Heimskringla - 28.07.1904, Blaðsíða 4
HEIMSKRINGLA 28. JÚLÍ 1904.
r—■ ■■■■
West End = -
Bicyde Shop,
477 Portage Ave.
Pár eru seid þau sterkustu og fallegustu
hjól, sem til eru í Canada, með 10 pcr cent af-
slœtti, móti peningum út 1 hönd. Einnig móti
niöurborgunum og mánaðar’afborgunum. Göm-
ul hjól keypt og seld'frá $10 og upp. Allar að-
gerðir leystar af hendi fljótt og vel. Líka fœst
þar alt sem fólk þarfnast til viðhalds og að
gerðar á hjólum sínum.
Jon Thorsteinsson.
Winnipe^.
Vesturfarar frá Islandi era vænt-
anlegir hingað til bæjarins nm
næstu helgi. Bréf og blöð, sem
urðu þeirn samferða til Skotlands,
era þegar komin hingað vestur.
Herra Stephan Scheving hefir
fengið stöðu í Assessors skrifstof-
unni í City Hall hér í bænum.
Hann er annar Islendingurinn sem
náð hefir stöðugri atvinnu á borg-
arráðhúsinu.
Úr bréfi frá Akureyri, dags. 6.
júlf sfðastliðinn: “Héðan er að
frétta sumar hlýtt, sfðan á hvfta-
sunnu, og grasvöxtur góður, en afla-
lftið á Eyjafirði. En þilskipaafii
nokkur af hákarli og fiski. Vestur-
farar fara héðan á morgun.”
Mrs. Guðrún Messina Stefánsson,
Mrs. Hólmfríður Goodman ogMrs.
Anna Eiríksson, frá Alberta ný-
lendunni, komu hingað til bæjarins
um sfðustu helgi f kynnisför til
ættingja og vina og til að vera hér
á sýningunni og ísiendingadegin-
um. Þær láta vel af ástandi Is-
lendinga f bygð sinni. Það var
myndarlega af sör vikið af konum
þessum, að t»ka sér púsund mílna
ferð á hendur til þess að skoða höf-
uðborg Manitoba
“Framnes” pösthús hefir verið
stofnað f Árdalsbygð. Nokkrir af
kaupendum Heimskringlu, sem
áður höfðu Geysir og Árdal póst-
hús hafa verið fluttir til þessa nýja
pósthúss, og era þeir kaupendur
blaðsins beðnir að vitja blaða sinna
þangað. Sömuleiðis hafa blöð ein
staklinga þeivra, sem áður höfðu
Markland P.O., nú verið sett f
einn pakka, í stað þeas að áður var
slegið utan um hvert blað þeirra
sérstaklega. Sama er að segja um
þá. sem eiga P.O. að Edinburgh, N.
D., að blöð þeirra era nú send í
einum pakka þangað.
Prófskýrslur frá Ontario College
of Music eru nýkomnar hingað vest-
ur. Prófin fóru fram frá ll.— 23.
júnf sl.
Aðeins einn íslendingur hefir
stundað nám við þarm skóla, Jónas
Pálsson f Winnipeg.
Hann tók próf f þessum greinum:
1. Undirbuningsdeildir f hljóm-
fræði, með ágætis einkurm.
2. Upp í annan bekk í hljóm-
fræði, með fyrstu einkunn.
3. Sögu söngfræðinnar, upp í 2.
bekk, með fyrstu einkunn.
4 Pípu-orgel spil, upp í 2. bekk,
með annari einkunn.
Það má teija f>etta sæmilegan á-
rangur af eins árs rrámi, Jægar þess
er gætt, að nemandinn tapaði 2 mán-
uðum af námsárinu frá kenslu s<">k-
um heilsu lasleika og þurfti auk
þes6 að vinna fyrir sér og kenslu-
gjaldi sfnu um leið og hann stund-
aði námið. En kenslukostnaðurinn
út af fyrir sig nam hundraðum
dollars á árinu.
Bústaður HEr.MSKRiNGHJ er sem
stendur að 727 Sherbrooke St.
