Heimskringla - 24.02.1910, Side 5

Heimskringla - 24.02.1910, Side 5
HUlMSKJtlN uu WINNIPEG, 24. FEBR. 1910. Bl».5 Fyrsta bréf að sunnan. llerra ritst. Hkr. Ég sezt nú niður til að ráta yð- ur nokkrar línur. F,£ ég man rétt, l>á befir víst ekki verið ritað mik- ið um 1!andaríojapolitik i íslenzk- um blöðum hér vestan haís síðan haustið 1896, að þedr Guðmundur Daimann og Geo. Peterson ledddu saruan hesta sína, sem endaði með þvi, að þcir Guðmundur og Bryan töpuðu, en George og Mclvinley unnu. Síðan hefir repúb 1 ikanaflokk- urinn setið við völdin. Á þessu satna tímabili hefir repúblikanska stjórnin liðið eða leyft dýrðlin.gum sínum að rýja, kúga og sjúga þjóð ina, þar til litlitið er orðið mjög ískygigilegt fyrir land og lýð. Hinn politiski himinn er nú dimmur sem nótt, og ekki þarf spámannlega vaxinn stjórnmálagarp til að sjá, að politiskt óveður með þrumum og eldingum er í nánd. Já, eins og ég sagði í byrjun, — Bandaríkja Islendingar hafa lítið írætt lesendur íslenzku blaðanna um politiska ástandið hér syðra nú í seinni tíð. Hvort sem það kemur til af því, að þeim þykir hér ekkert varhugavert, eða þeir eru oí pennalatir, læt ég ósagt. — Fn nú, af því síðasta blað Baldurs (dags. 2. fcbr.) minmist lítillega á Bandaríkja politik, og mælist til, að vér íslendingar hér syðra . sýn- um svo mikla þjóðræktarsemi, að gsfa Barða G. Skúlasyni atkvæöi vor við næstu kosningar, J>ar eð hann fylgi uppreistarmannaflokkn- um hér og hafi sýnilega nú skipað sér þar á bekk, sem mestur er heiðarleikinn og þjóðarumhyggjan í sameiningu, — þá finst mér mál komið, að einhver taki ' til máls, og sýni hvernig sakir standa hér syðra. það munu vera mjög fáir ts- lendingar hér í Dakota, sem ekki vildu unna Barða kosningu á sam- bandsþing (Congress) Banda- tnanna, ef hans politiska afstaða stæði ekki í vegi. Barði er með beztu lögfræðing- um ríkisins, stjórnmálamaður góð- ur, framúrskarandi mælskur og drengur hinn bezti. En “grísir gjalda en gömul svín valda”, er gamalt máltæki, — Barði hlýtur að gjalda þess nú hjá öllum J>eim, sem bera velferð þjóðarinnar fyrir brjósti, að hann því miður, fyrir nokkrum árum \ siðan gekk í lið þess flokks, sem nú er búinn að missa alla tiltrú þjóðarinnar. — Hann- mun iðrast þess fyrr eða síðar, að hann nokkurntíma lagði lag sitt við þann stjórnmálaflokk, sem hefir haft og hefir það fyrir stefnu sína, að vernda þá ríku, en ásælast hina fátæku, og veitir auðvaldinu alls konar einkarétt- indi á kostnað alþýðu. Flokkur, sem rambar nú á glötunarbarmi af sdnni eigdn spillingu. Hvers syndir eru svo svartar og rótgrón- ar, að það er óhugsandd, að fáein- ir uppreistarmenn (Insurgents) inn- an þess ílokks geti afmáð þær. — Hei, allir uppreistarmenn, að mínu áliti, sem sigla undir þess flokks ^aKgi) tefja fyrir sönnum umbót- um, af þeirri einföldu ástæðu, að svo lengi, sem þeir eru kosnár á sambandsþingið sem republikanar, svo lengi situr republikan stjórnin við völdin, sem er meiri og minni orsök í hinu ískyggilega politiska ástandi nú á dögum. Enginn má þó skilja orð mín svo, að ég meti einskis umbótatil- raunir uppreistarmanna, þær eru virðingarverðar svo langt sem þær ná. Eg veát líka, að það þarf bæði kjark og