Heimskringla - 22.06.1905, Blaðsíða 1

Heimskringla - 22.06.1905, Blaðsíða 1
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦ ♦ ; T. THOMAS ♦ J lslenzkur kaupmaöur ♦ * selur Kitl ojí Kldivid X J Afgreitt fljótt og fullur mselir. J ♦ 537 Ellice Ave. Phone 2620 « * * ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ T. THOMAS, kaupmapur nmboÐssali fyrir ýms verzlunarfólög i Winnipesr og Austnrfylkjunum, af- greiöir alskonar pantanir lslendinga r nýlendunum, peim að kostnaöar- lausu. Skrifiö eftir upplýsingum til ♦ 537 Ellice Ave. - - - Winniþeg ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ XIX. ÁR. WINNIPEG, MANITOBA 22. JÚNl 1905 Nr. 37 PIANOS og ORGANS. HeintKinan & Co. Pianos.-Bell Orgel. Vér seljum með m&naðarafborgunarskilmálum. J, J. H- McLEAN & CO. LTD. 530 MAIN St. WINNIPEG. TIL Jónasar míns Jónssonar í Chicago. Fyrrum áður féðragrundu á, þá fyltir lidpinn liraustmennanna prúðu, og skeltir f>ér á skeiðsprettina þá. Skarn og leir og grjót þér undan flúðu. Og hjartað bjó f barmi þínum hraust, billaus var þar góður, traustur strengur; þft hræddist hvorki vetur, vor né haust, .en vildir að eins koma fram sem drengur. Stæltu vöðva, stattu aldrei við, þér stýri Drottins hönd frá öllu grandi. En tak þú áning, svona við og við, í verunum á lífsins Sprengisandi. Bjarni Thorarinsson. Ársi Egprtsson 671 IÍOSS AVENUE Phone 3033. Winnipeg. Eg hefi til sölu lot á Beverly St. norðan við Sargent að vestanverðu fyrir $350.00. A Arlington St. fyrir $10 fetið. “ Alverstone St. fyrir $10 fetið. “ Victor St. fyrir $16 fetið. “ Maryland St. fyrir $23 fetið. “ Agnes St. fyrir $15 fetið. “ Furby St. fyrir $24 fetið. “ William Ave. $14 fetið. A Notre DameAve. 33x198 ft. til Winnipeg Ave. Gjafverð $25 fetið. Nú hefi ég nóg af oeningum að lána út á góð hús. Eldsábyrgð, Lífsábyrgð. Komið og hafið tal af mér. Arni Eggertsson Oíflce: Room 210 Mclutyre Blk Telephone 3364 Fregnsafti Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. STRlÐS-FRIÍTTIR Meðan heimurinn stendur á önd- inni út af óvissunni um hver úr- slit muni verða á friðarsamninga- tilraunum þeirra Rússa og Japana, sem gerast eiga f Washington, D. C., f næsta mánuði eða f ágústmán. næstk., — er svo að sjá, að her- menn beggja málsp>rta í iVlanchur- íu séu ekki aðgerðalausir. Þann 14. þ.m. sendi herforingi Oyama þá frétt til Tokio, að hann hefði unnið sigur á Rússum í 4 bardögum og rekið þá úr virkjum sfnum 12 mfiur norður frá Shangtu, en getur ekki um, hve mikið mann- fall hafi orðið þar. Fregnritar brezkra blaða telja her Rússa vera f kreppu og segja Japana vera búna að umkringja þá þar nyrðra, Svo að þeim sé undan- koma ekki möguleg, hvenær sem dapanar hefja fyrir alvöru árás á þá. Þeir telja vfst, að Japanar vinni par á landi jafnfrægan sigur eins og Togo vann í Kóreo-sundi. Herforingi Rússa á hinn bóginn hefir sent {>að skeyti til Pétursborg- ar, að hann hafi mætt Japönum f 5 orustum, en getur að öðru leyti ekki um afleiðingarnar. Annars er talið víst, að Japanar hef ji bráðlega sóknina á Rússa þar nyrðra í fullri alvöru. Undir það áhlaup hafa þeir verið að búa sig síðan f march sl. Fréttir, dags. 18. þ. m., segja, að Japanar hafi unnið 6 bardaga á Rússum í Manchuria, sem flýðu og skildu eftir bæði föt sfn og vistir, — en bardaginn haldi enn áfram. Tvær sprengikúlur fundust í barna skóla í Pittsburg, Penn., f>. 