Heimskringla - 27.05.1909, Blaðsíða 5
HEIMSKRINGtA’
WINNIPEG, 27. MAÍ 1&09.
bls 5
“ WATERLOO ”
Dominion Biciycle Championship fór fram f ofannefndum
bæ 1. Júlf sl. Þar unnu hjól vor allar kappreiðar. Fred R. Mc-
Carthy á Cushion Frame hjóli var fyrstur f V2 og 1 ml. kappreið.
Blue Flyer lijólin unnu allar hinar kappreiðirnar. Svo voru
hjól vor langt á undan að engin önnur lijól komu3t nálægt f>eim
“Blue Flyer” og “Cushion Frame”. Vér smfðum þessi hjól:—
Massey, Silver Ribbon, Cleveland. Perfect, Brantford, Rambler,
Imperial og Blue Flyer, — og ábyrgjumst hvert einasta hjól. —
Canada Cycle & Motor Co., Ltd., Winnipeg.
147 PRINCESS STREET. Heimsias Beztu Reiöhjóln-smiðir.
Meö því aö biöja æflnlega um
“T.L. CirjAR," þá ertu viss að
fá ágætan vindil.
T.L.
(USION MAPE)
Wentern l'igar Faotory
Thomas Lee, eigandt Winnnipeg
CHICAGOFÖR MÍN!!!
*
eða meö viöfeldnari oröum
Ferðasöguágrip til Cbicago,
Toronto og Niagarafossins
(Niöurlag).
í TORONTO.
Milli Chioago og Toronto er á-
líka áfangi og milli St. Paul og
Chicago, 500 mílur. pá leið fór ég
meö Grand Trunk járnbrautinni,
sem er' lang-fljótust og lang-full-
komnust að öllu leyti af þeim
brautum frá 4 félögum, sem ég fór
með. Lestin fór þessa leið um 40
mílur á klukkusturidinni. Á járn-
br.stöðvum í Toronto mætti mér
Miss Sigrún Baldwinson, ritstjóra,
sem dvelur þar við piano og söng-
fræðisnám hjá Mr. Frank S. Wels-
man, kennara Jónasar Pálssonar.
Miss Baldwinson er eini íslending-
urinn í Toronto. Húu sýndi mér
borgina, og ýmsar helztu og merki
legustu byggingar þar. Annað
kveldið, sem ég var þar, fórum við
að hlusta á Symphony Orchestra,
er Mr. Welsman stjórnaði. í flokkn
um voru yflr 60 manns, karlmenn
og kvenfólk, er spilaði mjög vel,
þó tæplega eins vel og Minneapolis
flokkurinn, enda er þess varla von,
því hann er miklu yngri. Mr. Wels-
man tók við stjórn hans sl. haust,
og blöðin sögðu, að flokknum
hefði aldrei farið eins vel fram og
siðan. — par spilaði einnig ungur
Riissi, 17 ára, að nafni Micha El-
man, sem er að verða heimsfrægur
fíólínisti. List hans gerði áheyr-
endurna svo hrifna, að hann var
klappaður fram nær 20 sinnum, en
hann spilaði ekki nema þrisvar
umfram það ákveðna. Mr. Elman
byrjaði að spila 5 ára gamall, og
spilaði þá alt eftir eyranu. Litlu
síðar fór hann í “músik” skóla í
Odessa, og .síðar í St. Pétursborg.
Árið 1905 bvrjaði hann að ferðast
um, þá 13 ára. Nú hefir hann spil-
að í öllum stærstu borgum heims-
fns, Berlín, London, New York,
París o.fl., og allstaðar hlotið lof
fyrir list sína. — Stærsta “músik”
húsið í Toronto, Massey Hall, var
troðfult þetta kveld.
Annað kv.eldið, sem ég var þar,
fórum við í leikhús, en þriðja
kveldið, sem var sunnudagskveld,
í stærstu kirkjuna, sem við viss-
um af, og heitir “Sherburn Street
Methodist Church”. pað er afar-
mikil og vegleg kirkja, og í henni
geysimikið pípuorgan. Mér virtist
kirkjan titra af hljóðöldunni, þeg-
ar þvi var beitt með fullum krafti.
