Heimskringla - 01.03.1906, Blaðsíða 1

Heimskringla - 01.03.1906, Blaðsíða 1
XX. ÁR Nr. 21 WINNIPEGr, MANITOBA 1. MARZ 1906 Brávallarrímur. Kveðnar af K. Ásg. Benediktssyni. Arni Eggertsson Land og Fasteignasali Utvegar peningalán og tryggir líf og eignir Skrifstcfa: Room 210 Mclutyre Blook. Telephone 3364 Heimili: 671 Ross Avenue Telephone 3033 «-------------------------------- Fregnsafu Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. Arthur prins af Connaught, sem nflega var sendur frá Edward kon- ungi til Japan til þess að færa Japan keisara “Garter” orðuna, kom til Japan þann 20. f.m. og var þá mikið um dýrðir þar í landi. Japan keisari brá svo langt frá venju sinni, að hann mætti siálfur hinum tigna gesti á vagnstöðinni f Tokio. Komudagur prinsins var haldinn sem almennur helgidagur þar í borginni og borgin öll prýdd, sem mest mátti verða. Það f>ykir vlst, að Japanar hafi skoðað þenna viðburð, sem einn hinn markverð- asta f sögu þjóðar sinnar. — Fyrrum ráðgjafi A. J. Blair hefir gerst pjónustumaður C.P.R. félagsins með $10,000 árslaunum. Hann á að hafa aðsetur í Ottawa, svo að hann sé jafnan viðbúinn að reka erindi félagsins við lands- stjórnina. — Það þykir góðs viti, að eitt af auðugustu bankafélögum r.nglands hefir nýlega keypt yfir tveggja mil- lfón dollara virði af hlutabrófum í Sovereign-bankanum f Montreal. Aldrei fyr hafa brezkir auðmenn lagt jafnmikið fé f canadiskar bankastofnanir. — Á forngripasafninu við kon- unglega lærðaskólann, 1 Surgeons á Euglandi,er sá elzti tréfótur,sem til er f heiminum. Hann fanst fyr- ir mörgum árum sfðan f grafreit suður á Italíu. Hann hefir verið gerður úr tró. járni og eir. Forn- fræðingar álfta, að hann sé smíðað- ur þrjú hundruð árum fyrir Krists burð. — Borunarmenn, sem voru að leita að gasi (eldi) f jörðu niðri, f Ontario, fundu neðanjarðar fljót J>ar mikið og hraðstreymandi. Þegar f>eir voru bflnir að bora 1100 fet, hljóp nafarinn 30 fet niður alt f einu. Þá hann var dreginn upp, voru 30 neðstu raufarnar votar. Borunarmennirnir lieyrðu strax, er þeir lögðu hlustirnar við nafarrauf- ina, sem árnið mikinn, þó alldimm- an og draugalegan, sem eðlilegt er, svo longt fjörðu niðri. Þeir dældu þá nokkuð at vatni upp. Þeir segja að vatn f>etta sö lfkt á bragðið, og vatnið í stórvötnunum þar í kring. Smáfiskar fundust f þessu vatni, sem þeir dældu úr iðrum jarðarinn- ar. Það er alment álitið, að þessi neðri heima gjöll renni á milli Erie og Ontario vatnanna, en hvem veginn hún rennur, suður «ða norður, vita menn enn f>á ekki. Mælt er, að sumt fólk, sem í ná- lægð býr við fljót þetta, sé mjög hrætt og hugsjúkt yfir þessari nýju uppgötvun. — Um miðjan desember f. árs var það kunngert, að þjófnaður liefði verið framinn f Merchants bankanum f Winnipeg borg. Upp- hæðin var $3000, sem búið var að ganga frá og átti að senda með pósti burtu úr bænum. Peninga- böglar þessir láu á borðinu hjá manni f>eim, sem peningana telur fyrir bankann. Bankastjórinn þurfti að tala við þenna mann, er peningana telur. Þeir fóru að líta eftir reikningum, sem geymdir voru í öryggisskáp bankans. En á meðan áttu böglarnir að hafa horf- ið; og þrátt