Heimskringla


Heimskringla - 25.02.1909, Qupperneq 3

Heimskringla - 25.02.1909, Qupperneq 3
ÖBlHSÉttlNGEÍ ‘ÍV1NNÍM5Ö, Í25. ÉfíliR. 1989, b!» * .«*L IIHtWNNII R08LIN HOTEL 115 Adelaide St. -* Winnipeg. Bezta $1.90 á-dag hús í Vestur- Cansda. Keyrsla ÓKeypis milli vagnstöðva og hússins á uóttu og degi. AúMynning hins bez'a. Við- skifti íslendinga óskast. William Ave. strætiskarið fer hjá húsina. O. ROY, eigandi. - IIHIíHmMMI SPÓNNÝTT HÓTEL ALGERLEGA NÝTÍZKU Hotel Majestic John HcDonald, eigandi. James St. West, Bétt vestan viö Mair St. Winnipeg Telefóu 4 9 7 9 $1.50 á dag 02: þar yíir Bandaríkja-snið Alt sem hér er um hönd haft er af beztu tegund. Reynið oss. MIDLAND 285 Market St. HOTEL Phone 3491 J|//tt hfís, nýr húsbúnaður Fullar byrgðir af alls- konar vönduðustu drykkj- um og vindlum í hressing- ar stofunni. Gisting einn dollar & dag og þar yfir. w. G. GUULD :: FRED. D. Eigendur winnipeo ::: ::: canada Jimmy’s HOTEL Rétt á bak við Pósthfísið íslendingar ættu að reyna þetta gistihös. í hressingarstofunni er sú eini íslenzki vínveitinga- maður f Winnipeg. Jaineg Tliorjie, eigandi Fyrrum eigandi Jimmy‘s Restaurant ^Domiiiion IRiiik NOTRE DAME Ave. RRANGH Cor. Nena St. VÉR GEFUM ÖÉRSTAK AN GAUM AÐ SPARI- SJÓÐS DEILDINNI. — VEXTIR BORGADIR AF INNLÖGUM. HÖFUÐSTOLL ... $3,983,392.38 SPARISJÓÐUR - - $5,300,000.00 A. E. PIERCY, MANAGER. Réttilega eða óréttilega. - EFTIR - Mrs. Inötbjörgo Goodman. 1 oktpberhefti Freyju 1908 á bls. 67 má sjá í einum ritstjórnarpistli litla en nndur laglega yfirlýsingu, er hljóSar á þessa leið : “ Leiðtogar kirknanna ríiist um smásálarleg trúaratriði og bita, sem hin kirkjulega starf- semi gefur a£ sér, en á meðan brjóta þeir, sem halda kirkju- félagsskapnum fjárhagslega nppi, svo hin almennustu sið- ferðislög, að úr hófi keyrir. Kirkjustólparnir og mannfé- lagsstytturnar hver af annari, eru sakaöir, réttilega eða ó- réttilega, um gífurleg siðferðis- brot, réttilega sumir, að minsta kosti. Nöfn þeirra eru á milli almenningstanna, og ó- tal stúlkutn er fórnað á altari taumlausra girnda, og svo hverfa þær úr sögunni, eru sendar burtu til að bera einar ábyrgð á tveggja verknaði ”, 'o. s. frv. Kirkjustólparnir og mannfélags- stytturnar eru sakaðir, réttilega eða óréttilega, um gífurleg siðferð- isbrot. Hversu vægur, sem maður vill vera í dómum, er ómögulegt að leggja út nema á einn veg fyrir Mrs. M.J.B. þessi orð : rétti- lega eða óréttilega, rétt eins og höf. hafi hugsað : ó, það gerir ekki svo mikið til, hvort þetta er satt eða ósatt. Ég skal nota mér átvllu þá, sem slúður- berarnir gefa mér, og sletta þess- um lagði á karlþjóðina eins langt og hann nær. Og þessum þrifalegu hnútum, sem *hent hefir verið mann frá manni, frá tönn til tannar, og ver voru orðnar til reika, enn þó hundnagaðar hefðu verið, grípur Mrs. M.J.B. tveim höndum og hag- nýtir sér þær eins vel og sam- vizkusamlega eins og upplag henn- ar að líkindum hefir leyft henni. Efni þeirra hefir lienni sjálfsagt þótt vel m'tilegt, því það tekur hún til að teygja og toga, þar til það er orðið að lopa þeim, er hún spinnur og prjónar i'ir greinarstúf þann, er hún kallar “Ritstjórnar- p’.stil”. Og prýöisvel skartar hann á blaði því, er hún s e g i r að e i g i að vera málgagn kvenfrelsis og jafnréttis málatina okkar vest- ur-íslenzku kvenþjóðarinnar! ! I5n nokkuð mikið ber á lykkju- föllunum á prjónlesi hennar, því svo kveður ramt að, að jafnvel