Heimskringla - 12.10.1905, Qupperneq 3
HEIMSKRINGLA 12. OKTOtíER 1905.
Þarna sést, að ættfræðin er f raun
réttri ómissanleg fræðigrein, og að
hún ætti að vera gerð óaðskiljanleg
sumum atriðum læknisfræðinnar,
eins og einn af vitrustu og f>ekk-
ingarríkustu læknum Islands hélt
fram, er ég átti tal við hana fyrir
nokkrum árum. Þessi læknir var
Guðmundur Bjömsson, í Reykja-
vfk. Hann telur fjölda sjúkdóma
ættgenga á íslandi, og af fornum
og nfj um dánarskýrslum, séu þær
rannsakaðar í sambandi við ætta-
tölurnar og séudauðaorsakir manna
teknar til athugunar umleið, —
má sannfærast um, að þessi álykt-
un læknisins hefir við góð og gild
rök að styðjast, f>ó að fáir aðrir
læknar, sem ég liefi átt tal við, séu
honum samdóma f f>essu. Það eru
jafnan orsakir til, er valda öllum at-
burðum; eins er um sjúkdóma;
þeir koma ekki án orsaka. Og til
þess að komast fyrir illar afleiðing-
ar, verða menn að þekkja orsakir
sem flestra atburða. Og enn vant-
ar margan hlekk í þekkingarkeðju
mannkynsins, til þess, að orsakir
illra atburða og afleiðinga þeirra
geti orðið kunnar, án frekari fróð-
leiksleitar. Hér er eitt atriði, sem
ekki er enn alment talið merkilegt,
en sem síðar gæti orðið að ómetan-
legu gagni fyrir vellfðan mann-
kynsins, ef kostur væri að nota
það í rétta átt. Þetta atriði er
notkun ættvfsinnar í sambandi við
mannþekkingu og svo læknisfræð-
ina sjálfa, sem enginn heilvita
maður mun telja lítilsvirði.
Það eru fleiri einkenni manna
og dýra, en sjúkdómar, sem vfst er
að geta gengið að erfðum í vissum
og sérstðkum ættgreinum, einkum
ef mjög skildar tengdir f sömu ætt
eiga sér stað í eitt skifti eða oftar:
þessi einkenni liggja bæði í innra
og ytra eðlisfari. Hér nægir að
benda á pessi dæmi:
Meira atgjörvi, andlegt eða lfk-
amlegt fylgir oft stöðugt einni ætt,
en annari; liafa flestir tekið eftir
því, þó þetta sé reyndar ekki ó-
brygðul regla, þvf að það er sann-
ur orðsháttur, að “einn er aukvisi
ættar hverrar”.
Skáldskaparlist, bókfýsi og löng-
un til verklegs hagleiks fylgir og
sumum ættum, öðrum framar.
Sumar ættir hafa lengi, lið eftir
lið, framleitt hvern ágætismann-
inn eftir annan, f ýmsum greinum.
Aðrar liafa stöðugt framleitt ónytj-
unga og vesalmenni.
Nokkrar fslenzkar ættkvfslir hafa
og frá fyrstu sögutfmum reynst
mjög ófriðargjamar. Aðrar ætt-
greinir hafa stöðugt borið friðar-
einkenni, að fám mönnum undan-
teknum, er skotizt hafa inn í þess-
ar ættgreinir, eins og úr öðrum
átthögum, og hefir þá oft mátt
rekja á annan hátfc upptökin til
ættbrygða þeirra, til dæmis frá
kynningu við óskilda náunga, eða
frá öðrum sérstökum atburðum f
sögu þeirra sjálfra.
Drykkjuskaparlöngun lifir sér-
staklega f sumum ættum, frá eldri
tfmum. En f ýmsu hafa þö slíkar
ættkvfslir reynst nýtar vel. Til
þessa ættareinkennis mætti ef til
vill telja brjálsýkina, sem er mjög
eðlileg afleiðing mikillar vfnnautn-
ar. Þó er það vfst, að brjálsýki á
ekki ætfð rót sína að rekja til vín-
nautnar, eins og hún lfka getur
komið upp f mönnum, sem ekki
eru af brjálsjúkum ættuin, þó að
hitt sé án efa algengara, að sýki
þessi fylgi vissum ættum, eins og
þegar hefir verið sýnt dæmi til.
