Heimskringla - 11.01.1906, Blaðsíða 3

Heimskringla - 11.01.1906, Blaðsíða 3
HEIMSKRINGLA 11. JANÚAR 1906 leyti til þess að leika billiard á þessum stöðum (Pool Rooms). Að- allega mun hér átt við vora ís- lenzku unglinga og þá sem eru á J>ví þroskastigi, hverra siðferði hefir hefir enn ekki náð þvf takmarki, sem einkennir mennina á fullorð- ins árunum, og verður niðurstaðan hjá yður sú, að eigi þurfi að álíta billiard salina (PoolRooms) hættu- lega fyrír unglinga, og jafnvel að það sé þakklætisvert, að þeir séu til, svo að unglingar vorir lendi ekki á aðra enn verri staði. Og að billiard spil sé í sjálfu sér saalaust og heilsusamleg íþrótt fyrir unga menn að temja sér. Eg get ekki að því gert, að ég er ekki scimu skoðunar á þessu máli og pér eruð, og byggi ég þá skoðun mína bæði á því, er ég hefi sjálfur séð og þekt, og einnig á annara manna skoðun, og þar sem þetta mál snertir þjóðflokk vorn í þessum bæ ekki alllítið, þá virðist mér að málið ætti að skoðast frá tveim hliðum. Látum svo þá, sem hlut eiga að máli d æ m a um það, hvað rétt sé í því, er um það er sagt. t>að getur gefið dálitla skýringu á þessu máli að athuga, hver sé tilgangur J>ess manns eða manna, er setia á fót þessa samkomustaði, og vil ég leyfa mér að segja, að til- gangurinn mun alljafnan vera sá, að græða fé á fyrirtækinu án tillits til þess, hver sénytsemi stofnunar- innar. Þetta mun einnig mega segja um önnur fyrirtæki, en ýmis- legt er þó í þvf sambandi, er mælir með og móti fyrirtækinu. í sambandi við flesta billiard- sali (Pool Rooms) er vanalega verzlun með tóbak, vindla og cigar- ettes og svaladrykki af ýmsum tegundum, ásamt sölu á áfengi, þar sem staðir J>essir eru í sambandi við víndrykkjukrár. Og mun jafn- vel mega finna dæmi þess, að á- fengi hafi verið selt á ólögmætan hátt á Jæssum stöðum. Þetta virðist mér benda á, að ekkert muni fara hér fram, er vald- ið geti J>roskun góðs siðferðis hjá þeim unglingum, er venja komur sfnar þangað. Á þessa staði safn- ast venjulega saman þeir menn, er gáleysi og léttúðarfult hugarfar hefir ollað því, að þeir hafa ekki náð nokkurri fastri stefnu f Iffinu, láta sér standa á sama um öll mannlifsins spursmál; dettursjald- an eða aldrei f hug, hvað þeir hefðu sjálfir getað gert, ef þeir hefðu far- ið öðruvfsi að. Samtal manna á J>essum stöðum er þýðingarlaust, að ég ekki segi viðurstyggilegt orð- bragð um eitt og annað, er ber á góma, blótsyrði og guðlast tvinnað saman á vfxl, eftir því sem þykir bezt við eiga í það og J>að sinn. Enda er ekki við öðru að biiast.- Mentagyðjan hefir aldrei átt sæti á J^essum stötíum. Engum manni, er J>angað kemur, dettur slfkt f hug, hafi hann einhverja fagra og göf- nga hugsun, sem hann langar til að halda uppi, fá mun hann ekki reyna til að ryðja henni rúm í hug- nm þeirra, er þar eru saman- komnir. Nei, slfkt væri vitfyrring næst. Hér'er því að mínu áliti grððrar- etfa fyrir flest af þvf, er getur af- vegaleitt unglinginn og ollað lion- um andlegs og lfkamlegs tjóns um ókominn æfiferil hans, — hugsun- arleysi og deyfð fyrir öllum vel- ferðarmálum manns, eyðsla J>ess bezta tfma af æfiferli mannsins (o: nngdómsárunum), samfélag við aðra menn á lægra siðferðisstigi en hann sjálfur er og ómótstæðileg á- hrif J>eirra manna á hann. Þetta eru öflin, sem unglingnrinn, er heimsækir billiard-salina (Pool Rooms) verður fyrir, og er nokkurt efmál um það, hvert þau öfl muni bera hann.ef hanu ekki fl/r af vegi þeirra? Að