Heimskringla - 27.01.1910, Blaðsíða 1

Heimskringla - 27.01.1910, Blaðsíða 1
XXIV. ÁR NR. 17 N WIN'MPEG, VI \ N l’( H*A. FIMTUI 'AÍtINN. 27 .1 Ú\F l'M » Fregnsafn. Markverðusru viðburftii hvaðanæfa — Marskálkur Selari á ítalíu hefir nýlega lýst yfir því, aS inn- an sex mánaöa sé hann reifiubúinn að sendia firðskeyti milli Norður- álfunnar og Canada. Stöð hans verður í Caltana náiægt Pdsa. Seg- ir hann að íregnskeyti sín verði fullkomnari og fljótari en nokkur, sem enn eru þekt. — Siðastliðinn mánudag sáu stjörnufræðingar í Jóhannesborg í Suður-Afríku, nýja halastjörnu, og næstu tvo daga sáu stjörnufræð- ingar í Cambridge á Englandi sömu stjörnu. J>edr halda að þessi halastjarna sé alveg óþekt. Hún bemur frá sólu og er skær, sem reykistjarnan Mercurius. — Á fjölmennum bœndafundi, sem haldinn var í ALbertafylkinu þann 20. þ.m. var samþykt, að senda fylkisstjórninni þar áskorun um, að byggja kornhlöður, sem séu fylkiseign. Haldið að stjórn- in muni fara sér hægt að veita bændum þessa beiðni þedrra. — Gamall maður var nýlega að kljúfa eldivið austur í Nova Séotfca — 5 ára gömul stúlka var að hlaupa í kring. Hún hljóp undir öxina, og karlinn snedð höfuð af barninu, og dó það þegar. Hann var afi stúlkunnar, og berst hið versta af síðan hann henti óhapp þetta. — Bóndi nálægt Mose Jaw,Sask. sem var einbúd, fanst nýlega brunn inn. Bróðir hans fór að heitnsæxja hann, en kom að kofanum brunn- um til ösku, og bein og ledfar af ednbúanttm í öskunni. — Bandamenn og Japanar hafa verið að reyna að bræða saman með sér samning viðvíkjandd inn- flutningd Japana til Bandaríkjanna. En hafa ekki getað komið sér sam- an um sum atriði. þieir hafa því leitað tilstjórnarvaldanna á Stór- Bretlandi, að gerast aðal-miðill. því hafa Bretar tekið, — lofa að fjalla um málið að aístöðnum kosningttm á Bretlandd. — Eord Crawtford, fyrverandi forseiti stjörnufræðinga félagsins í I.undúnum, hefir nýlega aðvarað stjórnina á Bretlandi um yfirvof- andi hættu á þegnum hennar í Afríku, sem stafi af Ilallet hala- stjörnunni. Hann segir, að Leiðtog- ar dnnlendu þjóðflokkanna þar, bæðd viltir og hálfviltdr, ætld að itO'ta sýn eða ftdrtingu nefindrar haLastjörnu, til að dnnprenta undir- sáitum sínttm, að stjarnan sé guð- legt teikn, sem þýði það eitt og ekkert annað, en að þeir eigi að eyðileggja, myrða, brenna og drepa alla hvíta tnenn, og einniig. þá af þeirra eigin þjóðflokkum, sem kristnd hafa tekið. Telur hann þetta svo alvarlegt mál, sem enga bið þoli aðgerðalaust. Hann ltefir ráðlagt stjórninnd, að festa upp stórar myndir og útskýringar um nefnda stjörnu, og haía sérstaka tnenn, sem lítd eftir þesstt og skvri fólki munnlega frá, hvernig á loft- sýn þessari stendur, einkum á Egyptalandi og þar í krdng. Mælt ®r, að stjórnán bregðist vel við þessari aðvörun og ráðleggingu. — Mælt er, að dr. Cook, norður- íard, sé nú á geðvedkrahæli.nu al- þekta í Heidelberg á þýzkalandi, l °g sé þungt haldinn. ■— Ríksdag (þing) kom saman i Svíþjóð þann 17. þ.m., og hélt Gústaf konungur hásætisræðuna. j Áætlaðar tekjur fyrir fjárhagsárið 1911 kr. 229,411,000, nær tvö hundruð og þrjátigu mil. kr., en er 56 mil kr. lægra enn fyrir þetta ár (1$1'0). Hann kvað þingið þurfa a<5 feggja nýja tollbyrði á þjóðina. 