Mrs. M.J.B. sjálf rekur augun í stærstu glompurnar, nefnilega setn inguna þá arna : “réttilega eða ó- réttilega”. Og víst er það munur, að kunna að halda laglega á mál- inu, því nú fer ritstýran að hvpja í götón og gerir það svona : ‘‘Réttilega sumir, að minsta kosti”. En hvernig ætli Mrs. M.J.B. gangi að sanna það, að þeir menn, er taldir eru að vera mannfélags- styttur, og einnig þeir menn, er halda kirkjufélagsskapnum fjár- hagslega uppi, — brjótí frekar hin almennustu siðferðislög en aðrir menn, og það svo fram úr hófi keyrir, segir ritstýran. það er nú hvorttveggja, að ég er ekki eins hámentuð í slúður- sagnafræði, eins og út lítur fyrir, að kona þessi sé, enda get ég sagt það eitt, að ég hefi ekki heyrt neitt það máli þessu viðvíkjandi, er g»ti orðið til þess, að hjálpa mér til að sanne. á tnerui þessa fram úr hófi keyrandi siðferðisbrot sem Mrs. M.J.B. blæs svo átakan- lega þungt yfir. En skyldi nú Mrs. M.J.B. vera viss um það, að hún liafi unnið göfugt verk með því, að senda þennan pistil frá sér, eins til reika og hann er ? Skyldi hún vera v i s s um, að hún með honum hafi fært inn á heimili þessara manna meira ljós og yl, en þar ríkti áð- ur ? Eða gat hún verið a liv e g v i s s um það, að sumar þær kon- ur, sem borlð hafa fult traust til trúmensku manna sinna, færu ekki að efa, þegar þær fóru að lesa greinarkorn þetta ? Eða mundi ekki Mrs. M.J.B. telja sér það ó- lán, ef að hún með ógætni sinni í rithætti yrði til þess að leggja sverð milli þeirra hjóna, er áður hafa unnað hvort öðru hugást- um ?. Flestum Winnipeg íslendingum mun það full-ljóst, hverjir helzt þeir menn eru, sem fjárhagslega halda kirkjufélagsskapnum uppi, og þá að líkindum er það engin ráðgáta til þeirra sjálfra eða kon- anna þeirra, hverjir það eru, sem eiga að hirða þessa kvenlegu stað- hæfingu. Má þetta þvi heita nokk- urn veginn eins persónulegt og þó nöfn þeirra hefðu verið auglýst. En máske að Mrs. M.J.B. haldi, aö blaðið hennar sé lítið eða e k k- e r t lesið af kaupendum þess, eða ef það sé lesið, þá sé það ekki tek- ið það allra minsta til greina, og að fólk muni segja um það eins og málshátturinn hljóðar : “Ömætt er ómagaorð”. — Nei, ekki get ég haldið, að hún hugsi á þá leið,. því a 11 i r ritstjórar munu fyrst og fremst ætlast til, að blað þeirra sé lesið um leið og það hafi ein- hver áhrif í einhverja átt. Kvenfrelsis og jafnréttis blað á. Freyja að vera, en einkennilega fiytur Mrs. M.J.B. þau mál. Karl- þjóðina hættir henni undarlega mikið til að ofsækja. það »veit hún þó, að krafta þá, sem okkur kven- þjóðina hefir vantaö, til þess að ná jafnrétti við karlmennina, hafa þeir haft og hafa enn í sínum hönd um. Og skyldi það vera hyggileg- asta og réttasta aðferðin, t*il þess að fá karlþjóðina til að vinna með okkur, að við setjum okkur á nokkurskonar dómstóla og gagn- rýnum þaðan hverja hreyfingu karlmannsins, og eins fljórtt og við höldum, að við sjáum miður heil- hrigðan blett á siðferði hans, þá sé um að gera að setjast þar að og berja hann og klipa, þar til við erum öruggrar vonar um, að hann hafi hlotið meira eöa minna tjón á mannorði sínu ? “Réttilega eða ó- réttilega”, gerir nú náttúrlega ekkert til hvort heldur er(!.! ! ). Nei, ritstýra Freyju má r e i ð a sig á það, að ef við ekki fáum karlþjóðina til að vinna að jafn- réttismálum okkar með þvi að strjúka þeim hlýlega um vangann, þá fáum við þá ekki frekar til þess með því að