Heimskringla


Heimskringla - 08.04.1909, Qupperneq 4

Heimskringla - 08.04.1909, Qupperneq 4
bl» 4 WINNIPEA, 6. APRÍL 1009. HEIMSKRINGIA Svar til Mrs. Goodman. Heiöraði ritstjóri Hkr. Viltu gera svo vel, að taka aí mér fáeinar línur til birtingar í blaði þínu. Eg hefi aldrei áður eytt rúmi í dálkum blaðanna, og máske geri aldrei oftar enn í þetta eina skifti. Orsökin til þess, að ég bið um pláss nú, er sú, að mig langar til, að láta Ingibjörgu Goodman vita, að það er til kvenfólk, sem skamm ast sin fyrir greinina, sem hún skrifaði í Ileimskringlu 25. febrúar sl., — kvenfólk, sem óskar af heil- tim hug, að hún hefði aldrei látið annað eins í opinbert blað. Ingibjiirg Goodman á auðvit- að með, að auglýsa tilfinningar sínar gagnvart karlmönnum. En hún á ekki ^ð, að draga aðrar konur og stúikur inn í það mál. Hún má vera viss um, að það verða fáar, sem ásælast nokkurn jiart af þeim heiðri, sem hún fær fyrir svona löguð ritverk. Ivg hefi ekki heyrt neinn karl- mann minnast á þessa Ingibjargar grein svo, að hann hafi ekki hlegið háðslega eða fyrirlitlegu um leið, og máske kastað fram sétningu um leið, setn ekki lýsti meira en svona rétt tilhlýðilegri virðingu fvrir höfundi greinarinnar. . Enda býst ég ekki við, að nokkur karl- maður vildi láta hugsa sig það ó- menni, að hann hefði farið til Ingibjargar Goodmnn og beðið hana að halda hlífisskildi fyrir karlmönnum. — Eg er hrædd um, að þetta hafi orðið hlaup og lítil kaup. Konur hefi ég heyrt vera ergileg- ar út al þessari grein. Og óþarfi mun það þvkja af Ingibjörgu, að sletta óþverra að Mrs. M. J. Bene- dietsson. Ein kona sagði, að hún vonáði, að það væri ekki til margt kvenfólk, sem hefði svo auðvirði- lega lágan hugsunarhátt, að þaö tæki á sig ómak og fyrirhöfn til þess, að kasta steinum að Mrs. M. J. B.., fyrir alla hennar baráttú fyrir því, að bæta kjör kvenna. — Auðvitað stendtir Mrs. M. J. B. jafnrétt fyrir öðrtt eins og þessi Ingibjargar grein er, en manni get- ur ekki annað en gramist, að svona hugsandi kvenfólk skuli ekki — ja, vægast sagt — geta þagað. Svo læt ég hér, við nema stað- ar, en vona að Ingibjörg Goodman haetti við svo búið. Nóg er komið. (25. marz 1909). J ónína Samúelsson. —----— ♦-------- YFIRLÝSING. Af því það er regla margra fé- laga, að gefa fjarverandi fólki kost á, að gerast félagar þeirra, og af því, að reynslan hefir sýrrt, að slíkt fyrirkomttlag getur verið báð- um málsaðilutn og málefnum þeim er slík félög vinna fyrir, ómetan- legur styrkur, og af því að svo getur ástaðið, að hlutaðeigandi einstaklingar hafi ekki tækiíæri til að hafa þess kpnar félagsskap nær sér, þó þeir fegnir vildu, og starfs- kraftar þeirra í þessa átt koma því ekki að notum, hefir “Hið fyrsta íslenzka kvenfrelsis kvenfé- lag í Ameríku" komist að þeirri niðurstöðu, að bjóða hér með öll- um konum og stúlkum, sem þann- ig eru settar, að ganga í félag sitt með sömu skilyrðum og þeim kon- um, sem heima eiga í VVinnipeg. Skilyrðin eru aðallega þau : að umsækjandi riti nafn sitt undir grundvallarlög félagsins, sem eru aðallega innifalin i þessari máls- grein : — Að félagið vinni á heiðarlegan hátt að jafnrétti kvenna og karla í stjórnmálum og öllum málum, er velferð lands og lýðs byggist á. Og með þvi, að borga ársgjald sitt. En með þvi, að þær konur, sem búa úti á landi, geta ekki