1 ollurinn á að Leggjast á kaffi og ®ðrar daglegar nauðsynjar fólksins °K eignir þess og önnur óðul. Herkostnaður þjóðarinnar er áætl- aSur mikið lægri f.járhagsár það, sem hér er um að ræða. — Mælt er, að fyrverandi íorseti Eandaríkjanna Roosevelt hafi sent bréf til Washdngton, dagsett 21. flesember fyrra ár í Nairobd í Af- r*ku. Ilan'n skýrir þar frá því, sem hann hafi komist yfir og safnað á ferð sinni. Hann segist hafa safnað b’®46 sýnishornum af spendýrum (hry.ggdýním), fjölda sýndshorna af lindýrum og ýmsum ormategund- um, fleiri þiisund af jurtum, og 2000 mynddr teknar af lirandi og dauðu, og landi, sjá og lofti, og loi'tsýni, ásamt nokkuru safna, sern viðkomi mannfræðinni. — Á föstudaginn var fór lest af teinum. á sv'onefndri Spandsh íljóts brú. Staður þessi er nálægt Sault Ste. Marie, Mich. I.estdn var á Soo línu C.P.R. félagsins og var á leið til Minneapolis og Montreal. Tvedr vagnar fóru ofan í ána. Um 75 menn fórust þar og margit meiddust meira og tninna, og hafa sumir af þeim dáið þá þetta cr ritað, og 31 lík hafa verið slædd upp af 75, sem haldið er að hafi lent í fljótinu. ]>etta járnbrautar-, slys er eitthvert hið hroðalegasta. sem komið hefir fyrir nú nýlega. Eru ekki fullar fréttir komnar al því ennþá. — Hon. Davíð Lloyd-George, fjár málaráðgjafi á Englandi, fékk víða ónota viðtökur á ræðupöllum í síðustu kosningum, en hvergd v'erri enn í Grimsby. þrátt fyrir vernd lögregluliðsins, mátti hann flýja fundarsalinn, og komst nauðulega undan. Ilann fékk þar ekki betri útreið enn í Birmingham um árið, þegar Búastríðið stóð vfir, og hann slapp þaðan með því móti, að fara í eink.ennisföt eins lög- regluþjónsins, sem stóð yfir hon- ; um. Jxað, sem aðallega vakti fjand- skap áh/eyrendanna var það, að hann hélt ræðu einn dagdnn, sem kosndngarnar stóðu yfir á Engl. það athæfi er skoðað brot móti stjórnarskrá Breta. Annað það, að hann spáðd hraklega fyrir her þjóð- verja, ef Jieir ættn við enska sjó- herinn. Fórust honum þannig orð : — “Ef þýzki flotdnn í heimskuæði ræðst á flota Stór-Bretalandi, mun hann innan fárra st.unda gista sæv- arbotninn meðfram ströndumþjóð1- verjalands". þessi orð þóttu ó- heyrileg af ráðgjafans munni, þar eð að eins var um pólitiskar kosn- .ingar að ræða, sem þjóöverjar skdftu sér ekkert af. Áheyrendurnir hrópnðu í þúsundatali til hans : “Tradtor ! Pro-Boer ! ” í sífellu. Lögregluliðið varði hálfmílu svæði í kring um fundarsalinn, meðan yf- irmaður með ílokk manna kom ráðgjafanum út, og faldi hann í ó- ásjálegum járnbrautarskála, með- an símað var eftir bifredð að flytja hann burtu. Á meðan reit hann brétf, sem honnm þóttu nauðsyn- leg. Sveit lögregluþjónit fvlgdi hon- um á bdlreiðinni langar ledðir'. — þingið í Ottawa hefir