Heimskringla - 09.03.1905, Blaðsíða 3

Heimskringla - 09.03.1905, Blaðsíða 3
HEIMSKRINQ'LA 9. MARZ 1905 Til Aðalst. Kristjánssonar Hinar vinsamlegu bendingar hans til mfn í Hkr. No. 18 vekja hjá mér spurningar á þessa leið: Hvað f>ýðir orðið guðstrú? Hvað þýðir orðið "agnostieism." Er trú, von og efi eitt og hið sama? Við orðið guðstrú, er almentskil- ið, að 4tt sé við persónugjíirving, er með orði síns máttar hefir skap- að alt hið veranda, og þar með fylgir trú á annað líf og að það hjálpi manni og sé nauðsynlegt að flytja bænir og löfgjörð til slíkrar veru. Þessari Þýðingu orðsins eru menn skyldugir að fylgja, er menn undantekningarlaust tala um trú eða guðstrú. Höfðu nú Huxley og Ingersoll slíka trú? Ég held enginn sá, er sannleikann vill segj'a, svari því játandi, og hafði ég aldrei hugsað, að ég þyrfti að þræta um slfkt við nokkurn mann. Eg hefi orð þeirra ajálfra fyrir Þvf, æfisögu ritarar peirra segja það, verk peirra öll bera það með ser, að þeir voru "agnostics" Orðið "agnostics" segir Jón Ólafs- son að þýði guðsvitneskjuleysi. Er Huxley alment talinn höfundur þess orðs. Orð hans um f>að ern á pessa leið: "Mör datt þetta orð f hug, er ég athugaði mitt algerða pekking- ingarleysi eða skilningsleysi á f>ví, er 'gnosticarnir' prédikuðu um eðli og tilveru guðs." Huxley er pvf alment talinn höfundur þeirrar heimspekisstefnu. Ingersoll fylgdi hinni sömu stefnu með miklum krafti, og er sú stefna talin af (511- um, sem um hana rita, bæði með og móti, ein hin öflugasta kenning til að rffa niður guðstrú og kristin- dóm. Ég hefi sjálfur hlustað á Ingersoll flytja sinn nafnfræga fyr- irlestur "The Gods", og ef þar eru ekki færð eins sterk rðk eins og hægt er fyrir því, að guðstruin hafi eigi við rök að styðjast, þ% skil ég ekki mælt mal. Hvernig er svo hægt að segja, að verk þessara manna sanni, að þeir voru trumenn? Orð þau, er A.K. tilfærir fyrir þessu, virðast mér sanna hið gagn- stæða við það setn ætlast er til, sem von er til, því það eru engin orð til eftir þessa menn, sem öðruvfsi hlj'óða, nema efi og von sé eitt og hið sama sem trú. En engin rök treysti ég mér til að færa fram fyr- ir slíku. Þess ber vel að gæta, að ég talaði ekki um Þessa menn sem guðsneit- «ndur (atheists), og var þvf óþarft af A. K. að taka f>á þýðingu orð- anna. En ef menn vilja rita gæti lega og skýrt verða, menn að sund- urgreina öll hugtök. Um Björnstjerne Björnsson er það nokkuð sérstakt. Sá, er ritar um hann f Almanaki O. S. Þ., telur hann nokkuð óstöðugan í trúnni, og ég skal játa, að truarjátningu hans hefi ég hvorki seð eða heyrt. Að eins er mér kunnugt um, að hann heflr þýtt hið helzta úr ritum Ingersolls á norska tungu, og segir hann í formálanum, að hann geri pað fyrir f>á sök, að hann (Ingersoll) hafi "en saa rungende Röst". Og ég veit, að B, B. hefir haldið dynj- andi ræður a móti orthodoxtunni, en það er sama sem að tala móti guðstrúnni, að allra dómi, sem um pað hafa enn ritað. Hann var Kka einn af peim, er sendur var á hið fræga fríhyggjenda ping í Róma- borg sfðastlíðið ár, en þar mættu hinir helztu "agnostics" og "mon- ists" úr ðllum hinum mentaða heimi. Eg veit vel, að únftarar eru ekki taldir orthodox og eui pað alls ekki margir peirra f þrengri merkingu orðsins. En ég má pó leyfa mér að segja svo mikið, að guðstrú þeirra er hið eina at- riði, er þeir halda fðstu úr ortho- doxiunní, en guðstru su getur