Heimskringla - 15.11.1906, Blaðsíða 2

Heimskringla - 15.11.1906, Blaðsíða 2
iWinnipcf, 15. nóv. 1906. HEIMSKRINGLA T Heimskringla PDBLISHKD BY The Heimskringla News 4 Pnblisb- iog " VerO blaÐsins 1 Canada o« Handar. |2.0U um ériö (f jrir fram bor«aö).; Senttil Islands (fyrir fram borgaö af kaupendum blaösins hér) $1.50. Peninfrar sendist P. O. Money Or- der, Registered Letter eöa Express Money Order. Bankaávfsanir á aöra banka en 1 Winnipeg aö eins teknar meö afíöllum. B. L. BALDWINSON, « Editor & Manager « OflSce: 729 Sherbrooke Street, Winnipeg * P O.BOA lia. ’Phone 351 2, ^ Wiiwwpeg, 15. nóv. 1906. 380,753 ekrur af landi seldar fyrir einn dollar hver ekra Rétt nýlega hefir þaö oröið ljóst, að Laurier stjórnin í Ott- awa er full alvara í því, að losa Canadaríki við sem allra mest ai þjóðlöndunum og koma þeim i hendur vina sinna {yrir sem nœst ekkert verð í samanburði við nú- gildandi markaðsverð, sem oliæt.t má telja að sé meira en millíón dollara virði fyrir þessa einu land- spildu sem hér er um að raeöa. það urðu miklar umræður um þaö á síðasta ríkisþingi að þjóð- löndin í hundrað þúsund ekra tali haáa verið seld fyrir einn dollar ekran, og ríkið látið tapa stórfé á þvi. Innanríkisráðgjafinn lofaði þá að ekki rkyldi meira verða selt ai ríkislöndum, heldur skyldi þeim baldið til landtöku eirugöngu og raektunar af nýbyggendum. En það fór um þetta loforð eins og svo mörg önnur, að það befir ekki verið efnt, — því aö nú er það sannað, að þann 21. júní sl. hefir þessi sami ráðgjafi selt eins og að framan er sagt 380,753 ekrur af landi í suður Alberta fylki til hins svonefnda Robin félags. í þessu félagi eru meðal annara berra J. D. McGregor, aldavinur fyrrum ráðgjafa Siftons, og einn af þeim, sem vann fyrir hann i Yukon land- inu á fyrstu gulltekju árum þess. Svo eru og í því félagi þeir herrar A. Hitchcock og majór A. Auburn Sölusamningarnir eru þeir, að landiö kosti $3.00 hver ekra, en $2.00 af verði hverrar ekru skal slegið af öllu lanhverðinu, ef einn fjórði Lluti landsins er settur und- ir vatnsveitingar áður en fyxsta afborgun á landinu er gerð. En fyrsta afborgunin á að gerast þ. 1. júlí 1910, — eftir 4 ár frá kaup- degi — þá skal borga einn fimta hluta landverðsins, en afgangnrinn borgist á næstu 5 árum þar á eft- ir. það er því auðsætt, að þar sem hægt er með tiltölulega litl- um kostnaði að veita vatni á einn fjórða hluta þessa lands, þá er kaupverðið í sjáffu sér að eins einn dollar f.ver ekra. Ennfremur hefir þessum sömu framangreindu mönnum verið feigðar 96,482 ekrur ai bithaga landi og með því ákvæði, að þeir — sem annars nefnist Grand Forks Cattle Co. — megi kaupa af land- 9,452 ekrur fvrir S1.00 hverja ekru. þessi leigusamningur var gerður fyrir nokkrum tfma og var rætt um hann i þinginu i Ottawa þann 5. júní sl. Af þessum tveimur landsölum fær rikið væntanlega einhverntima i framtíðinni 390,204 dollara, en tapar fyrir það 390,204 ekrum af landi, sem nú þegar eru taldar 4 til 5 miilíón dollara virði. Ríkið hefir því verið rúð um 4 millíónir d-ollara til þess eingöngu að þóknast þessum stjórnarvinum, sem að sjálfsögðu græða