snoppunga þá, og það stundum og jafnvel oftast að ósekju. Og enn segir Mrs. MJ.B.: “Ótal stúlkum er offrað á altari taum- lausra girnda”. — þið vesalings — vesalings ungu stúlkur, hér er þá ykkar vitnisburður þveginn °g uppteygður! Víst hefir hjarta ykkar mátt fyllast gleði og þakk- látssemi, þegar þið lásuð þessa fögru siðfefðis viðufkenningu til ykkar frá jafnréttis og kvenfrelsis- hetjunni henni Mrs. M.J.B. Hér er tæplega liægt að hugsa sér, að Mrs. M.J.B. sé að tala um skynsemi gæddar verur. Miklu er það líkara því, að hún sé að tala um skynlausar skepnur, eða jafn- vel alveg dauða hluti. Tak- ið að eins eftir : Stúlkurnar eru teknar og þeim er offr- a ð á altari, o.s.frv. Eitt af mörgu, sem mér fyrir mitt leyti finst mjög ranglátt af Mrs. M.J.B. er það, þegar hún er að óskapast yfir siðferði karls og konu, þá er það að eins karlmað- urinn, sem hún dæmir v æ g ð a r- 1 a u s t. Kvenmanninn aumkvar hún (að ég held). það er svo að sjá, sem hún álíti það helzt, að stúlkunni sé ekki um neitt að kenna. Hún er í augum Mrs. M.J. B. sýkn saka, — rétt eins og kon- unni hafi ekki verið lánað neitt sér til varnar. Nei, ekki snefil af sjálf- stæði eða viljakrafti t'il þess að vernda með sinn eigin sóma. Úr því nú að Mrs. M.J.B. vill vera að gera sér endalaus afskifti af þessu máli, þá væri henni (ég liugsa að margra áliti) miklu nær, að reyna að knýja fram hjá ungu kvenþjóðinni sem mest sjálfstæði, dugnað og djörfung, svo þær sjálf- ar gætu borið til sín verðskuldað traust til að mæta, ef til þyrfti að taka, hvort heldur væri óheiðar- legum árásum karlmanna eða öðr- um ójöfnu'(ji, svo að þær að end- aðri viðureign þyrftu ekki að ganga af hólminum með meira eða ininna skert mannorð. Og enn segir höf.: “Svo hverfa þær úr sögunni (stúlkurnar), eru sendar burtu til þess að bera ein- ar áhyrgð af tveggja verknaði”. það er ég viss um, að það er ekki Mrs. M.J.B. ein, sem finnur sárt til þess, að hér er ódreng- lyndi og heigulskapur karlmann- anna á hæsta stigi, — að hafa hvorki mannúð né siðferðislegt þrek til þess að þora að mæta íif- leiðingum sinna eigin verka. En ófeimiti ætla ég að gera þá játningu mína, frammi fyrir þeim parti af hAminum, er kann að sjá linur þessar, að ekki ber ég það meira traust til kvenþjóðarinnar en karlleggsins, að hefðum við kvenþjóðin í þessu til'felli sama tækifæri gagnvart karlmönnunum, sem þeír hafa gagnvart okkur, þá efast ég ekki hið ftllra minsta um það, að við mundum uota okkur það nokkuð á líkan hátt og þeir hafa gert. því við vitum það öll, uð það er svo ríkt í eðli mannsins — jafnt karla og kvenna — að vilja hylja yfirsjónir sinar, og jafn- vel stundum grípa til miður heið- arlegra örþrifsráða, til þess að geta falið skömm sína sem lengst, og þykir vel ganga, þegar menn geta klint skömm sinni yfir á ná- ungann. Svo að endingu vil ég geta þess, að «kki væri það nema von, þó sumir þeirra, er lesa Freyju, og ekki þekkja til lifnaðarhátta okkar íslendinga í Winnipeg borg, héldu, að hvergi á bygðu bóli væri annar eins ólifnaður meðal Vestur-lslend- inga, eins og einmitt hér í þessum bæ. En ég hugsa, þegar tekið er tillit til fjöldans, sem hér er sam- an kominn, þá sé mér óhætt að fullyrða, að Vhnnipeg Islendingar þoli samanburð við landa sína hvar annarstaðar sefii er, hvað siðferði og menningu snertir. Enda ætti svo að Vfera. En ekki get ég geft að því, þó mér detti stundum í hug, þegar ég hefi lesið