Heimskringla - 20.04.1905, Síða 1

Heimskringla - 20.04.1905, Síða 1
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦ ♦ | T. THOMAS ♦ lglemkur kaupmadur J ♦ selur líiil oe Kldivid J Afgreitt fljótt og fullur maslir. * ♦ 537 Ellice Ave. Phone 2620 ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ l ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ | T. THOMAS, KAUPMAPUR | Ý nroboÐssali fyrir ýms verzlunarfélög ^ Y 1 Winnipec: og Austurfylkjunum, af- ♦ I greiöir alskonar nantanir Islendtnga ♦ T ur nýlendunum, peim aö kostnaöar- ♦ ^ lausu. Skrifiö eftir upplýsingum til ▼ J Ellice Ave. - - - Winniþeg ^ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ XIX. ÁR. WINNIPEG, MANITOBA 20. APRtL 1905 Nr. 28 Arni Egprtsson 671 ROSS AVENUE Phone 3033. • Winnlpes. Hér er tækifæri fyrir mann með ®Ö8- $2000.00-^^1 Ég hefi til sölu 320 ekra búgarði 30 mflur frá Winnipeg og eina mflu frá járnbrautarstöð. 160 ekrur eru plægðar á landinu og 40 ekrur beiti- land. Nú sem stendur eru 75 ekr- ur búnar undir sáningu. A land- inu er 7 herbergja cement-steypu hús (concrete) og byggingar yfir75 gripi og 10 hross. Heyskapur er nógur skamt frá, ágætis vatn og <5- takmarkað frjálsræði með gripi.— Kirkja og skóli er þar rétt hjá, og alt eftir f>vf pægilegt. Verðið er $22 ekran og $2000 niðurborgun. Einnig eru gripir hæns og svfn til sölu. Til frekari upplýsinga skrifið eða finnið. Arni Eggertsson Offlce: Room 210 Mclntyre Blk Telephone 8364 Fregnsafn Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. STRIÐS-FRÉTTIR Frá Tokio kemur sú frétt 11. þ. m. að stjóm Japana séað auka her- afla sinn allan og ætli bráðlega að hafa eina millfón manna á vfgvell- inum. Þar af skulu 700,000 manns vera undir vopnum, en hinir 300,- 000 menn eru ákvarðaðir til annar- ar nauðsynlegrar vinnu, svo sem flutning matvæla og hergagna og annars farangurs, einnig til vega- gerða og byggingu járnbrauta. Japanar segja blátt áfram, að hve mikið sem Rússar auki herafla sinn, þá skuli þeir jafnan verða Rússum yfirsterkari bæði að mann- fjölda á vfgveliinum og að vopna og stórskotaliðs útbúnaði. Japanar eru staðráðnir í þvf að taka Harbin herskildi og segjast aldrei munu láta þá borg lausa aft- ur. Þeir eru vissir um sigur sinn þar sem anDarsstaðar. Annars eru engar fréttir af landhernaðinum á hvoruga hlið. Þann 11. þ. m. flaug sú fregn um vfða veröld, að flotarRússa og Jap- ana hefðu mæzt og barist og að Rússar hefðu unnið þar frægan sigur: sökt 5 bryndrekum Japana. En næsta dag var fregn þessi bor- in til baka aftur og fullyrt, að sag- an hefði verið spunnin upp f Ber- lin á Þýzkalandi til þess að greiða fyrir lántöku Rússa, sem sagt er að hafi gengið illa þar f borginni, því auðmenn voru búnir að tapa allri von um, að Rússum mundi nokkurntíma takast að vinna á Japönum. Samtfmis kom sú frétt, og mun sönn vera, að Rússar f Vladivostock hafi náð á vald sitt 5 japönskum herforingjum, sem voru f dular- búningi f borginni; þeir voru að taka myndir af vamarvirkjum bæj- arins, þegar þeir náðust, og voru tafarlaust hengdir. Skýrslur, sem fundust í vösum þeirra, sýndu ljós- lega, að þeir voru þegar búnir að senda nákvæma skriflega lýsingu af staðnum og legu vamarvirkjanna þar og höfðu lofað, að senda mynd- irnar sfðar. Japanar hafa þvl nú f sfnum höndum allar nauðsynleg- ar upplýsingar um staðinn. Blaðið Toronto Globe, aðalmál- gagn Liberala f Ontario fylki, segir þyðingarlaust að draga neinar dul- ur á, að pólitfska ástandið f Ottawa sc mjög hættulegt og tvfsýnt. Ekki svo mjög vegna afskifta