Heimskringla - 15.03.1906, Blaðsíða 2
F
15. marz 1906.
HEIMSKRINGLA
Heimskringla
PUBLISHKD BY
The Heiiaskringla News & Pablish-
ing "
Verö blaösins í Canada og Bandar.
$2.00 um áriö (fyrir fram borgaö).
Senttil Islands (fyrir fram borgaÖ
af kaupendum blaösins hér) $1.50.
Peningar sendist P. O. Money Or-
der, Registered Letter eöa Express
Money Order. Bankaávlsanir á aöra
banka en 1 Winnipeg aö eins teknar
meö afföllum.
B. L. BALDWINSON,
Editor A Manager
Office:
727 Sherbrooke Street, Winnipeg
P.O.BOX 116.
*Phone 3512,
Hróp tímanna
Öld frá öld, ár frá ári, og dag
frá degi, er alt á stöðugri breyt-
ing í þessum heimi. :Yfirleitt eru
breytingarnar svo smáar, og hæg-
fara, að þeim er ekki veitt eftir-
tekt dagsdaglega. þær halda stöð-
tigt áfram , rétt eins og mannslíf-
ið. Barnið verður að ungling, ung-
iingurinn að fulltíða manni og full-
orðni maðurinn að gamalmenni.
Að sama skapi breytist hugsunar-
háttur og lifnaðarhættir þjóðanna.
Alt líf er á sífeldri framför til þess
það hefir náð fullþroskaskeiði. En
í htfild sinni er mannvitið að auk-
•ast og verða skýrara. Á einum
klukkutíma hafa jafnvel fundist
stærstu uppgötvanir, eða verið
birtar heiminum, þó hann hafi ald-
rei dreymt um þær áður. þær
koma frá einstaklingnum, sem
fórnað hefir ævi sinni í þarfir vis-
indanna, og starfað og stritað, án
þess aðrir vissu um leit hans og
rannsóknir. Sumar uppgötvanirn-
ar hafa breytt atvinnu og lifnað-
arháttum þjóðanna á mjög stutt-
um tíma. það er ekki langt síðan
rafmagnið kom til sögunnar, sem
nú má kalla að ráði lofi og lög-
um, sem aðal-hreyfiafl og fregn-
beri heimsins. En þar að auki
verður það orðið margfalt fjöl-
breyttara í þjónustu mannkynsins
eftir fá ár.
Vísindamenn og aflfræðingar
segja, að fleiri öfl séu til í náttúr-
unni, en fundin eru ennþá, og bú-
ast við að þau handsamist þá og
þegar, og verði sett inn á starfs-
svið almennings.
Einn hlutur er áreiðanlegur, og
hann er sá, að framþróunaraflið
er óvinnanlegt. það er ómögulegt
að bi*jóta það á bak aftur, hvaða
meðölum, sem afturhaldsöfl heims-
ins beita Kyrkjan í allri sinni
makt og veldi, vferður einlægt að
lúta fyrir því. þekkingin fer sívax-
andi og fleiri og fleiri öfl náttúr-
unnar koma í ljós, eftir því sem
mannkyninu birtir fyrir augum. —
Enn er ekki hægt að segja með
vissu, hve langt er liðið fram á
tnorgun mannlífsins á þessari jörð.
Samt er eitt áreiðanlegt og það
er það, að árdagsroði menningar-
innar er kominn hátt upp á loft,
— hvenær sem sólin verður komin
I hádegisstað. Bjarminn er orðinn
skýr og bjartur, svo birtir af dag
frá degi. Nú eru ljós þekkingar og
visinda álíka bjartari og gagnlegri
eins og beztu rafmagnsljós eru á
æðra framfaraskeiði, en grútarkol-
ur og lampar, sem notað var í
fyrri daga, borin saman við fyrstu
þjóðsögur, sem fara af Austur-
landaþjóðum og Gyðingaþjóðinni.
Almættið kemur nú ekki gang-
andi í stafkarlsmynd til hjarö-
manna, og snæðir brauð og smjör,
sem hjá Abraham forðum daga.
Nú birtist það i mannsandanum,
sem veldi og máttur, sem lýkur
upp forðabúrum náttúrunnar, og
leiðir mannkynið til fullkotnnunar
frama. þar sem þekkingin á hcima
þar er veldi. þar sem ljósið skín
bjartast, þar er vegljóst, þac- get-
ur maðurinn neytt orku og fram-
sóknar.
