Heimskringla - 16.11.1905, Blaðsíða 1

Heimskringla - 16.11.1905, Blaðsíða 1
XX. ÁR. WINNIPEG, MANITOBA 16. NÓVEMBER 1905 Nr. 6 Arni tertsson «71 ROSS AVENCE Phone 3033. Wlnnlpeg. Bezta tcekifœri Mér hefir verið falið á hendur að selja út M J 0 L KHRBtl hér t bænum. Það er: 15 mjólkur- k/r, einn hestur og önnur vanaleg bflsáhöld. Eg má taka bæjarlóðir eða gott íveruhfis í borgun fyrir bfl- slóðina. Þetta er gott tækifæri annaðhvort fyrir mann sem vill byrja mjólkurverzlun, eða mann sem hefir f hyggju að fara fit á land og á fasteignir f bænum, er hann vill selja. Bregðið fljótt við. svo þér missið ekki af þessu tækifæri. Arni Eggertsson Offlce: itoom 210 Mclntyre Blb Telephone 3364 Fregnsafn Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. Margar þúsundir kvennaí Lund finum fylktu liði og fóru nýlega á fund Balfours. stjórnarformanns Breta, til að biðja hann að gora ráðstaíanir til þess, að menn þeirrn fengju eitthvað að gera. Konurn- ar kváðu menn sfna vera atvinnu- Iausa .og enga möguleika til þess að fá nöitt að gera, fólkið vrði að svelta. Þær mintu Balfour á það, að hungraðir menn væru óðir menn, og að bfiast mœtti við upp- reist í landinu, ef atvinna og fæði fengist ekki von bráðara. Balfour kvaðst kenna f brjósti um konurn- ar, en kvaðst eklíi geta hjálpað; liann vonaði, að mannvinir gæfu sig fram til pess að veita atvinnu- lausum fjölskyldum fæði. Eftir petta svar liéldu konurnar fund mikinn og töluðu þar ýmsir leið- andi menn, sem réðu til þess að halda áfram atvinnukröfum á hend- ar stjórninni og að hefja uppreist f lfkingu við þá, sem nú er á Rfiss- landi, ef hjálp fengist ekki, og að haida áfram uppreistinni þar til hver einasti vinnulaus maður væri bfiinn að komast að vinnu. — Frfi Florence Dixiu skáld- kona, rithöfundur og kvennréttar- hetja, er nýlátiu á Englandi, 48 ára gömul. Hfin hefir ritað margar bæknr og vann í Bfiastrfðinu, sem fregnriti fyrir blaðið L o n d o n T i m e s. — Borgarstjóra kosningur fóru fram f New York þann 7. þ.m. og náði fyrrum borgarstjóri McClellan endurkosningu. Móti honum sóttu lögmaður Ivins (fyrir hönd repfl- blfkana) og W. R,. Hearst, auðmað- ur mikil, og eigandi margra stór- blaða (fyrir liönd “Municipal Own- ership League”). Hearst tapaði með 5000 atkv. mun, en hann er ekki af baki dottinn að heldur, og segist liafa unnið kosninguna með réttu. Hann segir að and- stæðingar sínir liafi laumað 40 þfis. fölskum atkvæðaseðlum í kassana og þar að auki liafi þeir stolið og falið eða eyðilagt 195 atkvæðakassa, sem hafi haft fleirtölu atkvæða fyr- ir sig. Hearst segist því vera lög- lega kosinn óg heimtar að atkv. vorði talin upp aftur. — New \ork búar eru eins og vfðar óðum að færast nær þjóðeignar hugmynd- inni. — Demókratar unnu ríkiskosn- ingar f Ohio-ríki, í fyrsta skifti f mörg undanfarin ár. Tom L. John- son, demókrat I þjóðeignar og ein- skatts maður), var kosinn borgarstj. f Cleveland, O., f [>riðja sinni og með miklu meiri atkvœðamun en í hin skiftin. Philadephiabúar kusu VVeaver, merkisbera “Hinna óháðu” og höfnuðu republfkum, sem þykir ganga kraftaverki næst, í f>eirri borg. — Svo