sendimanns páfans af pólitfskum málum rfkis- ins, heldur vegna þess, að stjórnin sé að þrengja katólskiim alþ/ðu- skólum upp á hin 2 nýju fylki 1 Vestur Canada, þvert á mótigrund- vallarlögum rfkisins. Þessi fregn í Globe er áreiðanlega sönn og bygð á þvf, að mjög mikill hluti Liberala í þingmu er á móti Laurier f skóla- málinu. Katólskir í Quebec eru einnig á móti því, af því þeir fá ekki nógu mikil hlunnindi fyrir trúbræður sfna f þessum nýju fylkj- um, þó þeir játi, að þeir fái sér- staka skóla. Og metodistai* og aðrir f Vesturlandinu eru á móti þvf, segja að katólskum mönnum sé með þessu fyrirkomulagi veitt alt of mikil hlunnindi. Oséð enn hver endir hér á verður. — Þann 4. þ. m. lét Bretastjórn selja við opinbert uppboð f Chat ham á Englandi 31 gðmul herskip. Þau seldust fyrir $690,000. Sölu- skilmálar voru þeir, að ekkert þess- ara skipa mætti seljast útlendu veldi og að þau yrðu öll að vera eyðilögð innan 12 mánaða frá sölu- degi. Skip þessi, þegar þau voru bygð, kostuðu stjórnina 15 milll- ónir dollara. / — Hr. Nosse, konsúll Japana í Ottawa, hefir fcngið skeyti frá stjórn sinni um, að síðan Japanar tóku sfðasta peningalán sitt í Lund- únum fyrir 150 millfónir dollara, þá hafi stjórnin nægilegt fé til þess að halda áfram hernaðinum móti Rússum í næstu 12 mánuðir. Allar hernaðarskuldir Japana teljast. nú vera í60 inillfónir dollara. — Borgarstjóri Gannon f Beau- dette, Minn., var skotinn 4 skotum, er leiddu til bana, um síðustu helgi. Tildrög til þessa voru að hann liafði látið lögsækja nokkura lögleysingja þar í bænum. TJt af þessu varð óánægja mikil meðal þorpsbúa og haldinu almennur fundur um málið. Fundurian samþykti að hann skyldi rækur úr bænum innan fárra kl.- tfina. Gannon hlýddi ekki þessari skipun, og beið bana fyrir. — Nfu bólusjúkir menn liafa fundist f bænum Chatham N.B., er fengið höfðu sýkina af fólki í rfkinu Maine í Bandaríkjunum. Skiljanlegt er að sýki þessi geti borist til Manitoba með innflytj- endum, nema strangrar varúðar sé gætt. — Ein af ástæðum Laurier stj. fyrir þvf að skólafrumvarp hennar viðvíkjandi nýju fylkjunum sé gott, er sú, að Frakkl.,ítalía, Austurrfki, Peru og Ecuador, séu ánægð með það; en Canada — sem lög þessi hafa mesta þýðingu fyrir — um það er ekkert sagt. — British Columbia stjórnin hetir fengið lagafrunivarp samþykt af fylkis-þinginu, sem takmarkar mjög innflutning Japanfta f fylkið og bannar að þeim sé veitt at- vinna við opinber störf f fylkinu eða nokkur þau verk er fylkis- stjórnin lætur gera. Frumvarpið var lagt fyrir þingið sfðasta dag- inn sem það starfaði og látið ganga í gegnum alllar (3) umræður og ná staðfestingu; þykir mörgum að hér sé beitt ósanngyrni gegn Jöp- imum, og talið lfklegt að Dominion stjórnin ónýti lög þessi, ef til hennar kasta kemur. — Eldur í bænum Balgonie, N. W.T., um sfðustu helgi, gerði $70, 000 eignatjón — mikill hluti bæj- arins eyðilagðist algjörlega. — Nýlega rann flutningslest C P.R. félagsins út af spori sfnu vest ur í klettafjöllum, og ultu þá 4 vagnar, ásamt gufukatlinum, ofan f Kicking Horse ána, og misti þar einn maður lffið en annar brotnaði á öðrum handlegg og báðum fót- um. Grjótskriða hafði fallið á sporið og orsakaði það slysið — ís er nú nýleystur af Rauðá og Assiniboine á hér við borgina, en fastur en á Rauðá niður við vatnið. Oyama marskálskur Japaníta. Síðan styrjöldin hófst í Austur- álfu hefir ekki verið jafn tfðrætt um nokkurn mann og Oyama. Það væri þvf ekki úr vegi, að gefa lesendum Heimskringlu þó ekki væri nejna fáorða lýsingu af