það sem ríkið er látið tapa. Hve lengi skulu annars kjósend- urnir í Canada ríki þola aðra eins stjórnar aðferð og þessa, sem sjá- anlega er >til þess eingöngu gerð, að halda Liberölum við völdin, án hins minsta tillits til þess, hvort landið i beild sinni hefir hag eða óhag af því. þegar talað er alger- lega hlutdrægnislaust um þessi mál, þá er þaö sannast, að það varðar alls engu, hvor flokkurinn situr við völdin, ef að eins vel og samvizkusamlega er stjórnað. En það er þvi miðtir, aö nú eru orðin alt of mikil brögð að sviksemi í stjórnarfari Lauriers og ráðgjafa hans, og það er óhugsandi að al- menningur levfi benni mikið lengur aið sóa eignum ríkisins á þann bátt, sem hún nú gerir og hefir gert um nokkur undanfarin ár. Kafli úr ræðu ráðherrans við opnun símans (Eftir “Lögréttu”) “-----Ég ætla mér ekki að rekja hér sögu ritsímamálsins hér á landi. Ekki aí því, að ég kveinki mér við að minnast þess, að mál- iö hefir vakið nokkurn skoðana- mun. Slíkt er alis ekkert tiltöku- mál. Ekkert stórmál kemst fram baráttulaust, og þaö er gömul saga, að: “jafnan orkar tvimælis þá gert er’’, því meir, sem meiru varðar ; en ég tel ó þ a r f t að rekja sögu þessa nú, því aö hún er mönnnm svo kunn og i fersku minni, sumpart af ræðum og rit- um, sumpart af eigin raun. Eg vil að eins minna á þaö, aö um þetta leyti fyrir þremur árum síðan var ekkert útiit til þess, að þetta mál, sem svo lengi hefir staðdð á dag- skrá, ætti svo skamt í land. Erfið- leikarnir voru taldir svo miklir, og kostnaöurinn svo yfirgnæfandi firamyfir væntanlegar tekjur, að kröfur þær, sem gerðar voru, bæði af ritsímafélaginu og af þráð- iausum firðnitunarfélögum, fóru langt fram úr því, sem Islandi var ætlandi að geta int af hendi. En um sama leyti, sem stjórn sérmála vorra var að færast inn í landið, eftir meira en 50 ára bar- áttu, komst einnig skrið á þetta mál. Af þeim tíma, sem síðan er liðinn, tóku máialeitanir og samn- ingar u t a n lands yfir mikiö af fyrsta árinu, annaö árið gekk til þess, aö ræða málið innanlands og kitast um það, og þriðja árið hefir nægt til að framkvæma verkið. Eg get ekki leitt Ljá mér að geta þess, að ritsímamálið beíði ekki náð svo fljótt fram aö ganga, ef fyrv. samgöngumálaráðh. Krist offer Hage, hefði eigi veitt oss full tingi sitt og lagst á eitt með hin- um góðkunna og öfluga formanni “Mikla norræna ritsímafélagsins", Kommaijdör E. Suenson, að ryðja burt þeim hindrunum, er fram- gangi þeps voru til fyrdrstöðu. Eins er það vist, að máliö befði ekki gengiö fram Lér á landá, ef það hefði ekki átt sér eindregna og snjalla forvigismenn hjá þingi og þjóð, og loks er þaö mjög sennilegt, að landsímalagningunm hefði ekki getað orðið lokið á svo stut'tum tíma, ef yér hefðum eigi verið eins hepnir meö framkvæmd- arstjórn og starfsmenm, eins og vér höfum verið, og notiö reynslu landa, sem líkt hagar til í. þegar frá þvi um haustið 1904 hefir rit- símastjórn Noregs veitt oss að- stoð með ráði og dáð í ýmsum útvegum til símalagningaTÍnnar, og ekki hvað síst meö því, að út- vega oss þann forstjóra, sem vér höfum haft, Forberg ritsímastjóra, sem nú tekur við forstjórn