En engin regla er án afbrygða.
Alt það, er hér hefir verið bent
á, sem einkenni vissra ætta, má
sýna og sanna með nöfnum og á-
reiðanlegum ættfærzlum. En hér
er nú ekki rúm til þess. Það er
og kunnugt, lfking á andlitslagi
manna, getur glögglega sýnt ætt-
mót þeirra. Ég skal f þessu sam-
bandi geta þess, til fróðleiks f>eim
mönnum, sem liingað til liafa fyrir-
litið eða hatað ættvfsina, án f>ess
þó að hafa fært rök fyrir þeirri
blindu ályktun sinni, — að ættvfs-
in mun sfðar verða ein af helztu
stoðum vfsindalegrar þekkingar og
rannsóknar, f ýmsum greinum,
einkum læknisfræði og náttúru-
fiæði, — auk þess, sem hún er ó-
missandi stoð sögunnar, eins og
oft hefir áður verið sýnt með ó-
nrekjandi rökum. Þeir sem ekki
athuga orsakir, geta sjaldan gert
sér rétta grein fyiir afleiðingunum.
S. Vésteinn.
Brauðtrogið.
Stundum hefir Canadaland
verið nefnt “Kornaforðabúr alrík-
isins brezka” og þvf haldiif fram,
að Canada geti framleitt nægilegar
korntegundir til þess á öllum tfm-
um að byrgja upp alla brezka
þegna með nægum brauðforða.
A sfðari árum, eftir því sem
þekking manna á Canada hefir auk-
ist, hefir sú skoðun farið vax-
andi, að þessi staðhæfing um korn-
framleiðslu möguleika landsins
kynni að vera á rökum bygð. Svo
var brezku stjórninni það mikið á-
liugamál, að vita vissu sfna f þessu,
að hún gerði fyrir skömmum tfma
út mann til pess að athuga þetta
málefni og gefa álit sitt um [>að,
hvort Canada geti framleitt nægi-
legan kornforða til þess að byrgja
alt Bretaveldi upp með korn og
mjölmat, ef f>ess skyldi gerast þörf
á ófriðartfmnm. Maður þessi var
prófessor Mavor.
Hvort hann hefir gert nokkra
verulega tilraun til þess að kornast
að sannleikanum í þessu máli, get-
um vér ekki sagt með neinni vissu,
en hitt er vfst, að hann hefir í
skv'rslu þeirri, sem hann hefir sent
brezku stjórninni, látið það álit sitt
í ljós, að ekki sé eigandi undir að
reiða sig á framleiðslu-möguleika
Csnada, þvf að mikið af suðurhluta
þess sé í hinni svo nefndu “ame-
rfkönsku eyðimörk”, sem fyrir
fjórðungi aldar var álitin að vera
gersamlega ófrjósöm, átti að ná alla
leið frá Utah að sunnan og norður
eftir öllu landi, og innibinda part
af Alberta og Saskatchewan fylki.
En nú er það áallra manna vitorði,
að einmittþessi “amerlkanska eyði-
mörk, er svo langt frá að vera eyði-
mörk, að hann er ineð frjósömustu
pörtum landsins. Þar sem fyrir
20 árum varóbygt oglftt þekt land,
er nú orðið sett myndarlegum þorp-
um, umkringdum af velræktuðum
búlöndum, sem gefa af sér að jafn-
aði um og yfir 20 bushel hveitis af
ekru á ári. Sá hlutinn af þessu
mikla meginlandi, sem lengst fram-
eftir árum var talinn óræktanlegur
og aðeins hæfur til hjarðlanda, er
hluti af Alberta héraðinu og vest-
urhlutinn af Assiniboia héraðinu,
sem var. En síðan tekið var til að
gera vatnsveitingar á svæði þessu,
sem á sfðastliðnum fium árum hafa
kostað C. P. R. félagið yfir Ö millf-
ónir dollara og ríkisstjórnina ann-
að eins eða meira, þá hefir þessi
landsfláki reynst með þeim frjó-
sömustu í öllu landinu, svo að nú
.er ekki til nokkur hluti landsins,
sem með réttu getur talist eyði-
mörk, fyr en kemur svo afarlangt
norður að stöðugir kuldar banni
kornyrkju.