1 söngflokknum voru 30 manns og
i hverri rödd voru til valdir sóló-
istar, karlar og konur. Tvö lög,
.vandasöm og fögur, annað eftir
Pflenger og hitt eftir Dr. Rob«rts,
ivoru sungin, og í þeim skiftist á
sóló og dúet og kór. Söngurinn í 1
þessari kirkju er sá bezti söngur, I
sem ég hefi beyrt á æfi minni. — i
| Tveir prestar eru við kirkjuna,—
annar (séra Brown). las biblíutext-
una o.s.frv., en hinn (séra George
Jackson) flutti ræðu og talaði um
“Responsibility” (ábyrgð), og
sagðist prýðilega vel. Séra Jack- |
son er sami maðurinn og uppþotið .
varð út af í Methódista kirkju- j
deildinni, vegna frjálslyndis hans,
og sem getið er um í síðasta hefti
Breiðablika:
Á sunnudagsmorguninn fór ég I
einn í eina hina stærstu katólsku |
kirkjuna í borginni. þar komst ég j
nærri í vandræði með sjálfan mig.
Fólkið var á annari hverri mín-
útu að krossa sig og signa og kné-
krjúpa. Ég stóð og horfði á það
undrandi, og það á mig, af því ég
tók ekki þátt í þessum leik með
því. þjónarnir, sem aðstoðuðu
prestinn, voru stöðugt að hneigja
sig fyrir aftan hann og falla á kné
með kertaljós í höndunum. Mér
datt í hug : Mikill skelfilegur
barnaleikur, — sjónleikur ! Og
þetta er fullorðið skynsamt, —
nei, siðað fólk, að leika á hverjum
helgidegi árið í kring. En mót-
mælendur eru litlu betri. Ilveiti-
flísa og vínsopa athöfnin, sem ver-
ið er að mæla með, sem nauðsyn-
legti “sáluhjálpar atriði”, er alveg
sami barnaleikurinn. Hvorugir
geta áfelt aðra, — alt er sama tó-
bakið. Hvað skyldi ártalið verða,
þegar allir þessir leikir eru horfnir
úr sögunni ? — Kirkjan var afar-
skrautleg og prýdd með alls konar
myndum, bihlíumyndum. þar á
meðal var mynd af “djöflinttm”.
Ekkert orgel vutr í kirkjunni og all
ur söngur fremtir litilfjörlegur. —
Ekki gleymdtt þeir katólsku, að
reyna að ná í peninga af fólkinu,
því þ r i s v a r var samskota
leitað meðan á messunni stóð.
Eg varð satt að segja þeirri
stund feginn, þegar ég slapp út úr
kirkjunni þeirri.
TORONTO-BORG.
er mjög falleg og snotur borg.
Hún stendur við Ontario vatnið
snnnarlega að vestanverðu. Vatn-
ið er eins og haf til að sjá. G-evsi-
stór guftiskip lágu við bryggjurn-
ar. það voru vatnaskipiri. . Vatn-
var autt það langt er maður sá,
en skipaferðir ttm það voru ekki
byrjaðar. — Margar fallegar bvgg-
mgar eru í borginni, en fáar mjög
háar eða stórkostlegar. þó er þar
hæsta bvgging í Canada, Traders’
Bank, hann er 15 hæðir.
Merkastar * og skrautlegastar
byggingar eru : Toronto Universi-
I
ty, þinghúsið, borgarráðshúsið,
Victoria University o.fl., o.fl. —
Fjölda margar kirkjur eru í borg-
inni, og sumar afar fallegar bygg-
ingar.
1 borginni eru 25 bankar, 7 dag-
blöð, og koma sum út tvisvar á
dag, 4 stór bókasöfn, er hafa 5 ú-ti
bú, 13 leikhús (stór), og margir
stórir og fullkomnir skólar.
Sendiherrar frá 18 ríkjum eiga
þar aðsetur.