Að sjálfsögðu er það langeðli-
legast að maðurinn hugsi og hrær-
ist og lifi, þar sem honum er sýni-
legt. Að hann starfi í sínum á-
þreifanlega heimi, þar sem hann
er skapaður og verður að vinna.
Að hann sé að fálma fram fyrir
skapara sinn og ákvörðun og
bugsa mest um það, sem ekkert
auga hefir séð eða nokkurt eyra
heyrt, er fjarri sanni, eins lengi og
það liggur utan við þennan hnött.
það er ekki rétt af núlifandi kyn-
slóð, að setja allar sinar áhyggjur
og umönnun upp á vonir um bú-
staði á æðri hnöttum, þá hið
jarðneska og sýnilega. er .. þrotið.
Menn eiga að stunda lifsköllun
sina í þessum heimi, sem sannir
menn, eftir því sem vit og kring-
umstæður leyfa. Lofum dulspekis-
mönnum og andatrúarmönnum og
gátukerlingum að eiga sig. Oss er
ekki meðfædd sú vizka, að vita |
hvað viðtekur, þegar vér erum!
búnir að vera hér. Við vonum
flestir, að það sé fullkomnara og
betra en hér, en enginn getur frætt
oss um það með sanni. Gamall
vani og trú, komin lengst sunnan
úr löndum, hefir haft oss alt of
lengi í hábandi. Við erum sköpuð ,
til að vera hér fyrst, og hvort
vist vor hér er undirbúningsskóli
undir innflutning til æðri staða
eftir hérverunnar tíma, eða ekki, ■
þá verður þar staðar að nema.
sem þekkingin þrýtur, og oss er |
ekkert vegljós leyft að hafa.
Sagan og reynslan sýnir, að það
eru áð eins sárafáir af þeim, sem
fæðast í þenna heim, sem stíga
sannleikssporin, og ljúka upp höll-
um vísindanna, og miðla ávöxt-
um framfara og fullkomnunar.
Fjöldinn kemur á eftir þegar hann
eygir vegi ágætismanna. Hann
eygir brautirnar fyrri eða síðar,
og kemur þá í humátt á eftir,
smátt og smátt. Og eftir þvi,
sem hann kemst lengra út úr þok-
unni og suddanum, þá smábirtir
þjóðinni fyrir augum. Náttúran
hefir aðeins eitt lögmál, og það
er það að halda áfram, stað frá
stað, efni úr efni. Leiðin er löng,
fylkingin undur smástiga. En eftir
því, sem lcngra er íarið, mcira j
unnio, fieira séö, eftir þvi þynmst ,
þokan, hráslagahrollur lífskjar-!
anna minkar, beyskjan deyfist, en
árdagsroðinn vex uppi yfir mann-
líflnu og ákvörðun þess. J>aS er á-
kvörðun með framþróunarlögmál-
ið, að alt hefjiát stig af stigi til
fullkomnunar í heiminum. En því
fljótara gengur manninum það, ef
hann setur sér það mark og mið,
að vinna af öllum kröftum að
framför mannkynsins, f einhverri
mynd, á meðan hann dvelur hér.
það er ómögulegt að segja, nema
þessi kynslóð, sem nú lifir, hefði
getað verið á margfalt hærra stigi
og verið sælli, ef forfeðurnir lið
eftir lið hefðu lagt stund á að
lyfta mannlífinu eins hátt og allir
sálarkraftar þeirra leyfðu. Mikið
af mannlífsiðjunni hefir gengið til
þess, að menn drápu hver annan
á vigvellinum. Enda lafir sú sví-
virðing við þjóðirnar þann dag í
dag. Von um, að því létti þó
seint gangi. Eitt æðsta siðferðis-
boðorðið, sem við eigum, hljóðar
svo: “þú skalt ekki mann vega”,
Jietta boðorð þekkir hvert einasta
mannsbarn á meðal siðaðra þjóða,
en hvernig er breytt eftir því ?
Óefað væri öðruvisi um að lit- j
ast, ef engin stríð eða manndráp
hefðu verið þekt um 200 síðastl.