manninum. Flestum ber saman um það, að aklrei hafi meiri hershöfðingi nokk- uru sinni uppi verið. Englend- ingar jafna honum við sinn mikla Wellington. Amerfkumenn við sinn George Washington. Þjóð- verjar við Moltke. ítalar við Gari- baldi. Frakkar við Napoleon. Og svo koll af kolli, þvf hver þjóð fyrir sig álftur jafnan sinn kappa mest- an og beztan. Oyama er nú 60 ára að aldri, en ern í bezta lagi. Manninum er heldur ckki fysjað saman. Hann er á fjórðu alin á hæð og saman rekinn. Hausinn ákaflega stór, lfkur hnetti f lögun og sítur á svíra svo miklum sem á nauti væri. Augun eru svört sem í hrafni, en framúrskarandi gáfuleg, og svo hvöss, <ið líkt er sem eklur úr þeim brenni. Þegar Oyama gerir sfnar fyrirskipanir, lítur hann ætfð fast á þann, sem við skipaninni á að taka, og áðuren tungan talarhafa augun gefið til kynna, að eitthvað er á ferðinni; þau tindra sem vfgahnett- ir, og engum lifandi manni dettur ur f hug, að liafa á móti því, sem risinn segir. Hann er snjall f máli, röddin á- kaflega sterk og áherzlan ágæt. Hann talar frönsku og ensku eins og prófessor ásamt sfnu móður- máli. Oyama er af þeim kynflokki kom- inn, sem kállaður er Kagosliima flokkur, og eru þeir fjallabúar og mestir vfgamenn allra Japanfta. Forfeður Oyama, hver fram af öðr- um, voru hermenn og hetjur mikl- ar. Faðir hans lét þvf drenginn strax á unga aldri venjast við alls- konar harðneskju. jafnframt fþrótt- um og vopnaburði, “því hann skal hershöfðingi og hetja verða,” sagði faðir hans. Og þetta varð. Allur hinn mentaði heimur stend- ur á öndinni af aðdáun yfir hinum hrausta og slungna Oyama. 1869 var Oyama sendur til Frakk- lands til að læra alt, sem að hem- aði lyti. Hann var því þar sem fulltrúi Japan stjórnar f öllu fransk- þýzka stríðinu 1870—71. Hann notaði sér þann tfma vel og ræki- lega. Hann var þrjú ár í Frakk- landi og fór svo heim til Japan. Tók hann þá strax til starfa að koma sem beztu fyrirkomulagi á hermál eyjarskeggja, og hefir nú f meir enn þrjá tugi ára unnið að því hvfldarlaust, að gera Japanfta það sem þeir eru, nefnilega: beztu hermenn, sem til eru á hnettinum. Hann var hermálaráðgjafi Japana í 12 ár og hafði þvi nokkurn vegin frfar hendur með að fá frá stjórn- inni þau skildingaráð, sem hafa þurfti, til þess að standast kostn- aðinn við að æfa drengina. Kona Oyama er einhver hin mesta mentakona, sem til er í Jap- an. Hún fékk mentun sína hjá Samúel frænda, og gaf hann henni heiðurspening fyrir góðar gáfur og kvennlegar dygðir, þegar þau skildu. Hjónaband marskálksins og hennar hefir verið hið elskuleg- asta, og eiga þau 3 börn, tvo syni og eina dóttir. Enska er töluð f húsi þeirra, sem sagt er að sé hið skrautlegasta f borginni Tokio, — að undantekinni höll keisarans. Alt er þar ameríkst: hljóðfæri, borðbúnaður, stólar, Ixirð, bóka- skápar m. m. Þetta er stutt lýsing af hinum mikla manni, sem svo dásamlega berst fyrir föðurland sitt og rekur á flótta hinn grimma rússneska björn, sem hafði hugsað sér að leggja undir sig alla Asíu, svo hann gæti sogið blóðiðúr sonumogdætr- um hálfrar annarar heimsálfu. Honum nægði ekki blóð úr 150,- 000,000. Hann vildi bæta við sig 400,000,000. Blóðþyrstur er rúss- neski björninn. s. J. A. Skapti Jósephsson dáinn. Látinn er á Seyðisfirði þann 15. marz sl. cand. phil. Skapti Jósephs- son, ritstj. Austra, 65 ára gamall, fæddur 17. júní 1839. Banamein langvinn brjóstveiki. íslendingurinn við Harvard. Það er að eins einn íslenzkur nemandi nú við Harvard háskól- ann sfðan Þorvaldur heitinn Þor- valdsson lézt— hr.Vilhjálmur