Heimskringla - 17.11.1904, Blaðsíða 2

Heimskringla - 17.11.1904, Blaðsíða 2
HEIMSKRINGLA 17. Nc VFMBER 1904 Heimskringla PUBLI8HRD BY The HeimskrÍDgU News 4 Publish- ing Coenp&Ðy VerO blaösiofl 1 Caaada og Bandar. $2.00 um áriö (fjrrir fram borgaö). Sent til Islaods (fyrir fram borgaö af kaupendum biaösins hér) $1.50. Peninsrar sendist í P. O. Money Or- der, Registered Letter eöa Express Money Order. Bankaávisanir á aöra banka en 1 Winnipeg aö eins teknar meö affðllum. B. L. BALDWINSON, Editor &■ Manager Office: 727 Sherbrooke Street, Winnipeg P. O. BOX 11«. Bandaríkja kosn- ingarnar Þess var getið í sfðasta blaði, að Repúblíka flokkurinn hefði unnið stóran sigur. Sfðari fréttir sýna, að yfirburðir hans hafa við þessar kosningar orðið meiri en áður eru dæmi til í aögu landsins Það er talið vist, að Roosevelt hafi yfir 1,500,000 atkvasði umfram Parker dómara, og er það yfir 460,000 fleira, en McKinley sál. fékk, er hann náði kosningu. Repúblfkar halda þessum rfkjum með tilfærðri fleirtölu atkvæða: Connecticut Delaware ... 5 “ Idaho ...25 “ Illinois ...200 “ Indiana ... 75 “ Iowa ... 140 “ Kansas ...100 “ Maine ...37 “ Maryland ... 1 “ Massachusetts ... • ...80 “ Michigan Minnesota ...100 “ Montana ... 2 “ New Jersey ...50 “ Nebraska ... 40 “ New Hampshire... ...20 “ Nevada tí New York ...185 “ North Dakota ...25 “ Ohio Oregon ... 40 “ Pennsylvania ...390 “ Rhodelsland ... ÍX) “ South Dakota ...50 “ Utah ... 8 “ Vermont . .. 30 “ West Virginia .... ... 5 “ Washington ... 30 “ Wisconsin ...60 “ Wyoming ... 10 “ Demókratar halda f>essum sæt um: Alabama Arkansas • ..40 “ Florida ..18 “ Georgia .. 45 “ Louisiana ..35 “ Mississippi Missouri North Caroliria .... .. 50 “ Sonth Carolina .... . 25 “ Tennessee ..25 “ Texas . . 10 “ Virginia . 24 “ Roosevelt hefir fengið ii25 kjör- atkvæði, en Parker að eins 151. Vera má, að þessar töhtr séu j ekki alveg nákvæmar, en f>að er j talið vfst, að verði nokkur breyting á þeim, f>á græði Roosevelt við það. j Það er og talið vfst, að Repúblfkar hafi að minsta kosti 92 atkvæði f meirihluta í Washington þinginu eða alt að hundraði. Sfðari fréttir segja, að Missouri hafi gefið Repúblfkum fleirtölu at- j kvæða, og reynist það satt, þá hefir 343 kjör-atkvæði eða yfir 200 fram yfir gagnsækjanda sinn. Það verður ekki séð af blöðunum, að neitt sérstakt þjóðmál hafi verið j gert að aðal-ágreiningsmáli. Dem- j ókratar vildu lækka tollana og gefa Filips-eyingum sjálfstjóm undir eins og þvf yrði við komið. Einnig heimtuðu þeir strangt eft- irlit með samsteypu-félögunum. Repúblíkar héldu við viðtekna stefnu slna: háa verndartolla, við- hald Filipseyja sem hluta af lýð- veldinu um óákveðinn tíma, án þess f>ó að innlima þær f tölu rfkj- anna, gull málmsláttu og eftirlit með “Tmsts.” Tollverndar og Filipseyja málin voru því aðal pjóðlegu ádeiluefnin, að því er séð verður, og þjóðin, að undanteknum suðurrfkjunum, virð- ist eindrtgin með Repúblfkum í stefnu þeirra. Svo hefir og þjóðin mikið álit á Roosevelt, sem f>jóð- legu