Heimskringla - 11.08.1904, Blaðsíða 2

Heimskringla - 11.08.1904, Blaðsíða 2
HEIMSKRINGLA 11. ÁGÚST 1904 Heimskringia PUBLISHED BY The Heiiuskriiigla News & Publish- ing Company Verö blaðsins í Canada og Bandar. $2.00 um áriö (fjrrir fram borgaö). . Senttil íslands (fyrir fram borgaö af kaupendum blaösins hér) $1.50. Peningar sendist í P. O. Money Or- der, Registered Letter eöa Express Money órder. Bankaávfsanir á aðra banka en í Winnipeg aö eins teknar meö afföllum. B. L. BALDWINSON, Editor Sc Manager Office: 727 Sherbrooke Street, Winnipeg P. O. BOX 10. TCvonnfrelsi Eftir þvf sem heimsmenningunni þokast áfram og mannkynið vex að vitsmunum, mentun og sanngirni eftir því pokast hagur kvenna á- fram í áttina til vellfðunar og á- nægju. Kárlar eru fyrir löngu hætt- ir að trúa á [>á postullegu kenningu að konur skuli skoðast sem óæðri verur, sem ekki megi láta til sín heyra á mannfundum og ekki megi svo mikið sem flétta hár sitt. Jafn- vel prestarnir sannkristnu afneita algerlega kenningu Páls postula um f>essi atrfði. Enda var hann jafnan baslari um æfina, karlfugl- inn, og mun hafa haft mjög tak- markaða þekkingu á eðli og fram- sóknarþrá kvenna. Má og vera, að konumar á J>eim tfmum hafi ekki vogað að hugsa sjálfstœðar hugean- ir, og J>vi sfður að láta þær hugsan- ir f ljós, þó þær fyndu til þess, að þeim var óréttur ger; því vitanlega voru konur þturra daga blátt áfrarn frælar bænda sinna. Þær máttu engu ráða og ekkert tala utan sinna eigin húsveggja, en urðu að sitja og standa eins og drottnar þeirra buðu þeim, gera það sem J>eim var skipað og láta ógert alt það sem bændur þeirra og tfðarandinn lagði bann fyrir. Engar framkvæmdir máttu þær hafa með höndum aðrar en hússtörfift, og alt líf Jæirra var þeim byrði og armæða. Svona var það á Jæirn tímum, sem biblfan nær yfir, og svona er J>að sumstaðar f löndum heimsins alt fram á þerinan dag, og verst J>ar sem mest er fávizkan, fáfræðin og hleypidómarnir. Mentunin ein hefir orkað því að konur liafa getað fært sig svo f ásmegin, að þær em nú víða f heim- inum viðurkendar sem jafningjar ekki sfður en meðhjálp karlmanna. Enginn má lá konunum það þó J>ær finni sárt til þess, hve mískun- arlaustöllum mannréttindum þeirra hefir verið mislxiðið á liðnum tfm- trm; eða það [>ó þær vilji alt leggja f sölurnar til þess að öðlast fult frelsi og sjálfstæði til jafns við karlmenn í hverju því atriði, sem kyn [>eirra leyfir Jxmui að geta not- ið jafnréttis við pá, ásamt J>ví að bera jafnar skyldur þeim. En bardaginn fyrir þessu jafn- rétti hefir gengið afar seint, þvf að karlmennirnir liafa verið þrjósku- fullir og óréttsýnir og jafnan hætt Við að beita hnefaréttinum til að f á vilja sínum framgengt þegar röksemdir hafa þrotið. Og enn þann dag í dag er pað aðalvopn tuddamenna, íslendinga og annara þjóða, ftð lærja konur slnar til hlýðni; halda peim þannig laf- hræddum og huglausum, svo þœr skuli sem minst þora að hreyfa sig eða geta beitt þeim áhrifum, sem þær annars kynnu að geta haft á umheiminn. En þrátt fyrir [>etta hefir þó hag þeirra stöðugt miðað áfram og á- stæðan er frá þeim sjálfum komin. Þær hafa lært J>á list, sem og líka var rétt og lögmæt, að beita áhrif- um sínum á syni sína og dætur