land- símans, eftir að hafa leyst forstöð ustarf sitt fyrir símalagningunni af hendi með miklurn dugnaði, svo og duglega og vana verkfræðini'-a, verkstjóra og erfiðismenn, sem hafa reynst ágætlega í alla staði. þrátt fyrir mjög snjóþungt, kalt og erfitt vor, fóðurleysi og skort á innlendum vinnukrafti, hefir fiað lánast, að framkvæma þetta tnikhi mannvirki á tilsettum tíma, sem að margra áliti var alt of naum- ur. En auk þeirra, sem intu verk- ið hendi í sumar, eiga þeir mer.n, sem tókust á hendur og fram- kvæmdu flutning ritsímastauranua í vetur, einnig lof skilið fyrir dugn að sinn, sumir rnjög mikið. 3Iargir þeirra hafa leyst þrekvirki af hendi. Kostnaðurinn hefir ekki orðið neitt svipaður því, sem mótstöðu- menn spáðu, og ýkjusögur :n,u, og það sem frarn yfir áætlun kaun aö verða, stafar eingöngu af at- vikum, sem ekki mátti fyrir sjá. Ég ræðst ekki í að gera neina til- raun til að draga upp mynd af því hver áhrif ritsímans og talsím- anna muni verða um ókomin ár þessa lands. Ég hygg, aö fáir geti sem stendur gert sér fvllilega Ijóst, hve afarmikla breytingu í ýmsum greinum þessi tœki muni hafa í för með sér. Ég vdl að eins taka það fram, að þegar vér segj- um, aö það sé mikil f r a m f ö r , að hafa fengið þessi hnoss nútið- armenningarinnar, sem vér höfum svo lengi farið á mis viö, þá er það að vísu svo, að það er fram- för fyrir landið sem bústað fyrir menn, því það gerir það vistilegra og viöráðanlegra, ef svo mætti að orði kveða. En fyrir þjóðina er það út a f fyrir sig ekki n ó g t i 1 f r a m f a r a, heldur að eins vegur til fram- f a r a, ef vel er á haldið. Til þess að það verði þjóðinni til sannra framíara, þarf aö nota sér þaö með skynsemi, áLuga og eim- lægum framfaravilja. Flug orð- anna á vængjum rafmagnsstraums- ins kippir svo að segja burt ölium fjarlægðum og vegalengdum milli þeirra, er saman ná aö tala ireyn- um símann, eða skeytum skiftast, og gerir mönnum þannig svo afar- mikiö hægra fyrir og fljótlegra, að koma fram erindum símim, en vér höfum áður átt að venjast, aö viö það verður mýmargt létt, sem áö- ur var ómögulegt, eða alt of erf- itt. En ef menn bafa þenna létti að eins til þass “að auka sér leti’’, sem kallað er, þá er lítið unnið. Æytlunarverk hraðskeyta samband- anna í framþróun menningarinnar er að vekja nýtt starf, opna nýja vegi, flýta fyrir aö koma meiru og mieiru í verk. Ritsímar og talsím- ar eru ekki komnir til að stofna friö á jörðu beldur ófrið, ekki næði, heldur ónæði, ekki hóglífi og kyrð, heldur erfiði og starfsemi, tíðari æðaslög, næmari taugar, djarfari hug. þannig hefir reynst annarsstaðar ; og þannig mun vissulega reynast einnig hér. Eg hefi þá vissu von, að fólk þessa lands muni ekki síður en aðrar þjóðir hagnýta sér þann veg til aukinna framfara og meiri menn- ingar, sem símasambön'din geyma, og þegar ég sé þessa þræði, sem sem nú liggja um endilangt ísland, sveit úr sveit, þá hlægir mig eink- um það, að hugsa til þeirra ónot- uðu kraíta, sem hringjast upp til starfs og stríðs við klukknahljóm rafmagnsstraumanna, starfs og stríðs fyrir vaxandi menning, efl- ing og uppgræðslu þessa