Heimskringla - 12.01.1905, Blaðsíða 1

Heimskringla - 12.01.1905, Blaðsíða 1
?????????????????????????? ? ? : ? ? : ? ? T. THOMAS lelenzkur kanpmaður selur alskonar matvöru, gler «g klœoavöru afar-ódýrt gegn borg- ?n út 1 hötxd. 5.37 Ellice Ave. ? ? ? ? ? Phone 2620 ? ? ?????????????????????????? ?????????????????????????? ? T. THOMAS, KAUPMAÐUR | nmboðssali fyrir ýms verzlunarfélði ? ? ? 1ÖK 1 Winnipeg og Austurfylkjunum, af- greioir alskonar pantanir Islendinga ur nýlendunum, þeim ao kostnaftar- lausu. Skriöö eftir upplýsingum til 537 Ellice Ave. - • - Winniþeg ?????????????????????????? XIX. ÁR. WINNIPEG, MANITOBA 12. JANÚAR 1905 Nr. 14 Arni Eggertsson 671 ROSS AVENCE Phone 3033. Winnipeg. Sleppið ekki þessu tækifæri! Ég hefi 80 ekrur á Rauðárbakk- anum að austan verðu, um 8 til 9 mílur frá Winnipeg, land sem eftir afstöðu er $40.00 til $50.00 dollara virði ekran, sem kg get selt fyrir $27.00 ekruna, ef það selst fvrir 1. janúar. "Torrens title." Söluskil- málar rýmilegir. Eftir eitt til tvö ftr verða lönd þessa vegalengd frá Winnipesr frá $60.00 til $100.00 ekran. Slíkt hefir reynslan sýnt í öllum bæjum í landinu. Sleppið ekki tækifærinu, kaupið strax. Ég hefi einnif; lot og hús til sölu, pening/a að lána, eldsábyigð, Ufsá- byrgð ofl. Arni Eggertsson Offlce: Room 210 Mclntyre Elk Telephone 3364 Fregnsafn. Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. 6. STRÍÐS-FRÉTTIR í sfðasta blaði sk/rðum vér frá pvf, að vamarlið Rússa f Port Ar- thur hefði gefist upp og boðið að afhenda staðinn f hendur Japana, með nýárinu. Vér birtum her út- drátt úr samningum þeim, sem gerðir voru um uppgjöf staðarins í hendur Japana. ( t, Allir ríissneskir sjó og land hermenn, sjálfboða liðsmenn og stjórnar-embættismenn við hafnarstað og vfgvirkin í Poit Arthur eru teknir herfangar. 2. 011 hervfgi og varnarvirki, her- skip, önnur skip og bátar, skot- vopn og skotfæri og alt efni og allar tilfæringar til hernaðar, stjórnarbyggingar og allar aðr- ar eignir Rússastiórnar skulu seljast f hendur japanska hers- ins í þvf ástandi, sem það er núf. 3. Þegar skilmálarnir f framan- töldum 2 greinum eru sam þyktir, þá skal, sem tryggingu fyrir því að þeir verði haldnir, varnarlið það, sem nú er í virkj- unum á Etze, Sunshu og Antse f jöllum og á hæðunum þar suð- austur af, verða tekið þaðan um hádegi 3. janúar og menn og virki afhent f hendur jap- anska hersins. 4. Skyldi það álftast, að rússnesk- ir land eða sjó hermenn hafi eyðilagt hluti, sem nefndir eru f 2 fyrstu greinum þessara samninga, eða að hafa orsakað einhverja breytingu á þeim, frá þvf sem nú er, þá skulu þessir samningar úr gildi falla og her Japana skal hefja þær fram- kvæmdir, sem honum sýnist. 