Heimskringla - 11.01.1906, Blaðsíða 1
WINNIPEG, MANITOBA 11. JANÚAR 1906
Nr. 14
XX. ÁR.
♦--------------------------
Ami Egprtssoi
Land og Fasteignasali
TJtvegar peningal&n og
tryggir líf og eignir
Skrifst<'fa: Room 210 Mclntyre
Block. Telephoae 8364
Heimili: 671 Ross Avenue
Telephone 3033
♦ ---------------------♦
Fregnsafn
Markverðustu viðburðir
hvaðanæfa.
John P. Holland, sá sem fann
upp og smfðaði liinn fyrsta kfifun-
arbát, hefir n/lega staðhæft að þess
verði ekki langt að bfða, að menn
geti flogið 1 loftinu frá einum stað
til annars. Hann kveðst hafa fund-
ið upp vél, sem geri mönnum létt
að fljfiga með og telur hana svo
fulljkomna, að hún verði áreiðan-
lega notuð sem ferðatæki f fram-
tfðinni.
— “Örebladet” norska segir að
Norðmenn hafi fundið nýja aðferð
til þess að gerast ölvaðir án mikils
kostnaðar. Þeirsjúga nokkradropa
af sterku kornbrennivíni upp f nas-
irnar eftir að hafa helt því f lófa
sinn. Við þetta rýkur vfnandinn
svo snögglega upp f höfuðið, að
neytandinn verður sem næst með-
vitundarlaus f nokkrar mfnútur og
alt taugakerfið lamast og svefnleg
þreyta færist yfir hann líkt og þá,
sem neyta ópfums. Blaðið segir
þessi löstur sé svo mjög að færast f
vöxt, að til vandræða horfi þar f
landi.
— Kolanámaeigendur 1 Penn-
sylvanfu borguðu verkamönnum
sínuin á jóladaginn um lOmillfónir
dollara f peningum. Þar af voru
nær $250,000 aukaþóknun eða jóla-
gjöf.
— Svo telst bœjarstjórninni til,
að nálega 12 millfónum dollara hafi
verið varið til húsabygginga í
Winnipeg á þessu ári.
— Tveir menn létu lífið f járn-
brautarslysi á C.P.R. fyrir austan
Chajjlean á n/ársdag.
— Reno-f jall í British Columbia
hefir sigið í jörðu af jarðskj&lftum,
sem þar hafa orðið. Skip, sem
sigla fram og aftur með ströndinni,
bera öll sörnu söguna um hvarf
fjallsins.
— Kaupmaður einn frá Moscow
á Rússlandi, sem i síðustu viku
kom með systur sinni til NewYork,
segir þessa sögu af ástandinu
heima, er hann fór þaðan: Eg flúði
frá verzlun minni og eignum fyrir
3 vikum. Það var á sunnudag, en
næstliðinn föstudag varð uppreist-
in miklaf borginni umhverfis mark-
aðinn f Gyðingahluta borgarinnar.
Þar voru saman komnir fi þúsund
Gyðingar og Rússar. Fjórar göt-
ur lágu að markaðssvæðinu. Uin
hádegi heyrðist lúðurhljómur f
nokkurri fjarlægð. Þar var svarað
með lúðrakalli lir 3 áttum og sam-
stundis kom riddaralið þeytandi
eftir öllum strætum inn að mark-
aðnum. Það voru nokkur hundruð
ríðandi hermanna og þeir réðust
tafarlaust á varnarlaust fólkið,
konur og börn. Eg var þar nær-
staddur, en ekki veit ég hvernig ég
komst undan. Konnrnar báru
rauða blómknappa á brjóstum sér,
til merkis um, «ð þær væru með-
mælt ir uppreistarmönnum. Her-
mennirnir lögðu sérstaka áherzlu á
að hafa þær að skotmarki og flest-
ar þeirra féllu, ýmist fyrir skotum
eða spjótum. Það var farið með
konur og börn ver en nokkrar
skepnur. Það var barið, sparkað,
hrækt á það og skotið, eða höggvið
niður og traðkað undir fótum, og
á allan upphugsanlegan li&tt smáð
og kvalið og myrt. Börnin voru
tætt í sundur lifandi fyrir augum
mæðra sinna, og konurnar voru
barðar með búkunum af hinum
dauðu börnum sfnum. Fjögur þús-
und lfk vor dysjuð þar í strætun-
um eftir þennan slag. Húsog sölu-
búðir var sprengt í loft upp á ýms-
um stöðum í bænum. Eg vissi
ekki, hvenær að mér mundi koma.