lands, bæði í andlegum og líkamlegum skilningi. Vér vonum allir, að það sam- band viö útlönd, sem nú er opnaö, megi hafa hin beztu og beillavæn- legustu áhrif á verzlun og öll við- skifti lands vors við umbeiminn og hafi frjófgandi áhrif á menning þjóðarinnar. En innanlands sam- bandið hefir vissulega eins mikla þýðingu, og ef til vill verða það einmitt not þess sambands, sem fyrst og mest ber á. Auðvitað vantar mikið á, að innanlandssam bandið sé orðið svo fullkomið, sem verða þarf og verða mun. þessi símalína frá Reykjavík til Vending- arstaðar sæsimans, er að eins stofn-, sem margar greinar þurfa að hvíslast út úr, og'ekki skyldi mér á óvart koma, þó aö það verði á næstu árum meðal áhuga- mála héraðanna, að fá slíka grein um svei'tina. Ég vona að það tak- ist sem víðast og fyrst, og ekki er sveitwm láandi, þó þær vilji kom- ast að sem beztum kjörum. En á það vil ég leggja áherzlu, að s v o langt vona ég að hreppapólitíkin gangi aldrei, aö sveitir eöa kauj> tún vilji amast viö því, aö a ð r - a r sveitir eða bæir, sem betur liggja við, fái sambandið sem fyrst af hræðslu viö, að þaö gefi þeim yfirburði yfit^ þá, sem ekki koma strax. Slík ófund má engu til vegar koma, enda verður þegar frá upphafi að gera sér ljóst, að talsímanetið getur því að eins breiðst fljótt út um héruðin, að sýslufélög taki höndum saman við dugnaðarmennina, ti-1 þess að hrindu því frain af eigin ramleik, líkt og Tulinius og Sunnmýlingar hafa gert um Eskifjarðarálmuna, enda vænti ég þess fastlega, að þess muni ekki svo afarlangt að bíða, aö kostnaöurinn verði ekki svo ægilegur, því það mun sann- ast, að tekjurnar og arðurinn al slikum samböndum reynist fljótt meiri, en menn gera sér í hugar- Iund i bráð. Ég vil þakka Reykvíkingum sár- staklega fyrir það, bve litið hefir bólað á því, aö þeir þyktust við það, að utanlandssambandið var ekki bundiö sérstaklega við Reykja vik, eins almenn eins og sú skoð- un var þó áður, að það væri nauð synlegt tid þess að höfuðstaðurinn gæti haft örugt samband viö út- lönd. þaö er Revkvíkingum mjög til heiðurs, hve fljótt meginþorri þeirra hefir látið sér skiljast, hversu nauðsynlegt þaö er fyrir höfuðstaðinn,að hafa samband við sveitir síns eigin lands, hve fljóÁ menn hafa hrist af sér hræðsluna viö það, að nokkur bagi, sem kom ist gæti í samjöfnuð við þá hags- muni, geti stafaö af þvi, þó að Revkjavík sé nú lengst frá lend- ingarstöð sæsimans af öllum stöðv um landsinS. Sá viðsýnisskortur eða eintrján- ingsandi, að telja að Reykjavik sé látin sitja á bakannm með því fyr- irkomulagi, sem valið hefir verið, mun vera hrein undantekning hér i bæ og er þaö góðs viti. Á ferð minni að norðan eftir rit- símalínunni heyrði ég haft eftir manni, sem oft þarf að vera einn á ferð um fjöllin, að þegar hann sjái ritsimastaurana, sem í bein- um og fögrum röðum standa hól af hól, leiti af leiti, þá finnist hon- um h-ann ekki lengur vera einn ; honum finst hann þá kominn i mannlegt samfélag og óbygðin orðin aö bygðu bóli. Likri tilfinn- in-gu hefi ég bevrt fleiri lýsa, er >eir í fyrsba skifti sáu staurarað- irnar rísa þar sem auðnin var áð- ur. þetta tek