Heimskringla - 15.11.1906, Blaðsíða 1

Heimskringla - 15.11.1906, Blaðsíða 1
Biirt med kuldann Ekkert er jafn óvið.<unnanlegt og kalt hús, OfnarVrá $I-75 —$25-5<> Og svo hinar margreyndu Eldastórfrá $9>5° uppi $55-oo Engin vandi að fá þaö sem þór líkar hér. H. R. Wyatt 497 \oti c Oiime Ave. 1 Þú getnr fengið þriðjnnn ---—--- meiri hita í húsið yðar 3 með því að brúka ------- IDIRTTiIVH á stó eða ofnpfpunní. Hvort ‘drom kostar $3 75. Alllar s'ærðir. Telefón 3631 H R. Wyatt 497 lotre Daine Ave. XXI. ÁR. WINNIPEG, MANITOBA, 15 NÓVEMBER 1906 Nr. 5 Arni Eggertsson Skrifst'-fa: Boom 210 Mclutyre Block. Teiephone 3364 Nú er tíminn! a5 kaupa lot í noröurbœnum. — I/andar góöir, verðiö nú ekki of seinir! Munið eftir, aö framför er undir því komin, að verða ekki á eftir í samkepninni við hérlenda menn. Lot rétt fyrir ve«tan St. John’s College fyrir $300.00 ; góðir skil- málar. Einnig eru nokkur kjör- kaup' nú sem stendur í vesturbaen- um. Komið og sjáið! Komið og reynið!1 Komið og sannfærist! 1 Heimili: 67l Boss Avenue Telephone 3033 Fregnsafn Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. Ldeut. Peary, sem gert hefir margar tilraunir til þess að nálg- ast norðurpólinn og síðast í fyrra lagði upp í einn slíkan leiðangur, hefir sent þá frétt til New York, að sér hafi tekist að komast naer pólnum en nokkrnm manni hefir áður tekist, en það er á 87. gráðu 6. mín. norðurbreiddar. Lengra komst hann ekki vegna isreks þar norðurfrá. Fregnin segir, að þeir félagar hafi orðið að slátra hund- um sér til matar áður en þeir náðu til stranda Grænlands. — Lögregluþjónn í Madrid varð snögglega sjúkur nýlega á féll nið- ur á götuna meðvitundarlaus.' Hann var fluttur á spítala, og þá varð það uppvíst að þetta var kona en ekki karlmaður. Hún hafði verið í lögregluþjónustu 30 ár og í hernum nokkur ár þar á undan, en engan grunaði, að þar væri kona í karlsgerfi. — Fljóttekinn gróði var það er John McMartin keypti nýlega Cobalt náma í Ontario fyrir eina millíón dollara, og degi síðar seldi hana aftur til auðmanna í New York fyrir hálfa aðra millíón. Landspilda þessi er 56 ekrur að stærð en 17 af þeim eru undir vatni. * — Fimtán ára gamall piltur, er gengur með þann sjúkdóm, að ganga i svefni, stakk nýlega móð- ur sína með hnif að næturlagi, í París. Svo gekk hann með hægð tdl baka inn i herbergi sitt og fór í rúmið. Konunni var komið á sjúkrahús, og talið að hún muni verða læknuð, en pilturinn var kærður um glæpinn, en hann sagð- ist ekkert um það vita, og er því trúað. — Ameríkanska gripa kynbóta- félagið í Chicago hefir sett á stefnuskrá sína kynbót manna. Fé- lagið vill hafa áhrif á landsstjórn- ina í þá át't, að fá lö'gleidd á- kvæði um kvonfangs skilyrði. Fé- lagið vi'll fá komið í veg fyrir, að andlegir og líkamlegir aumingjar fái að ná saman í hjónaband, og að engar giftingar megi fara fram í landinu fyr en þær persónur, sem giftast vilja, hafa verið skoðaðar af þar til settum embættismönn- um stjórnarinnar, sem að eins vei'ti giftingaleyfi þeim, sem eru líkamlega og andlega hraustir. Með þessu móti vonar félagið, að haegt verði að koma á kynbót. rneðal mannkynsins', engu síður en gert er meðal hinna lægri dvra- tegunda. — Át'ta Anarkistar voru hengdir í St. Pétursborg þ. 28. optóber fyrir að ræna póstvagn og drepa umsjónarmann uagnsins. — Eldur í New York o. þ.m. brendi hiis og hesta. Skaðinn er metinn ein millíón