Að eins ég og systir mín erum eftir
af 11 manns f fjölskyldu okkar. —
Með þessu fólki komu og 2 nfu ára
gömul börn, sem einhvern veginn
komust undan af 10 manns úr fjöl-
skyldu þeirra, sem féllu f þessum
hroðalega slag.
— Eigandi stórblaðsins “Clrcago
Record Herald” hefir skipað ein-
um af meðritstjórum blaðsins, að
láta gera loftskip og sigla þvf svo
í leit eftir norðurpólnum, og að
senda sér við og við loftskeyti til
þess að láta sig vita, hverju fram
fari með undirbúninginn og leitina,
með loft og ritsfmaskeytum. Það
er þegar byrjað á, að smíða skip
þetta f Parfs undir aðalumsjón San-
tos Dumonts, sem á að vera annar
maður f pólarförinui og liafa alla
stjórn á skipinu. Blaðið borgar
allan kostnað, hversu 'mikill sem
hann verður. Förin verður byrjuð
á næsta sum'i.
— Svo er að sjá á öllum blaða-
fréttum frá Evrópu, að Frakkar og
Þjóðverjar muni bráðlega fara f
stríð út af Morocco málinu. All-
miklar æsingar eru með mönnum á
Frakklandi og er þar talið alveg
víst, að stríð við Þjóðverja sé óum-
fl/janlegt bráðlega.
— Hr. John McCall, forseti New
York Life lffsábyrgðar-félagsins,
hefir borgað til baka f sjóð félags-
ins þau 235 þúsund dollara, sem
borgað hafði verið til Andrew
Hamilton, en sem hann gerði enga
grein fyrir heldur fór í þess stað til
Evrópu tíl þess að komast hjá að
mæta fyrir rannsóknarnefndinni.
McCall hefir einnig sagt af sér for-
mensku félagsins og 100 þúsund
dollara árslaununum. í hans stað
er kosinn Alexander E. Orr, til
að stjórna félaginu og verða laun
hans 50 þús.dollarar um árið. Enn-
fremur var fækkað varaforsetum
félagsins oglaun ýmissra embættis-
manna verða lækkuð að mun.
— Uppreistin f Vladivostock, er
getið var um hér í blaðinu fyrir
skömmu, endaði svo að 12 þúsund
hús voru ýmist brend eða á annan
hátt eyðilögð og þúsundir manna
féllu. í bænum Tomsk í Síberfu
lét stjórnin brenna 900 hermenn
inni f tjaldbúðum þeirra, af því
þeir höfðu sýnt sig lfklega til að
ganga 1 lið með uppreistarmönnun-
um. Sextfu voru einnig brendir
inni í húsi einuf bænum Vladivo-
stock. Kósakkar virðast f öllum
tilfellum notaðir til að kveykja
þessnr morðbrennur og gangast
fyrir þeim.
