Heimskringla - 07.06.1906, Blaðsíða 5

Heimskringla - 07.06.1906, Blaðsíða 5
7- júní 1906. SUMARMALABLAÐ HEIMSKRINGLU o kvsti mig og sagði: “Guö varÖ- veiti litla drenginn minn og hjálpi honum til að verða góður mað- ur”. Svo kysti hún mig aftur til að innsigla þessar velmeintu heilla- óskir. Svo fórum við að ganga fyrir lömbin, og ég fór að hafa það yf- ir, sem eftir var af kveðskap mín- um, sem til allrar lukku er nú fyr- ir löngu gleymt. Dagur var að kvöldi kominn, sólin valt eldrauð og tignarleg yf- ir ósléttar og hrikalegar fjalla- brúnir, sem risu við norðurhvel sjóndeildarhringsins. Hér og þar | voru skýjadrög, sem leiftruðu í j kvöldroða dýrðinni og vörpuðu purpurarauðri blæju yfir austur- fjöllin. “ó, hvað útsýnið er guð- dómlega fagurt í kvöld! Væri ekki j unaðsfult fyrir munaðarlausan j dreng' eins og mig, að deyja á J svona fögru kvöldi og líða á; vængjum kvöldroðans til hennar j mömmu, sem bíður min langt í burtu! ” “En heldur þú að kvöld- in séu fagrari í himnaríki en hér er nú?” Ég horfði beint framan í Gunnu, því mér fanst ég hafa tal- að fallega. Hún virtist líka vera i djúpum þönkum, en svaraði mér þó þýðlega. “þú ert undarlegt barn, stvtndum ertu svo einfeldnis- legur, en svo aftur talar þú eins og fullorðinn maður. Ég skil þig stundum alls ekki, en ég held, að ! það sé hvorki kvöld eða morgun í himnariki. En annars eigum við I ekkert að vera að grufla um það. | Okkur er nóg að vita, að hinn ’góði staður er til, og að við fáum að vera þar alla eilífð, ef við er- um góð börn”. “Já, ég held það”, SVaraði ég heldur dræmt, því mér líkaði ekki meira en svo, að vera kallaður barn, og svo það, að hún skyldi ekki skilja mig. Raunar var ég vaiiur við að vera misskilinn. en j mér fanst, að hún ætti að þekkja j mig. Ég var að velta þessu fyrir mér í huga mínum og leitast við, j að komast að einhverri skiljan-1 legri niðurstöðu, þegar ég hrökk við að kallað var: “Börn, hvar eruð þið?” Röddin vár þrumandi og þunglamaleg. það bergmálaði í klettunum, og þegar hljómurinn barst til okkar frá klettunum, varð eins og hljóðið yrði þýðara. það var eins og fremur væri við- kvæmni í köldutn klettunum, en í brjósti frænda míns, því það var liann, sem kallaði. Ég var hrædd- ur um, að eitthvað illt mundi búa undir komu hans, en þegar við komum nær honum, sá ég mér til mikillar gleði, að hann var ekki í vigamóð. Svo sálarhvel mitt varð á svipstundu blítt og fagurt, eins og vorkvöldið. Frændi minn lagði hægri hend- ina á brjóst sér, eins og hann oít gerði, þegar hann var að tala um, að í brjósti sér hreyfðist norrænt víkingablóð; svo hallaði hann uncl- ir flatt, lítið eitt, og virtist horfa eitthvað langt út í geiminm Svo tók hann til máls í þttngum en hetjulegum málróm: “Börn, þið hafið vaktað lötttbin vel, þau eru feit og frjálsleg og al- veg spök; mér hefir því komið til hugar, að láta ykkur hætta í kvöld, þar faðir þinn, Gunna, er nú kominn og vill þig heim hafa í kvöld, því húsfreyja hans hefir kent sér krankleika nokkurs. En vér bændur höfum fastráðið, að