Heimskringla - 19.01.1905, Blaðsíða 4

Heimskringla - 19.01.1905, Blaðsíða 4
HEIMSKRINGHLA 19. JANÚAR 1905 W I N N I P E G í ráði er að Winnipeg-borg kaupi núverandi fangahús fylkisins hér í í bænum, til að halda þar þeim mönnum sem f lögreglurétti eru dæmdir til betrunarhúss vinnu um stuttan tfma. En þetta getur ekki orðið fyr en fylkisstjórnin er oúin að láta byggja hið fyrirhug- aða fangahús fylkisins. íslands bliið segja séra Amljót Ólafsson á Sauðanesi látinn þann 29 okt. s. 1., eftir langvinnandi sjúkleika, 81 ára að aldri. “Austri” flytur langa æfiminniugu eftir þennan merkismann. Andlát hans bar að daginn eftir jarðarför konu hans, frú Hólm- fríðar Þorsteinsdóttur, er búið hafði í hjúskap með honum frá því snemma á árinu 1864. Séra Arn- ljótur var spakur að viti og lær- dómsmaður mikill, og var lengi talinn í rf>ð fjölfróðustu maftna Islands. íslenzka Stúdentafélagið heldur fund, eins og vanalega, næsta laug- ardagskveld á venjulegum stað og tíma. Þetta eru félagsnrenn Ijeðnir að muna. Oddson, Hansson & Vopni Selja hús og lóðir með betri kjömm en nokkrir aðrir í borginni Herra Jón Hillman bóndi að Mountain P. O., N. D., kom snögga ferð til Winnipeg þann 12. þ. m.; herra Hillman starfar sem stendur, sem kviðdómari f sakamála rétti sem stendur yfir f Pembina, en fékk leyfi tilað skreppa norður að finna kunningja og vini hér f bænum. Verkfræðingur C. H. Dancer hefir verið settur í stöðu þá sem Geo. A. Simpson sál. hélt f opin- berra verka deildinni. ísl. Hockey félögin I. A. C. og Vikingar léku kappleik 1 Auditori- um skautaskálanum á föatudagskv. var,og unnu I. A.C. 4 leiki (score) en Vlkingar 3. Svo segja blöðin að Víkingar hafi leikið betur, en verið jafn minni menn heldur en I.A.C. mennirnir, og þessvegna ekki haft afl við þá. Margt fólk var þar viðstatt og hafði mikla skemtun af þessum leik. Margir munu hafa gaman af að sækja samkomu Unitara er augl/st er hér á öðrum stað. Það er fyrsta samkoman er söfnuðurinn heldur í hinni nýju kyrkju sinni. Pró- gram er gott og ættu mertn að sýna félagsskapnum þá velvild að fjöl- menna á samkomuna. Herra Benedict Sigurðsson hóma pati, biður þess getið, að nú sé heimili hans á Alverstone St., þeir sem vildu finna hann eru beðnir að hafa þetta hugfast. Eldur kom upp f Hoover Mfg Co., klæðagerðar verkstæðinu á James St. fyrir austan aðalstræti, á þriðjudag f fyrri viku, og gerði nær $80,000 eignatjón á húsinu og vörum sem þar voru í. Munið eftir að Stúkan “Island” heldur stóra og mikla hlutaveltu og skemtisamkomu f kveld (fimtu- dag), á North west Hall. Þar verða góðar skemtanir, og ágætir drættir. Fyrirlestur, Ferðasaga vestur að hafi, flytur séra Fr. J. Bergman 1 Tjaldbúðinni, fimtudagskveldið 19. þ. m. Söngflokkur Tjaldbúðar- safnaðar syngur, og fríar veitingar. Frétst hefir hingað vestur að fyrrum amtmaður Páll Briem sé látiun í Reykjavfk, úr lúngnabólgu í Eftirmælinu í 14. nr. Heims- kringlu hefir misprentast f þriðju lfnu öðru versi; þar stendur: “er dofnuðu vnð dögg og sól,” á náttúr lega að vera, “er döfnuðu,” o. s.frv. “Leiðrétting.” frá einum með- limi «t. “Hekln,” við greinA.St. Johnsons kemur í næsta blaði. ♦ j«k. + J HÚS TIL SÖLU * ♦ mm ww m ■m w m ♦ Ég hefi hús og lóðir til sðlu víðs I vegar í bænum. Einnig útvega ég lán á fasteignir og tek hús og hús- | muni 1 eldsábyrgð. Office 413 Main Street, Telephone 2090. M. MARKÚSSON, 473 Jessie Ave., Winnipeg Auglýsing á samkomu Odd- , fellow’s Stúkunnar þann 25. þ. m. birtist á öðrum stað í blaðinu. Út- i lit fyrir að það verði góð sam- koma og vel virði peninganna. Herra Sveinn Brynjólfsson legg- ur af stað háðan til Islands á laug- ardaginn kemur' ^amferða lion- um verða þau hjónin, herra kjötsali Sveinn Sveinsson og kona hans, j þau fara f kynnisför til ættingja og ! vina á Islandi og eru væntanleg j hingað aftur á næsta sumri. þeir, sem hafa í hyggju að byggja f haust ættu að finna Oddson, Hansson & Vopni að máli þvf þeir hafa jörðina, trjáviðinn og allar nauðsynlegar vörur til húsa- j bygginga. Þrem náttum fyrir Þorraþræl, Þat er vanalega kyrrlátt at Krist- j nesi ok er þó búskapr þar sagðr í j j all-góðu lagi. Þau hjónin Helgi I magri ok Þórunn liyrna, eru hávaða- j menn engir ok fara því færri sögur1 af búskap þeirra en mörgu öðru. En þat er siðvenja þeirra at bregða nokkut vanasínum eittsinn | , ár hvert. Er þá fásinninu at Krist- j ; hesi breýtt f glaum ok gleði ok þar | } heimboð haft, bæði mikit ok f jöl- ment. Landnámsmönnum öllum ok afsprengi þeirra at austan ok vestan, sunnan ok norðan er þá boðit ok gildi all-höfðinglegt hald- it. Hefir þat oft verit í byrjun Þorra um vetr miðjan ok verit nefnt miðsvetrarsamsæti eða Þorra- , blót. Vetur þann, sem nú er at lfða, á i at halda uppteknum hætti. En nokkuru seinna á at efna til gildis en áðr, til at gjöra gestum sem hægast fyrir at sækja. í stað þess at halda miðsvetrarsamsæti þetta, ' sem nú er svá frægt orðit, f byrjun Þorra, er svá til ætlast at nú verði þat f Þorralok. Um þat leyti er all-fjölfarit um landit ok gjald lágt á brautum, sakir knattleika þeirra á fsi, er þá fara fram hér f borg- inni og sóktir eru jamnvel frá fjar- lægum löndum. Þá er Iftt til starfa heima fyrir og konum jamnt sem körlum þess brýn þörf at varpa af sér svefnhöfgunum, ok sækja þann vinafagnað, sem mestr er haldinn með Vestr-Islendingum. Hefir þat þvf at ráði orðit hér at Kristnesi at bjóða Vestr íslending- um til gildis þrem náttum fyrir j Þorraþræl, miðvikudag, hinn fimt- ánda Febrúarii mánaðar, — dag Fástfnuss hins helga, í Manitoba- höllinni hér í Winnipeg-borg. Ok mun hófit hefjask, er stundaklukk-1 an 1 borgarhöllinni hringir átta at i kveldi. Þau Helgi magri ok Þórunn hyrna vona fastlega, at landnáms- menn fjölmenni til boðs ok hafi þangat með sér sonu cfna ok dæt- ur, svá öllum gefisk kostr á at sjá, hvílíkt mannval hér er saman kom- it með oss Vestr-íslendingum. Forkaupsrétt til sæta í matsal hinum mikla hafa þeir, er fyrstir fala. Kunnu vér þvl öllum þeim aufúsu, er sæti kaupa handa sér ok sfnum með fyrirvara nægum, svá enginn verði hornreka eða þurfi ó- æðra bekk at skipa eðr svá búinn frá at hverfa. Kristntsi hinu v«stra. k dag Júiíanuss bins helga. ída dag' Januarii 1905 Fyrir hönd Helfja inagra, Noklcurir hvskarlar. Vér viljum benda lesendum vor- um á augl/singu sem kemur f næsta blaði, frá S. B. Benedicts- syni, um