varla talist annað en dogma fr~ agnost- isku sjónarmiði skoðað. Þrátt fyrir þessi mótmæli mfn móti A. K. um trú þessara manna, t>\ skal ég játa, að pað er mikill munur a pvf, hve vel hann skilur pessa menn, heldur en ef einhver presturinn hefði farið að minnast á þá, og vænt pykir mér um ummæli hans um vin minn, séra M. Joch- nmsson, en samt hygg ég að hann hefði getað orðið alt eins fullkomið skáld án gnðströar. Samt mun slfkt talið rljótfærnisleg staðhæfing, enda ætla ég eigi að halda þvf til streytu. Að skifta íslendingum f æðrí og lægri "klassa", kann ég illa við, af pví a meðal peirra er enginn skríll. Og því sfður álft ég rett, að telja mikinn þorra þeirra guðsneitendur. Þvf ef guðsneitendur eru nokkrir til f þeim skilningi, er A. K. tekur pað, þá eru peir meðal mentaðra manna, eða þeirra, er færa glöggog skilmerkileg vfsindaleg rök fyrir m&li sfnu. Einn peirra var Brad- laugh, er var göfugt og stórgáfað mikilmenni. En Islending pekki ég ekki með peim skoðunum, nema ef vera skyldi S. Benediktsson. En öllum er það kunnugt, er nokkuð hafa tekið eftir andastefnu nútfðarinnar, að "atheistum" og "matenalistum" fækkar mjög, en alt fyrir það eru flestir vfsinda- menn nútfmans "agnostics" eða "monists", og lftur út fyrir, að "monism" sú mjög að ná hylli með- al fræðimanna, þvf sú guðshug- mynd, er þar kemur fram, er svo torveld að útskýra fyrir öðrum en þeim, er mjíig hafa lagt sig niður við heimspekilegar ráðgátur Báðar þessar andastefnur byggja athug- anir sínar á þvf, er skilið verður og færð rök fyrir. En trú er bygð a skilyrðislausu trausti á frásögn annara eða sannfæring um það, sem maður ekki sér eða skilur. Þvf eru lika pessar kenningar taldar til vantrúar af orthodoxum mö'nnum. Þetta nægir að sinni. RitaO vift Skeljafjörð 19. febr. 1903. Jóhannes Sigurðsson. Tll félags-systra minna Þrátt fyrir það, þ<5 ég væri ein af þeim konum, er stóðu fyrir sam- komu Únítara kvenfélagsins, er haldin var f Únftara-salnum þ. 27. febr. sl., get ég samt ekki látið 6- umtalað hversu óhönduglega sum- um kvenfélagskonunum tókst með valið á einu prógrams-stykkinu, ein- mitt því stykkinu, er ég heyrði á f jölda mörgum að þeir bjuggust við að mundi verða einnaskemtilegast Partur þessi var kappskrafið á bak við tj'Sldin, eða eins og pað stendur f augl/singunni: "Fjórir á bak við tjöldin." Kæru fölagssystur! Eg vildióska, að þið, sem réðuð þessu samtali á bak við tjöldin, yxi sú smekkvfsi að ykkur detti aldrei framar f hug að bera á borð fyrir almenn- ing á opinberri skemtisamkomu — og það á okkar eigin kvenfélagssam- komum — neitt það, er líkst geti f hinu minsta Því, sem rætt var á bak við tjöldin á okkar síðustu samkomu. Það var varla hægt að segja eins og stendur f vísupartin- um, að "saman ægir ðllu hér, illu og pægilegu", pví par var heldur lítið a( þvf þægilega. Og trúa þeir vfst tæplega, sem ekki voru íyrir framan tjöldin, hve illa pað let f eyrum, að heyra á jafnstuttum tíma sullað saman Helga magra,drykkju- skap, trúinálum o. fl. o. fl., og hefði víst bæði ég og aðrir kosið fremur þögn, en slfkt samtal. Þvf hversu illa sem oss finst, að fyrirrennur- um andstæðinga vorra farist orð um oss og félagsskap vorn, pa var þetta ekki staðurinn né stundin, sem vér purftum að bera h'ind fyr ir hSfuð vort. Vér höfðum lfka auglýst þessa samkomu sem skemti- samkomu, og það var í alla staði ó- heiðarlegt af oss, að gera