Heimskringla - 16.02.1905, Blaðsíða 3

Heimskringla - 16.02.1905, Blaðsíða 3
HfilMSKRINGLA 16. FEBRÚAR 1905 x‘Þér” og “þú.” Það þykir orðið kenna hæversku og góðra siða að “þéra,” einkum ef ókunnugum ber saman. Margur vor á meðal Alftur það kenna of mikillar frekju og “laxmannsskap- ar,” að þúa hvern sem maður kann að hitta, einkum og sérflagi, ef hann er talinn af heldra tagi. Þó eru Vestur-íslendingar sagðir tornæmir á “þérugheitin.” Margir er af íslandi koma nú þessi sfðari ár, segja sér hafi hálfgert hnykt við “kumpánaskapinn,” er allir þöuðust, og það menn, er voru hver öðrum gagn-ókunnugir. Þeir segja sér hafi legið við að þéra alla, en þó unað allvel siðnum, er þeir fóru að kynnast, að mega segja beint og blátt “þú” við hvern einasta landa sinn, áu þess að vera í neinum vafa um f>að, að með því vekti f>eir nokkurt hneyxli. Þessir sömu menn hafa og sagt, að á íslandi þætti Vestur-íslend- ingurinn naumast vel-“dannaður,” þótt allir fögnuðu komu hans aust- ur, því f>ar stæði fæstum neinn -óhagur af meðan centin entust. Hann gleymdi að þéra á íslandi, heldra fólkið og lærðu mennina, og frelsisleiðtogana og menningar for- kólfana, og svo kynni hann naum- ast að meta hæversku alf>ýðunnar, er honum væri sýnd, þar sem hann væri “þéraður” af öllu sveitafólki. Sjálfsagt er eitthvað hæftí f>essu. Vestur-íslendingurinn hefir alist upp við nýlendu siði og lifað ný- lendu lffi. Hann hefir orðið að neyta orku og atgerfis, settur eins og hann er, á meðal manna af öllum þjóðflokkum, og átt í friðsamlegu strfði við að ná jafnoka sessi með öðrum mönnum. Mannótti sá, er hann hefir kunnað að hafa alið í hjarta sfnu, er hingað kom, hefir orðið að hverfa, og yngri kyn- slóðinni hefir aldrei verið hann innrættur. í félagslffi, sem hvílir á dugnaði og hæfileikum, vex ekki sú með- vitund, að einn sé mikið yfir annan hafinn, eða að minsta kosti ekki fyrr en sá hinn sami er búinn að sýna það f einhverju. Varasemin mikla, f>ess vegna að búast, við ein- hverju óvenjulegu f persónu hvers ókends manns og tala við hann með breyttri rödd og tungutaki, er ekki að landsvenju, — f>ótt það beri við. Svo f öðru lagi, þegar farið er að athuga af hverju “pérugheitin” spretta og þau rakin til róta, f>á hverfur allur hátiðablærinn af þeim sið, að minsta kosti hér í álfu, f>ar sem þjóðarsiður og þjóðmenning hvfla á alt öðrum grundvelli en í Norðurálfumii. “Þérugheit,” eins og ýmsir aðrir “kurteisis-siðir,” eiga upptök sfn í stéttaskipuninni f Evrópu. Þjóð- höfðingjarog stjórnendur f Norður- úlfunni, tóku ýmsar “nafnbætur,” sér til aðgreiningar frá almenn- ingnum. Þetta byrjar mjögsnemma & tfma. Má sjá á registri Ágústus- ar, keisara Rómverja, hversu marg- ar þessar nafnbætur voru og marg- breytilegar. í vestur keisaradæm- inu voru að minsta kosti 24 stéttir manna, er dýrðinni skiftu í jafn- marga hluti, þannig, að altaf var æran óæðri, unz komið var ofan að “rusticus” og “servus”. í daglegri umgengni átti svo að auðkenna f>essa höfðingja með tilsvarandi orðum og ávörpum, er f fyrstu voru að eins nafnbæturnar sjálfar þær -er f>eir sjálfir tóku. Þannig lét Domitian (c. 90 e. Kr.) heilsa sér sem lians “hátign drottni hinum guðdómlega, Rómverja keis- ara, æðeta