Heimskringla - 19.04.1906, Blaðsíða 2

Heimskringla - 19.04.1906, Blaðsíða 2
19. apríl 1906. HEIMSKK.INGLA Heimskringla PUBLISHKD BY The HeÍBskringlí News & Publish- ing Gomp&ay Verö blaOsins f Canada og Bandar. $2.00 nm áriö (fyrir fram borgaö).* Senttil Islands (fyrir fram bor«aö af kaupendnm blaösins hér) $1.50. Peningar sendist P. O. Money Or- der, Registered Letter eöa Express Money Order. BankaAvfsanir á aöra banka en 1 Winnipeg aö eins teknar meö affðllum. B. L. BALDWINSON, Editor A Manager Office: 727 Sherbrooke Street, WinBÍpeg P.O.BOX lie. ’Phone 3512, Lögberg og lands- málin J>a5 Itk or5 á því fyrir nokkr- um árum síöan, að ekki væri ætíö logn í íslenzka blaöaheiminum hér í bæ, þegar þeir Egilsættar frænd- urnir áttust viö út af skoöanamun á þjóömálum þess'a lands. Og það var ekki örgrant um, að ýmsum findist þá oftlega freklegar að orð- ■um komist en nauðsyn bæri til. Blöðin Heimskringla og Lögberg ■voru kölluð skömmótt, — sumir nefndu þau stórskömmótt og hót- uðu uppsögnum og ölln öðru illu, ef ekki Hnti þessum pólitisku ólát- um. þetta var áður en hr. 'Magn- ús Paulson varð ritstjóri Lögb. — Kn svo kom það fyrir, að ritstj., sem verið hafði íékk veitingu fyrir stjórnarembætti og varð að yfir- gefa stöðu sina við Lögb., og þá varð hr. Magnús Paulson ritstjóri þess. Við þessa breytingu á ritstj. varð og sú breyting samstundis á blaðinu, sem fiestum heiðarlega hugsandi mönnum mun vel hafa geðjast að. Magnús sýndi það þeg- ar í byrjun, að hann var vaxinn stöðu þeirri fyrir margra hluta sakir. Heilbrigð hugsun, víðtæk 'þekking á landsmálum og einlæg viðleitni til þess að rita um og ræða þaii án allra æsinga eða ó- þarfa útúrdúra, — það voru hans rilptjórnar sérkenni. Undir hans stjórn var hlaðið friðsamt um leið og það flutti velsamdar ritgerðir um almenn áhuga og velferðarmál. Rithátturinn varð stillilegri og kurteisari en áður hafði verið. En stefna blaðsins þó föst og ákveðin, og skoðanir þær, sem fram voru settar, voru rökstuddar svo sem bezt mátti vænta af gáfuðum leik- n/anni. það fór því brátt að leika al- ment orð á því, að alhir andlegi og bókmentalegi blærinn yfir blað- inu væri stótum viðfeldnari og um sögn þess um málin á sama tíma miklu áhrifameiri en fyrrum hafði verið, og þeir voru margir, sem fastlega héld-u og halda því enn fram, að hann hafi sýnt mesta og bezta ritstjórnar hæfileika í.llra þeirra, er á síðari árum hafa ieng- ist við ritstjórn Lögbergs. En það var um þetta sem flest eða öll ö~nur mál, að ekki gátu allir veríð á sömu skoðun. Hliu- hafar I.ögb. skiftust í tvo flokka, þeir heiðarlegri, hygnari og fvið samari létu vel yfir starfsemi nr. Paulsons. En til var annar flokkur innan vébanda þess flokks, sein stendur fyrir útgáfu blaðsins og sem á framgang mála sinna að tniklu leyti undir ritstj. Lögbergs. þessi 'síðarnefndi flokkur taldi Magnús alls óhæfan sem ritstjóra, ekki fj-rir skort á þekkingu eða xitlistar hæfileikum, heldur vegna þess, hve friðsamur hann væri og laus við óþarfa áreitni pólitiskra andstæðinga. þeir fundu það uð honum, að hann væri ekki nægi- lega orðhvass og ekki nándar nærri nógu ófyrirleitinn og skömm óttur til þess að geta staðið eins dyggilega í stöðu sinni