Heimskringla - 14.06.1906, Blaðsíða 1
Q. Johnson.
Hva9 sem ykkur vantar aS kaupa
eöa relja þá komiö eöa skrifið til míu.
Suðv. horn. Ross 02 Isabel St.
WINNIPEG
Q. Johnson.
Verzlar með “Dry Goods”, Skótau
og Karlmannafatnað.
Suðv. horn. Ross ok Is^iel St
WINNIPEG
XX. ÁR.
WINNIPEG, MANITOBA. 14. JtNl 1906
Nr. 3b’
Arni Eggertsson
SkrifsWa: Room 210 Mclutyre
Block. Telephoiie P3f!4
Victor stræti, lot J26.00
íetið, að vestanverðu. bak-
stræti fyrir aftan lotin.
Agnes st., lot 26jú fet, á
$24 fetið.
Ei'tt lot á Maryland st.,
30 fet, á S35 fetið.
Sargenl ave., 33 fet að
norðanverðu, næst við hús
Goodtemplara (sem er nú
í smíðum), á mjög sann-
gjörnu verði og skilmálum
Simcoe st., 25 feta lot á
$16.50 fetið.
Home st., lot á $16, að
vestanverðu.
Furby st., cottage á 33
feta lóð, a-ð eins $1,400.00
Góðir söluskilmálar.
Peningalán út á hús. —
Sölusamningar kevptir o.C'.
Heimili: 671 Ross Avenue
ele phone 3033
Fregnsafo
Markverðustu viðburðir
hvaðanæfa.
J»ann 10. þ.m. andaðist í Nýja
Sjálandi Richard John Seddon,
stjórnarformaður þar. Seddon sál.
var talinn mestur stjórnfræðingur,
sem uppi hefir verið þar í landi.
— Margar klaganir hafa verið
sendar til Dominion gufuskipa fé-
lagsins og til brezku og canadisku
stjómanna yfir illri meðferð á
vesturförum, sem nýlega fluttu til
Ganada með Dominion línu skip-
um. Yfir 600 manns voru á einu
skipinu, og þeim var þjappað sain-
an eins og nautgripum, karlmönn-
um konum og börnum öllu í eina
kássu. Plássið var bæði lítið og
óhreint og maturinn sem næst ó-
ætur ; 28 máltíðir er sagt að hafi
verið framreiddar af svo illum
mat og óhreinum, að ekki var
mönnum bjóðandi. Og öll meðferð
á fólkinu hafði verið svo ill og
þrælsleg, sem frekast mátti vera.
Áreiðanlega verður rannsókn gerð
út af þessum klögunum.
— Féfag hefir mvndast í Klon-
dyke með 6 millíón dollara Jiöfuð-
stól til þess að veita vatni i náma
héruðin við Bonanza, Hunker, El-
dorado, Gold Run, Sulphur og
aðra læki. Vatnið á að veitast úr
Klondvke ánni. í félaginu eru 3
menn frá Dawson City, einn frá
Vancouver og einn frá I.undúnum
á Englandi.
— þjóðverjar hafa fengið nýja
riffil tegund, sem þýzkur maður
hefir nýlega búið til. Hann er svo
gerður, að jafnótt og einni kúlu
er skotið úr honum, kemur önnur
í hlaupið í staðinn, og má með
því móti skjóta einu skoti á hverj-
um tveimur sekúndum, tneðan
kúlurnar endast.
— Kona ein á Frakklandi, sem
lengi hefir dvalið í kjallara og lif-
að á gjöfum góðra manna, andað-
ist í sl. viku í mestu fátækt. Hún
virtist hvorki fær um að veita sér
föt né fæði og allir aumkuðu hana.
En aó henni látinni fundust 37
þús. frankar í herbergi hennar, er
hún hafði ntirlað saman um æfina.
— Eldsábyrgðar félögin, sem
starfa á Kyrrahafsströndinni, hafa
hækkað brunabótagjöldin tvm 25'
prósent s’ðan eldurinn mikli varð
i San Francisco. En að eins á þó
þessi hækkun að ná til þeirra
hluta hinna ýmsu bæja og borga
■þar á Ströndinni, sen-t mest verzl-
un er gerð í, en útkjálkarnir borga
líkt og 'áður var.