— Svo eru katólskir biskupar f
Quebec orðnir æstir f mentamálum
þess fylkis, að þeir neita að leyfa
mentamálastjóra fylkisins að sitja
á fundum nefndar þeirrar, sem hef-
ir umsjón á katólsku skólunum þar
f fylkinu. Byskuparnir segja, að
katólska kirkjan ráði algerlega yfir
sérstöku skólunum og stjórninni
komi ekkert við um mentun þeirra
barna, sem á þá gangi. Skylda
stjórnarinnar sé að eins sú, að
styrkja þS af fylkisfé. Það má bú-
ast við, að þess verði ekki langt að
bíða, að sama kenningin verði flutt
og lienni beitt við sérstöku skólana
1 Alberta og Saskatchewan.
— Fellibylur mikill kom nýlega
yfir bæinn Atlanta f Georgiá rfk-
inu, er feykti um koll húsutn og
varð tugum manna að bana. Svip-
aður bylur, þó nokkuð minni, gerði
vart við sig f Chicago sama daginn
er orsakaði 100 þús. dollara eigna-
tjón. Margt manna meiddist þar
einnig af völdum stormsins. •
— Svo er að sjá, sem uppreistin
1 Moscow sé um garð generin, og
hefir stjórninni tekist, að bæla nið-
ur uppreistarandann. um stuml að
minste kosti. Yfir20 þús. mnnns-
lífum var offrað áður en uppreist-
armenn gáfust upp; voru þeir kró-
aðir af á vissum stfSðum og skotuir
niður og brendir, þangað til engir
stóðu uppi. Ganili Witte hefir
sagt sóclaiistum, sem gengist hafa
fyrir öllum upphlaupunum og æs-
ingunum þar í landi á síðari tfm-
um, að hann sé bæði þeim og al-
þýðunni vinveittur og skuli gera
alt sem f hans valdi stendur til
þess að hlynna að öllum sanngjörn-
um kröfum þeirra. En jafnframt
tilkynnir hann þeirn, að hann skufi
beita óspart öllu þvf afli, sem
Rússastjórn á vald yfir til þess að
halda þeim í liæfilegum skefjum,
ef á þurfi að halda. Og hann virð.
ist hafa framkæmt fyllilega þessa
hótun eftir blóðbaðinu í Moscow
að dæma.
— Þjóðverjar hafa pantað 20
þvisund flutnings járnbrautarvagna
og mest.a ógrynni af skotvopnum
og öðrum herútbúnaði, sem alt
hvað eiga að nota gegn Frökkum.
ef 1 hart fer. Það er talið vafalaust.
að þjóðum þessum muni lenda
saman, og bera Þjóðverjar Bretuui
á brýn, að þcir séu leyuilega með-
mæltir Frökkum og æsi þá upp til
ófriðar. Bretar svara engu.
— Stjórnin f New Brunswick
ætlar á næsta þingi, sem þar kem-
ur saman f næsta mánuði að lög-
leiða þvingunar-ákvæði, er geri
tienni mögulegt að þrVsta öllum
börnum í fylkiuu til skólagöngu.
— Gas í kolan&ma f Virginia
varð yfir 20 manns að bana þ. 3. þ.
m. N&minn var meira en mflu
neðanjarðar.
— Indfánaskóli Dominion stjórn-
arinnar, sem settur er hjá Middle-
cliurch, um 5 mflur norður frá
Winnipeg. brann til ösku þ. 4. þ.
m. Um 70 nemendur voru á skól-
anum og björguðust allir. Sagt er
að eldurinn hafi kviknað frá hit-
unarvélum undir húsinu.
— Allmikið snjófall varð 3. þ.
m. f Minnesota, Wisconsin og Da-
kota rfkjunum. Frétt frá St. Paul
segir það vera mesta snjófall, sem
þar hafi komið f 8 &r,
— Eldur kom upp f hóteli f Por-
tage la Prairie að morgni þess 6.
þ. m.; 70 manns.sem f húsinn voru,
komust með illan leik út úr því.
margir fáklæddir. Húsið brann til
ösku á 2 ki.stundum. Skaði met-
inn 12 þús. dollars.
— Fréttir frá Montreal segja lfk-
legt, að Israel Tarte verði á ný
gerður að ráðgjafa í Laurier stjórn-
inni. Hannertalinnbezti.flok.ks-
myndari, sem Liberalar eiga og þvf
talið nauðsynlegt að hafa hann í
stjómarembætti.
— Yfir 100 japanskar hetjur
brunnu til dauða í Atika héraðinu
f Japan þ. 4. þ. m. Þeir voru að
vinna þar l1 náma, en vábrestur
mikill kveykti í honum og menn
komust ekki undan.
— Betts dómari liélt dómþing f
Albany, N. Y., þann 6. þ.m„ en alt
fór réttarhaldið fram með vitna-
leiðslu gegn um talþræði. Dómar-
inn var bundinn við mát, sem fram
fór f bænum Kingston og komst
ekki þaðan, en réttarhaldið varð
hann að halda f Albany þann sama
dag. Og til þess að geta þjónað
2 herrum í einu notaði hann tal-
þráðinn við Albany réttarhaldið en
sat sjálfur í Kingston.
— Svertingja kona nokkur, Mar
ía McDonald, andaðist í Philadel-
phia þann 7. þ. m„ 135 ára gömul;
fædd 14. nóv. 1770 Hún var stór
kona, sterkbygð og reykti tóbak
ákaflega.
— Frú Fanny Epstein í Chicago
andaðis^ þar um síðustu helgi, 114
ára gömul.