Það iná svo lieita, að livert ein-
asta blað í öllu Canadaveldi og á
Englandi sé á móti próf. Mavor út
af þessari skýrslu hans, og færa
sum þeirra til margar tölur og
skýrslur máli sfnu til sönnunar.
En prófessorinn þegir málið fram
af sér og þar við situr.
Meðal annars halda blöðin því
fram, að á þessu éri verði uppsker-
an f Vestur-Canada meiri en pró-
fessorinn telur mögulegt, að landið
geti framleitt, og þó er landið svo
að segja á barnsaldri byggingar og
ræktunar. Á þessu ári eru t. d.
undir "ræktun rúmlega K,700,000
ekrur, sem Ifklegar eru til að gefa
af sér alt að 100 mill. bushels, og
þó er óliætt að fullyrða, að það er
ekki 20. hlutinn af því landi, sem
vel má rækta og gera arðberandi.
Mönnum’hefir talist svo til, að ekki
sé neitt þvf til fyrirstöðu, að Can-
ada geti með tfmanum selt út á ári
alt að þúsund millfón bushel af
liveiti og að það sé nægilegt til þess
að byrgja upp gjörvalt brezka rfkið
með brauði á ófriðartímum.
Og auk þess mundi Indland einn-
ig geta lagt til afarmikinn forða,
ef á lagi.
MINNING
Guðmundu Magnússon
Fœdd 6t iúní 1880 —Ddin 12. dgnst 190').
Tileinkað
SIGURÐI MAGNÚSSYNI,
manni hinnar látnu,
frd stúkunni “ísland” nr. 25, Ó.R.G.T.
Svo ung ertu horfin á eilífðarströnd
1 ómælið handan við sæ.
Frá hálf-unnu dagsverki hulin f mold,
í hásumars lffgandi blæ.
— Við dómarann tjáir ei deila né mögl,
þótt dómsorðið virðist ei rétt,
því mótmælin verða þeim volduga hjá
á vigtinni örsmá og létt.
Ef eitthvað or fagurt og göfugt og gott
það gróðrarmagn fær oss ei hjá,
en það sem er leiðinlegt, ljótt eða ilt
má langvinnri stofnfe3tu ná.
Þá kerið úr silfrinu sekkur á botn
berst soðbollinn alheill á land.
Og kuldinn og dauðinn þeir kýrna oss að
þá kærleikans slíta þeir band.
Vort land er svo kalt, og vort lff nær svo skamt
eins og ljós sem á eldspítu’ er kveykt,
fyr mfnútan líður er ljósið á burt
og lffsblómið fallið og bleikt.
En andvörpin kveða við sorg-þung og sár
um svellandi vonleysis mar.
Vér hrópum til drottins f himininn inn
cn heyrum ei geflð neitt svar.
Já, lff vort er grátlega, gnfstandi kalt,
og gróðurinn ennþá svo smár,
því jörðin er holurð og blágrýtisbjörg,
— hvert blóm verður fölt eins og nár.
Og því verður löngun vor leitandi’ og sterk
í landskosti betri að ná,
fyrst græðslan við urðina gengur svo seint
og gaddurinn nær út að sjá.
En hvar ert þú land, þar sem Iffsgleðin byr
og ljósið er einvalt í sál,
þars hugsjón vor æðsta í uppfylling snýst
og alsælt er hjarnanna mál?
Vér þráum og elskum þig alt okkar lff,
frá árdögum sfðsta að blund,
en hillum þig aðeins sem augnabliks sjón
á einstöku draumsælli stund.
Það máske er sælast að treysta þá trú
sem tengir oss himininn við,
sem ber oss í “Föðursins” alsæla arm
[>á opnað er sælunnar hlið.
En trúin er breytin og mennirnir með,
og mörg er sú kenninga grein,
sem hugsun og skilningur skipa á brott
ef skynsemissjónin er hrein.