12. þ.m; Þær voru báðar tilbúnar að kveikja í þeim. Engin veit hvernig þær komust í skólann, en rússneskir anarkistar eru grunaðir um að vera valdir að tilbúningi þeirra og ráðstöfun í skólann. Það er öllum ljóst, að enginn nema Anarkisti mundi hafa lund til þess að sprengja saklaus skólabörn f loft uþp með slíkum djöfla vólum. — Á Spáni hefir fundist “Radi- um” f all stórum mæli. Það fylgir og sögunni að Prófessor PizZoni við Bologna háskólann á Frakk- landi hafi tekist að lækna hunda- æði (Rabies) f börnum með “Radi- um”-geislum. — Svo er að sjá á skýrsium Dom. stjórnarinnar að rfkið hafi á s. 1. fjárhags ári, fram að 30. þ.m., tap- að millfón doll. á Intercolonial járnbrautinni. Ráðgjafi Emmer- sbn sagði í þinginu dags. 14. þ.m., að tapið gæti jafnvel orðið alt að 2 mill. á Arinu. Þetta kæmi á parti af þvf að vinnulaun á brautinni eru nú | úr millfón dollars hærri en þau hefðu áður verið. Ráðgjafinn gat þess að vinnukostnaður yrði ekki lækkaður en gæti orðið hækk- aður. — Kanónukúla sprakk á brezku herskipi við skoiæfingar þann 14, þ. m., og særði 18 menn. — Rússar hafa pantað frá Þjóð- verjum 200 millfón hlaðninga af riffilkúlum, sem eiga að kosta 2 miilíónir doilars. — Það er sannfrétt að heiman- mundur princessu Ceceiie, sem ný- lega giftist þýzka krónprinsinum, \ar90 mill mk., eða $22,700,000sem að mestu leyti var samskotafé, gefið af rássneskum ættingjum hennar. — Járnnámar hafa nýl. fundist nálægt Keenora f Keewatin hérað- mu, og eru taklir auðugir. Ont- ario stjórnin heldur fram þvf að námaiand þetta verði innan tak- marka Ontario-fylkis þegar tak- mörk þess verða fært út. — Mannvinur einn í Rússjandi sendi nýlega hermönnum f Manch- urfuðþús. pund af tóbaki til að gæða ]>eim. En foringi sá er tók við sendingunni, gerir svo vel og selur alt tóbakið og hélt svo skild- ingunuin sjálfur. Það er sönn saga er oít áður liefir frétizt um aðfarir rússneskra herforingja. — Dautt sjóskr/msli fannst 9, þ. m. rekið f Maine ríkinu. Það er 40 fet á lengd með 15 feta langa tungu, er líkist höggorms tungu. Efra kjálka bein skepnu þessarar er liorfið og svo er partur af afturhluta þess, en neðra kjálka beinið er óskert og er 15 fet á lengd. Sjómenn og fræðimenn sem skoðað hafa þetta d/r kveðast aldrei hafa séð neitt líkt þvf. Vísindamenn frá Yale og Har- vard hafa gert sór ferð til að skoða það. Dr. Henry Raynolds, sem talinn er sérfræðingur af hæztu gráðu á þekkingu á lffi sjódýra, kveðst aldrei fyr hafa séð neitt lfkt d/ri þessu. Hann telur að dýrið hafi verið yfir 100 feta langt er það var á lffi, en að það muni hafa verið dautt f margar vikur áður en það landfestist. Máske rekið alla leið norðan úí íshafi. Þykir lion- um lfklegt að hér sé fundið