Heimskringla - 08.07.1909, Blaðsíða 5

Heimskringla - 08.07.1909, Blaðsíða 5
HEIMSKRINGEA’ WINNIPEG, 8. JÚLt 1009. Bls. 5 Ertu að hugsa um að kaupa reiðhjól? Ef svo er J>á komstu eftir hver býr til beztu hjólin. Margar hjólateg. eru til sölu,en sem ekki hafaverksmiðju nafn á sér. Slík hjól ernekki ábyggileg, efnið er óvandað, svo að verksmiðjurnar blygðast sín fyrir að láta vita, hvc r hati búið pau til. Canada Cycle & Motor Co., Ltd-, heíir trygt sér álit með eftirtöldum reiðhjólum:— CLEVELAND RAHBLER BRANTFORD PERFECT MASSEY IMPERIAL Canada Cycle & Motor Co., Ltd., Winnipeg. 147 PKINCESS STREET. Heimsins Beztu Reiöhjóla-smiðir. Ennþá ný undur. Kvikmyndir af kirkju- þinginu. (Frá fréttaritara Hkr.). flNGIÐ SETT. Jjingdð var sett með vanalegri athöfn. Fyrst var kyrjaöur þing- setningarsálmur, þá prédikað af forseta kirkjufélagsins séra B. B. Jónsson ; siðan gengu þingmenn innar og fólk þeirra og að því búnu var þingið sett af forseta. vSVIPUR þlNGSINS. Mönnum var mest forvitni á að vita, hver mundu örlög nýju guð- fræðinnar á þessu þingi, og voru margar spár um það, ýmis að hún yröi gerð ræk úr félaginu eða lát- in í friði. Af þinginu var ekki gott að henda mið um það. þingið var ærið þykkjuþungt á svipinn, þegar það kom saman. þingmenn kaldr- analegir og fálátir innbyrðis, hnykluðust til sæta eftir skoðun- um nokkuð svo, og sátu óvenju- lega þöglir í málhvíldum á þing- íundunum. það var greiniléga illt í þeim, en af því var ekki mark hafandi. Við ööru vTart að búast. þeir voru nýkomnir úr snarpri kosninga baráttu, sem háð hafði verið opinberlega víðsvegar um safnaöarlögin milli gömlu og nýju guðfræðinnar með hinu mesta of- stæki og frekju, og glímuskjálftinn var enn á þeim. Eeikar höfðu líka farið svro, að allar horfur voru á, að þetta yrði ekki síðasta orra- hriðin innan félagsins, og má nærri geta, hve sú tilhugsun sé skemtileg safnaðafulltrúunum, sem flestir eru leikmenn ólærðir, og til ,að geta, þvkir allur stefnumun- urinn vera sama sem að deila um geitarhár eða keisarans skegg. erindi sitt og fyrir fullri kirkju. Hann bað rnenn gjalda varhuga við nýju guðfræðinni. Hún þættist halda sér við Kristsmyndina, eins og hún kæmi fram í ritningunni, en breytileg væri myndin, sem hún þættást finna þar. Sumar greinir nýju guðfræöinnar næmu úr myud- inni eingetnaðinn, aðrar upprisuna o. s. frv.; svo þegar öllu væri á botninn hvolft, yröi tnyndin ekki nema tóm skáldskapar hugsjón, tlóðlaus og merglaus. þá færði liann rök fyrir innblæstri ritning- arinnar af orðum lausnarans sjálfs og ritningunni, og lauk máli sínu með því að sýna fram á, að nýja testamentinu væri hætt, ef rýrt væri gamla testamentið, hvort stæði með öðru. Eftir nokkrar marklitlar umræð- ur, bað séra Friðrik J. Bergmann sér hljóðs, postuli nýju steínunnar. Ilann bað menn hafa hugfast, að hann væri ekki að þrengja eða skipa mönnum