Heimskringla - 05.05.1910, Blaðsíða 6

Heimskringla - 05.05.1910, Blaðsíða 6
bu « WINMPEG, 5. MAt 1910. HEIMSKRINGLA Yíirburða Yottur um HEINTZMAN &C0. PIANO sýnir sig f ým8um atriðum.— Það er engin fals-lýsing, að þetta hljóðfæri sé langt yfir öllum ððrum í tónfegurð og smfða ágæti. — Frægustu söng- og tónfræð- ingar sem ferðast um Canada — fólk með yfirburða þekk- ingu —velja allir þettu Piano. Ending þess og vaxandi tónfegurð með aldri hljóðfær- anna, hefir komiö öllum le'ð- andi söngkenslustofnunum til þess að nota þessi Piano. En bezt af öllum sönnunum er vitnisburður þeirra mörgu þásunda Canada manna og kvenna sem eiga og nota þessi fögru hljóðfæri, og hafa dag- lega ánægju af f>eim. Vér tökum gömul PIANO í skiftum fyrir ný. — Main straetis. Húsiö var 5 tasíui á hæð. Tvær þær efstu brunnu op þakió féll inn, en 3 þær neðri eru lítið skemdar af eldinum. Alt, sem var á efri loftunum, brann, en hitt sem var á þeim neðri, skemdist af vatni. Skaði á vörum metinn 200 þús. dollarar og á byggingunni 3G þúsund. Alt vátrygt. 528 Main öt. — Phone 808 Og f Brandon og Portage La Prairie Frsttir úr bœnum. Mánudaginn hinn 18. apríl voru gcfin saman í hjónahand að Wild Oak samkomuhúsi, Herðubreið, þau : Carl Kranklín Lan<íal, írá Otto P.O., og Hólmfríður Júlíana Jósepsdóttir, frá Wild Oak P.O. Séra Bjarni Thórarinsson fram- kvæmdi hjónavígslu athöfnina. — Fjöldi mauna var þar viðstaddur, veitingiar ágætar og ánægjusvipur á hverjum manni. Hugheilar bless- unarpskir fylgja hinum ungu hjón- um héðan. B.Th. Miðvikudaginn hinn 20. april (síðasta. vetrardag), voru gefin saman í hjóna.band að Marshland P.O. þau : Sigurjón Cl. Árnason og Margrét Sbevcns. Vígslu-athöfn ina framkvæmdi séra Bjarni Thór- arinsson. Brúðkaup þetta var fjöl- ment mjög, veótingar einkar mynd- arlegar og alt fór fram hið bezta. Brúðhjónunum fylgja eánlægar árn- aðaróskir um góða og giftusam- tega framtíð. B.Th. “Walhalla”, stórhýsi það á Sher- brcxike st. sunnan Sargent ave., sem' herra Iíannes Pétursson lév livggja á síðasta ári, var selt í si. viku af herra Sveinbirni Árnasyni, fasteignasala á Beverly st. Ilerra K. P. Ármann, frá Edin- burg, N. D., var hér á ferð í »1. viku og tafði hér fram yfir helgi. Næsti fundur í Menningarfílag- inu verður á miðvikudagskveldið kemur þann 18. þ.m. Ilinn alþekti ræðuskörungur Mr. WAV.Buchanan flytur þar erindi um “Mitt, þitt og okkar”. Fólk ætti að haía þetta hugfast og fjölmenna. “ Kyistir,,, kvæði eftir Sig. Júl. Jóhannesson, til sölu hjá öllum íslenzkum bók- sölum vestanhafs. Verð : $1.00. Til kaups fæst. ZZZZL Thorkell Johnson, Selkirk, Man., vill selja fasteign sína þar í bæ, 24 lóðir í “Block 6”, allar vel um- girtar, með þrisettum vír og sum- staðar fjórsettum. Hús 12x20 með bakhluta 8x24 og kjallara 10x14. Gripahús 12x16 og hlaða 12x16. — Menn snúi sér til eigandans. CnítarasöfnuSurinn ætlar að halda Tombólu mánudagskveldið þann 16. þ.m. Margir góðir og gagnlegir drættir verða þar á boð- stólum, því nefndin gerir sér far um, að vanda til Tombclunnar. Á undan Tombólunni verður skemtilegt prógram, kappræða, einsöngvar o.fl., sem nánar verður auglýst í næsta blaði. Aðgangur að þessari