Heimskringla - 31.03.1910, Blaðsíða 4

Heimskringla - 31.03.1910, Blaðsíða 4
HaiVBflSlKðll Blf. 4 mmiPEG, 31, MAHZ 1910, Fréttabréf. HOLTVILLE, CAL í febrúar 3910. HeiSraöi ritstjóri. Eg byrja nú á ?crbi, sem mér hefir cót komiö til huyar aö gera, og mjög líklegt er, aö ég fyrir löngu heföi gert það, hefði mér komið til hugar, að ég mundi dvelja svo lengi liér í Californiu, sem raun hefir á oröið. þ>að eru nú þrjú ár síðan ég kom hingað. En fyrst og fremst verð ég að biðja heiðraða lesendar blaösins aö fyrirgefa, þó sumstaðar verði ekki góð íslenzka hjá mér, því það eru næstum 4J£ ár síðan ég hefi veriö meðal íslendinga. En alt tfyr- ir það skal ég reyna að rifja hana upp fyrir mér og lýsa lítilsháttar hvernig hér er. Eg vil aö eins geta þess, aS ég er hingað kominn bara af heppi- legri tilviljun, þó mér af cg til dytti í hug að fara hingað fyrir 6 árum, þegar St. Louis sýningin var. þar sá ég margt, sem dró hug minn til Californíu, og mcðal annars komst ég í bréfaviðskifti við nokkra landsölumenn hér, sem gerðu sér mikið far um, að seuda mér ginnandi lýsingar af landinu hér, sem þó seint, en með tíman- um drógu mig hingað. Og þaö verö ég aö segja, að hlutskifti mitt hér hefir oröið fullkomlega eins gott og ég gat gert mér von- ir um. því hver hefði getað í- myndað sér, að maður á ílœkingi meö tvær hendur tómar, gæti náð sér í bújörð í þessu sólarsæla suð- urlandi eftir jafn-stuttan tíma og ég gerði. Eftir að hafa litast um eftir þess konar, var ég búinn að fá mér land eftir tæpa 3 mánuði. Californía cr óýkjanlegá fögur, enda hefir það orðið mörgum inn- flytjendum að tjóni. Og það skul- uð þið muna, ef þið kdínið til Californíu með peninga, í þeim til- gangá, að kaupa ykkur land, að hér eru fleiri vélabrögð höfð í frammi til að reyna að selja land- skika fyrir afarverð, heldur enn ég hefi nokkurntíma heyrt um að ætti sér stað annarstaðar. En ef þið bara vissuð það, að það er varla það pláss til hér, sem ekki er til sölu fyrir eitthvert verð, — gaetuð þið fljótlega komist að því, að sá, sem selja vill, hefir betri kaup í huga. En hætt við, að nýr innflytjandi, sem hrifinn er af feg- urð landsins, athugi iþetta ekki, sökum van]>ekkingar og ókunnug- leika. Suðvesturlandið er stórt og ó- grynni af nýlendum alt í gegn um það. þar er Indian Reserve hjá Yuma, sem á að opnast 1. marz, og eru þar ríkisvatnsveitingar, er kosta $40.00 á ekruna, en maður fær tíu ára frest til að borga það. Fjörutíu ekrur eru það mesta, sem einn maður getur íengið, svo auðsjáanfega álítur stjórnin þetta land mjög dýrmaett, og óg gæti vel trúað, að 2. marz verði ekki tíu ekrur eftir af þessum 1500, sem opnaðar verða. Ég kom hingað frá San Fran- cisco borg, þar sem ég hafði unnið á skipum, og var vanur að fara upp á morgnana kl. 6 og þvo dekk- ið berfættur, í janúar og desember, úr sjónum eins og hann kom fyrir. En þegar ég kom hingað 1. marz, sólbrann ég bæði á höndum og andliti, svo ég bjóst ekki við að atbera júlí og ágúst hitafla, eti eft- ir að ínaður er einu sinni orðinn vel útitekinn, skaðar sólin mann ekki, þó hitinn sé oft 120 stig í skugga. það er svo þurt og hreint loft hér, og