stuttar setur þessa daga. Laurier er .t "> flakka um og halda ræður um sjó- hersstofnun Canadaríkis. Hann segdr, að það verði stórvægilegur floti, þogar alt sé komið í kring, cn forðast að minnast á fyrir- komulag og hvenœr það verði gert. Ilann talar líka mdkið um nýja skipiaskurði og stækktin þeirra, sem nú eru. þetta á alt að . gérast í heimahögtim hans þar I eystra,. Enn þá sem komið er hefir þin'’ið verið atkvæðadauft og lat- rækt. — Frá Calcutta fréttist, að h.er- lifið þar hafi gert samsæri á móti stjórn.inni. Tíu menn voru teknir fastir. Halddð að samsærið sé ekki mjög úthreitt né öflugt ennþá sem komið er. — John D. Rockeíeller hefir sitip- að monn undir vopn á herragarði sínum Pocantico Hills. þetta þyk- ir sanna það, sem sagt var fyrir stuttu, að setið væri um líf karls- ins. — Joseph Martin, “Svarti Joe”, sem allir í Canada kannast við, komst að í kosningunum á Eng- landi. Hann, sótti um þingmensktt þar í sumar og náðd ekki. Verður líkLega litil heillaþúía þar í þdng- inu, frekar enn hann var í Mani- toba, Ottawa og British Colum- bia. — Frá Madrid er sagt, að Al- fonso kommgur stjórni ríki sínu með járnglófum. Rekur gredía og hertoga frá völdum og fleygir mörgum í mvrkvastotfur. Hann þykist gera þetta til að stansa innanríkisuppredst. — Aðrir segja, að hann geri það af grimd og fá- visku. Llerinn er hatfður undir vopnum, og á hraðSergi til vonar og vara. En konungur æsir upp hálfan hluta þjóðarinnar með að- ferð sinni. — Kannske þedrn svipi saman, ráðherra íslands og Al- fonso kongi ? — Jtriéjudagsmorguninn stóðu kosningarnar á Englandi þannig : — Andstæðlngar stjórniarinnar 221, stjórnarsinnar 199, verkamanna- flokkurinn 37 og Nationalistar 68. Verksinnar fylgja liberölum ætið, en Nationalistar fara þangað sem bez,t er hoðið. Utlitfð það sama, að stjórnin haldi völdum með litl- um yfirburðum. í brezka þinginu eru 670 þjóðkjörnir, er því eftir að kjósa nær 150 þingmenn ennþá. — C.P.R. félagíð hefir veitt J. D. McArthur járnbrautabyggjara alt verk á brú, sem það l.etur hyggja yfir um suður öaskatche- wan ána. Brúin er 3,000 fet á Lengd og 146 fet fyrir otfan vatns- flöt. Brú þessi á að byggjast í sumar. — Canadhtn Northern og Grand Trunk félögin hafa veitt Tnos. Kelly and Sons byggdngu á brú yfir Assindboine ána. Brúin verður austan við Aðalstrætisbrúna í Win- nipeg. — Á þriðjudagsnóttina sem leið hljóp vöxtur í ána SeLne á Frakk- landi, og flæddi strax og stórum um Parísarborg, og horfði til vandræða þá þetta er ritað. Lang- varandi og þungar rigndngar valda flóðinu. — Járnbrauta forsprakkinn al- kunni James J. Hill hefir nýlega staðhæft, að fóLk éti og drekki í gengdarlausu óhófi. það óti fyrir vana og lyst mikið meira enn því sé þörf á. 40c á dag segir hann að sé nægilegt hverjum einum í mat og drykk. það, sem þar er fr i myfir, er eyðsla og hedlsuspillir. Karldnn befir óefað rétt fyrir sér að miklu leyti. — J. Jardine, annar liberalinn, sem komst að í sednustu kosning- um í British Columbia, hefir kvatt flokk sinn, svo nú edga liberalar þar einn í þinginu, svo ekkert rifr- ildi þarf að vera um foringja hjá Jeim. Islands fréttir. 