dollara. — Gen. Stoessel, sá er varði Port Arthur í stríðinu mi'lli Rússa °g Japana meðan hann mát'ti, er nú svo fátækur, að hann hefir beð- ið líknarstofnun eina í St. Péturs- borg utn hjálp til þess að geta borgað vinnumanni sinum faun. þaö er heimtað, að hann sanni með læknisvottorði, að hann sé svo heilsulaus, að hann þurfi að halda vinnumann, — anitars va>.r ekki um neina hjálp að tala. — Katólskir menn á Frakklnndi hafa tilkvnt stjórninni, að ' þeir ætli sér að veita mótspyrnu hverju því lagaboði, sem komi í bága við trú ]>eirra eða vilja páíans í Róm. Páfinn er farinn að verða í svo mikilLi pen'ingaþröng, að hann hef- ir orðið að setja ai embætti ýtnsa menn, sem Lann hélt við Vatican- ið í Rómaborg. Hann hefir sent á- skorun til katólskra byskup-a á þýzkalandi, að safna þar öllu því fé, sem þeir geti, því Frakkar séu að mestu Lættir að gefa Péturs Pence og við það tapist nokkrar millíónir dollara árlega. Annars létzt nýfega í París maður að nafnd Cotint Bertona, sem ánafnaði Vat- icaninu eina htillíón dollara. — Svo er uppreistarandinn í há- skólanemendunum í Pótursborg orðinn megn og ákveðinn, að stj. hefir ti'lkynt kennurunum, að ef þeir geti ekki friðað nemendur sína þá verði háskólunum lokað og þar með bundinn endi á alla kenslu þar. Stúden'tarnir hafa að undan- förnu stofnað til almenbra stór- funda þar í borginni og haldið þar megnar margar æsingaræður móti stjóminni. þeir finna meðal ann- ars það að stjórninni, að hún banni Gyðingum að búa í St. Pét- ursborg, og neiti með því menta- mönntim þess þjóðflokks, að sækja fyrirlestra háskólans, af því þeir séu ekki búsettir í borginni. Stú- dentarnir eru nú enn aefari en áð- ur, og telja víst, að stjórndn tnuni ekki þora að framkvæma þá hót- ttn síúa að loka skólunum. — Enn* hefir fundist afar auðug ur silfurnámi í norður Ontario. Hann er í landshlitta þeim sem neíndst Tamagani Reserve með- fram Montreal ánni, 7 mílur suð- vestur frá Auld Township. White bræðurnir, sem fyrstir fundti nárna þenna, tóku þar strax yfir þrjátíu pund af siifri, sem lá ofanjarðar þar sem æðin fanst. — Eplauppskeran í Bandaríkjun- um á þessu ári eru talin að vera 36 millíón tunnur, eða meir en I2já millíón tunnur fram yfir síð- asta árs eplatekju. í New York ríki einti hefir eplatekjan á þessu hausti orðið nær fimtn millíón tunnur, eða ein millíón tunna meiri en í nokkuru öðru ríki í sam 'bandinu. — Nokkrir Italar höfðti nýfega kapp-wLiskeydrykkju í Toronto- fi°rg. Sá setn vann drakk á litilli stundii 5 þriggjapela flöskur af víninu, og stóð .syo uþp, gekk fá- ein skref og féll svo dauður ndður. Hanu var 47 ára gamull og var nýkominn heim úr kynndsferð til föðttrlandsins. — Einn embættismaður i her Svia hefir, eftir 4 ára 'stöðugar til- raunir og rannsóknir, fundið upp aðferð til þess að tala við fólk í fjarlægð án þráðarsambands. Og lofar hann að reyna þessa aðferð sina í Stokkhólmi í næsta mánuði. — Nýlátin er í Ontario Mrs.Dar- by Morrison, 105 ára gömul. — Blaðið Toronto Globe, aðal- málgaign' Li'berala i Ontario, segir Hyman, ráðgjafa í Laurier stjórn- inni, vera neyddan tdl að segja af sér 'embæt't'i og þingmensku, eftir það sem sannast hafi fyrir dótn- stól'un'um ttm sviksemi og mútur í síðustu kosndngu haus í London, Ont'. Sjálfur segist ráðgjafinn ekki skifta sér nedtt af því sem blöðin segi, og ekki fæst hann tdl að láta uppi neitt um áform sitt í þessu