ég sem vott og vísi >ess, að ritsímalína muni verða >jóðinni kær, og að hver góður drengur muni láta sér ant um að vernda þessi mannvirki sem best og líða ekki aö þeim sé misboðið á neinn hátt að ósekju. Ég tók það fram í upphafi máls mins, að enn má búast við nokkr- um barnasjúkdómum í þræðinnm, eða erfiðleikum á millistöðvunum ; en þaö má ganga að því visu, að þaö lagist smátt og smátt, og þarf því enginin að kippa sér upp við það, þó að eitthvaö kunni aö bjáta á íbili framan af. Ég vil bæta því viö, að áskrifendur bæj- artel'efónsins, sem hafa ekki nema einfaldan þráð heim til sín og veikari tæki en landsíminn, og nota vdlja landsimann heima lijá sér til samtals, heyra ekki tins vcl í þeim verkfærum eins og í tækj- um landsímans, og má ekki kcniui landsimanum um það. Að endingu vil ég árna Inndinu allrar hamingju með þetta mikb'i sam'tengingarfæri, og biðja þann,, setn ræður forlögum landanna Og framtíð lýðanna, aö blessa við- leitni mannu til að færa sér þarð i nyt 'til eflingar velmegun, kraft.i og menningu þessa lands. Treystum þvi, að 'þau framfaratæki, sem blessast öðrum löndum, blessist eins og ekki síður landinu okkar. Landiö er of gott og fagurt til að vautreysta því. Treystum á landið. Að svo mæltu lýsi ég því yfir, að landsími Islands er tekinn til starfa í dag, og samband Islands viö út'lönd opnað. Er EristiQ'dómarinn saimr? (Svar til herra það gleður ínig rnikið, að hafa tækifæri til aö upplýsa hvern og einn, sem er að leita að sannleik- anum. Ég þykist ekki hafa meiri sannleika, beldur en margir með- bræður mínir, en þann sannleika, sem ég befi, er ég viljugur að veita öðrum. Skal ég nú leitast við að svara spurningum hr. “H.” í síð- ustu Hkr. eftir lieztu vitund, og segja homim sannleikann eins og ég skil hann. 1) “Éf kristna trúin er sönn, hvaða ábata hefir þú á því, að eyðijeggja trú vora á hana?” — Skynsemi og réttvísi ’banna það, að trmn á sannleikann sé eyðilögð Én litla orðiö EF er þrándur í götn, og á þvf hvílir öll deila milli kristindómsins og þeirra, sem and- mælu honum. það er bara af þvi, að ég trúi að kristindómurinn sé e k k i sannur, að ég berst 4 móti hoímm. Ég álít, að kristindómur- ■'Mn sé jafn ósannur og eidri goða- fræðisleg trúarbragðakerfi, og þess vegna berst ég á móti honum eins og ég mundi berjast berjast á móti hvaöa goðafræði, sem væri jafn þrákelknislega barin fram sem heilagur sannleiki. Að líkindutn hvílir kristindómur- inu á veikari grtindvelli heldur en nokktir önnur trúarbrögö, eöa i öllu falli má með sanni segja, að það eru engin trúarbrögð ver rÖk- studd en kristindómurinn. Hann er bygður á skröksögu og drautni. Upprunalega er hann afgræðingur Gyðingatrúarinnar, og sú trú er eingöngu bygð á skröksögunni um sköpun heimsins (fyrir tæpnm sex þúsund árum) á sex dögum ; utn tilbúning mannsins úr jarðarleiri, og tilbúning konxtnnar úr manns- rifi ; 11 m að þau hafi verið sett í fallegan garð, þar sem þekking og eilíft líf spratt á trjám, þar sem lærður höggormur talaöi manna- mál, og narraði konitna til að éta ávexti af skilningstrénu', sem hjúin voru ekki að eins baninfærð fyrir, heldur vortt