skemtun og einn drátt- ur á Tombólunni kostar að eins 25c. Takið eftir auglýsingu í nœsta blaði. M álrúnir, Fréttabréf. sendar Jónasi J.Daníelssyni til yfir- vegunar, sem mun vera vel að sér i þeim fornfræðum : Máttur hœkkar mararþök, Myrkra lœkkar bani, Öldin smækkar Óðins tök, Eymdir stækka, breikkar vök. Fljótaálfa fylgsnum í Fæstar skjálfa verur, Ilryktir bjálfi haís á ný, Heyra álfar veðragný. Jxinn 28. apríl sl. lézt að heimili sínu í Árnesbygð húsfrú Sigríður Árnadóttir, oiginkon Gísla kaup- manns Jónssonar að Laufhóli. Ilún var á áttræðisaldri. þjófar náðu $200 virði af vörum úr búð á Portage ave. aðfaranótt 29 f.m. Piano Recit I.” Herra Njkulás Ottenson kom frá íslandi til Winnipeg á laugar- dagskveldið var, og með honum þeir 27 vesturíarar, sem getio var um og nöfn birt af í fyrra fclaði. Vel lét hann af þeim viðtÖKum, sem hann fékk hvervetna þai sem hann fór á íslandi, en ill þótti j honum veðráttan þar heitna um J háveturinn. Ilr. Ottenson tóK m,eð , sér á eigin reikning að heiman 8 skyldmenni sín og vini og ser þeiin ; fyrir tryggri atvinnu hér. <— I þess- ■ um hóp kom herra Jón Breiðfjörð, mágur Ottensons, með konu sína og son þeirra hjóna. þiau höfðu dvalið heima 5 eða 6 mánaöa tíma. Nemendur herra S. K. Hall höfðu Piano Recital í Goodtempl- arahúsinu á mánudagskveldið var, fyrir íullu húsi áheyreiula. þetta Recital var betra en nokkurt hinna, sem nemendur hans jiafa áð ur liaft, og sýndi, að nemendurnir hafa tekiö framförum. Ðezt spilaði ungfrú Emma Jóhanneson. Hún sýndi smekkvísi og tiliinning, sem gefur von um góöa framtíð henn- ar, ef hún heldur áfram að stunda þessa list. Lára Blöndal spilaði og vel, og svo gerði einnig Harold Allbut. Yfirleitt má segja, að nem- endurnir hafi leyst verk sín all-vel ai hendi. Maggie Eggetsson er í þeirra tölu, sem lengst virðast vera komnir. Lögin, sem spiluð voru, virtust yfirleitt þannig valin að nemendunum veittist sem létt- ast að spíla þau, og þetta gerði það að verkum, að þó þeim tæk- ist all-vel með “mechanical'’ part- inn, þá vantaði lífið og fjörið, — sálina í music þeirra. Mrs. Hall söng 2 einsöngva með sama snildarsmekk og tilfmningu eins og á fvrri árum. En rödd hennar er nú orðin sem svipur hjá sjón við það, sem áður var, svo er hún miklu veikari og hljóm- minni. En þýð er röddin og fögur, það sem eftir er af henni. Bvggingaleyfi í Winnipeg frá 1. janúár til 25. apríl þ.á. eru að upphæð 5 mifiónir dollara. Á sama tímabili í fyrra námu bygginga- leyfin tæpum 2 milíónum dollara. Herra þórður Jónasson, fiski- maður frá Winnipegoses, kom ný- Iega hér til borgarinnar. Ilann fór héðan til Belkirk og ætlar að vinna þar á frystihúsum í sumar. F.ldur kom upp á föstudags- kveldið var í heildsölu matvæla- húsi þeirra Foley, Lock & Larson á Market' st. hér í borg, austan Islendingar í Gimli bœ minnist þess, að herra Efis G. Thomsen er maðurinn, sem gerir allskonar ut- an- og innan-húss málningu fljótt og vel. Einnig pappírsleggur hann hús og gerir “Kalsomining”. MARKERVILLK, ABTA. 22. apríl 1910. (Frá fréttaritara Hkr.). þá er nú veturinn liðinn og sum- arið komið, og hvernig sem það reynist okkur Alberta mönnuin, þá hefir