Heimskringla - 05.05.1910, Blaðsíða 5

Heimskringla - 05.05.1910, Blaðsíða 5
HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 5. MAt 1&10. B's. 5 Þriðja bréf að sunnan. Herra ritstj. Heimskringlu. Af hendingu rakst ép ,á síöasta hlað Lögbergs (21. apríl), ogi sé ég þar, að öfug snurða all-mikil hefir hlaupið á nefið á Halldóri nokkr- um Jónssyni, af þeirri leifflföldu á- stæðu, að ég hafi verið svo ósvíf- inn, að opinbera í bréfum mínum til yðar stjórnmálabrask þeirra Tafts ojr Cannons. Eins og vant er, þegar slæman málstað er verið að verja, krydd- ar hann ritsirtíði sitt með allskon- ar ónotum og ruddaskap. Brígslar mér um fáfræði, illar hvatir, rang- færslur op ósannindi. Með drambi og fyrirlitningu nembist hann ekki ail-lítið yfir því ógbðfelda verki, að gagnrýna rit- gerðir, sem hann segir að séu í þeim .eina tilgangi samdar, að sverta aðra. “þykir ykkur ekki vera gorgeir í honum, piltar”. En ef nú sá náung.i vildi lækka svolít- ið seglin og stjaldra við á meðan ég tala við hann, þá mun óg geta sýnt bæði homum og öðrum áður en lýkur, að ég fór hvorki með ó- samnimdi mé ramgfærslur í bréfum miuum til yðar. Fyrsrt segir Halldór þessi, að ég hafi ritað bréf þessi í þeim miður góðgjarna tilgamgi, að svifta •Barða Skúlason pólitisku fvlgi ís- lendimga í Norður Dakota. þá fyrst þykir mér nú kasta tólfunum, ef maður má ekki láta í ljós álit sitt um stjórnarbrellur Tafts, Aldrichs og Cannons, án þess að vera að sVifta B.S. póli- tisku fylgi. Að vísu sýndi ég fram á í bréf- um mínum, að Barði væri í sömu klípunni og aðrir uppreistarmenn (Insurgents), að því leyti, að hann fylgdi Taft, sem ég áleit vera falsk an leiðtoga samkvæmt sta'nu upp- reistarmanna. Ég sýndi fram á það ósamræmi í stefnu þeirra, að afnoita Aldrich og Cannon, en húrra fyrir Taft, þar sem hver ó- brjálaður maður hlyti að sjá, að Aldrichs, Cannon - og Taft væru eitt og hið sama. Emla hafa þeir La FolLette, Dolliver, Cummings og fleiri leiðandi uppreístarmenn, kannast við það síðan, að þeir gætu ekki reitt sig á Taft, sem leiðtoga sinn. Ég sýndi einnig fram á, að rep- úblikan ílokkurinn nú á dögum væri svo algerlega í klórn auð- valdsins og cinokunarfélaga, að það væri óhugsandi, að fáeinir uppreistarmenn gætu þar nokkrn umþokað af eigin ramleik ; enda hefir það komið í 1 jós- síðan, að ef Demókratar hefðu ekki fvlkt liði sinu einbeittár með umbótatilraun- fim þeirra (uppreistarmanna), þá hetðu þeir verið sem núll, þegar til framkvæmda kom. Ég skrifaði hispurslaust það sannasta og réttasta um hið í- skyggilega pólitiska ástand hér syðra, eins og það kom mér fytir sjónir, og þó landi vor B.S. tapi þar a£ leiðandi pólitisku fylgi, þá verður það svo að vera, því ég met meira velferð þjóðarinnar í heild sinni en einstaklingsins. (Framh.) Dakota-íslendingnr. V antrausts-yf irlýsing. þann 30. marzmánaðar 1910 var fundur haldinn að Leslie, Sask., til þess að ræða um stjórnmálaá- stand Islands, og sérstaklega um framkomu núverandi ráðherra Björns Jónssonar í Bankamálinu. Til- fundarstjóra var kosinn dr. Sig. Júl. Jóhannesson og til skrif- ara Grímur Laxdal. Eftir að afstaða þessa máls hafði verið rædd og skýrð eftir föngum fyrir fundarmönnum með tilvitnunum til laga frá 18. sept. 1886 og 9. júlí 1909, sem hvort- tveggju virðist benda til þess, að ráðherra í framkomu sinni gagn- vart fyrverandi bankastjórn, hafi gengið íeti framar en lög leyfa, var borin upp og samþykt í einu hljóði eftirfarandi YFIRLÝSING. Sökum þess, að vér viljum vera sannir íslendingar, þótt vér búum fjarri ættjörðu vorri, og Sökum þess, að oss hryggir alt það, sem þjóð vorri og landi voru