6. Rássneskir land og sjó herfor- ingjar skulu útbúa og afhenda japanska hernum skýrslu yfir öll vfgirki í Port Arthur og af- stöðu þeirra, og uppdrætti er sy"ni legu allra neðanjarðar eða neðansjftvar tundurvélaog allra annara hættulegra hluta. Einn- ig skýrslur er sýni niðurröðun land og sjóar varnarliðsins við PortArthur. Svo og lista yfir land og sjóforingja, nöfn f>eirra og embættis-titla og sórskyld- ur. Lista yfir herskip og öll öimur skip og báta, með tölu skipshafnar íi hvcrju skipi og bftt, og lista yfir' nöfn og at- vinnuvegi allra borgara f Port Arthur, ftsamt með þjóðerni þeirra. Skotvopn,að meðtöldum þeim, er menn bera & sér, skotfæri, hergögn, stjórnarbyggingar og aðrar eignir Rússastjórnar, hesta, herskip og önnur skip, að meðtöldu öllu þvf, sem í þeim er — að undanteknum eignum prívat manna — skal alt látið vera í núverandi &- standi, og umboðsmenn Rússa og Japana skulu ákvoða um af- hendingu þessara eigna til Japana. 7. Japanski herinn, hafandi tillit til þeirrar frægu varnar, som her Rússa hefir gert, leyfir hér með rússnoskum land og sj<5- foringjum og öðrum yrirmönn- um tilheyrandi Rússum, að bera sveðð sín og að taka með sér það af prfvat eignum sfn- um, sem er beinlínis nauðsyn- legt til lífsviðurhalds. Þessir ofantöldu yfirmenn skulueinn- ig undirrita drongskapar loforð um, að þeir skuli ekki bera vopn móti Japönum, eða & nokkurn hátt starfa á móti her Japana meðan & þessu strfði stendnr. Þeim, sem undirrita slfkt loforð,verður leyftað fara aftur heim til Rússlands. 011- um land og sjoforingjum verð- ur leyft að taka með sér einn þjónustumann, og skulu þessir þjónustumenn einnig undirrita samskonar drengskapar loforð. 8. Undirforingjar, óbreyttir land og sjóliðsmenn og sjálfboðar skulu brúka einkennisbúninga sína og taka með ser flytjanleg tjöld og nauðsynlegar prfvat- eignir, og undir umsjón undir- foringja sinna, skulu safnast saman á þeim stöðum, sem jap- anski herinn tilvísar, sam- kvæmt ikvæðum japanskra um- boðsmanna. 9. Heilbrigðis og reikningsdeildir sjó og landhers Rússa skulu &- lftast í þjónustu Japana með- an starf þeirra er talið nauð- synlegt, til þess að annast um sjúka og særða herfanga, og skulu þeir starfa undir fyrir- sögn japanska hersins. Meðferð sú, er borgarbúum skal veitt * verða, afhending bóka og skjala viðkomandi bæjarstjórninni og fj&rm&lun- um, og öll þau gögn, sem nauð synleg eru, til fulln»gingar þessum samningum, Bkal verða innibundið í auka samningum, sem skulu hafa sama gildi og þessir samningar. 11. Rússneski og japanski herinn skal hvor um sig f& afskrift af þessum samningum, sem skulu ganga í gildi strax og þeir eru undirritaðir. Þessir samningar s/na, að Rúss- dr hafa gengið að öllum þeim kost- um, er Japanar settu þeim, og að Japanar hafa þess vegna veitt þeim þau hlunnindf, að æðstu foringjar þeirra mættu snúa til Rússlaiuls aftur, gegn þvf að lofa, að vinna ekki framar móti Japönum í þessu strfði. En arinars tóku Japanar allan her Rússa f Port Arthur til fanga, um 25 þúsundir manna með öllum þeim gögnum og gæðum, sera til voru þar í borginni. Jap- anar tóku þvf algerðan eignarrett & staðimm að morgni þess 4. janúar og drógu upp flögg sín yfir stjðrn- arbyggingunum þar. Svo voru Rússar að fram komnir af skorti á vistum og skotfærum og meðulum, að Japanar urðu sam stundis að senda stóran skipsfarm af vðrum til Port Arthur, þar á meðal 350 r&m fyrir sjúklinga, 100 þúsund pund af matvælum og mesta ógrynni af meðulum og læknis gögnum, ásamt miklum fjölda af læknum. 