Heimskringla - 11.01.1906, Blaðsíða 2

Heimskringla - 11.01.1906, Blaðsíða 2
HEIMSKRINGLA 11. JANUAR 1006 Heimskringla PUBLISHED BY The Heimskringla News & Publish- ing ‘ Verö blaösins 1 Canada og Bandar. $2.00 nm 6riÖ (fyrir fram borgaö). Senttil Islands (fyrir fram borgaö af kaupendum blaösins hér) $1.50. Peningar sendist P. O. Money Or- der, Registered Letter eöa Express Money örder. Bankaávfsanir ó aöra banka en 1 Winnipeg aö eins teknar meö ad'öllum. B. L. BALDWINSON, Editor & Manager Office: 727 Sherbrooke Street, Winnipeg P.O.BOX 118. fPhone 351 2, Gamla árið. Árið 1905 hefir verið hið lang- inesta hagsældar&r, sem elztu íbú- arþessarfkis muna eftir. Veður- úttan á öllu árinu var hin ákjósan- legasta og hagfeldasta bæði fyrir búfjárrækt og akuryrkju. Upp- skeran í Canada varð meiri en & nokkru undangengnu ári í sögu landsins og verð & komtegundum bænda yfir höfuð með hæzta móti. Griparæktin reyndist arðsöm og búsafurðir bænda voru á sfðasta ári verðmeiri en á nokkuru undan- gengnu ári. Innflutningur fólks til Canada, — og með því er aðallega átt við Norðvesturlandið eða fylkin Mani- toba, Saskatchewan og Alberta — yarð ffleð langmesta móti, yfir 100 leg f>orp með nýjum bœndabýlum umhverfis. Verzlun landsins hefir verið langt um meiri á liðna árinu, heldur en á nokkru öðru ári í sögu ríkisins og margir hafa safnað auð fjár á þessu eina ári. I bæjum þessa fylkis og f Norð- J vesturlanding hefir land og önnur J fasteignasala verið svo stórfengleg, | að mesti fjöldi manna hefir grætt stórfé á þvf. 1 Winnipeg borg einni hafa hús verið bygð á sl. ári fyrir hartnær 12 millfónir dollara, eða m&ske enn f>á meira, þvf fæstir gefa bæjarstjórninni algerlega ná- kvæmar áætlanir yfir kostnað húsa þeirra, sem f>eir byggja. Hlut- fallsleg framför hefir átt sér stað í öðrum bæjum þessa fýlkis og í flestum sveitum f>ess. Það má þvf fullyrða, að yfirleitt hafi f>etta síðasta ár verið eitt hið mesta hagsældaár, og allra mesta framfaraár f iðnaði, búnaði og öðr- um starfsgreinum, sem komið hefir yfir þetta land. Og /msir landar vorir hafa hlotið sinn fulla skerf af þessari hagsæld. Innan sviga mætti geta f>ess, að í Amerfku hafa íslendingar vafalaust tvöfaldað efni sfn á sl. 5 árum og að samantöld efni peirra nú munu mega teljast jafngildi alls íslands, gða gem allra næst f>vf. I umheimsauöi hefir margt það gerst á liðna Arínu, er stórvægileg- um breytingum hefir ollað, Og þar fyrst til að telja hið ógurlegasta og manns'kæðasta stríð, sem sögur fara af. milli Rússa og Japana, er endaði f>annig, að þjóðin (Japanar) sem áður var lftið þekt og talin var : yeikliðuð og vankunnandi, hefir þúsund manns. A árinu 1904 fluttu til Canads- frá Bandarfkjunum.......49,918 “ Bretlandseyjum.......55,913 “ öðrum Evrópulöndum.35,393 All§ á árinú 1904 ...141,224 En á ellefu mánuðum þessa sfðasta árs, eða frá 1. janúar til 30. nóv., hefir tala innflytjenda orðið 109,872 og við það ætti að mega bæta frá 6 til 10 þús. manns fyrir desember- mánuð, þó þær skýrslur séu enn ó- komar. Þessi feiknastraumur fólks inn f landið sýnir, að f>að er óðum að vaxa f áliti meðal heimsins þjóða og að það álit-er stöðugt að ná fastari rótum, að hvergi f öllum heimi sé land frjósamara eða betur