riða til skips með morgni, að sækja varning að fornum sið. Eg hefi því nokkttð frekar hugsað, hvað gera skal. þú fylgir mér nú heim þegar, en sá hinn smá- vaxni dvelur hjá lömbunum, þar til kvöldskuggarnir hafa falið Snæ- fell hið mikla. ]>á skal hann ítteð hægð reka þatt í Stekkjarhvamm, og láta giftu ráða, hvernig til tekst”. Gunna gekk til m'n og kysti mig á kinnina, um leið og hún sagði svo hátt, að frændi minn hlaut að heyra: “Vertu sæll, þú hefir verið mér undurþægur og góður. Haltu áfram að vera góður drengur”. Eg snéri við höfðinu og bauð henni munninn, því ég vildi endi- lega, að hún kvsti mig aftur, en hún virtist ekki skilja mig í það minsta, en hljóp af stað, og hún og frændi minn voru á svipstundu horfin upp fyrir melana. Mér þótti sárt fvrir því, að þess- ir sæludagar skyldu vera liðnir. Hver skyldi sitja með mér lömbin næsta ár ? Líklega yrði það ekki Gunna. Hún yrði þá ef til vill orð- in of stór. Svo þyrfti hún að hjálpa mömmu sinni. Ó, hve sæl hún hlaut að vera, að vera ein- lægt hjá mömmu sinni, og hann faðir hennar leit út fyrir að vera svo góður maður. En ég átti eng- an að nema guð, og hann var svo óumræðilega stór, og svo langt — langt í burtu, en ég var svo lítill! þögul tár hrtindu af augum min- um. Ég leit til himins, en fyrir augtt mín bar ekkert nema hinn ó- mælandi blái geimur. Samt varð ég aftur hrifinn af fegurð kvölds- itts. Ég hrópaði eins og ósjálfrátt: “Guö minn góður hjálpi mér, ég er svo lítill! ” Mér flugu í hug fyrirbænir Gunnu, þegar hún kysti mig; öll hrygð og leiðindi hurfu úr huga mínum, og ég einsetti tnér, að reyna að vera góður drengur og kveða aldrei ljótar vís- ur um nokkurn mattn. Svo fór ég að gattga krihg um lömbin og víkja þeim með hægð á hinn tiltekna stað, og þegar því var lokið, fór ég að ganga heim í hægðum míttum. Mér lá ekki á; ég vissi vel, að enginn beið eftir mér. þess utan var eins og himn- esk ró hvíldi yfir sálu minni. Mér fanst mér líða vel. Ég stóð á hæð- inni fyrir ofan bæinn og leit í kring um mig. Dimmblá móða hvíldi yfir flatlendinu og fjöllin voru sveipuð fjólulitum bláma. Alt var kyrt. það hefir líklega ver- ið lágnætti. En alt í einti hrökk ég við. Rjúpkarri kom fljúgandi og settist á ltáan stein skamt frá mér og gargaði þar. Ég var van- ur að henda steinum í þessa fugla í hugsunarleysi eða líklega vegna þess, að ég hafði séð aðra gera það. En nti fanst mér það vera ljótt, og gerði það ekki, heldur gekk ég hægt ofan hæðina, og áð- ur en ég gekk inn, leit ég til baka. Aumingja fuglinn sat þar kyr og virtist undtir ánægður. Ég fór að hátta og’ hugsaði mik- ið um það, hvort það væri koss- inn hennar Gttnnu eða eitthvað annað, sem hafði gert mig að góðum dreng. -----+----- / Ainí kjækur. Til Ameríku Árni fór, en orðinn roskinn þó; í karli samt var kjarkur stór, ei kaldan hræddist sjó — er skipið lamdi sollinn sær, hann sagði bara “hó”. Við Grettistök hins gamla lands oft glímt hann hafði nóg, svo kraftar voru’ í köglum hans. En kjæk hann hafði þó, — ef eitthvað h*yrði eða sá, hann