strax frá barnæsku og gegnum <>11 upi>eldisárin; kenna þeim að sjá og skoða hag kvennþjóðarinnar, eins og þær höfðu reynt að hann var í raun og veru, og skapa á þann hátt meðaumkvun hjá bömunum fyrir kjörum kvenna. A J>ann hátt hefir [>að orðið, að liver kynslóð fram af annari hefir séð æ betur og betur, að hagur kvenna J>yrfti að fara batnandi, þar til nú er svo komið 1 öllum siðmenningar löndum, að konur hafa f hinum félagslega heimi fullkomið jafnrétti við menn, og að mörgu leyti eru þær látnar njóta meiri hlunninda en karlraenn, En lagalega hafa giftar konur ekkí ennpá jafnrétti við karlmenn. Mað- urinn er ennþá að lögum skoðaður herra síns húss og konan “meðhjálp hans.” Þó getur hún átt séreignir og ráðið J>eim eins og henni bezt líkar, án nokkurs tillits til vilja manns sfns. Ógiftar konur hafa jafnrétti við menn í flestum grein- um, en allur J>orri þeirra afsalar sér J>eim rétti með sérlega fúsum vilja til J>ess að komast í hjóna- bandið. Þær munu lfta svo á, að hagsmunir þeir, sem þær hljóta við giftinguna, meira en vegi upp á móti J>eim réttindum, sem þær af- sala sér með henni, og yfirleitt mun J>að vera svo, að giftar konur séu eins ánægðar eða jafnvel ánægðari með stöðu sfna heldur en þær ó- giftu. A þessu eru þó að sjálfsögðu undantekningar. Alt of margar konur ana út í hjónabandið án nægilegrar athugunar um afleið- ingarnar, og stundum mun það koma fyrir, að þær giftast mönn- um, sem þær J>ekkja sáralftið og láta sig sjáanlega litlu varða, að vita nokkuð um fortíð peirra, lund- emi eða hæfileika. Slfk hjóna- bönd fara oftast illa. Að vfsu skal [>að játað, að enginn hægðarleikur er á J>ví fyrir konu, sem eignast tvítugan mann, að geta gert sér nokkra Ijósa grein fyrir [>vf, hvem- ig sá maður kunni að verða þegar hann er orðinn fertugur eða fimt- ugur maður; pví að miklar breyt- ingar geta orðið á inönnum á fjórð- ungs aldar tímabili. Eii þó má geta nærri um þetta, ef konan þekkir manninn vel, lunderni hans og hæfileika. En slfkt er ómögu- legt, ef konan hefir enga þekkingu á manninum. En J>ó það sé nú játað, að flest hjónabönd fari sæmi- lega vel, og [>ó að konur nú orðið f menningarlöndum heimsins hafi fult frjálsræði og jafnrétti f heim- ilis og félagslífínu, — þá hafa [>ær enn f>á ekki náð pvf takmarki að fá pólitíkst jafnrétti við karlmenn. Sú gáfaðasta kona og mentaðasta, þó hún eigi millfón dollars f fast eignum í landinu, og hafi J>vf beina hagsmuni af J>vf að sjá rfki sínu vel og heppilega stjórnað. hefir samt ekki kosningarrétt til rfkis- J>ingsins hér í Canada og þvl sfður kjörgengi; J>ar sem sá aumasti mannræfill, sem gengur f buxum, ef hann er ekki beint á sveit, hefir slíkan rétt, aðeins vegna lx>ss að hann er karlmaður. Það er slíkur óréttur sem [>essi, sem konur geta ekki nnað leiigur_ og af honurn eða l 'nguninni til að afmá hann eru komin fms öflug kvennfélög f þessu landi og ýms kvennabl'ið, sem nú berjast fyrir jafnréttinum við karla. Það eru ekki allmörg ár síðun að kona ein á Skotlandi, sem lært hafði lögfræði, fékk ekki leyfi til að flytja mál fyrir dómstólum þess ! lands, þótt hún stæðist prófið vel. Það var í lögum landsins að hvers sú persóna sem stœðist próf við j skólann skyldi hafa leyfi