óteljandi millíónir af- komenda þairra líka bannfœrð fyr.ir það. þaö er vafalaust, aö sagan er skröksaga, því ævinlega þar sem sagt er að dýr tali, er sagan skröksaga. Esop sagði marg ar svoleiðis sögur, þar sem hann lét allar dýrategundir tala manna- mál, en hann ætiaðist ekki til, að nokkur maöur með fullu viti mvndi trúa, aö dýrin hefðtt virki- lega talað, heldur brúkaði lt tnn þessa aðferð til að framsetja sið- ferðiskenrtingar sínar. Hann sagði skröksögur, vitandi að allir mvndu skilja, að það va*ru að eins skrök- sögur, og heitnurinn skildi hanu. Af öllum dýrum eru höggormar ó- líklegastir til að tala, því þeir hafa engin raddfæri, og geta að eins hvæsað. Samkvæmt þessari skröksögu Gyðingatrúarinnar og kristindóms- ins, hefir heimurinn verið til í tæp sex þúsund ár, og jörðin er eldri en sólin, og tré og plöntur bafa vaxiÖ áðttr en sólin varð til. Ekk- ert er betur sannað en að þetta er ósat't. Stjörntifræðiti' sannar, að sólin er eldri en jörðin. Af því hér er ekki pláss til að útskýra ttppruna mannsins og jarðarinnar, vil ég vísa hr. “H.” á “Desoent oi Man”, eftir Charles Darwin, og “Story of the Earth”, eftir H. G. Seelev. Ég skal að eins geta þess f 'þesstt sambandi, að það eru góð rök fyrirj því, að maðurinn hefir lifað frá 50,000 til 100,000 ár á jörðunni., og að jörðin er margra millíóna ára gömul. Mikið af villu kristindómsins stafar af þeirri “dogmu”, aö biblí- an sé óskeikul, og annaðhvort skrifuíj af guði sjálfum eða sam- kvæmt hans fyrirskipan. Sú bók er að eins samsafn af ritverkum óþek'tra höfunda, og um þeirra sannieiksgildi veit maður ekkert, og eru staðhæfingar þeirra mjög óáreiðanlegar. þeir höfðn ekkert tæ’sifæri til aö vita, að staöhæf- injrar þeirra vorn ósannar, en sjálí ir þót'tust þeir ekki skrifa eftiir guölegri fyrirskipan. þó það sé ó- ’.-íst, hverjir hafa skrifaö mest af biblíunni, þá er það eitt víst, að fæstir af þeim, sem hún er eignuð, hafa skrilað hana. Draumurinn, sem er annar stólp- inn undir kristind'óminum er eina sönnunin fyrir því, að Jesús hafi átt guðdómlegan föður, og að hann hafi verið fæddur af mey. Frá þessum draumi sagði maöur, sem er látinn Leita Matthías. Hið fyrsta tímabil, sem haldið er fram aö Mat'thías hafi skrifað þessa frá- sögu á, er 50 árum eftir fæöingu Jesú, og þaö fullkomlega hálfri öld eftir að Jósep gamli var kominn í gröfina, því hann var orðinn gatn- all, þegar hann dreymdi þetta. Hvaða virkilega þýðingu getur draunmr haft, hvort sem gamall maður, ungur tnaöur, eða kona dreymir liann ? FÍefir draumur nokkra virkilega þýðingú ? E1 mann dreymir, að maður finnur íulla poka af gulli, að maður sé geröur að miklum konungi, að tnaöur sé gerður forseti Bandaríkj- anna, — ketnur það þá í raun og sannleika fram ? Nei. Draiumar hafa mjög litla þýðingu. þeir eru oft afl'eiðing af lausum svefni ; af því. maöur hefir étið of mikiö und- ir svefninn ; eöa af veikluðu á- standi líkamans, og eru því þýð- ingarminstir af öllutn þeim ímynd- unum, sem fljúga í gegnum manns- herilann. Enginn vel viti borinn maður leggur mjög mikið upp úr draumum. En þessi draumur, sem Jósep gatnli er sagður að