Rfkissýningin í Winnipeg var
opnuð á þriðjudaginn var. Hún
stendur yfir til 6. ágúst næstk.
Austurfylkja auðmenn liafa á-
kveðið að byggja leikhús hér á
Máin st. milli Market og Lombard
stræta. Það á að kosta um fjórð-
ung millfónar dollars og verða með
þeim langbeztu, sem nú eru í Ame-
ríku. _____________________
Dominion stjórnin sekli nýlega
27 bæjarlóðir, sem hún átti á Logan
Av., milli Gordon og Ironside slát-
urhússins og vatnsleiðslustofnunar
bæjarins og fékk fyrir þær allar
$22,170 eða nokkuð á 9. hundrað
dollars fyrir hverja lóð að jafnaði.
Þeir herrar Arnór Arnason og
stud. theol. Guðmundur Einarsson,
brugðu sér suður til Duluth í síð-
ustu viku. Þeir fara þangað til að
sjá kunningja og vini og eru vænt-
anlegir heim aftur í dag, Með
þeim fór Kristín, stjúpdóttir Arn-
órs, sér til skemtunar f skólafrfinu.
Hr. G. C. Long, Paiace Clothing
Store, 458 Main st., hefir gefið Is-
lendingadagsnefndinni $11 karl-
manns alfatnað, sem 1. verðl. fyrir
glfmur. Þetta er sérlega myndar-
leg gjöf og vel þessi virði, að keppa
um hana. Herra Long á heiður
skilið fyrir góðvild sína við Islend-
inga og ætti að verða látinn njóta
þess.
Fjóra æðstu yfirmenn Canadian
Northern járnbrautarfélagsins höf-
um vér fundið og reynt að fá þá
til að senda út eina eða tvær lestir
um sýningartfmann til Oak Point.
En þeir kváðu það vera móti lög-
um að flytja fólk með brautinni
fyrri en hún væri gersamlega full-
gerð og fengin f hendur flutnings-
deildinni til afnota. Það renna því
engar lestir milli Oak Point og
Winnipeg að svo stöddu.
Einkennilegt mál kom fyrir hér
f Winnipeg fyrir nokkram dögum
Lygafregn frá Manitoba hafði birst
í einu af Minneapolis blöðunum og
það varð þræta um það milli blað- j
anna hér, hver hefði sent frétt j
þessa. Málið fór svo langt að lög-!
regludómari Daly veitti leyfi til
þess að umboðsmaður annars blaðs-
ins mætti leita í hraðfréttasafni
telegraf félagsins hér_ til þess að
sjá, hver sent hefði fréttina. Lög-
maðurinn fór því með lögregluþjón
og sprengdu þeir upp skrárnar á
geymsluhólfi því, sem hraðskeyta-
safnið var geymt f. Skömmu eftir
að leitin var byrjuð kom bann frá j
yfirdómara fylkisins um að hefja j
leit í prfvat skjalasafni sendifélags- j
ins. Telegraf félagið hefir þegar
tekið spor til þess, að höfða mál
móti leitarmönnunum. Það verður
fyrsta málið af þeirri tegund, sem j
hafið hefir verið í Canada og verð- j
ur því fróðlégt að frétta um úrslit j
þess. Félagið heldur því fram, að j
að það sé afarhættulegt fyrir ýmsa
af viðskiftavinum sfnum, ef dómur I
inn fellur svo, að hver sem vill geti
átt löglegan rétt til að rusla f öll-
um hraðfrétta-kjölum þess, sem
mörg séu algerlega prfvat og
leynilegs efnis.
FRÉTTIR
(Framh. frá 1. blaðsíðu)
— Montreal borg fer öðum að
vaxa, telur 294,000 fbóa innan tak-
marka borgarinnar, en 373.000 að
meðtöldnm þeim, sem eru f úthverf-
unum áfast við Ixirgina.
— Rússarhafatekið brezkt verzl-
unarskip á Kauðahafi og haldið þvf i
undir þvf yfirskyni, að það flytti
vörur, sem stríða móti alþjóðalög- j
um á ófriðartfmum. Bretar sendu
Rússum orð. að láta skipið laust
innan 24 klukkustunda, og meö
þeirri orðsending fylgdu 11 lirezk
herskip. Rússar létu strax undan,
friðmæltust og lofuön skaðabótum.