til að reka mál fyrir dómstólunum. En j prófessorar skólans, gamlir grá- j hærðir hálœrðir fræðimenn, höfðu j fund með sér til að ræða [>etta mál i stúlkunnar og J>eim kom saman um, að leggja þann skilning í lögin að kona gæti ekki verið persóna, og ! á þeirri samþykt sinni bygðu J>eir svo neitun sfna um starfsleyfið. Þessi og [>vflík rangindi og of- j beldi gegn eðlilegum mannréttind- um eru rótin til óánægju kvenna með kjör sín. Það er og einatt að færast í vöxt, að konur fá skipað fmsar vellaun aðar stöður hér í landi, sem fyrir nokkrum árura voru eingöngu skip- aðar karlmönnum. Á skrifstofum og ýmsum atvinnu og framleiðslu- stofnunum eiga konur jafnan að- gang sem karlar að vel launuðum stöðum og geta á f>ann hátt ekki % aðeins verið efnalega sjálfstæðar j heldur einnig svo veitandi, að þær j geta séð fyrir heilum fjölskyldum, j J>egar þess þarf með. Þetta gerir' pær að miklu leyti óháðar allri hjálp eða umönnun karla, og þetta j sjálfstæði ásamt með óánægju yfir jafnréttisskortinum og oft einnig óánægju f hjónabandinu miðar alt að þvf að hvetja pær og örfa til að herða bardagann fyrir jafnréttinu, j og um leið óbeinlfnis ef ekki bein- llnis að fá losað um hjónabandið og hjónaskilnaðarlögin. Sú hreyfing að fá losað um hjóna-; bandið er ekki alveg ný og hefir j náð talsverðu afli hjá miklum fjölda kvenna. I þessari hreyfingu eru líkur til, að þær fái fylgf’ margra j karla, því satt að segja eru [>eir margir, sem finst band það afar-! f>ungt og oft óþolandi byrði, og j ekki svo allfáir þeirra smeygja sér undan [>ví oki að þurfa að ala önn fyrir konum sínum og f jölskyldum, með því ýmist blátt áfram að strjúkja, eða þá að vanrækja að leggja það til, sem nauðsynlegt er til viðhalds og vellíðunar hand- bendni þeirra, Oft orsakast þetta sjálfsagt læinlfnis af manr.skaps- leysi, en eins oft vfst af óánægju f hjónabandínu. Stundui vill ogj til að konur strjúka frá mönnum sínum, /mist fyrir skort á nauð- j synjum eða af öðrum hér ónefnd- um ásbeðum. En ætfð ogæfinlega er óánægja með ástæðurnar — það sem er — aðal orsökin til þessa. Jafnrétti kvenna og fult mann- j frelsi fæst aldrei meðan hjóna- bandslögin eru eins og þau eru nú. en á hinn bóginn er hætt við þvi, t ef of mjög er rýmkað til um [>au, að tilfinnanlegt los komist á alt hjúskaparfyrirkomulagið.og marga gætna og greinda menn uggir, að þá verði sfðari villan argari þeirri, fyrri. Hinsvegar eru þess nú þeg- j ar sjáanleg merki, að fyr eða sfðar verði breyting gerð & hjúskapar fyrirkomulaginu; þeim konum mun i fjölga sem fremnr viljatefla á eigin sp/tur, heldur en að bindast æfi- löngu bjónabandi. Og yflrleitt synist málið að taka þá stefnu, að konan hagi hjúskaparsamningi sfn- um svo að hann skuli gilda um á-1 kveðinn tfma, eða þar til orsakir gefist, er veiti henni fulla lausn úr i þvf bandi. En sú huggun er }>ó hér í máli, j að J>essi breyting, eins og aðrar breytingar, sem varða mannkyns- i heildina, verður aðeins gerð smátt,, og smátt og aðeins á löngu tíma- bili. Oræk yfirlýsing Blaðið London Times flytur fréttir af fundi, sem nýlega var j haldinn f St. Pétursborg á Rúss- j landi til að ræðaum hernaðarmál- ; ið við Japan. Þar voru saman koránir margir helztu menn borg-; arinnar, þeir er mest láta til sfn ; taka. Fundur [>essi samþykti með ! 