eitt hið heilsusamasta pláss, sem til er, enda eru læknar að Senda sjúklinga sína hingað úr öllum áttum, einkum þá, sem ganga með tæringu á hæetulegu stigi eða Catarrh, og sannleikurinn er sá, að mikill hluti af dalbúum hafa komið hingað þannig á sig kom'nir, éh eru nú búnir að ná góðri heilsu. Sumir hafa sagt mér, að þeir hafi verið í eía um, áður en þeir fluttu hingað, hvort þeir rnundu lifa 2 mánuði, en nú geta ]>eir unnið á hverjum degi. Á sumrin rís sólin nokkuð beint hér, og undir eins og hún er gengin undir á kveldin, er næstum orðið dimt (hún er svo lengi á háloít- inu). Svo við höfum nokkuð jafn- langa daga hér. aldrei mjög langa og heldur ekki mjög stutta. Regn kemur hér mjög sjaldan, og líða oft 9' mánuöir án þess að skúr komi úr lofti, og þar af leið- ir, að jörðin er oft mjög þur. Og til skamms tíma var enginn brunnur í öllum dalnum, sem er yfir 85 mílur á breidd og um 90 mílur á lengd, og hafa margar til- raunir verið gerðar til að ná vatni og tókst það loksins, en grafa varð 800 fet í jörð niður. bað gýs 3 fet í loft upp og er mjög tœrt og gott. Svo eáginlegai var þessi daltir bara eyðimörk með fáeina hungr- aða úlfa, nokkra héra og óteljandi skriðkvikindi, einnig nokkrar trjá- tegundir, svo sem t.d. cactus og þistill, með fáum grænum olíuvið- arbrúskum. En alt þetta hefir tek- ið breytingum, þar sem vatninu úr Colorado ánni hefir verið veitt yfir landið, og með nógu vatni, miklum sólarhita og þessari maka- lanst frjósömu jörð, sem er sii frjósamastá, sem við þekkjum, þá höfum við aldingarða ávexti alt árið um kring, — þrjár uppskerur á ári af vínberjum fíkjum, perum, peaches og mörgum. fleiri mikils- verðum tegundum. Alfalfa hey gef- ur 7—9 uppskerur 4 ári og tonn af ekrunni að jafnaði í hvert sinn. þær appelsínur, sem ræktaðar eru hér, eru þær fyrstu, sem koma á markaðinn, og eru þær sætari, betri og þyngri enn appelsínur ann- arstaðar í Californiu. Pálmatré af ýmsum tegundum vaxa hér. Dates-pálmatréð gefur hér góða uppskeru af dates árlega. íbúðarhúsin eru venjulegast að eins tjöld með brúskþaki, til að draga úr sólarhitanum, og þannig lifir fólkið mjög þægilega allan vet- urinn, því regn er hér mjög sjald- gæft, eins og áður er sagt, og frost mjög lítil. þau frost, sem koma hér, koma í desember, janú- ar eða febrúar ; en dagar eru svo heitir, að nógir hagar eru fyrir skepnur allan veturinn á bygg- og alíalfa-ökrum. þessi dalur er mjög sléttur, með dálitlum halla til norðvesturs, sem gerir þægilegra, að veita vatn- inu yfir. Brautirnar eru sléttar, án gilja eða hóla, og er plássið aðdáanlega fagurt, með f.jöllum að vestan, norðan og austan, og eru sum þeirra um 15 þús. feta há. Eg hefi nokkrar myndir af ýms- um stöðum hér, sem ég hefði gaman af að skifta á við einhvern fyrir póstspjöld «ieð velvöldum myndum á úr háns bygðarlagi. Skepnur gera meira gagn hér en víðast hvar annarstaðar í Cali- forníu. Og þó ótrúlegt sé, þá eru það kindur og svín helztu skepn- urnar, sem aldar eru upp hér til markaðs, og eru þær seldar á öll- um tímum ársins. Hestar þrosk- ast hér fljótt og verða stórir. — Mjólkurkýr eru hér mjög arðsam- ar, sökum grænna haga alt árið um kring. Baðmull af beztu teg- und vex hér, því hér eru engar bleytur til að losa hana áður en hún er hirt, svo ekkert atf 'henni fer til ónýtis. þar sem hún vex, gefur ekran af sér $100.00 fyrir ut- an allan kostnað. Byggi er sáð hér í nóvember, og er það brúkað fyrir haga fram í marz, en slegið í maí eða júní, og fást oft 20 til 40 bu. að jafnaði af ekrunni. 