billiard-spil sé í sjálfu sér saklaust, mótmælir enginn. Svo má segja um svo margt, en sem er þó afar hættulegt untjir öðrum kringnmstæðum. “Young Men's Christian Association” (Ungra kristinna manna félagið) notar bil- liard-spil sem eitt af Bkemtunun- um í J>vf félagi,og hefirvíst enginn út á það að setja. Sama raætti segja um billiard spil, er væri í sambandi við bókhlöðu bæjarina og undir stjórn þeirra manna, er þvf stjórna. Sömuleiðis er um billiard-spil f heimahúsum, því á þessum stöðum er félagsskapurinn alt öðruvfsi en viðgengst á hinum a 1 m e n n u billiard-sölum (Pool t Rooms). Sú skoðun yðar, að ef þessir staðir væru ekki til, þá færu ung- lingarnir á aðra staði til J>ess að leita sér skemtana, sem ef til vill væru enn verri en biliiard-salirnir, J>ykir mér næsta varúðarverð. Því væri J>að viðurkent, J>á væri með þvf dregin yfir þessa staði nokkurs konar sakleysis-blæja, sem ekki má eiga sér stað. Þvíþað gerir billiard salina ennþá hættulegri. Með þvf að slfkt sé látið afskiftalaust, hlýt- ur aðsóknin að þeim að aukast. En liættan er í því innifalin, að þar venjast unglingarnir við siðspill- inguna, og hinir aðrir staðir, sem verri kunna að vera, verða ekki eins viðbjóðslegir f augum þeirra eins og þeir f raun og veru eru. Það má ekki halda þvf á lofti fyrir unglingum vorum, að það sé fyrir- gefanlegt, að þeir eyði tfma sfnum og hæfileikum, ef þeir geri það ekki á þann allra versta liátt, sem mögu- legt er. Menn verða ekki auðnu- leysingjar alt í einu heldur smám- saman, og þess vagna verður að gæta þess, hvaða leið unglingurinn velur sér áður en hann er kominn svo langt, að hann getur ekki snúið aftur, Eg hefi nú látið í ljósi skoðun mína á þessu máli, sem er sú í fá- um orðum, að það sé hættulegt fyr- ir siðferði okkar uppvaxandi ung- menna, að eyða tfma sínum við billiard-spil á þessum umræddu stöðum. Enda mun almennings- álitið vera nokkuð f llka átt. Eg hefi rétt nýlega séð hór f blöðum þessa bæjar, að það hefir komið til umtals á fundum lögreglustjórnar- innar, hvernig mætti reisa skorður við siðspillingu þeirri, er stafaði frá billiard-stofum (Pool Rooms), og bendir þetta ljóslega á það, að nauðsyn virðist vera á þvf, að hafa meira eftirlit með þeim, en gert hefir verið, og að áhrif þeirra séu alt annað en holl fyrir einstakling- inn og félagslífið. Til vorra ungu manna vil ég segja J>etta: Það er engan and- legan gróða fyrir ykkur að fá á þessum stöðum. Lftið í kringum ykkur og til þeirra manna, er æru sinnar vegna ekki vilja láta sjá sig á billiard-stofunum; reynið svo að taka þ\ ykkur til fyrirmyndar, og þið, sem tilheyrið Good Templar Reglunni,sækið heldur fundi stúku yðar. Það er vissari lánsvegur fyrir ykkur, og að þér eyðið frí- stundum yðar þar er vottur þess, að þér síðarmeir getið komist f tölu þeirra manna, sem hafa leitt mann- kynið til frelsis og framfara. Wiunipeg, 1. Jan. 1906. Wm. Anderson FRÉTTABRÉF. Q iill Plain, des. 20. 1905. Heiðraði ritstjóri! Viltu gera svo vel og setja þess- ar fáu lfnur f Heimskringlu. Af þvf ég sé svo sjaldan fréttir úr þessari bygð í blöðunum, held ég ég verði að gera það, þó ég só alls ekki fær til þess. Skal ég þá byrja með þvf að segja að tfðarfar hefir verið hið bezta frá byrjun október til þessa dags; lft- ið farið að gefa geldum gripum. Frostin hafa verið mjög væg og að eins lftið snjóföl. Af því ég ætla að minnast á fé- lagsskap, hlýt ég að taka Kristnes bygð með f reikninginn, hvað það snertir, því