215 atkv. gegn 40 atkv. svolátandi j ályktun: Að með hliðsjón af þeim sann leika að núverandi strfð við Japan j hafi átt upptök sín í stefnu sem mynduð hefir verið eingöngu til j hagnaðar fyrir lítinn uppáhalds minnihluta, en til skaðsemdar fyr- j ir hávaðann af rússnesku þjóðinni, og sem afleiðing af ofdirfskufúll- um æfintýra anda, sem einkennir framkvæmdir stjórnarinnar í Aust- urálfu. Og þar eð vér skoðum það skyldu vora, bygða á grund- vallarlegu „principi“, að starfa eftir mætti að heill og velferð þjóðarinnar, en ekki f þágu þeirra, er svæla undir sig eignir og óðul annara, þá lýsum vér, stúdentar námaverkfræðisstofnunarinnar, hér með yfir megnri óánægju vorri við 1 stjómina sem er hinn ábyrgðarlegi : frumkvöðull þessa þjóðlega óhaps. Enn fremur afneitum vér og fyrir- ; dæmum háttaleg þess hluta af ung ; mennum Rússlands,sem með fölsk- um þjóðhollustu látum og velgju- ! legum ávörpum til yfirvaldanna j eiga þátt f því að stjórnarklfkan : hefir getað komið hemaðaráformi j sfnu í framkv-œmd og með þvf ! steypt þjóðinni út í blóðugt stríð, sem bæði er ómannúðlegt og gagn- stœtt vilja og hagsmunum þjóðar- innar.— Það er svo að sjá á þessari fundargerð, að ekki all-lítill hluti fólks í Rússlandi *sé andvfgur hernaði Rússa á Japanmenn og skoði það tjón mikið fyrir land j sitt að stríð'þetta hefir orðið. Þeir I sem á framangreindum fundi gengust fyrir þvf að fá yfirlýsing-, una samþykta, eru útlærðir verk- j og vélfræðingar, og em meðlimir „Mining Engineers Institute“ í Bt. Pétursborg. En Mining En- gineering“ er sú iðnaðargrein sem kennir mönnum meðal annars; að gera vígvirki, koma fyrir fall- j byssum, mæla út og hafa umsjón með lagningu járnbrauta og að framkvæma önnur slík verk sem algeng eru í hernaði. Það eru berlærðir verk- og vélfræðingar. Starf þessara manna kallar þá sf- feldlega út meðal alþýðunnar til mælinga og annara starfa, svo að þeim hlýtur að vera gagnkunnugt um skoðun fólksins f þessu her- máli Rússa. Enda er ekkert hik á staðhæfingum þeim sem sem þeir segja blátt áfram, að strfðið sö hafið móti vilja þjóðarinnar og sé gagnstætt heill og hagsmunum | hennar, að vissir menn í ráðaneyt-1 inu eða stjóminni hafi komið því á stað eingöngu til þess að * efla hagsmuni fárra manna, sem ! stjómin hefir sérstakt uppihald á. Það eróhugsandi annað en að þeir menn sem þannig lúka upp einum rómi f hundraðatali séu fyllilega j við því búni'- að sanna staðhæfing- ar sínar, enda eru þær svo meið- andi f garð stjórnarinnar að hún mundi tæjiast láta málið afskifta- laust, ef hún hefði hendur hreinar eða sæi sér fært að koma ábyrgð á hendur þessum ,,Engineers“. En þó að samþykt þessi væri gerð; þann 23. Febrúar síðastl., þá j stendur efni hennar óhrakið enri j þl. Það mun því mega ætla að ákæran sé í fylsta máta sönn, enda j hafa allar framkvæmdir Rússa í Austurálfu á sfðastliðnum árum j borið þess ljósan vott, að þeir! væru ekki að starfa þar í neinum mannúðlegum eða göfugum til gangi. Samanburður (Niðurlag) Asigkomulagið í háskólum þess- um er afar mismunandi. Valdi Thorvaldsson sagði mér það oft, að hann hefði aldrei gengið svo um skólagarðinn, að hann hefði