1 júlí er Milo-maís sáð, sem svo er hirt í nóvember, og fæst að jaínaöi tonn af ekrunni af ]x?irri teg- und. Svo það er hæglega hægt, að rækta hér tvær uppskerur af korn- tegundum á ári og hafa bedt á sama landinu í 5 mánuði. Eg held að þetta sé nú orðið nóg í senn, en ef lukkan verður með mér, skal ég reyna að láta til min heyra seinna. Ilannes H. Ármann. Lítil atliu<iasemd nr. 3 EFTIR E. S. WIUM. “Og borgir heiðingjanna hrundu”. þessi orð urðu efst í huga mín- um, er óg las um tjónið og eyði- leggdnguna í Parísarborg. það fer hryllingur um mig, mér finst ég sjái bleikan mannsfingur líða hægt yfir silkitjöldin, — sdki- tjöldin fögru, er ekki geyma þó annað á bak við sig eu rotnun og dauða í hinni margyltu skrauthöll mannfélagsins. — Já, hún er vissu- lega orðin að dauðra manfla gröf, enda þótt yfirborðið sé fagurt og fágað. þegar ég gæti betur að, sé ég að þetta er engin missýning. það eru sömu bleiku fingurnir, er skráðu undra-rúnirnar austur í Babylon fyrir þúsundum ára, á silkitjöldin í hinum glæsilegu hallarsölum Bal- thasar konungs, — og flesta mun reka miinni tÚ, hvað þar fór á eft- ir, hafi þeir annars lesið biblíuna. “Lýgi ei ritar drottins hönd”, svo kvað eitt af skáldunum okkar, og það er sannleikur. “Oig borgir heiðingjanna hrundu”. Svo stendur skrifað í hinni miklu örlagabók mannkynsins, Opinber- un Jóhannesar, 16. kap. þau sýn- ast ætla að rætast þessi orð eins og alt annað, því að þetta mun vera 5. stórborgin, er fengið hefir skell á skömmum tíma. þó er þetta ekki nema ofurlítil hirting ; það er eins og áminning af ástrík- um föður, sem sér að barnið sitt er að verða mesta úrþvætti og ættarskömm, og efni í versta glæpamenn. það harðasta og sár- asta er ennþá hulið í framtíð mannkynsins, — en ýmislegt virð- ist þó benda í þá átt, að þess ilnuni þó ekki langt að bíða. Já, þetta er aðvörun til þjóð- anna í hinum svo nefnda mentaða hedmi, og skamt er nú farið að verða á míllí þessara áminflinga ; ef að þessu heldur fram eftirledðis, sem hingað tdl, geta þær allar ver- ið búnar að fá sína hirtingu á fjórðungi aldar, sem, nú eru allra dýpst sokknar í guðleysi, siðspill- ingu og alls konar fúllifnaði, — en þegar því er lokið, verður líka há- spilinu varpað fram 4 borðið, — eða máske fyrri. Og París er að hrynja, höfuðból heimsmenningarinnar og aðalstöð glæpalífsins, hvaðan flestir og verstir eiturstraumar siðspdllingar- innar hafa runnið út um hedminn í síðastliðnar 2 aldir. Sódóma N'orðurálíunnar, aflstöð tízkunnar og hégómaskaparins er að sökkva í eyðileggingar-bafið. þetta eru miklar fréttir. Spiltari þjóð en Frakkar og spiltari borg en París, hefir máske aldrei verið til á norðurhveli jarð- ar frá því tilvera mannkvnsins hófst lengst fram í kolsvartri forn- öld. þaðan hafa