Heimskringla - 27.05.1909, Blaðsíða 4

Heimskringla - 27.05.1909, Blaðsíða 4
bls 4 WINNIPEG, 27. MAl 1909. HEIMSKRINGEA’ t Rannveig Ólöf Stefánsdóttir. Fœtid í apríl 1888 Ddin 16. maí 1909 Nú ertu hnigin í sælan sv«fn, lundblíða, ljúfa drós, líkast sem fölni rós. hlaejandi gekstu heli mót, tvíllaiist ei tapast vann traust þitt á frelsarann. UfiS er eins ojr aldan livik, íljújrandi feigSarspil, sem fis í hvirfilbyl. Ókunna komstu óraleiS foreldrahúsum frá fjarlægan heim a5 sjá. Systkini, vini og venzlafólk kvaddir þú heima hraust, hugglöS og óttalaust. Fylgdi þér einn úr föðurgarS ungur og óhlífinn elskandi bróðir þinn. Framtíðar brosti fögur sól, ugðuð því ekkert grand, er þið hér tókuð land. Alt sýndist vera blitt og bjart, fólkið var frjálst að sjá, féllu’ ekki tár af brá. Full voru liðin 4 ár algleymsis lit í straum, — en hvað það líktist draum. Winnipegr, 17. maí 1909. Fljótlega syrta fór þá að. Líta’ yfir lífsins bók lýðanna kongur tók. Ilér á ég enn þá, herrannkvað, mannheima akri á engilhreint blóm að sjá. Veraldar læt ei aðköst ill næða’ utn það napri pín, nú tek það heim til mín. Svo mælti himnasjóii hár, sný ei þeim stiöggva dóm. Snart hann svo meyjablóm. Fölnaði lífsins farfinn hreinn vetfangi einu í, á augun féll dauðans ský. Sálin með englum svifin burt gistir nú guðs í höll, gleymd er því mæða öll. Saklausa, kæra vrífa vTal !' Blessað þitt bros mér skín. Blesstið sé minning þín. Veri svo þetta litla ljóð, Rannveig, við raunir kvitt, rós ein á leiðið þitt. Vinkona hinnar Uítnu. Bendingar frá Kyrrahafsströnd Bráðum verður kirkjuþing, að vestur-íslenzkri siðvenju. það eru sjálfsagt deildar meiningar um, hver endalok þetta næstkomandi muni hafa eftir líkum að dœma, er skeð hafa að undanförnu, og því er líklegt, að margan langi til að fá að sjá ágrip áf þingræðum og álvktunum útkoma í blöðun- um. Fig vona til að Ileimskringla skýri frá því rétt og án hlutdrægni eins og þaö fellur og framkemur. Menn af lslandi vita, að þar sem hræ var, þá söfnuðust þar utan að ernir og ránfuglar og kæröu sig lítt um jöfnuð. ]»ar tók ltvrer það sem náði, og aflið réði úrslit- unum, en ekki ré'ttvísi né náung- ans kærleiki. lirnir eru stærstu ránfuglar á Islandi. þeir hafa og að sjálfsögðu verið líka stórir og rángefnir á Gyðingalandi til forna, þvTí annars hefði ekki mesitarinn tekið þá fram til samlíkingar, ef honum hefði ekki fundist þeir vera nokk- urs konar afbrigði fuglanna, á sinn máta líkt og prestar og stjórnmálamenn eru afbrigði í mannfélögunum og íremri aö völd- um og mentun. En livað kemur þetta kirkjuþinginu við, sem ég byrjaði að tala um ? Já, þaö er nit ef til vill nokkurs konar axarskaft í sambandi við kirkjuþingið. En alt þetta, bæði kirkjuþing og ernir og hræ hafa snortið hug minn í einni bendu, þeg-.ir ég hefi veriö að lesa um samfélagsskap starfs og félags bræðranna, er ritað hafa í Sameininguna og Breiðablik á þessu nú útlíðandi ári,síðan kirkju- þing var síðast haldið. Rithöfund- ar Sam. hafa verið að smáfjölga og fylkja liði sínu utan um þetta uppgjafa hræ, sem þeir nefna •‘gömlu guðfræði”, eins og ernir og ránfuglar utan að dauðu hræi. Ritstjóri Breiðablika vill auðvitað hafa saina rétt og hinir til ]æss, sem honum finst heilnæmt og gott, en hinir vilja ekki lofa honum að velja úr. þeir álíta “alla sktpnuna góða, sé hún með þakklæti með- tekin”. þarna af rís því óánœgja og ágreiningur á meðal sömu strafsbræðra og fleiri, sem hópa sig í kring um hræ sitt, og vilja ekki lofa séra Friðriki, að vera í samneyti með sér, nema hann get- ist óvandfæddur eins og þeir. En þíið getur hann ekki látið eftir þeim, af þvTí hann þekkir svo vel, að sér er sumthvað óholt það er þeir bera honum. Ilrœ þetta er “gamla guðfræðin”, andleg og náttúrleg sameiginlega, sama og við segjum “bókstafur og andi”. Iákamsgervið, sem andinn hefir búið í, sama og við nefnum “bók- staf”, eru eldgamlar mannasetn- ingar, er þeir segja séra Fr. að nefna og trúa að séu guðinnblásn- ar, jafnt og andinn. því þorir hann ekki að játa, finst það ekki vera við sitt hæfi né hugmynd. þessi hringur utan um gamla hræið á- setur sér, að verja aðskilnað sálar og anda frá líkamlegiim umbúð- um, og á sama máta verja örum aðgang, er á vill tilbiðja jafnt lik- amsgervið (bókstafinn) sem and- ann (sjálft lífið). þessi gamli gerv- isbelgur er nú allareiðu frá sumra sjón tómur orðinn, og að út af honum hefir gengið sálin og and- inn (ódauðlega lífið), sem nú er að endurklæðast dýrðlegri búning, er þessir sömu menn nefna “nýja giiðfræði”, hver að er sama og “guöinnblásinn kjarni ritningar- innar”. það er hann, sem séra F. J. (B. — og allir trúhneigðir, frjáls- hugsandi menn — ekki vilja missa. Fái hann að neyta með þeim lífs og ljóss, er stöðugt innflóir frá drotni, “líís og ljóss uppsprett- unni”, þá er hans tilgangi svarað. Annað samneyti af dauðum efnum lætur hann sig engu skifta. Kn þessir gömlu Ernir með sín um- rennandi tungl, einblína á þennan útslitna átrúnað löngu liðins tíma er þá tilsvaraði betur enn nú þörf fáfróðra efnishyggjumanna. Nú er upprunnin önnur öld, öld friðar og réttvísis, öld elsku og umburðar- lyndis, öld sálar og anda, — hin gullna öld. það heíir í Ilkr. veriö bent til alþýðunnar, að taka til máls, og láta í ljósi álit sitt um þettá fyrsta ágreiningsmálefni prestanna — um hvort séra F.J.B. væri frjáls að renna laus innan kirkjufé- lagsins, og sumthvað því viðvíkj- andi að meiningu. Reyndar er þetta í rétta átt bent, væri alþýð- an frjáls og þess megandi, að láta til sín heyra. En þetta er hægar sagt en gert, því hún á ekki neinn frjálsan skeiðvöll. Hxin á ekkert rúm í blöðunum, og því síður neitt sérstakt málgagn, og alt hennar frelsi er á náð og miskunn hennar yíirdrotna, presta og stjórna, sem hún eltir, og blaða- e-igenda og ritstjóra. En það eru söfnuðirnir, sem kjósa kirkjuþings- fulltrúana, sem opinberað geta á- lit sitt gegn um sína fulltrúa. þeir ættu að hafa samkomur og samræður um, hvað þeirra fulltrú- ar eigi að gera á kirkjuþing. Og enginn fulltrúi ætti þar að koma, án þess að vita hvað hann á þang- að að gera. þar í felst of mikið einræði fulltrúans, að fara að heiman, sem blindur