sem ritstj. Lögb. eins og þeim líkaði, og eins og orðstýr sá,* er blaðið hefði á- unnið sir á fyrri árum, heimtaði að ritstj. þess væri. það var því nauðsynlegt, að bola þeim maniii úr ritstjóra sessinum. En þetta gæfi því að eins orðið, að íáan- legur væri einhver, sem gæddur væri þeim einkennum, sem M-tn- skorti, og það þó sá maður heiði engan þeirra hæfileika, sem aTlir játuðu Magnús háfa. þessi hluti útgáfufélagsins litaðist um, ekki að eins meðal manna hér vestra, heldur einnig heima á íslandí. En árangurinn varð seintekinn. Eng- inn fanst sá austanhafs, er vaxinn væri þeirri stöðu, aö vera ritstj. Lögb. og fáanlegur væri til að taka það að sér, og að eins einn maður hér vestra var talinn lík- legur til þess að geta skipað sæt- ið. Svo var farið til hans laust fyrir síðustu almennar kosningar, og honum lofuð ritátjórastaðan, ef hann i kosningahríðinni sýndi sig þeim eiginleikum gæddan, er sú staða krefðist. En strax að af- stöðnum kosningunum, og þegar ekki lengur var nein brýn þörf fyr- ir fylgi mannsins, þá opnuðust augu óróaseggjanna fyrir því, að ekki væri manni þeim cre'.st- andi, og svo var hann svikinn v.m stöðuna, og sú ástæða gefin, að hann hefði ekki reynst þeim kost- um búinn, sem e.”iia iiHr.ðsynlig- astir væru fyrir þá stöðu. Svo var leitinni haldið áfram, þar til \ið- leitnin að finna mann þann. sem í væru sameinaðir allir þeir kostir, er prýða mætti einn ritstjóra við hæfi útgáfunefndar Lögb., varð sigursæl. Magnús var látinn víkja sæti og annar settur í hans stað. það verður vafalaust álitamál, hvort blaðið hefir að nokkru batn- að við skiftin. Um það ætlar Heimskringla ekki að dæma að þessu sinni. En hitt ætlum vér að staðhæfa, það, að núverandi ri-tstj Lögb. skortir algerlega ýms þau þekkingarskilyrði, sem hinn fyrri ritstj. hafði. Hann heflr að eins verið örstutt tímabil hér í landi,— ofstutt til þess að' hafa getað náð hér borgaralegum réttindum, svo að hann geti greitt atkvæði í nokkru landsmáli, og ofstutt til þess, að hafa getað aflað sér þeirr ar þekkingar á landsmálum sem Magnús hefir. Umsögn blaðsins um þýðingarmikil canadisk þjóð- mál getur því ómögulega verið eins áreiðanleg nú eins og meðan Magnús stýrði því, þótt þá vant- aði oft mikið á, að þau væru eins réttlátlega íædd og skoðanir blaðs- ins um þau bygð á eins góðum rökum og átt heföi að vera. Að vísu hefir núverandi ritstjóri blaðsins ekki ennþá gefið sig meir við að ræða hérlend mál en liann hefir getað komist hjá. I raun réttri hefir hann að eins rætt um tvö stórmál, sem fylkisbúa snerta beint. þau eru: Bleytilanda sölu- málið og talþráðamálið. Og í þessum málum báðum hefir hann sýnt svo sljófa hugsun og svo öí- ugar skoðanir, að furðu gegnir um fullorðinn mann. • Lögberg hefir haldið því fram, að Roblin stjórnin hafi selt bleyti- lönd fylkisins fyrir lægra verð, en átt beíði að vera, og með því bak- að fylkidu talsvert peningatjón. það getur verið álitamál, hvort þessi staðhæfing sé rétt grunduð eða ekki. Sé með henni meint það, að fylkislönd hafi verið seld fyrir lægra verð en stjórninni hefir boð- ist fyrir þau, þá hefir kæran við alls engin rök að styðjast, því að þessi lönd hafa í hverju tilfelli ver- ið seld fyrir