þrek, þegar fáeinir þingmenn gera uppreist (þó ekki sé nema gegn einstöku atrdðum) á móti sínum eigin flokk, sem er hin.n voldugasti og bezt “organi- seraðd” stjórnmálaflokkur verald- arsögunnar, og sem heldur þeim undir ströngum flokksaga. Jafnvef forsetinn sjálfur, Mr. Taft, hefir ávítað þá fyrdr sitt uppistand í þinginu, svo þeir hafa dregið inn hornin og auðmýkst. Mr. Taft hefir fyllilega látið þá skilja, að það væri þeirra hedlög skylda, að fy^gj3- þeiui flokk að málum í öll- um atriðum, sem þar til beyrðu, og að halda saman flokknum (Par- ty Solidarity) væri meira áríð- andi en ýmsar umbeetur, er þeir genigjust fyrir. Sem sagt, það er liið ‘'or.ganiseraða” vald republik- an flokksins (Tbe Órgand’zed power of the Republican Party), sem þarf að hræðast og varast. Er þá mögulegt, nð yfirvinna republikan flokkinn með því að kjósa þingmenn, sem samkvœmt flokksböndum eru unddr áhrifum og aga hans ? Svo er nú ýmislegt athugavert við stefnuskrá uppr.edstarmanua, sem ég mun minnast á seinna. þó er það verra : þeir eru sundur- dreifðir (Unorganized), hafa engan reglulegan flokksforingja, og sitt v 11 hver, en flestir af þeim hafa þó það samieiginlegt, að húrra fyrir Taít, og láta í ljósi sína ítrustu von og traust á hans stjórnmála- steínu. En hver er þá stefna Mr. Tafts, og hvernig hefir hann komið fram gagnvart velferðarmálum þjóðar- innar síðan hann. varð forseti ? það mun óg segia yður í uœsta bréfi. En svo mikið get ég þó sagt yður straix, að Mr. Taft er bara leiksoppur auðvaldsins, og um leið vinur Aldrichs, Cannons og Ballin- gers, en hefir hina mestu óbeiit á Pinchot, Glavia og La Foli, og þeirra líkum. '“Uppreist hefir verið byrjuð af minna en því, sem amerisk alþýða líður nú á dögum", saigði nýlega Senaitor Joseph D. Bristow frá Kansas (.sem er þó Tepublikan). Og Mr. Bristow segir það sama og hver annar óhlutdræigur maður myndi segja um það, ef hann segði nokkuð. þegar svo er komið, að verkamenn, sem \-inna þó nœstum daglega og eru reglumenn hafa ó- nó-g fyrir sig og sína, af því ein- okuniarfélögin hafa skrúfað upp verð á öllum nauðsynjavörum svo fram úr öllu hófi kevrir, þá getur maður farið nærri um það, hvern- ig þeim muni líða, sem enga at- vinnu hafa. það er því ekki óhugsandi, að fólkið geri uppreist áður en soginn er úr því allur mergur og blóð. þess vegna segi ég, að ef ástand- fð er eins ískyggilegt eins og dem- ókratar og popúlistar segja að það sé, eða jafnvel eins o.g repu- blikan uppreistarmenndrnir segja að það só, — þá er enginn maður, sem lofar að fylgja republikanska flokknum, sem er orsök í þessu fyrirkomulagi, fær um að vernda fólkið í þessu hættulega ástandi. Dakotci Islendingur. ”Hulda” Svo heitir kvæðabók, sem ei kom fyrdr all-löngu hingað vestur. Hún er eftir skáldkonuna Unni Beniediktsdóttur, bónda á Auðnum [ í Laxárdal í Suður-þingeyjarsýslu. [ Skáldkonan hefir tekið sér ger\ i- nafnið Hulda og orkt öll ljóö sin undir því. Bókin er prentuð í Gutenbergs prentsmiðjunni í Rvik. Útgefandi og kostnaðarmaður Sigurður J Kristjánsson, Rvík. Hún er 179 [ bls. Prýðilega vönduð að öllum i frágangi. Af hendingu liefi ég lesið nokkuð | í þessari bók, enda þó hennar hafi i ekki orðið vart á skrifstofuHeims- [ kringlu. Ljóðabók þessi er áreiðanlega þess virði, að hennar sé getið í í blaði, sæm leitast við að fræða lesendur sína um eitt og annað. 