lítur út, sem repúblík- anski flokkurinn sé að tapa tiltrfi þjóðariunar um [>essar mundir, og mun það að nokkru stafa af upp- ljósti þeim. sem fram hefir komið við rannsókn lífsábyrgðarfélaganna þar syðra á undanförnum mánuð- um, og sambandi flokksins við stjórnendur þeirra félaga, — ÍStarfskýrslur Canadian North- ern járnbrautarfélagsins voru lesn- ar á ársfundi félagsins í Toronto á laugardaginn var. Þær sýna, að tekjur félagsins á sl. ári, fram að 50. jfinf, voru $41(5,702 umfrain starfskostnað, — eða sundurliðað þannig: Tekjur $4,190,111.25, starfskostnaður $2,664,729.64. Á- góði varð alls $1,545,482.52. Föst fitgjöld 1,128,779.58. Hreinn ágóði $416,702.94. Tekjur brautarinnar urðu nær þvf millfón dollara meiri en næsta ár á undan. Alls hefir brautakerfið kostað upp að þeim degi 53,555,852. — Sakamál hefir verið höfðað móti nokkrum “plumbers” félögum í TorQnto og ráðsmönnum þeirra Kærurnar eru, að félögin starfi til [>ess að hindra iðnað, til [>ess að svfkja þá, sem þurfi að láta vinna “plumbing” verk og til þess að hindra, að nokkrir fá vinnu eða vinnuefni, sem ekki tilheyra félög- um þessum. Kæraner f einu orði sú, að félögin hafi verið mynduð í þeim tilgangi og starfi að því að koma á óheillavænlegri einokun í “plumbing” vinnu. — Fréttir frá bænum Tornsk í Sfberfu segja, að þar hafi 600 gyð- ingar verið brendir á báli [>ann 8. þ.m. Fólk þetta hafði flfiið í leik- hfis bæjarins og verið brent þar inni. Bæði lögreglan og herliðið neitaði að gera nokkuð til f>ess að bjarga fólkinu. Uppþot hefir einn- ig orðið í Mosoow á Rússlandi; þar réðust slátrarar bæjarins með axir og linffa á stfidentana. sem flýðu f dómhfisið og lifis borgarstjórans, en skríllinn brendi til ösku Iiáðar þessar byggingar með öllum, sem inni voru, oghvert mannsbarn, sem reyndi að flýja, var tafarlaust skot- ið niður. Saina daginn gengu skóhibörn f fylkingu uni bæinn og héldu á rauðnrn flöggum. Slátrar- arnir réðust á þau.og er þau reyndu að flýja, voru þau stöðvuð af lfig- regluliðinu og barin til óbóta, svo [>að láu í hrönnum á strætunum meðvitundarlaus og sundurflakandi í sárum. Sumstaðar lágu mann- hundar í leyni og réðust á börnin, er þau hlupu framhjá, og börðu [>au til óbóta. Alt bendir á, að í stað þess að gleðjast yfir nýfeng- inni stjórnarbót hafi rfissnesk al- þýða orðið hálftrylt og fylst ein- hverju lieiftaræði. — Gulltekjan í Yukon héraðinu á tfu sl. mánuðum til 19. okt., sem Dominion stjórninríi var borgaður skattur af, var alls $7,086,000, sem er $1500 á mann hvern, sem vann að gulltekjunni, og er [>að hærra meðaltal á mann, en áður hefir fengist fir uokkru gulltekju héraði f lieiminum. $15.00 eru taldir í hverri únzu Canada megin landa- mæranna, en $16.00 Bandarfkja- megin. En það er talið vfst, að miklu meiri gulltekja hafi verið, en skattgreiðslan sýnir, því skattur er greiddur aðeins af þvf guili, sem flutt er fit fir héraðinu. — Tveir Italar. sein einhverjir menn höfðu “importerað” til Can- ada, til f>ess að breyta tölum á bankaseðlum, hafa verið dæmdir, annar í 7 ára en hinn í 3. ára fang- elsi. Menn [>essir störfuðu í bæn- um Kingston í Ont., annar að því að gera $10 úr $2 seðlum, en hinn að þvf að koma breyttu seðlunum fit meðal alinennings. — Mál stendur yfir f Montreal til þess að ónýta kosningu D. Gal- ley fyrir St. Ánne kjördæmið. Gal- ley þessi sótti og var kosinn sem Liberal, en nfi koma nokkrir af þeim mönnum fram og bera vitni á uióti Iionum, sem liann borgaði sjálfur skildinga til [>ess að greiða sér atkvæði, sumum eins mikið og $18.00. 