virðingarverð, og i sumum tilfellum nokkuð hærra. þau hafa verið til sölu um margra ára tíma, hverjum sem hafa vildi, án nokkurs manngrein'- arálits. Ritstj. Lögb., eins og hverjum öðrum, hafa staðið þau til boða, og stendur enn til boða, að kaupa hvert óselt fylkisstjórn- arland, sem hann óskar, með því verði, sem sett er á þau í bókum fylkisins, eins og vér höfum áður tekið fram hér í blaðinu. Sú staðhæfing blaðsins, að vinir stjórnarinnar hafi verið látnir sitja fyrir kaupum á bleytilöndum fylk- isins er með öllu ósönn og hefir við engin rök að styðjast. það er með bleytilöndin eins og með Lög- berg, að hverjum er frjálst að kaupa þau sem vill, með uppsettu ákvæðisverði. Og ef að vinir Rob- lin stj. hafa keypt meiri bleytilönd af henni heldur enn andstæðingar hennar hafa gert, þá getur það verið bygt á svipuðum grundvelli og þeim, er knýr vini Lögb. til að kaupa það blað, en andstæöinga þess til að láta það ógert, af því þeir vilja ekki umia blaðinu inn- tektanna af viðskiftum við sig. — En svo er ennþá alls ósannað og ósannanlegt, að meira af bleyti- löndum fylkisins hafi gengið til vina Roblin stjórnarinnar, heldur en ti'l óvina hennar. Eða getur rit- stjóri Lögb. sýnt, að hærra eða jöfnu boði í bleytilöndín frá and- stæðingum stjórnarinnar hafi verið neitað til þess að vinir hennar gætu setið fyrir kaupunum ? Geri hann það, ef hann getur, og þá fyrst, en fyr ekki, hefir hann nokk- urn siðferðislegan rétt til að bera fram þær kærur, sem hann hefir gert í Lögbergi. En sé á hinn bóginn það mein- ing Lögb., að hvert það land sé selt fylkinu í skaða, sem selt er með ák\"eðnu markaðsverði á þeim tíma sem það er selt, erf kaupandi ■þess geti síðar selt það aftur með hagnaði, af því aö eðlilegt mark- aðsverð þess hefir hækkað á tíma- bilinu frá því þaö var keypt ai stjórninni, þar til kaupandi seldi það, — þá hefir staðhæímgin við sömu rök að styðjast, sem gilda um hvert aimað búland eða bæjar- lóðir í ölhi fylkinu. Og að því leyti má í raun réttri segja, að öll þau lönd, sem seld eru áður en fylkið hefir tekið þeim fylstu fram förum, sem hægt er að láta það taka, þar til öll lönd þess eru komin upp í hæsta hugsanlegt 1 verð, séu seld í skaða. En sé eða I verði þessi skoðun viðtekin, þá | gildir hún jafnt fyrir stjórnina og i einstaklingana í fylkinu. Og er þá engu meiri ástæða til að ásaka stjórnina, heldur enn það væri að ásaka hvern þann einstakling í I fylkinu, sem á liðnum árum hefir selt lönd og lóðir fyrir lægra verð | en síðar befir fengist fyrir þau eða þær. Vér segjum «því afdráttarlaust, að Lögb. hefir^engan rétt til þess að staðhæfa, að stjórnin selji lönd fylkisins því í skaöa. fyr en sýnt verður, að hún hafi á þeim tíma, er þau vorU seld, neitað hærra boði í þau en hún þáði. Eða ef Lögb. gæti sýnt, að Roblin stjóru- in hafi sel-t “bona fide” laudtak- endum lönd sín, á jöfnum gæðum og afstöðu, fyrir hærra verð en spekúlöntum, þá hefði blaðið fulla ástæðu til aðfinslu. Og þá væri | það jafruskylt, að fmna að Jvi sama hjá ríkisstjórninni, ef aann- [ ast skyldi, að hún heföi gert sig | brotlega í þessu. Og sama er að I segja um sölu ríkislanda í stórum spildum, að hafi stjórnin selt þau fyrir lægra verð en