notið fé- lagsins, eins og þær, sem í bænum eru, hcfir félagið ákveðið, að GEFA þeim “Progress”, mánaðar- rit og aðal málgagn Hinna sam- einuðu kvenréttindafélaga í Banda- ríkjunum (N.A.W.S.A.), treystandi því, aö slíkt verði til að vekja á- huga kvenna, glæða vináttu, marg falda samvinnukraftana og greiða götu kvenréttindamálsins í hví- vetna. Eftir frekari öpplýsingum má rita hverri sem er af eftirfylgjandi konum : — , Guðrúnu Pétursson, 706 Simcoe St. Helgu Björnsson, 665 Alverston St. Illaðgerði Kristjánsson, 533 Agnes St. Thoru Johnson, 770 Simcoe St. M. J. Benedictsson, 536 Mary- land St., Winnipeg. I umboði félagsins. Virðingarfylst. STJÓRNARNEFNDIN. •-------I-----— Sakramentið. F.f þér étið ekki hold mannsins sonar og drekkið ekki hans blóð, hafið þér ekki lífið í yð- uð. — Jóh. 6—53. Guð segir í biblíunni: “blóðið er líf alls holds’’ (Lev. 17—11—14, Gen. 9—4). Og allir, sem vilja vita, vita að lífið er í blóðinu. Og vil ég því með guðs náð bera saman syndafallið og endurfæðinguna. — Hinn fyrri og síðari Adam, “því eins og allir deyja í Adam, eins munu og allir lífgast í Kristi”.— Kor1. 15—22. Eftir að guð hafði skapaö vora fyrstu foreldra, voru þau guðs- börn án syndar, og þau áttu að hlýða fullkomnuninni. þ-au áttu fullkomlega gott, og guð var þeim algóður faðir. Að hlýða lionum var það eina rétta. Hann var “vegurinn, sannleikurinn og lífið”. þeim var að eins bannað }>að illa, og þau þurftu ekki að skilja það góða. Faðir þeirra var sannorður. það mátti trúa honum fyrir öllu. En svo kom hinn vondi andi djöf- yllinn. Hann þekti það illa, og hann bauð þeim ávöxt þess illa, og þau hlýddu og féllu, og þau urðu vör við sína nekt. Adam var nakinn sonur guðs. Hann var ekki lengur fullkominn sonur. Hann átti að hlýða alföðurnum. Ilann hafði tvo feður. Hann hafði hlýtt báðum. Ilann fmaður og kona eru eitt) hafði neytt af þeim trjám, sem guð sagði honum, og einnig af því tré, sem djöfullinn lokkaði þau til að neyta af. Guð var því enn faðir þeirra í vissum skilningi, en Adam var ekki sonur. Hann var nakinn. Ilann hafði óhlýönast. Nú skilja allir, að þeir, sem ekki vita að þeir fylgi djöflinum þegar þeir syndga eða hafna Kristi í trú og sannleika, þeir eru sem hinn fyrri. Adam, — naktir synir. þeir hafa tvo feður, þar til Kristur býðst þeim í trú, en eftir það að eins einn, djöfulinn. þeir hafna þá föðurnum í Jesú Kristi, og útvelja lvið illa. því við syndina hafa þeir ekki losnað. En ef þeir nií litvelja hið góða og hafna því illa, meö- taka þeir Jesúm Krist, og í hon- urn öðlast á ný Al-föðunnn. Svo . undir lögmálinu hafa menn tvo feður, guð og djöfulinn. “þegar boðorðið (þú skalt ekki, o.s.frv.) kom, lifnaði svndin við”. — Róm. 7-9. Hinn fyrri Adam dó í andanum, en vissi ekki betur, því hann svnd- gaði í sannleika, en vissi ekki um nektina fyrri en nektin kom. Ilann dó einnig í holdinu (lífið er í blóð- inu), en lifði þó, jafnvel þó hann væri 4 sannleika guði dáinn, og við allir í erfðasyndinni. því erfða- syndin lifir í oss öllum, þar til við meðtíikum Krist. Og það er þess vegna, að lífið í Kristi er, að deyja með honum í holdinu, til þess að lifna og lifa með honum í andanum. Hinn síðari Adam, Jesús Krist- ur, hinn sanni sonur, uppfylti lög- málið í sínum likama, og deyddi óhlýðni hins fvrri Adams á kross- inum. Hann