mikilmenni, og þykir hann hafa margt vel gert sfðan hann kom til valda. En Parker dómari er þar á móti minna þektur og hef- ir ekki áður fengist við pólitísk mál utan rfkis sfns, og gat þvf ekki búist við jafn-öflugu fylgi og hann hefði mátt vænta, ef hann hefði verið meira f>ektur. Það var og á móti honum, að hann var eindregið með stefnu Roosevelts í málm- sláttumálinu og f>ess vegna ekki f samræmivið mikinn hluta af flokks- mönnum sfnum í því máli, og er mjög lfklegt, að f>að hafi dregið úr fylgi hans. Evrópublöð alment fagna yfir kosningu Roosevelts. Segja stefnu hans í viðskiftum við Evrópuf>jóðir hafa miðað til góðs samkomulags, en als óvfst, livað við hefði tekið, ef stjórnarskifti hefðu orðið. Rfkiskosningarnar f Norður Da kóta fóru f>annig. að Repúblíkar unnu f>ar algerðan sigur. Svo var gengið frá þvf verki, að blaðið “Pioneer Express” í Pembina seg- ir ekki einn einasta Demókrata hafa náð kosningu f nokkurt embætti j Pembina County. Sv. Thorwald- son náði County Auditor embætt- inu með nær þúsund atkvæðum umfram, og Magnús lögfræðingur Brynjólfsson hrepti rfkislögsóknara embættið fyrir Pembina County gagnsóknarlaust. Joseph Walters náði þingsæti fyrir aðra kjör- deild 1 Pembina County. Fyrirburðir á jörðu og himni SKRIFTIRNAR “Jæja, drengur minn, skriftaðu nú. Drag ekkert undan. Sálar-! friður þinn er enginn. Guð og| kyrkjan heimta að vita alt, f>á er j fyrirgefningin vfs, alveg vfs, hverj- j um sanniðrandi syndara.” “0, mér lfður svo illa, ég hefi syndgað svo mikið — fjarka mikið! Ó, mér er ilt fyrir hjartanu! Ó. hérna, hérna, faðir Ambrosius!” “Skrifta, skrifta, barnið mitt!” “Ó, ég hefi gert margt ilt, margt ilt! Eg hefi skrökvað og hnuplað og hnuplað, já, meira en ég veit af. Og það voru engin smáræði, sem ég varð að hnupla í kosningarnar, ólukkans kosningarnar! Og nú vita það allir, ó, ðll þjóðin! Ó, ó, ég má ei hugsa um það. — Og þó hefi ég gert eitt verst og J>að segi ég engum, engura lifandi manni! Það er svo ljótt, ljótt! Ó, gef mér syndakvittun, góði faðir! St. Maria. kyssi á fót þér, á litlu tána á þér, á þér!” “Þfnar syndir eru stærri en fjöll og ljótari en grafir hinna fram- liðnu. Þú ert aumur syndari. — Kyrkjan, hui, já, kyrkjan þatrf sitt. $5,000 fyrir öll f>fn ósíinnindi að þessari stund; $50,000 fyrir grip- deildir og hnopl, eins og f>ú kallar það; en svo er hitt.” “Já, já, ég geld það, geld f>að glaður. En láttu mér J>á batna! Þessi óróa samvizka, æ, æ, ó, góði faðir!” “Nei, Jgt hefir ekki sagt mér alt, alt — “Ó, ég get f>að ekki! Heimtaðu f>að ekki, það er svo ljótt!” “Jæja, batni þér þá aldrei!” “Ó, ó, segðu f>að ekki, góði faðir, hin heilaga María þurki þér fyrir nefinu!” “Slúður og bull! Hún kemur ekki til okkar, hún á svo annrfkt núna í sláturstfðinni hjá Rússum og Japönum, uss, uss! Og Sánkti Pétur plaggalaus undir veturinn! Nú, skriftaðu afdráttarlaust, svo | sála þfn fái frið!” ‘Það er ljótt, ljótt! Þjóðin, ó, j þjóðin mfn, Júdas sveik herra sinn, |ég þjóðina; peninga höfðum við báðir upp úr f>vf, eins og