kaupendurnir síðar fengu íyrir þau, þá hefir Lög berg þar ástæðu til umkvörtunar, j svo framarlega sem því er eins ant um eins og það lætur að skýra I lesendum sínum satt og rétt frá I þessum málum. Við tækifæri von j um vér, að geta gefið Lögb. verð- | mætar og athugaverðar upplýsing- I ar um þessi mál. það eitt má athuga í samhandi við allar þjóðeignir þessa ríkis, að hvort heldur það eru ríkisstjórnir eða fylkja, sem umráð þeirra hafa, þá hefir stefnan jafnan verið sú að selja þær eða leigja með lægra verði en einstaklingar mundu gert hafa, ef þær hefðu verið þeirra eign. Sama er að segja um afnot þjóðeigna; og það getnr verið sanngjarnt umræðuefni, hvort þessi i stefna stjórnanna sé sú réttasta eða hollasta fyrir hag landsins. En | hvað sem um það er, þá er stefna j þessi viðtekin hér í landi, án til lits til þess, hver pólitiski flokkur- inn er við völdin. Og enn má athuga það, að bleytilöndin eru þau ein, sem að dómi mælingamanna ríkisstjórnar- innar hafa verið ója-r til búskapar eða jarðræktar, af því þau væru j háð árenzli vatns, væru “flæði- lönd”. Af þessari ástæðu hafa slík j lönd jafnan verið virt lægra til j söiu en þur lönd, sem nota mátti ! til jarðyrkju. TalþráðamáHð, þe'tta afar þýð- i ingarmikla mál, sem Roblin stjórn in hefir tekið upp á dagskrá sína, samkvæmt einhuga skriflegum _ á- ag bæta h fylkisbúa fr4 því sem skorunum, sem a sl. vetn voru sendar til fylkisþingsins frá hverju einasta sveitarfélagi í þessu fylki, eða því sem næst, — nefnir Lögb. “Roblins-plástur”, og segir málið vera komið á dagskrá stjórnarinn- ar af því Roblin sé hræddur um sig við næstu kosningar. Sam- kvæmt þessari hugsunarfræði Lög- 1 bergs mætti segja, að öll þau framfaraspor til almenningsheilla, sem stigin þafa verið, séu gerð af því, að stjórnir landanna séu hræddar um sig við kosningarnar. Eða með öðrum orðnm, að það sé ót'tinn fyrir að missa völdin, er allar framfarir landa og þjóða byggjst á, — að framþróun heims- jns b^jgist á þrælsótta. Vér teljum, aö íslenzk álþýða hér vestra muni renna grun í, að I eitthvað sé bogið við þessa rök- : færslu Lögb. Eða hyggur blaöið að Laurier stjórmn h-afi tekið taf- þráðamál þessa ríkis til umræðu í Ottawa þinginu, bæði i fyrra og nú í ár, af einskærum ótta við næstu kosnin-gar ? Eöa að hún i fyrra hafi skipað nefnd manna til að rannsaka það mál út í yztu æsar af eintómum kosningaótta ? Neínd þessi hefir þegar gefið út 37 skýrslur um starf sitt, og er sú síðasta þeirra afar þykk þétt- prentuð bók. Eða hyggnr Lögb. að það sé af ótta fyrir dómsá- kvæði kjósenda ríkisins við næstn kosningar, að þaö þing, sem nú situr í Ottawa, hefir til meðferð» ar frumvarp er leyfi ríkisstjórn- inni, að ákveða árleg afnotagjöld talþráða í öllu Canadaveldi, og sem ennfremur skyldar hvert tal- þráðafélag til þess, að gera tal- samband við hvert annað tal- þráðafélag í ríkinn til hagsmuna fyrir talþráðanateijdur ? Hvers- vegna skyldi ríkisstjórnin nú gera þetta mál að einu af sínum aöal og áhugamestu málum, — næst þvi, -að Iögleiða katólska sérskóla í Vestnr-Can-ada — <f það væri ekki öflu-m landsbúum vitanlegt, að Canada menn búa undir bók- staflegu tafþráða einveldi? Roblin stjófnin fer það 4eugra en