eina allra minstu tilraun til að meiða nokk urs þess manns tilfinningu, er sótt höfðu samkomu þessa, þar sem þér vissuð líka mjög vel, að ég asamt fleirum úr okkar félagsskap fórum um á meðal lúterska fólksins, mót- stíiðuflokks vors, og báðum pað að kaupa af oss aðgi'ingumiða að pess- ari samkomu, og urðu býsna marg- ir við þessari bón vorri. En hvað varð svo næst? Það, að þegar þær sáu fólk þetta fór að sækja samkomuna, pá ruku sumar kvennfélagskonur upp til handa og féta. og gripu til þeirra vopna, er pær héldu að bezt bitu, og hjuggu býsna karlmannlega, þó þær konur væru, í áttina til mótstöðuflokksins. Þetta var myndarlegt athæfi!!! En hvað á nú annars alt petta að þýða? Eg hefi oft hugsað um það, hver muni getaorðið ávinningurinn í pví fyrir þessa tvo trúflokka, að senda örvar jafnt oft og illmann- lega, hver til annars, eins og mér hefir sýnst þeir hafa gert þennan tfma, er ég hefi dvalið f þessum bæ. Afleiðingarnar af þessu finnast mér litlar aðrar en þær, að ala f brjóst- um fólksins í báðum flokkum ó- mannúðlegar tilfinningar hver til annars, sem svo oft leiðir til per- sónulegrar óvildar og jafnvel hat- urs. Ég hefi sjálf oft heyrt fólkið úr báðum pe^sum flokkum fara næst um svfvirðilegum orðum um þessa sfna andstæðinga, svo að ég hefi fallið f undrun og spurt sj&lfa mig að: "Hvcrt eru mennirnir þi ekki lengur hver annars náungar?" Og p<5 munu báðir trúflokkarnir pré, dika þessa gíifugu og pýðingaí- miklu biblfugrein: "Það, sem þér viljið að mennirnir geri yður, það skuluð þör og peim gera?" Og svo er nú eitt vfst, að hvað sem & gengur Um málefni þetta, pá mun hver einasta sjálfstæð persóna halda sinni skoðun öldungis óhagg- aðri, og halda áfram að hlúa að sinni trú, hverju nafni sem hún kann að nefnast, trú, sem mun vera flestum það lang-helgasta og par af leiðandi eitt það ómissanlegasta, hverjum þeim manni, sem annars verður að lifa pessu óþægilega, hulda lffi. Ég læt hér staðar numið, og get eg búist við, að lfnur pessar afli sér eða höfundinum ekki mikils vin- fengis innan Únftara félagsskapar- ins, þrátt fyrir það þö" pað sé lang- ur vegur fra þvf, að ég hafi ásetn- ing til að gera uppistand eða óá- nægju, heldur að eins hefi ég löngun til þess, að reyna að koma í veg fyrir, að Únftara samkomurnar, sér- staklega kvenfélags samkomurnar, framvegis verði félagsskapniim til minkunar, bara fyrir klaufalega framkomu prógrams-fólksins. Þakka ég svo alúðlega fyrir hönd kvenfélagsins öllum þeim, er sóttu áðurnefnda samkomu og bið pá um leið forláts & öllu þvf, er öðruvísi fór par fram, en hefði &tt að vera. Eg er svo öllum löndum mfnum, fiær og nær, alls góðs unnandi. Mrs. Ingibjörg Ooodman. yrði su bók eða markatafla að Ivera til á hverju bóndabýli. Auðvitað er það meining m!n, að engir tveir menn hafi sama auðkennið eða eigi sammerkt. eins og rni á ser stað. Svona fyrirkomulag finst mör að hlyti að greiða fyrir bændum með að finna gripi sfna að haustinu. Setjum t. d. að gripur sem ég á færi á flæking; þegar fer að kólna að haustinu kemur pessi gripur heim til manns, sem býr í 20 mflna fjarlægð frá mér. Þegar bóndi sér grijMnn, skoðar hann markið á. hon- um, tekur sfðan markabókina. blað- ar í henni, sér að það er markið mitt. Hann sendir mér lfnu, ég sæki gripinn og borga manninum fyrirhöfnina. En eins og nú stend- ur má, maður boast við, að gripur. sem flækist frá heimili sínu, jafnvel