hið rétta sjóskrfmsli sem nuinnmæla sögur hafa gengið af, á liðnum tímum, en aldrei sést af mönnum fyr en nú. — Dominion stjórnin vann auka kosningarnar f London og South Oxford í Ont. þann 13. þ. m., en en fleirtala Liberafa í North Oxford sem í haust er leið var yfir 1500, varð nú aðeins 349, aftur græddu þeir fylgi í London úr 24 atkv. umfram á sfðastl. hausti f 329 við þessa kosningu. — Svenska stjórnin hefir tilkynt öllum utanríkis umboðsmönnum sínum að hún viðnrkenni ekki bráðabyrgðarstjórn Noregs né sjálfstæði þess lands, og að um- boðsmennirnir megiþviekki viður- kenna slíka stjórn eða hafa nokk- ur mök við hana, en halda á annan hátt áfram störfum sfnum eins og undanförnu. Með þessu er trygg- ing fengin fyrir þvi að eitthvað sögulegt muni gerast með þessum þjóðum innan skams ' — Stjórnarformaður Grikklands var myrtur þann 13. þ. m., af dubl- ara einum sem ekkert hafði annað fyrir atvinnu en að spila fyrir pen- inga. Maðurinn kvaðst hafa gert það í hefndarskyni fyrir það, að stjórnarformaðurinn hefði leitt f lög ákvæði er hindruðu “gambl- ing” þar í landi, svo að spilahúsin urðu að hætta starfi. — Ferðamaður nýkominn frá Kfna flytur þá frétt að það séu lög þar í landi, að ef einhver deyji á meðan sakamál móti honum stendur yfir fyrir dómstólunum, þá só það talin sönnun þess að hann hafi sekur verið, en þar sem hann só fyrir utan takmörk laganna, þá er elsta syni hans varpað í fangelsi f 1 árs tfma, eða ef hann á engan son þá er faðir hans eða bróðir hýddur. Undir öllurn kringum- stœðum verður sá nærskyldasti að líða fyrir þann látna, hvert sem hann var sekur eða sýkn saka. — Maður að nafni James Robin son í Sydney, N. S., hefir tekið einkaleyfi á uppgötvun sinni sem veitir hreint loft inn í hús bæjar- búa, á líkan hátt og menn nú fá gas gegnum pfpur. Loftið hreina e.r dregið úr loftinu í loftbelg og þvf svo þaðan veitt um hús manna eftir þörfum fyrir ákveðið gjald fyrir hvert cubic fet lofts. — Keyrslumanna verkfallið f Chicago heldur enn áfram, með þvf nýmæli viðbœttu að einn verka maður býðst til að sanna með á- reiðanlegum sk/rslum, að að ýmsir leiðtogar verkamanna hafi í s. 1. 4 ár þegið miklar peninga mútur frá verkveitendum til þess að koma í veg fyrir verkföll. — Mrs. Caroline Lamber Camp- bell, f New York, hefir höfðað mál mót brezku krúnunni til þess að fá sör dæmda landeign f miðjum Quebec bæ, sem metin er 20 miii. dollars virði. Land þetta féll í hendur brezkukrúnunnar árið 1760 án þess nokkur liafi gert tilkall til þess. Þar til árið 1887 að katólska kirkjan og enska kirkjan og borg- arar Quebec borgar kröfðust þess af Bretastjórn að hún skifti milli þeirra þeira $150,000 sem hún þá hafði f sjóði sem rentur eða leigu af landi þessu. En leyndarráð Breta dæmdi þá að eignin tilheyrði erfingjum Lewis Joseph Lambert, sem einhverntfma kynni að koma f Ijós og gera kröfu til eignanna, og að þessvegna gæti ekki bænir kirknanna orðið veittar. Nú er þessi New York kona tilbúin að sanna að hún sö eini rétti erfingi að þessuin eignum öllum. — Bretar