— Máltð móti járnbrautar ræn-
ingjunum í British Columbia hefir
fest sökina á þá þrjá menn, sem
náðust í KlettafjöUnnum fyrir
nokkurum dögum síðan. Einn af
'þeim er gamall, alþektur og ill-
ræmdur ræningi frá Bandaríkjuu-
ttm.
— Látinn er af blóðeitrun Mich-
ael Davitt í Dúbliu á írlaudi, einn
af fremstu stjórnmáiamönnum þar
í landi .
— Geo. Griffin, frá London, Eug-
landi, brann til' datrðs að Wiiml-
peg Reach í sl:. viku. Hnu h.i.'ði
kveykt eld nálægt tjaldscœði stnu
og svo að líkindum fengið slag og
fallið fram á eldinn, því hann
fanst liggjandi á grúfu í öskunni.
— kvongun Spánarkonungs með
Enu prinsessu frá Englandi fór
fram með mikilli viðhöfn þ. 31. f.
m. Dýrmætar gjafir streymdu til
'brúðarinnar frá öllum heimsins
löndum, og' svo segir fréttin, að
aldrei fyr hafi jafnveglegt brúð-
kaup farið fram á Spáni. það
hafði frétzt frá Lundúnum viku
fyrir brúðkaupið, að hópur anark-
ista frá Italíu og Rússlandi væri
á ferð 'til Madrid með þeim ásetn-
ingi að ráða konunginn af dögum
á brúðkaupsdegi hans. þetta var
líka reynt. Spren-gikúlu var hent
vtr loft'glugga á húsi einu og hún
sprakk nálægt vagni* konungs, en
meiddi þó hvorugt hjónanna ; ,en
drap satnt 16 manns af lífverði
þeirra, og særði fjölda manna.
Ýmsir sáu morðvarg þenna um
leið og hann henti kúlunni, og er
sagt hann heiti Matco Moral. Og
segja sumir, að hann hafi strax
framið sjálfsmorð, en aðrir full-
yrða, að hann hafi flúið. Meðal
þeirra er létust af völdum sprengi-
’kúlunnar voru tvær konur og tvö
eða þrjú börn. — þeir eru ekki
vandir að tneðulum anarbistarnir,
og þeirra eina vitanlega stefna og
framkvæmdir eru manndráp, fram-
in á hryllilegasta hátt og á al-
gerðum saklevsingjum.
— Róstur miklar á Rússlandi
eru nú í byrjun. Svo er að sjá af
fréttum þaðan, að landsstjórnin
vilji ekkert tillit taka til þess, er
þingið samþykkir. Stjórnin hefir
neitað, að leysa úr fangelsum þá
menn, er þangað hafa verið settir
fyrir pólitiskar orsakir. þetta þol-
ir þjó'ðin ekki og hygst að fara að
dæmi Frakka og brjóta niður fang-
elsin. Fyrsta áhlaupið af alþýð-
unni var gert á fangelsin í Open-
burg þ. 6. þ.m., en hermenn stjórn
arinnar skutu og stungu lýðinn
niður, og urðu uppreistarmenn frá
að hverfa að lokum, án þess að fá
sínu framgengt. Hinsvegar er það
í hámæli, að ýmsar herdeildir séu
ekki sem tryggastar, og að vænta
megi þess á hverri stundu,* að þær
snúist í lið með alþýðunni. þessa
hefir þegar orðið vart í bænum
Kurst, þar sem hermenn hafa neit-
að að' vinna lögregluverk og hót-
að yfirmönnum sínum bráðum
banai, ef þeir létu nokkuð á sér
bera. Fylkisstjórinn þar hefir beð-
ið keisarann að senda sér trygga
liðsmenn, annars sé alt í voða.
Hermenn í Teliava héraðiau hafa
ráðist á hergagnabúr stjórnarinn-
ar, og neita að láta þau úr hönd-
um sér aftur. þeirn var skipað, að
skila vopntim sínum, en þeir neit-
uðu því og kváðust mundu sýna
yfirmönnum sínum í tvo heimana,
ef þeir héldu sér ekki í skefjum.
Yerkfall hefir og gert verið meðal
sjómanna, svo að fjöldi skipa ligg-
ur nú aðgeröalans undir verði lier-
manna. V'erkfalismenn eru mjög
æstir og líklegir til upphlaups á
hverri stundii.