presti,” osfrv. Fyrstu prestar kirkjunnar voru kvaddir með orðunum “ faðir ”, “þjónn Kristf” osfrv Siðar voru merkir bisbupar nefndir “hinir heilögu”, “guðdómlegu menn” og svo framvegis. “Séra”,* titill nú- tlðarpresta, er ekki mjög forn og merkir eflaust sama og enska orðið “sire”, sem enn tíðkast f skáldskap meðal Englendinea, og merkir þar faðir eða öldungur. Kemur það og heima, að kennimenn kirkjunnar hafi þannig verið kallaðir alment af aiþýðu manna. Til þessa eru katólskir prestar nefndir “feður” (sbr. lærifeður) á meðal Englend- inga og vfðar, að ætla má. Upp úr nafnbóta stappi byrjar svo “undirgefni” í orði og svari^ svo sem “þérugheitin” og annað þess háttar, er snemma fór að tfðk- ast. “Hans voldugu liátign” kon- unginum, er “hans háæruverðug- heit” borgarstjórinn, héraðsdómar- inn, héraðsstjórinn, osfrv., “allra þegnsamlegast undirgefnastir,” og aftur “háæruverðugheitunum” eru “velæruverðir” prófastar og prelát- ar “allra undirgefnastir”. Og svo þessum “velæruverðum” prelátum er sauðsvartur almúginn “allra auð- mjúklegast þjónustu reiðubúinn,” osfrv. Þegar f>essi tlzka er svo komin f landsvenju og innofin orðin í hugs- unarháttinn, byrjar “mannsóttinn” eða þrælsóttinn, er lægri stiga menn bera fyrir hinum, og þá fara “þérugheit” og margt annað góð- gæti að heyrast á mæli manna. Það hefir verið álit sumra, að f>au stöfuðu ekki beint frá þrælsótta upphaflega, lieldur hafi þau tilorðið fyrir sjálfviljuga virðingasemi, er einn var reiðubúinn að sýna öðr- um, og að þessar kveðjur væri ytri vottur þessa virðingarhuga, er f>eir óæðri bæri til þeirra æðri. Þessu til sönnunar hafa menn viljað til- færa, að víða er talað um guð í fleirtölu f ritningunm, og sé það fyrir virðing f>á og tilbeiðslu, er menn sýna honum, en ekki sökum neins ótta. I fyrsta lagi sannar f>etta alls ekkert, þvl þar er eins oft talað um guð sem persónu í eintölu og öllu oftar, en þar sem út af er brugðið og sögnin ber með sér fleírtölu, er það fyrir þá sök, að nafnorðið sjálft krefst þess, og er það [>á lfka í fleir- tölu, þótt ekki sé það þannig f>ýtt af frummálinu. En svo standa “þérugheit” 1 engu sambandi við f>etta, þvf jafn- framt og menn lásu sitt “faðir vor” og sögðu, “þú sem ert á himnum,” sögðu þeir og líka, “ þ é r. prestur minn.” Og eigi “þérugheitin” að bera með sér.virðingar sérkenni, þá hafa þeir virt prestinn sinn meira en guð, sem naumast mun nokkru sinni hafa verið. En aftur á móti má trúa f>vf, að grimmlyndir klerk- ar og konunglýður hafi verið mönn- um alment ægilegri en guð á himn- um. Það sem einkennir “f>érugheitin” og sýnir, að J>au eru sprottin af þrælsóttanum, er hvað þau sneiða hjá að tala beint til persónu manns- ins. Það skfn gegnum þau dj örf- ungarleysið, að með fæssum undanbrögðum, í stað f>ess að segja [>ú (einn), þá að segja þér (marg *) Sfra; fr.: sire; Prov.: sira; 1.: Senior. ir). Enda eru f>ess dæmi oft í al- mennu máli, þar sem menn þora ekki beint að ráðast á einhvern og segja honum skap sitt, f>á er f>etta ragmannlega “f>ið”, “ja, f> i ð hafið sagt það,”— einhver. Það er síður hægt að festa hendur á f>ví, ef ekki er ákveðið sagt þú. Eins og alkunnugt er, eru “þér- ugheitin” ekkert annað en ávarp