eru að láta smfða nýj- an köfunar bát með áður óþektu lagi. Hann er 34 feta langur 6 fet 9 þuml. innanmáls, og er 17 tons á þyngd, 3 menn ferðast f hon um neðansjávar 8 mílur á kl. stund. — Þriggja þumlunga snjófall varð í Alberta héraðinu þann 14. þ. m. og olli nokkrutn skemdum í Calgary bæ og annarstaðar. Vind- hraðinn varð 36 milur á kl. stund. — Allan línuskipið “Virginian” hefir farið yfir hafið þessa síðustu ferð á styttri tíma en nokkurt ann- að skip hefir áður farið til canad- iskrar hafnar. Póstsendingar til Montreal og Ottawa, voru rétta 7 sólarhringa á leiðinni, frá þvf þær voru látnar um borð í Englandi. — Um 50 hauskúpur og önnur bein, sem læknar segja séu af hvít- um mönnum, hafa fundist f jörðu nálægt Crystal City, Man. Það er talið vfst að þar hafi verið háður bardagi milli hvftra manna og Ind- fána endur fyrir löngu, og hafi þeir hvftu fallið og verið dysjaðir þarna allir í einni gröf. — Alexis keisarafrændi á Rúss- landi, hefir sagt af sér embætti sem aðal sjóflotastjóri, eftir að hafa verið 34 ár f embætti. Honum mun þykja sem er, að floti Rússa só nú orðinn svo smár, að ekki sé orðin mikill heiður í að vera stjórn- andi hans, þar er, sem sé, engu að stjórna. — Spánarstjórn hefir sýnt tekjn afgang samfleytt í s. 1. 4 ár. Á síðasta fjárhagsári, til 30þ.m., verð- ur afgangurinn 9 millíónir dollars. En stjórnarformaðurinn gat þess að í ráði væri að byggja n/jan her- skipaflota sem ætti að kosta $79, 200,000.00. — Japar og Rússar hafa komið sér saman um að gera sáttatilraun sfna f Washington í Banda- ríkjunum, en ekki er búist við að umboðsmenn þeirra þjóða geti mætt þar fyrr en f júlf eða um 1. ágúst næstk. — Blaðið “ Daily Witness ” í Montreal, flytur mynd af Lester Thompson, 16 ára gömlum pilti sem um 9 ára tímabil hefir stund- að skólanám, án þess að missa nokkurn dag frá skóla né vera nokk- urntfma seinn á skóla. I viður- kenningar skyni fyrir þessa stöku ástundun við námið, ætlar skóla- stjórnin að gefa piltinum $30.00 vasaúr. Svona frétt ætti að vera uppörfun fyrir íslenzka pilta að sækja vel skóla sína. — A. L. Drummond, yfirmaður leynilögreglunnar í Bandarfkjunum hefir nýlega ferðast til Rómaborg- ar og átt tal við páfann. Það er ætlað að Drummond hafi farið að lfta eftir 2 anarkistum sem nýlega fluttu frá Bandarfkjunum til Italfu með þeim tilgangi, að ætlað er, að drepa páfann og Emanuel konung. Bandarfkja lögreglan hafði fengið fulla vitund um tilgang þessara þokka pilta og erindi þeirra til ítalfu. — Nýlátinn er Maximo Gomez, heri\>ringi Cubamanna f frelsis- strfði þeirra mót Spánverjum. ISLAND, Óðinn, mafblaðið, er nýkomið vestur. Flytur myndir af ráðherra Hannesi Hafstein og frú hans, eft- irmæli eftir Ólaí Davfðsson, kvæði “Yið klausturferðir”, ritgerð um Göthe, grein um ráðherra Hafstein og frú hans eftir Björn M. Olson og nokkrar smágreinar. Tfundarsvika mál var hafið móti séra Helga Árnasyni í Ólafsvík. Fjárupphæð sú, er málið reis út af, nam 2 til 3 krónum! Presturinn var s/knaður og varð þó að borga málskostnað. Ekki er