Skemti og skrautgarðar ertt þar
margir, bœði niöur við vatnið og
uppi i borginni, Aðal værzlunar-
strætið í borginni heitir Vonge
Street. J>ar heilr Eaton félagið
mikla búð, og við hliðina á henni
er keppinautur þess Mr. Simpson.
Torontoborg er eins sú allra fall-
egasta og hreinlegasta borg, sem
ég hefi kotnið f, og mjög auðratað
er um hana, en mikið af sinni feg-
urð á hún vatninu að þakka.
NIAGARA-FOSSARNIR.
Frá Toronto stiður til fossanna
eru nálægt 150' mílur. Járnbrautar
lestin rennur þá leið með frám
Ontario vatninu, og í gegnum bæ-
inn Hamilton. Allstaðar á þeirri
leið er landslagið mjög fallegt,hæð-
ir skógi vaxnar, og sér yfir til
vatnsins. í Hamilton þótti mér
einnig mjög fallegt. Sá bær stend-
ur á og utan í háum hólum og
hæðum, en á milli þeirra renna
lækir. Landslagið þar minti mig á
Fljótshlíðina fógru. Hamilton er
mikill iðnaðarbær.
Báðumegin við Niagaraána er
bær, er heitir samnefnt fossunum
(Niagara Falls), en norður hlutinn
er i Canada, en sá syðri í Banda-
ríkjunum. Ilvor hluti hefir því
sína bæjarstjórn út af fyrir sig, og
allmikill munur er á þeim að
ýmsu leyti. Til dæmis er alt mikið
dýrara Canada megin, sumt helm-
ingi dýrara. Fossarnir eru spöl-
korn fj’rir sunnan bæinn, en á
milli bœjarhlutanna og nokkuð
langt fyrir neðan fossana eru 4
stálbrýr yfir ána (3 fastabrýr og
1 hengibrú), afarmiklar og ram-
gervar, og er stutt á milli þeirra.
Eftir tveimur fara járnbrautir, en
eftlr hinnm strætisvagnar og keyr-
andi og gangandi fólk. Tollgæslu
og innflytjendagæslu hafa bæði rík-
in við enda brúnna. þar er maður
yfirheyrður og rannsakaður ná-
kvæmlega.
Ilvernig ég fór að skoða fossana
ætla ég ekki að lýsa, — ekki hvað
síst af því, að ég sá eftir á, að ég
fór rangt að því, vegna óktinnug-
leika, og fyrir það þurfti ég miklu
tneiri tíma enn ella. En þeim, er
vildi skoða þá, vildi ég ráðleggja,
að fara af lestinni Canada megin,
hvort heldur þeir koma að norðan
eða sunnan, ganga svo suður með
ánni þeim megin, eins langt og
hægt er að komast, en það sýnir
stígur, sem er tilbúinn. þegar
maður er kominn hantt á enda, þá
blasa báðir fossarnir við, alveg
fyrir framan mann, og er sú sjón
bæði fögur og tignarleg. þegar bú-
ið er að skoða fossana frá þessari
hlið, er bezt að ganga til baka að
brúnni, sem næst er fossinum, og
fara yfir hana og dálítið upp a
landið Bandaríkja megin, spyrja
sig þar fyrir tttn brúna, sem liggur
yfir þann hluta fljótsins, sem
Bandaríkja fossinn er í, út á eyj-
una (Goat Island), sem klýfur
fljótið, og er á milli fossanná. —
þegar út í hana er komið, gengur
maður eftir stígum, sem eftir
eynni liggja, en gæta verður að,
að hafa ána æfinlega á hægri hönd
Á þeim vegi hingað og þangað
Hggja haglega búnar steintröppur
alveg niður að fossttm, með háu
og sterku handriði í kring. Sunn-
an við Goat Island og rétt fyrir
ofan Canada fossinn, eru 3 smá-
evjar í fljótinu, setn nefndar eru
“Three Sister Islands”. Út í þær
eru brýr af Goat Island. Allar eyj-
arnar ertt skógi vaxnar og afar-
fallegar. þegar búið er að ganga
kringum stóru eyjttna, kemur mað
ur að sömtt brúnni aítur og mað-
ur fór yfir út á hana, og gengur
maður þá ititi í Bandaríkja bteinn.
