig ætlaði hann; það var nú víst. En þessi spurning! Hann var f hálfgerðri klípu með að finna svar, en þó stamaði hann loksins út úr sér. “Ég var liingað sendur, herra, til að mentast,” og var hann um leið mjög vandræðalegur á svipinn. Hann tók eftir því, að maðurinn brosti, og bætti [>að lítið úr vand- ræðum hans. Já, hann hlaut að vera grænjaxl, eins og str&kurinn hafði sagt honum í morgun; og við þá endurminning varpaði hann öndinni mæðilega. 'í þvf rétti maðurinn honum bók allmikla, og sagði um leið og hann fletti upp á vissurn stað: “Hverjar fjórar af þessum hér- nefndu máttu kjósa, en ekki fleiri. Það er betra að læra það vel, sem maður lærir, þó það sé ekki margt.” Ekki minkuðu vandræði Jóns við þetta; því greinarnar voru margar, og þekkti hann aðeins tvær eða þrjár. Hann rendi augunum niður eftir dálkunum. Osjálfrátt námu þau staðar, er hann kom að orðunum: “Norræn tunga,” “fslenzka,” “ís- lenzkar bókmentir að fomu og nýju.” Auðvitað hafði hann búist við að sjá fætta, því hann vissi, að tunga hans var kend við þessa miklu mentastofnun. En honum datt snögglega f hug, f>egar hann daginn áður var að reyna að koma út úr sér ensku orðunum, hve ís- lenzkan hafði böglast og þvælst fyrir sér, bæði f munni og heila, og honum gramdist það, að hann skyldi ekki eiga Jæirri sælu að fagna, að vera enskur, eins og allir hinir, sem svo liðug kjálkabein höfðu, lipra tungu og svo léttan heila. Hann gleymdi því, að heil- inn getur verið léttur á fleiri máta en einn, eins og, þvf miður, stund- um á sér stað. Hann fann f>að líka á sér, að sú tunga, sem var þannig til fyrir- stöðu öllum f>ægilegheitum einmitt þegar mest reið á, gat varla átt f>að skilið, að vera lærð við háskóla; ekki sfzt f>egar maður var nú á annað borð að reyna að afla sér mentunar, er mentun átti að heita. Reyndar hafði nú gamli Þiðrik, faðir hans, oft sagt honum, að [>að væri skömm — ekkert minna! — að kunna ekki móðurmál sitt, að minsta kosti stórgalla lítið; en svo reis þá sú spurning upp f huga Jóns litla, hvort hann kynni það ekki svo. Enda f>ótt blóðið rynni til skyldunnar, til íslands, f>á var honum nú samt fóstra hans, Ame- rfka, hjartkærri. Já, hér [>urfti hann ekki að eltast við fé á fjöllum uppi, eða grafa sig í snjó og máske verða úti. Þetta var nú að minsta kosti munur. Ekki f>urfti hann heldur að læra fslenzku. Hann kunui allvel að lesa. Hann hafði lesið mikið, allar íslendinga sög- urnar og margar aðrar góðar og gamlar bækur, bœði andlegar og veraldlegar. En að skrifa? Ja, hvað um þnð? Fólkið barði þvf við, að maður kynni ekki að staf- setja. Enn sú hugmynd! Því mátti ekki stafa orðin eftir því, sem 8tafirnir höfðu hljóð til? 8vo gerði f>að nú vfst ekki mikið til, hvernig orðin væri stöfuð. aðeins að meiningin væri rétt, og það hlaut nú að vera auli, sem ekki gaf komið svo fyrir sig orði. En aftur á móti var svo margt hérna, sem rétt mátti heita f hendi hans, sem miklu meira kvað að, heldur en að fslenzkunni. Jafnvel nöfnin báru [>að með sér, að hún hlaut að vera heldur létt & meta- skálum menningarinnar, þegar hún var vegin samhliða — já, jafnvel þvf minsta, sem hér var um að ræða; því hér var latína og grfska og öll önnur tungumál, svartra manna og hvítra, gulra og rauðra. Einnig var hér óteljandi fjöldi af allrahanda “logium” og