í f>vf sniði, að talað er til margra, er að eins er átt við einn. Það er að segja eins og þau nú eru á ensku og íslenzku máli. Meðal enskra kennir engra “þérugheita” orðið, vegna þess að heita má að eintölu fornafn annarar persónu sé tapað úr málinu. Aftur í íslenzku máli ber mikið á f>vf f>ar sem bæði orðin eru jafnt um hönd höfð enn f>á Hvort það stafar af “þérugheitum’> að farin eru að tfðkast orðin “f>ið” og “ykkur” f stað hinna réttu orða “þér” og “yður”, er erfitt að segja, en einhvern f>átt hefir þetta átt 1 því. Sem sönnun fyrir undirgefni þeirri, sem f felst “f>érugheitunum”, mætti benda á Þjóðverja og Dani. Framan af meðal Þjóðverja var J>að ekkert siðspell að segja “f>ú”, en svo fór það að þykja nokkuð viður- hluta mikið, að ávarpa þannig her- toga og greifa og byskupa og ann- an embættislýð, og “þér” fór að verða tfðkanlegra. En bráðum varð f>að alt of nærri höggið per- sónu þessara þýðversku drotna, og þótti vera betur tilfallið að segja “hann”, og síðast kemst kurteisin, svo langt, að bezt þykir við eiga að ávarpa hofmenn og lierra með orð- inu “þeir”, nú á dögum. Á dögum Lessings, ef nokkuð má ráðn af leikritum hans, virðist “þér” og “hann” hafa verið ávarpið, eftir “kunstarinnar reglu” f heimi tízk- unnar og félagslífsins. Þessi siður þess vegna um leið og hann er þannig tilorðinn, á því menningar tfmabili, er hann fyrst þroskast á, er ámóta úreltur orðinn og ósamboðinn þessum tfma eins og riddarakrossar og önnur f>ess háttar gögn, er menn burðast með sér til stáz og frömuðar, hvað f>ó enginn frömuður er f. Það er þess vegna fremur til lofs en lasts, að íslendingar hér fyrir vestan hafa ekki tekið upp sið þenna, alment, og er all mjög að furða, að menn skuli í nokkru til- felli vera að reyna að viðhalda honum, sem um leið og hann kenn- ir þessa undirlægjuskapar í hugs- unarhætti, er einnig afbökun á mál- inu. Að fleirkenna nokkurn mann með J>að í huga að tigna hann og auðmýkja sjálfan sig fyrir honum, lftillækka sig, er f sjálfu sér sjálfs- níðsla á hverjum manni og miðar til [>ess að rýra sjálfstraust hans og manndóm. Þetta er sálarfræðislega rétt. En þó er hitt verra, að inn- lifa sig f siði og hugsunarhátt, f>ar sem menn þora ekki með hógværð og djörfung nð koma beint að hverjii máli se_i er. í umgengni við menn f öllu félagslffi ætti sið- menningin að koma tram í þvf, að gera menn fágaðri, dagfarsbetri, trúrri og meir sannleikselskandi, en ekki hræsnandi og skríðandi. Hún ætti að hefja sjálfsvirðingu manna, svo menn fyrirverðu sig að koma fram öðruvfsi en sem prúð- menni við hvern sem f hlut ætti, og um leið vanvirða ekki sjálfa sig með óþörfum og lieimskulegum “seremónfum” og “töktum.” Nýir fyrirfram borgandi kaupendur fá sögu gefins. Nauðsynleg bending Herra ritstj. Heimskringlu! Vildir þú leyfa mér rúm í blaði þfnu til þess að ræða þar nauð- synja mál, og þætti mér vel, ef f>ú einnig vildir segja skoðun f>ína á þvf. Svo er mál vaxið að vér hér í West Selkirk erum á eftir öllum löggiltum bæjum í fylki þessu með slökkviliðsáhöld vor, svo lftt er hugsandi að vér fáum kæft eld ef upp kemur í húsum bæjarins, og er f>að mjög tilfinnanlegt og getur orðið afar-bagalegt, ef óhapp ber að. Það eru ekki