fyrir málefn- um safnaðsir síns og spinna svo á- lvktanir allar á þingi samkvæmar sinni tilfinning þar, og annars hluta þingheims. jwvr í felst algert þingræði, en ekki safnaða eða þjóð- arræði, og slíkt þingræði er œfin- lega eitthvað óhagkvæmt til rétt- vísra álvktana til heilla og vel- feröarmála almennra. Fulltrúarnir á þingi eru þjónar þeirra, sem þá hafa þangað kosið, samkvæmt vel- ferð safnaða sinna, án einstakra hagsmuna þar af. Sérstaklega skora ég því á alla þingsfulltrúa á næsta kirkjuþingi, að vita sinna safnaða vilja í málefni séra Frið- riks og kirkjufélagsins. Almenning- ur þarf þar að ráða og á honum hvíla afleiðingar, hverjar sem verða, heiður eða vanvirða. það er ekki nema sanngjarnt, þó alþýðíin vilji trúa prestum sintim til að sjá það bezta og vera and- legum starfskröftum kunnugri en hinir undirokuðu, sem leiðast í villunnar myrkri af þeim — í meiri hluta — sem hálfblindum og al- blindum fyrir sönnu andlegu ljósi. Alþýðan stendur þeim ekki framar í mentalegu tilliti, en hún á til í eigin brjósti kærleikans tilfinning- ar, sem guð hefir gefið henni fyrir leiðarljós, þegar leiðtoganna í- myndunarljós fttllnægja ekki þörf- inni, og þetta kærleikans ljós er það ljós, sem öllum þarf að lýsa, og öllum lýsir, er það aðhyllast. Áður fvrr hrópaði lýðurinn með vfirtakandi hrópi höfuöpresta sinna “I/ak burt þennan og gef oss Bar- rabas”. Enn þá er reynt, að við- halda sama hrópinu. Kristur er enn þá krossfestur^ sama og við segjum : réttvísin er enn þá bund- in og óírjáls, en óréttvísin (Barra- bas) og ofurvaldið rennur laus að miklum meiri hluta. þessa tíma hróp lýðsins, með fáa presta í miklum minni hluta í fylkingar- broddi, hrópar nú : Takið burtu Barrabas, en gef oss Krist, lifandi ókrossfestan ! Og þetta hróp dvín- ar ekki fyr en sú bæn er veitt. Hvað það kostar, er ekki ttm spurt, það skyldi vera vor allra hróp, og meira enn það, — hjart- anleg sanníæring líka í framkvæmd færð. “Nú er höfðingja þessa heims útvarpað”, segir friðarboðinn. — þessa heims ])jónar slétta yfir sín níðingsverk með þessari setning og fleirum úr orðintt, sem hafa ytri og innri þýðingar, andlega og heimsfega þýðing. Eg skil vel þýð- ing þeirra á þess kyns setningum, samkvæma þeirra anda, sem alt lífs og líkamlegt framfæri vilja af öðrum þiggja, sem sjálfskyldugt án mikillar eigin fyrirhaínar, og gerast dramblátir af. En hin öll- um sjáanlega, augljósa andlega þýðing er, að “dýrið” — er þá var sært af sverði réttvísinnar, Kristi, og táknar þessa heims höfðingja — var í lausn Barrabasar (tákn- mynd óréttvísinnar) veitt algert frjálsræði. En Kristur, tákn rétt- vísinnar, krossfestur. þessa heims þjónar segja því ekki vísvitandi ó- satt, þegar þeir segjast trúa á krossfestan Krist. En fyrir að ein- blína á heimslegan búning orðsins, þá sjá þeir ekki þá réttu þýðingu, og hún líka þeim sem heimslegum ógeðfeld, á sama máta og þeirra þýðing er hinum meira andlegu ó- geðfeld. Um þetta gamla heims- þýðingar-hræ, fvlkja sér nú vorir leiðtogar. þeir andmæla nýrri hugsun, nýrri guðfræði, nýrri fram sókn