ár. þá hefðu fleiri haft tíma til að
hugsa og starfa og hjálpa þessum
örfáu vísindamönnum og þjóð,
frömuðúm, sem bera heiminn á
herðum sér þann dag f dag, og!
sem einir haía barist hvær á eftir í
öðrum utn liðnar aldaraðir.
Margir af þeim hafa ei fengið að j
starfa í þarfir þjóðanna. þeir hafa j
verið ofsóttir og brendir á báli, j
hengdir á gálga, grýttir í hel,látn-
ir drekka eitur, eða blæða til ólífis,
og svo framvegis. þrátt fyrir alt
þetta er ljósið og sannleikurinn
að sigra í mannlífinu. En það er
sannarlega þyrnivegur,- sem þekk-
ingin og mannvitið á inn í hugs-
unarhátt og eftirbreytni þjóðanna.
þessvegna er það afar-nauðsyn-
legt, að sem flestir hjálpi til að
,e&gja hönd á plóginn, og starfi og
stríði í þarfir eftirkomandi sona
og dætra. Eftir því, sem ein kyn-
slóðin kemst lengra, því léttara \
er fyrir þá næstu að komast til-
tölulega lengra og undirbúa fyrir
þær næstkomandi kynslóðir. það
er nóg til af gáfum og hæfilegleik-
um hjá mannkyninu, aðeins að
það beiti þeim og leggi þá ötul-
lega fram. Margur einn maður
hefir hafið þjóð sina til vegs og
gengis, auðæva og frægðar, neðan
an frá hinwi mestu niðurlægingu
og örbyrgð. Satt er það, að marg-
ir, sem mest gera heiminuin gott,
eiga við erfið kjör að búa og er
illa launað. En það skyldi ei
hræða neitt mikilmenni frá því að
gegna köllun sinni. Enginn maður
fer með auð og peninga burtu, en
hann getur bvgt sér þann bauta-
stcin, og stórvirkisnafn, að aldrei
deyi.,
Fari maður að svipast um í
kring um sig frá einstaklingssjón-
armiði, þá verður manni fyrir aö
spyrja sjálfan sig: — Hvar srcnd
ég ? Ja, svarið mun verða hjá
fjöldanum: Ja, ég stend þar scm
ég var eftirlátinn. Flestir standa
nær því í sömu sporum, sem íeðurj
þeirra og mæður stóðu i. Jieir!
mjakast ögn áfram í sífeldri breyt-
ingu, en svo afar-hægt, að þeir
verða þess ekki varir. Bóndt scn-
urinn er bóndi, sem liaun íaðir
hans sæli, læknissonurinn læknir,
prestur eða sýslumaður (liklcga
einhver embættismaður), t.g hann
hugsar mest um tekjur sinar eins
og og faöir hans. þetta er yfirleitt
það raunalegasta. þeir geta verið
vænir, góðir drengir, eða þvert á
móti. þeir taka lítið eftir breyt-
ingunum,- sem dagsdaglega eru á
ferð í heiminum. þeir eldast, og
þeir verða á eftir tímanum. þeim
finst yngri mennirnir vera fljótir
og óstöðugir í rásinni, og svo
hnipra þeir sig meira inn í sjálfa
sig enn nokkru sinni áður. þeir 1
voru heitir fyrir framförum og
breytingum, þegar þeir voru ung-
ir, og svo fengu þeir þær breyt-
ingar, og þegar þær komu, þá létu
þeir sér nægja, létu yngri mennina
taka við, og þegar þeirra breyt-
ingar náðu löggildi á almennings-
leiðinni, þá fanst þeim þær vera
andstæðar, öfugar og ógeðfeldari,
en yngri ára breytingar þeirra
sjálfra. Svo liættu þeir aö hugsa
um breytingar, gáfu upp alla við-
leitni. þetta stafar af því að þeir
fylgdu ekki smábreytingunum
nógu vel, lið fyrir lið, dag eftir
dag. þeir eltust út úr hugsunar- j
hætti og lifnaðarmáta, dagaði
uppi, þegar yngri kynslóðin hróp-
aði, að dagur rynni í austri. Að
daga uppi undir svona kringum-
stæðum ollir því, að samtökin
veikjast og gisna, og yngri mönn-
unum gengur ógreiðara að kom-
ast að með meiri og stærri breyt-
ingar og framfarir, og trénast svo
upp og falla frá í dagrenningu
næstu kynslóða.