— Fimm Itundruð brezkir ketin-
arar ætla að ferðast í sumar un>
Ganada og Bandaríkin til þess að
kynna sér mentamálin hér vestra.
— Bandaríkjastjórn hefir verið
tilkynt, að þar í landi séu nú nokk
urir anarkistar, sem séu að undir-
búa leiðangur til Evrópu í því
skyni að ráða Emanuel Italíukon-
ung af dögttm og aðra þjóðhöfð-
ingja í Evrópu. Stjórnin á Ítalíu
hefir sent mann gagngert til Wash-
ington t'il þess að ræða um mál
þet'tu við Roos'eve'lt forseta. Svo
mik'ið er víst, að leynilögreglu-
menn Bandaríkjanna hafa um þess-
ar mund'ir nóg að gera við að hafa
gætur á þessum grttnsömu náung-
um, sem mestmegnis eru ítalskir
stórglæpamenn, sem í föðuriandi
sínu höfðu falspeningaslá'ttu að at-
vinnuvegi, en manndráp til til-
breytingar. Allmargir Italar hafa
á síðari árum verið gerðir land-
rækir úr föðurlandi sínu, og hefir
stjórnin á Ítalíu sent Bandaríkja-
stjórn æVisögu þeirra allra.
— t herbúðum Rússa i Odessa
gerði herdeild nokkur upphlaup þ.
7. þ.m., og voru þar með 5 hers-
höfðingjar. Stjórnin sendi stóra
hersveit til að taka herdeild þessa
til fanga, og varð þá hinn snarp-
asti bardagi ; yfir 20 uppreistar-
menn voru skotnir til bana og 60
teknir til fanga og settir í járn.
Bændur og búalið hefir og gert
upphlaupí ýmsum héruðum lands-
ins, og æðir um með báli og
brandi. Heilar hersveitir kósakka
hafa sendar verið til þess að bæla
niður ófriðinn, og eiga þeir dag-
lega i skærum við bændaliðið.
Hvorttveggju flokkarnir bræla og
brenna hús og eignir aðrar, hvar
sem þeir fara um landið. 1 einum
bæ voru 153 hús brend til ösku og
í öðrum bæ 50 hús, og þar brunnu
inni á annað hundrað kokur. Hin-
ir nýkjörnu þingmenn hafa margir
orðið að hverfa beim aftur til átt-
haga sinna, til þess að revna að
stilla tíl friðar. En bændtir segj-
ast ekki sefast, nema stjórnin láti
að óskum þingsins og samþykki
landlögin nýju, sem fara fram á
að skif'ta tipp1 landsflákum auð-
manna meðal bændalýðsins.
— þann 6. þ.tn. var 91 stiga
hiti í Chicago í skugganum, og
varð bit'inn 6 mönnum að bana
þann dag. I Kansas Citv varð hit-
inn 86 stig, og varð tveimur
mönnum að bana.
— Nýtt vöru og mannflutninga-
skip hefir Ctinard línan lætið
byggja, er heitir “Lusitania”. því
var hieypt af stokkunum í Glas-
gow þ. 6. þ.m. þaö er talið mest
mannfiutn'ingask'ip í beimi. það
er 790 feta lungt og ber 40 þús.
tons af varningi auk 550 manna á
fyrstu káetu, 500 manná á annari
káetu og yfir 1300 manna á þriðja
farþegjarúmi. þetta er auk skips-
hafnarinnar, sem er 800 manns als
Alls getur því skipið fiutt, auk
varnings, 3150 manns. Sama félag
er og að lá'ta byggja annað skip
á sömu stærð, sem nefnist “Maur-
i'tania”. Bæði þessi skip eiga að
ganga með 25 mílna hraða 4 kl,-
stundunni.
— Séra Minot J. Savage, prest-
ur í New York borg, hefir sagt af
sér embætti af þeirri ástæðu, að
hann aðbyHist andatrúar skoðun-
ina og fann sig því ekki lengur
færan að prédika kenningar kirkj-
unnar. það fylgir og fregninni', að
fulltrúar safnaðarins mundu hafa
sagt honum upp þjónustu, ef hann
hefði ekki sagt af sér.
— Fellibylur æddi yfir nokkurn
hluta af Ontario fylki þ.'8. þ.m.,
og gerði skemdir miklar á sumum
stöðum. Hús hrundu. Eldingar
kveyktu í eignum. Menn létu lífið,
og margir tneiddust.