veturinn verið einn sá bezti, sem við höfum liíað hér. Siðan í janúar hefir, undantekn- ingarlítið, verið bezta tíð. Snjór féll litill, og var allur horfinn um miðjan marz. Svo gerði mikinn snjó rétt fyrir páskana, en tók undir eins upp aftur. Nú um tíma hafa gengið. þurkar og stormar, með nokkru næturfrosti. Samt er koininn nokkur gróður á háleiidi. Hey nóg yfir alt og kvikfé í góðti lagi. Krmgum mánaðamótin >1 var farið að vinna á ökrum. Sán- ingu er nú að mestu leyti fi kið hjá flestum. Hieilsutfar fólks alment nú gott. 1 vetur gekk hér lengi hitaveiki á mörgum hedmilum. Mrs. B. Stephenson, sem lengi i hefir þjáðst af heilsuleysi, var flutt á sjúkrahúsið í Red Deer um síð- ustu mánaðamót ; var gerður á henni holdskurður við botniauga- bólgu, sem tókst vel, og líður henni síðan eins vel og hægt cr að hugsa sér. • Markaður er hér með líflsgasta móti á lifandi skepnum. Fitaðir uxar 5-5Jýc pd. á fæti, gefilar kvíg- ur 4J^c pd., geldar kvr íeitar 4!^c pd. Verð á lifandi svínum stígur óðfluga, 8%—9J4c pd. Hestar hækka samt meira í verði, meir en nokkuð annað. Gott hestapíir fæst nú ekki fyrir minna en frá $400— 600, og jafnvel meira ; er þetta sú j mesta verðhækkun, sem heyrst hef- ! ir hér. Byrjað hafa verzlun á Marker- ville þeir bræður J. O. Johnson og W. S. Johnson, synir Bjarna bónda Jónssonar við Markerville. Skólahús er verið að byggja á Markerville fyrir Markerville skólahérað. Mr. Ásm. Chrisúan- I son hefir samningsvinnu á bygg- ingunni. Lestrarfélagfð Iðunn hafði 1. þ.m. samkomu í Fensala Hall, Markerville. Prógram var : Hluta- | velta, einn íslen/.kur sjónleikur og J tveir enskir smáleikir og dans. Fé- lagið h: tfði í áigóða af samkom- | komunni $27.00. Ég hefi ekki sent Ileimskringlu neitt nú lengi, og er sú orsök til þess, einkanlega, að hér hefir verið tíðindalítið, flest gengið sdnn vana- gang, en að tala um slíkt, er að segja sömu söguna upp aftur. Ég sendi stutta fréttagrein snemma i jan. í vetur, en þeim, sem þá var ritstjóri, sýndist ekki að ljá henni rúm, — annað mál hefði veriö um rímnaerindi eftir Kr.Á.B. Svo óska ég ritstjóra Heims- kringlu og lesendum blaðsins góðs og gleðilegs sumars. — það hefir komist upp, að svertingjar á Cuba undir tforustu herforingja Everisto Estenos, hafa undirbúið upphlaup mikið, sem átti að gera á hvíta menn þar á eynn-i þann 24. þ.m. En samsærið komst upp í tíma til þess að þvi verði væntanlega afstýrt. — Allan línu skipdð “Carthagcn- ian”, sem sigldi frá Liverpool 27. apríl áleiðis til St. John, Ilalifax og Philadelphia, varð fyrir þvi slysi á hafinu, að gangvélin biláði, svo að ekki varð við gert. Var því skipið dregið til baka til Glas- gowi tdl viðgerðar. — Hindúar í British Columbia eru að biðja Ottawa stjórnina um atkvæðisrétt. þeir hafa og sent menn til Englands til þess að fá stjóniiina þar til að skerast í það mál. — þann 25. apríl andaðis: í lon- don, Ont., húsfrú Sarah McCully, 101 ára gömul. Hún var kanadisk að æ-tt og uppruna og var krnnari Sir Chas. Tupper, þcgar har.ii sem drengur g.ekk á sunmidagaskola í Nova Scotia. Nútner 21. af þessa árs Heims- kringlu verður keypt hér á skrif- stofunni. Sex eintök óskast. RÁÐSKONU