fyrir það, þótt fjöldi manna vinni á baDkanum, þá þótt- ist enginn hafa séð nokkurn fara inn f peningakompuna á meðan. Þann 20. f. m. fann næturvörðurinn á þessum banka $2,300 f verkfæra kistu umsjónarmanns bankans. Hann gerði bankastjóranum að- vart, og umsjónarmaður bankans var tekinn fastur daginn eftir og kærður um stuldinn. Og er fylstu lfkur til f>ess, að hann sé þjófurinn. Eða einhver annar í bankanum hafi leikið á hann með f>vf að koma þýfinu í verkfæra kistu hans, — Mál þetta kemur fyrir rétt nú þegar. — Óeirðir eru miklar í þýzku nýlendunum, í austanverðri Af- rfku. íbúar landsins liafa gert hvert áhlaupið á fætur öðru á þýzka herliðið, einkum í þeim fylkjum sem heita Langenburg og Nyassa. — Kosning til Dominionþingsins Quebec, fór fratn í s. 1. viku. til að fyrir Maisonneuve kjördæmiS í kjósa mann í staS Prefontains Sjó og fiskimála ráSgjafa sem andaS- ist nylega í Paris.Prefontain vann kjördæmiS viS síSustu kosningar meS 2175 athv. umfram, en nú vann Conservative umsækjandinn þaS meS, nær 1200 athv. umfram, þaS er því sýnilegt aS Laurier er aS tapa kjósendum jafnvel í sjálfu Quebec fylki. Prestar í Englandi eru farnir aS hefja opinber mótmæli gegn gipt- ingu Spájiar konungs meS Enu Princessu,af þvi hann sé katólskur og aS hún þessvegna VerSi aS taka katólska trú. Johann Hock. kvenna morSingin mikli.var hengdur þann 22. þ. m. hann var hinn kátasti alt fram í andlátiS. JarSskjálftar í West Indíum þann 18. þ. m. gerSu skemdir nokkrar, mesti fjöldi fólks í Kingston borg flýSu hús sín. —Lagafrumvarp verSur lagt fyr- brezka þingiS,er geri leyfilegt aS verkamenn myndi “Unions", og einnig aS gera verkföll lögleg, sé ekki um spelfvirki og ofbeldisverk aS ræSa. — 8000 innflytjendur eru væntan- legir til Canada í næsta mánuSi. þeir koma frá Evrópu og Banda- ríkjunum og setjast aS í NorSvest- urfylkjunum nýju. — Brezka stjórnin hefir veriS beSin að lögleiSa ellistyrk til allr- ar þjóSarinnar, karla og kvenna, eftir 60 ára aldur, og aS styrkur- inn sé ekki minni enji.25 á hverri viku til hvers gamalmennis. Læt- ur stjórnin vel yfir. aS hún muni verSa viS þessum tilmælum. — MaSur í ungverjalandi hefir fundiS upp og smíSaS rafmagns- skotgarS til nota í hernaSi. þaS má leggja þúsund byssur á garS þenna og einn maSur getur hlaSiS þær og hleypt þeim af og miðaS skotum sinum betnr en ef maSur héldi á hværi byssu. Tilraunir, sem gerðar hafa verið með verkfæri þessu, hafa reynst svo vel, aS Bretar hafa pantað tvo slíka skot- garSa, þjóSverjar þrjá og Rúss- ar 5. — Kona ein á Bretlandi er kærS um aS eiga 5 bændur lifandi; hún játaSi sökina, en kvað þá alla hafa verið gallagripi, og þó væri sá síSasti langverstur, svo aS liún yrSi nú aS vinna sem þjónustu- stúlka í Lundúnum, eins og hver önnur ógift stúlka. — Rússar liafa fengiS 200 millí- ón dollara lán um 40 ára tíma, og er sagt, aS þeir séu aS búa sig undir stsíS viS Kína, því Kínverj- ar eru hvergi hræddir. þeir segja, aS Japanar hafi öll yfirráS í Man- churíu, og ef Rússar hreyfi sig, þá verSi þeir aS eiga viS Japana, sem séu fúsir til aS verja réttindi sin þar í landi. — Singer satimavéla félagiS ætl- ar að byggja stórhýsi