sambandi. — Franska þingið hefir samþykt stefnu stjórnarinn'ar í aðskilnaðar- máli rikis kirkju með 396 atkvæð- um gegn 96. — Yfirmenn á tveimur gufuskip- um, sem nýlega fentu í New York, segjast hafa séð stjörnuhrap mikið að kveldi þess 30. okt. sl. Einn af yfirmönnunum á Hamburg Am- erican Line skipinu “St. Andrews” segir einn þessara vígahhatta hafa hrapað í sjó ndður örfá fet fyrir framan skfp sitt, og hafi stærð hans virzt að vera um 15 fet að þvermáli. Svo segir hann fall- hraða þessa mikla steins hafa ver- ið mikinni, að það var líkast eld- ingu, enda var steinninn rauðgló- andi. þegar steinninn kom niður, spýtt'ist sjórinn um 40 fet í loft upp. Capt. Russ. á skipinu ‘‘Braz- ilia”, sagði mjög svipaða sögu, þegar skip hans kom til NewYork, og hvorttveggju skipin urðu þsssa sama atburðar vör á sama stað í hafinu — um 600 mílur vestur frá Rice höfða. — Nokkrir U'ppreistarmetin sóttu aS farþegjalest í Warshaw á Rúss- laíidi þ. 9. þ.m. og sprengdu upp sutna af vögnunum. ]>eir náðu bar í 'póstflutniinigsvagn með hálfri mil- líón af penin'gum í og komust und- an með það. Bandaiíkja kosningarnar Eins og lauslega var getið ii'm i síðasta blaði, var Hughes, Repú- blikan, kosinn ríkdsstjóri í New, York, en það embœtti er talið ganga næst forseta embættinu að virðingu og áhrifum. Til Congressins hafa Repúblikan- ar kosið 212, en Ðemókratar 155. Annars er sagt, að Demókröitutn hafi vaoEÍð mikið fiskur um hrygg við þessar kosndngar. þedr hafa grætt þingmemi i hinum ýtnsu ríkjum eins og hér segir: I Illmois 4, í Indíana 2, í Iowa 1, í Miss- ouri 5, í Nebraska 1, í New York 1, í New Jersey I, í Ndrth Caro- line 1, í Ohio 1, Wisconsin 1, Mary land 1, og Penn'syivania 5. Repú- blikablikanar græddu: 1 Kentucky 1, ög í Maryland 1. Hearst hafði yfirburði' í öllum deiidum New York borgar, en úti á landsbygðinni var Hnghes stór- mikið á pndan, og fékk alls 54,000 atkvæði unvfram og þó bafði mót- stöðumaður hans yfir 76 þúsund atkvæði ómfratn í New York horg. Hearst kveðst mnni halda áfram að sækja um em'bætti þetta fram- veigis, þar til hann nái sæt'inu. I Minnesota hafa Repúbldkanar unmö’öll embœtti ríkisins', TKttia ríkistjóra embættdð, það hláut Johnson, Demókrat, með 3 þús. atkvæðum umfram. í North Dakota er Burke, Dem- ókrat kosinn ríkisstjóri og Fisk, Demókrat til hæstaréttardóm'ara. Magnús Brvnjólfsson var kosinn “States Attorney” með yfir 500 atkvæðum umfram. Elis Thor- waldson kosinn County féhirðir með 400 atkvæðmn umfram. Geo. Peterson kosinn “County Cferk”, m'eð nær 150 atkvæðum umfram. John Johnson kosinn þdngmaður með 140 atkvæðum umfram. — Frétzit hefir einnig, að Paul John- son hafi verið kosinn friðdómari. — þannig hafa þeir landar vorir allir, af báðum póii'tdsku flokkun- um, sem sóttu ttm embætti í Pem- bina County, unnið sigur í þessutn kósningum. ------------- Í5LAND. Decorah Posten, dags. 6. þ. m., segir mikinn eldsbruna á Akureyri þann 14. okt. sl., kl. Sjj að kveldi, í nýbygðasta hluta bæjarins. P,'in- hver stærsta byggingin þar brann t'il ösktt. Eldurimi varð slöktur eftir miðnætti. Skaðinn metinn^ 180 þúsund kr. Hartnær edtt hundrað manns er sagt að hafi meiöst við eld þenna. Fimm íbúð- arbús, eitt verzlunarhús og tvö vörugeymsluhús brunnu ásamt með miklum timburbyrgðum. þar að attki, segir blaðið, að 6 heild- söluhús hafi brunnið þar, og telur biaðið þetta þann mesta bruna, sem nokkru siniii hafi orðið á Is- iandi.