10 í sfðasta skeyti þvf, er Stoessel foringi liðsins f Port Artur, sendi til Rússakeisara á nýársdag, áður en hann bauð Japönum að gefast upp, segir hann: "Vér verðum að gefast upp; en alt er í höndum guðs. Vér höfum orðið fyrir hræði- legu manntapi.........Vér höfum gert alt.sem mensku fólki ermögu- legt. Nær 11 mánaða uppihalds- laus bardagi hefir örmagnað oss; að eins fjórðungurliðsins er lifandi og af þeim hóp er meiri hlutinn veikur, og þar eð vér erum neyddir til. að halda uppi vörn gegn uppi- haldslausum árásum. án nokkurar hvíldarstundar, þá erum vér ör- naagna og ekki orðnir nema skugg- ar af þvf, sem vér áður vorum." Að öðru leyti er ekkcrt sérlega markvert að frétta að austan. Krónprinsinn á Þýzkalandi ætlar bráðlega að kvongast. Ýmsir ba:ir í Þýzkalandi hafa ákveðið að gefa prinzinum $125,000 silfur borðbún- að við það tækifæri; skal féð hafast saman með sainskotum fr& almenn- ingi, þannig, að enginn einn gefi meira en eitt cent f sjóðinn. — Voða stórhríðar hafa ætt yfir Austur-Bandarfkin, part af Evrópu einkum Frakkland, f byrjun pessa mánaðar og gert miklar skemdir á sjó og landi. — Eldur í vagnaverkstæði f Brockville, Ont., gerði 4. þ. m. \ millfön dollara skaða og 400 manns iðjulausa. — Peningasláttu stofnun á að byggja f Ottawa, er kosti um (10 þúsund dollara. — All-ófriðlegar eru nú horfurn- ar vfða A Rússlandi. Bltfðin taln einarðlega og skorinort um ástand- ið og heimta stjórnarbót. Alt útlit bendir til innbyrðis óeyrða þar, ef ekki fæst umbót á stjórnarfari landsins og hermálum þess innan skams tfma. Svo eru æsingarnar þegar orðnar magnaðar, að aðsúgur var gerður að höll eins af prinsun- um i Moscow og hun grýtt, en múgurinn hrópaði: "Niður með strfðið!" — Blöð Rússa eru óvæg út af þvf að stjórnin hefir heimtað, að Stoes- sel herforingja heim til Pétursborg- ar, til þess að þola pröf fyrir her- rétti fyrir að hafa gefið Port Ar- thur í hendur Japana. Um þetta tiltæki stjórnarinnar eru blöðin svo harðorð, að stjórnin hefir bannað sölu eíns þeirra á götum úti og sent aðvaranir til annara blaða um að tala gætilegar um þetta mál. Út- koma blaðsins "Russ" hefir verið fyrirboðin af stjórninni. •— Rússastjórnin hefi samþykt að taka 116 millfónir dollara lán með 4^ per cent vöxtum, til þess að standast kostnað við herúthaldið móti Japönum. — Tveir íslendingar úr Álfta- vatnsn/lendunni voru nýlega kærð- ir um þjófnað við Oak Point, og kom mál þeirra fyrir dóm hér í Winnipeg' 1 vikunni sem leið; báðir voru mennirnir frfkendir, annar með heiðri, en hinn mætti tiltali dómarans fyrir vangá þá, er leiddi til grnnsins. — Norðvestur héruðin hafabeðið um fylkjaréttindi og heimta umráð opinberra landa og úr ríkissjóði 80c á hvert höfuð íbúanna, sém ár- legt tillag. Fréttabréf SWAN RIVBR, 20. des. 1904 Hér ber fátt til tíðinda. Heilsu- far yfirleitt gott,það frekast ég veit. Það heyrist hvorki hösti né stunur, en að eins stöku sinnum axarbljóð, því nu á dögum kunna mann ekki að smfða An axar og hamars hljóðs- Yfir höfuð að tala kúrir hver í sfnu horni. Sfðastliðið sumar var þurr- asta sumarið, sfðan þess dalur fór að byggjast, en fremur kalt. Frosts varð vart f hverjum miinuði. Upp- skera af öllum sortum rýr og hálf skeaxl. Heynýting ágæt. Markað- ur & gripum mjög lágur f haust og nú alls enginn. 