Laurier í þessu máH, «6 hún viH láta öll 'ritstjórrnn eigft. eftir að læra. talþráðakerfi innan takmarka fylk- isins verða eign og undir yfirráð- um sjálfra fylkisbúa. ]>að er því fyrir stefnu Roblins í þessu máli, sem og í járnbraVita- málinu og skattaálögu máli auð- félaga og fleiri málum, að hann er nú viðurkendur um alt þetta meg, inland, sem sá framsýnasti og framtakssamasti stjórnmálamað- ur, sem Canada á á þessum tíma. Og engum nema Lögb. hefir, svo oss sé kunnugt, komið til hugar að halda fram þeirri kenningu, að vitsmunir Roblins, framsýni hans og íramtakssemi grundist á þræls- ótta eða óttanum fyrir valdamissi við næstu kosningar. J)að er fult eins gild ástæða fyr- ir Lögb. að halda því fram, að allar sveitastjórnirn-ar í Manitoba, sem báðu þingið að semja lög, er veittu fylkinu öll yfirráð og eign- arré-tt talþr'áða innan takmarka þess, hafi gert það af þrælsótta, og að allir þeir, sem hafa svó ó- brjáiaða vitsmuni og svo skarpa andans sjón, að þeir íá skynjað þann undra hagnað, sem fylkisbú- ar geta orðið aðnjótandi^ þegar fylki þetta á alla þræði sína, hafi ■þá skynjun af þrælsótta. Nei, 'þessi stefna Roblins, að hlynna að þjóðeign-arstefnunni yf- irleitt, er ekki hygð á ótta fyrir valdamissi. það er ekki annað sýnilegt, én að sá eini valdamissi, sem mál þetta getur haft í för með sér, sé sá, að ritstj. Lögb. hafi mist alt vald yfir vitsmunum sínum, rök- færslu hæfileikum og stillingu við athugun þess, og mun þá marjjur játa, að um lítinn missi hafi verið að ræða. Að öllu athuguðu virðist oss ljóst, að ritstj. Lögb. þarf að leggja meiri rækt við eigin skiln- ing sinn og þekkingu á landsmál- um og þýðingu þ'jóðlegra stór- virkja, heldur en hann virðist hafa gert til þessa, ef honum á að láta vel ritstjórastaðan. Og íremitr vjldurn vér ráða honum til, að halda áfram guðfræðisnámi sínu og gerast svo prestur kirkjufélags- ins, því þar gerist minni þörf á þekkingar eða röksemda hæfileik- um en í ritstjórnarstöðunni. það er ekki minna heimtandi af neinum manni í ritstjórasessi, en að hann beri skyn á að ræða ann- að eins mál og talþráðamálið með alvarlegri virðingu fyrir þeirri miklu þýðingu. sem það hefir fyrir framtíðarhag íbiianna í þessu fylki. það er víst óhætt að fullyrða, að öllum þorra landa vorra hér vestra geðjast illa að því, hvernig ritstj. LögJ. hefir tekið í talþráða mál'ið. Hann hefir þar sýnt sig ^allsófæran til að skynja réttilega þýðingu þessa máls, en hefir í þess stað beitt því sem æsinga-agni á móti þeirri stjórn, sem með ein- lægri ástundiin er að leitast við nú er eða verið hefir. þau eru viðkvæm sárin, sem margir hafa um að binda. feem dæmi má nefna landa vorn, póstm. að Siglunes P.O., sem í fyrra misti 4 af börn- um sínum úr sjúkdómi, sem ckki varð læknaður af því ekki varð náð til læknis í tíma. Hefði nú legið talþráður þar um bygðina, þá eru miklar líkur til þess, að bjarga hefði mátt öllum þessum börnum, með því að þá hefði yer- ið hægt að ná til læknis jafnskjótt og veikinnar varð vart. það eru þessi og lík tilfelli. sem sannfæra alla hugsandi menn um þá bráðu nauðsyn, sem á því er, að leggja svo öflugt talþráðakerfi um bygð- ir fylkisins hvívetna, að hver ein- asti hóndi eigi völ á, að