----Afráðið hefir verdð að gera góðán akveg frá þingvöilum til Geysis, framhald af veginum, sem nú liggur til þingvaHa, og á hann að verða fullgierður svo tím- anlega, að konungur geti keyrt yf- ir hann allan, þegar hann kemur til Isiands á næsta sumri til þess að setja þar þingið.------Nú heftr talsímafélagið í Reykjavík gert samband tnilli miðsímastöðvarinn- ar og ian'dsímastöðvarinnar, og geta nú þeir, sem telefón hafa héima hjá sér, fóli'aö frá sér til allra stöðva út um land, gegn 4 kr. gjaidi á ári ; en þeir sem vilja fá tvöfaldan þráð heim til sín svo að betur heyrist, verða að greiða 12 krónur á ári. ------ 1 ritsíma- stöðinnd í Reykjavík eru nú, auk sí'mastjórans, 5 menn: ritsímarnir Gísli Ólafsson ng Maguús Thor- berg, tvær stúlkur og sendisveinn. Mikdð befir verið þar að gera síð- an síminn var opnaður. Fyrsta kveldið, sem opuað var, komu inn á stöðinni 400 kr. Á fyrstu tveim- ur dögunum voru 150 skeytd send frá Reykjavík, flest til ú'tlau'da. Talsíminn um landið er mdkið not- aður. ----- Á Akureyri 3. okt- var var enginn síldar eða fiskafli.---- — 10. okt., segir blaðið Lögrétta, að Marconi stöðin í Reykjavík sé hæt't að taka á móti skeytum. —' —Steingr. Matthíasson pettur Lér- aðslæknir í Reykjavík. ------ Skar- latssótt gengtir á mörgum heimil- um í Eyjafirði. þaðan barst veik- in til 15 beimila í Vopnafjarðar- kaupstað. Veikin sögð væg.--------- 1 i'llviðri við Hrísey í Eyjafirði brotnuðu 3 mótorbátar.-------Látn ir: Torfi kaupmaður Halldórsson á Flateyri við Önundarfjörð, 84. ára gamail, og Pétur Jónsson í Reykjahlíð, 88 ára gamall.--------- Daniir eru að gera tilraunir með nýjan rafmagnslampa, og hefir á- unndst það, að nú má framleiða rafrnagnsljós meir en helmin'gi ó- dýrara en áður. Sparnaðurinn ld'ggur í því, að tekist hefir að gera lýsiþráðmn úr því efnd, sem að eins þarf þriðjung straums á móts við það, sem áður þurfti til þess að gera þráðinn glóan'di. þessi lampi kemur á markaðinn rnn miðjan vetur. Með fullkomnun þessa latiipa er fundið það ódýr- asta ljós, sem enn hefir framleitt verið af mannlegu Lugvitd.--------- Fjárskaðar urðu í Norðurá á Norðurárdal í rigndngarkastinu eft ir 20. sept. sl. Áin flæddi yfir eyjar og nes og tók með sér fé alt, sem þar var. Milli 30 og 40 kindur hafa funddst reknar, en Lve margt fé hefir farist þar alls, er óvíst. Sagt að bóndinn í Desey hafi mist flest fé sit't. - Mokafli á Húsavík í ok'tóber byrjun og síðari hluta septetnber mánaðar. F réttabréf M'arkerville, Alta., 5. nóv. 1906. Veðrátta hefir verið góð þetta haust og frostfeysur fengst af, en óvanalega stormasamt fyrri hiuta obtóber * þá voru tiðum svo mikl- ir vindar, að eigi var hægt að vera við vinnu. Fyrsti snjór fóll þ. 3. þ.m., að eins iítið. Jörð er ó- frosin enn, og hafa menn verið að plægja fram til nálægs títna. Heysk var ekki lokið fyrr enn í októbermánaðarlok, og munu Ley- föng í meðallagi að vöxtum al- ment, en tnjög góð og vel verkuð; grasvöx'tur var mjög rýr sumstað- ar í þessu bygðaríagi, svo ekki hefir verið líkt um mörg undan- farin ár, landrýmd er líka orðið mjög takmarkað, þar sem öil stjórnarlönd eru upptekin, og flest járnibrautarlön'd keypt. Skepnu- íjöldinn er orðinn svo mik'ili, að innan skamms verða hagar bey- lönd ónógt, ekki síst ef misjafnt árferði fer í hönd. En bændur bér komast ekki af með lítið land, íneðan kvikfjárræktin er aðalundir staða