— Bretar ætla að setja á þing-
bundna stjórn f Transvaal hérað-
aðinu á næsta ári, með alþingi 1
héraðinu, er skipað só mönnum
kjörnmnmeð almennum atk væðum
— Það kom upp í umræðum í
Ottawa þinginu á fimtudaginn var,
j að Laurier-stjórnin hefði borgað
blaðinu Free Press s j ö þúsund
dollars fyrir eina útgáfu, þann
7. október sl. Það var tekið fram,
að þetta blað hefði haft meðferðis
fréttir, sem vœra skaðlegar fyrir
innflutning fólks til Manitoba, og
þótti sumum ræðumönnum það
ekki vera $7,000 virði.
1
Æfiminning
Eins og getið var um f Hkr. 6.
j þ.m., andaðist Margrét Sigurgeirs-
j dóttir í Álftavatnsnýlendu 28. júní.
Margrét Sigurbjörg Sigurgeirs-
dóttir var fædd f Winnipeg 19.
sept. 1882. 1884 fluttist hún með
foreldrum sínum til Nýja Islands.
Móður sfna misti hún þegar hún
var 6 ára gömul. Rútnu ári síðar i
giftist faðir hennar aftur og ólst j
Margrét upp hjá þeim hjónum þar
til hún var á 16. ári. Fór hún þá
j til Winnipeg og dvaldi þar ætfð
j síðan og vann ýmsa vinnu og iærði
sauma og vann að þeim, og sfðasta
árið vann hún á þvottahúsi. Bana-
mein hennar var sagt að væri heila-
himnubólga. Hún lá 3 vikur og
dó 28. júní og hún var jarðsungin
30. s.m. af séra Jóni Jónssyni, að
viðstöddu nokkuð mörgu fólki, sem
ég er mjög þakklát fyrir hluttekn-
íngu þá er það s/ndi við jarðarför-
ina með að skreyta kistuna með
ljómandi blómum og svo með því
að fylgja henni til grafar, þó það
væri henni ekki mikið kunnugt.
Það er sjaldan margbrotin æfi-
j saga unglinganna, sem kringum-
jstæða vegna ekki geta gengið
! mentaveginn,heldur verða að vinna
fyrir sér á einhvern annan hátt og
j deyja svo að segja á miðju þroska-
í skeiði. En flestir skilja þeir eftir
| einverjar góðar endurminningar, og j
j má það óhætt segja um Margrétu j
! sál. Hún sýndi það með heit.ri ást
til föður síns og innilegri vináttu I
við önnur skyldmenni sfnog k.unn-
ingja. Hún var ætíð reiðubúin að j
rétta lítilmagnanum og fátæklingn-
um hjálparhönd, það sem hún ork-
aði. í samverkalífiinu var það j
hennar mesta yndi, að reka deyfð J
og leiðindi á dyr, en skipa glað-
værð og góðvild æðsta sæti. Það
eru sólskinsblettir, sem allir geta
ekki haldið eins hreinum og hún
á himni heimilislífsins.
Það má sannarlega fullyrða, að
allir þeir, sem kyntust henni og!
þektu hanabezt, gleyma seint glað-
lega svipnum hennar og munu ætfð j
minnast hennar með hlýjum hug
og söknuði.
Petrina G. Vigfúsdóttir,
Mary Hill P.O.. 19 júlí 1904.
Kvennfélag Únitárasafnaðarins
biður þess getið, að það hafi fengið |
leyfi til að selja veitingar f s/ning- J
argarðinum. Veitingarnar verða 1
hinar beztu. Allir eru velkomnir.
Sökum rúmleysis verða tvær
greinar, sem áttu að koma í þetta j
blað, að bíða næsta biaðs.