til neinnar skoðun- ar. Öllum frjálst, að hafa hvaða Jskoðun sem líkaði fyrir sér ; vildi að eins sama rétt sér og öðrum til handa, er hagnýta vildi sér nið- urstÖðu biblíulegra vísinda við í- hugun ritningarinnar. Hann yæri málshefjanda að mörgu samþykk- ur, svo sem um innblástur ritni.ng- arinnar, að því er til trúarefna tæki. En margt væri annars eðlis, eins og málshefjandi hefði og tekið fram, og sumt af því hneykslaði trú manna og vræri til ásteytingar. Ilann vildi hafa leyfi til að segja fólki, að því þvrfti það ekki að trúa. T.a.m. tryði hanti ekki, aö NÝJA GUÐFR.EÐIN. Gamla guðfræðin hélt velli í þeirri sennu — engum hafði raun- ar komið annað til hugar, — en sigur hennar var nauða-áþekkur sigri Pymhusar Epirusskonungs á Rómverjum, eindreginn vottur þess, að hún mundi ekki æfinlega eiga sigri að hrósa. Nýja guðfræð- in hlaut Jý hluta safnaðarkjörinna sæta á þinginu i þessari fyrstu at- rennu, og má segja að hún hafi fiskað langt fram yfir allar vronir, þegar þess er gætt, að orðsins þjónar eru svo gott sem allir á einu bandi áj móti henni. Kosning- arúrslitin eru órækur vottur þess, að jarðvegurinn sé góður fyrir hana hér vestan hafs, sami jarð- vegurinn og heima á Fróni, þar sem hún ræður nú lögum og lof- um. FYRIRLESTRAR. Af fyrirlestrunum þótti helzt mega marka, að ekki mundi meiri hlutinn ætla sér, að skera nýju guðfræðina niður innan félagsins. þeir voru fluttir af stillingu og of- urkappslaust. Menn hlustuðu á gamla forset- ann, séra Jón Bjarnason, flytja “apologiam pro vita sua” (vörn fyrir æfiferil sinn) með liinni mestu athygli og eftirvænting. þeir. setn höfðu búist þar við að heyra svarralega ádeilu á nýju guðfræð- ing, varð ekki að trú sinm. Fyrir- lesturinn var ádeilulaus nð mestu, hlutvönd frásögn af mönnitm og málefnum, sem snortið höfðu ræðu manninn um dagana, (g afskifti hans af þeim, harla íróðlegur i kirkjusögulegu tilliti, og líkaði vel. Sömu hófsemi gætti málsliefj- andinn um gildi ritningarinnar, séra Kristinn ölafsson, sem flutti jBileams asna hefðj talað, þó i ritn- ingunni stæði ; ekkert sáluhjálpar- ^atriði heldur að trúa þvi. Eins væri lögmál þrœlahaldsins ekki inn- blásið af guði í ritninguna, heldur af tíðaranda eða hugsunarhætti manna á þeim tímum, sem ritin væru frá, og sama væri að segja um spámennina. það væri ofætlun nútíðarmanni, að trúa iö 1 1 u í þeim, eins og t.d. því, að drottinn hefði. boðið spámanninum, að baka brauð við mannasaur, og þá' við mykju, er hann hefði færst undan hinu fyrra. Slíka ásteytingarsteina vildi hann hafa leyfi til að taka úr götu manna, til að hjálpa þeim til að komast til sannrar trúar. William Paulsson lýsti andvara- lausum æskuárum sínum og síð- an afturhvarfinu til kristilegrar trúar. Hafði þá “orðið bilt” við, er hann tók eftir því, að nýja testamentiö stæði og félli myð gamla testamentinu, því hann hafði heyrt að það