óviðjafnan- legur herskari af ónefnanlegum “ismus”-um, og margt annað, sem Jóni félst alveg hugur við að lesa. Og úr öllu þessu mátti hann nú velja! Nei, hin svokallaða góða, gamla norrœna tunga f>urfti ekki að hælast um núna! Það var hel- bert óðs manns æði, að líta við henni hér. Maður gat lesið Njálu og Grettisljóð og alt hitt raslið heima hjá sér; maður þurfti ekki langar leiðir á háskóla til þess. Nei, víst ekki! Jón hugsaði þannig, þar til hann var kominn f hálfgerðan æsing. Hann var eiiki lengi, að grfpa rit- bl/ upp úr vasa sfnum og rita nið- ur þær fjórar greinar, er honum f>óttu álitlegastar. Hann ætlaði ekki að láta neinn gamlan lijátrúar anda þvælast fyrir sér. Hér var hann rétt í straumi lífsins, og 1 honum ætlaði hann að synda eða sökkva látlætislaust, og laus við allar hégiljur. Hann greip blaðið upp og réðist á fyrsta skrifstofu- f>jóninn, sem fyrir honum varð. 8á góði maður leit snöggvast á blaðið, svo á Jón. Hann glotti ögn, hripaði eitthvað á blað, rétti Jónka, og sagði honum f>að væri búið. Jónki gekk í burtu; hann var nú loks orðin ánægður með sjálfan sig; hann var orðinn “stú- dent. ” Enn ura Gunnar “Þtí Gunnar vildi heldur bíöa hel, en horfiun vera fósturjaröar strðndum. Grimmle>íir féndur flárri studdir vél fjötruöu góöan dreng 1 heljarböndum.” Ég hefi aldrei heyrt eða séð hall- að á orðstýr Gunnars á Hlíðarenda fyrri en nú f síðasta blaði Hkr.; enginn merkur sagnfræðingur hef- ir véfengt sannsögli eða vandvirkni höfundar Njálssögu. í 19. kap. Njálu er lýsing af Gunnari, og samkvæmt henni hefir Gunnar sér engan jafnoka átt. Annaðhvort hefir höf. ekki lesið [>ennan kapitula eða hann er bú- inn aðgleyma honum. Aldrei hefir nokkur kinnhestur verið réttlátlegar gefinn, en sá, er Gunnar sló Hallgerði fyrir hinn stolna mat úr Kirkjubæjar búri. Margar sannanir eru f Njálu um [>að, að Gunnar hafi vænn maður verið,f>.e. góður. I 19. kap. segir: “-----ráðhollr ok góðgjam, mildr ok stiltr vel, vinfastr ok vina.” í 22. kap. segir Njáll: “Þú skalt kveða vfsur nokkvarar, f>ví at f>ú ert skáld gott.” Það er gefin sök, að enginn getur verið gott skáld, nema vitur sé. Hvaða göfugkvendi mundi leika f>ann leik, er Hallgerður lék við Sigmund Lambason, frænda Gunn- ars? Sigurður Breiðfjörð var svo vit- ut maður, að hann tók ekki svari Hallgerðar f alvöru heldur í gamni aðeins. Að endingu kórónar Hallgerður sig með að verða, svo sem Skarp- héðinn segir, “hórkerling eða púta” skika Hrapps. Þá er Hallgerður var knébarn sagði Hrútur um hana: “Ærit fögr er mær sjá, ok munu margir [>ess gjalda. En hitt veit ek eigi, hvaðan þjófsaugu eru komin 1 ætt- ir várar.” Það eru engar sannanir fyrir þvf, að Gunnar hafi ekki átt nema einn bogastreng. Mjög líklegt að liann hafi haft gnægtir af þeirn, en að f>eir hafi verið geymdir 1 vopna- kistu hans, og að hún hafi verið honum of fjarlæg f það sinm, en Hallgerður var honum nærstödd og hún neitaði honum um lffsbjörg- ina. Enn svo eru dæmi til þess, að eigi var nema einn bogastrengur til, og um leið og hann brast, brast heilt konungsríki og einnig lffs- þráður fjölda manns; var þó sá bogi undir merkjum eins af allrá frægustu hershöfðingjum heimsins, spentur og dreginn af frægðar- og snillimenni. Þormóðar segir svo um Gunnar:

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.