getið um, hve miklu landsfé hefir verið varið til þe3s að sækja mál þetta móti saklausa prestinum! — Látnir eru Þorsteinn Thorlacfus, á Öxnafelli f Eyjafirði, og séra Jón Bjarnason, uppgjafaprestur, í Reykjavík, 82 ára. — Vetrarvertíðin á Suðurlandi aflarýr. — Búfjárs/ning f Viðvík f Skagafirði haldin 3 f páskum; s/nt um 400 Sauðfj'ir, 100 liross og 20 nautgripir; verðlaun borguð alls 300 kr. — Nýtt tilboð væntanlegt frá Marconi félaginu tii Alþingis f sumar; lofað óyggjandi sönnun- um fyrir því, að Joftskeytin komi að fullu haldi, og talið að tilboð fé- lagsins um loftskeyta samband ís- lands við umheiminn og út um landið verði miklu lægra en gamla tilboðið. — Á bæjarstjórnarfundi í í Reykjavfk samþykt að verja þetta ár 1900 kr. til viðgerðar á Aðal- stræti og 3200 kr. til viðgerðar á Hafnarstræti. — Tilboð liefir komið til bæjarstjómarinnarfrá Bergstéini Björnssyni á Akureyri um að raf- lýsa Reykjavík. Málið er hjá nefnd til athugunar.— Hermann Jónsson, alþm., er nú alkominn til Reykja- vfkur til þess að taka við Laugar- nesspítalanum. — 23. aprfl datt barn ofan í for rétt við hlaðið á Túni f Flóa oe kafnaði samstundis. Pallur var yfir forinni, en ekki hald- betri en þetta. Barnið hét Páll Sæ- mundsson, frá Selfossi. — Hekla hefi enn að n/ju tekið 3 botnvörp- unga f landhelgi, 2 enska og einn franskan. Hinn fyrsta tók hún 3. maf skamt frá Dyrhólaey og hét sá Livingstone, frá Hull; sekt 1080 kr. og afli og veiðarfæri upptækt; en aflann keypti skipstjóri sjálfur fyrir 1080 kr. Hinir tveir voru teknir 6. þ.m. sunnan við land; sá enski var frá Hull og heitir Lord Kitchener; sekt 1440 kr. og afli og veiðarfæri upptækt. Franski botn- vörpungurinn heitir Touquet, frá Boulogne; sekt 1080 kr. og afli og veiðarfæri upptækt; hafði skipst. sagt afla sinn alt að 15,000 franka virði, enda er þessi franski botn- vörpungur miklu stærri en hinir ensku. Alls hefir Hekla nú tekið í vor 10 botnvörpunga í landhelgi.— — Svo miklu er búið að skipa irpp í vor af upptækum botnvörpunga fiski í Vestmannaevjum, að eyja- menn vilja ekki kaupa hann leng- ur; síðasti farmurinn, sem þar var seldur, seldist ekki nærri þvf fyrir uppskipunarlaununum. — Frönsk fiskiskúta sökk f sfðastliðnum mán- uði úti fyrir Fáskrúðsfirði. Skips- höfnin bjargaðist yfir í aðra fiski- skútu franska. — Hlaðafli á Vest- mannaeyjum sfðari hluta mafmán., lilutir 20—30 kr. á dag. — Frönsk fiskiskúta strandaði 5. maí á Hörgs- eyri f Vestmannaeyjum; menn björguðust. — 27. aprfl andaðist Jón bóndi Jónsson á Munkaþverá f Eyjafirði, á áttræðisaldri. — Tvö rjómabú er áformað að stofnuð verði á Snæfellsnesi á vori komanda, ann- að í Staðarsveitinni, en liitt við Landabrotalæk í Kolbeinsstaðahr. — Frá ísafirði er Þjóðv. ritað 24. aprfl sl.: “Eftir mjög óhagkvæma vetrar-veðuráttu, skifti loks um veður 15. þ.m.; var þá mikill snjór á jörðu og haglaust yfir alt, eD sfð- an liefir verið sólbráð og þíður, en ekki stórfeldar leysingar, svo að víðast munu nú komnir upp nægi- legir liagar fyrir skepnur. Ekki verður annað sagt, en