1 dag fór fram sveitakosning og sýndist mér þeir, sem fyrir því stóðu, vera mjög liberalskir í sjón sjálfsagt fanda; heilagleikinn skein út úr þeim, því þar mátti enginn öhreinn koma. En fyrir sfðustu rfkiskosningar máttu allir veia 6- hreinir frá morgni til kvelds. En nú voru þeir svo hreinleiknir, að sumum var neitað um atkvæði, sem voru þ<T- búnir aö vera 2 — 15 ár og goldið til sveitar, en gátu eigi sýnt borgarabref. En áður var eigi spurt að slíku, og þó voru atkvæðin gild og góð. PIANOS og ORGANS. Heintzman & Co. 1'ianoH.-----Bell Orgel. Vér seljum með mánaðarafborgunarskiltnálun). J, J. H McLEAN &. CO. LTD. 530 MAIN St. WINNIPEG. L e i k s -1 o k. Að ósóma ég hnútu henti — hef' það lagið — Oðar' skrækti árans greyið — Ekki \nr í tómið sli'gið! Stqphan G. Sfcphanson. FOAM I.AKK. des 21. 1904 (Fra fréttaritara Hbr.) Hr. ritstjóri! Árið 1904 er þá allareiðu á enda. En fiðuren þaðskiiur algerlega við oss, tínst mér við eiga að rita Hkr. nokkrar lfnur, sem áframhald af þeim frcttum, sem hftn hefir flutt héðan á þ<^ssu fttremiandi &ri. Þess er þá fyrst að geta, sem mest er um vert, það er tfðarfarið. Það hefir verið ómunalega gott frá októberbyrjun og alt fram á þenna dag, að undanteknum nokkrum kuldadílgum um jólin, og hafa því haustannir og undirbuningur vetr- arins gengið vel hjá fólki. Heilsufar hefir einnig verið gott. Já, svo gott, að það má heita, að það hafi hvorki heyrst hósti né stuna. Menn ræsktu sig að sfmnu nm kosningarnar, en ég hygg, að það hafi ekki komið til af lfkam- legri vanheilsu. Kosningarnar fóru fram, eins og kunnggt er, þann 15. nóv., en þar sem aðferð stjórnar- sinna var þjóðflokki vorum til mink- unar, þá leiði ég hjá mér að segja frá henni sem fréttum, enda ekki viss um, að Heimskringlk mundi birta það. Kornuppskeran varð heldur ryr, og var það mest að kenna slæmum undirbúningi, sem orsakaðist af vorbleytum og snjóhríð þeirri, er gerði um 18. sept. og feldi niður alt er óslegið var á þeim tfma. En svo batar það nokkuð um, að verð á korni er gott, hveiti frá 60 til 80 cent og hafrar frá 30 til 40 cents bush. Þresking fór fram í fyrsta sinn f þessari nýlendu f haust, og var G. J. Bfldfell fyrstur til að Uta þreskja; Það má allareiðu sjá stóran mun til batnaðar f húsagerð nýlendunn- ar, þvf fyrir utan það, sem áður hefir verið um getið, hefir hr. J. Vehum reist ser myndarlegt timb- urhús og timburfjós. Jónas Sam. Sam8onsson og Guttormur Sigurðs- son hafa bygt sér timbur "Cottage" og vfðar má sjá sólina blika á timb- urþilum og glampa f gluggum. Þá hefir C. J. Helgason bygt stærsta