og faðirinn voru eitt í líkamanum og andanum. Full- komin hlýðni, fullkomið líkama offur “cancelleraði” bannið, sem hin fvrri óhlýðni hafði fætt í þenn- an heim. Og sá, sem fylgir Kristi, verður því að deyða holdið; krossfesta það, svo að hann megi lifa ’andan- um í Kristi og uppskera lífs á- vöx-t til eilífs lífs. Sá, sem ekki fylgir Kristi, hlýðir holdinu, erfða- syndinni og djöfHnum sem föður. Ilann uppsker það, er hann sáir : eilífan datiöa í andanum. * Guð setti svefn á hinn fyrri Ad- am og skajKiði Evu, hans unnustu, úr hans síðu, af hans holdi og blóði. Ilún var hans eigin, hans elskulega, hans líf, og þau v'oru nakin og skömmuðust sín ekki. — Faðirinn var enn einn. En nú kom hinn annar faðir, djöfullinn. Hann vildi kenna líka, og þau hlýddu honum líka. “En þrællinn er akki ávalt í húsinu, sonuritm vffl^tr þar ætíð”, — Jóh. 8—35. þ» ð e> : Jesús Kristur hlýddi guði á hverri mínútu, og átti því að eins einn föður. — Nú átti Ádam tvo feður og hafði meðtekið nekt djöfulsins, því hann er nakinn andi, ’og var Adam því nakinn sonur gttðs, eins og Únítarar, o.s.frv. þatt höfðu ó- hlýðnast eða hlýtt báðutn. Upp frá þessu fossaði erfðasvndin í gégn um alt mannkynið í blóðinu. Allir höfðu dáið í hinurn fvrsta Adam, og erum því getnir í synd, naktir svnir guðs, með tvo feður, þar til vér útveljum eða höfnttm Jesúm Krist eða djöflinum. En í fylling tímans kemur hinn síðari Adam, drottinn sjálfur, af himni og veitir oss endurfæðing- una í blóði sínu á krossitium, gef- ur oss lífið út úr sinni eigin síðu : — “Út rann blóð og vatn”. þessi síðasti hjartastingur var hin síð- asta athöfn krossfestingarinnar. — Alt var fullkomnað. Undirstaða kristilegrar kirkju, hin þrjú vitni : vatnið, blóðið og andinn, voru komin (eða lofuð) oían á jörðina. Hin andlega, himneska Eva var að endurfæðast. Kristur hafði keypt kristilega kirkju með sínu holdi og blóði. Hin andlega Eva var að fæðast sem hans unnusta, úr hans síðtt, hold af hans holdi, blóð af hans blóði. Sakleysið hafði orðið synd fyrir okkur, — “með sótt skaltu börn þín fæða”, “og í sinu holdi afmáð boðorða lögmál- ið, sem var í setningum, svo hann ummyndaði þá tvo í einn nýjan mann í sjálfum sér”, Ef. 2—15. — “Eg sá borgina helgu, þá nýju Jerúsalem (Evu) stíga niður af himni frá guði, búna sem brúði, er skartar fyrir manni sínum”, Opin. B. 21—2. Hér sjáum viö eins glögt og nokkur þarf að sjá, hinn fyrri Ad- am og hans brúði, og þar 'næst hinn síðari Adam (Kríst) og hans brúði. Kristileg kirkja er því Jesú Krists hold og blóð, hans unn- usta, hans Eva. þá er hann var upprisinn, át hann fisk og hunang, og reis upp með andlegum, ófor- gengilegum líkama, og á þeim lík- ama eru allir kristnir limir eða greinar. Auðvitað getur engin ver- ið Eva eða unnusta Jesú Krists, sem ekki hefir þennan andlega lík- ama, sem ekki hefir klæðin : — Krists hold og blóð. En nú vita allir, að guð er hreinn, heilagur, ógurlegur andi, sem ekki má synd sjá. Og ekki breytir guð eðli sínu, þó menn vilji ekki klæðast Kristi, verða hans Eva. Ef að friðþægingin hef- ir því eigi átt sér stað, þegar maðurinn upprís, þá upprís sá hinn sami sem nakinn andi, eins og djöfullinn, og guðs bræði brenn- ur á móti hans nekt að eiliíu, því ekki hefir guð breytt eðli sínu, þótt þú sért nakinn. — Af þessu liggur í augum uppi, hvað