ætíð sagði “hó”. Hann valdi land í vænni sveit og vel þar um sig bjó. • þar enga fjalla fegurð leit, en frelsið þar var nóg, — ef enskir seggir sóttu’ ’ann heim, hann sagði bara “ltó”. •g Haldórs fljótur fékk þeim bók og framan í þá hló. En af sér langan trefil tók og tók að höggva skóg, — er féllti trén með bresti’ og brak, hann bara sagði “hó”. Hann fékk sér mat sem firðar þó fátækt væri nóg. (tveir, En ettginn hefir unnið meir við öxi, skóflu’ og plóg — og bjargað sér og síntim gat, þó segði stundum “hó”. Og konu hans og krökkum það á kvöldin skemti nóg, þá Gunnarsrímur garpur kvað svo glinndi við í skóg, — en ef að Gunnar atgeir brá hann Árni sagði “hó”. En bygðin litla blónigaðist, því bt'isæld þar var nóg; ef enskir fengu Árna gist, sem áður hann ei hló, — en ensku bjagað treindi tal og tíðum sagði “hó”. Hanit sagði þeim af feðra frægð, er fluttu yfir sjó, og allri þeirri gæða gnægð í Garðarshólma’ er bjó, — og sögu sína feðrum frá hann fullyrti með “hó”. En enskir sáu sýnishorn og sönnunin var nóg, því Islendinga frægðin forn hjá firðum þarna bjó; — þeir gátii’ ei efað orðin hans, þó oft liann segði “hó”. En nú er Árni fallinn frá, sem fyrrum þarna bjó. En margir hans í fótspor fá ei fetað. — það er nóg að sanna að hann sýndi dng, þó segði stundum “hó”. O. T. Jónsson. --------------- GÁTA. Syrgi ég, að þegir þú þjáður skapadómi, sem tim foss og sveitabú söngst með ljúfutn rómi. Stormur kaldi, strengur þinn stælir kjark og þorið. En hver á að syngja í sálir inn sókirljós og vorið ? S. S. hfeld. Nokkur kvæði. Ef t ir S. S. ísfeld. SYSTIR MfN. Hjartkæra systir, ég hrvggur þig kveð, heim var skipað að snúa, feginn, ó, feginn ég færi þér með, fengjum við saman að búa. Gott væri’ að losast' við lúa. Mættir þú rétta mér hönd þína Hel, hiklaust þá velja ég myndi ókunna landið, ef vissi ég vel . vininn minn kærasta findi. Sem var mitt athvarf og yndi. Einmana ráfa ég örendum hjá, opnast þá sárið og blæðir ;t glatt er ei sporið um göngin há, gustur um vangana næðir. Heyri’ eg að dauðinn mig hæðir. Vel er mér kunnugt uttt veginn og átt, veit ég hvert braut þín er gengin ; finn þig samt ekki þá hrópa ég hátt : Hér er þér bústaður fenginn. Svarar mér enginn ? Nei, enginn. Horfin er vonin þá hættan er mest, hún sig í myrkriuu íelur, öllu því rænir, sem átti ég bezt, óvinum mínum það selttr. , ógnar mér aðeins og kvelur. Uti ég reika við ólgandi straum, ekki hann kveður um friðinn, bakkana skefur með beljandi glauni, brýtur og rífur upp viðinn. I.íksöngvar leggjai.t : niöinn. T/iljur ég skoð t, sent leika við blæ, . leiðir mig huggunar þráin ; enga þar svalandi fróuii ég fæ, fegurðin sýnist n.v.'r dáin. Fölnuð og fallandi stráin. Skelfir mig ljóminn viðleiksala glys, léttúðar hlátur og yndi, læknar ei tneinin það fánýta fis fokið til jarðar í skyn di. Vakið og fóstrað af vindi. Hvílist ég-seinast við helfararströnd, horfi á sæinn og þegi ; legðtt mér harmtir þá líknandi hönd loksins að gráta ég megi. Kotn þú með tárin þin tregi! (1898.) í LEIÐINDUM. þú kæti