væri svo skrambi ótrúlegar sögur í hinu síðarnefnda, — ræðumaðurinn v irt- ist ekki vita, að það eru í báðum sáttmálunum. En séra Friðrik J. Bergmann hefði komið öllu í gott lag fyrir sér með fyrirlestri, sem kendi honum, hvrernig taka a.tti þar saman, og síðan hefði liaim sannfærst æ betur og betur um það, að sama hlyti að ganga yfir bæði testamentin. Séra Fjeldsted þótti kenna kulda í umræðunum ; sagðist eitt sinn hafa orðið orðlaus. Hann hefði v'erið spurður að, af hverju hann vissi, að guð væri góður. Langaði helzt til að segja eitthvað fallegt við útfarir. Séra Jóhann Bjarnason lét illa yfir guðshugmynd sumra manna. þeir ímynduðu sér guð eins og jarðneskan ofboð stóran mann á lafafrákka og með pípuhatt og staf í hendi. þeim skildist ekki, að fyrir honum væri allir hlutir jafn- göfugir, — maöurinn, mykjan og saurinn, skildist mér hann eiga við. Enn var margt fleira skrafað, og svo lauk umræðunum, að gildi ritningarinnar var jafnóákveðið eftir; sem áður. (Framhald). þessar 2 milíónir manna, sem lesa blaðið “Saturday Blade”, munu gleðjast að sjá þær fréttir í blaðinu, sem út kom laugardaginn þann 19. júní 1909, að útgefandi blaðsins er að búa sig undir leið- [ angur til Afríku, í þágu lesend- I anna. Ljósmyndavélin er nú orðin eitt hið mesta undur á sjónursviði myndlistarinnar. Hún gerir manni nú orðið auðvelt, að ná nákvæm- um myndum af einu og öðru, sem er í fjarlægð svo mílum skiftir. — Nýleg hefir myndatökumaður tekið mynd af fjallshlíð, sem var 40 míl- ur burtu frá honum. Myndtakar- inn sá ekkert af fjallshlíðinni nema stærstu hamrabelti. En myndavél- in sýndi gistihús þar, með dvrum og gluggum. þessi mvndtökuvél er bæði sjónauki og myndtakari í senn. Herra Boyce, útgefandi blaðsins, ætlar að haf-a með sér margar af j þessum stærstu og beztu vélum, til Afríku. Ennfremur ætlar hann I að flytja með sér loftskip. Á loft- 1 skipum þessum ætlar hann að ' stíga svo hátt í loft upp, að hann eygi ekki myndtökusvæðið að mun, þaðan af síður þá hluti og skepnur, sem það geymir* þannig lagaðar myndir ætlar hann að láta l blað sitt flytja lesendunum. Mynd- ir þessar verða af innfæddum villi- mannaflokkum, bústöðum þeirra, og villidýrum, sem í kring um þá eru. Einnig fjöll og gljúfur, grund- ir og merkur, gil og læki, vötn og fljót, ásamt ótal fleiru, sem bæði er þekt og óþekt. Eftirfylgjandi grein um leiðang- ur Boyces til Afríku, flyturChicago j Tribune fyrir stuttu siðan : “W. D. Boyce, útgefandi Satur- day Blade og Chicago Ledger, ætl- | ar að ferðast um svörtustu Afríku og ætlar a.