svo rn i kalla að þetta séeitt nágrenni, þó fimm mflur séu á milli þessara póstafgreiðslustaða-. Lestrarfélag var myndað hér í fyrra vetur og er það vel vakandi. Það hélt okkur myndarlega satn- komu snemma í nóvember f skóla- húsinu Akra, sem er nýsmfðað af Jónasi Samson, mjög snoturt hús. Áformað er að byrja barnaskóla í því með febrúar næstk. Trúarlíf er að vakna í þessari bygð. Séra Einar Vigfússon kom hér út fyrir hálfutn mánuði síðan og býst við að verða hér fram yfir jól. Hann er ekki aðgerðalaus; mörg börn til að að skíra og svo að halda guðsþjónustur. Þá fyrstu hélt hann í Akra skólahúsi og var þar fjölment vel, þvf þetta var ný- ung fyrir fólkið. Eftir messu vakti hann máls á um safnaðarmyndun. Þessu var svarað hlýlega af nokkr- um mönnum, sem þá boðuðu til fundar í húsi hr. J.Véum. Á þeim fundi skuldbundu sig til þess að hrinda málinu af stað nokkrir af okkar beztu mönnum í þessari bygð, og efa ég ekki, að þeim verði ágengt og að þeir geti myndað söfnuð intlan skams. Ekki væri úr vegi að geta þess, að séra Einar gifti ein hjón: Hr Ólaf Johnson og Miss Svövu J. Samson. Við þetta tækifæri var mönnum haldið mjög myndarlegt samsæti f húsi föður brúðarinnar hr. Jónasar Samson. Veizlan fór vel fram og var mælt fyrir skálum, sungið og dansað. Og f einu orði: allir skemtu sérvel fram á morgun. Var þetta þeim Samson hjónunum til hins mesta sóma. Um leið og ég óska þeim til lukku með tengda- son sinn og hinum ungu hjónum allra heilla 1/si ég ánægju minni yfir þvf að fá þennan myndarlega og félagslynda unga mann í bænda- töluna f þessari nýju bygð. Hvað verzlun snertir megum við vel við una, því algengar vörur eru hér með llku verði og austur í Manitoba. Það er talið víst, að C. P. R. verði rent hér f gegn á kom- andi sumri. Ætti það líka að bæta verzlunina um leið og það gerir mönnum mikil þægindi með afurð- ir sfnar. Hér er vfða landgott og getum við þvf búist við góðri uppskeru, ef tíðin er hagstæð. Nokkrir menn stunda fiskirí við Fishing Lake, en það gengur mjög tregt. Oska ég svo þessu bygðarlagi allra heilla bæði í trúarlegum og verklegum áformum. Afram, áfram, landar, styðjið fé- lagsskapinn í hvívetna! Kristján Olafsson. íslendingar í Alberta, er auðsýnduð okkur hjónun- um svo innilega hluttekn- ingu, alúð og hjálpsemi, þegar við urðum fyrir þeirri þungu.ógleymanlegu sorg, að missa vorn elsku- legaog hjartkæra son Stephán, — en sérstaklega þú, kæri mágur og elsku bróðir, Stephan G. Steph- anson, sem varst okkur alt í öllu frá byrjun til enda, — meðtakið allirvort hjart- ans þakklæti. C. Chrirtinntnon, S. ChristinvxKon. Dánarfregn. Þann 31. des. sfðastl. andaðist að heimili móður sinnar á Lombard St., hér í Winnipeg, Joseph John- son, úr tæringu, eftir fjögra mán- aða legu. Foreldrar hans voru Sigurbjörn Jónsson, sem nú er fyr- ir riokkru dáinn, og Astrfðar Guð- mundsdóttur frá Stóru-Giljá í Húnavatnssýslu. Tveir bræður Josephs sáluga eru á lífi, báðir til heimilis í Winnipeg. Annar þeirra er Paul Johnson, sem mörgum er kunnur, og sem nú vinnur við póst- húsið hér í bænum. Hinn er John Johnson, sem vinnur nú á St. Nichols Hotel. Joseph sál. var fæddur á Islandi árið 1883 og flutti til þessa lands með foreldrum sfnum árið 1887. Hann var efnilegur og göður piltur. Jarðarför Joseplis sál. fór fram 2, þ. m. í Brookside grafreitnum, þar sem faðir hans og systir hafa áður verið jörðuð. Hinir mörgu vinirog kunningjar samhryggjast inDÍlega hinni syrgj- andi móður