— Séra James R. Wylie, metó-
distaprestur í Los Angeles, var
nýlega dætndur í 12 mánaða fang-
elsi fyrir fjölkvæni. Hann giftist
fyrri konu sinni í New York fyrir
18 'árutn síðan, en sendi hana ný-
lega til ættingja hennar í ríkinu
Iowa, og giftist annari konu á
meðan sú fyrA var að héiman.
— Rússas'tjórn hefir hafið her-
réttarmál gegn aðmírál Rojest-
vensky, sem stýrði rússneska flot-
antim móti Japönum. Hann er
kærður um ragmensku og skort á
stjórnsemi á skipum þeim, sem í
hans umsjá voru. Málið á að
rann'sakast 4. júlí næstk.
— Miklar æsingar erti nú víðs-
vegar í Bandaríkjunum út af kjöt-
niðursuðu húsunum í Chicago. —
það hefir utn langan tíma leikið
megn grunur á því, að ait of mik-
ið óhreinlæti væri í hinum ýmsu
niðursuðu verkstæðum, og að
rnikið af kjöti væri soðið niður,
sem væri svo skemt og óhreint,
að það væri alls ekki mannafæða.
Til dæmis hefir einn af herforingj-
um Bandaríkjanna gefið st'jórninni
skýrslu um það, að niðursoðna
Chicago kjöt'ið hafi orðið 3 þús.
Bandaríkja hermönnum að bana
meðan stríðið við Spánverja stóð
yfir. Skáldsaga, er nefnist “The
Jungle”, var nýlega rituð, og lýsir
hún niðursuðu a'ðferðinni svo á-
takanlega, að það vakti almenna
eft'irtekt í öilum Bandaríkjunum.
Mælt er að Rooseveit forseti hafi
•þá sent tvo valda menn til þess að
rannsaka alla niðursuðu aðferð-
ina, og að hann hafi nú skýrslu
frá þessum mönnum í höndum sér.
Skýrsia þessi er sögð svo Ijót lýs-
ing á niðursuðu ástándimi, að
heilir kaflar úr henni séu ekki
prentandi. Mál þetta hefir vakið
mikla eftirtekt, bæði í Frakklandi,
Englandi og á þýzkalandi, og það
hefir verið skorað á stjórnir þeirra
ianda, að banna algerfega innflutn-
ing á þessu kjöti. Emtþá hefir það
þó ekki verið gert ; en beilir hóp-
ar manna haft samtök að kaupa
ekki kjöt þetta fvr en trygging sé
fengin fyrir því, að það sé svo
hreint og vel handleikið, að naittn
pess sé ekki bein lífshætta, eins og
nú er talið að vera.
— Maður einn í Montreal hefir
nýlega stefnt nábúa sínutn og
heimtar af hon-um $500 skaðabæt-
ur fvrir það, að nábúinn kysti
konuna hans. það er ljóst, að
þessi maðtir hefir ekki alist upp á
ættlandi voru.
— Nær hálf önnu* millíón náma-
manna í ýmsum ríkjum hafa haft
samtök til þess, að áskoranir
verði sendar til allra stórveldanna
að semja lög er verndi líf manna
er vinna að námagrefti umfram
það sem verið hefir.
Tekjur C.P.R. félagsins fyrjr apr.
mánuð voru nær 5^ miflíón doll-
íira, en kostnaður yfir 3 millíónir;
hreinn ágóði $2,342,559. I apríl í
fyrra var ágóði félagsins rúmlega
ein millíón dollarar. Tekjur félags-
ins á si. 10 mánuðum hafa orðið
yfir 5oJá millíón dollara, og hreinn
ágóði á sama tímabili varð hart
nær 19 millíónir dollara. En á
samsvarandi 10 mánuðum í fyrra
varð gróðinn io1^ tnill. dollara.
------+--------
ISLAND.