Aldrei hafa eins breytilegir tím-!
av verið í heiminum, sem eiumitt j
nú. Aldrei liefir þurft nákvæmari
eftirtekt, skarpari skilning, fjöl-
hæfari gáfur og skynsamari fyrir-
hyggju en einmitt nú. Atvinnu-
vegir breytast ár frá ári, gamlir
liða undir 1 ok og nýir koma i
staðinn. Sú atvinna, sem maður
lærði ungur, fæst nú ekki nema á
einstaka stað. Á síðastliðnum 30
árum hefir þetta aukist svo, að
það er sannarleg þörf, að þvi sé
gefinn gaumur og rætt sé og rit-
að um það. Ungir menn og ung-
lingar þurfa sannarlega að taka
sig í vakt í tíma, og líta fram um
veginn. Verkvélar og hreyfiöfl
breytast óöfluga, og þar með
breytist atvinna einstaklinganna,
lifnaðarhættir og efnaástand.
þær fræðigreinar, sem verða
efst á baugi í náfægri framtíð,
eru aflfræði, rafmagnsfræði og
efnafræði. þær eru allareiðu gjör-
endur nútíðarinnar að mörgu
leyti. En eftir því, sem þær eru
stundaðar betur, eftir því koma
þær meira að notum í daglégulifi
það er engum efa bundið, að
jarðfræði og málmfræði eiga einn-
ig mikla og aukna þekkingu í j
vændum. þessar fræðigreinar j
allar grípa mest af öllu inn á hina
verklegu hlið heimsins. því efni
þarf til alls, sem framleitt er, og
afl til að vinna það og flytja. —
þar af leiðandi íara vinnuvélar
fjölgandi og verða margbreyttari,
eftir því sem þessar fræðigreinar
verða hagnýtanlegri Ungir menn,
sem áfram vilja komast í lifinu.
verða að kynna sér og læra alt, j
sem lýtur að verklegu, og meira.
að segja, að læra það á þann 1
fullkomnasta hátt, sem nú er unt
að læra það, ef þeir ætla ekki að j
vera sem dauð verkíæri og uppi-1
döguð tröll tímanna.
það fer að bera langtum meira
á því verklega og vísindum þess,
en aðeins því bóklega. Sá, sem er
verklega lærður, fer fram úr þeim,
sem eru bóklega lærðir í flestum
greinum. jþað er þegar auðsætt.
Læknisfræðin er komin langt fram
úr lögfræði og guðfræði. Og hvers
vegna skildi það ekki vera svo,
þar sem þær báðar eru þululær-
dómar og rotnir fyrri alda ávext-
ir, einkum hin síðarnefnda.
Aftur er læknisíræðin sístarf-
andi, síleitandi og sifinnandi, eins
og hver sönn og lifandi fræðigrein
er og verður. það er skemtilegra
að þekkja, hvað maður er að
vinna, og geta kent öðrum. enn
vinna nær að segja blindandi eftir
fyrirsögn verkstjóra, sem margir
eru ósparir og auðugir af stóryrð-
um og ónotum. það munu fáir
kjósa sér að vera bandingjar í
myrkvastofu meiri hluta ævi sinn-
ar. En því er miður, að þeir sem
ekkert lær.a og þurfa að sækja aX-
vinnu til annara, þeir eru í þræl-
dómi. Verkstjórinn stendur yfir
þeim og skamtar þeim launin.
það er skylda ungra manna og
aðstandanda þeirra, að læra í
tíma einhverja atvinnugrein, og
læra hana vel. það er betra að
kunna að hirða fjós og gripi, enn
kunna ekki nokkurt yerk, betra að
kunna að reka nagla í fjöl, en
kunna ekki. En lang-skemtilegast
er að standa sem hæst i stórvirkja
kunnáttu og verklegra vísinda
þessa tíma, sem framast má
verða, og á sama. tíma geta um-
bætt og lagfært eitthvað í verka-
hring sínum. þá fyrst hefir hver
og einn skilið köllun sina, og til-
gang lifsins, þegar hann hefir gert
mannkyninu gagn, og látið gott
eftir sig liggja, eftirkomandi kyn-
slóðum til hagsmuna.