Amerfku- j menn segja. Ó, ó!” “$100,000, $100,000 til kyrkjunn- i ar, segi ég, og þú ert frf af syndum. j Heyrurðu, brotlega sál!” “Ó, ég hefi ei nema einn skitinn dal frá G.T. P. og 10 cent úr lands- sjóði!” “Hm,taka til láns, til láus, kyrkj- an má ekki bfða!” “Ó, það vill enginn lána mér síðan samskotin voru tekin handa mér um árið, — hreint enginn lána mér!” “Uss, uss, vitleysa, þú vesæla sál! Hvf ekki lána þetta hjá þjóð- inni? Þú segist borga henni aftur. Tilgangurinn helgar meðalið.” “Ó, þú miskunarlausi faðir! Frá einni plágu til annarar! Meiri pen- ingar, meiri stuldur!” “Far þú frá mér, þú auma sál!” “Nei, ónei, ég borga, en léttu af mér syndabyrðinni, linaðu sam- vizkukvölina, ég hrópa og bið!” “Far og borga f>itt gjald, og svo snart þú hefir það gert, verður þú hólpinn!” DRAUMAR OG VOFUR Héma um nóttina fanst Sir Wilfrid hann vera dáinn. Sálin steig út frá Ifkamanum. Það var ömurlegt og kalt. En svartnættið j var verst af öllu. Það var stein- j drepandi. Ekkert ljós, engin leið. Loks kom andi, þreif f sálina og j dró hana á eftir sér og geysaði út í geiminn. “Hvert ertu að fara með mig?” spurði sálin angistarfull. “Til dómsins, til dómsins.” Áfram brun- uðu f>ær, og aumingja litla sálin var undur hrædd. Hún vissi, að hún hafði gert svo margt ljótt með- an hún var á jörðunni. Hún fór að œpa á föður Ambrosius, þvf hún var bæði hrygg og reið, aumingja litla sálin. Hún var ekki, að henpi fanst, stærri enn svolítill orma bobbi. En andinn, sem dró hann til dómsins hnikti henni aftur og fram, þegar hún fór að æpa, svo litla sálin varð enn þá hræddari og þorði ekki að æmta né skræmta. Hún sá alt í einu dökkvan roða eða eldhaf. Hún varð svo hrædd, að hún fór að gráta, hún hélt þarna kæmi kvalastaðurinn. Skælduekki, ræfillinn, f>etta er ekki víti, það er halastjarnan, sem Bandarfkjamenn &áu um daginn. Skollinn sæki þig, ef pú þegir ekki! Litla sálin f>orði ekki annað en þagna. En nú sá hún gamlan rauðskeggjaðan mann fylgja sér. Hún var hrædd við hann, en hvernig, sem leiðtogi hennar herti ferðina, þá yar f>essi karl einlægt við hliðina á henni. Loks spurði litla sálin karlinn: “Ætlar þú til dómsins líka, mað ur?” “Jújú. Ég trúi það, Ég er vanur að vera þar viðstaddur, að líta eftir mfnu.” Litlu sálunni varð (ign hugfrórra, svo hún fór að spvrja hann meira: “Eigum við langt eftir?” “Og ég skyldi nú segja það.” “Ertu kunnugur dóm- aranum?” “Við erum taldir nærri J>vf jafnaldra, trúi ég.” “Eruð þið ! skólabræður eða vinir?” spurði litla sálin. “Lftið orð hefirfarið af f>ví, að við værum vinir. En við þekkjumst að fornu og nyju.” “Eigið þið viðskifti suman?” “Og ekki get ég neitað J>vf. Þau ganga nú s'vona upp og niður, en ég þarf ekki að kvarta enn sem komið er.” “Hver er þessi dómari ?” spurði litla sálin ofur sakleysislega, með blá- berri einfeldni. “Hm, og hann er nefndur ýmsum nöfnum, yfirdóm- arinn. Oftast nær Guð. En hann dæmir sjaldnast sjálfur. Það er karl, sem Sánkti Pétur heitir, sem er ytridyra dómari.” “Dæmir hann hart?” sagði aumingja