mikið í New York, sem á aS vera 42 tasíur á hæS, eSa alls 594 fet, og verður því byggingin yfir 200 fetum hærri en nokkur önnur húsbygging í heimi. Uppdrættirnir eru þegar gerSir, og félagið hefir beðiS borg- arstjórnina um leyfi aS mega bvggja hús þetta á næsta sumri. HúsiS á aS kosta 1% mill. doll. — MaSur aS nafni G. R. McKay andaSist fyrir nokkru norSast í Quebec fylki. LíkiS var flutt á sleSa yfir 200 mílur til greftrunar. í íslandsfréttum eftir “N.L.” er sagt aS GuSmttndi læknir Hannes- syni hafi borist tilboS frá íslend- ingum NorSur IJakota bygðunum um aS flytja þangaS og honum heitin allmikil laun Til þess aS koma í veg fyrir misskilning, skal ég biSja ySur, heiSraSi ritstjóri, að lýsa yfir því aS engin slík almenn áskorun frá Dakota bygðum hefir veriS send herra lækninum. Enda væri hún óþörf þar sem nóg er af læknum alt í kring. Hitt kann satt aS vera aS lyfsalinn' á Edinbttrg hafi ósk- aS eftir aS ná í GuSmund lækni til þess aS stvSja sig í “business- inu”. Enn þaS er alt annaS mál og eigi rétt aS bendla almenning inn í slíkt. — Dakota-búi. Fréttabréf, (Frá fréttaritara Hkr.) Murkcrville, Alta., 10. febr. 1006 Merkustu fréttirnar héðan, eru hfð inndælasta veðurlag, sem hefir haldist allan þenna vetur, það sem af honum er; að vísu gerði hér all- hart frost fáeina daga eftir miðjan næstl. mánuð. En svo hefir nú síðan mátt heita stöðug góðviðri, svo að suma daga hefir snjór jafnvel sigið af frostleysi. Snjór er lftill, svo vart er akfæri sum- staðar. Elztu mönnum hér kemur saman um, að eins góð vetrartfð og nú muni varla hafa komið hér í sl. 17 ár, þegar alls er gætt. Mönnum líður liér alment vel, enda eru bændur hér rólegir og á- nægðir með kjör sín. En lfti maður yfir liðna árið 1 heild sinni, er naumast hægt að kalla það meðalár að gæðum, því sfður meira. Hér var grasspretta minni en f meðallagi víða, en nýt- ing góð; uppskera allsjengin hjá sumum, skemd af frosti hjá nokkr um, en betur en í meðallagi hjá fá- einum. Markaður Iftill og lágur á nautgripum og verzlun lakari að sumu leyti, en undanfarin ár. Með- alverð á smjöri í sumar og vetur mun sem næst 18c pd. Margir bændur hafa hér ftlitleg, kúabú, kringum 20 kýr og sumir fleiri, og selur meiri hluti bænda smjör árið um kring. Má með sanni segja, að miklir peningar koma inn f hérað þetta fyrir þessa atvinnugrein, sem mundi fljótt leiða til auðs og hagsældar, ef verzl- unin væri hér betri en hún er. Eft- ir skýrslum að dæma, mun óhætt að fullyrða, að margt af nauðsynja- vörum bænda er þriðjungi til helm- ingi dýrara hér, en t.d. austur f Manitoba, en markaður á vörum bænda hér f fæstum tilfellum betri en þar eystra. Enda má óhætt segja, að verzlunín hér er sá ann- marki, sem stendur f vegi fyrir sönnum framförum og vellíðan. á meðan ekki fæst bót á henni, sem vart verður fyr en járnbraut hefir umráð allra aðflutninga. Væri ekki þessu þannig varið, væru margir hér orðnir stóreignamenn. Heilbrigði fólks hefir verið hér misjöfn f vetur; upp aftur og aftur hefir mfluenza verið hér vfða. Eftir nýár hafa dáið hér meðal Islendinga: háöldruð kona, Hall- dóra Gunnarsdóttir, og bóndi Guðni Tómasson, bæði f grend