blind, sem glymur eyrum í, Nti eg frá þínu ;ölu-torgi sný ; í forsælunni fjarri þ; / í leyni, eg friðland á, og haila mér að steini. Og þar sem ekki þytur heyrist neinn, og þögnin ríkir, vil r-g hvilast einn. Sá ys og þys, sem ótal marga huggar, Mér ekkert virðist, netr.a tóntir skuggar. Eg girnist ekki gullkálfinn að sjá, né glysiö kringum tignarsætin há. A skart það glápir skríll og lygnir augitm, sem skriðkvikindi sprottin upp úr hatigttm. þig vesalntenska, virði ég sem tál ; sem vanans helgi spýrð í mína sál ; og vilt eg krjúpi að farisea fótum, sem frægðarverk sin telja’ á gatnamótum. Eg veit það ei, hvert vel þeim treysta má, sem veröleikunum sjálfir skýra frá. það er svo mörgum undurljúft, að s ý n a s t, en afrek sutnra hvería fljótt og týnast. I Bellingham. (A sumardaginn fyrsta 1906) Tileinkað móðurlandinu. Ó, fagra strönd! live fjölbreytt er þín tign, með fjöll og jökla, skó g og rennslétt engi, og hafsins vík mér blasir blá og lygn, með báta’ og skip við trausta akkers strengi, og útsjón þín, hún minnir mig á land, sem mér er kært frá æsku minnar dögum, því hérna gjálpar sjórinn eins við sand, með sínum gömlu, fögru töfralögum. Eg elska fjölbreytt fjalla’ og jökla land í fjarlægð norður, bak við Atlantshafið j þar lítill mér ég.lék við fjörusand, — úr lifsbók minni enginn fær það skafið. Og þegar Island sá ég hinsta sinn, er sigldi eg burt á leið til Ameríku, þá móðurkveðjan mín var tár á kinn í minning þess, er huld ist sævarkviktt. Og hvar sem land í líking þess eg sé, því ljóð eg kveð með hreinum gleðitónutt* en helgust eru ’in fornu feðra vé, þau fegurst ljóma mínum andans sjónum. Og þó ég aldrei Island líti meir, eg ann því heitt, því þar er sál mín borin og æskugleðin aldrei hjá mér deyr, hún endurris með bló muntim á vorinll Og þegar skyggja ský á vonarsól, er skemtun bezt að flýja þá til Braga þó ei mér bjóði ’ann úrvals ruggustól, né æðstu nótur sin'ut Kvásis-laga. Ef fæ eg staup aö ber gja af Boðnar-drykk. eg bogann tek og leik á hörpustrengi. þó “Skarpi-Páll” mig kalli kvæða gikk, eg kveð hann dauðan, ef eg tóri lengi. þú andi minn, sein binda engin bönd, í Boðnar-mjöð sem iau gar vængi þína á Kyrrahafsins fögru fjallaströnd, — til frónskra landa berðu kveðju mína! t íslenzkunnar ekta sparisjóð við ættum meira’ að leggja af heimsins gœðtitr* Svo endar þetta litla sumarljóð með lukkuósk til þeirra’ er ttnna kvæðum! ÞórJur Kr. Kristjdr.snon. Til —. Við skammdegis sólgeisla skemti ég mér, og skrafa við hann eins og kunningja minn. Hann býður mér hlægjandi að setjast hjá sér,, og sorgum að kasta. Mín kærustu launmál hann iaðar mér frá, þá léttist mér hugtir ttm stund ; þá lifnar í brjóstinu ljóðsmíða þrá og löngun að vita og skilja og sjá. P?n fyr en mig varir, hann farinn er bnrf; Ég fylgi hontim eétir, — en hvurt ? Og miðsvetrar hálftungl með hrímkulda glott mig heiilar um nótt er ég andvaka ligg , ég tek það setn algerð.tn vináttu vott, að við mér það lítur. Ég opna því harðlæstar hjarta míns dyr, og handritin fæ ég því öl', sem skráð vortt í leyni af forlögum fvr ; -- sent forvitinn drenghnokki tim ártöl það spvt og ýmislegt fle.ra. — það farið er burt ; ; ég fylgi því eftir, — en hvurt ? En töfrandi vorsól, ég treysti þér vart, en tigna og vegsama ein.