lífs- nauösynlegt er, að haía Jesútn Krist í trú og meðtaka sakra- mentið í hans minningu. þeir, sem þetta lesa og hafna Jesúm Krist í trú, bera sína syndanekt að eilífu hvað mig suertir. Winnipeg, 29. marz 1909. S. Sigvaldason. ♦ Til kaupenda Heimskringlu. þessir menn haía tekið að sér umboðsstöðu fyrir Heimskringlu. þeir taka á móti nýjum áskriftum að blaðinu, og veita móttöku and- virði þess frá kaupendum í þeirra bygðarlögutn. KRISTMUNDUR SÆMUNDS- SON, að Gimli, fyrir Gimli og Nes P.O. SIGURÐUR SIGURÐSSON, að Ilusawick, fyrir Husawick og Winnipeg Beach P. O. RÖGNVADDUR S. VIDAU, að Ilnausa, fyrir Hnausa, Geys- ir, Ardal og Framnes P.O. FINNBOGI FINNBOGASON, að Arnes, fyrir Arnes P.O. JÓN SIGVADDASON, að Iceland- ic River, fyrir þá bygð. BJARNI STEFÁNSSON, að Hecla, fyrir Mikley. G. EÚÍAS GUDMUNDSSON, að Bertdale, Sask,, fyrip það bygðarlag. JÓNAS J. HUNFJORD, Marker- ville, Alta., fýrir Alberta bygð ina. Kaupendur ertt beðnir að beina borgunum sinum til þessara ofan- greindu manna. Fleiri verða auglýstir stðar. KAUPIÐ af þeim og verzlið við þá sem auglýsa starfsemi sfna í Heimskringlu og þ& f&ið þér betri vörur með betra vörði og betur útilátnar............ Heimskringlu og tvœr skemtilegar sögur fá nýjir kaupendur fyrir TVO Russell A. Thompson and Co., Cor. Sargent & Maryland St. Selja allskonar MATVÖRU af beztu tegund ineð iægsta verði. Sérstakt vöruúrval nú þessa viku Vér óskum að Islendingar vildu koma og skoða vörurnar. Hvergi betri né ódýrari. — Munið staðinn:— , HORNI SARGENT AVE. OO MARYLAND ST. PliONE 3112. K- Meö þvl aö biöja æfínlega um “T.L. CIGAR,” þá ertu viss aö fá ágætan vindil. T.L. Lr 3*. * *r; f • 'VÁ J . L: ClGA'r^ r - .wá-áXs." — (UNIQN MAHE) We«tem Cigar Faetory Thomas Lée, eigandi Wínnniy,eR -5S StyrkiÖ taugarnar með þvf að drekka eitt staup af öðrum hvorum þess- urn ágœta heimilis bjór, á undan hverri máltfð. — Reynið !! EDWARD l. DREWRY Winnipeg, Canada. Departmeni of Agriculture and Immigration. MANITOBA þetta fylki hefir 41,169,089 ekrtir lands, 6,019,200 ekrur eru vötn, sem veita landinu raka til akuryrkjuþarfa. þess vegna höfum vér jainan nœgan raka til upy>skeru trygginga'r. Ennþá eru 25 milíóniir ekrur óbeknar. sem fá má niieð hei’in- ilisrét/ti eða kaupuin. Ibúataja árið 1901 var 255,211, nu er nún orðin 400,000 manns, hefir nálega tvöfalda st á 7 árum. Ibúatala Win’nipeg borgar árið 1901 var 42,240, en nú um 115 þúsundir, hefir meir en tvöfaldast á 7 árum. Flutningstœki eru nú sem næst fullkomin, 3516 milur járn- hrauta eru í fylkinu, sem allar liggja út frá Winnapeg'. þrjár þverlandsbra-uta lestir Cara daglega frá Winni'peg, og innan fárra mánaða verða þær 5 taisins, þegar Grand Trunk Pacific og Canadian Nortluern bætast við. Framför fylkisins er sjáanleg hvar sem litið er^ þér ættuð að taka þar bólfestu. Ekkert annað lan-d getur sýnt sarna vöxt á sama tímabili. TIIi I I KDAH 4\\A : Farið ekki fra-mhjá Winnipeg, án þess að grenslast um stjórn ar °K járnbrautarlön'd til sölu, og útvega yður fuílkomnar upp- lýsingar um heimilisréttarlönd og fjárgróða möguledka. Stjórnarformaður og Aknryrkjumála Ráðgjafi. Skriflö eftir upiilýsÍDgnm til .JoNf-ph BnrUe Jns llai’toov 178 LOGAN AVE., WINNIPEG. 