smásálin og ætlaði alveg að detta sundur af hræðslu, f>ví nú loks skildi hún; hvorf ieiðin lá. “Ójá, — svo þykir r sumum. Eg þarf eigi að kvarta um það.” ‘ Hefir Sánkti Pétur aldrei dæmt þig?” “Mig, ónei, hann var ekki fæddur, þegar slitn- aði upp úr pólitfkinni milli okkar þarna upp frá.” “Svo þið skilduð út úr pólitfk?” spurði litla sálin,þvf hana rankaði við pólitíkinni f Can ada. “Þú hefir verið Liberal J>ar efra?” spurði sálin og hossaðist öll af ánægju. “Jújú, því íór nú sem fór. Ég læt ei J>æla mig undir með góðu siðferði og vandlætingasemi.” Þá heyrðist óp neðan af jörðunni, og einhver sagði að Lögbergi, að Heimskringla skyldi fara til fjand- ans. “Ha, ha!” segir gamli karl- inn, sem var enginn annar en kölski sjálfur. “Þar eru þeir að ka'lla á mig niður frá.” “Þig! Hvernig stendur á J>ví?” ‘ Heyrðurðu mig ekki nefndan til að sækja blað- skrattann hana Heimskringlu, sem barist hefir á móti okkur báðum!” “Ó, svo þú ert------” Nú leið yfir litlu^Llina. “Ha, ha! Eg vissi að þú mundir ná f>ér aftur. Við erum liberal, ekki vantar f>að.” fen sálin varð hrædd og sagði: “Ó, farðu og sæktu þetta blað, sem þér var gef- ið. Ég kemst leiðar minnar.” “Og ég held nú ekki. Andi sá hinn mikli, sem flytur f>ig og öllu ræður, hann kallaði fyrst á mig að sækja f>ig, og við þig skil ég ekki fyrr en dómurinn er uppkveðinn, og ég fæ f>ig með mér. Þú situr í fyrirrúmi fyrir blaðinu, vertu viss kunningi.” Loks komu þeii; að hirnnarfkis- dyrum. “Þarna er f>essi Laurier,” sagði andinn við Sánkti Pétur, sem stóð snöggklæddur í 'dyrunum, og henti litlu sálinni niður og flaug snúðugt burtu. Aumingja litla sál- in ætlaði að velta sér inn fyrir dyrn- ar, en Pétur stakk við henni fætin- um og mælti: “Nei, nei, ekki nú strax. Við veltum ekki sálunum hérna, eins og þið veltið dölunum f Canada.” “Ég hefi engan dal!” hljóðaði sálin, f>vf hún misskildi Sánkti Pétur. “Gerir ekkert til, þeir ganga ekki héma megin, dal imir ykkar. Hvað hefir þú gert gott í lífinu? Fljótt, f>vf hér bfða margir.” “Ó, ég man það nú ekki f fljótu bragði. Ég gaf kyrkjumog klaustrum stórfé ” “Ó, þú ert ná- unginn, sem verzlaði með Canada, ég veit alt um það. Þú færð ekki inngöngu hér. Það er búið og út- talað um f>að. Gabriel, komdu héma, s/ndu þessari sál ofangöng- una. Hana nú, fljótt með ’ykkur héðan.” “Ekki dugar að slæpast hér,” mælti Gabríel við sálina. “Ha, ha!” sagði sá gamli, sem hlust- að hafði á. Ég get ekki tekið móti sálunni fyrr en einhverjir em bún- ir að skipa mér þrisvar að veita henni móttöku. Ég hefi ekki feng- iAnema eina skipun,” ‘Gabríel,” hrópaði Pétur, “kallaðu áeinhvern, sem getur talað við Þann gamla.” I . “Bismarck minn, túlkaðu hérna fyrir okkur,” mæltiGabríel. “Fjand- inn taki þennan franska sálarræfil,” löskraði Bismarck. “Ha, ha! J>að lagast bráðum,” mælti kölski og horfði vonglaður á litlu sálina, sem nú ætlaði að verða að engu. “Gefið priðju skipun, piltar, svo ég geti tekið sálina. Ég má ei bfða leng- ur,” prumaði kölski. Þá stukku allir upp og horfðu út. Þeir