stutta leið, sé eigandanum tapaður. Ég hefi talað við marga, bæði landa mfna og enskumælandi menn, og hefir öllum borið saman um, að það væri nauðsyhlegt, að eitthvað væri gert f þessu máli, nefnilega, að ein- hverjir kæmu pvf til leiðar á ein- hvern hátt, að auðvelt væri að finna gripi sfna að haustinu. Skyldi nú svo fara, að pað álitist heppilegt, að búín yrðí VA marka- skrá fyrir fylkið eða part af því, hverjir ættu pá að koma slfku f framkvæmd? Eg held, að inaður ætti að mega vonast til svo mikils af fylkisstjórninni, að hún léti að minsta kosti búa þessar skrár til þó hún svo hefði þær til sölu fyrir sanngjarnt verð Enn fremur ættu að vera vissir staðir f hverju héraði fyrir skepnur, sem ekki kæmust til skila. Það eru oft ómarkaðar og illa markaðar skepnur á flækingi, sem ættu að vera sendar á tiltekna staði til þess að auglýsast og seljast, ef eigand- inri ekki helgar sér pær. Með virðingu, Petur Artinson. Fréttabréf, Um NEW YORK LIFE Lí'sá.byrgdiirfél. alkunaa LVNDAR P 0., Man., 20. febr. Heiðraða Heimskringla! Eg leyfi mér að senda þer þessar lfnur f peirri von, að þú birtir pær lesendum pínum, ef þú álítur þær þess virði. H<5ðan er fátt að frétta utan bæri- lega lfðan bygðarmanna. Heilsu- far mun vera heldur gott. Tfðin kiild það sem af er vetrin- um. Skepnuhöld vfst í bezta lagi, og flestir munu hafa næg hey. Það er tilgangur minn með Ifn- um pessum, að koma pvf til um- ræðu, hvernig eða með hvaða fyrir- komulagi, að hægast mundi verða að greiða fyrir gripaheimtum & haustum. Ég bfst við, að flestum sé Ijóst, að gripaheimtur hafa verið mjðg slæmar nú 1 seinni tíð. Það munu ekki svo fáirhafa tapað grip- um hér f síðastl. 2 ár, og svo má finna dæmi til þess,að skepnur hafa komist til annars en hins rétta eig- anda, og ekki heldur verið seldar við opinbert uppboð, eins og lög gera ráð fyrir. Mér hefir komið til hugar hvort ekki væri heppilegt, að hver ein- stakur, maður sem á gripi, hefði sérstakt auðkenm á gripum sinum, o<í að slíkt auðkenni eða mark væri sett inn í þar til gerða bók asamt nafni og heimili mannsins, og svo Lffsábyrgð og samhliða vaxta- greiðsla, sem er hærri en bankar borga, s/nir eftirfylgjandi bröf að hægt er að fá hjá New York Life Insurance Co.: Woodstook, N.B.. 2. feb. 1905. D. P. Flannery, Esq., Agency Director New York Lifo Insurance Co. St. Job.il, N. B. Kæri herra! Ég viðurkenni með pakklæti ávfsan yðar fyrir S6,604.80, borgun að fullu & 15ára lffsábyrgð- arskýrteini mfnu, No. 346,307, fyrir $5,000. Þessi upphæð er $1,604.80 um- fram hina ábyrgstu $5,000 upphæð og er pað mér sérlegt gleðiefni, að geta vottað, að f öllum mfnum við- skiftum við felag yðar hefir alt gengið að <5sk minni, og mér hefir að öllu leyti lfkað vel við framkomu yðar gagnvart mér. Þess vegna nota ég petta tæki- færi til þess að láta yður vita, að ég ræð öllum vinum mfnum og al. menningi, að skifta við fólag yðar. Eg óska yður og félagi yðar alls göðs, og er, með þakklæti, yðar einlægur, CHAS. OARDEN. Finnid manninn! Ef nokkur, sem þessar línur les, veit áritan Jóhannesar Jóhannes- sonar, læknisnema frá Reykjavfk, pá pætti mér mjðg vænt um, ef hann vildi láta mig vita hana, eða að öðrum kosti láta Jóhannes vita að ég sé að spyrj'a um hann. Hann var um nýársleitið í Blairmore, Al- berta, en bréf, sem ég skrifaði hon- um þangað síðar, fekk ég endur- sendt. Sigurður Magnússon, Ballard, Wash. bréf á