77 YORK ST., TORONTO. LEYNDARMÁL CO’RDUL’U FR/ENKU 279 “Já, víst, náðuga frú”, svaraði hann ofur rólega. — “Bara ef þér fáið herra prófessornum bókina, þá skal ég strax víkja úr vegi”. “Hinrik ! ” hrópaði Felicitas og hljóp til hans og hristi handlegg hans. — “Nei, það stoðar ekkert, Fye mín ! ” mælti hann hlæjandi og stóðst prýðilega allar tilraunir hennar, áð koma honum í burtu. — “Eg er ekki/eins vitlaus og þú hcldur, — þú vilt af góðsemi þinni gera axarskapt, en það þoli ég ekki”. ‘•Láttu írúna fara”, skipaði prófessorinn alvay- lcga. “En ég læt þig vita, Adela, að ég vel þann eina rétta veg til að ná eigu minni. Engan getur iindrað það, þó ég álíti að bókin skýri frá levndutn íjármunum, — ef til vill hvar gripir frænku minnar súlugu eru niður komnir —” “Nei, nei”, greip Felicitas fram í. “Eg ræð mínum eigin hugsunum um það”, — mælti hann harðlega. — “Bæði þér og Hinrik sktiluð fyrir rétti bera vitni um það, að þessi kona hefir með leynd viljað kræk ja til sín ,ef til vill álitlegri fjár- upphæð, er heyrir ætt minni til”. Ríkisstjórafrúin hrökk við eins og höggormur hefði bitið hana. Ilún leit leiftrandi augum til of- sóknara síns, — og í eins konar æði þreif hún bókina upp úr vasa sínutn, og kastaði henni með hæðnis- hlátri fyrir fætur ltans. “þarna er hún, sérvitringurinn þinn ! ” hrópaði hún skjálfandi af heift. — “Ég óska þér til hamingju með hana. Berðu með sæmd skömm þá, er hún skýrir þér frá”. Síðan þaut hún eftir ganginum og ofan stigann, og skelti harkalega httrðinni aftur á eftir sér. Prófessorinn ,horfði á eftir henni með hæðni og fyrirlitningu í svip sínum. því næst leit hann sem snöggvast á bókina, er hann hafði tekið upp. — Feli- citas horfði angistarfull á, hvernig hann blaðaði í 280 SÖGUSAFN HEIMSKRINGLU henni og þá og þegar gat rekið augun í leyndarmál- ið, er hún vildi fyrir engan mun að hann sæi. — Hann var hugsi. Orð ríkisstjóra frúarinnar höfðu alls eigi skelft hann, því hann hafði verið fullviss um, að þetta uppistand mundi enda þannig. En nú var eftir að vita í hverju skömmin var fólgin.;— Alt í einu leit hann upp og horfði framan í Felicitas. — Hversu mikil áhrif höfðu þó ekki hin biðjandi, dökku augu á hinn alvörugefna mann. það var eins og mjúk hönd stryki yfir enni hans, svo hrukkurnar httrfu og ofurlítið bros færðist yfir andlit hans. “Nú’ vil ég einnig yfirheyra yður”, mœlti hann. — “þér hafið skammarlega dregið tnig á tálar. Með- an þér standið uppi hjá mér og látið meiningu yðar í ljósi með svoddan hreinskilni, að ég hefði þorað að sverja, að hvert orð er þér sögðuð væri sannleikur, — þá berið þér á yður leyndarmál, sem kastar blett á ætt míná. — Hvað á ég að hugsa um yður, Fee ? — þér getið að eins bætt fyrir óhreinskilni yðar með því, að segja mér nú satt og rétt frá öllu, sem ég spvr yður um”. “Eg vil segja yður alt, sem ég má segja, — en svo bið ég yður, — ég hið yður svo innilega, að fá mér bókina aftur”. “ Er það mfn stórláta, þrálynda, óbeygjatilega Fee, sem getur beðið svona blítt ?” þegar prófessorinn mælti þcssi orð, læddist Ilin- rik í hurtu. Ilann var svo forviða yfir því, sem hann haföi séö og heyrt, að hann settist í neðstu tröppuna, sat þar lengi og var hugsi. Ilann greip við og við í gráa hárið sitt, til þess að vita, hvort höfttðið sæti á sínum gamla stað. “þér fóruð inn i herbergi frændkonu minnar sál- ttðtt i þcim eina tilgangi að sa'k ja þessa bók ?” — spttrði prófessorinn