vantar á íslenzku ekkjumannsheimili í Saskatchewan fylki. — Lítil vinna. — Gott kaup borgað. — Finnið Heimskringlu. Hjúkrunarkona íslenzk óskar eftir atviitnu við að s-tunda sjúklinga. Nákvæmni er á- byrgst, og borgunarskilmálar væg- ir. Heimili: 659 Alverstone St. Áritun Friðriks Sveinssonar, málara, er nú 443 Maryland St. (áður 618 Agnes St.). þetta eru viðskiítavinir hans beðndr að at- huga. Dr. G. J. Gíslason, Physlclau and Surgeon 18 South 3rd Str, Orand Forkt. N Dat Alhygli veitt AUONA, ETItNA og KVERKA SJÚKDÓifUif A- SAifT INNVORTIS SJÚKDÓM- UM og Ul'PSKURÐI - Minnisvarðar úr málmi, sem nefndur er “White Bronze”, eru fallegustu, varanleg- ustu og um leið ódýrustu minnis- varðar, sem nú þekkjast. þeir eru óbrjótanlegir, ryðga ekki og geta aldrei orðið mosavaxnár, eins og steinar ; ekki heldur hefir frost nein áhrif á þá. þ-edr eru bókstaí- lega óbilandi og miklu fegurri en hægt er að gera minnisvarða úr steini (Marmara eða Granit). Alt letur er upphleypt, sem aldrei má- ist eða aflagast. þeir eru jafn dýr- ir, hvort sem þtfir eru óletraðir eða alsettir letri, nefnilega : alt letur, og myndir og merki, sem óskað er eftir, er sett á frítt. — Kosta frá fáeánum dollurum upp til þúsunda. Fleiri hundruð teg- undir og mismunandi stærðir úr að velja. þessir minnisvarðar eru búnir til af THE MONUMENTAL BRONZE CO., Bridgeport, Conn. þeir, sem vilja fá nákvæmar upp- iýsingar um þessa ágætu minnis- varða, skrifi til undirritaðs, sem er umboðsmaður fyrir nefnt félag. Thor. Bjarnarson, BOX 304 Pembina - - N. Dak. 1 t*s i I\g ^ ^e^ur ^úist að það geri annað en eyðast í reyk. því ekki að fá nokkur tons ’af okkar ágætu kolum, og haía á- nægjuna af, að njóta hitans af þetm, þegar vetrarkuldarnir koma. Komið til vor og nefnið þetta bl. D. E. IDAMS COAL CO. YARB5 I NORÐIIR, St'ÐUR, AtsTtROO VH8TUHBCENUM Aflal Skrlfst.: 224 BANNATYNB AVB. Sjónleikur og Dans. TVI. FL. Verður haldinn f etri sal Good Templar hússii.s, mAnudagskveldið 9. maf næstk. (ekki timtud.kv. 5. maf eins og stendur á nðgðiigumiðunum). PROQRAH: 1. FÍÓLIN SÓLÓ.............. 2. “ ÞRTJMUVEÐHIÐ ”, sjðnleikur eftir MARK TWAIN. 3. SÓLÓ..................... 4. DANS TIL KLUKKAN 1. I JOHNSON’S ORCHESTRA SPILA'; FYRIR DANSINUM. BYR.JAK KL 8. ADGANGUR TUTTUGU OG FIMM CENTS G.T.STÚKAN “ HEKLA ” NÝTUK ÁGÖ )ANS 44hh-h-m-k- Umtal um góða skó jjj Meðal annara orða, hafi þér séð vora $4.00 og $5.00 Karl- manna Vorskó ? Vér teljum þá hina allra beztu skó, sem bæg't er að kaupa. Gljá-folaldaleður, ‘‘Velour’’ káJfskinn og “Gun Metal” leð- ur. Alt á nvjum leistum. Allar stærðir og víddir, há- og lág-sniðir. Ryan-Devlin Shoe Co 494 M AIN ST PHONB 770. Viðurkenning-. Ég undrrituð votta hér með independent ORDER OF FORESTERS og sérstaklega st. Fjallkonan, sem dóttir mín sál., Jóhanna B. Eymundsson stóð í,-- mitt innile.gasta þakklæti fyrir að httfa svo fljótt og vel afhent mcr lífsá'byrgð minnar ofannefndu fram liðnu dóttur að fullu — eitt þús- und dollara — ásamt öllum, sem að því studdu. Hnausa, Man., 1. maí lðllO. Steinunn Jónsdóttir. Sveinbjörn Árnason FhnI ei£im*ali Selur húa or lóðir, oídsábyrgöir, og lánar peninga. Skrifstofa: 12 Bank of