1 stórhríðarveðrunum snemma í desember sl. brotnuðu símasúlur, bæði af völdum veðurs og snjó- flóða, á Austtfjörðum, og símslit urðu á nokkrum stöðum. Taugaveiki sögð á Blönduósi, og 4 hús í sóttverði. Danskur beykir dáinn úr veikinni. Jörð og bú Eiðaskólatis selt á ledgu, samkvæmt skilyrðum þedm, sem ákveðdn voru á samednuðum sýslufundi Múlasýslnanna 31. ág. 1909. Búið og jörðina hefir fengið þorkell bóif di Jónsson á Fljóts- bakka. Móti honum sóttu 3 aðrir. I.átin eru : Árman.n Bjarnason, tfyrrv. vcr/lunarmaður á Vestdals- eyri, og Solveig Runólfsdóttir. Tveir m.enn fórust í snjóflóði 9. des. í svoncfndu Skriðuvíkurgili, mil'i Njarðvíkur og Borgartfjarðar. ]>.eir voru 3 saman að sækjia stein- olíu að Krosshöfða, því verzlanir i Borgarfirði voru þrotnar að steinolíu. í áðurnefndu gdli féll snjófljóð mikið og reif með sér 2 mennina, sem fremstir igengu. Sá, sem af komst, flýtti sér tdl bæja að fá hjálp, fundust mennarnir í snjódyngjunni og báðdr dauðir. þeir hétu Sveinn Gunnarsson og Björgvin Guðjónsson, báðir ungir og ókvæntir. I,agís lagði allþykkan aðfaranótt þess 17. desember á Seyðistirði. Mótorbáta ú.ti á firðinum rak töluvert og einn sökk. Virtur á $9000 kr., var óvátrvgður. Tvær merkiskontir dánar í Hér- aði : Bergljót Sigurðardóttir á Skeggjastöðum í Fellum, og Mar- grét þorgrímsdóttir prests Árna- sonar, að Ilofteigi, kona Kristjáns á Hvanná. Báðar á áttræðdsaldri. — (Austri). í Reýkjavík dó 18. f.m. Pétur Pé'tursson, ættaður úr Skagafirði, fyrst vzrzlunarmaðttr bg vtrzlun- arttjóri, síðar lögregluþjónn og hœjargjaldkeri, — faðir Dr. Helga Péturssonar jarðfræðings og íleiri barna. — (Reykjavík). t haust druknaði Jón Friðfinns- son, vtrinumaður á Skútustöðum við Mývatn. — Dánir : HalLdór Kjartan þorkelsson, Rvík ; Helgi H.elgason úr Keflavík dó á frakk- neska spítalanum ; Margrét Jóns- dóttir atf Akranesi ; Sigríður Ey- Royal Household Flour Til Brauð Gefur og Köku Æfinlega G e r ð a r Fullnœging ^t-EINA MVLLAN í WINNIPEG,—LÁTIÐ HEIMA,- IÐNAÐ sitja FYRIR. viðskiftum yðar. I mundsdóttir ekkja í iÆk jiirgötu, og Solveig Runólfsdóttir, kona a Biergstaðastrætá. Ferðamanna leiðarv'sir er nýút- ! kominn eftir íslandsvininn Dr. C. I Kucller. Iiann er ætlaður útlend- j um ferðamönnum, og þykdr vand- . að vtl til hans. Tekjur landsímans á þriöja árs- ' fjórðungi nema 25,536.05 kr. En í fvrra á sama ársfj irðuugi voru bekjnrnar rúm 19,000 kr. ‘“ 'tnlkan frá Tungtt" heitir nýtt íeikrit eftdr Indriða Einarsson. — (ísafold). ión Stephánsson ■kaupmaður í Pin.e Valléy, var kos- inn sveitaroddviti í Municipality of Sprague, Man., í desembermán. f.á. þeir Stephánsson og Pálmason sóttu um stöðuna, en JónStiepháns son hafði all-mikla yfirburði yfir Pálmason á kosningadegi. Mælt er, að kaupmaður Jón Stepháns- son hafi lítið unndð að kosndngu sinn.i. Jón Stephánsson mun ættaður úr Borgarfirði í N.