ná til þess svo að segja á svipstundu. þess vegna teljum vér, að Rob- lin og stjórn hans eigi miklar þakk ir skyldar fyrir þá framkvæmd, sem þegar hefir verið gerð í mál- inu. Og það er einlæg ósk vor, að stjórn' hans hraði sem mest verk- legum framkvæindum i þessu efni, svo að fylkisbúar fái sem allra fyrst notið þess mikla hagnaðar, sem öllum kemur saman um, að það færi, þegar það er komið í fulla framkvæmd. Um önnur smá og óveruleg at- riði í Lögb. greininni í sl. viku getum vér ekki verið að fást nú. En þó skal þesS getið, að ef' Lög- bergi er ant um að ræða fjárinn- tektir blaðanna frá stjórnunum, þá er Heimskringla viðbúiU' um- ræðum um það, hvenær sem Lög- berg óskar. En oss grunar samt, að blaðið munui sneiða hjá því máli i lengstn lög, og umfram alt forðast allar tölur í því sam- bandi. Að endingu skal það tekið fram, að Heimskringla gerir ekkert til- kall til þess, að allir líti sömu augum á landsmál þessa ríkis og hún gerir. En htin gerir kröfn tií þess, að þegar þau mál eru rædd, þá sé það gert með þeirri alvöru í hugsun, sem þýðing máianna krefst. þetta virðist oss Lögbergs Okur Iánsfélög. Eitt af því, sem nauðsynlegt virðist, að takmarka svo fastlega ; með lögum, að ekki verði brotið á móti því ákvæði, er upphæð vaxta af lánsfé, er greiða megi eða þiggja- það er að verða alt of títt í borgum og 'Sveitum þessa lands, að níðast á fátækt þurfalinga með því að setja þeim okurvexti af fé j því, sem þeir nauðsynlega verða ; að fá lánað um lengri og skemri tíma. þessir vextir eru settir alla | leið frá 50 til 500 prósent, eftir því, sem lántakandi er fávís og leiðitamur. 1 Toronto borg er gengið svo langt, að draga menn' þá fyrir lög og dóm, sem á þennan hátt .gera sér þörf fátækra að féþúfu. Lög landsins taka fram hvað vera skuli lögákveðnir vextir, og jnun það vera 6 eða 7 prósent árlega, en svo er það jafnframt tekið fram, að heimta megi og borga hærri vexti, ef það sé beinlinis tekið fram í lánskuldbindingtinni, svo að sá, er lánið þiggur, sjái undir hvaða skilmála liann ritar, en und | irritun hans er lagaleg sönnun þess, að hann liafi af frjálsum vilja ! gengið að ákvæðum lánsamnings- | ins. En hér í Vesturlandinu, þar 1 sem eru margir tugir þúsunda af ! útlendingum, sem ekki lesa eða I skilja orð í ensku, er svo undur- j hægt, að beita okrinu fyrir þá, j sem svo eru gerðir, að þeir vilja nota sér neyð annara. En þessir | okurvextir eru sjaldan eða aldrei j ákveðnir í lánsamningunum, svo að það sé ljóst og skiljanlegt beld- ur er okrinu hagað á þann hátt, að móti segjum Jioo láni endur- borgar lántakandi það með viss- um viku eða mánaða afborgunum, sem um það þær eru fnllgreiddar, þrí og fjórborga upprunalegn láns- upphæðina. það var sannað í Toronto, að maöur, sem tók 550 lán, varð að undirrita skuldbindingu um að borga lánveitanda $142. Annaf fékk Sioo lán gegn vikulegum af- borgunum, er námu > alt $176.80. I Kona, sem tók $20 lán, varð að endurborga það með $38.40. Svipað þessu er ástandið í Mon- treal, og ennþá verst hér í Winni- peg, eftir því sem sögur segja, og hafa sumir landar vorir persónu- lega reynslu af slíku okri. I En auk þessa hafa og sum láns- félög sérstakt lag á því, að fé- fletta