andlegleikans, er á ensku nefnist Spiritualism. Eg veit, að þeir hafa gild rök til að andmæla sumu, og öllu óheiðvirðu í þess- konar leitun og tilraunum. En alt hið æðsta og bezta er ómetanlegt, oe þar er Kristur vort fyrirmynd- arljós. Vér öll þurfum að glæða í oss andlega sjón og heyrn, því án hennar getum vér ekki orðið and- lega praktiskir, og þar af leiðandi getum ekki orðið andlega sjálf- stæðir ; en ef vér náum andlegu sjálfstæði, þá viljum uér ekki selja það fyrir neina veraldar auðlegð né metorð. En nú sem stendur er erfitt að ná þvf, — ekki fyrir þröngan veg þar að, héldur fyrir það, að það eru ljón í öllum myndum á veginum, sem freista og tefja fvrir, svo allrar varúðar Jxirf að gæta. Vér verðum áreiðanlega að líða kross og hörmungar á leið inn til guðsríkis í einni eða annari ófyrirsjáanlegri mynd. þegar kennimennirnir gerast stöðu vaxnir, þá er hún þeirra yndi og unaður. þá kæra þeir sig ekbi, að brjótast um í heimsleg- um áhyggjum og auðssamhrúgun hinna tilfinningarlausu blóðsuga. þeir hafa annað betra og ánægju- samara að skemta sér við, sem er að skoða og ráða þá (Vendanlegu lífsins gátu og guðs dýrð. Holds- hyggjumaðurinn kann ekki að skynja hver unun það er, að kom- ast til svo nefndrar vfirvitundar, að geta séð og skoðað alheimsins dásemdarverk o" ómælanleik, er sérstakir menn andlegleikans hafa náð, og þar af leiðandi tileiningar við guð. — “þar sem hræið er, þangað munu ernirnir safnast”, er skýr táknmynd framdregin fyrir nútíðar kennimenn, og alla, að gefa gaum að, þar sem mikill meiri hluti, er álítur sig á leið til guðsríkis, hefst ekki að í andleg- um efnum, og einblínir á heiminn og hans lystingar. þá, þegar þess- ir menn, sem ledða lýðinn, þegja og hafast ekkert gott að né gagn- legt, í réttum andlegum skilningi, — þá, þegar þessir þegja, þá taka steiinarnir til að hrópa. þá taka hinir fáfróðu að yfirvega og prófa, og þeim er þá af guðdóminum sýnt hið innra ljós orðsins, guð- innblásið, og það ljós gefur þeim birtu að sjá, hvert tilbeiðslugoöið er, sem þeirra leiðendur tilbiðja,— að það er “bókstafurinn”, sem “andinn” lifir í, en sem þeir ekki sjá, af því þeir hafa of mjög helg- að sig því heimslega, og nú af því gegnsýröir. Bókstafurinn er því hræið, sem “ernirnir” safnast að, og einblína á og tilbiðja, svo guðs ríki — sama og réttlætis og friðar ríkið, sem Jesús Kristur grund- Vallaði, uppbyggist af, og táknar hans síðari tilkomu hér á jörðu — kemur að þessum mönnum óvör- um, þegar alt er orðið undirbúið, og byggingin vel á veg komin. — Hinn guðlegi kraftur er sístarfandi þar sem hann er meðtekinn og við urkendur án manngreinarálits eða metorða. Viðvíkjandi séra Friðriki álít ég bezt við eiga,. að gefa hans dóm- endum sama heilræði og kona Pilatusar sendi manni sínum. þeir þekkja hvað það var, en eru má- ske eins og Pilatus of. mjög ofur- seldir stjórnarvaldi og gamla Bar- rabasi, að þeir geti ekki án blygð- unar fyrir heiminum séð sér fært, að þyggja heilræðið. En þá vona ég að alþýðan hugleiði það og hrópn ekki upp með þeim kross- festingar herópið sinna