-Múlasýslu. — Dvaldd á Seyðisfirði um tíma áð- ur en hann flutti til Ameríku. Bú- inn að vera hér vestra yfir 20 ár. Var fyrst Lengi í Norður Dakota, og hafði þar verzlun. Flutti svo til Winnipeg og setti þar upp fata- verzlun. Hætti bennd eftir 'hríð og fór til Klondyke, þegar gullsýkin þar stóð í blóma. Var ]>ar svo ár- um skiiti, Leigði mörk og seldd eldi- við í stórum stíl. Eftir nokkur ár kom hann til Winn.ipeg atftur, en skildi bróðir sinn eftir við viðar- tökuna og. söluna. þá fór Jón í f'hg við Einar sál. Ólafsson, og stundaði fasteignasölu um tíma. Fyrir 5 árum keypti hann verzlun suðaustur í Pdne Va’.ley og bygði hráðlcga sölubúð mdkla. Hefir hann verzlað þai síðan, og hefir langstærstu kaupverzlun þar, á flesta eða alla vísu. Jón Stephánsson kaupmaður er velkyntur allstaðar, bæði á meðal íslendinga og annara þjóðamanna. Ilann er þéttur í lund og þéttur á velli, drengur góður og vel að sér í verzlunarsökum og bréfaviðskift- um. það er ekki minsti efi á því, að Jón reynist sveitinnd ötull og ráðvandur. Að honum kveðtir þar syðra mest og bezt, til hvers sem jafna skal. Ilann hefir gott mann- orð allstaðar á farinni ævislóð. — Hérlendum verzlunarmönnum þyk- ir mitdð til hans koma, og segja hann fvrstu raðar mann í orð- heldni og áreiðanlegleik. Milli duranna. þegar vizkan datt í dá Dafnaði fögur sólin, þá var heimskan hafin á hæðsta veldisstólinn. Stundum ledðist lifið mér, Löng finst datiða biðin. En skyldi ég eins vel eins og hér 1 uppheiiinunmn liðinn ? Hann vdldi feginn safna sedm, Og sagðist vera ríkur. þó haíði’ ’ann aldrei átt í heim Utan á sig flíkur. Hugurinn er hér og þar, Hátt og lágt hann sveimar, það er eins og allstaðar Opnisit nýjir heimar. þú falöar þér mteð fannhvítt traf. Fallega var því hagað : það, sem ekki guð þér gaf, Geta fötin lagað. Ilelgasta þp mér ég met Minningunia þína : Er á dansi drottinn lét Dýrðina þína skína. 1 þorsteins vildd ég þyrna ná, — þó mér varð til baga, Að þyrnum gengið .eg hef á Alla mfna daga. E. S. Guðmundar-slagur. Björn og Ari Bárðarson Birt mér hafa sögur, Rekkar snjalldr, — renni ég von, Raula þessar bögur. Út í kylju, hvin og krap Knerri stýrði á bylgju, Húnvetninga hetjuskap Hlaut í ættarfylgju. þóttf heldur harðfengur Hann í sókn og vörnum, Greypdlega grimmefldur Guðmundur frá Tjörnum. þegar út vdð íslandshaf Átti slaginn stóra, Tíu og átta keyrði í kaf Kaska álmaþóra. Ekki þóttu atlot blíð Undir vopnasköllum, Holskieflurnar hremdu lýð, Hergnýr söng í fjöllum. * * * Akur- smáti -eyri hjá Orðstír sá ei þrotni : — Frakkar láu fullir þá Flatir á sjávarbotni. Mér þó dvíni mærðarspjöll, Máls- á -línu slóðum, Afreks- skíni -atvtfk snjöll Islands fínu þjóðum. K Áso. Benediktsson. Ester drotning. Á öðrum stað í þessu blaði’aug- lýsir söngflokkur Fvrstu lútersku kirkju söngsamkomu, þar sem sungdn verða ljóðin um Ester drotningu (Queen Ester). Ljóðuin i ]>essum til skýringar, skal hér litið ei'tt skýrt frá efni þeirra. Ester drotning