fallið til búskapar en einmitt hér. Landið hækkar og óðum f verði, svo að það er nú margfalt arðmeira en það var fyrir nokkrum árum. Við þetta eykst verðmæti allra fast- eigna, bæði í bæjum og sveitum. J&mbrautabyggingar eru knúðar áfram með meira afli en nokkru sinni áður, og óhætt mun nú mega fnllyrða, að Manitobafylki f heild sinni sé eins vel sett með sam- göngufæri og f>ar Bem bezt gerist f öðrum fylkjum. í héruðunum vestar eru brautalagningar knúðar áfram með öllum þeim krafti, sem efni auðmanna og fáanlegur fjöldi verkamanna geta f té látið. Iðnaður er og f bráðri framför hvervetna í rfki þessu. M e s t i fjöldi félaga hefir myndast á sfðasta ári til f>ess með sameinuðu afli auðs og vitsmuna, að efla verklega starfsemi f rfkinu til hagsmuna fyrir íbúaheildina. Það flýtur af auknum mannfjölda að starfsemi rlkisins eykst og við aukna starfsemi kemur aukin fram- leiðsla. Þetta alt krefst meira pen ingamagns og nýrra bankastofnana, enda hafa n/jar bankastofnanir verið settar upp hvervetna um alt þetta land á árinu sem leið. Og afleiðingin af öllum þessum framkvæmdum er sú, að þar sem áður var óræktuð auðn, eru nú f>rif- I brotið alt vaícl Rússa f Austurálfn f J á bak aftur, og sýnt f>ig í því að vera kjarkmikla og duglega f>jóð, sem hefði nógaf æfðum og úthalds- góðum hermönnum á að skipa. Heimurinn hefir þvf tekið Japön- j um með opnum örmum, sem einni af mestu stórpjóðum heimsins, en Rússaveldi hefir beðið tjón á áliti j sínu og áhrifum meðal heimsþjóð- | anna. Á Rússlandi sjálfu hefir verið mjög róstusamt á árinu sem leið. Fólkið heimtar stjórnarbót og hefir J hafið uppreist víðsvegar um land, sem líklegt er að enda muni fyr eða sfðar með algerðri stjórnarbylt- ing. Ofsóknir gegn Gyðingum hafa verið svæsnari þar en nokkru sinni áður. Tugir f>úsunda .af þeim hafa verið lfflátnir á þann hrylli- J legasta hátt og hvorki konum né | börnum þyrmt. Ýmir auðmenn meðal Gyðinga hafa þvf tekið sam- an ráð sln til pess að og safnasam- | an svo miklu fé að nægja megi til | (>ess að flytja alla Gyðinga út úr Rússlandi, og er svo til ætlast, að J mikill hluti þeirra verði sendur til Canada. Með hinum öðrum stórþjóðum heimsins, svo sem Bretum, Banda- ríkjamönnum, Frökkum og Þjóð- verjum, hefir ekkert f>að gerst, er valdið hafi markverðri breytingu heima fyrir eða vakið sérstakt at- [ hygli annara f>jóða, nema ef telja skyldi sviksemi þ&, sem komið hefir upp í sambandi við stjórn- mensku lífsábyrgðar félaganna í Bandarfkjunum, og sviksemi f>á er komið hefir upp að ýmsir herfor- ingjar Breta hafi beitt í sambandi við reikninga á kaupum hergagna meðan á Búastrfðinu stóð, og sem hefir orsakað pað, að sumið þeirra hafa framið sjálfsmorð til þess að komast hjá lögsókn og fangelsi fyr- ir glæpi Bfna. Það hefir sögulegast gerst með Þjóðverjum, að þeir hafa t/nt nær 10 þúsundum manna og cytt um 100 millfónum dollara í herkostnað gegn villimönnum í nýlendum sfn- um f Suður-Afríku, en ekkert á- unnið gegn þeim og lítil von um sigur sfðar meir. Svartasta sorgarsk/ið, sem hvílt hefir yfir liðna árinu er sú óræka 8önnun, sem fengist hefir fyrir því, að dýrsæðið og drápsgirnin, jafnvel meðal siðuðustu og kristnustu f>jóðanna svonefndu, hetír aldrei verið á hærra stigi