ð veiöa villidýr og ann- að á loftskipum. Ilann hetir með 1 sér flokk fylgdarmanna, og byrjar för sína I. september i haust. — þetta er sú fyrsta rannsóknarför, sem farin lieíir vrerið með þessum j útbúnaöi. Búist við, að hún standi yfir eitt ár. í gærdag lýsti Boyee hvernig hann hugsar sér að haga för þess- ari. Hann er fróður um brezku nýlendurnar í austur Afríku, stað- ina IMombasa, Nairobi og fleiri, þar sem Roosevelt er að ferðast nú. Hann býst við að taka til starfa í Mombosa, svo framarlega j að árstíðir hamli ekki. En þá ætl- ! ar hann að rannsaka Abyssiníu og kringumliggjandi staði. Hann býst við miklum árangri af för sinni, og að hún skýri dýra- og j jurtalíf í tempraða hitabeltinu þar j syðra, sem menn hafa óljós hug- mynd tim ennþá. Um æðilangan tíma hefi ég verið að hugsa um með sjálfum mér, að i fara rannsóknarför til Afríku. Mig langar til að ná myndum þar af j lifandi og dauðu, og hugsa mér að gera það í loftbát. þær myndir | hefi ég hugsað mér að biirta í viku- blöðum mínum. Eg ætla að leggja af stað eins fljótt og ég kem því við. Vil fara aö heiman um 1. september. Lend- ingarstað hefi ég ákveðið Mom- basa, og ætla að hlýta ráðum W. N. McMillans, sem á þar miklar lendur. Eg er ekki æfður loftfari, enda þó ég sé mjög gefinn fyrir þá fræðigrein. Ég er heldur ekki myndtökumaður. Ildo Ramsdell, snillingur í mynd- tökufræði, og sem ég er kunnur um fleiri ár og hefir ferðast fyrir mig afarvíða, fer að líkindum með mér og sér um myndtökurnar. Iíann er þar aö auki efnafræðing- ur og vélafræðingur. Ég ræð loftsiglingamann til far- arinnar héðan, og kannske annan írá Frakklandi. Heilmargir enskir hermenn verða í förinni. Enn þá veit ég ekki, hverjir þeir eru. En þegar ég kem til baka frá Eng- landi, hefi ég samið ,vrið þá. Lœkn- j ir fyrir leiðangurinn og leiðsögu- ' maður verða úr Nairobi. Loftsiglingamenn segja mér, að ég þurfi ekki stærri loftför en svo, ■ að 2 menn geti borið hvert á milli | sín. Efni til að búa til gas úr, ætla ég að flytja með mér. það er hægt að búa t;l gas úr járnsvarfi, sem vel má briika fyrir loftbáta í Afríku. það er léttara í sér enn alt annað gas, og áhöldin, sem búa það til, eru ekki fyrirferðarmikil. Ég veit enn þá ekki, hvort vrið ferðumst í loftbátum milli staða. það er undir veðurstöðu komið. Við getum stigið 1000 fet í loft upp á bátunum, og ef flugur og yrmlingar ama okkur á jörðu, get- um við sofið fyrir ofan þá í loft- inu, og fyrir ofan ryk og mistur, sem flvtur sóttkv’eikjur og óholt loft. Ég hefi hugsað mér að hafa loftskeyta útbúnað á loftbátum minum, og standa í sambandi við íréttastöðvar meðfram ströndinni, ef mögulegt er. — Ég mundi meta það mikils, að vera á bát uppi í loftinu, þá þrumur og eldingar eru. það hlýtur að vera tilkomu- mikil sjón. Boyce er nú 47 ára gamall, og er marg-þvældur veiðimaður, • og vanur við misjafnt. Árið sem leið fór hann veiðiför norður að James Bay, og fór þá i einum rykk 300 mílur eftir Hudsons Bay óbygðun- um, í mjög köldu veðri. Margt fleira hefir hann gert þessu líkt. Hann hefir ferðast um neðri MeX- ico og Yocatan, á meðal ■fjallabúa þar. Iíann hefir farið leiðangur til Peru. Fvrir löngu síðan ferðaðist hann í Alaska