og bræðrum hins látna. Að heimili sfnu að Akra P.O.,N. Dak., andaðist þann30. des. sl. hr. Ingimundur Leve Guðmundsson 35 ára gamall; banamein hans var lúngnabólga. Hann hafði kent sér kvefveiki umnokkradaga er snögg lega snérist upp f lungnabólgu, og leiddi liann til bana á 2 sólarhring- um. Ingim. sál. var ættaður úr Húna- vatnssýslu á Islandi; sonur hjón- anna Guðmundar Frfmanns Gunn- arssonarog Ingibjargar Arnadóttir, sem lengi bjuggu á Repsteins- stöðum f Vfðidal. Þarfæddist hann 15. sept. 1870, fluttist þaðan vorið 1887 með foreldrum sfnnm að Brekku í Þingi, fluttist þaðan aft- ur vorið 1889 með foreldrum sfn- um að Sauðanesi í Asum. Þar misti hann móðir sfna. Eu vorið 1894 flutti hann með föður sfnnm að Hnjúkum á Ásum og átti þar heimili þar til vorið 1899 að hann fluttist til Ameríku og settist að í N. Dakota, hjá Gunnari J. Guð- mundssyni, sem þá bjó í Cavalier. Fyrsta veturinn þar vestia lærði hann skósmfði, en 1. júní 1901 kvongaðist hann ungfrú Kristfnu Jónsdóttir, Bjarnarsonar og Elin- borgar Bjarnadóttir að Akra N. D. Þeim, Ingim. og Kristfnti varð 3 barna auðið, sem öll lifa og eru sérlega mannvænleg, og sem, ásamt ekkjunni og öldruðum föður 3 bræðrum og 3 systrum og öklruð- um tengdaforeldrum, og fjölda af vinum og vandamðnnum, sjrrgja hinn látna. Ingimundur sálugi var f góðu meðallagi gáfaður, nám- fús ogvel mentaður af óskólagengn um manni. Hann var laglega hag- mæltur, en flekaði þvf mjög lftið. Maður var hann fastlyndur, næsta einstakur í sinni röð að trygð og staðfestu, einlægur og ráðholl- ur vinum sfnum og |>eim sem hon- um treystu. Hans er þvf ekki einungis sárt saknað af heitt elsk- andi ekkju ogblessuðum litln börn- unum, heldur af hans mörgu vin- um og ættingjum sem ég veit að geyma lengi f hjörtum sfnum hans ágætu minningu. Að endingu bið ég hamingjuna að hugga og styrkja hina sorg- mæddu og tárfellandi ekkju og blessuð mannblómin hennar, í gegnum þetta sorgartilfelli. Einlægur með vinsemd, vinur hins látna. C J. 0. Giftingaleyfisbrjef selur Kr. Ásg. Benediktsson, 477 Beverly Street PALL M. CLEMENS- BYGGISGAMEISTARI. 470 Dlaln St. IVInnipeg BAKER BLOCK. FREDERICK B0RNHAM, forseti. GEORGE D. ELDRIDGE, varaforseti og tölfrieöingnr. Mutual Reserve Life InsuranceCo OF NEW YORK. Abyrgðarsjóður í hðndum New York Ins. deildarinnar (á hvert ábyrgðar-skýrteini) 3. jan. 1905.....$ 4,397,988 Nf ábyrgð tekin og borguð árið 1903 ................. 12,527,288 Ný ábyrgð tekin og borguð árið 1904 ................. 17.868,353 Aukning borgaðra ábyrgða..................... $5,335,065 Aukning trygðra ábyrgða fgildi árið 1904 .... 6,797,601 Aukning trygðra ábyrgðarhafa 1904 ........... 5,833 Aukning nýrra ábyrgðar-iðgjalda 1904 ........ $128,000 Lækkun borgaðra dánarkrafa 1904 ................... 119,296 Borgað alls til meðlima og erfingja................$61,000,000 Hæfir menn, vanir eða óvanir, eeta fengið unsboðsstöður með beztn kjörum. Ritiðtil “ AOÉ.NCY DBPARTMENT”, Mutual Reserve Bldg., 307—309 Broadway, New York • Alex Jamieson M»Sitobafyrir 411 Mclntyre Blk. W’peg. ••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••• MARKET H0TEL 146 PRINCESS ST. á móti marka&oum P. O’CONNELL, eigandi, WINNIPEG Beztu tegundir af vínföngura og vindl um, aðhlynning góð og húsið endur bætt og uppbúið að nýju DOMINION HOTEL 523 JVE_A_XJST ST. E. F. CARROLL, Eigandi. Æskir viöskipta íslendinsa, gisting 6dýr, 40 svefnherbergi,—ágtetar máltlöar. Petta Hoteí er gengt City Hall, hefir bestu vlföng og Vindla —þeir sem kaupa rúm. þurfa ekki nauösynlega aö kaupa máltlöar sem eru seldar sérstakar. Bonnar & Hartley DOLLAR ÖSKJUR ÓKEYPIS liögfræðingar og landskjalasemjarar Room 617 Cnion BaÁ', Winnipeg. R A. BONNBR. T. L. HARTLIY DUFF & FLETT PLUMBEES Gas & Steam Fitters. 