Ödýrar Groceries
19 jxl Rasji. sykur .... $1.00
22 pd Púður sykur .... 1.00
17 pd Molasykur......... 1.00
10 jxl Grænu kaffi.......1.00
5 pd Kanna Bak. Powder 40
1 jxl Kanna ’ ’ 10
4 könnur af Salmon.........25
4 könnur af Corn.........25
5 pd kanna af Jam .... 25
7 jxl Fata of Jam .........40
4V2 pd Icing Sykur ........25
7 pd Bestu Sveskjur ..-..25
3^ jxl Bestu Rúslnnm .... 25
Eins gallon kanna af Molasses 40
8 pd Tapioca.......... 25
1 Qt. tin Maple Syrup .... 25
6 Stykki af R. C. Sápu .... 25
Besta borð Smjör 17.) pundið.
Cooking Butter 12) pundið.
1 pd Lard...............10
22 pd Hrísgrjónum.......1.00
J. J. Joseiwich
301 Jarvis Ave.
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
I ROBIM S£S I
♦ 400 og 402 MAIN STREET ♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
35c Fancy
Dress
Muslins...
15f
800 Yards af fínu frönsku
Organdie o« Fancy K j ó 1 a
Muslins, allar nýjustu gerðir
oy ákjósanlegusMi litir, sem
nú eru hæðst nióðins. svo sem
blómstra múnstur á ljósum og
dökkum grunni. röndótt og
deplótt. Vanalegt verð 25e,
30c og 35c
Nú selt á: ^
15
Cents
♦
♦
*
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
Ljósmyndir.
Mr B. Ólafson hefur gjört'samn-
inga við Mr. Goodall (myndasmið)
að fá lánaða myndastofu hans til
að taka myndir af löndum sínum.
Til þess að sem flestir noti þetta
tækifæri ætlar hann að selja $5
Cabinet myndir fyrir'$3JDús.
Þetta boð stendur ekkisnema til
10 Ágúst, komið því fljóttog á með-
an þið hafið tfma. Takið þessa
auglýsingu með ykkur eða spyrjið
eftir Mr. Olafsson,
Fagnaðarkveðj a
—TIL—
kirkjuþingsmanna, nýkom-
inna vesturíara og annara
Islendinga.
Um leið og ég býð landa mína
aðvffandi velkomna til borgarinnar
leyfi ég mér að tilkynna þeim, að
ég hefi ásett mér að selja allar gull-
og silfurvörur mínar með mikið
niðursettu verði frá þessum degi
fram yfir rfkissýninguna, sem hér
á að haldast í sumar.
Ekta $4.00 gullhringir á $2.50.
Ekta 86.00’gullhringir á $4.00.
$3.50 úrfestar nú á $2.00.
$8.00 alþektu og áreiðanlegu
verkamanna úrin nú seld á $6.00.
Armbönd og alt annað gullstáss
með tilsvarandi afslætti.
Þó ótrúlegt megi virðast, þá liefi
ég nú svo góðan útbúnað f verk-
stæði mínu. að ég get smfðað hringi
og afgreitt viðgerðir meðan við-
skiptamenn mfnir bíða.
Eg ábyrgist allar úr- og klukku-
aðgerðir um 12 mánaða tíma.
Ég hefi énægju af að sjá gesti í
búð minni, og vona að allir Islend-
ingar komi t-kki svo til bæjarins að
þeir ekki skoði vörur mlnar og at-
hugi verðið.
G. Thomas,
536 Mai S’treet Phone 2558
Goodalí’s Photo Studio.
Cor. Main og Logan St.
Bending.
Telephone númer mitt er 2842. j
Búðirnar eru 591 Ross Ave. og j
544 Young St.
G. P. Thordarson.
$212.50
Fipst.ir fejósa firðar líf.—
Svo er rneð ujann sem á 10
lóðir á Home Sl. huio þarf að
liytja bntt úr borginni fyrir
heilsu brest, 0« seior þarafleið-
aiidi allar eígnir síi ar með
mjöv lágu verði.
10 LÓÐIR k HOME ST.
HVER FYRIR
$212.50
Hús og lúð í Fort Rougo fyrir
.$1200, aðeins $200 út í hönd
afgangur auðveldur.