nú á síðari árum borist hinar allra svörtustu lýs- ingar á lííi manna, er nokkru sinni hafa verið í letur færðar. það er mjög l'íklegt, þó að sagnaritarar hefðu verið til á dögum Sódómu Austurlanda, slíkir sem nú, myndi lífernislýsing þeirra borgarbúa alls ekki hafa verið ógeðslegri en Par- ísarmanna. — Máske þekkir þessli spdlta borg sinn vitjunartíma og lætur slíkar ófarir sér að kenningu verða í framtíðinni. þó er það ekki líklegt, til þess er hún alt af djúpt sokkiu í spillinguna. En vitaskuld eiga allar álfur ver- aldar—þar sem hedmsmennángin nær til—sínar Sódóma-borgir, eða fúllifnaðarbæli, en Evrópa og Ameríka hafa þó hlotið þann vafa- sama heiðtir, að eignast þær flest- ar — og verstar. ‘' Og borgir heiðingjanna hrundu”. Svo stendur ritað í hinni miklu og dnlarfullu örlagabók. það hefir verið margra mediniriig, að þessi orð ættu einungis við borgir beiðinna þjóða, þ.e. þeirra þjóða, sem ekki bera kristdð nafn, eða sem ekki hafa meðtekið krist- indóminn í réttri mynfl. En svo er þó ekki. það eru að eins hinar kristnu þjóðir, sem hér er átt við, og þeim eintim ber beiðurinn—ef nokkur er—af því að hafa hlotdð þetta “heiðna” sérkenni nafn 'í spádómsritum biblíunnar. — Allir vita, að Gyðingar eru dreítðir víðsvegar út um hin kristnu lönd mentaða heimsins, , en ekki meðal villiþjóða jarðarinnar. þeir verða samankallaðir þaðan á sínum tíma víðsvegar að “úr löndum beiðingjanna” og “borgum lteið- ingjanna, — safnað saman í oitt “úr beinadalnum”, þegar þeirra löngu og ströngu útlegð er lokið, og leiddir aftur heim í landið sitt sögufræga. þá er Guðs dómi full- nægt! Eg held að hinni kristni heámur ætti ekki að vera mjög mikið upp með sér af því að vera nefndur “beánadalur’’ í sjálíri biblíunni, því ednmAtt nafnið bendir oss ótvírætt á það, að hinn kristni lýður sé þá ekki orðinn annað en beinagrind, skræld og skinin, eins og líkatns- leyíar í dauðra manna grölum. það er alveg sama, hvað þedr eru nefndir á tungumálum hedmsins, hvert þeir heita Prótestamtar, Presbyterar, Katólikar, Únítarar, Campbellistar, Universalistar eða eitthvað annað, því samt eru þeir allir í “beinadalnum” á líkinga- máli biblíunnar. Hún gerir þar á engan greinarmun, og við því er heldur ekki að búast, því hið al- skygna auga drottins verður ekki blekt með yfirborðs litprýði eða fágun, né skynhelgi hræsninnar. I-íann sér í gegn um allar grímur mannkynsins, úr hverju efni, sem þær eru gerðar. En frá þessum beinadalsbúum á þó loks hdn útvalda drottins þjóð að frelsast, svo hún ekki verði hluttakandi í hörmung og eyði- leggingu hins spilta og fráfallna lýðs. þá haía Gyðingarnir að fullu úttekið sína hegningu fyrir það þeir grýttu og líflétu spámenn sina, og krossfestu og smánuðu frelsara mannkynsins. En þá kemur að hinum síðari, sem enn minna hafa sér til afsök- unar en Gyðingarnir, er unnu sín hermdarverk óvitandi, en ekki af meðfæddri grimd og eðlisspillingu, — þá kemur að því, að hinn kristni heimur fær að svara fyrir sínar saktr, og þá getur ekki þekk- ingarleysið verið “skjól eða vörn fyrir skálkinn”, er refsibrandur hinnar eilífti réttvísi leiítrar yfir höfðd hinnár hrokafullu