var fædd í P.ersíu 509 ártim fyrir Kr.b. Hún misti foneldra sína í æsku, og arfleiddi ! frændi hennar hana er hún var á | liarnsaldri. Ilann hét Mordeeai. Ilann tók snemma eftir fegurð hennar pg fékk henn.i hið bezta uppeldi. Konungur ríkisins tok hana sé,r að konu og gerði hana jað drotndngu sinni. Haman var I æðsti ráðgjafi konungs og trúnað- jarmaður. Haman hataðd Mordeca 1 af því að hann vildi ekki sýna hon- um lotningu, samkvæmt skipun konungs. Hann vissi ekki, að Mur- decai var fóstri drotndnigarinnar. í hefndarskyni fékk hartn útgefna skipun um, að drepa alla Gyðinga í Landinu. Mordecad komst að laun- ráðum hans, fór til drotningar og bað hana að biðja konung að þyrma samþjóðarmönnum sínum, Gyðingunum, og hættir hún á það, þó að það varðaði lífláti, því sam- j kvæmt lögum var sá dauðasekur, ! sem gekk óboðinn á konungsfund. Konungur hlýðir á bænir bennar og Haman bíður lægra hlu/t. Nú | heyrir konungur, að Mordeoai hafi j bjargað lífi hans án þess að hann Ivdssi, ' og án þess að hamn hafi hlotíð nokkra viðurkienningu fyrir það. Sendir þá konungur etf.tir Ha- man og spyr hann : “Hvernig á að brevta við þann mann, sem konungurinn vill heiðra?" Haman vedt ekki, við hvaða mann konung- urinn á, býst við, að það sé hann sjálfur, o.g vill láta sýna honum viðhafnarmikla sæmd. J>á býður konungur honum að vedita Morde- cai þessa sæmd. Ilaman er sem sbeini lostínn, en v.erður þó að framkvma skipun konungs. þiegar konungur v.edt um hin grimmilegu fjörcáð Hamans við Mordecai, skdpar hann að hengja Haman á gálganum, sem hann hafði ætlað að hengja Morde- cai á, en Mordecai verður æðsti ráðgjafi konungs, • og er því tekið mieð miklum fagnaðarlátum í rík- inti. Góð skemtun og veitingar. Stúkan ísland hefir ákveðið að ltatfa skemtisamkomu í Únítara- salnum. þann 27. janúar. PROGRAM. 1. Ávarp forseta. 2. Ræða—S. B. Brynjólfsson. 3. Instrumental Music—Miss S. og Master Frederickson. 4. Öákveðið—ííjálmar Gíslason. 5. Sóló—Gísli J ohnson. 6. UppLestur—jjorst. þ. Jtorsbeins- steinsson. 7. Instrumental Music—Miss S. og Master Frederickson. 8. Recita'tion—Miss R. Swanson. 9. Stuttur ledkur, “Biðillinn”. VEITINGAR Inngangur 25c fyrir fullorðna. 15c fyrir börn. Frúin (við kandidatinnji: “Eg má ekki leyfa þér að verða dóttur minni samferða á skemtigöngu hennar”. Kandídatinn : “þú berð þá ekki traust tíl ntín?” Frúin : “Jú, það geri ég”. Kandídatinn : “þá ekki tdl dótt- ur þinnar?” Frúin : “jú, líka til hennar. En ekki til vkkar beggja, þegar þið eruð saman". Wall Plaster Með þvf að venja sig á að brúka “Fiiiipire” teguntjir af Hardwall og Wood Fibre Plaster er maður hár viss að fá beztu afleiðingar. Vév biúim til: “Empire” Wood Fibre Plaster “Empire” Cement Wall “ “Empire” Finish “ “Gold Dust” Finish “ “Giit Edge” Plaster of Paris og allar Gypsum vöruuteg- undir. — Eiqum vér að senda J y ður bækling vorn • MANITOBA CYPSUM CO. LTD SKRIFSTOFUK OO MILLUR I Winnipeg, - Man. *

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.