höfuð- presta. Séra Friðrik stefnir nú að réttri átt, og lærir sig áfram, óhindrað- ur, úr þessu. Svo gera og allir, sem skilja Krist rétt og byggja á honum. Látum oss öll í gleði og ein- drægni andans ílytjast áfram inn í hreinan allsherjar íramvöxt, þar til vér sameinumst guði og hrepp- um uppljómað ástand. B. G. Backman. Þakklæti. Hér með vottast, að ég hefi með- tekið frá herra Kristjáni Ólafssyni að fullu þá lífsábyrgðar upphæð, sem sonur minn (nú látinn) var í hjá New York Life lífsábyrgðarfé- laginu. Hann var í eitt þúsund dollara lífsábyrgð undir skírteini nr. 3402357. Hann hafði verið í fé- laginu að eins fá ár, og ekkert borgað í iðgjöld •síðan í marzmán- uði 1906, en hafði þó fengið $50.00 lán írá félaginu út á lífsábyrgö sína og ekki borgað það lán. Kn að honum látnum borgaði félagið mér $950.00, sem ásamt láninu til sonar míns sál. fullgerir þúsundið. Fyrir ]>ennan velgerning félagsins, sem ég þakka milligöngu umboðs- manns þess, herra Kristjáns ölafs- sonar, þakka ég hér með. Af minni réynslu get ég borið það, að Islendingar, sem halda á- byrgðum í þessu félagi, mega vænta þess, að vel og vingjarnlega verði við þá breytt af íélagsins hendi. Ilecla P.O., 22. april 1900. Hildur K. Johnson. — Fjórir drengir brunnu til bana í húsi einu í Toronto borg þatm 20. þ.m. Móðirin ineð 5 börnum var uppi á lofti, en bónd- inn fjarverandi. Lampi á borðinu niðri sprakk, og kviknaði svo fljótt við það í húsinu, að konan komst ekki ofan. Hún greip yngsta barn- ið og henti sér með það xit um gluggann, og frelsaði þannig sig og ungbarnið, en fjórir drengir, frá 2 til 7 ára, fórust. Deparlment of Agriculture and Immigralion. MANIT0BA þetta fylki hefir 41,169,089 ekrur lands, 6,019,200 ekrur eru vötn, setn veita landinu raka til akuryrkjuþarfa. þess vegna höíum vér jalnan nœgan raka til uppskeru tryigginga'r. Ennþá eru 25 milíónir ekrur óteknar, sem fá má með heim- ilisré'tti eða kaupum. lbúata;a árið 1901 var 255,211, nu er nún orðin 400,000 manns, hefir nálega tvöfaldast á 7 árum. Ibúatala Winnipeg borgar árið 1901 var 42,240, en nú um 115 þúsundir, hefir meir en tvöfaldast á 7 árum. Flutningstæki eru nú sem næst fullkomin, 3516 mólur járn- brauta eru í fylkiinu, sem allar liggja út frá Winniipeg. þrjár þverlandsbrauta lestdr fara daglega frá Winmipeg, og innan íárra mánaða verða þær 5 taisins, þegar Grand Trunk Pacific og Canadian Northern bætast við. Framför fylkisins er sjáanleg hvar sem litið er. þér eettuð að taka þar bólfestu. Ekkert annað land getur sýnt sama vöxt á sama timabili. TIIj FRRDAHANIVA : Farið ekki framhjá Winnipeg, án þess að gnenslast um stjórn ar og járnbrautarlönd til sölu, og útvega yður fullkomnar upp- lýsingar um heimilisréttarlönd og fjárgróða möguleika. Stjórnarformaður og Akuryrkjumála-ll&ðgjali. SkrifiO effcir upplýsiugum fcil JoRf-ph Bnrke. Jnw. Hartney 178 LOGAN AVE., WINNIPEG. 