En skilningur þinn var svo skýr eins og ljós,
og skörp var þín hugsun og mál,
og því kaustu heldur að hugsa það sjálf,
sem helgast er göfugri sál.
Og andi þinn lék sér þar fleygur og frjáls,
sem fegurst og sólrfkast var.
1 vorgeimnum átti’ hann sér vonanna land,
— það voru’ engar mótsagnir þar.
Vér þökkum þér starf þitt svo göfugt og gott
— þess gagnsemi lengi mun sjást, —
en heitast þó sá, er þitt hjarta var tengt
með hreinni og göfugri ást.
Hans minning um sælu f sorg-þunga snýst,
og sólskin f myrkvaðan dag.
— Svo breytast vor æsku- og ástþrungnu-ljóð
í angurblftt saknaðarlag.
Vér söknum þfn, minnumst þfn, kveðjum þig
— oss komandi leiðarmark vert, [kærst,
þvf bráðum vér könnum þá braut sem þú gekst,
sem beint er til grafar, og — hvert?
U, helzt, þar sem frelsi og fögnuður býr,
og fyllingu vonirnar ná,
sem óska sér hærra en andi vor nær
og augu vor megna að sjá.
Þorst. Þ. Þnrsteinsson.
Areiöan legrn
læknuö meö
minn in ý j u
og óhrigöulu
HÖferö.
DOLLAR ÖSKJUR ÓKEYPIS
Skrifiö 1 dag til míu og ég skal senda yöur
dollar.s viröi af meöulum mínum ókeypis, og
einnig hina nýju bó’r mtna, sem flytnr allar upp-
lýsingarum gigtveiki og vottorö frA fólki. sem
liefir þjóöst 1 15 til 20 ór, en heflr læknast meö
minni nýju aöferö viö þessari voöaveiki, sem
nefnist GIGTVIiIKI. Ííg get óreiðanlega sann-
aö, aÖ þessi nýja uppfundning mín læknaöi fólk,
eftir aö æföir lækuar og ýms patentmeðul höföu
reynst gagnslaus. I>essu til sönnunar skal ég
senda yöur dollarsviröi af minni nýju uppfundn-
ingu. Kg er svo viss um lækningakraft meöal-
anna, aö ég er fús til þess, aö senda yöur EINS
DOLLARS VIRDI ÓKEYPIS. I>a» gerir ekk-
ert til, hve gamall þér eruö eöa hve gigtin er
megn og þrólót. — mln m»‘öul munu gera yöur
heilbrigöan. Hversu mikið, sem þér llöiö viö
gigtina og hvort sem hún skerandi ? Öa bólgu-
kend eöa 1 taugum, vöövum eöa liöamótum,
ef þér þjóist. af liöagigt, mjaömagigt, eöa V>ak-
verk. þó allir partar líkamans þjóist og hver
liöur sé úr lagi genginn; ef nýrun. blaðran eöa
maginn er sjúkt,— þó skrifiö til mln og leyflÖ
mér aö færa yður að kostnaöarlausu sönnun
fyrir því, aö þaö sé aö minsta kosti eitt meðal
til, sem geti læknaÖ yöur. Bíöiö þvi ekki, en
skrifiö í dug og næsti póstur mun flytja yður
lækuingu I EINS DOLLARS YIRÐI AF Ó-
KF.YPIS MEÐULUM.
l*rof. ,F. Oartenstein
105 Grand Ave. Mihvaukee, Wis.
Giftingaleyfisbrjef
sebir Kr. Ásg. Benediktsson,
488 Toronto Street
P.O. Box 514 Telephone 3520
Skrifstofa:
30-31 Sylvester-Willson Chambers
222 McDermot Ave., Winnipeg
N. J. MATTHEW, B.A., L.L.B.,
LögfroiA in.aur, Málýirrslumaðu r
Atsalsbrjeta semjari, Nótaríus
ARNI ANDERSON les lög hjó Mr. Matthews
og mun góöfnslega greiöa fyrir Islendingum,
er þyrftu ó mólfærzlumanni aö halda.
’PHONE 8fi68 Smáaðgerðir fljóttog
vel af headi levstar.