kynslóðar, er útskúfaði og grýtti frelsara sinn og lífgjafa vísv-itandi. “þá mun exin ríða að rótum trjánna, og hvert það tré, sem ekki ber góða ávexti, verða nppliöggvið”. það getur verið gott fyrir hinn nafn-kristna heim, að taka þetta til íhugunar. Gyðingar eru nú þeg- ar byrjaðir að flytja úr “beina- dalnum” heitn tdl “fyrirhoitna landsins", er drottinn gaf feörum þedrra fytír mörgum öldum, og sá heimflutningur mun halda áfram á komandi árum. Sjá, ég kem skjótt og hefi með mér endurgjaldið handa sérhverj- um, eftir því sem hans verk verða (Op. 22 kap.). Smávegis. 68 milíónir kíló (kíló—2 pd.) af hrísgrjónum, var étið á Frakklandi árið 189-5. Tuttugu árum siðar var eyðslan helmingd minni. Verð hrísgrjóna hafðd ainnig minkað um fjórða- part á þessum 20 árum. Hrísgrjóna íramleiðslan í nýlend- um Frakka hafði einnig vaxið úr 2% •mil. kílógr. upp í 65 mtl. kg. þessi sömu 20 ár. Hrísgrión liafa að geyma álíka mikla næringu og hita fyrtr líkamann eins og hveiti. “Eldhúss-skáldsögur” er stund- um gróðavegur að gefa út. Bóka- útgefandi í Berlín gaf út skáldsögtt í 150 heftum á 10 aura hvert. Af fyrstu heftunum 5 seldust 17-5,000, en af því síðasta 13,000. Samt íékk hann 200,000 krónur í 10-eyringum fyrir sögun-a, og þar eð úrgjöldin voru ekki nema 130,000 kr., varð gróðinn 70,000 kr. Af því fékk söguhöfundurinn 6000 kr. Hve langt heyrist þrumuhljóð- ið? Sé miðað við það, að hljóðið þarf 3 sekúndur til að berast yfir eina röst (kilómeter), heyrist þrumuhljóðið vanalega í 20—25 rasta fjarlægð, en þó hefir það komið fyrir, að þrumuhljóðdð hefir heyrst 2 mínútum eftir að eldingin sást, eða í 40 rasta fjarlægð. !••••« R08LIN HOTEL llð Adelaide St. Winnipeg Bezta $1.50 á dag hús í Vestur- Canada. Keyrsla ÓKeypis milli vagnstððva og húasins á nóttn og degi. Aðhlynnimg hins bez-a. Við- sUift! Isler.dine-a ósbest. ÓLAFUR Q. ÓLAFSSON, íslendingur, af- greifllr yöur. llelmsækjin hann. — O. ROY, eigandi. A. 8. HAKi»AL Selur llkkistur og annast um átfarir. Allur útbánaður sA bezti. Enfremur selur hauD al.skouar minuisvarOa og legstaina. 12lNenaSt. Phone 806 HEI3IHI4 Itl lill 0g TVÆB skemtilegar sögur fánýir kaup- endur fvrir að eins í?. OO Giftingaleyfisbréf selur: Kr. Ásg. Benediktsson 528 Simcoe St. Winnipeg. --THE---- “Arena” Þessi vinsæli skautaskáli hér f vesturfcænum er nú opinn. Isinn er ágœtur. 18da Mounted Rifles Band Bpilar á Arena. KAKLM. 25c.—KONUR l5c. Chas. L. Trebilcock, Manager. JIMMY’S HOTEL BEZTU VÍN OG VINDLAR. VlNVEITAHI T.H.FRASER, ISLENDINGUR. : : : : : Jamos Thorpc, Eigandl A. S. TORBERT ’ S . RAKARASTOFA Er 1 Jimmy's Hótel. Besta verk, ágæt verkfæri; Rakstur I5c en *H4rskur0ur 25c. — Öskar viöskifta íslendinga. — MARKET HOTEL 146 PRINCESS ST. P. O'CONNELL, etgandi, WINNIPKQ Bezvo tet undir af vioföngum og vljidi .am, aðhlynuing góð húsið endnrbætt Woodbine Hotel 466 MAIN ST, Stffiisea Billlard Hall 1 NorOrestnrlandlBV Tlu Ponl-bnrð,—AUkonar »fn og rindlar Glstlnj, og fœOl: $1.00 á dag og þar yflr Lennon A Hcbb Eigendur. Á beztu heimilum hvar sem er f Ameríku, þar munið þér finna HEIMS- KRINGrLU lesna. Hún er eins fróðleg og skemti- legeinsog nokkuð