en nú. Vaxandi mentun og heimsmenning hefir enn ekki náð f>eim áhrifum að færa frið á jörðuna og velþóknun yfir ibúa hennar. > Tollbarátta Englands. Rannermann-liberal-stjórnin á I Englandi, eftir að hafa setið að- [ eins fáar vikur við völdin, liefir á- ' kveðið að ganga tafarlaust til al- j mennra kosninga, til þess að láta j þjóðina skerst úr um það, hvort tekin skuli verða upp tollverndun- arstefna þar í landi eða framvegis haklið við frjálsverzlunarstefnuna, sem mestu hagfræðingar landsins nú alment viðurkenna að hafi eyði- lagt að miklu iðnaðog atvinnuvegi þjóðarinnar. Joseph Chamberlain, sem fyrir ári sfðan yfirgaf Balfour stjórnina og tókst á hendur að ferðast um gjörvalt brezka rfkið, til þess með ræðum á fundum sfnum að hefja tollverndarstefnuna á hina póli- tísku dagskrá f>jóðarinnar, — sækir um völdin í f>essari baráttu. Hve vel Chamberlain hefir tekist að sannfœra þjóðina um réttmæti skoðana sinna, Þ- e. nauðsyn toll- yerndar, er Ijóst af þvf, að það á að verða aðal kappsmálið í komandi kosningum. Mr. Chamberlaiti t stuttú máli heldur þvl fram, að tfmi sé til f?eSs kominn að breyta til með hagfræð- isfyrirkomulag landsins, að frjáls verzlunarstefnan hafi á sl. 30 árum eyðilagt iðnað og atvinnuvegi landsins, þar til nú sé svo komið, að mikill hluti þjóðarinnar séu orðnir íðjuleysingjar, af þvf að eng- in atvinna sé til fyrir þá í landinu. Hann skorar fastlega & verkalýð landsins, að fylgja sér að málum f þessari bar&ttu: að koma tollvernd aftur á f Englandi. Verkamanna- félögin segir hann að eigi að vernda atvinnuna 1 landinu, en stjórn landsins eigi að vernda afurðir at- vinnuveganna. Þessar tvær stefn- ur séu svo líkar og samr/manlegar, að verkalýðurinn sé siðferðislega nauðbeygður til þess að fylgja toll- verndarstefnunni. Hann telur það barnaskap af einni stjórn, að vernda með lögum atvinnuvegi borgaranna heima fyrir, en leyfa á sama tfma með lögum útlendum varningi tollaust inn f landið, sem búinn er til undir hagfeldari kring- umstæðum annarsstaðar og þvf framleiddur með miklu minni kostnaði, sem hafi það f för með sér að unt sé að selja hann ódýrar á Englandi, en hægt sé þar að framleiða samskonar varning. Og á þann hátt sé sú verndun, sem með lögum er gerð fyrir landsl/ð- inn, algerlega eyðilögð undir frjáls- verzlunar fyrirkomulaginu. Þessu til sönnunar bendir hann á skýrslu þá, er konunglega nefndin, se :i fyrir nokkru var kosin til að at huga atvinnumál landsins, hefir samið um það efni og prenta látið. Að þvf er snertir silkivefnað segir sk/rsla þessi, að einn maður f Macclesfield hafi fyrir20 árum haft 12 þúsund manna við silkivefnað, en að nú hafi hann engan og verk- stæðin standi tóm og arðlaus af þvf iðnaðurinn var ekki verndaður gegn innfluttu silki. í Notting- ham héraðinu voru tuttugu silki- vefnaðar verkstæði fyrir 30 árum, sem veittu 1700 manns stöðuga at- vinnu árið um kring; nú eru þar i að eins 3 verkstæði, sem veita 200 manns atvinnu. I Derby héraðinu unnu fyrir nokkrum árum 2400 manns við silkivefnað, en nú vinna þar að eins 200 manns og það ekki j nema part úr ^ri hverju. Árið 1852 höfðu 30 þús. manns stöðuga atvinnu við silkivefstólana í og umhverfis Manchester, en núvinna þar á öllu þessu svæði tæplega 