604 TVotre l>ame Ave Telephone 8815 A\ er á Notre Dame VArvll l/ Ave„ fyrstu dyr frá Portage Ave. að vestan. Þetta er nýtt hótel og eitt hið vandað- asta í-þessum bæ. Eigandinn^ John McDonald, er mörgum Islendingum uð góðu kunnur. — Lftið þar inn! Skrifiö I dag til mln og ég skal senda yöur dollars viröi af meöulum mínum ókeypis, og einnig hina nýju bó< mlna, sem flytnr allar upp- lýsingar um gigtveiki og vottorð frá fólk\, sem hefir þjáöst 115 til 20 ár, en heflr lœknast meö minni nýju aöferö viö þessari voðaveiki, sem nefnist GIGTVEIKI. Ég get áreiðanlega sann- aö. aö þessi nýja uppfundning mln lœknaöi fólk, eftir aö œföir læknar og ýms patentmeðul höföu reynst gagnslau's. Pessu til sönnunar skal ég senda yöur dollarsviröi af minni nýju uppfundn ingu. Ég er svo viss um lækningakraft meöal- anna, aö ég er fús til þess, aö senda yöur EINS DOLLARS VIRÐI ÓKEYPIS. Paö gerir ekk- ert til, hve gamall þér eruð eða hvo gigtin er megn og þrálát, — mln moöul munu gera yður heilbrigöan. Hversu mikiö, sem þér lföiö viö gigtina og hvort sem hún skerandi eða bólgu- kend eöa í taugum, vöðvum eöa liöamótum, ef þér þjáist af liöagigt, mjaðmagigt eöa bak- verk, þó allir partar llkamans þjáist og hver liöur sé úr lagi genginn; ef nýrun, blaöran eöa maginn er sjúkt, — þá skrifiö til mín og leyflö mér aö færa yður aö kostnaöarlausu sðunun fyrir því, aö þaö sé aö niinsta kosti eitt meöal til, sem geti læknaÖ yöur. Blöiö því ekki, eu skrifiö 1 dag og næsti póstur mun fiytja yöur lækningu I EINS DOLLARS VIRÐI AF Ó KEYPIS MEÐULUM. I*rof. J. Ua'i'frnKtoin 90 Grand áve. Milwaakee, Wis. Altaf eins gott GOTT öl hjálpar roagamim til að gera sitt ætlunarverk og bætir meltinguna. ÞaB er mjög lítið alkahol í GÓÐU öli. GOTT öl — Drewr.y’s öl —drepur þorst- anu og hressir undireins. * 1 og þér munið fljótt viður- keuna ágæti þess sem heim- ilis meöal. Búiö til af Reyniö Eina Flösku af Redwood Lager ----OG----- Extra Porter (> Edwurd L. Drewry Manufacturor & Importer Winnipeg .... Canada Svefnleysi Kf þú ert lúiu Og getur ekki sofið, pá taktu l»re w r y’ s Kxtrn Porter oe þá sefur þú eins vært oií nngbarn. Fæst hvar sem er i Cannda. >000000004 hlNN AGŒTI ‘T. L,’ Cigar er langt á undan, menn ættn ekki aö reykja aðia vindla en þá beziu. Buiuj- td iijá : WESTERN CIGAR FACTORY Tlioa. læe, riguntli, "W13SJ 3SÍ12PXT O-. Mesta hveitiræktarland f heimi. Óviðjafnanlegir möguleikar tyrir allskonar búskap. Millíónir ekra af ágætu landi ennþá fáanlegar. flundrað f>úsusur.d duglegir landnemar geta strax kom- ið sér upp þægilegum heimilum. Óviðjafnanlegt tækifæri fyrir þá, sem vilja verja fé sfnu f hagnaðarfyrirtæki, sem og fyrir verksmiðjueigendur og allskonar aðra innflytjendur. Fylkisstjórnarlönd fást enn J>á fyrir $3 til $6 ekran Umbættar bújarðir frá $10 til $50 hver ekra. Upplýsingsr ura ókeypis heimilisréttarlönd fást á laudskrifstofu rikísstjórnarinnar. Upplýsingar um kaup á f\ lkislöndura fást á landstofu fylkis- stjórnarinnarlii fylkisþinghúsinu. Upplýsingar um atyinnumál gefur «J. J. GOLDEIV, Provincial Immigration Bureau, 617 Main St„ Winnipog *

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.