Freyju, þessi setning úr kvæðinu “Sveinn dúfa” : “Vildi feginn fást við alt, en fór að öllu skakt.” Winnipeg, 12. iebrúar 1909. ------ DÁNARFREQN. þann 15. febrúar 1908 lézt að heimili tengdasonar síns, 530 Jas- per Ave., Winnipeg, gamalmennið HAELDÖR JÖNATANSSON, á 65. aldursári. Fæddur að Krossa- víkurseli í þistilíirði 16. júní 1843. Foreldrar hans, sem lengst af bjuggu á Flautafelli í sömu sveit, hétu Jónatan og Guðleif ; hann var þorkellsson, bónda á Nýjabæ í Kelduhverfi, og þriðju konu hans Guðrúnar Jónsdóttur ; en Guðleif var Jónsdóttir, Halldórssonar í Kcldunesi. Fárra vikna gamall var Halldór sál. tekinn til fósturs af hinum góðkunnu hjónum, Eiríki bónda á Vöffum í þistilfirði og Sigríði konu hans, og var hjá þeim 2 ár ; kom svo aftur til foreldra sinna, og var hjá þeim þar til þau dóu. þá var hann 17 ára. Svo var hann á sama bæ 4 árin næstu. Fór svo þaðan til Stefáns Kristjánssonar á Kúðá, var þar eitt ár, íluttist svo með honum að Tóvegg í Keldu- hverfi. E'ftir það var hann á ýms- um stöðum, lengstum í Keldu- hverfi eða þistilfirði. Kona ha»s var Kristín Jónsdótt ir Ágústssonar, bónda á Hafurs- stöðum. Börn þeirra voru: Jó- hannes, Guðledf og Agnes. Hann kom til Ameríku sumarið 1897, og var eftir það mest part hér í Win- nipeg. þar af kringum 6 ár hjá tengdasyrfi sínum J óhannesi Krist- óferssyni og Agnesi dóttur sinni. Hann var jarðsunginn írá hinni Fyrstu lútersku kirkju, af séra Jóni Býarnasyni, 17. febrúar. Halldór sál. var í æsku mjög seinþroskaður, vegna langvarandi beinkramar, og bar þess sorglegar menjar alla æfi. Líkaminn hnýttur og samandreginn. Mun þó að öðru leyti hafa verið að eðlisfari frískur og vinnugefinn, og furðu miklu af- kastað, eins heilstilítill og hann var. Hann var síbúinn að hjálpa öðrum, með ymsu móti, og virt'úst mér honum það hin mesta ánægja, að geta komið svo fram, að öðr- um mætti að liði verða. Ilann var trúinaður mikill, og har sín þungbæru lífskjör til liins síðasta með sannkristins manns jireki og þolinmæði. Var mér, sem rita þessar línur, vel kunnugt um hans góða hugsunarhátt, og hve barnslega glaður og þakklátur hann varð við hvað eina, er hon- um var gott gert í orði eða verki. Ritað eftir bón dætra Ilalldórs sál., 15. fehr. 1909., af S. M. L. i Hefir þú horgað Heimskringlu ? ♦------------------------♦ Cor. Portage Ave and Foat St. FÉKK FYRSTU VKRÐLAUN k SAIXT LOUIS SÝNINGUNNI. Dag og Kveld-kensla. Leitið fullra upplýsinga og biðjið um vorn nýja pappírsliníf ókeypis. Vé<r kennum enska tungu. M. E. MACKEY, Skrifari MARKET HOTEL 146 PRINCESS ST. P. O’CONNELL, elgandl, WINNIPEO Beztu tegundir af víi-föngum og vjndl um, aðhlynning góð. húsið endurbætt JOHN DUTF PLUMBER, OAS ANDSTEAM FITTER Alt verk vel vandaö, og veröið rétt 664 Notre Dame Ave. Phone 3815 Winnipeg Strathcona Hotel Horni Main og Rupert Str. Nýbygtogágætt gistihús;Gest um veitt öll þægindi með sann- gjaruasta verði. Frí keyrsla til og frá ðllum járnbr. stöðv- um. Beztu vfn og vindlar; og herbergi og máltíðar ágætar. McLaren Brothers EIGENDUR Hotel Pacific ; 219 Market 1 11 .M.IIicks i S treet 1 Eigandi ; W!innipeg - — Manitoba | Telephone 1338 Ný-endurbætt og Ný-tfzku hús f alla staði. V iðskifta yðar öskast virð- ingarfylst. $1,25 a D a g BRUN3WUK HOTEL Horni Main St. og Rupert A»e. Besta borðhald; Ilrein og Björt Iler- bergi; Eíhustu lbykkir og Heslu Vind- lar. Okeypis Vagn nuetir Öt'um Train- iestum. Ueynid oss