hafa dreymt, er eini grundvöllurinn fyr- ir því, að Jesús Lafi verið guð- dómlega getinn, og að móðir hans hafi verið meyja — fremur lítils- verður grundvöllur til aö stað- festa jafn ólíklegan atburð, og byggja á ei-na trúarbragöakerfiö, sem geti frelsaö beiminn. En ef' að triiin á Jesú, sem guðs son eða heilags anda, er tekin burtu, þá er heila kerfið eyðilagt. Ef hann var e k k i getinn af guðí, og, ef hunn var ekki sendur til að frelsa viss- an hluta mannkynsins frá eilífutn eldi, þá fellur guðdómleiki og sann leiksgildi kristindómsins til grunna Já, ef drautnurinn er uppspuni, þá er kristindómurinn uppspuni. En ef þaö væri einhver sannk-iki í draumnum, og ef það hefði haft einhverja þýðingu fyrir heimmn að Jósep dneymdi draum, þá heföi það virst áreiðanlegra, ef Jósep hefði getaö sagt frá því sjálfur. En þaö ertt engin likindi til, að karlinn hafi minst á það, að hann Lafi dreymt slíkan draum. Matthí- as er eini maöurinn, sem virðist vita nokkttð um þenna draum. Höfundar hinna þriggja guðspjall- anna virðast ekkert hafa vitað um það, eða ef þeir vissu um það, þá hafa þeir ekki álitið það þess virði að minnast á það. Hvaða tækifæri, má ég spyrja, hafði Matthías til að vdta, hvað Jósep hafði dreymt 50 árum áð- nr ? Ef’ einhver ætti að fara að segja frá því nú, hvaö Símon dala- skáld eða Sölva H-elgason hefði dreymt fyrir 50 árum, myndi slík frásaga hafa mikla þýðingu ? Auð- vitað ekki, nema ef' uppspuninn gæti skemt áheyrendunum um stundarsakir. það væri vissulega veikur grundvöllur til að bv’ggja bei'l't trúarbragðakerfi á. En þegar þaö skilst, aö þaö var ekki Matt- hías, sem sagði frá draumnum, og skrifaöi ekkd söguna, sem við hann er kend, og a-ð sá, sem höfundur- inn lætur vera Matthías, var ekki Matthías, þá virðist sagan í heild sinni ómerkilegur tilbúningur. HiÖ sama má segja um samtal Gabrí- els og Maríu. Fátt er betur sann- aö en þaö, að fjÖgur guöspjöllin, sem eignuö eru Matth., Mark., Lúk. og Jóh., voru heiminum ó- þekt, og voru ekki tdl fyr en á seinni bluta annarar aldar, 150 ár- um eftir að Jesús var dáinn og grafinn. þetta atriði er fullkom- lega sannað í ensku bókunum: “Supernatural Religion” og ‘■‘His- tory of the Christian Re'ligion to the year 200”, eftir Judge Waite. það er engin sönnun fyrir því, að þessi fjögur “guðspjöll” hafi verið þekt fyrir áriö 170 (sbr.: “Auth- enticity of the Bi'ble”, eftir Tohn E. Remsburg, bls. 119). þegar maöur hefir þetta fyrir sér, fellur draumsagan, sem Matthías er eign uð (en sem ekki var sögð fyr en roo árttm eftir að Matthías var dáinn), til grunna, hafandi ekki meiri sögulega sönnun heldur en sagan af huldufólkskúnum, eða sagan af Aladdín og töfralampan- um, — heldur lítilfjörleg undir- staða undir trúarbragðakerfi, sem beiminum er skipaö að meðtaka sem heilagan santtleika. Nú er búið að segja nógu mdkið um skröksöguna og drauminn sem undirstöðuatriöi kristindóms- ins. þau bafa ekkert til síns ágætis og eru ósönn. Enginn vrel viti bor- inn maöur, sem er að leita að sannleikanum, hefir þau í háveg- um. þau eru uppspuni fáfróöra manna fornaldarinnar, og ættu ekki lengttr að vera gleypt