Stauramenn, 40 talsins, korskir,
komu með Trygva kongi 1. maí
til Reykjavíkur. þeir eiga að fará
að ganga frá ritsímastaurunum
sunnaniands. — Mannskaða sam-
skotin eru komin upp í 5,467 kr.
kr. — Guðmundur Einarsson, út-
gerðarmaður á Seltjarnarnesi,
einn ai allra mestu framkvæmdar-
mönnttm sunnanlands, og ölafur
Ólafsson, ættaður úr Reykjavík,
druknnðu síðast í aprílmánuði af
mótorbát. þeir voru að sækja
sultfisk suðttr í Leiru. Mótorbát-
inn hvarf einnig, og hefir ekkert
orðið vart við hann síðan. — Tíð-
atfar hið versta í byrjun maímán.,
frost með norðan þræsingi. Horfur
allískyggilegar sagðar í sumum
sveitum, sem von er. — Undir haf-
ísjaka varð barn í Bolungarvík.
það var að leika sér niðri í fjöru
kringum jakann. þá klofnaði hann
og barnið meiddist svo mikið, að
það dó skömmu síðar. — Sýslu-
nefnd Húnvetninga geti/gst fyrir
því má'li, að koma upp sjúkra-
skýli á Blönduósi. Sýslunefndar-
menn byrjuðu samskot til þessa
fyrirtækis með 450 kr. gjöf úr eig-
in vösum. Banka-útibú vilja þeir
fá' á Blönduósi og sömuleiðis
koma þar upp sláturhúsi. Styrk
er heitið af sýslusjóði þeim sem
vildi kynna sér tilhögun þess.
Ennfremur er verið að efna til
gróðrarstöðva vtð kvennaskólann
á Blönduósi. — Aðfaranótt 27.
apríl strandaði á Revkjavíkurhöfn
370 smá'festa skip danskt, í miklu
ofsaveðri. Mönnum varð bjargað,
en talið víst, að engu öðru verði
'bjargað úr skipi þvf. Einnig rak
upp í fjörunu þar við höfnina
næsta morgun frönsk fiskiskúta ;
þar varð einnig mannbjörg. —
Bát'stapi varð 14. april í lendingu
á Öndverðarnesi í Breiðuvíkur-
hreppi. Tveim mönnutn varð bjarg
að, en tveir týndust: Jónas Jón-
asson og Gr mur Ólafsson.
(Eftir Fjalik. til 11. maí).
í dönskum blöðum er fullyrt,
að Friðrik VIII. Danakonungur
ætli að ferast tii Islands sumarið
1907. — Danastjórn befir tjáð sig
fúsa t'if þess að veita Færeyjingum
dáli'tla sjálfstjórn í sérmálum
þeirra, samkvæmt því, sem Yíkis-
þingmaður þeirra, Jóanes Patur-
son, befir farið fram á í riti einu,
er hunn samdi og gaf út árið
1903. — Sæstminn til íslands verð-
tir 600 sæmílur ehskar, og verður
lagður í ágúst í stimar. Enskt fé-
lag á að búa til símann, og verð-
ur hann fagður í tveímur deildum.
Frá Lárvík á Hjaitlandi til þórs-
hafnar í Færeyjum, og frá þórs-
höffi' til Seyðisfjarðar. Lagningtim,
bæði á sjó og Iandí aíla feíð til
Reykjavíktir, á að verða lokíð fyr-
ir 1. október þ. á.
(Eftir Reykjavík t*I 12. fttaí).
þann 28. april strandaðí sfcip á
skeri úti fyrir Stokkseyrarhöfn.
það hafði íegið við lan'dfestar
tvær, en þær slitnað b^ðar. Nokk-
uru af vörum varð bjargað úr
skipinu. — Hfaða fattk í Litlii
Sandvík í flóa og brotnaði. —
Heyskortur almennur í sumtim
sveitum ; margir þegar hevlatisir ;
ínmstaða hefir veriC stöðug 15—
17 víkttr. — Dáin er 28. apríl á
þormóðsstöðum við Skerjafjörð
Guðrún Jónsdóttir, uppalin hjá
Árna byskupi Helgasyni ; myndar-
kona og vef látin. — Sýslufundur
Árn'esinga hefir veitt 500 kr. til að
koma upp girðingu til að gevma i
grað'hesta sýslunnar. Einnig veitti
hún 75 kr. til suuðfjár kynbóta
(Lögr. til 10. maí).