— Skýrslur frá Pétursliorg sVna.
að uppreistarmenn þar hafa "gert
jTfir 3. millíón dollara eignatjóu á
fáum sl. vikum.
— Fjárhagsskýrlur Dominion
stjórnarinnar eru nyútkomnar, og
sýna að tekjur hafa orðið 71 milí.
dollare og útgjöldin ails 78 millf-
ónir. Þjóðskuldin er nú orðin net
2661 millíónir dollara.
I5LAND.
Nýtt blað á að koma út & Eski-
firði og & Ari Jónsson, lögfræðing-
uE að vera ritstjóri þess; það á að
heita Dagfari og verður þjóðræðis'
eða mót-stjómarblað. — Nýtt blað
ætlar stjórnarflokkurinn & fslandi
PIANOS og ORGANS.
Heintzman & Co. Pianos.-Bell Orgel.
Yér seljom með mánaðarafborgunarskilm&lum.
J, J. H- McLEAN & CO. LTD.
530 MAIN St. WINNIPEQ.
að fara að gefa út í Reykjavík, og
er væntanlegur ritstjóri þess Þorst.
Gíslason skáld, en séra Þórhallur
og Jón Jacobsson eiga að vera f
ritnefnd þess og lijálpa til. —Guð-
mundur Björnsson, sýslumaður
Barðstrendinga, pektaði nýlega
botnvörpung, er hann fann við
veiðar í landhelgi í Tálknafirði, um
þús. kr. og upptæk veiðarfæri og
afla. — Þangbrensla hefir nýlega
verið byrjuð á Alftanesí fyrir for-
göngu Danfels Danfelssonar, lj'ós-
myndara’ f Reykjavfk. — Abyrgð-
arfélagið “Scandia” hefir skorað á
bæjarstjórn Reykjayíkur að auka
og bæta slökkvitól bæjarins og að
koma betra skipulagi á slökkvilið
bæjarins. — Tlðarfar fretnur stirt
fyrstu vikunaaf desember; útsynn-
tngs kafaldshrfðar og umhleyp-
ingar. — Málmfélaginu f Reykja-
vfk kvað enn eigi hafa tekist að
afla nauðsynlegs hlutaf jár til þess
að byrja störf sín, enda sundur-
lyndi töluvert í höfuðstaðnum, þar
sem stofnendurnir þykja vilja
trj-ggja sjálfum sér meiri vðld og
ráð f félaginu en góðu hófi gegnir;
fullnægjandi rannsókn þvf ekki
enn þá farin fram til þess að sýna,
hvort m&lmtekjan borgar sig. —
] 1. nóv. brann f Reykjavfk félags-
bakaríið, það stærsta þar. Húsið
brann í grunn niður og miklar
byrgðir af mjöli sem f þvf voru;
bruninn orsakaðist af sprunginni
eldpfpu niðri í húsinu. Þ& brann
og íbúðarhús þar n&lægt, sem var
eign sama félags, og að nokkru
leyti einnig hlaða, sem stóð þar
skamt frá. Húsin voru f 50 þús,
króna eldsvoða ábyrgð. —: NýU r&ð
til I>fi8s að varðveita flsk óskemdag
hefír danskur maður fundið; með
þvf geymist fiskur sem nýr væri
í hálfan mánuð. Geymsluaðferðin
er þessi: Fiskurinn er slægður
jafnskjótt og hann er innbyrður,
og þá vafið um hann pergaments-
pappfr, sem búinn er til úr efni úr
grasarfkinu. Þessi pappfr varnar
þvf, að nokkur slagningur komist
að fiskinum. Þvf næst er fiskurinn
l&tinn í kassa með sm&muldum fs
f og kassanum vandlega lokað. —
Fríkyrkjan f Reykjavfk nú endur-
smfðuð og endurvfgð; hún er 70
feta löng og 36 feta breið, aðal-
kyrkjan, og 40 fet á hæð, með set-
pöllum í iniðjum veggjum. Hún
er nú langstæreta kyrkjan & íslandi
og rúmar tiest fólk.
Landnemin n.
»
(Niðurlag).