Ef aðeins væru nú til í heimin-
um hundrað menn Edisons líkar,
þá mundi margt líta öðruvísi út í
dag, enn það gerir. Við Islend-
ingar þyrftum að eignast nokkra j
Edisons, þá mundi birta bæði of-
anjarðar og neðan á íslandi. Við
vonum, að þeir komi bráðum
fram á sjónarsviðið, — já, sem
allra, allra fyrst!
K. Asg. Benediktsson.
-------4-------
LífsábyrgðarfélÖgin
það hefir stundum slegið i nokk
uð hart, þegar Heimskringla hefir
opinberað fólki sviksemi og stuld |
lífsábyrgðarfélaga. En þó hár og
skrækjandi hafi orðið úlfaþytur
sumra þar út af, þá liefir fólkið
fengið að vita sannleika á málun-
um gegn um Heimskringlu. Hún
sagði fólki hispurslaust og rétt
frá 'loforða sviksemi og agenta
ranghermi Mutual Reserve félags-
ins um árið. Og þrátt fyrir garg-
ið og gauraganginn í þáverandi
meðmælendum þess félags, sannað-
ist það, að Heimskringla fór með
sannleikann í því máli.
það er ein af aðal-skyldum ísl.
blaða hér, að afla sér upplýsinga,
og færa þær til fólksins. Nálega
hver einasti maður af íslenzkum
þjóðfiokki hér vestra, er í lífsá-
byrgð, sem fullorðinn er að aldri.
þar að auki eru mörg böru í lífs-
ábyrgð. það er því mjög áríð-
andi, að Islendingar viti alt eins
greinilega og auðið er um lifsá-
byrgðarfélög þessa lands. Jiau eru
fjölda mörg og fjarska mismun-
andi. Sum eru góð og heiðvirð fé-
lög, en sum eru aðeins fjárglæfra
svikafélög, sem hverjum heiðvirð-
um manni er minkun að, að
tryggja líf sitt i.
það má taka það strax fram,
að Canada á þann vitnisburð skil-
ið, að það á ekki annað en áreið-
anleg og heiðarleg lífsábyrgðarfé-
lög. En það er nokkuru öðru máli
að gegna um Bandaríkja lífsá-
byrgðarfélögin, að minsta kosti
sum þeirra. það er í flestum til-
fellum rangt af Canadamönnum,
að vera að seilast eftir lífsábyrgð-
um suður yfir landamærin, þar
sem Canadaríki hefir betra og full-
komnara fyrirkomulag og lög á
lífsábyrgðum fólks, en þessi lífsá-
byrgðarfélög í Bandaríkjunum,
sem teigja klærnar hingað norður.
Fólk ætti ekki að láta rann-
sóknir og fjárglæfrastapp félag-
anna fyrir sunnan línuna, ganga
alveg eftirtektalaust fram hjá sér.
það er sannarlega ástæða til að
taka eftir ýmsu, þó minna sé í
fólgið, enn slík svik og þjófnaður
á almenningsfé. Rannsóknir halda
stöðugt áfram í New York Life
félaginu, í Equitable félaginu og í
Mutual Life íélaginu, og stöðugt
koma upp meiri og meiri svik,
meiri og meiri þjófnaður. Um
undanfarnar vikur hafa rannsókn-
irnar verið hvað ákafastar og
sterkastar í New York Life félag-
inu, sem alstaðar er auglýst eitt-
hið allra stærsta og sterkasta lífs-
ábyrgðarfélag í heimi. Skildi ekki
bráðum mega auglýsa það sem
eitt hið nafnkendasta þjófafélag í
heimi ? Athæfi tveggja forkólfa fé-
lagsins yfirgnæfir allar smáþjófa-
skýrslur. McCall, fyrverandi for-
seti félagsins dó um daginn,
og A. Hamilton, málaflutnings-
sem felur sig nú í Frakklandi hafa
stolið nokkuð á aðra millíón doll-
ara úr félagssjóði. þeir geta ei og
hafa ei reynt að gera nokkura
grein fyrir þessum þjófnaði, reyna
ekki að bera neitt í bætifláka fyrir
sig að fénu t.d. hafi verið varið
til útbreiðslu félagsins i einni eða
annari mynd. Rannsóknarnefndin
hefir sýnt fullar sannanir fyrir
þessum þjófnaði þessara óþokka.