Harðindi á norðtir íslandi og
meðfram ströndum þess. Strand-
ferðaskipið Skálholt komst ekki
fvrir Horn vegna íss í bvrjiin maí,
og var þá ísinn óðum að reka að
landi, svo ekki varð komist inn á
Siglufjörð eða aírar hafnir. Skip-
verjar sögðu útlit hið versta þar
nyrðra, eigi fyrirsjáanlegt annað
en almenntír skepnufellir yrði, ef
eigi skifti bráðlega um til batnað-
ar. Verst kvað útli'tið vera í
Skagafirði og Eyjafirði. þar sást
varla á dökkan díl fyrir snjó og
voru bændtir þá farnir að skera
stórgripi af heyjum ; mælt að einn
bóndi í Skagafirði hafi skotið 12
besta. En flestar verzlanir eru
byrgar af matvöru, svo bændur
geta gefið skepnum sínum korn, og
voru flestir farnir til þess í miðj-
um maí. — Fjárskaðar urðu í
Suðurfjöröum, austanlan'ds, í stór-
hríðum trm lok marzmán. Tryggvi
Haffgrímsson á Borgum í Eski-
firði misti aft fé sitt fullorðið, 120
t'alsins ; fór það flest í sjóinn. í
Norðfirði fórst um 80 fjár. 1 Bertt-
firði hafði fent um 200 fjár, en
náðist flest lifandi úr fönninni. —
Snjóþvn'gsl'i allmikil sagði Vopna-
fjarðarpóstur víðast á sinni leið,
bæði í Vopnafirði og Héraði. Út-
lit fyrir almennan heyskort og
skepnutap, ef eigi bregður til
bráðs bata. Sunnanpóstur hafði
sagt mikltt betri veðráttu á Suð-
urlandi en hér eystra ; snjólaust
að kalla má strax þegar kemur
suður fvxir Breiðdalsheiði.
(Austri til 19. tnaí).
Séra þorvaldur Bjarnarson.
Nýkomið Islandsbréf getur þess,
að séra þorvaldur Bjarnarson,
prestur að Melfetað í Húnavatns-
sýslu, hafi druknað í svonefndri
Hnausakvísl af Vatnsdalsá. Is
var á kvíslinni er brast undan
hestinum, og hvarf bæði hesturinn
og muðtirinn tindir ísinn og náð-
ist eigi. öamfylgdarmaður prests-
ins komst að edns af.
Með séra þorvaldi hverfur ís-
lenzku þjóðinni einn gáfaða'sti,
færðasti og á ýmsan máta mikil-
hæfas-ti maðnrinn í samtíðinni.
þegar hann er nú skilinn samvist-
um sóknarbarna sinna og annara,
og þegar einhver annar skipar sess
hans í “bratiðinu", eru líktir til,
að ý-msir þeirra, sem hann gerðd
oft stórkostlega gott af litliim
efntim, læri betur að meta gerðir
hans og valmensku, en á meðan
hann var að rét-ta þeim hjálpar-
höndina, svo fúslega í lifandi lífi.
Með séra þorvaidi er ekki horf-
inm sí-auðmjúkur hræsnari. Hann
var alvarlegur trúmaður, vægöi
sízt þeim, ^em i æðri stöður voru
settir, var ævinnlega fús og fljót-
ur ti'l að hjálpa lrtilmagnanum og
jafnvel um efni fratn. Maðurinn
var skapað stórmenni, gat þvl oft
ekki veitt öðrum samkvæmt efn-
um sínum, heldur oft samkvæm-
ara efnaleysi þiggjanda, og mjög
títt gegn vanþökkum. Hann var
stór í luttd, stór í hugstitt og stór
i tiltektum, oft fram yfir það sem
praktiskt mundi kaliað meðal
V'estur-íslendinga. Hann unni af
heihim hug öllu, sem aukið gæti
mentun og mennin'gu þjóðar sinn-
ar, en hætti jafnan við að heimta,
að samferðalýðurinn væri skrefa-
lengri, stórstígari, en honum (lýð-
num) geðjaðist bezt að. Hann
skorti því miðttr það, sem fjöld-
ann jafnvel af lærðu mönnunum
heima skortir yfirkitt, nfl. starf-
fræðislega festu (practic). Honum
mun naumast hafa orðið núið um
erani því, að hann væri fégjarn né
“stoltur”, því það var honum
flestu fjær. Hann hafði verið fram-
úrskarandi námsmaður á skólatíð
sinni, og heimtaði j.tínun sömu
hæfileika af þeim, er hann átti að
kenna, hvort sem þeir voru yngri
eða eldri. Var það hans stærsti
galli, og mjög tílfinnanlegur þar,
sem um einsmikinti andlegan forða
var að ræða og bann átti yfir að
ráða. Kærusemi og ræktarsemi
hans tif syfjaliðs og kunningja,
var eins og annað t hæsta máta
stór-mannlegt.