Adams & Main
PLUIViBING AND HEATINC
473 Spence St. W’peg
Woodbine Restaurant
Stærsta Billiard Hall 1 NorÖvesturlandin
Tíu Pool-borö.—Alskonar vín ogvindlar.
I.ennon & Hebb,
Eieendur.
MARKET H0TEL
146 PRINCESS ST.
ó móti markaöuum
P. O’CONNELL, eigandi, WINNIPEG
Beztu tegundir af vinföngum og vind!
um, aðhlynning góð og hósið endur
bsett og uppbúið að nýju
DOMINION HOTEL
523 dVL^YIdST ST-
E. F, CARROLL, Eigandi.
Æskir viöskipta íslendinga, gisting ódýr, W
svefnherbergi,—ógætar móltiöar. Petta Hotel
er gengt City Hall, heflr bestu vlföng og Vindla
—þeir sem kaupa rúm. þurfa ekki nauðsvnlega
J aö kaupa móltiöar sem eru seldar sérstakar.
ssmtmmtwmw
mwmtnwiUM
1 HEFIRÐU REYNT?
DREWRY’5
REDW00D LAGER
EDA
EXTRA P0RTER.
úhyrfrjustum okkar ölgerðir að vera þær hreinustu og beztu,
og án als gruggs. Engin peningaupphæð hefir verið spöruð við til-
! íi búning þeirra. Ö1 okkar er það BEZTA sg HREINASTA og
j ^ LJÚFFENGASTá, sem fæst.
j Biðjið nrr. þa>1. <ivar sem þér eruð staddir Canada,
| Edward L. Drewry - - Wirmipeg, §
^ Mannlacínrer A lmperter, 3
mmmium
HINN AGŒTI
‘T. L,’ Cigar
er langt á undan, menn ættu ekki að reykja
aðra vindla en þá beztu. Búnir til hjá :
WESTERN CIGAR FACTORY
Thos. Lee, eigandi, "W’IN’iN’IPEGI.
STÓRKOSTLEG
TILHREIN SUN AR-S AL A
20,000 dollara virði af
Stígvélum og skóm
Kai’lmanna sterkir kólfskinns, alleöur skór. Vana- verö $1.75. Nú 1. I 5 Kvenna ViceKidSkór. HundraÖ pör úr aö velja. Vanaverö _ ^ ^ _ $1,85. Nn $1.25
Ilrengja Skólaskór, níösterkir kólf- skinnsskór. Aöur $1..">0. Nn $1-00 Stulku ÍK»etir endingargóöir skraut- tó skór. Vanaverð $1.65. Nú $1.00
Missið ekki af þessari peningasparnaðar sölu. Þetta er aöeins
partur af þessum kjörkaupum. Alt selt með miklum afslætti
til 7. þ, m. Kaupið meðan tækifærið gefst og sparið peninga
yðar með þvi. Utanbæjar pantanir afgreiddar fljótt og vel.
AfalS & HlllTÍNIIII
570 MAIN STREET
Milli Paoiflc OK Alexander Ave. Aflu,-: Hardy Shoe Store
Department of Agriculture and Jmmigration,
MANITOBA
Mesta liveitiræktarland í lieimi.
Óviðjafnanlegir möguleikar fyrir allskonar búskap.
Millíónir ekra af ágætn landi ennþá fáanlegar.
Hundrað þúsusund duglegir landnemar geta strax kom- '
ið sér upp þægilegum heimilum. |
Óviðjafnanlegt tækifæri fyrir þá, sem vilja verja fé sfnu |
í hagnaðarfyrirtæki, sem og fyrir verksmiðjneigendur og
allskonar aðra innflytjendur.
Fylkisstjórnarlíind fást enn f>á fyrir $8 til $6 ekran.
Umbættar bújarðir frá $10 til $50 hver ekra.
Upplýsingav um ókeypis heimilisréttarlönd fást á landskrifstofu
rikísstjórnarinnar.
Upplýsingar um kaup á fylkislöndum fást á landstofu fylkis-
stjórnarinnar í fylkisþinghúsinu.
UppbsÍDgar um atvinnumál gefur
J. J. GOLDEIV,
Provincial Immigration Bureau,
617 Main St., Winnipeg