8 — Sjóher Rússa í Cronstadt gerði uppreist þann 8 þ. m. Yfir- mennirnir á herskipum f>eim, sem voru [>ar á höfninni, \ oru drepnir. Sfðan gengu hermennirnir á land og veittu bæjarbúum atlögu, brut- ust inn f bfiðir og vínsöluliús og gerðu usla mikinn. Landherliðinu var boðið út og skipað að verja staðinn. Sló [>á í snarpan bardaga og féllu margir af hvorutveggjum og einnig fjöldi af friðsömum borg- arbúum, karlmenn, konur og börn. Margt bendir til þess, að herdeildir Riissa vfðsvegar séu ekki ánægðar og þvf líklegar til að ganga í lið með uppreistarmönnum þ e g a r minst varir. Svo langt er komið, að Gen. Trepoff, vfirumsjónarmað- ur hervalds og lögreglu f Péturs- borg, hefir sagt af sér því embætti og einnig stöðu sinni sem innan- rfkisráðgjafi. Það bætir og á rííót- gang stjórnarinnar, að hermenn hennar hafa kveykt í Cronstadt- borg, sem ór svo nærri Pétursborg, að [>aðan má sjá roðannaf eldinum. Tal og málþræðir milli borganna voru ónýttir 9. þ.m. DeWitte geng- ur illa að mynda ráðaneyti og talið að hann muni neyðast til að taka sér ráðgjafa úr hópi andstæðinga sinna, sem hann hafði þó ekki ætl- að að gera. Þvf þeir, sem liann hafði bygt traust sitt á til aðstoðar, brugðust honum á sfðustu stundu. _ — Óeyrðir f bænum Pragul á Ástrfu, á sunnudaginn var, urðu 5o manns að bana; 5o þúsund manns voru í slagnum. Óeyrðirn- ar mynduðust af þvf, að Socialist- ar gengu í fylkingum um götur borgarinnar til [>ess að sýna fjölda sinfl, afl og áhrif f landsmáluin. Þeir báru rauða fána, sem inerk- ir uppreist; og [>á tók hervaldið til sinna ráða og skaut á fylkingarnar, og þá flúði fólkið í allar áttir. — Heræfingar í Kfna fóru þar fram nýlega og tóku [>átt f þeim 4o [>ús. manna, sem Japar höfðu kent vopnaburð og herstjórn. Allir sendimenn Evrópu-þjóða, sem við- staddir voru, létu mikið yfir hve vel það tókst, og töldu Kfnverja efni í beztu hermenn. > — Auðmannafélag í Califomia hefir myndast með 40 mill. dollara höfuðstól til þess að byggja jám- braut [>vert yfir Alaska. Brautin er áíetluð 5 f>ús. mflur A lengd. Stjórnin verður beðin að ábyrgjast skuldabréf félagsins. — F\Tstu fylkiskosningar í Al- berta fóru fram þann 9. þ.m. Lib- eralar báru sigur úrbýtum. Aðeins 2 Conservativar náðu kosningu mót 23 Liberals. Enn er óákveðið hve- nær kosningarnar í Saskatchewan fara fram. -— 23 þfis. ekrur af skólalöndum voru seldar í Didsbury héraðinu f Alberta f sl.viku fyrir alls 240 þús. dollara, eða rúmlega $10 hver ekra. Landverð er óðum að liækka þar vestra, enda eru þaufrjósöm f bezta lagi og uppskera viss. — Norðmenn hafa meðalmennri atkvæðagreiðslu lýst því yfir, að [>eir kjósi heldur konungsstjórn en lýðveldi; tæpur þriðjungur atkvæða var á