ekki fundið til þess, að hann var út lendingur — íslendingur — í augum allra, er litu limn, og hann sagðist hafa fundið, að litið væri niður á sig fyrir þá sök. Hjá manni með sama geðslagi og hann hafði vakti þessi tilfinning bardaga- hug; hann ásetti sér að sýna þeim, hvað ÍBlendingurinn gæti gert—og hann s/ndi þeim það; samt sem áður voru hæfileikar hans aldrei fullkomlega opinberlega við- urkendir nema aðeins sem náms- manns. Menn, sem voru miklu minni gáfuin gæddir, gengdu embættum 1 deild hans og stjórn- uðu skólablaðinu og báru lægri hluta f kappræðu fyrir mönnum frá hskólanum í Grand Forks, sem ég veit fyrir víst, að eru ekki hans jafningjar að skarpleika. Hann fann það stundum að skólabræður hans viðurkendu yfirburði hans með ólund og lftilsvirðingu, og sjálfur lfkti hann því við þá til- finningu, sem Gryðingar verða að þola við Harvard háskólann, þar sem þeir eru í einu hljóði viður- kendir sem duglegustu námsmenn- irnir, en samt er litið niður á þá af öllum og þeim svo að segja bægt frá ölluin félagsskap. Það var réttilega tekið fram af ritstjóra Heimskringlu f grein ekki als fyrir löngu, að gildi mentunar sé að rniklu leyti innifalið f því með hve miklu afli mentamað- urinn geti beitt lærdómi sfnum þegar þekkingin er fengin, eða með öðrum orðum, hvað hann geti gert við mentunina. Það er gott og blessað að kunna reiknings- fræði, osfrv., en það er ekki minna virði að þekkja menn og geta sam- þ/ðst þeiin. Það er álit margra, að aðalþáttur skólagöngunnar sé viðkynning við aðra menn og J>ekking á málefnum og félagsskap meðal nemendanna. Kappræðufélag skólanna gerir menn færa til þess að koma fram opinberlega, hvort heldur f stjórn- málum eða öðru; útgáfa skólablað- anna veitir æfingu f blaðamensku og ritsmíði; maður, sem nær því að verða leiðandi f skólanum er ekki sneyddíir öllu þvf, sem til þess þarf, að verða leiðandi maður hvar sem er. Hverju er það að kenna, að fs- lenzkir memendnr við háskólann í Manitoba taka svo lítinn þátt f fé- lagsmálum skólans? Aðeins tvær ástæður virðast geta verið til þess: annaðhvort að þeir kæra sig ekki um annað, eða þeir finna sig ekki færa til þess. Fyrri ástæðan getur það tæplega verið. Fyrir utan þann óneitanlega hagnað, sem það leiðir af sér hvar sem maður er, að bindast félags- skap við aðra menn, þá er einnig annað að athuga. Flestir menn, hvort heldur þeir eru íslendingar eða eitthvað annað, hljóta gleði og ánægju af því, að eitthvað kveði að þeim þar sem þeir eru — það er eðli flestra, að vilja eignast álit, skara fram úr. Það virðist alveg ótrúlegt, að kappgirni allra ís- lenzkra nemenda f Winnipeg bein- istaðeins f eina átt; þá að skara fram úr aðeins í e i n u — í námi. Og sá sera aðeins skarar fram úr f þvf, að vera duglegur að læra, finn- ur það venjulega, að hann verður dálftið einmana; en það að skara fratn úr f ræðu, ritum, leikfimi eða á einhvern liátt seni leiðandi mað- ur. veitir iUlum þá ánægju, sem gerir lífið meira viröi en ella; og f skólanum, eins og allstaðar, er J>að fátt, sem heilbrigð mannssál telur sér fremur til nautnar en álit og félagsskap við aðra. En sé ástæðan ekki viljaleysi eða kæruleysi, þá hlýtur hún að vera vanmáttur eða hæfileikaskortur. Eru