300 manns að þeirri atvinnugrein. Maður einn f Manchester hafði áð- ur 2000 vefara stöðugt í þjónustu sinni, en nú hefir hann ekki vinnu fyrir einn einasta mann og verk- stæðin standa auð og vélarnar riðg- aðar. Söm er sagan frá Lundún- um. Þar gengu fyrir nokkrum ár- um 30 þús. vefstólar með fullum krafti, en nú ganga þar færri en 200 vefstólar. Söm er sagan að því er hanzka- gerðar iðnaðinn snertir, og í flest- um öðrum iðngreinum landsins, að hann er að mestu eyðilagður, sem atíeiðing af takmarkalausum inn- flutningi á samkynja varningi, sem sökum vöntun tollverndar hefir verið seldur þar ódýrara en hægt var að framleiða hann á Englandi. Afleiðingin af þessu fyrirkomu- lagi er sú, að tugir og hundruð þúsunda af fjölskyldum, sem áður höfðu stöðuga atvinnu og lifðu ró- legu Dg ánægjulegu lffi og höfðu næg efni til að menta börnin sín, [ — mega nú sitja auðum höndum og | eru komnar á vonarvöl og ganga betlandi í stórhópum um landið. Það er sfst að undra, þótt jafn- mikill skarpleika og gáfumaður eins og Chamberlain vítanlegá er. fái komið auga á orsakir J?ær, sem liggja til þess ástands, sem nú er á Bretlandi. Ýmsir málsmetandi menn svo sem barón Rothchild, sem er þó f rauninni strangur frjálsverzlunarmaður, kveðst nú muni fylgja Chamberlain að mál- um að minsta kosti svo langt, að koma á vöru gagnskiftasamningúm við allar n/lendur Breta. Það er fyrsta sporið í réttu áttina til al- gerðrar tollverndar á Englandi og England* þarf hennar með. Hver rannsóknarnefndin á fætur annari, sem þingið hefir sett til þess að athuga atvinnumál þjóð- arinnar, hefir orðið að játa, að at- vinnuvegum landsins hbfi stöðugt verið að fara aftur þar í sl. hálfa öld, þar sem öll önnur lönd hatí yerið f framför, og sérstaklega hef- ir framförin verið mikil í Banda- ríkjunum og á Þýzkalandi, þar sem verndartollar eru hæztir. En Bretar eru seinir til stór- breytinga og núverandi kynslóð hefir verið alin upp og mentuð f þvf að trúa á frjálsa verzlun. Það er þvf alveg óvlst, hvernig þessar kosningar fara. En um það ber öllum saman, að tolverndarstefnan hljóti að verða þar, fyr eða sfaar, sigursæ]. / Avarp S. Sigvaldasonar Heimskringlu hafa borist nokkr- ar allharðar ásakanir fyrir það, að hafa tekið ritgerð eina frá herra Sigurði Sigvaldasyni, sem nýlega birtist hér í blaðinu, og hafa sumir hótað að segja blaðinu upp, ef slfkt sæist framvegis. Það tvent er fundið að greinum Sigurðar, að þær |séu ókennimannlegar og að þær ræði um málefni, sem ekki eigi að fylla d&lka almennra frétta- blaða, — að trúmálefni séu liverj- um einstaklingi honum helgidóm- ur, sem aðravarði ekki um og komi öðrum ekki við. Og ennfremur, að þetta ávarp Sigurðar til íslend- inga lýsi svo miklum trúarofsa, að það hafi gagnstæð áhnf á lesend- urna við það, sem höfundurinn ef- laust hafi ætlast til. Við þessum andmælum kaup- enda slnna hefir Heimskringla það svar, að það hefði verið ósamkvæmt því frj&lslyndi, sem blaðið hefir reynt að fylgja í liðinni tfð, ef Sig- urði hefði verið synjað um rúm f blaðinu fyrir ávarp þetta, sem að eins fylti einn dálk. Sjálfur er maðurinn sérlega kurteis í allri framkomu og vill þvf engan vfsvit- andi móðga, en hann er þrunginn þeirri sannfæringu, að hann hafi fengið