Almanak hans yfir þetta ár. Almanak þetta er stór bók og verðið lágt, aðeins 25 cent. Herra Gísli Ólafsson, fóðursali, hefir sent Heimskringlu þann lang stærsta og vandaðasta “Calendar” er vér höfum séð á þessu ári. Þessi “Calendar”, með daga talinu, er 2 j fet á annan vegin og 3 fet á hinn, og sýnir 2 prýðis fagrar myndir, aðra af Edward konungi þar sem hann situr við rúmstokk tæringar- veiks manns, oger að taia við hann, hin sýnir drottningu Breta við rúmstokk drengs, sem einnig er veikur, og er hún að ræða við hann og hughreysta. Mynd þessi er veggpr/ði á hverju heimili, og kunnum vér herra G. Ólafssyni kæra þökk fyrir sendinguna. Lifðu heill Gfsli, og lengi! Finnið Oddson, Hansson & V o p n i, ef þér þarfnist f- veruhúsa ; þeir hafa meira af hús- um til sölu og leigu en nokkrir aðrir f borginni og gefa yður betri skil- mála en aðrir Albert Jónsson frá Brú P. O. var hér á ferð um síðustu helgi, og lét; sæmilega af líðan Argyle-búa — annars engar markverðar fréttir þaðan, nema langvarandi lasleika herra láigurðar Christophersonar af gfgt, sem heldur honum frá öll-1 um störfum. “BALDUR ” óháð vikublað, gefið út af The Gimli Prtg. & Publ. Co. (Ltd.,) Gimli, Man. Kostar $1.00 um árið, pantanir, og borgan- ir sendist til, Manager The Gimli Prtg. & Publ. Co., Gimli, Man. — Sýnishorn af blaðinu send þeim er um biðja. Gísli Magnússon, Manager. I. O. jF". Venjuleganáramótafund held ur Stúkan ísafold nr 1048 I.O.F. 24. þ. m. (jan.) á North West Hall, kl. 8. e. m. Mjög árfðandi að fundurinn verði vel sóttur. J. Einarsson, R. S. MINN IST ÞESS að öll bréf og blöð til undiriitaðs, j hvar sem þau finnast, og hvaðan sem þau koma, verða að sendast til P. O. Box 116, Winnipeg, Man. Styrkdrr V. Helgason, nú að 555 Sargent Ave. W’peg. r-------------------------* Mesta ♦ SkemtHegasta ♦ Bezta ♦—---------------------------- SAMKOMA meðal íslendinga þetta ár verður haldin f OJDJD^’EXjILO'W'S HAlLL COR. MoDERMOT & PRINCESS STS. KVELDIÐDAGS 25. janúar 1905 SAMKOMAN BYRJAR KLUKKAN 8 Undir umsjón Loyal Qeysir Lodge No. 7119 I. o. O JF; M. TL. Program 1. Forseti ..............Mr. Ámi Eggertson 2. Piano Duet.................Misses Morris 3. Solo, Selected........Mr. Th. J. Clemens 4. Instrumental Music.... Prof. E. M. Newfield 5. Solo, Selected...........Miss Nora Vigar 6. Comic Song...........Mr. Emest C. Stacey 7. Recitation................R. D. Kendrick 8. Solo, Selected..........Mr. H. Thorolfson 9. Recitation..........Miss Haldora Johnson 10. Comic Song..........Mr. Ernest C. Stacey 11. Instramental Music... .Prof. E. M. Newfield 12. Solo Seh cted...............Mrs.Coultree 13. Recitation...........................Mr. Whitehead 14. Solo, Selected.......Mr. Th. J. Clemens 15. Solo Selected...............Mrs. Coultree Tickets 50 Cents GÓÐUR KVÖLDVERDUR! GOTT PRÓGRAM! GÓÐUR DANZ! H Hlutaveltu s — OG — K XJ Skemtisamlíonin JE2 heldur stúkan TVK 'K' í S L A N D rr jPL nr. 15,1.O.G.T. i V á North-West Hall 3 E 1-0. Janúar A. L, Byrjar kl. 8 e. m. Inn- JVK TT' gangur með einum K A drretti 25c. j o 3YI OG A mtttmtttmtttmf HEFIRÐU REYNT? DREWRY’S REDW00D LAGER EDA EXTRA P0RTER. Við ábyrBjustum okkar ölgerðir að vera þær