Islendingar virkilega að eðlis- fari fátækir að þeim hæfilegleikum, er til þess þurfa, að vera leiðandi menn og félagslyndir ? Eru þeir þannig af náttúrunni gerðir, að þeir söu óhæfir til þess að skara fram úr félagslega og vinna sér álit í þá átt? Nei, fáir mundu þeir verða, sem gæfu þeirri ályktun atkvæði sitt; öll saga háskólans í Norður- Dakota mótmælir því sterklega; og við háskólann 1 Minnesota eru að minsta kosti þrír nafnkendustu mennirnir Islendingar; það er Gunnlaugur Jónsson, taflkappinn; herra Gíslason, einn mesti kapp- ræðumaður, sem liáskólinn hefirátt í herrans mörg ár; hann er nú kennari f mælskufræði; og svo er herra Holm, útgefandi “Minnesota Magazine”. Sfðasta ástæðan gœti verið sú, að ytri skilyrðin væru þannig í Mani- toba, að þau gerðu það erfiðara þar en nokkursstaðar annarsstaðar að hljóta viðurkenningu eða njóta sfn. Við Harvard eru mörg félög, sem Gyðingar fá ekki aðgöngu að með auðveldu móti, og það stendur þeim að ýmsu leyti fyrir þrifum. Er ásigkomulagið eitthvað svipað þvf með Islendingum f Manitoba? Mundi Islendingur hafa eins mikl- ar líkur til þess að vera í valinu í félagi eða ritstjórnamefnd, eins og maður annars þjóðernis? Bendir það til þess, að Islendingar eru milli-skóla kappræðu menn, rit- stjórar, bekkjarstjórar, félaga for- menn, osfrv., í Minnesota og Norð- ur Dakota, en ekki f Manitoba (eða að minsta kosti mjög sjaldan). Er Islendingum sjálfumum að kenna? Aðalástæðan fyrir þvf, að litið er hér niður á Gyðinga virðist vera sú, að þeir halda sig sér og þýðast illa saman við aðra menn. Verður það sama sagt um íslend- inga? Eru þeir að eðli svo ein- strengingslegir, að þeir samþýðist illa öðrum þjóðum? Það er svo að sjá, sem iniklu meira beri á því f Canada en f Bandaríkjunum. Að þvf geta reyndar legið einhverjar aðrar ástæður, sem þeir þekkja er kunnugir eru. Það er ekki tilgangur lfna þess- ara að niðra éða lftilsvirða, heldur aðeins að segja sannleikann eins og hann liggur fvrir, og að svo miklu leyti, sem greinarhöfundur- inn bezt veit. Hann hefir beðið ritstjóra Heimskringlu að leiðrétta allar þær villur, sem finnasí kunna, annaðhvort sakir þess, að skakt hefir verið skýrt frá, af þvf að skýr- ingar hefir vantað. Ef grein þessi er samt að einhverju leyti talin röng, þá er þess vænst, að bráðlega verði leiðrétt af einhverjum, annað- hvort f Heimskringlu eða einhverju öðru riti. Harvard Uuiversity, Vilhjdlrnur Stefánsson ‘Landnámabók Vestur- íslendinga.” EPTIR Styrkár V. Helgason Mikið og margt þykir mér Lárus Guðmundsson frá Ferjubakka rita og ræða í blöðunum hörna; og finst mér það eiga við greinir hans, sem sagt var um Sigurð dalaskáld Gísla- son: “Sumt var gainan, sumt var þarft, sumt vér fátt um tölum.” Annars sýnist Lárus vera skýr maður; en fremur þykir mér hann rita fljótfærnislega, og heldur er vfða ó»amkvæmni f greinum hans, að þvf er efnið snertir. Getur ver- ið, að ég sé ekki nógn kunnugur manninum, til þess að skilja hann létt. Hvað sein þessu líður, finn ég hvöt hjá mör til þess að þakka Lár- •usi sérstaklega, fyrir hina nauð- synlegu hugvekju hans “um Land- námabók Vestur-íslendinga.” Það er inálefni, sem blöð Vestur-ísleud-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.