Á þennan hátt gettir maður skoð-
að fossana fyrir ekkert og skoðað
þá vel og í næði. En annars er
þægt að fá bók keypta fyrir 25c
ltvar sem er, og hcitir “Burk’s
Guide Book”, og í benni eru leið-
beiningnr um, hvernig hægt er að
skoða fossana fyrir lóc, 25c, 35c,
50c, $1.00, $1.50 og $3.10, en þá er
maðnr ekki eins frjals. Forðast
skyldi fólk þá menn, sem stöðugt
eru að bjóða keyrslu. það eru ná-
ungar, sem, ekki eru eftir öðru en
að ná í peninga.
Eins og kunnugt er, eru fossarn-
ir í Niagara áttni, er rennur úr
Erie vatninu og norður í Ontario
vatnið. Er þttð afarmikil elfa. Áð-
ur enn hún klofnar við Goat Island
er hún rúm míla á breidd. Nokkr-
ir hávaðar eru skamt fyrir ofan
fossana, en báðir falla þeir þráð-
! beint niður. þeir eru 150—160 fet á
] hæð, en báðir afarbreiðir og fagr-
ir. Bandaríkja fossinn er nærri
| þráðbeinn, en Canada fossinn er
eins 'Og hestskeifa í lögun. 1 hon-
ttm er afarmikið vatnsmegn, mest
j inst í skeifunni. Bandaríkja menn
eiga allar eyjarnar og rönd af
Canada fossinum, þvi landamerkin
[ eru í miðju fljótinu, en sú kvíslin,
I sem. liggur Canada megin, er
j miklu breiðari og þrisvar sinnum
(vatnsmeiri. Canada menn eiga því
miklu meira vatnsafl.
Sex afarmiklar aflstöðvar eru
þar, er hafa leyfi til að nota 1 mil-
íón og 200 þús.hesta-afi. Stofnfé
1 þeirra er um 40 milíónir dala.
Vatnið, sent notað er til aflins,
er veitt úr ánni með því að hlaða
[ steingarða út í hana nokkuð fyrir
ofan fossana, og inn í pípur,
I sem taka viö því og það rennur
! eftir i gegn um jörðina, og þangað
til það er látið falla ofan í vélarn-
ar. það vatn kemttr svo út neðan
[ til í árbökkttnum, langt fyrir neð-
j an fossana og mvndar afarharðan
! streng, sem stendur þvert yfir
: ána.
þrjú hundruð og sextíu verk-
] smiðjur eru í bænum, sumar afar-
j stórar, er nota afl sitt alt frá
frá vélastöðvunum. Auk þess er
[ alt það rafurmagn, er bærinn þarf
( að brúka til ljósa og annars, frá
j þeim, og borgirnar Toronto og
I Buffalo eru lýstar upp að öllu
leyti frá þeim.
Niagara fossarnir eru taldir að
vera stærstu fossar í heimi, og
[ eru það vafalaust. En satt að
j segja fanst mér þeir ekki eins stór-
\ kostlegir og ég hafði búist við. —
í Eg held að Gullfoss hafi eins mikið
vatnsafl og. Canada fossinn t.d., og
hann er miklu hærri og stórfeng-
legri. En sjálfsagt hefir enginn
foss á íslandi eins mikið afl og
þessir báöir til samans. Úr Gull-
| fossi, Goðafossi, Dettifossi og
I fleiri stærstu fossum á íslandi,
[ væri óhœtt að taka nokkur þúsund
hesta öfl, án þess þeir töpuðu feg-
urð sinni.
I .
Við fossana dvaldi ég tvo liálfa
daga. Eg skrásetti mig þar ekki
I á neinu hóteli, eins og í Toronto,
I vegna þess ég vildi haía tímann ó-
j hundinn að öllu leyti. Ég borðaði
1 á matsöluhúsum, að eins þegar
[ mér Sýndist, en um nóttina gisti
ég hjá gamalli ekkju, sem ég sá
að auglýsti svefnherbergi til leigu.