með Indíána leið- sögn. Hann hefir einnig ferðast um Suðurhafseyjar, og farið uær því hringinn í kring um hnöttinn. Hann er því enginn viðvaningur í j ferðalagi, og má vænta mikils á- rangurs aí hinni fyrirhuguðu för hans til Afríku. Udo Ramsdell er þaulæfður ferðalangur líka, og á- kjósanlegur félagi Boyce í þessa j för. Boyce var í Winnipeg fyrir 25 árum, þá felagi Jos. E. Steen í blaðaútgáfu. Nú er hann talinn meðai milíóna eigenda í Banda- ríkjunum. — (Lauslega þýtt). A. J. Johnson skýrir frá því, að hann hafi tekið mig tali á skrifstofu Heimskringlu fyrir nokkru. það er satt, að fund- um okkar bar þar saman, ekki alls fyrir löngu, og stóð ég hann þar að miður ráðvandlegu verki, er hann var í algerðu heimildarleysi að hnýsast í smágrein þá, sem Heimskringla flutti honum frá mér skömmu siðar. Ég gleymi því seint, hve fljótur hann var að leggja greinina frá sér, er hann kom auga á mig, og hörfa frá rit- stjóraborðinu, sneyptari en frá megi segja. Honum varð orðfall um stund, en þegar hann fékk mál- ið, var hann óspar á vizku sinni um póstspjöldin sín og fleira. Einkum er mér það minnisstætt, live hann var hróðugur yfir því, að hafa valið ’ Jóni Sigurðssyni einkunnarorðin : “Vér mótmælum allir". Hann sagði, að mörgum þætti þau betri heldur en orðin : “Aldrei að víkja”. En ég sagöi honum þá eins og var, að þessi fyrgreindu orð væru ekki eftir Jón Sigurðsson, og kom honum það að visu algerlega á óvart, en treystist þó ekki til 'að mótmæla því. Ég hefi getið þessa hér vegna þess, að Agúst hefir að fvrra- bragði gert samtal þetta að blaða- máli og látið mikiö yfir því. Ekki hefir Agúst tekist að hagga við ummælum mínum um póst spjöldin, en einu atriöi hefir hann reynt að mótmæla, þar sem »hann segir : “þeirri staðhæfingu hr. B.S., að vísan, sem hann tilfærir eítir E Benediktsson, sé ranglega stafsett, svo meiningin raskist, mótmæli ég. Vilji B.S. halda áfram, að bera fram þá fjarstæðu, vildi ég ráðleggja honum í bróðerni, aö vera eitt ár í viðbót á latínuskól- anum í Reykjavík, til að læra lest- ur og stafsetningu”. Við þetta lej-fi ég mér að gera þá athugasemd, að A. J. J. eykur hér í staðhæfingu, sem mér hefir aldrei til hugar komið, og þarf blygðunarlausa óskammfeilni til aö rangfæra svo prentuð ummæli frammi fyrir þúsundtim manna. Mér hefir aldrei til hugar komið, að “meiningin”(! ) hafi raskast í vísunni, heldur r í m i ð , og ég endurtek það. Ágúst þarf ekki að hlutast til um skólagöngur mínar ; óg er nógu vel að mér til þess að ráöa niðurlögum hans, hvar og hvenær, sem vera skal. En þess sannmælis skal ég unna honum, að hann er mér stórum fremri i þvi, sem hann er ríkastur af, en það er sjaldgæf lítilmenska og tuddalegasti ódrengskapur. Baldur Sveinsson. TIL SÖLU: Maður eða kona. MittSuð- ur Afrfku lamlgjafar-ávfsunar skfrteini, gefið út af Innanrfk- Í8tleiltlinni í Ottawa,gildirfyr- ir 