þessi flækingur á Frakklandi, eöa
Hamilton málaflutningsmaður fé-
lagsins hefir unnið í þarfir þess í
13 ár, eða öllu heldur: hefir stoliö
fé frá félaginu í 13 ár, og hefir
lánast að ná í alt 1,347,382.41
dollurum af félaginu. Af þessari
upphæð bar honum í fylstu laun
37,600 dalir. Af þýfinu sjálfu, sem
er eins og tekið var fram hér að
framan nokkuð á aðra millíón
dollara, borgaði McCall féiaginu
til baka 235,000 dollara, áður enn
hann lézt, og þóttist gera full
skil á þýfinu. Rannsóimurskýrs!-
urnar fara þungum orðum um at-
hæfi þessara form-anna félagsins.
Sumstaðar hefir verið reynt að
dylja fjárhvarfið með fölskum
skýrslum og svikinni bókfærslu.
Rannsóknarnefndin lagði til að
hafin yrðu sakamál á móti Mc-
Call og Humilton. En áður enn
málsókn var höfðuð, var hinn fyr-
nefndi ekki lengur í lifandi manna
tölu, en hinnsíðarnefndi verðúr
strokuþjófur og landflóttamaður
meðan hann hjarir í þessum heimi.
þarna eru sýnishornin af réttlæti
og manndygð, sem þetta alræmda
New York Life félag hefir að státa
yfir.
Hin félögin, Equitable og Mut-
ual Life, hafa að nokkuru leyti
komist í eins krappan og New
York Life, og formenn þeirra
reynst svikulir og þjófgefnir, sem
þessir ofannefndu náungar. Mc-
Curdy, forseti Mutual Life, er þeg-
ar að komast burt úr þessum
heimi af ótta, skömm og svívirð-
ingu, ef hann getur ekki strokið
úr rikinu og flækst inn í annað
ríki sem strokuþjófur og land-
flóttamaður. Sömu söguna er að
segja um Alexander, fyrv. forseta
Equitable félagsins. Hyde, sem
áður var varaforseti félagsins, er
flúinn til Parísar á Frakklandi og
lætur þar sáralítið á sér bera.
Jietta, sem ritað er hér að ofan,
er nægilegt til þess, að fólk ætti
að vera varasamt og ærukært, að
ganga ekki í nema heiðarleg félög,
og lielzt ekki önnur en Canadafé-
lög, þeir sem eiga þeim kjörum
að fagna, að búa í Canada. það
er lítil bót, þó þessi félög hafi enn
þá borgað þær ábyrgðir, sem
þeim bar, því þau hafa tekið tvo
peninga fyrir einn eða meira, og
með því móti stolið og okrað af
fólki stórfé. það er viðkunnan-
legra fyrir alla að geta hugsað
til þess, að erfingjarnir taki við
erfð úr höndum heiðvirðra manna
en ekki úr lukum þjófa og bófa.
og annars illþýðis.
Eg meina með þessari grein lög
félaganna og félagsstjórnirnar, en
ekki “agenta” þeirra, sem verða
að dansa eins og þeim er skipað
af yfitboðurum þeirra . þeir eiga
sérmál í þessu efni.
K. Ásg. Benediktsson.
--------1-------
Hljóðbærar hugsanir
Um bœkur
Vissulcga er ritlistin undursam-
legust allra hluta sem maðurinn
hefir iippfundið. Rúnir Óðins voru
hetjudáðin í fyrstu mynd sinni ;
bækur, rituð orð, eru enn töfra-
rúnir, síðasta myndin ! i I bókum
er fólgin sál gjörvaflrar fortíðar-
innar, hljóðbær og skýr rödd hins
liðna, þegar líkami þess og efnis-
vera er með öllu horfin sem
draumur. Voldugir fl tar og fylk-
íngar, hafnir og hergagnabúr, há-
reístar, vél-margar stórborgir, —
víst er það frábært og stórkost-
legt, en hvað verður af því ? Aga-
memrnon og hans líkar, Perikles og
hans líkar, og Grikkland eins og
það var á þeirra tíð, nú er það alt
orðið að rústum, hljóðum bútum
og raunalegum reköldum, nema
bækur Grikklands! þar lifir
Grikkland enn þá bókstaflega í
augtim hvers hugsandi manns,
verður enn vakið til lífsins. Engin
töfrarún er undarlegri en bókin.