ODDSON, HANSON & VOPNi
öSTiibiiiie Blk. Phone 2312
McDeruiott, Áve., Wpejj.
PALL M. CLEMENS
BYGGINGAMEISTARI.
I6H llitiii Ht. IVittnljMMr
BAKER F.LOCK. PHONK . fíS.
mmmmm???m!
1 HEFÍRÐU REYNT ? 1
r DPFWPV’g, ^ 3
IREDW00D LAGERI
EDA
EXTRA P0RTER.
Við ábyftjustum okkar ölgerðir að vera þær hreitiustu og beztu,
og án als aruggs. Engin peningaupphæð hefir verið spöruð við til-
búniug þeirra. Ö1 okkar er það BEZTA sg HREINASTA og
LJÚFFENGASTA, sem fæst. ^
Biðjið um það hvar sem þér eruð staddir Canada, —■
B Edword L. Drewry - - Wirmipeg, %
Hanutartiii'er & Importer,
Tummmm
mmmmiK
‘* HIÐ ELSKULKGASTA BRAUÐ ”
“Ég fékk þá elskulegustu brauðköku með þvf
að nota ROYAL HOUSEHOLD MJÖL, það
gat ekki hafa orðið betra,—svo hvftt, létt og
gott sem mögulegt var.” Þetta er kafli úr bréfi .
frá einum notanda
Ogilvie’s “fíoya/ Household ’ Mjoi
Vér höfum ýms samkyns bréf. Oss þætti mjög
vænt um, að þér vilduð reyna þetta mjöl og rita
oss svo álit yðar um það. Sérbver notanði
þess verður góður auglýsandi að ýmsu leyti, þó
ekki,sé nema með því að tala við náungann um
áhrif þess. Matsali yðar selur það.
ÓDÝRIR SKÓR
Hin mesta Kjörkaupasala á “Oxford” skóin verður á morgun og I
laugardaginn í Commonwealth búðinni
KHT'lmanna pitent leðnr.
Walkover, Oxford skór
Vanalegt verð _
$6, fyrir ....)$*4.7«>
Karlmanna patent leúur.
Oxford skör, Canadian
Vanalegt verð ^
S1 60. fyrir... .$3. OO
Karlmanna “enamel”
kálfskinns skór, reím.
vanalegt verð
$5.00, fyrir... .“3.50
Karl-
manna
Dongola
Oxford
SKÓR
áðnr
$2.00
nú
1.50
Kvenna patenr le^ur, Ox-
ford skór, '‘Empiess.’'
Vanlegt verð______
$3.75, fyrir.. .. $2.»>0
Kvenna Dont’óla Oxford.
"EmptessVanalegt
verð $3.00
fyrir .....$5Í.25
Kvenna Dongola.reimaðir
patent leður tá, “Em-
press.” Vanav.________
$3.00, fyrir ....$2.25
MUNIB EFTIR
STAÐNUM
Galloway & Go.
524 MAIN
STREET,
»
*
m
HINAR NYJU
J yerksmiðjur C.P. R. félagsins
*•
#
m
m
m.
m
■w
*
Ef þú hefir í hyggju, að kaupa lóð eða lóðir fyrir
snnnan þessar nýju C.P.R. verksmiðjur, þá er vissast fyrir
þig að leita til okkar á skrifstofunni á Logan Ave. og Blake
St.; liún er opin á hverju kveldi. Við höfum heilmikið af
lóðum þar, sem stór gróði er f að kaupa.
Lewis, Friesen & Potter,
302 «ain Htreet,
Room 1 9 og 20 Phone 2864
jfth
#
#
m
m
m
Mr.
nr,r
j*fc.
1w
m
m
m
m
m
Oalace
tore
458 main street,
Gagnvart Póstluísinu.
Sýningarvikuna gefum vér þessi k.jörkaup:
$12.50 og $13.00 Karlmannafatnað á $S.50._ $2.50
Hatta á $1.75., $13.00 Regnkápur á $8.75. Ótal fleiri
kjörkaup. Mr. Kr. Kristjánsson vinnur f búðinni.
Gagnvart Pótthúsinu
Q. C. Long