vissu að eitthvað mikið gekk á. Kfn- verji, sem goldið hafði tvöfaldan innflutningstoll til Canada og hafði gengið þvottaiðnin illa, grenjaði: “Fjandinn hafi allar Canadasálir!” “Ha, ha!” muldraði kölski, “þar er það búið. Komdu nú!” En litla sálin hentist upp að glugga og rétti litlu, mögruogskjálfandi hend- ina upp til Roblins, sem stóð fyrir innan. “Ó, lijálpaðu mér, Roblin, 1 guðiinna bænum hjálpaðu mér!” hrópaði sálin. “Of seint, of seint kunningi.” • “Ég grátbæni þig að hjálpa mér, sem Canadasál, — ég grátbæni þig, elsku vinur, að hjálpa! r mér!” “Eg skal kalla áGreenway,” | mælti Roblin, “hann getur hjálpaðj þér.” “Nei, það get ég ekki,” drundi í Greenway, “nautaræktin hefir mishepnast í ár. Nei, ég hefi hér enga peninga til að hjálpa þér. Það verður hver að sjá um sig hérna Og f>að er ekki að vita, hvað lengi ég fæ að vera hér, þótt ég slampaðist inn fyrir skólalögin í Manitoba, þú skilur, Wilfrid.” Og Greenway gekk snúðugt inn | eftir himnaríki. “Komdu, komdu!” öskraði kölski og þreif i litlu sálina, sem æpti: “Hjálpaðu mér, Roblin minn elsku- legur! Ég veit f>ú getur f>að!”j “Láttu hana vera, þú sá gamli herjans sonur,” kallhði Roblin til j kölska, sem var að draga sálina burtu. “Ég hefi fá ráð að hjálpa þér. Þú áttir að læra af mér fyrr en nú. Én hérna hefi ég silfur medalfu, sem Manitoba menn gáfu mér fyrir jámbrautar samningana og lækkun á flutningsgjöldum. Tak f>ú silfrið, því það sagði mér ís- lendingur, að þvf hefði afi sinn og amma trúað, að engin skotfæri, | nem silfur, ynnu á þeim gamla. j Ég skal biðja Salisbury að ljá þér vasabyssuna sfna, og muntu f>á fá varið þig um stund.” En nú skeði atburður með undarlegum hætti. Þegar litla sálin var að rétta út hendurnar eftir vopninu og silfr- inu, gaus upp svo rnikiU flugna- mökkur, að sálin hvarf, alveg hvarf. Veinin og stunurnar heyrðust frá henni og hún bað alla að hjálpa sér frá J>essum morðvörgum. St. Péter skipaði að loka öllum dyrum og gluggum, svo ófögnuður þessi næði ekki inn að sveima. Nú gat sálin við engan talað nema kölska, sem hálf-vandræðalegur horfði <> leik f>enna. “Því hjálparðu mér ekki?” grenjaði sálin f dauðans of-; boði. “Hjálpaðu þér sjálf. Þetta eru f>ínir gömlu vinir. Þeir eru að heimta af þér laun sín og at- kvæðatolla. Það er ljótt af þér, að svfkjast burtu, án þess að borga f>eim, görmunum. Það hefði ég aldrei látið um mfna persónu spyrj- ast.” “Gabrlel, Gabríel!” hrópaði Pétur, “kallaðu á Kerúbana og sendu [>á eftir móður vorri Sögu. Hún getur tekið f>etta dökkmó- rauða hyski f sögu-afkymana sína, á sögubekk, og síðan fleygt ruslinu út í veður og vind.” Á svipstundu voru Kerúbamir og Saga komin. Hún gerði sér hægt fyrir og sópaði öllu upp f svuntu sfna, og litlu sál- inni með. Hann var ekki hýr á svipinn, sá gamli, þegar Saga hafði sópað sál- inni með í svuntuna,og var horfinn í einu hendings kasti. “Lucia, Lucia, gefðu mér brenni- vfn! Þetta eru ljótu draumarnir,” sagði Wilfrid og stundi f>ungan, fegar hann vaknaði. “Ó, þessar andsvítis kosningar, þær