320 ekrur af hvaða rlkis- landi sem opið er til heimilis- réttartöku í Manitoba, Al- berta eða Saskatchewan. Hver persðna, yfir 18 ára að aldri,—maður eða kona,—get- ur fengið landið með því að kaupa þetta skfrteini fyrir $800.00. — Skrifið eða Sfmið strax til L. E. TELFORD, 131 SMIITER ST. — TORONTO, ONT. LEIÐBEINING AR - SK RÁ YFIR ÁREIÐANLEGA VERZLUNARMENN í WINNIPEG MUSIC OG HLJÓÐFÆRI CR0S5, GOLLDING \ SKINNER. LTD. 323 Portage Ave. Talsimi 4413 MASON & RISCH PIANO CO , LTD. 356 Maiu Stree » Talsími 4 80 W. Alfred Albert, Islenzkur umboösmaöur WHALEY ROYCE & CO. 35 6 Main St. Phone 26 3 W. Alfred Albert, búöarþjóun. BYGGINGA- og ELDIVIÐUR. J. D. McARTHUR CO , LTD. Bygginga- og Eldiviöur 1 heildsölu og smásölu. Sölust: Princess og Higgins Tals. 5060,5061, 5062 MYNDASMIDIR. O. H. LLEWELLIN, “Medallions'” og Myndarammar Starfstofa Horni Park St. og Logan Avenue SKÓTAU í HEILDSÖLU. AMES HOLDEN, LIMITED. Princess «fe McDermott. Wiunipeg. TIIOS. RYAN & CO. Allskonar Skótau. 44 Princess St. THE Wm. A. MARSH CO. WESTERN LTD. Framíeiöendur af Fínu Skótaui. Talsimi: 3710 88 Princess St. “High Merit” Marsh Skór RAFMAGNSVÉLAR OG ÁHÖLD JAMES STUART ELECTRIC CO. 3 24 Smith St. Talsímar: 3447 og 7802 Fullar byrgöir af alskouar vélum. ÖOODYEAR ELECTRIC CO. Kellogg's Talsimar og öll þaraölút. áhöld Talsimi 3023. 56 Albert St. RAFMAGNS AKKOKÐSMENN MODERN ELECTRIC CO 412 Portage Ave Talsími: 5658 Viögjörö og Vír-lagning — allskonar. BYGGINGA - EFNI. JOHN OUNN & SONS Talstmi 1277 266 Jarvis Ave. Höfum bezta Stein, Kalk, Cement, Sand o. fl. THOMAS BLACK Selur Járnvöru og Byggiuga-efu« allskonar 76—82 Lombard St. Talsimi 600 THE WINNIPEtí SUPPLY CO., LTD. 298 Rietta St. Talsímar: 1936 <fe 2187 Kalk, Steinn, Cement. Sand og Möl BYGGINGAMEISTARAR. J. H. O. Rl’SSELL Byggingameistari. I Silvester-Willson byggingunni. Tals: 1068 PAUL M. CLEMENS Bygginga - Meistari, 443 Maryland St. Skrifst.: Argyle Bldg., Garry st. Talsimi 5997 BRAS- og RUBBER-STIMPLAR MANITOBA STENCIL & STAMP WORKS 421 Main St. Talsími 1880. P. O. Box 244. Búum til allskonar Stimpla úr málmi og togleöri VÍNSÖLUMENN GEO V E LIE lei’dsftlu Vínsali. 185. 187 I^ortage Ave. E. SmA-sölu talslmi 352. Stör-sölu talslmi -164. STOCKS& BONDS W. SANEORD EVANS CO. a Grain Kxcbaufte Talsími 36 9 6 ACCOUNTANTS & AUDITORS A. A. JACKSON, Accountant and Auciitor Tals.: 5 7 02 OLIA, HJOLÁS-FEITI OG FL, WINNIPEQ OIL COMPANY, LTD. áa til Stein Ollu, Gasoline og hjólás-áburö slmi 15 90 611 Ashdown Block TIMBUR og BÚLÖND TH05. OYSTAD, 208 Kennedv Bldg. Viöur 1 vasrnhlössuro til notenda, bulönd til sölu PIPE & BOILER COVERING QREAT WEST PIPE COVERINQ CO. VÍRGIRÐINGAR. THE OREAT WEST WIRE FENCE CO.. LTD Alskoaar vlrgirðinarar fyrir biaiidur og borgara. 