1. Er hún langbezta og vandað- asta' útgáfa, sem birst hefir á prenti eftir íslenzka skáldkonu. 2. Hún er táhrein við þá sjúk- dóma, sem heita “ádedlur” og ‘‘ó- not” til manna og málefna, sem állar aðrar ljóðabækur á ísLenzku bera með sér út á meðal lesend- anna, að meiru eða minna leyti. 3. Að hún fer mjög smekklega j með móðurmálið og íslenzkan j Ijóðaanda, svo fáir munu eftir j leika á þá strengi.' 4. Skáldtilþrif eru ekki risavax- | in og hamremmuleg, sem hjá hin- um gömlu og cldri skáldajötnum. En tilþrifin eru einstaklega þýð og aðlaðandi fyrir eyra og tilfinning- ar ljúfhugsandi manna. Kvæði þessarar konu hafa upp- runa og hljóm í fegurð og töfra- ríki náttúrunnar. Hún ljóðar um lautirnar, lækina, fossana, fjöllin, dalina, hlíðarnar, fuglana, blómin, hafið, öldurnar, blæinn og himin- inn. Hún nær tökum og tónum á öllu þýðlega, í mjúkum, íslenzkum anda. Henni svipar náið í máli til þorsteins Erlíngssonar. Hún yrkir þulur og forn lög með hrífandi fegurð. Eitt sýnishornið er : “LJÁÐU MER V.ENGI”. “Grágæsa móðir! ljáðu mér vængi”, svo geti ég svifið suður yfir höf. Bliknuð hallast blóm í gröf, byrgja ljósið skuggatröf ; ■ein ég hlýt að edga töf eftir á köldum ströndum, ein ég stend á auðttm sumar- ströndum. lÆ.ngt í burt ég líða vil, ljá mér samfylgd þína! Enga vængi á ég til, utan löngun mína. Lof mér við þitt létta fley litið far að binda ; brimhvít höf ég óttast ed eða stóra vinda. Okkar bíður blómleg ey bak við sund og tinda. Eftir mér hún ekki beið, — yzt við drangann háa sá ég hvar hún ledð og leið langt í geiminn bláa, langt í geiminn vegalausa bláa. Annað sýnishorn : MORGUNS.ELA. Skýin hvít á himni bláum hallir reisa i árdagsblænum ; bdrtir yfir breiöum sænum, brennur dögg af vallarstráum. Yfir fjörðinn fagra, tæra fer hinn ungi morgunsvali. Innar lít ég álfodali unaösbjarta, sólskinsværa. Finst mér eins og okkar biði allur þessi morgunljómi. Yfir hverju æskublómi er sem blær og söngur líði. Á forna vísu 'kann hún að slá gigjustrengi, bæði í máli og óði. þar yrkir hún þannig : HUGBUÐ. Grátþrunginn himininn grúfir yfir jörð. Kvöldstjarnan skær að skýjabaki auglit sitt hylur, horfin er sól, dimmir náttskuggar dali fylla. McKenzie’s Vestræna FRÆ. VÁLIÐ fyrir Vesturlandið. Bezt fyrir Vesturlandið. Vaxa bezt í Vesturlandinu Eiga bezt við Vesturlandið. Hver á- reiðanlegur og framtakssamur kaupmaður s e 1 u r McKenzie’s FRÆ. Ef kaupmaður°yðar hefir þau ekki, þá sendið pantanir yðar beint til vor. — A. E.McKenzieCo. L liKANDON, Man. --- CAUiARY —— Alta. vekja og glæða fegurð, ást og að- ' fjörð, og var þar við verzlun Thom dáun á íslenzkri náttúru, íslenzku sens frænda síns, lyrst um sinn máli og íslenzku sálaratgervi vel- bókhaldari, síðan sem verzlunar- og há-hugsandi konu. Hún er hedl- stjóri, unz sú verzlvm bætti. þá brigð og holl óspiltum sálum. keypti ensk verzlun .veszlunarhúsin Verð bókarinnar mun vera $1.25 ; °g var Thomsen sál. verzlunarstj. hér vestan hafs, og er það ekki I fyrir þá þar til 1866, að hann hætti ýkjahátt, því hún er í sterku ! því