er til hnekkis og vansæmdar, og Sökum þess, að vér lítum svo á, að Björn Jónsson, núverandi ráðherra Islands, hafi sýnt það og sannað, meðal annars með afskift- um sínum af Landsbahkanum og framkomu sinni við fyrverandi bankastjórn, að hann sé alls ekki þeim vanda vaxinn, sem stöðu hans er samfara, — vottum vér hér með innilega samhygð vora þeim mönnum á Islandi, er krefj- ast þess, að þing verði kallað saman á komandi sumri og ráð- herra embættið - fengið í hendur fœrari manni. Fundurinn ^ákvað ennfremur, að senda fundargerð þessá til birting- ar í blöðunum : Lögberg ogHeims- kringlu í Winnipeg, ásamt Lög- réttu, Norðra og Isafold* á íslandi Fundargerð upplesin og sam- þykt. Fundi slitið. Leslie, D. u .s. SIG. jtL, J ÓHANNESSON, fundarstjóri. ' GRÍMUR LAXDAL, skrifari. V------ Opið stjórnmálabréf - TIL — Dr. Sig. Júl. Jóhannenonar. (Framhald). I.ÍTILL 'ÚTÚRDÚR. Finst þér það nú mjög ámælis- vert, þó vT.-ísl. blöðdn færu ekki að ílytja álíka merkilegar og sannar fréttir og þetta ? þú ámælir v.-ísl. blöðunuin fyrir hlutdrægni í þessu máli, og kemst svo að orði : — “Verstu ákæru- og skammagreinar mótstjórnarblaðanna voru birtar h v e r á f æ t u r a n n a r i, en svörin við þeim aldrei birt, — eða örsjaldan. Með öðrum orðum, blöðin hér vestra kolnu fram eins og einhliða keyptur eða kigður málafærslumaður, sem reynir af ítrasta megni, að sverta annan málspartinn, án tillits til, hvor hafi rétt fyrir sér og hvor rangt. Vilji menn efast um jætta, vísa ég þeim á Lögb., Hkr. og Baldur, á meðan baráttan stóð yfir haima”. Hvað Ilkr. snertir eru þessi um- mœld blátt áfram sagt ósatt mál. Ég hefi alla Hkr. meðan bardag- inn stóð yfir hér á borðinu fyrir framan mig, og ég hefi leitað og leitað, h\Tort ég findi j. henni grein- ar um þetta mál, er hún hefði tek- ið upp úr ísl. blöðunum, en get ekki fundið e i n a e i n u s t u. Jjær eru ekki til, þó leitað \ræri með logandi ljósi. Heimskringla byrjar afskiftá sín af þessu máli með því að birta frv. orðrétt — ekki sýndi það hlutdrægni — og þá getur liún með nokkrum orð- um um mótspyrnu þá, er frv. hali fengið á Islandi hjá ýmsum blöð- um og flokkum þar, ocr hvað helzt sé að því fundið, en bætir svo viö af sínn eigin, að sér finnist fleira athugavert við frv., og telur það svo upp, og rökstyður um leið. Alls einu sdnni er getið um það í íslandsfréttum, að svo líti it, sem frv. sé að tapa fylgi heima, og að embættismannaflokkurinn þar muni bíða ósigur við kosningarnar. — þessar fréttir mun ég hafa skrifað, og reyndust þær að öllu sannar. He.imskringla flutti á þessum tíma skammakvæði um H.H., en einnig lofkvæði til hans, og hún n e i t - a ð i að birta skammagrein, er henni hafði borist um Jón Ólafs- son, og sem víst var að mestu um afskifti hans af þessu írv.-máli. Af þessu geta menn séð, hvað Hkr. var hlutdræg. En hún flutti greinar eftir mig og aðra V.-ísl. á móti frv. og Hafsteins flokknum, og það er ekki hægt, að telja henni það til syndar, nema hægt sé að sanna, að hún hafi nedtað greinum af hinna hálfu, en blaðdnu mun ekkd hafa borist neinar grednar frá Hafsteins-liðum hér — þessum sár- fáu —, þeim hefir þ á ekki fund- ist það “skylduverk”, að hlaupa undir bagga með honum og verja hann og stefnu hans, en þ á lá honum þó mest á, að fylgjendurn- ir lægju ekki á liðd sínu. Oft er þörf, en þá var nauðsyn. Heimskringla flutti líka að sjálf- sögðu skýrslur og samþyktir úr hinum ýmsu bygðarlögum, sem fóru á móti H..H. og stefnu hans. Fregnir af öðrum fundum og sam- þyktum var ekki um að ræða. — ójú, Hafsteins-liðar munu hafa reynt fundarhald, að edns í Winni- peg, en fóru þar þær aumustu