drepa, já, steindrepa mig! Ég fer vestur að Kyrrahafi, eins og hann Borden.” “Já, þá segja allir að þú eltir hann, góði.” “Já, þáer nú það! Alstað- ar er mylnusteinninn um háls mér. Ég er fortapaður, eins og draumur- inn sýndi mér; ha, ég er, held ég, steindauður og á hvergi heima eftir alt braskið,” Skrásett hefir: K. A. Benediktsson Bækur og lestur (Frarahald) fslendingar eiga mjög mikið af guðsorðabókum bæði frá gömlum og nýjum tfmum. Margt af því er mesta rusl og til skaða fyrir f>jóð- ina og bókmentir hennar. En f>rátt fyrir það eru sumar guðs- orðabækurnar góðar, nokkurar meistaraverk, bornar saman við þann tfma, sem höfundar þeirra hafa verið uppi á. Má nefna Pass- fusálma Hallgríms prests Péturs- sonar í Saurbæ á Hvalfjarðar- strönd, Húspostillu meistara Jóns Th. Vfdalfns, Postillu Helga bysk- ups Thordarsen og Helgidaga-pré- dikanir séra Páls heitins Sigurðar- sonar f Gaulveijabæ, og Postillu og Hugvekjur Péturs byskups Pét- urssonar, og Postillu séra Jóns Bjarnasonar. Alt eru þetta merk- ar bækur og sýna andans menn og eljumenn hina mestu. Og er mik- ið á þeim að græða, bæði á máli og fróðleik og hugmyndaflugi, þótt hinni andlegu kenningu sé slept, án umtals. Hún er eins og hún er fyrir hvern einstakan mann. Það er langt frá þvf, að rétt sé að áfella Hallgrfm Pétursson fyrir efnið,sem hann valdi sér til að yrkja um. Það eitt s/nir hið andlega trúar- lega ástand skáldsins og samtfðar fólks hans. Sá, sem á eins mikið vald yfir listinni og skáldskapar- tilþrifunum eins og séra Hallgrfm- ur Pétursson átti, honum er óhætt að taka sér hvaða yrkisefni, sem er. Sumir hafa fundið að því, að málið væri slæmt og dönsku skotið. En f>að er langt um betra, en við er hægt að búast frá þeirri öld. Það koma lfka fyrir fornyrði og gamlar orðmyndir hjá skáldinu, sem mjög óvíst er, að þeir skilji, sem mál hans dæma. Þeir, sem vilja vita nokkuð af viti f íslenzku máli, þeim er nauðsynlegt að lesa fsl. guðsorða bækurnar, eldri og yngri. Þeir verða fróðari í málinu og vex skilningur á samanburði málsins og hugsunarháttanna hjá pjóðinni, á einum og öðrum tíma. Menn verða að lesa allar bækur frá fleiru en einu sjónarmiði, ef f>eir ætla að s/na ósjúka ávexti af iðju sinni. íslendingar eiga mikið af skáld • skapar bókmentum, bæði að fornu og n/ju. Það er stórmikill gróði að lesa þær, ekki einasta frá seinni og nýjustu tímum, heldur einnig frá miðöldunum. Þá þarf ekki að tala um skáldskap fornald- arinnar. Að honum dást allir, sem svo eru málfróðir, að þeir skilji hann. En því miður virðast marg- ir með því marki brendir, að þeim finst f>að ekki fyrirhafnarinnar vert, að leggja þungt á sig til að skilja liMnn. Þar af leiðandi hefir fjöldinn engin not haft af honum. Það er J>vf eðlilegt, að yngra fólk- inu þyki þurlegt að leggja sig mik- ið niður við hann. Þess vegna er hann nær J>ví gleymdur og yfirleitt skoðaður sem annað rugl, sem lítið eða ekkert sé varið 1. En liann felur í sér hinar háfleygustu hug-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.