annað fslenzkt fréttablað f Canada 206 SÖGUSAFN IIEIMSKRINGLU þau héldu áfram. Skamt frá dysinni lá skógar- stígur þvert yfir þjóðvegdnn, og Móritz var staddur á þessum gatnakross, þegar tveir menn komu ríð- andd í hendingskasti og með þeitn fáeinir veiðdhundar. Áður en Móritz gat kdpt móðu sinnd til hliðar, var þedm slengt ndður af hesti annars mannsins. Mað- urinn tók ekki edtir þessu, eða vildd ekkj taka etftir því, en hvarf óðara inn í skóginn. En Móritz hafði þekt þá, — annar þeirra, sá, sem reið hestinum er feldi þau um koll, var Eberharð greiifi, en hinn var faðdr litlu stúlkunnar, sem hann bjargaði einu sinni. Móritz meiddist ekkert og stóð strax upp, en móðir hans lá í yfirliði með djúpt sár á höfðintt. Haun leit í kringum sig en sá engan mann. Hann rak upp hátt hljóð aí örvilnan og reiði, tók móður sína, bar hati-a til hliðar við vegduu og lagðd hana þar niður í grasið. Nú heyrðist veiðdlúðra hljómur. Móritz leit upp og sá skrautbúinn vedðimanuahóp ríða í sömu átt og hina tvo menudna. Kn-ginn þedrra tók eftir drengn- um, sem lá á hnjánum hjá móður sinni, sem eí til vill var deyjandi. Sár örvæntdng greip sálu drengs- ins. * t “Móðir mín, elskulega móðir mín”, kallaði hann, og vætti andlit hennar með tárum sínum, “átt þú nú að deyja, troðiu niður undir hestafótum hinna ríku, liinna voldugu. Ó, nei ... Vaknaðu, vaknaðu”. En hún vaknaði ekki. “Hvað á ég að gera ? Hjálp, hjálp! ” Móritz kallaði oins hátt og hann gat, en engdnn kom. Úr sárinu rann blóðið með hægð ofan í grasið. Móritz hnepti frá sér trevjunni og vestinu, reif stóra pjötlu af skyrtunni sinni og batt um sárdð eins vel og hann gat. Spratt svo á fætur, sótti vatn í húfunni sinni og skvetti því á andlit móður sinnar. FORLAGALEIKURINN 207 Dálítið lífsmerki kom í ljós hjá vesalings kon- unni, hún opnaði au-gun og stundi. “Hún lifir -ennþá’’, sagði Móritz, og horfði á hana skjálfandi af angist, “en hvert á ég að fara með hana. ... Himneski guð, hvar fæ ég hjálp og að- stoð?” “Iíjá mér”, var sagt á bak við hann. Móritz sneri sér við. Jakob Kron stóð frammi fyrir hon- um. “Aí stað”, sagði Móritz ákafur, “frelsaðu móður mína, og ég skal endurnýja eiðinn, sem þú tókst af mér, þegar ég var ungur, — Hanndbals-eiðinn gegn lidntim ríku”. “Gott”., svaraði Jakob kuldalega, “ég skal gera það, sem ég get. Héðan er ekki nema steinsnair að tómum kcua, þangað skulum við flytja móður þína, og svo skulum við sækja prest og læknir”. Með aðstoð Móritz tók Jakob konuna í fang sér og giekk eítir stig, sem lá inn í skóginn. Fjórða atvik. # ^ það var kominn dagverðartími. í einu rjóðri í skóginutn voru tvedr þjónar að raða niður matnum á dúka, sem láu 4 grasdnu. í nokkttrri fjarlægð heyrð- ust skot, hundagelt og lúðrahljómur, “Pierre”, sagöi annar þjónninn, “Kér er -ekkert kampavín”. “Jú — jú, ég hefi hérna körfu með kampavíni og Xcresvíni, sem greifanum þykir svo gott. Sjáðu”, og um ltið tók hann upp flösku og sýndi félaga sín- um. “Hefirðu margar af þessu tagi, Pierre?” spurði hdnni. “Tíu. Svo hefi ég margar af portvíni, rinskvini og epiavíni”. 