skrifstofu Þessir eiga Heimskringlu: Kristfn Magnusdóttir. Sigurjón Andersson. W. Thompson. HINN AQŒTI 'T. U Cigar er laugt á undan, menn ættu ekki að reykja aðra vindla en þá beztu. Búnir til hjá : WESTERN CIGAR FACTORY i Tho*. I^ee, eigandi. "WIJSr3SrHaEO-. OPHRIR Opinberir fyrirlestrar um bæuda og búnaðarmál verða haldnir að tilhlutun fylkisstjórnarinnar á eftirtylgjandi stöðum og tíma. 1. ICELANDIC RIVER, 20. marz, kl, 2 e. h., í bændafélagshúsinu, 2. GEYSIR, 21. marz, kl. 3 e. h., í Geysir skólahúsinu, 3. ÁRDAL, 22. marz, kl. 2 e.h., f skólahúsinu. 4. HNAUSA, 23, marz, kl. 3 e.h. í skólahúsinu. 5. ÁRNES, 24. marz, kl. 3 e.h. f skólahúsinu. 6. GIMLI, 25. .marz, kl. 2 e.h. f skólahúsinu. 7. HUSAWICK, 27. marz, kl. 2 e.h. í skóla- húsinu. Ræðumenn verða B. B. OLSON (hann talar um mentalegt gildi búnaðarfélaga), og F. LUT- LEY, umsjónarmaður mjólkurbáa í Mantitoba (hann talar um, hvernig hægast sé að græða fé á mjólkurbúum). Bændur og konur þeirra eru sérstaklega ámint um, að sækja vel fundi þessa. W J BLACK, Deputy Minister of Atfriculturo. V— VANTAR KENNARA Til Laufas School Dist. No. 1211., frá 1. ap- rfl til 30. júnf (3 mánuði). Skrif- leg tilboð sendist til undirritaðs fyrir 15. Marz næstkomandi, og að þau tiltaki menta stig og hvaða kaup óskað er eftir. Geysir Man., 1). febr. 1905. Bjarni Jóhannsson. Prédikað verður í nýju Unítara kirkjunni a sunnudagskveldið kem- ur. Gruðsþj'ónusta byrjar kl. 7 e.h. Allir velkomnir. BOYD'S "MACHINE- MADE" BRAUD eru altat eins, bæði holl og ^ómsæt Kennara vantar fyrir Franklin skóla No. 559. Kenslutíminn er 6 mánuðir og byrjar 1. maf 1905. Tilboð, sem verða að tilgreina kaup, æfingu og kennarastig, sendist til PAUL REYKDAL, Secy-Treas. Lundar P.O., Man. tf Giftingaleyfisbrjef selur Kr. Ásg. Benediktsson, 372 Toronto Street Ef þú vilt fá brauð, þá er hægast að láta þá vita það gegnumtele- fóninn, núm- erið er 1030 KJORKAUP Bezta gróðafyrirtæki viðvíkjandi bæjarlóða kaupum í Winnipegborg getið pið fundið út hjá G. J. COODMUNDSSON 618 Langsido St., Wiunipejc, Man. DOMINION HOTEL Grocery búð, 668 WellÍKgton Avenue, rerzlar med Hlskvns matvæli, aldini, elervöru, fatnaö of .'ata- efni, welur eins ódýrt eiusoíí ó- dýrustu búðir bsBjarius og gefur fagra mynd í agætum ramma. meðgleri yf- ir, með hverju $5.00 virði sem keypter. íslendiniíum er beut á að kynna aér vörurnar f>(j verðið f þessari búð, J. Medenek, iUi** Wellington Ave. Woodbine Restaurant Stœrsta Billiard Hall 1 Nor8vestnrlandin Tfu Pool-borö,—Alskonar vln ogvindlar. i.cuiboii A Hebb, Eisrendur. 523 HÆj\.TJ<r ST. E. F. CARRQLL, Eigandi. Æskir viBskipta íslendinga, fristing ódýr, 40 svefnherberíri,—áetetar máltlftar. Þetta Hotel er gengt City Hall, heflr bestu vlfðnfr og Vindla —peir sem kaupa rúm. þurfa ekki nauðsynlega a& kaupa maltíðar, sem eru seldar sérstakar. Bonnar & Hartley Lögt'ræðingar og landskjalasemjarai 494 naln Bt, - - - Winnipeg R. A. BONNBR. T. L. HARTUBY, MARKET H0TEL 146 PRINCESS ST. a móti marka&Tram P. O'CONNELL, eigandi, WINNIPEQ Beztu teRutidir af vínföngum og vindl- um, aðhlynnÍDK KÓð og húsið endur- bætt og uppbiiid að nýju Heimskringla er kærkom- inn gestur á íslandi. Skrifið eftir Verðlista ^.N^^V^.^*1 Islenzkir verslunarmenn f Canada ættu að selja SBAL OJB1 DVH_A_IsriTOB^ vindia SEAL ÖF MANITOBA CIGAR CO. 230 KING ST., WINNIPEO

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.