starfi, en reisti ári síðar bú á skrautbandi, og vönduð að öllu [ Skálanesi í Seyðisfirði, og bjó þar leyti. | til dánardægurs, 16. ágúst 1885. Einmana vindur á vegum úti líður langt i geim léttum vængjum. Vorblómum látnum hann leiði býr og grætur siðan á gröfum þeirra. Illægja hugstóran heiptir Skuldar, getur þó enginn við örlög þreytt. Leiðarstjörnu veit ég ljóma enga vondjörfum, ungum vegfaranda. þessi sýndshorn eru gripin úr lausu lofti. Öll kvæðin eru ljúf og unaðsrík, svo naumast er hægt að velja eitt öðru fremur. þó Hulda líði um fjöll og djúpa dali á Ægisöldum og með árdags- geislum, þá er hún sí og æ sú sama hugþekka Hulda. Með vaxandi víðsýni og förum til annara þjóða og landa mundi henni vaxa stórvaxnari skálda- blóm. En íslenzkari getur hún naumast orðið. Ilún er kjörin af tímans mögnum, að færa þjóð sinni 1 júflingalög og leiðarsteina. það ednmitt á tímanum, sem hærst í landi láta elgur og vaðall óþýðra og grófgerðra skáldsagna höfunda. þessi ljóðabók ætti að vera á hverju einasta heimili, þar sem börnum er kendur bókalestur. Að máli og þýðleik, efni og göfgi ber hún af öðrum bókmn. Hún er hin ákjósanlegasta ljóðabók til að K. Asg. Benediktsson. Dánarfregn. 1 Ileimskringlu 16. september f. á. er með fáum en velvöldum orð- um minst á fráfall ekkjunnar Mad- ame Guðrúnar Ólafsdóttur Thom- sen, sem dó 19. fymefnds mánað- ar, 76 ára gömul. Guðrún sáluga var fædd 19. des- ember 1832. Foreldrar hennar voru Ölafur Jónsson, bóndi á Efra-Sam- túni i Lögmannshlíðarsókn í Eyja- firði, og kona h-ans Lilja Gunn- laugsdóttir. Ólafur var Jónsson, ^ bónda á Yöglum, Beneddktssonar á Krossastöðum á þelamörk, Guð- mundssonar prests til þöngla- bakka og síðar til Grundarþinga (dó 1748), Jónssonar bónda á Höfða á Ilöfðaströnd, Helgasonar bónda í V'ík í Héðinsfirði, nálægt 11622. Um fulloröins aldur mun Guð- rún sál. hafa komið á Austurland. j Var hún bæði í Vopnafiröi og á Seyðisfirði, og þar giftist hún vrerzlunarstjóra Hans Friðrik Á- gúst Thomscn 1. dag febrúarinán- aðar 1862. H.Fr.Á. Thomsen var fœddur 29. marz 1829 í Flensborg á þýzka- landd, þar sem faðir hans Lárenz Thomsen stundaði bakaraiðn. H. Thomsen kom til íslands 1843, og var fvrst búðardrengtir hjá Thom- sen föðurbróður síntim, sem hafði þá vérzlun í Reykjavík. Hann var þar ellefu ár. Eftir fráíall föð- urbróður síns fór hann á Sevðis- I Thomsen sál. var frí'Sur maður sýnum og tilkomumikill, prúð- tnenni í allri háttsemi, orðvar og orðheldinn, trúr vinur, góður fað- ir barna sinnia og ástríkur ekta- maki. Ilann skildi þýzku, ensku, svensku, dönsku og ísteinzku. þeim Thomsen og Guðrúnu sál. j varð 8 barna auðið, 5 synir og 3 dætur, sem öll eru cnn á ltfi, nema einn sonur, sem druknaði á 12. ári. það var því stóra fjöl- skyldu frarn að færa, enn efnahag- ttr ætíðifremiir af skornum skamti, en Guðrún sál. var framúrskarandi elju og atorkukoma, sfglöð og hug- liraust, hvað sem að höndttm bar, sýndi það sig aldrei betiir en þeg- ar hún misti manminn, og stóð ein [ uppi efnalítil með 8 börn, þó sutn [ af þeim væru komin til vinntt. j Mtindi flestum hafa bvllist httgttr, I en það var ekki því líkt. Hún kom börnuin sinum sómasamlega á framfæri, og auk þess hennar