hreinustu og beztu, 0« An als nruggs. Engin peninitaupphæð hefir verið spðruð við til- búning þeirra. Ö1 okkar er það BEZTA sg HREINA8TA og LJÚFFENGASTA, sem fæst. Biðjið um það hvar sem þér eruð staddir Cannda, §; Edward L. Drewry - - Winnipeg, »: Manntactiirer á Imperter, fiunumuuim luuuuuumuu ^------ - \ Hvi skyldi menn 1 Z 1___, ,, ♦! ♦ borga háar leigur inni f bænum, meðan menn geta fengið land örskamt frá bænum fyrir GJAFVERÐ? Eg hefi til sölu land í St. James, 6 mílur frá pósthúsinu, fram með Portage Ave. sporvagna-brautinni, sem menn geta eignast með $10 niðurborgun og $5 \ mánuði. Ekran að eins $150. Land þetta er ágætt til garðræktar. Spor- vagnar flytja mcnn alla leið. H. B. HARRISON & CO. Baker Blk., 470 Main St., Winnipeg Skrifstofa mín er 1 sambandi viO skrifstofu landa ytar PXLS M. CLEMENS. bygKÍnRameistara, 1 ! :í : ♦w t : ♦, : ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦ miiitlltitííotlittngíiHr.oeo.yf 25 cents pundskanna — 8 verMaunaroiðar 1 h verri könnu. PENINGARI og Bökunarefni, Egg. Mjöl og fleira sparast með því að nota líl.l t RIBIíOl líUIW 1’OVVIiEK 3 sem ætfð hepnast vel. Engin vonbrigði vib bökun, þegar það er notað, Biðjið matsal- ann um það. thk Blue Ribbon Hfg., Co. WINNIPEG. - - MANITOBA TMiúmmmmmm uummmmmm: 4 4 4 4 4 4 Í! 4 4 4 4 Gjörið Þetta Otí Þér Munuð Græða á Því... bÍnITc of Hensel. VátryKfiriö hús yöar hjá State BANK of Hensel. Borgiö skatta yöar hjé State BANK of Hensel. Takiö ébyrffÖ 6 uppskeru yöar hjé State BANK of Hensel. Fóiö fasteignalén yöar hjó State BANK of Hensel. JNO. O, MILL8, féhiröir. UJ I- < H <z> * z < 00 Lii co z LU X Ll o t I t * PALL M. CLEMENS- BYGGINGAMKISTARl. 470 Hlain 8t. Winnipeg. Umon Grocery and Provision Co. bakek block. PHONE 2717 163 NENA St. horni ELGIN AV J. J. BILDFELL, 505 MAIN STREET selur hús og lóðir ok annast þar að lút- andi stftrf; útveK»r peningalón o. fi. Tel.: 2685 Lönd, Hús og Lóðir TIL SÖLU Ég hefi lóðir á Scotland Ave., Fort Rouge, fyrir $185—$275 hverja. Lóðir nálægt vestan við C. N. verkstæðin fyrir $150.00, $300 innan lltils tfma. Hús í suður og vestur bœnum með góðu verði og skilmálum. Sömu- leiðis lönd f Nýja Islandi og vfðar. K. Á. Benedihtsson, 372 Toronto St. Odyr-~ Matvara Allar vörur fluttar heim f hús viðskiftavina vorra með eftirfylgjandi verði: 17 pd. raspaður sykur.$1.00 Brotið sætabrauð, 4 pd. 0.25 9 pd. grænt kaffi... 1.00 25 pd. hrísgrjón .... 1.00 Stór Molasses fata á .... 0.40 Soda Biscuits, 2 kassar á... 0.35 Ýmsar teg. af sætabrauðipd 0.10 Baking Powder, 5 pd. kanna 0.40 Þorskur, saltaður, pundið.. 0.06 Kanna, besta Golden Sfróp 045 7 pd fata af Jam ........ 0.45 Sveskjur, 6 pd............ 0.25 Fíkjur 8 pd............... 0.25 Rúsfnur,4 pd. fyrir....... 0.25 Happy Home s-ipa 7 stykki 0.25 8 pd. Tapioca............. 0.25 5 pd. Sago ............... 0.25 Og allar aðrar vörur, með kjör- kaups verði, hjá Fólk f nærliggjandi þorpum og sveitum, sem vildi njóta þess- ara kjörkaupa, getur pantað vörurnar og sent andvirðið með pöntuninni; skal þeim þá send- ast það, sem um er beðið. J. J. Joselwich 163 NENA ST. horni ELGIN Ave N

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.