Landneminn þekti hinn óljósa
veg vel og hélt áfram áleiðis til
bæjarins og komst þangað um há-
de&isbil. Hann flýtti sér sem mest
hann gat að kaupslaga, svo hann
gæti sem fyrst lagt af stað aftur,
þvf liann vissi, að vegurinn var
langur og erfiður. Það var að koma
ský á vesturloftið. Og snjókornift
fuku með meiri og meiri hraða
undan vindinum, sem virtist ó-
þreytandi á ferð sinni frá vestrinu
til austursins Uxarnir gengu
hratt til þess að taka úr sér kuld-
ann, sem hafði nfst þá á meðan
þeir biðu eftir húsbónda sfnum.
Hér og hvar hafði vindurinn sett
þverskafla yfir veginn, sem gerðu
ferðina mikið erfiðari. Snjókornin
risu hærra og hærra og vindurinn
blés harðara. Og' það var komin
lirfð, sólin var að ganga utulir og
það var að verða erfiðara og erfið-
aru að sjá til slóðarinnar.
Uxarnir voru famir að þreytast
og fara hægra. Þeir vorn farnir að
fara út af slóðinni, og vildu fara að
snúa undan veðrinu. Landneminn
lót svipuna ganga, en það koin fyr-
ir ekkert; þeir vorn orðnir upp-
gefnir og stönsuðu loks alveg, stóðu
með allar fæturnar saman og lyftu
þeim á mis. Vindurinn og snjór-
iun barð.st utau um þá. Þeir höfðu
iagt til sinn skerf. Þeir biðu eftir
því óhjákvæmilega: að frjósa í hel.
Landneminn setti mest af varn-
ingnum á bakið og snéri karlmann-
lega á móti hrfðinni. Hann leit
upp og honum fanst liann vera
þess fullviss, að liann væri á réttri
leið, En brátt varð honum gang-
urinn erfiður. Byrðin var þung;
hann stansaði. Fötin voru orðin
föst við hann af svita, þrátt fyrir
nfstings-frostið. Hann lagði bagg
ann aftur á bak sér og komst nokk-
uð lengra. Nei, hann var að upp-
gefast, Hann skildi eftir byrðina,
setti á sig blettinn og liugðist að
sækja hana næsta rnorgun. Að
eins einn lftinn bðggul tók hann
með sér. Það var lítil barnsskyrta.
Frá henni gekk hann vandlega í
vasa sínum.
Afram hélt hann lengra. Hann
reyndi að ganga hraðara. En vind-
urinn varð sterkari og myrkrið
svartara. Hann var búinn að tapa
slóðinni. Það greip hann hræðsla.
Hann vissi ekki hvar hann var.
Hann kafaði lengra og lengra í von
um að finna slóðina. Hann var að
verða veikur f hnjáliðunum. Spor-
in fóru að verða styttri, andardrátt-
urinn erfiðari. Það var klaki fyrir
vitunum & honum. Jú, hann fann
slóð og laut niðnr til þt>ss rið full-
viaaa sig, Snjórinn blés niður á
milli höunnar og treyjukragans og
vindurinn rak snjúinn langt niður
& bak & landnemanum. Það fór
um hami hrollur. Hann reyndi að
rétta sig upp. Það var eins og
hnffur væri rekinn f bakið á hon-
um þar ðem hin þunga byrði hafði
svo lengi hvflt. M&tturinn var
þrotinn. Hann gat ekki staðið
upp.
Örskamt frá lék vindurinn um
litla kofann, sem hafði að geyma
konuna ungu og barnið smáa.
Strax um kveldið fór konan að
hlusta eftir manninum sfnum. Hún
heyrði vindinn verða æ sterkari.
Og myrkrið var komið og snjórinn
blés hér og hvar inn með hurðinni
og gluggunum. Hún hnipraði sig
að stónni með ungbarnið og horfði
út f gluggann en gat ekkert söð.
Vindurinn gaulaði leiðinlega fyrir
húshornið, og henni fór að detta f
hug, að liann kæmist ef til vill ekki
heim. Hún fór og kveykti á lukt
inni og fór með hana út og hengdi
hana á kofahornið fyrir vitaljós.
En snjókornin settust utan á glerið
eins og til þess að varna ljósinu frá
að lýsa vegfarendanum, sem barð-
istúti viltur og að fram kominn af
lúa. Henni fanst liver mínúta
eins löng eins og heil nótt. Hún
grét ofan yfir ungbarnið, sem lienni
gekk erfitt með að halda heitu sök-
um kuldans. Hún hálfsofnaði, en
hrökk upp aftur. Klukkan var
orðin tólf. Hún hlustaði og rendi
augunutn út f gluggann. Olfan
f luktinni var búin og ljósið dautt.