þegarþú ert á ferð. LEYNDARMAl CORDULU FR.ENKU 227 þér skaluð nú sjá, hverja þýðingu það hefir, þegar ástin tekur í taumana og ræður gerðum vorum. — Að eins í þetta eina skifti vil ég neyta réttar míns, sem umsjónarmaður yðar. Leggið engar hindranir í veg fyrir mig, því það hefir enga þýðingu fyrir yð- ur. — Ég vil ráða þessu máli til lykta og skal sjá um, að þér fáið yður lausa hjá frú Frank”. “Geriö það”, mæfti hún með skjálfandi röddu. — Hún var orðin föl sem nár, — “En ég ætla mér ekki að halda að mér höndum, og þér megið vera íullviss- ir um, að ég skal verjast meðan nokkur blóðdropi er eftir í mér! ” Aldrei á æfi sinni hafði htin komist i jafnmikla geðshræringu og nú. Ókendar raddir liófu sig alt í einu í hjarta hennar, og létu hana engan frið hafa. — það var sem væru þær bergmál af huggunarorðum hans. Henni fanst sem þrumuský sveima yfir höfði sér. Og hún var viss um það, að ef lnin átti að bera sigur úr býtum í þessari baráttu, þá varð hún umsvifalaust að slíta sig burt frá honum. — Nú þeg- ar hafði liann orðið óskiljanlega mikiö vald yfir henni Hentti fanst, sem hvert hart orð, er liún mælti til hans, særði hjarta hennar sjálfrar. Hingað til hafði hann haldið fast um hendur hennar, og á meðan hún talaði, horfði hann stöðugt í augu hennar, sem þó ekki nema rétt eitt augnablik lýstu tilfinningum þeim, er hrutust um í huga henn- ar. — Ilann hafði víst oft, sem læknir og mannþekkj- ari, lesið hugsanir og leyndarmál annara, alt önn- ur en þau, er leyndu sér í hjarta hinnar hreinskilnu, saklausu ungu stúlku.--“;þér getið ekkert’ , mælti hann alt í einu rólega og með gleðibragöi. Ég sé glögt, — og hönd mín nær langt. — Ég sleppi ekki liendinni af yður, Felicitas. — — Hér í X.... læt ég Vður undir engum kringumstæðum vera; og því siður fer ég án yðar til Bonn”. 228 SÖGUSAFN HEIMSKRINGLU Garðshliðinu hafði verið lokið upp fyrir löngu síðan, án þess að þau veittu því nokkra eftirtekt. — Nti kom Rosa og sagði prófessornum, að frú Heilwig biði í baðhúsinu, og sömuleiðis hafði ríkisstjórafrúin beðið hann inntlega um að koma strax. “Er hún veik?” spurði prófessorinn hörkulega, án þess að snúa sér við. “Nei”, mælti Rósa forviða. “En náðug frúin ætlar að fara að skenkja kafíið, sem hún hefir sjálf búið til, og hún vill að prófessorinn drekki það á meðan það er heitt. Frank málafærsl.umaður er líka komiun”. “það er gott. Ég kem undir eins”, sagði pró- fcssorinn. Samt bjóst hann eigi til hrottgöngu. — Liklega hefir hann vonað, að Rósa færi strax' aftur, en það var öðru nær. Hún fór að tala við 'Öunu litlu, er var hálfgrátandi og klagaði yfir, að hlómin voru öll skentd og fótum troðin. — Loksins gekk pró- fessorinn hrott, auðsjáanlega i illu skapi. “þér verðlð ekki.lengi”, kallaði hann til Felicitas. “það er farið að hvessa, verður bráðum óveður. Komið því með barnið yíir í garðhúsið”. Hann hvarf á bak við viðarrunnana. En Felici- tas gekk hvatlega að Igeknum. Henni fundust allar hugsanir sínar vera á ringulreið, og hún reyndi eftir mætti að stilla sig og ná aftur rósemi sinni, til þcss svo að geta með skynsemi hugleitt sálarástíUid sitt. ----Hún átti þá enn þá langan tíma að lifa í sömu áþján og áðtir. Og ekki var alt þa.r meö búið. — það var ekkj nóg, að henni var haldið ófrjálsri, held- ur átti hún að lifa í nálægð ltans, — heilt ár um- gatigast hann daglega, — og það var þó það hræði- legasta, er fyrir hana gat komið. Hún hafði þó