og veglegasta húsið með steinkjall- ara undir (iðrum pallinum í fullri hæð. Mr. Helgason er félagslynd- ur framfaramtiður, og var að hans tilstilli haldin jólatrés-samkoma f húsi hans á aðfangadagskveld, og þó þar væri samankomið á annað hundrað iDiinns, þá, var nóg rúm fyrir alla. Borð voru sett og öllum veitt af rausn. Húslestur var les inn af G. E. Guðmundssyni, og hinir vanalegu jólasálmar sungnir. Santa Claus var á staðnumog veitti öllum börnum, sem viðstödd voru, gjafir og góðgæti, sem hann tók af fagurgrænu, fögru jólatré, vel upp- 1/stu, öllum viðstíkldum til hinnar mestu ánægju. Yfir höfuð tókst þessi fyrsta jólatrés-samkoma Foam Lake-inga svo vel, að börnin eru strax farin að hlakka til næstu jóla- og er það að mestu leyti að þakka f>eim hjónum Mr. og Mrs. Helga- son. Fiskiveiðar eru nú stundaðar f fyrsta sinni við Fishing Lake af þeim S. E. Guðmundssyni og Hall- dóri Friðleifssyni. Veiðin hefir hepnast allvel hingað til og von- andi, að fyrirtækið borgi sig. R. E. Coupland hefir sagt af sér skólakenslu við Foam.Lake skóla framvegis oghyggur að byrja verzl- un. Það verður því tækifæri fyrir íslenzkan kennara að bjóða sig fram við téðan skóla. Þannig skilur þá 1904 við þessa bygð, og má tileinka þvf: 1. góða og hagstæða tfð og gott heilsufar. 2. framfarir í akuryrkju, bygging- um, húsagerð, girðingum og fiski- veiðum. 3. myndun vegabótahér- aðs, brúarbyggingu og vegabætur^ jólatrés samkomu og stofnun skóla- héraðs. Prógram fyrir árið 1905: Framfarir—Aukning akuryrkju, griparæktar, húsagerðar, fiskiveiða, girðinga og vegabóta. Stofnun skólaheraða og pósthösa. Félags-viðleitni—Stofnun Islend- ingadags, lestrarfélags, söngfélags og kvennfélags. Takmörkun F. L. n/lendunnar og talað um fundahús byggingu. Svo óska eg Heimskringlu gleði legs nýárs. JOHN JANUS80N. ur ekki gert með almennum með- ulum, sannleikssögn eða góðum r&ðum. Sj&anlega verður það ekki gert með nokkru, nema ef vera skyldi elli og henni samfara vax- andi lffsreynslu og þekkingu. En f nútíðar ungdóms ástandi sfnu hrópar það niður allar sannleiks- raddir og vill ekki hlueta á þá hlið félagslffsins, sem að þvf sn/r og það snýr að, eins og hún er f raun og sannleika. I kvæði mfnu, sem svo hneixlaði systkynin, var meðal annars þetta: "Eg skal koma, vertu viss. Ver nú sæl og gef mér "kiss." Það þurfti ekki meiratilað hneyxla systkinin. Þau þoldu ekki, að "koss" væri nefndur á nafn. Mér datt f hug, að mikið breytist fólkið við vesturferð sfna. Heima á ís- landi mátti fólk kyssast. Já, og það ekki í neinu laumi. En hér er það talinn mesti ösómi að nefna nafnið "koss," svo allir heyri. Hitt mun vera betur viðeigandi á hér- lenda vfsu, að hvíslast & þessu nafnorði, og enda að rétta það með vðrunum, "frá kyni til kyns, í kveld og næturmyrkri." Af hræsninni er þetta sprottið og engu öðm, og er hún helzt til mikil hjá sumum þessara meðlima, að ég álít. Að svo mæltu kveð ég breyska bræður og systur að sinni f þeirri von, að þau taki sinnaskiftum með nýbyi jaða firinu, og þá getur skeð, að ég verði f (iððtemplara félaginu áfram. I trú von og kærleika, .