við Tinda- stól P.O. Nýdáinn er ungur mað- ur, Friðrik Sigurðsson; hann átti heima nálægt Burnt Lake P.O. íákemtanir hafa venð helztar þessar: Skemtisamkoma, sem hald- in var til arðs fyrir Alberta söfnuð. Hlutavelta og dans, sem kvennfú- lagið “Vonin” hélt fyrir nokkru sfðan; og svo danssamkomur, sem heldur fara fjölgandi en fækkandi (spor 1 framfaraáttina!) Aðvitað getur fæst af eldra fólk- inu fundið mikla andlega nautn eða hugðnæmi við eintóman dans, þegar varla sýnist hægt núorðið, að hafa annað til skemtunar. Alt annað sýnist lftt mögulegt, þótt mentun og menning þessara tfma sé á flugferð “áfram og upp á við”, og sem ætti að vera einkunnarorð hinnar yngri kynslóðar, en ekki eintómt fótaspark. Dans er ekki tilkomumeiri eða notasælli skemt- un en svo, að hann ætti ekki að skipa öndvegissess hjá upplýstu, siðuðu fólki. Blaine, Wash. Febr. 14. 1906. HeiöraSi ritstj. Heimskringlu!] Jeg biÖ yöur aö gera svo vel, aö ljá eítirfylgjandi fréttalínum rúm í blaði yðar. Ástæðan fyrir því að ég sendi Heimskringlu þess ar línur, er sú að ég sendi Lögbergi þessa sömu grein, sem er nú komin út í blað- inu, og var dregið margt lir henni og einnig rangfært og þess vegna leifi ég mér að biðja yður að gera svo vel að láta hana koma út eins og hún er skrifuð. þegar ég fór að austan lofaði ég þeim rnörgu, sem báðu mig að skrifa fréttir að vestan, að gera það en það yrði í það mesta að líða tvö ár. Tíðin er að mestu góð, og þegar menn eru búnir að koma sér fyrir á landi er hér gott að vera, en það tekur mikinn kraft, að ryðja skógana, sérstaklega fyrir þá, sem verða að vinna út til aö hafa föt og fæði. Kring um Blaine eru Islendingar búnir að taka 40—50 búlönd, og flestir eigendanna lifa á þeim og í sjálfum bænum er í kring um 50 Islenzkar fjölskyldur. það er búið að stofna hér nú kappræðufélag, lestrarfélag og einn- ig kvennfélag. þáð hafa verið heldur daufir tímar síðan i haust að sögunar- myllan stansaði til að endurbæt- ast, en nú er hún byrjuð og þarf mikið fleiri menn við hana. það er í orði að komi hér rafur- magnsbraut frá Bellingham (What- com), sem er 25 mílur héðan. Og ef til vill járnbraut og smjörgerð- arhús. Hey er hér í háu verði. Bænda- hey frá $8—$12 tonnið, en bundið frá $15—$70; kjöt í líku verði og fyrir austan. Bómullarvara ódýr- ari en ullarvara dýrari; skótau er likt og austurfrá. Raspaður sykur 15 pd. fyrir dollarinn brent kaffi 7 pd., fýkjur 9 pd., púðursykur 17 pd., te 35—75 cent pd., hveitimjöl frá 85—J1.20 50 pd. sekkur, sýrup Ó5C gal., 12 krinnur ‘tomatoes’ á Ji.oo, baynir 20 pd. á Ji.oo, rús- ínur 10 pd.,kúrínur 9 pd., smjör 25c> egg 25C tylftin, naglar 100 pd. á S3./5, hurðir frá $1.50—$1.70, gluggar $1.50 parið, Henry Dist- onssagir á Í1.75, eldiviðarsagir 65C borðviður J10.00 fyrir 1000 fet ‘shiplap’ 12.50, gólfborð nr. 1 S23, gólfborð nr. 2 j2i,loftborð Ji9,oo, klæðningsborð (‘cedar’)j23, þak- spónn 50C—1.50, þakspónn iOO pd. J4.00. Laxveiði er hér á hverju sumri Laxveiði er hér á hverju sumri en hún byrjar ekki fyr en í júlí- mánuði út frá landi en svo kemur hún á haustin upp í lækina, sem eru hér tveir, sem nefnast Dakota lækur og Californialækur, sem