Og hefði hún getað séð að eins dá-
Iftið lengra, þá hefði hún getað séð
þann, sem hún unni mest af öllum,
með lffsmagnið þrotið, — dáinn
eins og ljósið.
Fréttabréf.
Minneota, Minn., 1. jan. 1907,
Veðrafar: Það sem af er þessum
vetri hefi hér mátt heita einn óslit-
inn blfðveðrab&lkur, jiirð marauð.
Verzlun var hér mjög fjörug fyr-
ir jólin, nema hveitiverziun dauf.
En sú var orsök til þess, að járn-
brautarfélögin vanræktu að senda
nægilega marga vagna til kaup.
manna f Minneota, svo alt fyltist
og bændur þurftu margir að keyra
hveitihlöss sln lieim aítur.
Ferðamenn: Eigi alls fyrir löngm
voru hér f kynnisfðr Jón Brands-
son frá Garðar og þeir bræður Jó-
sef og Björn Walter. Einnig hafa
hér verið um hátíðirnar prófessor
M. Magnússon, frá Gustavus Ad-
olphus,rskólanum í St. Peter, og
fimm íslenzkir nemendur þaðan.
Gleðisamkomur voru haldnar f öll-
um fslenzku söfnuðunum til arðs
fyrir ísl. kennarasjóðinn. Prófess-
orinn og nemendurnir glðddu fólk-
ið með ræðuhöldum og söng. Á
þeim samkomum munu liafa dreg-
ist saman rúmir 100 dollarar.
S. M. S. Askdal.
Tvö kvæði.
AUSTAN HAFS.
Seilist ei til Amerfku,
auðvaldskúgun þar að lasta,
skoðið heldur þjóð,sem þekkið,
þ& er skemra steini að kasta.
Þegar eigin þrautum gleyma
þeir, sem lengi voru kvaldir,
þá er eins og helgað höggin
hafi loksins margar aldir.
Vel f gömlu verðlagsskránni
vatiinn festir hverja skrúfu,
að eins vautar böud, sem betur
bindi menn við sömu þúfu.
HUGSVÖLUN.
Við tðlum um rángirni, tfmanna
mein,
og tjónið, sem okrarar vinna;
f þrasinu heyrist oft þj&ninga kvein
til þeirra, sem veiddu hér minna.
Við lævfsir snuðum, í launkofum
samt,
og leitum að gulli og frama,
en uurlaralundin þó nái hér skamt,
er náttúraq alveg hin sanja,
Og skynsemin gerir oss lögm&lið
létt,
til líknar var boðorði snúið,
oð hver éti annan, er heimspeki
rétt,
en lialdið því leyndti — og trúið!
S. S. ísfeld.
TIL SJÁLFS MÍN Á
JÓLUNUM 1905.
Geturðu’ ei hýrnað og glaðst eins
og börnin um jólin?
Getur ei huga þinn uppliómað
hækkandi sólin? *
Er þar svo grimt,
ömurlegt, kuldalegt, dimt
eins og við útnorður póliun?
%
Hryggir þig máske að heyra þær
þúsundir lfða,
sem hafa við allsleysi, kúgun og
liatur að stríða?
Hjálpin er smá,
hungurs er ásóknin þrá;
lengi þær lausnarans bíða.
Og svo þegar allsleysið snýst upp f
hræðilegt hatur;
hungrið er vitfirring, hvergi fæst
nærandi matur.
Auðlegð er t&l:
öllu mun kastað á bál,
er saman dró lævís og latur.
Hvað er nú orðið af öllu, sem kendi
okkur Kristur,
konungur sannleikans, jafnaðar-
maðurinn fyrstur?
Kirkjunnar þjóð,
konia mun fátækra blóð
í koll þér sem bylvindur bystur.
Nú roðar f austri upp af J>eim blóð-
uga degi;
allsleysið hefuirsín,kúgunin stend-
ur það eigi.
Sigur er vís
sannleikans merki hvar rls,
harðstjórinn víkur úr vegi.
Ég trúi þvf ennþá, að sannleikur
sigurinn vinni, '
sigrist á kúgun.og mannkynið um-
bótum sinni;
helg verði jól
haldin um veraldar ból,
jafnaðar merkasta minni.
Sigurður Jöhannsson.