Ilún sagöist vera búin að vera í
þessu sama hiisi i 45 ár, og sagð-
ist hafa hýst mörg þúsund ferða-
menn frá öllum löndum heimsins,
en engan íslending fj'r en mig, og
því bað hún mig að taka það
skýrt fram í gestabók sinni, að ég
væri íslendingur, og varð ég fús-
lega við þeirri beiðni. Hún spurði
mig margs um ísland, og fræddi
ég hana um það, þar á meðal um
fossana þar. Ég hafði með mér
mynd af Gullfossi, og sýndi henni,
og hún sagði sér þœtti hann svo
fallegur og tilkomumikill, að Nia-
gara kæmist ekki í samjöfnuð við
hann. Ég gaf henni myndina, og
þótti henni sérlega vænt um það.
Ég vildi ekki vera minni en ýmsir
Svíar, Norðmenn og Danir, er
höfðu gist hjá henni, og geflð henni
myndir af landslagi og ýmsu öðru
í sínum löndum.
Bærinn hefir 40 þúsund íbúa. —
Heilsuhæli eru þar í grend, sem á-
litin eru að vera einhver þau allra
beztu í Ameríku. Loftslagið, á
milli vatnanna og meðfram Nia-
gara, er mjög heilnæmt.
1 bænum skoðaði ég meðal ann-
ars afarmikið safn, sem heitir
“Niagara Falls Museum”. J>ar eru
allskonar dýr, uppstoppuð, alt frá
þeim stærstu, sem þekkjast, og til
þeirra smærstu, — bæði vilt og
tamin. Ennfremur sjávardýr alls-
konar, fuglategundir, pöddur og
önnur skorkvikindi. IJkkistur með
hálffúnum líkum í voru þar meðal
annars, — fulloröinna og barna.
Á neðsta gólfi var afarniikill trjá-
bolur, holttr að innan, 2—3 faöm-
ar í þvermál. Hann var þakinn að
innan af nafnspjöldum þeirra ferða
manna, er höfðu skoðað safnið. —
Ég leitaði yfir klukkutíma að ís-
lenzktt nafni, en fann ekkert. Vel
gátu þó ís;enzk nö'fn verið þar, því
víða vortt spjöldin hvert utan yfir
öðru.
Á fimta og efsta gólfi í bygging-
unni voru mvndakassar, með alls-
konar myndum í frá öllum lönd-
tim heimsins, nema Islandi. Maður
sá myndirnar í gegn um stækkun-
argler, er var i kassanum, og gat
skift um þær með því að snúa lít-
illi sveif. Flestar voru myndirnar
landslagsmyndir og af borgum og
byggingum.
Á veggjum meðfram stigunum
voru myndir úr “Jtræla”- og
‘‘Frelsis”-stríðum Bandamanna og
einnig úr “Spænska” stríðinu. Að
eins 25c kostaði að skoða safnið,
og eins lengi mátti ég vera inni og
LEIÐBEINING AR — SKRÁ YFIR ÁREIÐANLEGA VERZLUNARMENN í WINNIPEG
MUSIC OG HLJÓÐFÆRI VlN SÖI.UMENN
CROSS, GOLLI>INQ Ai SKINNER, LTD. 323 Portapre Avo. Talslmi 4413 GEO VELIE Hei’dsölu Vínsali. 185. 187 iVirtage Ave. EL Smá-sölu talsími 352. Stór-sölu talsími 464.
MASON & RISCH PIANO CO , LTD. 356 Main Stree Talsími 4 80 W. Alfred Albert, lslenzkur umboösmaöur STOCKS & BONDS
WHALEY ROYCE & CO. 35 6 Main St. Phone 263 W. Alfred Albert, búöarþjónn. W. SANEORD EVAN5 CO. 32 6 Nýja Grain Ezchange Talsími 36 9 6
ACCOUNTANTS a AUDITOKS
BYGGINGÁ- og ELDIYIÐUR. A. A. JACK50N, AccounWknt and Auditor Skrifst.—28 Merchants Bank. Tals.: 5702
J. D. McARTHUR CO , LTD. Bycginfira- og Eldiviöur í heildsölu og smásöln. Sölust: Princess og Higgins Tals. 5060,5061,5062
OLÍA, HJÓLÁS-FEITI OG FL,
MYNDASMIDIR. WLNNIPEG OIL COMPANY, LTD. Búa til SteinOllu, Gasoline Ofi hjólás-áburð Talsími 15 90 611 Ashdown Block
G. H. LLEWELLIN, “Medallions” og Myndarammar Starfstofa Horni Park St. og Logan Avenue
TIMBUR og BÚLÓND
SKÓTAU í HEILDSÖLU. TH05. OYSTAD, 208 Kennedv Bldg. Viöur í vafirnhlössum til notenda, bulönd til söla
AMES HOLDEN, LIMITED. Princess McDermott. Winnipeg.