Alt sem mannkinið hefur starfað,
hugsað, aflað eða verið, það ligg-
ur sem í töfrageímslu á blöðum
bókanna. þær eru kjörgripir mann-
anna.
Vinna ekki bækur ennþá krafta,
verk, eíns og rúnunum var ætlað
í þjóðtrúnni ? Jjær sannfæra menn.
1 farandbókasöfnum afskektra Jjor-
pa, getur ekki svo auðvirðilega
skáldsögu, sem fávísar stúlkur lesa
í þaula og setja sín fíngraíör á,
að hún eigi ekki sinn þátt í gift-
íngum og heímilislífi þessara ein-
földu stúlkna. övona hugsaði
“Celía”, svona fór “Clifford” að:
hin heímskulega lífsskoðun læsir
sig í þessa ungu heila og kem-
ur skýrt fram í breytninni, þegar
minst varir. Skyldi nokkur rún í
æstu.stu ímyndun hjátrúarmanns-
ins hafa valdið slíkum furðuverk-
um, sem sumar bækur hafa gjört
á steíni studdri jörðunni ? Hvað
var það sem reísti St. Páls kirk-
ju ? þegar að er gáð, þá var það
hebreska bókin heílaga, — að nokk-
uru leyti orð mannsins Móse,útlag-
ans sem gætir midianskra hjarða
á eyðimörkum Sínai! Ekkert er
undarlegra en þetta, og þó er það
hverju öðru sannara. Prentlistin cr
eínföld, óhjákvæmileg og tiltölu-
lega lítilfjörleg endurbót á ritlist-
inni, en með ritlistinni hófst hið
sanua töfravald mannkynsins. Hún
tengdi og tvinnaðiá nýan og und-
ursamlegan hátt hið liðna og fjar-
læga við hið núlæga í tima og
rúmi, allar stundir og staði við
það sem nú er og hér er. Alt
breyttist, allir mikilvægir starfs-
hættir manna: kensla, prédikun,
landsstjórn og hvað annaði
Lítum t. d. á kensluna. Háskol-
ar eru frægar og virðulegar stofn-
anir seinni alda. þegar bækurnar
komu til sögunnar, breyttist til-
vera háskólanna frá rótum. Há-
skólar komu á íót, meðan ekki var
hægt um að útvega bækur,af því
að þá kostaði einstök bók heíla
landcígn. þegar svona stóð á var
ekki annars úrkostar fyrir hvern
þann er eínhverja þekkingu átti
öðrum að miðla, en að safna læri-
sveínunum kríng um sig augliti til
auglitis. Sá sem vildi vita það sem
Abelard vissi, varð að fara og
hlusta á Abelard. þúsundir manna,
fuljar þrjátíu þúsundir fóru að
hlusta á Abelard og trúspeki hans.
Og nú átti hver annar kennari,
sem kenslu vildi veíta í sinni grein,
miklu hægra aðstöðu; þarna voru
saman komnar svona margar þús-
undir námfúsra manna, enginn
staður var honum því hagkvæmari
en þessi. Fyrir þriðja kennarann
var aðstaðan enn betri, og varð æ
betri því fleiri sem kennararnir
komu. Nú þurfti ekki annað en að
athygli konúngsins beindist að
þessari nýung, að hann sameinaði
eða samtengdi þessa ýmsu skóla,
gjörði úr þeim einn skóla, gæfi hon
um húsnæði, einkarjettindi, veitti
honum styrk og kallaði hann uni-
versitas eður alsherjarskóla, og þá
var háskólin í Paris í aðalatriðum
kominn á fót.En hann hefur verið
fvrirmynd allra seinni háskóla, er
settir hafa verið á stofn frá því
fyrir sex öldum og til vorra daga.
þannig ætla eg að uppruna háskól-
anna væri háttað.