ann- álaða góðgerðasemi, sem hún sýndi nær því ótakmarkaö ítú því I fyrsta hún hafði húsum að ráða til hins síðasta. lleyrði ég hana segja svo oftar en eintt sinni : “Mér verðtir æiinlega eitthvað til” það tramsr, ásarnt hennar glað- væru og góðu lund og óbilandi lík- ams og sálar þreki, hcfir eflaust stutt hana og styrkt til alls hins góða, er hún framkvæmdi á henn- ar löngu, og sem öðrum sýndist, oft erfiðtt lífskáð. Blessuð sé hennar minning. S. M. L. 18. íebrúar 1910. Leitað hjálpar. Um myndina. Myndin, sem hér með fylg- »r, er birt í Hkr. að óskum fjölmargra kaupenda blaðs- •ns úr Manitoba, Saskatche- wan og Norður Dakota. — Með birtingu myndarinnar wá enginn skilja svo, að Heimskringla hafi að nokk.- urti leyt1 breytt skoðun sinni á núverandd stjórn Is- lands eða fylgiflokk hennar, ■— heldtir er myndin hér sett Lil þess að sýna, að menn þar hedma eru að þokast á- fram í dráttlistinni, eins og andlitsmyndirnar sýna, því þar má þekkja hvern ein- stakling : Stóri björninn er ráðgjaf- iun, hrúturinn er Björn Kristjánsson, kötturinn Ein- ar II jörleifssott, apinn Ind- riði E'narsson, grísinnBjarnd Jónsson frá Vogi, refttrinn er I)r. Jón þorkelsson, snák- urinn er Thorefélagdð og asninn er hér vestra álitinn að vera Ari Jónsson, má vera að þar sé mislesið. Allir þesstr náungar eru séndir að sdtja við lands- sjóðspottinn, og rotturnar °g haninn eru þatt sníkju- dýr, sem nœst standa þvi, að fá einhvern bitá, eftir skilningd dráttlistarmanns- ius, sem alment er talinn að vera Ilannes Hafstein. Myndin er að þv'i Leyti Róð, að ekki þtrf annað en þreyta andlitum hvenærisiem stjórnarskifti verða á Isl. MOTTÓt . Gott er þaí >egar elik afintýri gerast med þjod FEGURST K Æ FIN T 7 RID UGRIP). •mnxati •SýífMi Ekkja með 4 börn ung, sem misti mann sinn í sjóinn fyrir 3 átum, leitar til Ves>titríslendinga að stvrkja sig til að komast til Canada í sumar komandi. Hún þarf að fá $14'5.W> styrk. það er þegar btiið að saína handa henni $79.90', en aígangsins er vant enn- þá. — þeir, sem vildu styrkja þessa fátæku ekkju og munaðar- leysingja, gerðtt vel að senda það, setn þedr vilja láta af mörkum til Heimskringlu. Móti því verður tekið þar og kvitterað í blaðinu. Styrkurinn þyrfti að koma sem fyrst. Ekkja þessi á ntt heima á Aknanesi, og er sunnlenzk. Börnin sögð mannvænleg eftir aldri. þessir hafa þegar gefið í ofan- nefndan styrktarsjóð : — Th. S. Borgfjörð, W’peg ... $2.00 Friðrik Kristjánsson, W’peg 1.00 önefndur, W’peg ............ 1.00 Gísli Gíslason, W’peg ...... 1 00 ■önefndttr, W’peg ........... 2.00 j Kristín Jackson, EIEros .... 2.00 Jóreiðttr Grimsdóttir, Wyn- yard .................. 1.00 ónefnd ................... 0.25 Mrs. Rebekka Johnson, Win- i ndpeg ................ $5.00 Ágúst Jónsson, W’pegosis 2.00 Guðjón Goodman, W’peg ... 1.00 Samtals ....... ..... $18.25 þeir, sem kynnu að vilja gefa í þennan sjóð — og þeir verða vænt anlega margir — geri srvo vel, að [ hraða samskotunum, svo hœgt i verði að senda féð til ekkjttnnar, svo hún geti komið með börn sín hingað vestur á komandf sumri.— Sjóðmvndiinin er inörgum létt verk, — ttm viljann rfast Heims- kringla ekki.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.