Hamilton. TALSÍMI 5122. HÚS-TALS. 8695 TIL SÖLU: 160 ekrur af bezta landi, stutt frá j&rnbrautiirstðð. — Fyrsti maður með $7 00 fær hér gðð kaup. — Finnið Skúli Hansson & Co. 47 Alkens’ Bldg. Talsími, Main 6476 P. O. Box 833 Þarft þú ekki að fá þér ný föt? EF ÞAU KOMA FRÁ CLEMENT’S, — ÞÁ VERÐA ÞAU RÉTT Réttur að efni, réttur 1 sniði réttur f áferð og réttur í verði. Vér hðfum miklar byrgðir af fegurstu og b e z t u fata- efnum. — Geo. Clements &Son ötofnaö árið 1874 204 Portage Ave. Eétt hjá FreePress Th. JOHNSON JEWELER 286 Main St. Talsfmi: 6606 ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ : J0HN ERZINGER : • TOBAKS-KAUPMAÐUR. a Erzingor‘s «koriö rovk tóbak $1.04» pundiÖ ^ Hér fá»t allar ueftóbaks-teguudir. Oska ^ eftir bréfiegum pöntxmum. I MclNTYRE BLK.. Main St., Winnipeg ▲ ^ Heildsala og smájaia. J —G. NARD0NE— Verzlar meö matvöru, aldiui, smá-kökur, allskonar sætindi, mjólk og rjóma, söanul. tébak og vindla. óskar viöskifta íslond. Heitt kafB eöa to á öllum tímum. Fón 7756 714 MARYLAND ST. Kjörkaup Ég hefi til sölu 5 berbergja hús fyrir $1360.00, með $25.00 n'iðurborguii og svo $15.00 á mánuði. Svo hefi ég hvort sem er 50 fet eða 25 fet á Beverley St., á vesturhlið, stutt frá Sargent Ave., fyrir að eins $26.60 hvert tet. þekkir nokkur bietra ? Q. J. Goodmundson, Talsími : Main 4516. 702 Simcoe Street. Boyd’s Brauð Brauð vor eru góð af þvl vér notum bezta mjöl og höf- um beztu bakara í Canada í brauðgierðarhúsi voru. Vqx- andi viðskiftavinaJjöldi sanu- ar, að brauö vor eru betri en alment gierist. Vér keyrum þau beim í hús yðar daglega. Bakury Cor.Spence& Portage Ave Phone 1080. Winnipeg Wardrobe Co. Kaupa brúkaðan Karla og Kvenna fatnað,—og borga vel fyrir hanu. Phone, Maln 653* 597 Notre Dame Ave BILDFELL i PAULSON UjQÍon Baok 5th Floor, No. fS^O s«lia hás og lóðir og annast þar aö lát- andi störf; útvogar peuingaláu o. fl. Tel.: 2685 Jónas Pálsson, SÖNGFRÆÐINGUR. Útvegar vönduð og ódýr hljóðfseri 460 Victor St. Talsfmi 6803. DR.H.R.RQSS C.P.R. meðala- og skurðlækuir. Sjúkdómum kvenna og barna veitt sérstök umönnun. WYNYARD, --- SASK. Dr. M. Hjaltason, Oak Point, Man. J. L. M.TII0MS0N,M.A.,LL.B. LÖOFRŒÐINQUR. 25514 Portage Ave. BONNAR, TRUEMAN & THORNBURN, lögfræðingar. Suite 5-7 Nanton Blk. Tals. 766 Winnipeg, Man. p.o.box 223 Anderson & Qarland, LÖGFRÆÐINGAR 35 Merchants Bank Building PHONE: MAIN 1561. MARTYN F. SMITH, TANNLÆKNIR. Palrbalra Iilk. Cor Maln 4 Selklrk Sérfræðingur f GullfylJingu og öllum flðgerðum og tilbún aði Tanna. Tennur drognar 6n s&rsauka. Engin veiki á eftir eða gómbólga. — Stofan opin kl. 7 til 9 á kveldin Offioe Phone 60 44. HebniUa Phone 6462. Húðir og ógörf- uð Loðskinn Verzlun vor er vor bezta auglýsing. Sendið oss húðir yðar og Ioðskinn og gorist stööugir viðskiftamenn. Skrifið eftir verðlista. Th« Lightcap Biile 4 Far Co., Limilfd P.O.Box 1092 172-176 KiagSt Winnipeg 16-9-10 W. R. FOWLER A. PIERCY. I Royal Optical Co. 807 Portage Ave. T*ls(mi 7286. AU*r nútiðar aðfardir eru notaðar við aflcn*skoðau hjá þeim, þar með hin nýJ» aðferð, Skugga-akoðun, sem gjðrey,*■ ðllam igfskunum. — ♦♦♦♦♦♦

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.