77 YORK ST., TORONTO. LÁRA' 23 “Hxin er á geðveikrahæli”, sagði liann styttíngs- lega. En að öðru leyti eru margir hér í grendinni, sem geta frætt ])ig mcira um hegðun Sir Arthurs en ég”. þetta var bending til njósnarans, að hætta að spyrja, enda mintist hann ekki framar á Sir Red- leigh eöa konu lians, en um leáð og hann stóð upp, sagði halin ; “Lávarður, með þeim efntim, sem ég hefi nú fyrir hendi, skal ég reyna að rannsaka þetta atvdk til hlýtar. En ég verð jafníramt að minnast á ]>að, að þú hefir að vissu leyti bundið hendur mínar, með því að dylja mig þeirrar ástæðtl, sem hvetur þig til að láta rannsaka þetta. Eg væri flón, og alveg ó- hæíur til að framkvæma þetta starf, sem þú hefir fal- ið mér á hendur, ef ég sæi ekki, að þú hefir ástæður, og þær sterkar, til að hefja þessa rannsókn, og ef ég þekti Jæssar ástæður, tnvndu þær hjálpa tnér eitt- hvað, og ef mér hepnast ekki rannsóknin, þá er það að nokkru leyti þér að kenna”. Jarlinn hlustaði á þetta meö óþolinmæði. “Eg get ekki orðið við bón þinni, herra. Til- efni þess, aö ég réði þig til þessa starfa, verður að vera leynt, en ég get fullvissað ]>ig um þaö, að þó þú þektir þessa hvöt, myndir þú engu nær. En ég skal segja þér cdtt, sem þú verður að halda leyndu, og það er, að ég hata Sir Arthur, af þeim ástæðum, sem hann þekkir, og ekkert eiga skylt við þetta málefni. Eg áliti það góðverk, ef mér lánaðist að sviftal hann frelsinn ineð laganna aðstoð. Nu veiztu alt, sem ég get sagt”. þegar lávarðurinn talaði síðustu orðin, var mál rómur hans harður og nötrandi af geðshræringu. Njósnarinn sá, að hann mátti ekki lengra fara í 24 SÖGUSAFN IIKIMSKRINGLU spurningum sínum, kvaddi því og fór. þegar jarl- inn var orðinn einn, hné hann niður á stólinn og byrgði andlit sitt með höndunum. 5. NAPÍTULI. Ú r dagbók A. Copingstones. Loksins hefi ég þá feligið málefni að glima við, sem ég er í vandræöum með. Síðan ég varð njósn- ari, hefi ég engu kynst, sem líkist þessu. Af því að ég held að það verði áhugavert, ætla ég að skrifa í dagbók mina allar framkvæmdir mínar og framfarir því viðvíkjandi, og það því fremur, sem ég verð að gefa lávarði Fatheringham glögga skýrslu yfir störf mín, i staðinn fyrir kaup mitt, sem á að verða riku- legt. þegar Hanghton-sökin varð kunn í London, kom mér ekki til hugar, að ég yrði við hana riðinn. Okkur fanst þessi tilviljun svo einföld, að um hana þvrfti ekki að hugsa, og því varð ég svo hissa, þeg- ar ég fékk skipun um, að fara strax til Fathering- ham í dularbúningi. Eg þekt-i jarlinn af umtali, og var því ekki lengi að átta mig á því, hvern dular- búning ég átti að nota, en ég verð að viðurkenna það, að mig furðaði stórum það sem hann sagði mér. því meir, sem ég hugsa um, hvaða ástæður Sir Arthur hafi haft til að deyða skyttuna sína, sem unnið hafði hjá honum i mörg ár og var vinur hans, þvi óljósari verða mér þær. En það er þé) enn meiri gáta, hvað Fatheringham lávarði gengur til að skifta sér af þessu. Hvaða samband getur verið milli hans og Sir Arthur, sem hvetur hann til að LÁRA 25 vilja eyða þúsundum punda, til að sanna að hann sé morðingi ? þetta langar mig til að þekkja, en get ekki að svo komnu. Eg hefi ihugað þetta málefni ítarlega, síðan ég talaði við jarlinn, og komiist að þeirri niðurstöðu, að ég hafi þrjár staðreyndir að halda mér að. 1 fyrsta lagi, að Sir Arthur hafi viðurkent að hann hafi skotið manninn. 