búskaparins, og ]>að hlýtur hún að verða um mörg ár enn. Akuryrkja er kotnin skamt á veg hér entt, og sýndst vera undirorpin stórum misfelhim og markaðurinn lítill og lágur fyrir korn'tegundir hér norðvestur, enn sem komið er. Skemdir urðu hér á ökrum, sutn- staðar af frosti (aðfaranótt 13. ágúst) og á sumutn stöðum af hagistormi, setn kom i september. Uppskera mtm því alment yfir lak- ari en í meðallagi. þreskingu er lokið víöast hér í grend. Fáeinir ístendingar eiga enn óþreskt, en en munu láta þreskja í nœstu viku Alment er heiibrigði og góð líð- an, nú fyrir lengri tíma. Sléttueldar vortt h'ér miklir á stórum svæðutn í sl. tnánuöi. — Ekki urðu íslendingar fyrir miklu tjóni af el'dum þeitn, utan einn bóndd, Sigurður Grítnsson, setn misti bty sín mestöll. Alberta söfnuður ætlar að láta övggja kirkju í Markerville, og mun þegar vera byrjað á því verki. Kvennfélagið “Vondn” hafði fjöl- mentia skemtisamkomu og hluta- veltu 2. þ.m., í Fensala Hall.Mark- erville. Ágóðanum er sagt að eigi að verja til kirkjuhyggingariniiiar. Gripamarkaður er hér lágur í haust. Fyrir uxa, þriggja ára og eldri, $30—536 ; tveggja til þriggja ára, $»4 til $26 ; ársgamla, $14 til $16. Verð á kjöti hefir verið: nauta- ♦ ' ' 1. ■■ ■ NEW YORK LIFE Insurance Co. Árið 1905 kom beiðni um $400.000,OfiO a£ lífsábyrgð- um; þar af veitti fél. $296,640,854 og innheimti fyrsta ársgjald; $50,000,000 ineira en nokkurt annað lífsáb.- félag hefir selt á einu ári.— $20,000,000 var borgað fyr- ir 6,800 dánarkröfur. — $20,000,000 borgað til lifandi skýrteinahafa fél. — $17,000,000 var lánað gegn 5 pró- sent rentu út á skýrteini þeirra. — Tekjur fél. hækk- uðu um $5,739,592, og sjóður þess um $45,160,099, svo sjóður þess er nú $435,820,359. — Lffsábyrgðir í gildi hækkuðu um $132,984,578; öll lffsábyrgð f gildi 1. janúar 1906 var $2,061,593,886. CHR. ÓLAFSSON, J G. MORGAN, AGENT. WlNNIPEG MANAGER ----------------------■-------------------- kjöt, 5—5^ cent pd.; kindakjöt, 10 cent pd.; iifaudi svín, 6—6% cent pd. Ull var hér í sumar í hærra verði en nokkru sinni áður, 13—15 cent pd. Egg 20 cent tylftdn. þann 29. nóv. sl. hélt testrarfé- lagið ‘■‘Iðunn” ársfund sinn. Félag þetta er 14 ára gamalt, og er sá elzti félagsskapur í þessari bygð. Á fundinum kom í ljós, að það er í góðu ástandi, á yfir 300 bindi af bókum og í sjóði talsverða upp- hæð. það er í eldsábyrgð fyrir $250. Meðlimir félagsins eru nú yfir 40. Úr bréfi frá South Bend, Wash., dags. 2. nóv. 1906: “L'itlar fréttir héðan nema al- menn velliðan, bæði með hedlsufar og almiennar kringumstæöur og arðsamt árferði, sem alt er að þakka hinu milda tíðarfari, sem hér er ár út og ár inn, og sem er máttarstoð þeirra miklu framfara, sem liér eiga sér stað. Enda safn- ast auðmenn hingað stöðugt, bæði til að auðga sig, og til að veita hinum fátækari atvinmi með all- góðu kaupi. En það er hér sem annarstaðar, að baupinu er mis- jafnlega varið. Hér er alt of mikið af drykkjustofum, sem of mörgum mönnum þykir vænt um að eiga aðgang að, þó1 við ísfenddngar hér látum þær afskiftalausar, enda er- ttm við hér svo fáir, að lítið mun- ar um okkur. þetta yfirstandandi ár byrjaði svo vel, að allur janúar var meira likur sttmri eh vetri, daglegir hit- ar og þurkar og ekki frosthélu vottur að nót'tum, sem þó er all- títt um þann tíma árs. Aftur var sl. júnímánuður sá votviðrasam- asti sumarmánttður, sem ég héfi lifað