268 SÖGUSAFN HEIMSKRINGLU “I>að er ekk-i nema sanngjarnt, Pierre, að við smökkum á sælgætinu. Finst þér það ekki?” “Jú, í sannleika, en það eru litlar líkur tál þess. Greifinn hugsar að eins um sjálfan sig”. “Finst þér þá ekki”, sagði hinn og tók flösku úr köitfunnd, “að við æt-tum að hjálpa okkur sjálfir ? Hver heldur tölu á flöskunum ? Ekki gerir húsbónd- inn það". “Heldurðu það?” sagði Pierre, leit í kring um sig og hlustaði. “J'á, það er auðvelt að ná tappanum úr þessari”. “Ekki geri ég það”, sagði Pierre, “en þú Jean?” “Ég ekki heldur”, svaraði Jean, og sleit þó stál- þrá&Lnn, sem hélt tappanum. “Hana þar fór hann”. Tappinn þaut upp í loftið og dál'ítið af víni skvettist á föt Jeans. Hann setti flöskuna á munn sér og drakk ofan í hana hálfa, rétt-i hatta svo að fé- laga sínum, sem sá um geymsluna á því, sem eftir var. “S-jáðu nú”, sagði Pierre, og kastaði flöskunni inn í runna, “þurkaðu af fötunum þinum og svo skul- um V'ið gefa merkið að alt sé tilbúið”. Jean blés í hornið, það var merkið. Veáðdmenn- irnir komu á stangli, sumir með veiðifeng, aðrir tóm- hentir. “Skoðum við nú til”, sa-gði Eberharð, sem var e-inn af hinum fyrstu, “erum v-ið nú allir komnár ? Nei, fáedna vantar enn, en við því verður ekki gert, það var umsamið, að bíða ekki. Fáðu þér pláss, barún Ehrenstam. Angela, seztu hjá mér, engillinn mittn. Barún Y., seztu hjá lautinant X. Sko, þarna koma fleiri veiðimenn. Velkomnir herrar. Glösin eru fuU". Veiðimennirnir bundu hesta sina við trén, og lögðust svo rólegir ndður í grasið. FORLAGALEIKURINN 209 Crispdn og Angela komu bæði undir eins, og með- an þau bundtt hesta sína, sagði Crispin lágt : “Nú verður drukkið duglega. þegar kátínan er sem mest, læðumst við í burt, leysum hestana okkar og förum. Eg skal gefa þér merki, þegar þú átt að fara. þú verður að fara á undan þangað, sem við ætlum að hittast, ég kem strax á eftir, það tjáir ekki, að við förum hæði á sömu stundu”. “Gott, ég skil það”, sagði Angda. Svo fengu þau sér sæti á moðal hinna. það var mjög skiemtilegur miðdogur, söngur, drykkur og lúðrahljómur á víxl. Eftir dagverðinn, sem nóg vín fylgdi, komu stórar skálar fullar af púnsi, og þa byrjaði glaðværðin fyrir alvöru. Skamt Jtaðan stóð lítill, fornfálegur koíi, og 1 hon-um var deyjandi kona, unglingspiltur og afbrota- maður. Ömur veiðihornanna, hávaðinn og hláturinn barst inn í kofann til hinnar dey-jandi konu, sent lá 1 einu hornánu á hrúgu af grasi og jurtum. “Móritz”, sagði hún vedklulega, “gefðu mér vatn að drekka, ég er svo þyrst”. “Paerre”, kallaði Eberharö, scm var í nokkurra skrefa fjarlægð, “gefðu mér eitt glas af Xeres. þetta púns er mjög go-tt ... en ...” “Móðir mín”, sagði Móritz grát-andi, um leið og liann hélt sprungktni skál að vörttm hennar með vatni í, “segðu að þú ætlir ekki að deyja, og að þu verðir aftur heilbrigð og frísk, annars deyði ég mtfC hér við hlið þína”. “Mér þætti gaman að vita, hvernig kontvnnd og drengnum líður, sem hesturinn þinn slcngdi um kofl 1 sagði Ehrenstam. “þess konar fólk er nú vant aö þola dálítið misjafnt”. “Yesalings kona ...... ógæfusama barn”y sagði Jakob Kron, “voðaleg forlög eru það, sem ásækja

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.