1 öðru lagi, að hann var í fé- lagi með hr. Grosse, þegar þetta skeði, náfrænda jarlsins, en ekki kunningja. í þriðja lagi, að herra Grosse var honum samdóma um, að skotfærið hefði verið 39 álnir, en ekki 6, þegar hann var skotinn. En svo er eitt atriði enn, sem getur haft mikla þýðingu og líka enga, það, að húsfrú Burlstone var hjúkrunarkona jarlssonarins í banalegu hans. Ég efast um, að nokkur njósnari hafi nokkru sinpi byrj- að á jaín erfiðu hlutverki jafn áhaldalaus. < En, nú er að skýra frá störfum mínum : þegar ég yfirgaf Fatheringham lávarð, fór ég beina leið til Haughton, tdl að fá tnér upplýsingar um þann mann, sem grunaður var um morð. Að ég lézt vera prest- ur, fanst mér eiga vel viðt og ætlaði að láta það líta svo út, sem ég vildi stofna til evangelisks fundar í umboði Fatheringhams lávarðar. Ég komst að því, að presturinn var evangeliskrar skoðunar og fór því á fund hans. Mr. Brown — það var nafn hans — var gamall maður, grannur og hrörlegur, en viðfeld- inn og þægilegur. þegar ég var búinn að segja hon- um frá fyrirætlun minni með fundinn, bœtti ég við : “Eg vonast eftir, að njóta aöstoðar þinnar sem sóknarprests”. “Já, áreiðanlega, — þó það væri ekki nema til að veita Fatheringham lávarði virðingu mína, mundi ég koma”. “þ'á gerirðu máske svo vel og segja mér nöfn 26 SÖGUSAFN IIEIMSKRINGLU sjálfseignarbændanna hér í kring, sem hugsandi er að fáist til að koma”. “Velkomið. Fyrst er nú hr. Grosse, frændi jarls- ins. Eg efast ekki um, að hann komi”. “Hr. Grosse”, sagði ég og lézt ekkert vita. “Ó, það er maðurinn, sem var til staðar, þegar skyttan var deydd”. Presturinn hneigði sig.en sagði ekkert. “það er harla undarl-egur viðburður það”, sagði ég, ákveðinn í því, að fá hann til að tala. ‘i'Hvers- konar maður er -þessi hr. Grosse? Er hann styrktar maður kirkjunnar og safnaðarins ?” “Já, hann er einn af leiðandi mönnunum hér í sókninni. Hinir aðalsmennirnir hér í kring eru ílestir trúlátlir”. “É'g skil. það er líklega ekki til neins, að fara til Sir Arthurs, þess manns, sem deyddi skyttuna ?'" “N-ei, ,það held ég ekki — nei, hreint ekki”. “Mér er sagt, að hann drekki, mikið — er það ekki ?” “Sir Arthur er tengdasonur minn”, sagði prest- urinn sorgbitinn injög. Auðvitað kom ég með sæg af afsökunum, en fann jafníramt, að gagnslaust mtindi vera að leita fleiri upplýsinga þarna, svo kvaddi ég og fór. Oft- ast nær getur maður fengið læztar upplýsingar hjá sóknarprestinuin um aðalsmenn og auðmenn i hans héraði, — en bregðist hann, er hyggilegast að fara til gestgjafans. Eg fór beina ledð til Pólstjörnunnar, en af því að ég var prestur þessa stundina, tjáði ekki að ég færi þangað til að drekka. Eg bað tim að finna gestgjafann, og lézt ætla að leigja leiksalinn til fundarhalds. það var strax velkomið, og sam- ræður okkar urðu brátt óþvingaðar, hann var mál- gefinn og hreinskilinn, og íékk ég því margt að vita hjá honum.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.