guðlega opinberun og skip- un til þess að glæða og auka trúar líf Islendinga vestanhafs, og eng- inn, sem þekkir hann, mun geta efast um, að þessi trú lmns sé eng- inn uppgerðarleikur. Sigurður er hæfileikamaður og vel mentaður og í viðræðu hinn viðfeldnasti, en hann á sammerkt sumum mönnum í þvf, að 1/sa f ritmáli skoðunum sfnum með skarp- ari og öfgafyllri dráttum, en þegar hann talar mæltu máli, og mun það koma til af krafti þeirrarsann- færingar, sem í brjósti hans brenn- ur, um að allur þorri landa vorra standi & barmi tímanlegrar og ei- lífrar glötunar. Á hinn bóginn er það áreiðan- legt, að honum dettur ekki f hug, að biðja um rúm f blöðunum fyrir flutning málefnis sfns eftir að hann hefir fengið vissu fyrir því, að les- endum blaðanna sé skapraun að lesa ávörp hans. S V AR. flerra ritstjóri! Þann 7. þ. m. birtuð þér grein eftir John Janusson með fyrirsögn “Til kjósenda í Saskatchewan.” — Þegar ritstj. Lögbergs sá grein þessa, þá varð hann hræddur mjög og lýsir þvf yfir í næsta blaði Lög- bergs, 14. s. m., að hann haíi séð “Grýlu”. En svo börnin verðjekki of óttaslegin, þá staðhæfir hann lfka, að þetta sé ekki nema vit- leysa. Og þegar menn sjá og heyra eða lesa eitthvað, sem þeir ekki skilja, þá verður þeim oft á að kalla það vitleysu. Það er auðveldasta aðferðin. Þegar t. d. þvf var haldið fram, að jörðin snérist og væri hnöttótt og þvfumlfkt, þá var það (á meðan menn ekki skildu, hvernig það gat átt sér stað) sögð vitleysa. En að segja það vitleysu breytti ekki sannleikanum. Lfkt fer hér, að þó að ritstjóri Lögbergs kalli umtalaða grein vit- leysu, þá breytir það ekki þeim sannleika, sem hún hefir inni að halda, sem er: A% stjórnarskrá hins nýmyndaða fylkis Saskatchewan er ekki í öllum at.riðum gildandi fyrri en hún er búin að fá hina sfðustu undirskrift, sem er samþykki kjós- endanna. Alveg eins og samning- ar milli tveggja manna eru ekki gildandi fyr en báðir málspartar hafa skrifað undir. Til frekari sk/ringar: Ottawa-stjórnin dregur upp samninginn; samningurinn er samþyktur af meiri hluta þing- manna í Ottawa þinginu, og þá álítur ritstjóri Lögbergs, að þeir séu fullbúnir og orðnir að lögum og gildandi stjórnarskrá fyrir fylk ið. En með allri virðingu fyrir þekkingu rftstjórans & stjórnmál- um Canada, leyfi ég mér að segja, að svo sé ekki fyr en fbúar fylkis- ins hafa gefið sitt samþykki eða undirskrift, og það var einmitt þýð- ing síðu^tu kosninga, hinna fyrstu kosninga til fylkisþings í Saskat- chewan. Ef að ég færi hér með “umsnú- inn” Shnnleika eða “vitleysu”, þá hefðiOttawa stjórnin getað þröngv- að & Saskatchewan búa hvaða samn ingum, sem henni hefði þóknastán tillits til vilja fólksins og það hefðu ekki átt sér stað tvískiftar skoðanir, hvort vér ættum að skrifa undir (samþykkja) samninginn eða <* fá þeim atriðum, sem oss ekki Ifk aði, breytt til batnaðar. Nú veit ritstjóri Lögbergs eflaust að skoðana munur átti sér stað að þvf leyti er snerti tvískift skóla- fyrirkomulag í hinu nýmyndaða fylki, og hefði “Provincial Rights” flokkurinn komist til valda, þá- hefði meiri hluti kjósendanna með' þvf neitað að skrifa undir það/ og önnur atriði, sem sá flokkur hafði í platformi sfnu. Og Ottawa stjórnin hefði átt mjög bágt með,. að