fátæklinga ennþá meira en með vaxtagreiðslunni einni. T.d. sendir lánveitandi lántakanda orð um, að hann hafi ekki borgaö lán- ið í gjalddaga, og setur $1.10 íyrir það. Næsta aðvörun með hótun- j um kostar lántakanda $2.20. Svo ! er og sett aukagjald fyrir fram, j lenging á borgtmardegi. þarna eru ! þrenns konar atikagjöld, auk okur- I vaxtanna, sem einatt fara hækk- andi, þar til skuldin er goldin að j fullu. Á alt þetta að vera til að kenna mönnum stundvísi og áreið- anleik í viðskiftum. En meðalið nær ekki tilgangi sínum, því að sá, sem er svo settur, að hann neyðist til að taka láti með slík- nm okurkjörum, verður alt af þeim mun ófærari til að borga, sem hann er beittur meiru okri og ósvífni. það er þetta ástand, sem þarf að læknast með lagaákvæðum, er ákveði stranga hegningu fyrir ok- ur, og þá sérstaklega, þegar því er beitt gagnvart útlendingum, er ekki hafa þekkingu til að skilja, undir hvers konar samninga þeir rita. þar sem sliku okri er beitt af löggiltum lánsfélögum í trássi við löggilding þeirra, sem ætti að taka fram, hve háa vexti félagið mætti taka af lánum sinum, — þá væri rétt að afnema löggildingar- | leyfi þeirra. Slik ákvæði mundu hafa tilætluð áhrif, þau sem sé, að vernda hagsmuni fátæklinganna í landinu. En á hinn bóginn er rétt að taka það fram, að undir öllum vanalegum kringumstæðum ætti fólk að forðast lántökur í lengstu lög. það borgar sig betur, að hafa meira taumhald á fýsnum sínum og kröfum, en margir gera, að vinnn meira og éta minna, að spara meira, en drekka minna. — það er leiðin til sjálfstæðis, og sú leið liggur í alt aðra átt, en að sjóðum okur lánsfélaga. Trú og sannanir Kftir Einar Iljörleifison (Niðurl.) Vitaskuld er þessi ástæða Hum- es alveg fráleit. Reynsla mann- kjmsins ætti að vera búin að kenna því það, að um fieira er að tefla í náttúrunnar ríki en þaö, sem á þeim tímum hefir þótt trú- legt. Enginn má gera sér í hugar- lund, að þaö sé fáfróð alþýða ein,. sem véfengt hefir það, er reynst hefir áreiðanlegt. Helztu vísinda- mena veraldarinnar hafa gert það alveg eins. þeir hafa véfengt, að til væru loftsteinar. þeir hafa vé- fengt, að unt væri að leggja rit- síma í sjó. þeir hafa véfengt, að unt væri að láta gufuvagna fara eftir járnbrautnm. þeir hafa bar- ist gegn þessu hnúum og hnefum, og ótal mörgu öðru, sem reynst hefir áreiðanlegt, og fært ógrynnin öll af “vísinda” sönnunum fyrir því, að þeim gæti ekki skjátlast. Og hverjum mundi fyrir 100 ár- nm — og þótt miklu skemur væri leitað aftur í tímann — hafa þótt það trúlegt, að unt væri að taka ljósmyndir af því, sem er innan í ósærðum mannslíkama, eða að menn léku sér að því, að senda hugsanir sínar frá vesturströnd Englands til Reykjavíkur eftir engri annari braut en lansu loft- ipu ? það er áreiðanlega bezt, að treysta sei* minst þeirri ástæðu, að viðburðirnir séu ótrúlegir, þeg- •ar ríkar sannanir eru fyrir því, að þeir hafi í raun og veru gerst. Hitt er annað mál, að ekki er nema eðlilegt og skynsamlegt, að menn véfengi þá viðburði, sem eru alveg einstæðir í reynslu mann- kynsins, ef ekki er unt að færa rík- ar sannanir fyrir þeim. Nú er svo ástatt um aðalviðburð kristninn- ar, upprisu Krists frá dauðum * eins og áður