-; fvrir það. 1 Ijósstraumum þínum ntér lifið finst. syart, J og loka því augum. Ég finn, að ég' e’ska þig inst intti' í sál, en aldrei þú vita bað skalt ; því þú ert of gö.’ug ; sú gata vrði li.’l og gleðin að lokunum reyndfst tnér tál, ef fylgdi ég þér eftir. Ég bý miy n.i burt frá bólstöð m.'ns hjarta----en livurt ? r.ai .s Eg þýðist ekki þululærdóms mátt, sem þykist vita alt, en skilur fátt. Mér ógnar þetta óskeikunar gjálfur, sem er þó tæpast sann kikurinn hálfur. Eg skil það ei, menn skapi nýjan heim með skraffitiskunni rétt' á vikum tveim. Alér leiðast þeir, sem Babelsturna byggja og boðskap sinn á hálilm grunni trvggja. Mér virðist stundutn vefast húmið svart í vizkuljós, sem óðrum svnist bjart. það sést ei glögt, hva ð samtíð er að vinna, en sagan geytnir það til alda hinna. Og hjá þeim, sem :tð horfnir eru brott, en heimur sér að tinnu margt og gott, eg læt tnitin hug við liðna tíð sig hvíla, og leiðum þeim með visnum blöðtim skýla. SAMTAL. B.: Vandræðin nú vaxa taka Meir, Meir, Meir. ótal hrafnar kveða og kvaka Leir, Leir, Leir. S.: Fleiri samt í saurnum káka Heyr, Heyr, Heyr. Greinin var hans lúsá-Láka Leir, Leir, Leir. Alörg ritgerð frá tnanni fróðum Ileyr, Devr, Deyr. Kannske semna lifi í ljóðttm I,eir, Leir, I/eir. B.: Sé ég nú af sviknu táli Meir, Meir, Meir. Bæði’ í rími og mæltu máli Leir, Leir, I.eir. KERLINGASÖGUR. Nú er hann Tótnas, sem trúði ei íyrst, tengdur við hjálpræðis siðinn, sál hans i andleg samtök þyrst sveimar um himnesku miðin. Öfbýður honum sú tindra list, þar á ekki’ að vera nein sultarvist. Amma hans lýsir því, liðin. \’ o r-oc n, það vorar enn með i’.jaríkuin döguin, er offrar vetur s num kulda og þjósti, en andvarp st gur al-!ífsins frá brjósti og ástin kviknar maniilífsins í högum. Hér hafa þu’.ir simim lokið sögum, og snyrtnar ungfrúr rokkinn hafa leyfðann. Söngvarar einir stæltann strenginn hreyfðann, stundirnar skemma tónuni, ljóða-bögum. því vetur og sumar, vor sem úfið haust strengjanna ómur aldrei dyrfist þagna, er öll náttúran sínum kveður róm. En þetta líður þannig endalaust: Einn þarf að gráta, ftnnar þarf að fagna^ er sínum hér hlýtir sérhvað skapadóm. f ai rl 1 Mikley. St. S. Vorvcður Straumar knýja klakaflota kreppu í og fylla drög ; hengja skýin vængi vota, vatnagýgju titra lög. Hafs við rætur rís úr bárum röðull nætur tignarhár, sólin grætur geislatárom. gróa lætur foldarsár. Lækur smár nti liðkar róminn, léttir báru andvarinn ; gegnum tárin brósa blómíit, beðju smára roðnar kinn. Engan beygir kalda kífið, kveykist degi tinun ný ; fylgjast veginn ljós c g Ulið löndungs tneyju, dróm'a írí. Viknar lttnd af vorsius gæðimf* vetrarstunda eyðist gróm ; senn skín grund í grættum klætí* gróa í Ittndi fögur bíóm. (urrt, HULDA.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.