móti. Karl, sonur danska krónprinsins, verður f>ví að sjálf- sögðu konungur Norðmanna, og kvað eiga að nefnast Hákon VII. Dr. King, umferðar-augnalæknir, hefir verið tekinn fastur f Birtle. Hann er kærður um að hafa rænt kossi frá konu einni f Solsgirth. Málið hefir komið fyrir rétt, og rar maðurinn sektaður um $20. LANGLÍFI. Thomas A. Edison uppfundn- ingamaðurinn mikli, sagði nýlega í samtali við fréttaritara blaðsins “Skandinaven” svohljóðandi: “ Það virðist vera óviðráðanleg ástrfða hjá mönnum hér í landi, að éta og sofa alt of mikið og vinna of lítið, Menn éta og sofa sig and- lega örmagna og stundum éta þeir og sofa sig til dauða. “ Menn tala um að vinnuharkan sé [>eim um megn,, en það er hrein- asta fjarstæða. í eðli sfnu getur maðurinn aldrei unnið of mikið, Þvf vinnan gerir hann hraustan. Eg hefi sjálfur unnið 1 fimm daga og nætur samfleytt án svefns og neytti lítils matar, og ég afkastaði eins miklu verki undir þessum kringumstæðum eins og ég hefi gert á nokkrum öðrum tfma. Fyrir nokkrum tfma kendi ég magaveiki og vissi ég [>á ekki hvaða orsök lág til þess; en ég fór að takmarka fæðu mfna til þess að,vita hverjar verkanir [>að hefði, Eg hefi aldrei borðað m j ö g m i k i ð, en þó tók ég [>að ráð, að minka fæðuna. í tvo m&nuði lifði ég á 4 únzum fæðu f mál. Eg tók einstöku sinn- um eina teskeið af baunum, lftið stykki af steiktu brauði og Kaviar eða litla brauðsneið og stykki af fleski, osfrv. Hver var afleiðingin? Eftir tveggja mánaða tíma vóg ég' jafnmikið og ég gerði áður en ég tók að takmarka fæðuna, nefnilega 185 pd. Ég fann, að með [>vf að lifa á 12 únzum matnr á dag f 4 vikur gat ég hugsað ljósara en áður, og að bæði líkamsþungi minn og kraftar höfðu lialdið fulíu jafnvægi, og f>ó vann ég á þessu tfmabili eins mik- ið o^ nokkru sinni fyr. “Itali einn að nafni Louis Corn- aro hefir ritað bók um langlííi. Hann hélt sömu lifnaðarháttum og fólk flest þangað til hann var á fórtugasta árinu. Hann var sf- veikur og [>unglyndur og gat aldrei unnið neitt verk svo það færi hon- um vel 6r hendi. Sjúkdómslcgur hans sannfærðu hann um, að liann væri á liraða ferð til grafarinnar og læknar töldu hann af. Hann tók svo [>á stefnu, að breyta um lffern- ismáta sinn með þvf að éta minna en hann. liafði gert. Hann varð hraustur og afkastamaður til vinnu, hugsunarfærin styrktust og lund- emið var rólegt og lffið alt ánægju- samt. Hann lifði þar til hann varð ýör hundrað ára gamall. “ Faðir mirín \ arð 94 ára gamall, afi miun varð 102. ára, langafi rninn varð 104. ára. Allir þrfr lífðu þeir samkvæint lögum Louis Cornaros”. II. MAKSÖNGUIl úr Brávallarrímum Kveönum af Kr. A. Bcnediktssyni. 1. Bragafaðir berðu mér Birtu úr alheimsölum, Og málið pað sem mjúkast er í móðurjarðar dölum. 2. Fagurfræði og ljóðalist Ljfift mér væri að sinna’, En ævikjörin ill og bvst Oft á móti vinnn. 3. Þarf til bæði [>rótt og s&l Þvfsa í nngu landi, Andrfkt kveða englamál Um aldir sílifandi. t. Mér er ekki mælgin léð, *' Má þvi íuítvel una'. A hugarskeiði hef [>ó séð Heiða náttfiruna. 5. Eg fer einn um andans geim Engann spyr til vega, Skapa mér f hugarlieim - Hluti ýmislega. 