76 Lombard St. Winnipeg. ELDAVELAR O. FL. McCLARY’S, Wiunipeg. Stœrstu framíeiöendur i Canada af Stóm, Steinvöru [Granitewares] og fl. ÁLNAVARA í heildsölu R. J. WHITLA & CO., LIMITED 264 McDermott Ave WinniiíeR “Kinf? of tho Road” OVERALLS. BILLIARD & POOL TABLES. w. a. c a r s o N P. O. Box 225 Room 4 í Molson Banka. öll nauösynle#? áhöld. Ég Rjöri viö Pool-borö N A L A R. JOIIN KANTON 203 Hammond Block Talslmi 4670 Sendiö strax eftir Verölista og Sýnishornum. GASOLINE-Vélar og Brunnborar ONTARIO WIND ENGINE and PUMP CO. LTD 301 Chamber St. Slmi: 2988 Vindmillur -- Pumpur— .\#rnptar Vélar. 9= BLOM OG SONGKUGLAR JAME5 BlRCIl 442 Notre Dame Ave. Talsimi 2 6 3 8 BLÖM - allskonar. Sön#r fuglar o. fl. BANKARAR,GLJFUSKIPA AGENTR ALLOWAY Ai CHAMPION North End Branch: 667 Main sfcreefc Vér seljum Avlsanir borpanlefrar á Islandí LÆKNA OG SPÍTALAÁHÖLD CHANDLER íc FISHKR, LIMITED Lækna og Dýralækna áhöld, ok hospltala áhöld 185 Lombard St., Winnipejr, Man. MARKET H0TEL 146 PRINCESS ST. ISEL.. P. O’CONNELL, elgandi, WINNIPEQ Beztu tegundir af víuföngum og vind 'im, aðhlynning góð húsið endurbsett Woodbine hotel StnBista Billiard Hall i Norövesturlandinu Tíu Pool-borö.—Alskonar vlnog vindlar Lennon A. Hebb, Eigendur. JOHN DUFF PLUMBER, QAS AND STEAM FITTER Alt verk vel vandaö, og veröiö rétt 664 Notre Dame Ave. Phone 38K/ W’innipeg Sendið Heimskringlu til vina yðar á Islandi. Department óf Agriculture and Immigration. MANIT0BA þetta fylki hefir 41,169,089 ekrur lands, 6,019,200 ekrur eru vötn, sem vedta landinu raka til akuryrkjuþarfa. þ«s vegna höfum vér jafnan nægan raka til uppskeru trygginga r. Ennþá eru 25 milíónir ekrur óteknar, sem fá má mieð heim- ilisré'tti eða kaupum. íbúata;a árið 1901 var 255,211, nu er nún orðin 400,000 manns, hefir nálega tvöfaldast á 7 árum. Ibúatala Winnipe'g borgar árið 1901 var 42,240, en nú um 115 þúsundir, hefir meir en tvöfaldast á 7 árum. Flutningstæki eru nú sem næst fullkomin, 3516 milur járn- brauta eru í fylkinu, sem allar liggja út frá Winmpeg. þrjár þverlandsbrauta lestir tara daglega frá Winni'peg, og innan fárra mánaða verða þær 5 talsins, þegar Grand Trunk Facific og Canadian Northern bætast við. Framför fylkisins er sjáanleg hvar sem litið er. þér ættuð að taka þar bólfestu. Ekkert annað land getur sýnt saœa éöxt á sama tímabili. TIL FKHDAIIAWA : Faxið ekki framhjá Winnipeg, án þess að grenslast um stjórn ar og járnbrautarlönd til sölu, og útvega yður fullkomnar upp- lýsingar um heimilisréttarlönd og fjárgróða möguleika. Stjórnarformaður og Akaryrkjumála-R&ðgjafi. Skriflö eftir upplýsingnm til Jom-ph Bni'ke. Jnn. Hartney 178 LOGAN AVE., WINNIPEG. 77 YORK ST., TORONTO. TIL Af því svo lítið í skáldskap ég sk.il, ég skammast mín að segja þú sért v e 1 v i r k. En heyrðu nú, góða, hvar heldur þú til — hvort ert þú í Braudon eða Selkirk ?, A LDREI SKALTU geyma til morguns sem hægt er að gera f dag. Pantið Heimskringlu í dag.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.