að vel hafi fiskast nú um tfma, þar sem sumir hafa fiskað mikið vel í Bolungar- vfk, og jafnvel vfðar, þó að langsótt liafi verið og aflinn mjög misjafn.” — Fjárkláða hefir þvf miður nýlega orðið vart á nokkrum bæjnm í Húnavatnssýslu: í Köklukinn, á Fremri Fitjum, Stóradal, Súluvöll- um á Vatnsnesi, og Tindum f Svína- dal. Fullyrt er, að fö hafi þegar alt verið baðað á þessum bæjum, enda árfðandi, að brugðið sé nú strax við, hvar sem nokkur kláðavottur sézt, og alt fé báðað, svo að kláðanum verði algerlega útrýrnt.—Úr Skaga- fjarðarsýslu er Þjóðv, ritað 12. april sl.: “Mjög eru Skagfirðingar gram- ir yfir fyrirhuguðum flutningi Hóla- skóla að Kjarna f Eyjafirði, sem ekkert hefir annað sér til ágætis, en að vera nálægt Akureyri, þar sem Hólar eru höfuðból, enda eigi nema steinsnar þaðan til sjávar, þótt dal- jörð sé.”—Yeðrátta köld og rysjótt, enginn vorgróður kominn enn svo teljandi sé, segir Þjóðv. 20. mal. — Landsyfirréttardómur féll 8. maf í tveim málum, er Lárus H. Bjarna- son sýslumaður hafði höfðað gegn ritstjóra Isafoldar. Var annað mál- ið út af eftirfarandi ummælum í blaðinu: “Lárusdæmdur sannurað sök um fjárdrittartilrann.” “Hann (o: “dánumaðurinn” Lárus) leit í þess stað á sfna eigia hagsmuni og reyndi að hafa af búinu, sér f hag, 1000 kr.” Hitt tnálið var út af svo hljóðandi grein f sama bl.: “Mundu þess vera mörg dæmi um hinn sið- aða heim, að maður væri látinn haldu embætti eftir það, að réttlætt- ur væri með dómi sá áburður á hann, að bann hefði, sem skifta- ráðandi, róið að þvf öllum árum, að dánarbú, er hann hafði undir hönd- um, misti 1000 kr., og það honum sjálfum f hag? Að honum væri ekki einu sinni vikið frá embætti um stundarsakir, meðan verið væri að bfða eftir hæztaréttardómi f mál- inu, en til fullnaðar, ef þar yrðu sömu málalok.” Undirréttur hafði s/knað ritstj. Isafoldar í báðum þessum málum, og staðfesti lands- yfirréttur þann dóm, og dæmdi Lár- us auk þess f 30 kr. málskostnað f hvoru máli fyrir sig. — Grfmsey- ingar hafa nú ákveðið að reisa hús til skólahalds og bókageymslu af vöxtum fjár þess, er Fiske gaf þeim. Það á að verða 9 álnir á breidd, 14 á lengd, 5 álnir undir loft, en tveggja álna veggir upp undir risi, Niðri verður skólastofa, forstofa og bókaherbergi. Þar verður geymt bókasafn það, er Fiske gaf eyjar skeggjum, nokkuð hundruð bindi. Uppi 4 loftinu verða kennaraher- bergi. Steinólfur kaupmaður Eyj- ólfsson Geirdal sér um smfð húss- ins, en yfirsmiður verður Jón Eyj- ólfssoa í Húsavík. — í fyrra vor (1904) veiddust þar 60,123 fuglar að þvf er talið er; í hitt eð fyrra vor veiddust þar t52,942 fuglar. — Erlendur bóndi Guðmundsson á Jarðlaugsstöðum á Mýrum lézt á sfðasta vetrardag. 79 ára að aldri. Thorsteinn Johnson, Ffólíns-kennari - 543 Victor St. 1-12 tf Mrs. TH. J. SAMSON, yfirsetu- og hjúkrunaikona, býr að 520 Ag- nes Street. MARKUSSON & BENEDIKTSSON Hafa flutt skrifstofu sfná frá 219 Mclntyre Block að 205 í sömu byggingu. Telephone nr. verður anglýst sfðar.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.