hefir verið vikið að, að sannanirnar fyrir honum eru ekki svo ríkar, að þær fullnægi efagjörnum mönnum, af því að viðburðurinn er talinn einstæður, ekki að eins af þeim, sem rengja hann, heldur og af kristnum mönn um langflestum. Hér veltur sann- íæringiu áreiðanlega fyrir mörgnm mörgtim millíónum manna um all- an siðaðan heim á þessu, hvort upprisa Krists er í raun og veru einstæður viðburður, eða hvort færa má órækar saunanir fyrir þvi, að samskonar viðbnrðir séu að gerast á vorum dögnm. Fáist engar sannbndr, er styðji trúna á uppristt Krists, eru óneitanlega mjög miklar horfur á því, að sú trú líöi tindir lok, áður en afar- langt líður, eftir þeirri stefnu, sem1 mannsandinn hefir tekið á sfðustu tímum. Reynsluvísibdin virðast vera- að gagntaka hann svo, að það verður innan skams gagn- stætt eðli hans, að byggja sínar æðstu og dýrmætustu vonir á ó- sönnuðu máH. Og trúarþörfin leit- ar sér þá fnllnægjú á nýjum braut um. En fari svo, að órækar sann- anir fáist fyrir því, að nákvæm- lega samskonar viðburðir gerist enn eins og þeir, sem skýrt er frá síðast í guðspjöllunum — að and- ar framiiðinna manna geti enn tek- ið á sig gerfi, sem ekki verður greint frá mannlegum líkama —c 'þá fer að verða í meira lagi óað- gengilegt fyrir skynsama og gætna menn, að afneita þungamiðju við- burði kristins heims. þá fer ekki að verða þörf á jafn ríkum sönn- unum fyrir upprisu Krists eins og annars. Jtessar sannanir fullyrða spírit- istar, að þeir hafi fundið. likki fá- fróðir, trúaræstir alþýðumenn á útkjálka menningarheimsins, held- ur menn af öllum stéttum, en einkum vel mentaðir menn, víðs- vegar um heiminn, og þar á með- al nokkurir af ágætnstu vfsinda- mönntnn í sjálfum menningarmið- deplum veraldarinnar. þeir segjast hafa horft á anda framliðinna manna taka á sig mannlegan lík- ama. það er meira en 30 ár s'ðan er fyrst var farið að fullyrða þetta. Og það er meira en 30 ár, síðan er fyrsti vísindamaðurinn tók sér fyrir hendur aö rannsaka þetta. Og hann sagði, að væri al- veg rétt. Maðurinn er prófessor William Crookes í Lundúnum. Hann var þá einn af frægustu eðlisfræðing- um og efnafræðingum Norðurálf- unnar. Og honnm var síðar veitt aðalstign fyrir vfsindastörf sín og gerður að forseta hins konunglega brezka vísindafélags, eins af vand- fýsnustu félögum heimsins. Hann tók á heimili sitt 15 ára skóla- stúlku, Florence Cook að riafni, sem sagt var, að væri þeim eigin- leik búin, að andar framliðinna manna gætu tekiö á sig mannleg- an líkama í návist bennar. Hún hafði ekki annað meðferðis heim til hans en ofurlítinn fataböggnl, sem hann skoðaði vandlega. Hún var á heimili hans tímum saman, og bennar var stöðugt nakvæm- lega gaett. Hann er ekki einn til frásagnar um það, ér fyrir hann bar, því að hann bauð fjölda manns að vera viðstöddum kvöld éftir kvöld, og sumir þeirra eru nafnkendir vísindamenn. þeir sögðu allir sömu söguna. Hann tjaldaði milli tveggja herbergja í húsi sfnu og lét stúlkuna liggla cina á gólfi í annari stófunni, meðan á tilrann- unum stóð. Hún leið í ómegin, og þegar hún hafði mist meðvitund- ina, kom, kvöld eftír kvöld, út undán tjaldinu, frum í stofuna,

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.