ég bý við, og fékk ég á fjórða hundr- að laxa í haust. Daglattn eru almennust frá S1.75 til S2.50. Hér í Blaine eru fimm fiskinið- ttrsuðuhús, og er vinna við þau á hverju ári, en mest er samt um hana fjórða hvert ár, þvi þá veið- ist fiskurinn mest. Hér út við eyjar þær sem liggja frá 12—20 mílur héðan, er bæði fiskur flyðra og skata veidd; svo eru þar hnýsa og selur, sem er og Jeg hefi þá ekki meira að segja í þetta sinni að fráteknu því, að einnlg hér inn á víkinni. vil ekki skrifa eins og maðurinn, sem skrifaði að allar nauðsynjar séu hér dýrari en annarstaðar og svo séu það ekki neina þær vörur sem þeir ekki vilja nýta í stórbæj- untun, og forsvara sig svo með vitleysu ofan á vitleysu og segjast hafa meint klæðavöru og skótau Svo enda ég með kærri kveðju til ykkar allra. Ykkar einlægur, Stone Anderson. (Mansöngrurinn prentaöur áöur, sjá 3. tðlublað XX. órg. Heimskringlu). 16 Fornaldar við fræða glans Fróðleg byrjar saga, Brávalla um bragna fans Og borgir fyrri daga. 17 Aldan þar setn erjar sand, Og ísa heyjast fundir, Brackia og Berinsland, Bresku er flaggi undir. 19 Brackiu samt breytum til, Bretinn hvað sem tautar, Brávelli við bragaskil, Betur landinn stautar. 70 Keisaradæmi í karllegg er Komið langt úr öldum, þar ríkilátur ræsir hver Rínar hlóð upp gjöldum. 21 Einn var tíma uppi á Er hér .sagan kemur Stillir líða stjórn er má Stilla öðrum fremur. 22 Fólkið átti frægð og met Feikn af gulli’ og eyri, Keisari er Kálfur hét, Kongum öllum meiri. 33 Fóstbróður sér fylkir á, Fylkti liði í stafni, Hugarþrútinn ltjörvi brá Höggbakur að nafni. 24 Hnikars þráfalt hnikti glóð Hrotta élin hvetur; suður í höfnum sótti þjóð Sttmar bæði og vetur. 25 Undirkonga átti snar öðling tvo og níu, ögn ríkur því orðinn var Ortnabyngs í stýju. 26Sagan greinir sumra heit, Sum hún ei um getur. því hefir gleymt er þetta reit þau að setja í letur. 27 þó má nefna nokkra hér Njótar svo við þoli, — það Gullintanni gleiður sér Og Gunnar lagaboli. 28 Álftir fyrstur aflakló, Annar þorgils kraki. Öðling þriðji, er aldrei hló, Ölvir nefndist spaki. 29 Mágus fjórði makalaus Milding telst með stilli; Fimti Bíldur fylkir kaus Fjársjóð handa tnilli 30 Geirröður við geiradans Gramur telst hinn sétti. Enginn vissi um ættir haps Eða af þeim frétti. 31 Svona lýsing sagan mér Segir af þeim vera, Ekki samt ég ætla hér Ábyrgð þar á bera. 32 Á vopnaþingttm verjur skar, Varla talinn slakur, Illa lvntur ærið var Álfur kroppinbakur. 33 Hann til kirkju og klerks í Kærleiksblysin sótti, (firnd En ofstopi og auragirnd Ávalt vaxa þótti . 34 ölvir hölda heila-kór Hjörinn lét oft skéra . þótti á velli þjettur stór þúngur í lundu vera . 35 Fór um hauður láð og loft Laufinn söng í hendi, Öfundin því ærið oft Örvar honum sendi 36 þorgils kraki.brandi brá Brast ei móð né hörku Vigalegur velli á Var af þelamörku. 37 Oft á fundinn þengils þrá þallir fíngra mjalla Hans ei bitu eggjar á Ögnar hvítan skalla. 38 Mátti eí standa Mágus kjur Mjöllina óð í kálfa Hlaupamanna hraðastur , Hann var líkur þjálfa 39 Hafði afl og drjúgan dug Dörin láta ríða, þegar hann var í víga lntg Villi þjóð að hýða. 40 Bíldur hrepti blíðustund Björtum vafinn seimi, Síðan káta klæða hrund Kló úr Jötunheimi. 