Stef- ánsson. Hans hefir áðurverið get- ið f Heimskringlu, og meðalannars, að hann hafi gengist fyrir og komið á fræðimanna leiðangri til íslands, er leggur af stað í þá ferð 25. maí næstkomandi. Vilhjálmur útskrifaðist vorið 1903 frá ríkisháskólanum f Iowa City og hefir sfðandvalið þar eystra. Haustið 1903 innritaðist hann við Harvard University í guðfræðis- deildina, en lagði svo guðfræðis- nimið niður árið eftir og tók próf í fi rnfræði. Alt sfðastliðið ár hefir L-uiiíi • oint fornfræðinni einverð- ungu. Nú eftir nýkominni frétt að aust- an liefir hann verið skipaður próf- stjóri (exam. Proctor) í þessari sömu grein, og fyrir næstkomandi ár aðstoðar kennari f mannfræði (Anthropology). Eru allar lfkur til að hann nái þar fastari sessi áður en mörg ár Ifða, en enn þá er orðið, eiula er hann hvorttveggja g&fu og reglumaður. Islendingar mega gleðjast yfir velgengni þesSa eina landa þar eystra, enda það sem einum þokar áfram er vor allra heill. R. P. Winnipeof. Dáin 12 þ. m. Mrs. Valgerður Skaptason, kona Magnúsar J. Skaptasonar prests. Foreldrar hennar voru þau Sigurgeir Jóns- son, af liinni svokölluðu Reykja- hlfðarætt, og Ólöf Gabrfelsdóttir Var hún fædd árið 1855; giftist svo Magnúsi 1876, og áttu þau saman 4 börn, sem nú lifa hér í Amerfku: Ólöfu, konu Magnúsar læknis Hall- dórssonar í Souris; Önnu, Fanny og Jósep; en hið 5. dó á íslandi. Síðustu ár æfi sinnar var hún biluð að heilsu og fluttist loks fyrir ári sfðan til tengdasonar sfns Magnús- ar læknis Halldórssonar f Souris til að njóta læknishjálpar og hjúkrun- ar dætra sinna tveggja. En sjúk- dómur hennar var þá ólæknandi orðinn, og fékk hún þar loksins hvfld þá, sem hún svo lengi var búin að óska eftir. Jón M. Ólafsson frá Sandyland, Man., kom til bæjarins um fyrri helgi og heldur til á Fort Rouge hótellinu hér í bæ. Hann b/st við að dvelja hér lengst af komandi sumri. Bergur Jónsson frá Baldur kom hér f bæ um síðustu helgi. Hann var á leið til Foam Lake, þar sem hann hefir tekið land ásamt nokkr- um öðrum mönnum þar úr bygð- inni. Sáning er nú alment byrjuð þar í bygð. Bergur hefir dvalið 3 ár f Argyle og lætur bið bezta yfir bygðinni og fólki þar. Hann biður Heimskringlu að bera kveðju sfna til fyrri húsbænda sinna þar. PIANOS og ORGANS. Heintzman & C«. Pianos.-JBell Orgel. Vór seljum med mátiaðarafborgunarskilmálum. J. J. H- McLEAN & CO. LTD. S30 MAIN St. WINNIPEG. NEW Y0RK LIFE Insurance Co.i,“ Árið 1904 var sextugasta aldursár félagsins. Á þvf ári seldust 185,367 lífsábyrgðar skýrteini að upphæð $342,212.569, fyrsta árgjald borgað. Það er 100 millíón- um meira, en nokkurt annað lffsábyrgðarfélag hefir selt á nokkru undanförnu ári. — Nærri 20 millfónir dollara var borgað fyrir 6000 dánarkröfur, Yfir 20 mill. til lif- andi meðlima. — 17 mill. dollara var láaað út á skýrteini 'þeirra móti 5 prócent árlegum vöxtum. — Inntektir fél. hækkuðu um millfón. — Sjóður þess hækkaði um 38 millfónir, er nú $390,660,260,— Lffsábyrgð í gildi hækk- aði um $183,396,409. Öll lffsábyrgð I gildi 1. Jan. 1905 $1,928,609,308. CHR. ÓLAFSSON, AGENT. WlNNIPEG J. G. MORGAN, MANAGER Tveir menn hröpuðu niður af nýja C.P.R. hótellinu hér í bænum í sl. viku og biðu bana af. Viltu fó vinnu. Gætinn, duglegur, ráðvandur, einhleypur karlmaður getur fengið ágæta vinnu með því að snúa sér tafarlaust t’l Niculásar Össurarson- ar f River Park. Vér leiðum athygli lesendanna að auglýsingu A. G. McDonald & Co. í þessu blaði. Þeir félagar leiða gas eða rafmagnsljós í hús manna og gera ágætt verk, og talsvert ó- dýrar