sem guödómlegtir sannleiki. Eins og enginn straumur getur runinið hærra en upptök hans, svo getur ei heldur eitt trúartragðakerfi ver- ið sannara en grundvöllurinn, sem það er bygt á. Frá þessu sjónar- miöi er kristindómurinn ógrund- vallaöur og ósannur. Engin trúar- brögð í hsiminum hafa verri grund völl. Hér er ekki pláss til að ræða um þaö, aö hálf-guöahugmyndin, eða hugmyndin' um, aö barn bafi fæðst án þess að hafa jarðneskan föður, var ekki fyrst kend af kristninni. þær hugmyndir voru al'gengar í eldri Austurlanda trúar- brögðum. Krisna Indlands er slá- andi dæmi upp á það, og á bann var trúaö þúsund árum fyrir Krist. í goðasögttm “heiðnu” land anna eru yfir 20 sögur um, að mey hafi orðið barnshafandi á yfirnátt- xirlegan bátt, og aö barn Lennar hafi verið guðs sonur. Goð- sögnin um meyju og barn er meira en þúsund árum eldri en kristin- d'ómurinn. (Framh.) Hefndin ViÖ sæinn Örn, er sat á hlein í sæti hrej’kinn var, því silung oft, er svam við stein, hann sigraö hafði þar. Á straum, er lagðist ströndu við, hann stoltum augttm gaut, sem hneigði lúinn höfuðið og hné í mararskaut. Hnnii læsti tönnum blóðug bein, og beitrtu klærnar skók, svo fús að vinna morð og mein, því metnað h'ans það jók. Hans rattsnarvald í ríki þar með ró og virðing stóð, og þeirra máttar minni var hans matur, líf og blóð. 5ú frægðin var í fréttum lands með feitu letri skráð, að væru tignarverkin hans af vizku gerð og náð! Að syngja’ ei lof um siðinn þann var sök, ei neinum létt, því fiskar sögðu’ að hefði hann svo háan lagarétt. En veiðimaður vopna naut, sem var í greud þar hjá, hann ör í brjóstið Arnar skaut, sem óðar fallinn 14. Og af því mikið umtal spanst, viö enduð stjórnarvöld, það kom í ljós að flestum fanst hanu Íéngi makleg gjöld! Og sá, er engttm sýndi vægð, né seinna hefndum kveiö, viö goldna skuld, og gleymda er genginn sina leið. (frægð S. S. taleld. Rvatsliellir (pftir Fjallkonunni) Að betra og heilnœmara loft sé utanibæjar en innan, aÖ hollara og skemtilegra, sé að ganga út í sum- arblómann’, en að reika eftir ryk- ugu-m gö't’unum, er viöurkenit af öllttm, en’ furðu lítið farið eftir þvf þeir, sem gera það, fara þá lang- flestir 4 liestum eða hjóíttm. Fjórir upgir vinir mínir hugðu þó, aö vel mætti komast út úr bænum sér til skemtunar með öðru móti 7 stofnuðu þeir með sér fótgönguíéiag, sem þeir nefndu “H vat’ ’. þeir hafa á sunnudögum og frí- dögum farið marga góöa og skemtilega ferðina, séð margt, lært niargt, og aflað sér ánægjti og heil s ti sa tn legr ar hressingar. Nú þekkja þekkja l>eir faillegustu brekkurnar, sléttustti balana og ‘riðsælustu dalvemin í grendinni. þeir eru fróðari orðnir ttm rensli lækjanna, bugður og hvíslir hraun- anna, fell og fögur útsýni. þeir hafa farið fótgangandi tril þing- valla, séö Almannagjá og Lögberg — kanttaö Hallshelld og ýms nátt- úruundur uppi í fjöllunttm. Og nti fyrir skömmu hafa þeir að erf- tðislatinuin haft óvæata og mikla gleði og skemtun af því að finna helli, sertt þerm ber saman um aö sé merkilegri en Ha'llshellir. Einn stinnudag, er þeir vom að

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.