6. Hefi ég aldrei hfikt upp á Hagyrðinga skóla, Girnist ekki greppum frá Geitaskóf og njóla. 7. Yísna fer ég veginn minn, Þó veðra dynji élin. Hengi aðrir hattinn sinn A liróðrar uglustélin. 8. Liðs að biðja lfst ei goð, — Ljá þau sjaldan bænir. Oðs nú ílýgur áfram gnoð. Iða vellir grænir. 9. Austur um brautir fræða fer, Fornar sæki leiðir, — Þó argi, sargi eftir mér Ernir vængja gleiðir. 10. TJti standa ei ég má, — Allan missi tfmann. — Heyrið þvf og hlustið á! Hérna er önnur rfman: NY PRESTAKREDDA. Sú tízka er nýlega komin á gang meðal kvenna bæði í Evrópu og eins hér í landi, að gafiga berhöfð- aðar úti. Heilt félag af heldri konum á Englandi hefir tekið sig fram um að gangast fyrir því, að pessi siður næði sem mestri út- breiðslu. En eftir [>ví sem blaðinu “Lon- don Daily Cronicle” segist frá, þá eru sumir prestar ensku kirkjunnar algerlega mótfallnir þessari tlzku. Séra G. M. Parsons hefir lokað kirkju sinni algerlega nema aðeins um messutfma á sunnudögum og hefir auglýst í blöðunum ástæðuna fyrir [>cssu tiltæki sfnu. Hann segir: “Cranbrooke kirkjunni er hér með lokað ufn ótakmarkað tfmabil, nema á guðsþjónustutímum. Kirkj- an hefir að undanförnu verið opin á öllum tímum, og f>að er sorglegt, að liún getur ekki haldið áfram að vera það eins og vera ætti. Þetta er algerlega' að kenna lotningar- skorti ýmsra kvenna, sem dyrfast að ganga berhöfðaðar f guðshús án nokkurs lotningar eða siðprýðis- PIANOS og ORGANS. Heintzmaii & Co. Pianos.-Bell Orgel. Yér seljmn með mánaðaraiborgunarskilm&lum. J. J. H McLEAN &. CO. LTD. 530 MAIN' St. WINNIPEG. NEW Y0RK LIFE Insurance Co. j0Hilic*l Árið 1904 var sextugasta aldursár félagsins. Á þvf ári seldust 185,367 Iffsábyrgðar skýrteini að nppliæð $342,212,569, fyrsta árgjald borgað. Það er 100 millíón- um meira, en nokkurt annað lífsábyrgðarfélag hefir selt á nokkru úndanförnu ári. — Nærri 20 millíónir dollara var borgað fyrir 6000 dánarkröfur. Yfir 20 mill. til lif- andi meðlima. — 17 mill. dollara var láaað út á skýrteini þeirra móti 5 prócent árlegum vöxtum. — Inntektir fél. hækkuðu um 8-J millfón. — Sjóður þess hækkaði um 38 millfónir, er nú $390,(560,260.— Lífsábyrgð í gildi liækk- aði um $183,396,409. Öll lífsábyrgð 1 gildi 1. Jan. 1905 $1,928,609.308. CHR. ÓLAFSSON, J G. MOKGAN, AGENT. WINNIPEG MANAGEK merkis á höfði sér. Lítil slæða eða klútur væri nægilegt til þessa. En þó fólki liafi verið veittar átölur um nokkura ára tíma fyrir þetta, þá liefir það reynst árangurslaust. Ef karlmenn neituðu að taka ofan er þeir ganga í guðshús, þá væri það næg ástæða tií [>ess að gera þá ræka úr söfnuðum þeirra og guðs- liúsi. Og þessi neitun kvenna, að hylja liöfuð sfn, gerir burtrekstur þeirra óhjákvæmilegan. Kirkjan er lokuð með djúpri eftirsjá og ’sorg yfir virðingarskortinuui fyrir fuðshúsi. Þetta hlýtnr að baka irkjunní iríikils tjóns, bæði að þvr er snertir trúræknisiðkanir hinna lotningarfullu safnaðarlima og í offrurn. En það er vonandi að þetta tiltæki leiði þá léttúðarfullu til alvarlegrar umhugsunar um það sem þeim er skylt að inna málefni drottins af hendi, svo að hús hans megi sem fýrst