Ég býst við aö blöðin á Fróni
geti frekar um þenna mikla mann,
en ég hefi tök eða tíma til nú, og
eigi mund'i doktor þórði þórðar-
syni, ritstjóra Vínlands, um megn
að leggja þar til nokkur góð orð.;
Mun hann þekkja flestum lærðunr
mönnum betur til hugsunarstefnu
hins látna og mannkosta hans.
Winnipeg, 10. júní 1906.
j'. EINARSSON.
----%------
Hjálpin ætti að koma
sem fvrst.
1 tilefni af samskotum þeim,
sem klúbburinn “Helgi magri”
byrjaði til hjálpar ekkjum og m.un
aðarleysingjum þeirra manna, sem
druknuðu við Island í síðastliðn-
um aprílmánuði, vil ég minna al-
m'enning á, að tíminn, sem sam-
skotunum verður veitt móttaka,
var lengdur til I. júlí ; en þá ættu
allir þeir, sem gefa ætla í þessi
s-amskot, að vera búnir að því,
svo þetta fátæka fólk geti sem
fyrst fengið hjálpina. Og eftir
fréttum, sem blöðin að heiman
flvtja hingað um tíðarfar og bág-
indi meðal fólks, mun hjálp, hve
lit'il sem htin er, verða meðtekin
með hjartans þakklæti.
Góðir Isfendingar, látið nú sjá,
að þdð berið hlýjan hug til bræðra
og systra ykkar, sem bágt eiga
heima á Isiandi, með því að gefa
í þessi samskot svo mikið, að þau
geti orðið ofurlítil hjálp fyrir sem
flesta. það þarf ekki að vera mik-
ið frá hverjum, að eins að ALL-
IR gefi eitthvað. &
Ég auglýsi í næstu blöðam hve
mikið er komið í sjóðinn og frá
hverjum, og vonast ég eftir, að
það verði myndarleg upphæð.
ALBERT JÖNSSON,
P.O. Box 32.
Gott kjöt.
Landar góðir! Nú er svo kom-
ið, að þið getið haft tækifæri til
að sjá mig og skifta við mig sjálf-
an í minni eigin búð. Ég skal gera
edns vel við ykkur eins og þeir
ríku, þótt ég sé ekki eittn i þeirra
tölu. Og vonast ég því til, að þið
komið allir að sjá mig og það sem
ég hefi á boðst'ólum.
M. S. JOSEPHSON,
Butcher
448 Toronto st., Cor. Elfice ave.
Skínandi
Veggja-Pappír
levfi mér að tilkynna yður aö éjf
hefl nú fengið inn meiri byrsrðir af veggja
papplr, en nokkru sinni áður. og sel ég
haan á svo láu v^rði, að slíkt er ekki
dæmi til í sðgunni.
T. d. hefl ég ljómandi góðan, sterkan
ag fallegan pappír, á 3Vic. rúlluna og af
ðllum tegundam uppí 80c. rúlluua.
Allir prlsar hjá uiér 1 ár eru 25 — 30
prósent lægri en nokkru sinni áöur
Enfremur hefi ég svo miklu úr að
velja, að ekki er mér annar kunnur 1
borginni er meira hefir. Komið og skoð-
iö papplrinn — jafnvel þó þið kaupið
ekkert.
Ég er sá eini fslendingur í ðilu land-
inu sem verzla með þessa vðrutegund.
S. Auderson
A
651 Bnnnatyue Ave. 103 Nena St.
Hyndman & Co
Veizla nú í gamla
staðnum
U. júnf, 1906
Kl. 8 þennann morgun verð
ég kominn aftur f “Rialto” búðina.
Ekki fullsestur þar að — en komið
samt og finnið mig ef ykkur van-
hagar um eitthvað f fata áttina.
Hyndman & Co.
Fataselar Þeirra Manna
Sem Þekkja
Tbe Rialto. 480V2 Main St.
i