\ s'v JGHN80& ()kurteisin er ódyr og sann- leikanum verður hver sárreiðastur. Eftirmæli Undir napii foreldranna Á sfðasta Heklu fundi 23. des. sl. var ég einn f tölu þeirra, er skemti fólkinu með kvæði. Eftir þvf, sem ég veit bezt, mun efni þess vera f samræmi við lffsreglur sumra meðlima í Heklu. En ef svona er lagað og rétt tilgetið, sem vfst er áreiðanlegt, þ& lifa þessir áðurgreindu meðlimir f flaðri og &stabralli, og það vissi ég ekki fyr en & nefnum fundi, annars hefði ég m&ske ekki komið með þettakvæði. Eg hefi áður komið fram til að skemta fólkinu og þá orðið svo djarfur að láta það heyra sannleik- ann, en honum hefir ekki verið vel fagnað og þar af leiðandi hafa sum ir af þessum meðlimum látið mig margt heyra, bæði upp f eyrun og undan. En það skal aldrei hafa n<>in áhrif & mig. Það hafa verið fleiri en ég, sem svona hnútur hafa fengið fyrir alls ekkert, og er það ekki að furða, þar sem á móti okkur, þessum bræðrum sem sannleikann segja, er ö'fund, hatur og margt fleira, sem eggjar til ofsóknar & oss. Eg rita grein þessa í tileíni af þeirri mótspyrnu, sem ég varð fyrir af nokkrum bræðrum og systrum á nefndum fundi, í tilefni af áður- nefndu kvæði, Þessir fáu karlmenn sem svo unna systrunum, að þeir leggja sig í lima, kljfifa þrftugan hamarinn til þess að þóknast þeim f ö'llu, í von um unaðsríkt eiulur- gjald, er jafnist við hundraðfaldan ávöxt viðleitni þeirra og ástfiðlegs bræðraþels. Af slikum hugsunar- hætti virðir mér margt bræðranna og systranna stjórnast. Hvernig bæta megi ^ennan flokk fólks, er mér ekki ljóst. Það verð- Igullnum lundi giéri blóm A geislaríku vori, Með gleði, fjíir og ástaróm Og yl í hverju spori. Og ekkert ský né skuggi þar í skjóli fegurð huldi, Hið valta lif með vonirnar, Sín vinarkvæði þuldi. Og blómið gn''ri, skin ogskjól Það skreytti bloðuin friðum, Er dofnuðu við <lögg og sól A degi munarblíðum. Þar æskulílið <>ngn kveið I &starsælu draumi; Enn hverfull tíminn léttur leiðr Sem lauf & bláum straumi. Og þu varst blómið, bliða mær, Sem brostir lffs á skeiði. Nú sorgarskýi svörtu slær A sól i munarheiði, Að sj& þig hníga hels & reit^ Þ& hló við árdags bjarmi, Því svfða trega-sárin heit I syrgendanna barmi. Við þökkum fyrir fylgd, á braut, S<nn fórst þú héraamegin, Með saklaust bros og bernsku skraut Þíi brei<ldir ljós d veginn. Við þíikkum fyrir unaðsár, Sem alvöld nAðin gefur. Við þökkum fyrir sorg og sár; Það sama tilgang hefur. Þótt vegir skilji stutta stund, Sem stjórnar alvalds kraftur, Sú vonarstjarna vermir lund, Að við þig finnum aftur, Þá framar ímgin falla tár, En friður ljómar veginn. Þar hverfa mein og sorg og sár, Er sviðu hérna megin. .)/. ÍTARKU880N Ofanskrifuð eftirmæli eru ort eftir Jónasfnu Margröti, dóttur þoirra hjónanna Halls Hallssonar og I .ilju Lárusdóttur í Árnesbygð f Nýja íslandi. Jónasfna sál. var mjðg myndarleg og eftirlát foreldr- um sínum. Hún dó sl. haust.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.