verða opnað eins og áður var”. Svo mörg eru þessi orð. Mörg- um mun Þykja þessi skoðun prests- ins all-einkennileg, að telja það guði þóknanlegt, að menu séu lær- liöfðaðir en konur með skýlur eða hatta f kirkjum. Enga guðdóm- lega ritningarskipun ber liann þó fyrir þeirri kenningu, að konur megi ekki alt eins vera berhöfðaðar f húsum inni eins og karlmenn, og auðsjáanlegt er, að konurnar í söfnuði hans hafa ekki getað sann- færst af þessurn nokkurra ára á- minningum, sem liann segist hafa látið dynja á þeim. Til Jóns Einarssonar. Sól, er brennir svikið glit, sendurðn’ enn f llnum; styrkur, menning, stefna, vit stjórnar penna þfnum. Siff. Júl. Jvhanncsson. Heimskring-la er kærkom inn gestur á íslandi. Fyrirtaks Land til Sölu. Til sölu er ágætt land '4 mílur frá Stonewall,160ekrur. Landið er alt umgirt með 3 vírum, 40 ekrur ræktaðar og liús og briinnur á landinu. Verð $3,000. Góð bygging- arlóð f Winnipeg verður tek- in upp f fyrstu niðurborgun. Afgangurinn borgist á 8 ár- um. Þetta er ágætis heimili, og ættu þvf landar, sem vilja ná sér í gott land, að sæta þessu tækifæri. Menn snúi til mfn sem fyrst. STEFÁN BJÖRNSSON, 271 Simcoe St. Hin sundurlausa þýðing Ilions- kviðu og Odysseifsdrápu óskast til kaups. Ritstj. vfsar á. Stór hellir nýfundinn. Maður einn að nafni Charles Deutscliman hefir nýlega fundið helli mikinn f Klettafjöllunum inn- an takmarka British Columbiu, og nýskeð fengið með sér verkfræðing Dom. stjórnarinnar í Banff til að skoða helli þenna, sem er talinu með þeim stæistu í heimi og að þvf leyti ólíkur flestum öðruin hellrum, að haim er að innan mestmegnis a<armf.ri. Yerkfrseðineur Ayres, sá er skoðaði hellinn með Deutscli- man, segist á 3 dögum hafa skoðað nákvæmlega einn afkima hellisins, eða 3225 fet af honum, og fundið þar ýms göng, sem hann ekki hafði tíma til að skoða. Hann segir að liellirinn muni vera svo stór og með svo mörgum göngum og skút- um, að ekki verði að svo stöddu sagt neitt ákveðið um stærð hans. Fjöldi fólks úr öllum áttum mun ferðast þangað að skoða liann und- ireius og hann er orðinn nógu vel auglýstur. Hellirinn er nefudur “Deutschman Cafe” og liggur f svo nefndri Cougar Basin f fjöllunum. C.P. R. félagið hefir þegar sent mann þenna, sem hellirinn fann, til þess að ferðast um í Bandaríkj- unum til þess að auglýsa þar fund þenna. I!. Petursson <fc CO. Til nýrra skiftavina! Móti peningum út í hönd seljum vér matvöru ódýrara oftir gæðum, en nokkrir aðrir f borginni. 20 pd. af hvítasykri ALVEG FRÍTT Hverjum, sem kaupir af oss fyrir peniuga út í hönd $10.00 virði af matvöru fjeinu, gefum vér algerlega í kaupbætir 20 pd. af hvítasykri. c i 7 n boiler Ö I ■ I U aJve8 sefins Hverjum, sem kaupir af oss $10 virði af járnvöru, gefum vér f kaup- bætir boiler með eirbotni, sem kostar $1.70. Eða þeim, sem kaup- ir $5.00 virði gefum vér hvern þann hlut er kostar 75c. Þessi kostaboð standa aðeins til 25. þessa mánaðar. Gleymið ekki nýju búðinni; húner á horninu á Wellington Ave. og| SimeoeJ|8treet. B. PETURSSON «Sc CO. CorAVellington Ave. og Simcoe 8>. Phone 4407

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.