PIPE & BOILEK COVERING
THOS. RYAN & CO. Allskonar Skótau. 44 Princess St. GREAT WEST PIPE COVERING CO. 132 Lombard Street.
THE Wm. A. MARSH CO. WESTERN LTD. FramleiÖendur af h ínu Skótaui. Talslmi: 3710 88 Princess St. "High Merit” Marsh Skór VÍKGIRÐINGAK.
THE GREAT WEST WIRE FENCE CO., LTD Alskonar vlrgirðingar fyrir bændur og borgara. 76 Lombard St. Winnipeg.
RAFMAGNSVÉLAR OG ÁHÖLD
JAMES STUART ELECTRIC CO. 3 24 Smith St. Talsímar: 3447 og 7802 Fullar byrgðir af alskonar vélum. ELDAVÉLAR O. FL.
McCLARY’S, Winnipeg. Stœrstu framleiðendur í Canada af Stóm, Steinvöru [Granitewares] og fl.
GOODYEAR ELECTRIC CO. Kellogg's Talsímar og öll þaraðlút. áhöld Talsími 3023. . 56 Albert St.
ÁLNAVARA í HEILDSÖLU
RAFMAGNS AKKOKÐSMENN
R. J. WHITLA & CO., LIMITED 264 McDermott Ave Winnii»eg “King of the Road” OVERALLS.
MODERN ELECTRIC CO 412 Portage Ave Talsími: 5658 Viðgjörð og Vír-lagning — allskonar.
BILLIARD & POOL TABLES.
BYGGINGA - EFNI.
w. A. C A R S O N P. O. Box 225 Room 4 í MolsonBanka. Öll nauðsynleg áhöld. Ég gjöri við Pool-borD
JOHN GUNN & SONS Talsími 1277 266 Jarvis Ave. Höfum bezta Stein, Kalk, Cement, Sand o. fl.
THOMAS BLACK Selur Járnvöru og^Byggiuga-efni allskonar 76—82 Lombard St. Talsími 600 N Á L A R.
JOIIN KANTON 203 Hammond Block Talslmi 467fr Sendið strax eftir Verðlista og Sýnishoruum.
TtlE WINNIPEG SUPPLY CO., LTD. 298 Rietta St. Talsímar: 1936 & 2187 Kalk, Steinn, Cement, Sand og Möl
GrASOLINE Vélnr og Brunnlxjrar
BYGGINGAMEISTARAR. ONTARIO WIND ENGINE and PUMP CO. LTD 301 ChamlH»r St. Sími: 2988 Vindmillur — Pumpur — Agætar Vélar.
J. H. G. Rl’SSELL Byggingameistari. I Silvester-Willson bygginguuni. Tals: 1068
HLO.M OG SÖNGFUGLAR
PAUL M. CLEMENS Bygginga - Meistari, 443 Maryland St. Skrifst.: Argyle Bldg., Garry st. Talsími 5997 J A M E 5 B 1 R C 11 442 Notre Dame Ave. Talsími 2 6 3 S BLÖM - allskonar. Söng fuglar o. 11.
BRAS- og RUBBER STIMPLAR BANK ARAR.OUPUSK 1PA AGENTR
ALLOWAY CHAMPION North End Branch: 667 Main st^oet Vér seljum. Avlsanir borganlegar á Islandí
MANITOBA STENCIL & STAMP WORKS 421 Main St. Talsími 1880. P. O. Box 244. Búum-til allskon.ar Stimpla úr máimi og togleðri
LÆKNA OG SPÍTALAAHÖLD
CHANDLER & FISHER, LIMITED Lækna og Dýralækna áliöld, og hospltala áhöld 185 Lombard St., Winnipeg, Man.