önnur vatDsflutn- ings áhöld til f bæ f>essum, en tunnudallar þeir, sem neyzluvatn er daglega flutt f um bæinn úr brunnholum, er þurausast á fáum mínútum, og í frostatfð eru tunnu- kollur þessar ekki drjúg flát. Svo f>egar hart er keyrt, þá eru ekki mörg gallon vatns sem koma á stað- inn í hverri ferð. Svo eru spraut- urnar svo ffngerðar, sem ætlaðar væru þær til að vökva með þeim blómabeð, og kraftlausar að sama skapi. Af þessum orsökum er það vel skiljanlegt, að lftil björg sé að þeim tilraunum, sem gerðar eru við húsbruna. Mér er óskiljanlegt, að ráðsmenn bæjarins liafi ekki fundið til f>ess við sfðasta húsbrunann, sem var hér 4. þ. m., hve átakanlega f>eir eru skeytingarlausir með að fram- kvæma umbætur f þessu efni, sem og öðru, er miða mætti til heilla og sjálfstæðis bæjarb'úa. Væri ekki hæfilegra flutnings- fœri á vatni f svona tilfellum, að hafa lukta kassa í lfkingu við f>á sem notaðir eru við þreskingu hjá bændum, er tækju um 10 tunnnr, og að pumpan f þeim kössum væri svo hraðvirk, að fylla mætti f>á 4 fáum mfnútum, og að þeir kassar væru í vagni eða sleða og ekki not- aðir til annars og væru ætfð á sama stað til taks, og algert undir um- sjón slökkviliðsins? Nú er neyzluvatn bæjarins mjög takmarkað og lftið og sjaldan nema einn brunnur, sem hægt er að ná vatni úr. Þó er ekki sótt vatn f Rauðá fyr en búið er að þurausa þessar smáholur, og gengur alt of langur tfmi til f>ess, þvf pumpurnar eru ekki liraðvirkar. Mér virðist bæjarbúum ætti að vera f>etta áhugamál, að ík bráða og verulega umbót á f>ví fyrirkomu- lagi, sem nú er, og Islendinga ekki ‘T. L.’ Cigar! er laugt á undan, menn œttu ekki að reykja aðra vindla en þá beztu. Búnir til hjá : L WESTERN CIGAR FACTORY S Thos. Læe, elgandl. 'WI3STISTIiFIEGk. ■NT«n> DEPARTMENT OF AGRICULTURE AND IMMIGRATION MANITOBA með járnbrautakerfi sfnu, sem veitir bændum létt að koma landafurðum sfnum til markaðar, b/ður óviðjafnanlega hagn- aðarkosti öllum [>eim sem verja fé sfnu í fylkinu. Fylkisstjórnarlönd eru ennþá fáanleg fyrir $3.00 til $6,00 hver ekra. Ræktuð búlönd f öllum hlutum fylkisins fást keypt fyrir $10.00 til $40.00 hver ekra. Þessi lönd fara árlega hækkandi í verði. NOKKRAR RÁÐLEGGINGAR Hyggilegasta aðferðin fyrir f>á, sem koma til Manitoba með þeim ásetningi að fá sér búlönd, er að vera nokkra daga í Winnipeg og kynna sér legu og gæði landa þeirra, sem fáan- leg eru, hvort heldur til kaups eða sem heimilisréttarlönd. Til eru héruð, sem hafa verið bygð um margra ára tíma, þar sem enn má fá heimilisrettarlönd og lönd til kaups. Sum af löndum fæssum eru sléttur, sem hægt er að rækta með litl- um tilkostnaði. og sem hafa eins mikla frjósemi til að bera og þau lönd, sem bezt eru þeirra er áður eru tekin. Önnur lönd hafa góðar byggingar og eru yrkt að parti, svo auðvelt er að setja sig niður á þau. Til eru fylkisstjórnarlönd og ríkisstjórnarlf5nd og járn- brautarlönd, sem enn eru fáanleg. Verðiðermismunandi. Frá $3.00 til $40.00ekran. Verð- ið fer eftir afstöðu landanna og í tilliti til timburs, vatns, járn- brauta og kauptúna, er á þeim eru eða í grend við þau. Allar upplýsingar um heimilisréttarlönd fást 4 Dominion Land skrifstofunni. Upplýsingar um