þvinga það inn í stjórnarskrá fylkisins. Og hvers vegna? Vegna- þess, að stjórnarskrí landsms (The' British North American Aet), sem Laurier stjórnin hefir ekki búið til og sem vér vitaskuld allir lifum1 undir*), en sem er nokkuð annað' en lög þau eða samningur sá, sem. hún dró uppog samþykti í þinginu sem tilvonandi stjórnarskrá Sask- atchewan fylkis, — segir í 93. gr.r “In and for each province the legislature may exclusively make laws in relation toeducation subject and according to the following conditions: 1) Nothingin anysuch' law shall prejudically affect any right or privilege with respect to denominational schools which any class of persons have by law in the provins of the union”. Nú vita allir (að undanteknum amtmanninum), að Saskatchewan var ekki fylki upp til 1. sept. sl. og stjórn þess fylkis gat ekki búið til lög fyrir fylkið áður en það var myndað eða hún. Það er þvf álit )ögfróðra manna, að vér íbúar Sask- atchewan fylkis höfum aldrei sam- þykt tvískift skólafyrirkomulag, sem fylki, og vér ættum að hafa frfar hendur til þess að búa til vor eigin skólalög, eftir þvl sem þörf framtíðarinnar krefði. En kjósendurnir hafa sett liber- alflokkinn til valda, og þegar þing- ið kemur saman, þá samþykkir það hið tvískifta skólafyrirkomulag, og ÞÁ en ekki FYR (með leyfi ritstj, Lögbergs, er það komið á stjórnar- skrá fylkisins og orðið óbreytan- legt. Eg hefi nú sagt nóg til þess að sýna, að hin umtalaða grein hafi ekki verið rituð af eins mikilli ó- vizku, eins og Lögberg gefur f skyn. Að hún hafi verið rituð af illum hvötum, verður hver að dæma sem vill og eins um ofstæki þá og stóryrði, setn ritstjórinn þykist finna í henni. En ég verð að segja mfnum heiðraða mótstöðumanni, hinum n ý j a ritstjóra Lögbergs, að ef hann álftur, að það þurtí ekki ann- að til að skilja stjórnmál Canada útf æsar en að setjast f ritstjóra sess Lögbergs, þá skjátlast honum stórlega, og eins hitt, að ef hann ritar aldrei af meiri óvizku eða af verri hvötum og brúkar aldrei meira ofstæki eða stóryrði en (g gerði f grein minni “Til kjósenda í Saskatchewan”,— þ& boðar það vel fyrir framtfð blaðsins. Svo óska ég honum gleðilegs ný- árs og þakka yður, herra ritstjóri Heimskringlu, fyrir góðvild yðar í að birta þetta svar mitt. Foam L&ke, 23. des. 1905. John Janusson. P. S. — Ég viðurkenni, að þafr hefði verið heppilegra orðaval hjá mér að segja lög og grund- vallarlög f staðinn fyrir “lög og frumvarp til laga”, en meining- in er sú sama f þessu tilfelli. J. J. “POOL ROOMS.”* Herra ritstjóri! Þér hafið nýlega ritað all langa grein 1 blaði yðar um billiard sal- ina (Pool líooms), sein í seinni tfð hafa sprottið upp hör f vesturhluta bæjarins eins oggorkúlur á mykju- haug, og er ritgerð sú svar upp á það, hvort, það muni vera nokkur hætta á ferðum fyrir siðferði þeirrn, er venja komur sínar á þessa staði. Eða með öðrum orðum: Er það siðspillandi fyrir menn að verja tíma sínum að meiru eða minna *) KosninKÍn fór fram eftir laDds- lögum eúa «ömlu '‘territoriar’ löKun- uro, því Saskatehewan fylki hefir ekki búið til sín kosning&rlöK ennþá, þótt það sé eins og ritstjóri Löjjhergs kallur það ‘orgauiiserad”'. J. J,

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.