hér, og var því grasvöxtnr hér mikill og hagstæð heyskapar- tíð. Hafrar í akri tnínum urðu sem næst sex fet á hæð, og eftir því vændr, og ltefi ég aldrei sfegið eins þykt gras. Hinsvegar varð víða rýr uppskera á kartöflum, og erti þær því nú strax komnar app í IJéc pundið. Bærinn hér stækkar óðum, og framtíðin er mjög álitleg, og þess vegna ættll þeir íslendingar, sem alt af ertt að flytja vestur á Kyrra hafsströnd, aö ldtast um hér, og jafnvel að nú sér í landblett áðttr en landið hækkar of mjög í verði. Qg ég skal fúslega vísa þeim á landsbletti 4—6 mílur frá bænum, með þolanlegu verði og góðum borgunarskilm'álum. það i.efir ver- ið búið á lön'dum þedm, og því eru meiri og tnintiá byggin'gar 'á þeim fiestum, og alddnarækt og si'lungs- veiði. Ekki er ég sjálfur útsölu- tnaður þessara bújarða, en ég mundi fitina mér skilt, að teið- beina hverjum lan’da, sem vildi taka sér hér bólfestu, og myndi ég gera það eftir beztu vitund og þekkiit'gu. Sjálfur hefi ég nóg land, en vil ekki selja þaö, því mér þyk- ir hér fagur staður og skemtdfe'gur og arðsamt að eiga hér búland í svo veðursælu héraði. Mjög féll mér vel að lesa grein þá í Heimskringlu frá Sig. S., sem ræðir um verzlun og milliferðaskip mill'i íslands og Ameriku. það tná'l þyrfti að ræðast frekar, því það yrði, eins og hann segir, bæði til arðs og ánægju, einkttm ]>ó fyr- ir íslenddnga á Fróni, sem líka þurfa hjálpar við. Með vinsemdar kveðju til allra landa minua. G.J.Austfjörd”. Jón Sigurðsson [ gömul stef ] “ Þat mun æ lifa, nema öld farist, bragninga lof, eöa bili heimur ”, Fóstran góða, fjöllin knng faldaðu svörtum skýjum, það sé tí'tur þinn á hring þúsund ára nýjum. Mesti, bezti maður þinn moldar til er genginn. ó, sá dómur, drottinn minn'.l Dug hans geymir enginn. þjóðin langan þurfti frest þar að deila miítí, við hans störf hvert vegur mest vizka, mentun, snilli. Han-s í ritum mælska og ment, mesta ljós á vegi, ekki þótti hedglum hent, hindrað varð þó eigi. Fremstur hann í fylking gekk, frelsið vaktd, grafið, móðurarfinn fyrstur fékk fyrir sunnan hafið. þar sem merki hnígur hans, hreystin mikla þrotin, sigurfrægð og lukka lands liggur sundurbrotin. Alt er dapurt, alt um kring, ekkert skin frá baugum, svipir dauðra sækja þing. Syrtir mér fyrir augum. Forin’ginn er fallinn þar, fækka liösmenn góðir. Helzt á leiði hetjunnar horfðu grátin, móðir. Ein þín bíður hvíldarhöfn, hafsins kaldi friður. þér er mál í djúpa dröfin draga faldinn niður. .9. S ísfeld. Paiace Restaurant j *§| Cor. Sargent & YoungSt. ^ é-------------------------------1 2 MALTIÐAR TIL SOLU a öllum ~ T I M u M £ j ?il nialt:d fyrlr $ S 50 ' Geo. B. Collins. eigandi. ■ Ökínandi Veggja-Pappír Ég levfl mér að tilkynna yður að ég hefi nú fengiö inn meiri byrgöir af veggja pappir, en nokkru sinni áöur, og sel ég haun A svo láu veröi, aö slikt er ekki dæmi til 1 sögunni. T. d. hefi ég ljómandi góöan, sterkan og fallegan pappir, A 3»4c. rúlluna og af öllum tegundum uppí 80c. rúlluua. Allir prísar hjá mér i ár eru 25 — 30 prósent lægri en nokkru sinni áöur. Eufremur hefi ég svo miklu úr aö velja. aö ekki er mér annar kunnur 1 borginni er meira heflr. Komið og skoð- iö pappirinn — jafnvel þó þiö kaupið ekkert. Ég er sá eini íslendingur í öllu land- inu sem verzla meö þessa vörutegund. S. Aiidersoii 65L Bannatyoe Ave. 108 Nena St. s

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.