Felicitas, þegar þau voru orðin ein5 ÚEYNDARMÁL CORDULU FR/ENKU 281 “Já”. “Hvaða leið fóruð þér ? — Eg kom að öllum hurðttm liarðlæstum”. “Eg gekk eftir þakinu”, mælti hún hikandi. ‘‘þér meinið víst eftir svölunum?” “Nei”, mælti hún hnuggin, “þangað liggur enginn vegur.' — Ég steig út itm kvistgluggann og gekk svo yfir þökin”. “1 þessu ofsaroki?” spurði hann og fölnaði. — ‘‘Felicitas, það er full ástæða til að óttast yður, þá er þér viljið framkvæma vilja yðar”. ‘‘Ég hafði 'um ekkert annað að velja”. “því vilduð þér endilega ná í bókina?” “Eg áleit, að ég hefði erft hana eftir Cordulu frænku. Hún hafði sagt við mig, að litla gráa skrínið — ég vissi ekkert, hvert innihald þess var — yrði að deyja á undan sér. — Dauða hennar bar bráðan að, — og ég þóttist viss um, að, skrínið væri tii. — það stóð í sama leyniskápnum, þar setn allir silfurgripirnir eru. — Eg gat ekki sagt til þeirra, netna þá um leið að koma skríninu í hendur óvið- komandi fólks". “Veslings, veslings barn, yður hefir hlotið að líöa mjög illa, — og nú er öll yðar hetjulega sjálfs- afneitun til ónýtis, — því bókin er komin í óviökom- andi höndur”. ‘‘0, nei, nei ! þér gefið mér hana aftur ! ” — bað hún angistarfull. “Felicitas ! ” mælti hann alvarlega og skipandi. “Nú verðið þér enn þá að svara tveimur spurning- um, — og segja satt : Er yður kunntigt innihald bókarinnar ?” “Að sumu leyti, — ég hefi í dag lesiö hana”. “Og kastar það skugga á minningu hinnar gömlu vinkonu yðar?” 282 SÖGUSAFN IIEIMSKRINGLU Hún þagði. — Ef til vildi fékk hann henni bókina aftur, ef hún játaði þessu, — þá gat hún eyðilagt bana. En þá flekkaði lnin líka minningu gömlu Cordulu, og staöfesti orðasveim manna. Yður sæmir ekki, að hafa í frammi nein undan- brogð, — þó tilgangur yðar sé ef til vill góðttr”, madti hann hastur. — “Segið annaðhvort já eða nei”. “Nei”. “Eg átti von á því”, mælti hann lágt. — “Verið nú skynsamar”, bætti hann viö, “og sættið yður við þó ég lesi bókina”. • Hún fölnaði, en bað hann ekki lengtir. “Gerið það, ef yður finst það sæma yðttr. þér lesið levnd- armál, sem yður er ekki ætlað að vita. Jtá er þér opniö þessa bók, eyðileggið þér þá fórn, er heilt inannslíf hefir verið lagt í siilurnar fyrir”. “þér berjist vel, Felicitas”, mælti hann rólega. Og hefði ég ekki heyrt orð þau, er frændkonn min í bræði sinni hreytti i mig, þá hefði ég fengið yðttr þessa leyndardómsfullu bók -aftur’ óséða. En nú vil ég og verð að vita, hvers konar svívirðing það er, sem hvílir á ætt minni, — o'g hafi vesalings einsetu- konan getað varðveitt það, þá ætti ég rinnig að hafa krafta til þess. — Eg er í.tvöföldum skiltiingi neydd- ur til að rannsaka þetta. .Ettingjar tnítiir við Rín eru auðsjáattlega við þetta riðnir, — ef til vill sam- sekir ttm ritthvert ódúðaverk. — þó þér þegið, og lítiö niöur fyrir yður, sé ég að tilgáta mín er rétt. Frændkonu minni var eflaust kunnugt um þetta ætt- arhneyksli, og þess vegna hefir henni orðið bilt við, að sjá það skri’fað í gamla bók. — Eg skal jafna reikningana við þessa hræsn.ara ! — Verið nú httg- hranstar, Fee ! ” mælti hann bliðlega og strauk hend- inni mn höfuð hennar. “Eg get ekki breytt iiðrtt vísi.----Og þó þér að launum lofuðust til að verða tnín, — þá yrði ég satnt að segja nei". ,

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.