41 Fleins á þingum skildi skar, Skeytti ei friðar bandi, Ármaður hann öðlings var Undir Helluldndi. 42 Kneif Geirröður byttur bjórs, Branda vanur löðrum Hann var eins og hafur þórs Hallur á fæti öðrum. 46 Umboð hafði í Asíá Orustu tamur braki. Á Tyrklandi tyrfing brá Trölla gildttr maki. 44 1 sögnum getur sagan þess Sátu á þíngutn hressir Allir deildu einum sess Undir kóngar þessir. 45 Frægðin þeirra fló tim geim Og fjarlægustu landa Kongar engir þóttu þeim. þá á sporði standa. 46 Hvar sem buðii branda þra Brostin þótti róin Hrukku lýðir hræddir frá Hlupu i eld og sjóinn. 47 Síst þeir drógu sig í hlé Sýndu hraustar varnir Vörðtt löndin, völd og fé Vaskir fullhugarnir. 48 Efninu hjerna víkur við, Visna þýngist gaman Konúnga og kappa lið Keísarinn heímti saman. 49 Á fundarmálum fanst ei bið Flestir lutu tyggja,— Höfuðborg af heldri sið Hyggst ann láta byggja. 50 Ekki bresta eínin á , Öll úr gulli og eiri, Borgin smíðist himin há Hamborg gömlu meíri. 51 Skipan hara skráð vrar mrek Og skilmálarnir hreinir Annast skulii efni og verk Undirkóngar einir. 52 Kongar smiði kusu sér Kendist lítill vTandi- Voða tröll og valin her Var frá Bjarmalandi . 53 Verkin byrja varla stná Víst þau furða alla Berserkir og blámenn þá Býggja grunni halla. 54 Borgarsmíði brátt var flytt Beimar við ei standa, List og prýði lagið nýtt, Laut til beggja handa. 55 Hrykti í fjöllum ltreín í lund Hrotur i lofti dundti Hjerna komna mtindtt. 56 Alt var þá á tundri og tjá, Trúin, siðir, kæti, Slik ei mundti mannfólk þá, Menskra þjóða læti. 57 þó enn meira þá við bar En þetta alt að framan, Gjörning kveykja gaurar þar Og galdra hundar saman, 58 Öll í blundi dvelur drótt Draums í standi hlyju, þá einn ég sit með þrotin þrótt Og þögla ljóðagígju. 59 Hljóttu náðir heill og friö Og heimsins stundir glaðar Farðu vel! því svefns á svið Svört mig nóttin laðar. Skemtisamkoma OG ÁGÆTAR VEITINGAR Kvennfélag Únitarasafnaðarins boðar hérmeð til samkomu í -saln- um untlir Únftarakyrkjunni nœst- komandi þriðjudagskvöld, 6 Marz. PROGRAM Söngur—Karlmannaraddir Upplestur (saga)—Mrs. J. Good-r man. Sóló—Miss E. Markússkn. Ræða—Stefan Thorson. Sóló—S. Anderson. Kvæði—Ónefndur. Ræða—Skafti B. Brynjólfsson. Sóló—Miss Dfnusson. óákveðið—Rögnv. Pétursson Söngur—Miss Marin Johnson og Miss Ragnheiður Ólafsson. Ræða—Mrs. M. Benediktsson. Sóló—Miss E- Markússon. Ræða—Bjarni Lyngliolt. Söngur—Karlmannaraddir. Gamanleikir Veitingar—Kaffi með brauði. Santkoman bvrjar kl. 8. e. h. Aðgangur aðeins 25 cents fyrir þetta stóra prógram og góðar veit- ingar. A11 i r Eru f annrfki að fletta blöð- um um eitthvað Það eruð þér einnig að gera, ogþáættuð þér um leið að ákveða að spara pen- inga f fatnaða kaupum. Þér munuð finna ástæðn til að samgleðjast sjálfum yðar, ef |>ú kaupir Twentletli Cen- tnry föt. Þaueru gerð úrgóð- um dúkum. Nýjar vor vörur eru altaf að koma Finnið oss og sannfærist um gæðin f þessum fötum. Al- fatnaðir frá $15.00 til $20.00. Hyndman & Co. Fatasalar Þeirra Manna Sem Þekkja Sitt The Rialto. 480Vá Main St.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.