ég vildi. Ýmisleg't fleira skoðaði ég, sem ég nenni ekki að telja upp, [ hf.imleiðin. Frá Niagara fór ég aftur til j Toronto, og var' þar í 2 daga. ; Jjaðan fór ég sömu leið og ég kom | til Chicago, og dvaldi þar í 3Já ! dag á heimleiðinni. Sumt af því, er ég skoðaði i Toronto og Chi- 1 cago, og ég hefi lýst, skoðaði ég þá. Frá Chicago til Winnipeg fór j ég einnig sömu leið og ég kom, í gegn um St. Paul og Minneapolis. þar staUsaði ég í hálfan annan [ dag. Sú borg er álíka stór og Toronto, hefir 300 þús. íbúa, og er | að mörgu leyti falleg, þó ekki eins j falleg og St. Paul. Jæja, lesari góður ! þá hefi ég sagt þér frá ýmsu því helzta, er fyrir augu og ej'ru bar á ferðalag- inu. jþú fyriegefur hvað ég er lengi búinn að rabha við þig. Ég þakka þér fyrir samfylgdina á þessu hug- arflugi. — Og vertu nú sæll ! Á. J. JOIINSON. — Hundrað og íimtíu lyfsalar í Montreal hafa verið lögsóttir fyrir óleyfilega “Cocaine” sölu, og eru 700 kærur á móti þeim.
R. A. j! THOMSON | AND C0. | Cor. Sargent & Maryland St, 1 | Selja allskonar MaTVÖRU [ [ af beztu tegund með iægsta ! 5 verði. Sérstakt vöruúrval nú :> ? þessa viku. Vér óskum að j í Islendingar vildu koma og ! < skoða vörurnar. Hvergi betri ! 1 né ódýrari. — ; Munið staðinn:— HORM SARGENT AVE. ! OG MARYLAND ST. { | PHONE 3112. f
1'. UClllCcl Verzlar með matvörn, aldiui, smá-kökur, allskonar sætindi, mjólk og rjóma, sömul. tóbak og vindla. Óskar viðskifta íslend. Heitt kafli eða te á öllum tlmum. Fóu 7756 Tvœr búfir: 587 Notre Ð imeoij 714 Maryland St.
DR.H.R.ROSS C.P.R. meðala- ogskurðlæknir. Sjúkdómum kv-enna og barna. veitt sérstök umönnun- WYNYARD, SASK.
S. R. HUNTER&CO Skraddarar, 189 Lombard Street Búa til ný-móðins karl- mannafatnaði eftir máli.— Efni og vinnubrðgð afbeztu tegund, og alt ábyrgst að vera jafngildi þess bezta sem fáanlegt er f borginni. Verðið er við allra hæfi. —
JOHN DUFF ’PLUMBEK, OAS AND STEAM FITTER Alt verk vel vandaB, og verfiiS rétt 664 Notre Dame Ave. Phone 3815 Winnipeg
S. R. Hunter & Co. 189 Lombard St. Telephone 1395. KOLoOG V1 D U (ý
!!'lll)lllilli(|]l líillllv NÖTRE DAMEAve. RKAXCH Cor. Nena St. VÉR GEFUM SÉRSTAK AN GAUM AÐ SPARI- SJÓÐS-DEILDINNI. — vextir:borqaðir af INNLÖOUM. HÖFUBSTOLL ... $3,983,392.38 SPARISJÓÐUR - - $5,300,000.00 A. E. PIERCY, MANAQER.
—- =
Þur, beinharður eldiviður, — Poplar, Pine, og Tamarac með. mjög sanngjörnu verði. — Nú sem stendur verið að afferma mörg vagnhlöss af BEZTA DAUPHIN TAMARAC. — McElroy Bros. Cor, Sherbrooke Æ EUiee PHONE-. 6612