fylkisstjórnarlönd fást á Þinghúsinu. Upplýsingar um C.P.R. og C.N.R. járnbrautalönd fást á skrifstofum þessara brautafélaga. Landagentar gefa upplýsingar um landeignir einstakra manna. Upplýsingar um atvinnu geÍHr <X. <J. GOLDEIV, Provincial Immigration Bureau, 617 Main St., Winnipeg varða f>að minna heldur en hér- lenda bæjarbúa, f>ví ætíð er elds- voðinn tilfinnanlegastur J>eim efna- minstu, eins og öll óhöpp og fjár- tjón. Þeir íslendingar, sem eru ensku- talandi, ættu því að ræða nauð- synjamál bæjarins á bæjarráðsfund- um, þar þeim hefir ekki hepnast að koma nokkrum landa vorum í bæjarráð. 7. febrúar 1905. SELKIRK-BUI. Aihs.—Þökk sé Selkirk-búa fyrir að hafa opinberlega vakið máls á [>essu all8varðandi velferðarmáli Vestur-Selkirk bæjar. Tillagan um, að bæjarbúar taki sig saman um að hefja máls á f>essu og öðrum nauðsynja umbótum, á fundum bæjarstjórnarinnar er f alla staði vel hugsuð og rétt. Menn eru kjömir í bæjarstjórnina til f>ess að annast um velferð og framför bæj- arins f heild sinni, en ekki endilega til f>ess að hafa upptökin að því að hugsa fyrir bæjarbúa. Það á hver að gera fyrir sig sjálfan og allir í sameiningu fyrir heildina. Upp- tök framfara og umbóta koma vana- legast frá þeim, sem ekki hafa em- bættislega ábyrgð, og er það f>vf rétt að slfk framfaramál sén flutt á fundum ráðsins. Ritstj. “BALDIJR ” óháð vikublað, gefið út af The Gimli Prtg. & Publ. Co. (Ltd.,) Gimli, Man. Kostar $1.00 um árið, pantanir, og borgan- ir sendist til, Manager The Gimli Prtg. & Publ. Co., Gimli, Man. — gýnishorn af blaðinu send f>eim er um biðja. Glsli Magnússon, Mana«er. KJÖRKAUP Bezta gróðafyrirtæki viðvíkjandi bæjarlóða kaupum í Winnipegborg getið f>ið fundið út lijá Giftingaleyfisbrjef selur Kr. Ásg. Benediktsson, 372 Toronto Street ------------------f | Dry Góods —OG- í Grocery i búð, 668 WellÍHgton Avenue, | rerzlar með alskyns matvæli, i aldini, glervöru, fatnað og fata- i efni, selur eins ódýrt eins og ó- 1 dýrustu búðir bæjarins og gefur fagra mynd í ágætnm rararan með (jieri yf- ir, með hveriu $5.00 virði sem • keypter. íslendingum er bent • á að kynna sér vörurnar pg S verðið í bessari búð. L J. Medenek, 668 Wellington Ave. G. J. COODMUNDSSON 618 L&ngside St., Winnipeg, Man. DOMINION HOTEL 523 ZM^AITST ST. E. 1. CARROLL, Eigandi. Æskir viÐskipta^íslendinga, gisting ód£r, 40 svefnherbergi,—égætar méltlðar. Detta Hotel er gengt City Hall, heflr bestu v lföng og Vindla —þoir sem kaupa rúm. þurfa ekki nauðsvnlega aö kaupa máltlðar, sem eru seldar sérstakar. Bonnar & Hartley Lðgfræðingar og landskjalasemjarai 4»4 Hain St, - - - Winnipeg R. A. BONNKR. T. L. RARTLBT, Woodbine Restaurant Stærsta Billiard Hall 1 Norövesturlandin Tlu Pool-borð.—Alskonar vín ogvindlar. tennnn A llebb, Eiaendur. MAfíKET H0TEL 146 PRINCESS ST. á móti markaónum P. O’CQNNELL, eigandi, WINNIPK* Beztu tegundir af vinfðngum og vindl- um, aðhlynning góð og húsið endur- bætt or uppbúið að nýju Heimskringla er kærkom- inn gestur á Islandi. Skrifið eftir Verðlista íslenzkir verslunarmenn f Canada ættu að selja SEAL OIB1 TVT A INTTT'OnR A Vindla SEAL OF MANITOBA CIGAR CO. 230 KING ST., WINNIPEG

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.