en aðrir í bænum. Þeir óska eftir viðskiftum Islendinga og lofa að skifta sérlega vel við þá. Les- endur eru beðnir að athuga, að þeir eru E K K I McDonald Electric Company, heldur A. G. McDonald & Co., 417 Main St. Eða menn geta talað við þá með Phone 2142. Menn þessir eru sérlega liprir í viðskiftum og gera, alt verk mjög samvizkusamlega. ísl. gerðu vel f að skifta við þá. M. Benedictssou móti þessari um- ræddu grein eða öðmm slfkum greinum, sem héreftir kunna að koma f blaðinu. Því að eftir þeim umkvörtunum, sem Heimskringlu hafa borist út af óánægju manna viðvfkjandi meðferð kvennréttinda- málsins f Freyju, þá má vænta fleiri slfkra grcina sem þessarar, er liér ræðir um. Allir blaðaútgefendur mega jafn- an vænta þess, að fundið verði að stefnu þeirra og Starfsemi. Svo hefir það gengið og svo mun það ganga framvegis. Heimskringla sér þvfenga ástæðu til þess, að neita slíkum greinum birtingar, en tjáirsig á hinn bóginn fúsa til þess, að ljá rúm til varnar þeim, sem á er ráðist. Sanngjarn- legar eða frjálslegar getur blað vort ekki breytt í ágreiningsmilum fólks um almenn málefni. Spurningar og svör. Herra ritstjóri! Mrs. Margrét Benedictsson hefir látið tilkynna Heimskringlu óá- nægju sína út af grein sem birtist í þessu blaði frá “Lesanda Freyju” um stefnu þess blaðs, og þar sem sagt er meðal annars, að það sö því lfkast “að útgefandinn hafi lasta og glæpaþrungnustu ‘rómana’ til hliðsjónar við ritsmfð sfna”, og að “væri ástæða til að álfta, að útgef- andi Freyju hefði við ósamlyndi og ókjör að búa af hálfu maka síns, þá væri ekki að undra,þó hún gætti ekki sem allra glöggvast að feta hógværð- ar og þolgæðisveginn, er kvennrétt- inda málefnið sérstaklega útheimtir að þræddur sé af forustukindinni.” Af þessu er oss tjáð, að Mrs. Bene dictsson finni sig meidda. Heimskringla hefir það til and- svara, að í ummælum þesgum er alls ekkert meiðandi, né heldur er þar staðhæft eða gefið í skyn, að hún hafi við ósamlyndi og ókjör að búa af hálfu maka sfns. Ekki er þar heldur sagt, að hún hafi lasta- og glæpaþrungnustu ‘rómana’ til hliðsjónar við ritsmfð sína, þótt höfundi greinarinnar finnist lfklegt að svo muni vera. Heimskringla tók grein þessa eins og hverja aðra grein, er ræðir um athugavert og alvarlegt mannfélags málefni, án þess að blaðið sjálft taki nokkra hlutdeild f skoðunum þeim, sem þar koma fram, né kasti hinum minsta skugga á starfsemi Mrs. Benedictsson eða hjúskaparsam- band hennar við mann sinn. Og Heimskringla tjáir sig enn fremur fúsa til þess, að birta svar frá Mrs. Eg bið um svar f yðar heiðraða blaði viðvfkjandi eftirfylgjandi spurningum: 1) Segist nokkuð á því að gefa inönnum háðsleg aukanöfn en þó ekki beinlínis æru meiðandi ? 2) Og ef það væri brot á móti ákvæði liiga, hvernig er þá formleg meðferð málsins? FáfrMur. Svar.— Já, það er saknæmt að uppnefna og varðar við lög, ef sótt er. Þvf miður loðir þessi uppnefn- ingasýki of mjögvið suma af lönd- um vorum enn þá, en er þó mjög að minka hér vestra, sem betur fer, þvf siðurinn er ljótur og strákaleg- ur og ætti ekki að haldast við. ftiMj. Afbragðs land, með stóru góðu húsi, og fjósi yfir 40 gripi, og ágætn vatnsbóli, f Pine Valley, er boðið til skifta móti dágóðu húsi og lóð. Eigandinná yfir $1,000 í eigninni, er liann lætur upp f hús- eign hér í bænum. Bæjareignin verður að vera f suðurixirti bæjar- ins. Tækifæri fyrir þá, sem vilja komast á ágætt land. MARKUSSON & BENEDIKTSSON Skrifstofa: 219 Mclntyre Block. Telephone 2986.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.