sannarlega gert alt, sem í hennar valdi stóð til að fullvissa hann tim, að hxin hataði hann og viEri ófá- anleg til a* sættast við hann. — Var það þá þess •LiEYNDARMAL CORDULU FR.RNKU 229 vegna, að þannig löguð grimd var brúkuð við hana, að fjötra hana á þennan hátt ? — Nei, þúsund sinn- um heldur vjldi hún vera í níu ár enn þá hjá frú Heilwig og þola harðýðgi hennar, en þó ekki væri nema einn mánuð í nálægð hans, er hafði svo tak- markalaust vald yfir henni. — Að eins rödd hans nægði til þess að trufla hugsanir hennar, er annars voru ávalt svo skýrar. ’Nú í seinni tíð talaði hann alt af til hennar svo blíðlega og innilega, að málróm- ur hans snerti hverja taug í hjarta hennar og lét það slá hraðara. — En það var víst gamla hatrið, er gerði alt þetta að verkum. Samt gat vel skeð, að hún yxði að lúta þessu valdi. Hugsjón hans, er hann nvlega skýrði henni frá, hafði gefið henni nœgi- legt umhugsunarefni. Nú fékk hún ráðning á þeirri gátu : — “Felicitas! þér skuluð nú sjá, ltverja þýð- ingu það hefir, þá er ástin tekur í taumana og ræð- ur gerðum vorum! ” Eftir alt saman, þá var það tilgangur hans, — þrátt fyrir skorinorða yfirlýsingu hennar, að vilja ráða sjálf giftingu sinni, — að ráða, hverjum ltún gæfi hönd sína og hjarta. Hún átti að ganga að eiga einhvern þann mann, er honum þóknaðist að velja handa henni. Með því var henni veitt ásjá og ráðrnð bót á órétti þeim, er hún hafði orðið að líða, og sem hann haíöi kannast við! — Iljarta hennar skalf af reiði, er hún hugsaði um þetta. Csköp var það heimskulegt og frekjulegt. Gat hann þá þröngv- að nokkrum til að elska hana ? Sjálfur var hann ó- farsæll í ástanjálum, og hann ætlaði sér að vera ó- kvæntur alla æfi. Með þeirri yfirlýsingu hafði hann viðurkent réttindi hjartans. — það réði framtíð hans. — Hún fastréð, að hann skyldi fá að sjá, að hún einnig vildi njóta sömu réttinda, — að hun létl ekki hafa sig á boöstólum, sem aðra vöru. — Hvers vegna fór hún ekki strax til frú Frank og leitaði 230 SÖC.USAFN HEIMSKRINGLU trausts og athvarfs lijá henni ?-É, það var litla gráa skrínið, er batt hana fastar við þetta ófagnað- arheimili, en nokkur mannlegur máttur hefði getað gert. Vegna þess varð hún að sýna staðfestu og þolinmæði til síðustu stundar. XXIII. REIÐARSLAGIÐ. Hin unga stúlka vaknaði af hugsunum sínum við það, að Anna ldtla tók um handlegg hennar, og dró hana burt með sér. Vindurinn hvein í trjánum og þrengdi sér inn á milli rtinnanna, og blómin beygðu sig óttaslegin til j|arðar. Við og við dróg fyrir sólu og skugga lagði yfir malarstiginn. Rósahlöðin þyrluðust hátt upp í loftið, og meira að segja, stein- stöplarnir virtust beygja sig með lotningu, álíka og gamlar hirðkonur. En inni í húsinu var viðkunnanlegt og þœgilegt. Felicitas settist á stól í framdyrunum með vinnu sína. Hurðin að stofunni og eldhúsinu stóð opin. — Maður gat naumast ímyndað sér neitt fegra, en ríkis- stjórafrúna, sem önnum kafna húsmóðir. Til þess að hlífa fallega kjólnum sínum, ltafði hún svuntu, alla skreytta með blúndutn og hróderingum. í hári sér bar hún rauða rós, er nýlega hafði verið slitin upp og látin þarna eins og ósjálfrátt, — en sem fór lienni mjög svo vel. Niður undan kjólnum, er var festur saman með hlómiim, sáust hinir smáu fætur, er liöu léttilega til og frá. — Alt útlit hennar var unglegt og næstum barnslegt, — og lnin fiýtti sér við

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.