En nú er það ljóst, að öll að-
staða þessara stofnana var önn-
ur, þegar aðgangur að bókum varð
greiðari. Um leið og prentlistin var
uppfundin, gjörbreittust allir há-
skólar eða urðu ónauðsynlegri en
áður! Kennarinn þurfti nú ekki að
safna mönnum kring um sig til
þess að tala við þá um það sem
hann vissi; undir eins og það var
prentað á bók, gat hver kennari
víðsvegar um lönd fengið það heim
til sín og lært það langt um betur
Eflaust hefir hið talaða orð sina
sjerstöku kosti; rithöfundar sjá
sér stundum hag í því að tala líka
Menn munu segja að það sé og
verði meðan tunga er til sérstakt
verksvið fyrir töluðu orðin, ekki
siður en fyrir rit og prent. þetta
á við í öllum efnum, svo um há-
skólana sem annað. En takmörk
þessara tveggja verksviða hafa
ennþá hvergi verið sýnd né sonnuð
og enn síður hefur þeim verið fylgt
í framhvæmdinni. Sá háskóli er
enn ekki fram kominn er hafi til
fullnustu fært sér í nyt þann mik-
ilvæga sannleik.að til eru prentað-
ar bækur,og samsvari eins vel hátt
um 19. aldar og háskólinn í París
samsvaraði háttum 131 aldarinn.ir
þegar að er gáð,þá getur liá-
æðsti menningar skólinn, veitt oss
það eitt sem fyrsti skólin byrjaði
á—hann getur kent oss að lesa á
ýmsum tungum og í ýmsuin vis-
indum, vér lærum stafrof hverskon
ar bóka. En staðurinn þar sem
þekkinguna er að fá, jafnvel vis
indaþekkinguna, það er bækurnnr
sjálfar. J>að er undir því komið
hvað vér lesum, þegar hvers konar
prófessorar hafa spreitt sig við oss
Hinn sanni háskóli vorra tíma
er bókasafn.
THOMAS CARLYLE.
G. F. þýddi.
■----4-------•
Öhappa-ár
1 Tokio í Japan erti til gamlar
spár um það,'að árið 1906 sé hið
versta óhappa og eyðileggingar ár
i borginni Tokio, og nefna Japar
því árið: “Hinn slæga hestinn”.
Annaðtveggja á borgin að eyði-
leggjast af jarðskjálftum eða haf-
öldugangi. það er ekki langt liðið
af árinu, en samt var fólk farið að
búast við einhverjum yfirnáttúr-
legum viðburðum. Föstudaginn og
laugardaginn (23. og 24. f.m.)
urðu menn varir við jarðskjálfta-
kippi í Tokio, og bjuggust þá allir
við, að uppfylling spádómanna
væri að koma. Nokkurar bygging-
ar hrundu og skektust á grunni.
Keisarinn og erfðaprinsinn urðu
skelkaðir og fát kom á íbúa borg-
arinnar. Seinni part laugardags-
ins drifu að talþráðaskeyti úr ýms
um áttum, frá óþektum mönnum,
aðvöruðu íbúana að dagur eyði-
leggingarinnar væri í nánd. Eftir
hálfan klukkutíma voru talþræð-
irnir svo önnum kafnir, að engu
tauti varð á komið. Blaðaskrif-
stofurnar fyltust af fólki, spyrj-
andi og veinandi um ógnir þær, er
vofðu yfir borginni. Keisarinn
sjálfur varð milli vita. Fólk flúði
úr húsum síntim og gekk sem vit-
stola um strætin, en sumt hljóp
út i lystigarðana. Verkstæði flest
hættu og skipuðu vinnufólki sínu
út úr byggingunum. Vinir og
vandamenn kvöddust í siðasta
sinni, og elskendur föðmuðust og
grétu.
Erfðaprinsinn var á söngsam-
komu úti í einum lystigarðinum,
þegar ósköp þessi byrjuðu, ásamt
mörgu heldra fólki og stjórnvitr-
ingum, og honum bárust þessi tíð-
indi. Hann lét enska sendihcrrann
skipa forinanni söngsins, að flýta
samsöngnum alt sem unt væri,
eða hætta, því dagur dómsins
væri i nánd. það átti að leyna til-
heyrendur hættunni, en tæplega
var búinn fyrsti þátturinn, þegar
alt var komið í uppnám í Uyeno
listigarðinum. Alt varð í uppnámi,
en alþýðan vissi samt ekkert hvað
tilstóð.
Forseti þingsins lýsti því yfir
fyrir þingheimi, aö ógnir og und-
ur mundu yfirfalla borgina, og af-
bað þingsetu þann dag.