hrakfarir, er hugsast geta. Hvort að þessi hlutdrægnis að- dróttun getur heimiærst upp á hin blöðm, skal ég ekki um segja, með því ég hefi þau ekki við hendina. þau eru víst heldur ekki í vand- ræðum, að svara fyrir sig sjálf. En ekki man ég til, að ég sæi í þedm greinar um þetta mál, er orðréttar væri teknar úr íslenzkum blöðum. BARDAGA-AÐFERÐINNI ER iialdið Afram. þiað hefði nú mátt ætla, að Haf- stein og flokkur hans hefði séð það sitt vænsta, að br.eyta um bardaga-aðferð, þegar þeir höfðu rekið si^ á, hve rækilega þjóðin kastaði blekkingunum og ósann- indunum á nasir þeim, í kosning- unum 1908. Enda hefði það verið eina ráðið til að ná hylli þjóðar- innar aftur. _En það var nú ekki því að heilsa. Hafsteinn sat graf- kyr við völddn, þó þjóðin væri bú- in að kasta honum á dyr. Veitti | hvert embættið á fætur öðru dygg.um flokksmönnum sínum, og þaulseta hans var varin bæði af honum sjálfum, og fylgjendum hans, þar á meðal af höfuðósann- indamanni landsins (Jóni Ólafs- synd), öðru nafni “þóri þögla”, — með rangfærslum og ósannindum. Seinast greip II. H. til þessara vopnia í Höfn, er hann skýrði frá því meðal annars, að mótflokkur sdnn væri margklofinn. Hann fékk að þreifa á því litlu síðar. Að vísu skal ég játa það, að mótflokkurdnn fór óhyggilega að ráði sínu, að hafa ekki vissan, á- kveðinn ledðtoga, er sjálfsagður væri að taka við völdum, ef flokk- urinn ynnii kosningarnar, eins og tíðkast í öðrum löndum, og það hefði H.H. getað haft sér t 1 af- sökunar í stað ósanminda. En þeg- ar á þing kom, átti hann að segja af sér þvingunarlaust, það hefði honum verið sæmra .en sitja og þrjóskast, þangað til ílokkur meiri hlutans neyddist til að reka hann frá völdum. LENGI GETUR VONT VERSNAD. Síðan II.II. slepti völdum, hefir þó framkoma flokksins og blaða hans stórum versnað. Níðið, róg- urinn og ósannindin, er þau hafa flutt um einstaka menn og mál- efni síðan, er víst dæmalaust. Ilcr eru öríá sýnishorn : þegar B.J. frá Vogi var skipað- ur viðskiftaráðunautur í sumar er leið, ætluðu blöð. Ilafsteins (og Lögr. þó ekki síst) að rifna út af því, að hann einn ætti að fá ö 11 launin, er ætluö væru i fjárlögun- um til “viðskiftaráðunauta”. Sé það rétt hermt, að lagastafurinn í fjárlögunum nefni “viðskiftaráðu- n a u t a " (fleirt.), þá var auðvit- að fjárlagabrot, að veita e i n u m manni alt féð. En Lögr. marg- endurtók það, að Bjarni ætti að fá a 11 þetta fé. Litlu síðar seg- ir sama blað, að Björn Kristjáns- son hafi fengið 40'0 kr. af þessu fé til -eitanfarar í fyrrasumar, og um jólaleytið i vetur scgir sama blað, að Einar Iljörleifsson hafi fengið 2000 kr. af þessu viðskiftaráðu- nautsfé, til að fara til Danmerkur til að segja “ósannindi fyrir stjórn ina, — með öðrum orðum, til að ljúga. Báðir þessdr menn hafa bor- ið af sér, að þeir hafi fengdð eyris- virði af opinberu fé til þessara ut- anfara, annar (B.Kr.) fór að eins í sínum eigin erindum, en hinn (E. II.) sendur af félagi og á kostnað þess til Parísar. En hvernig Lögr. fer að koma því heim, að Bjarni hafi fengið alt þetta fé og B.Kr. 40,0 og E.H. 2000 kr. af því, fæ ég ekki skilið. þessi margsögn sýnir svo áþreifan- lega, að blaðið er að fara með ó- sannindi, léleigustu tegundar, aö eins til að rægja þá menn, er hér eiga hlut að máli. Og blinda held- ur hún lesendur sína, ef hún í- myndar sér, að þeir taki ekki eftir þessu. þegar Lögr. gat um gufuskipa- samndnginn í fyrrasumar, sagði hún berum orðum, að ráðh. hefði samið um þessa 0000 kr. aukagetu til Thorefélagsins fyrir 10 ár, í stað þess, að það er að eins um 2 ár (fjárhagktímabilið), en með þessari aðferð fékk blaðið upphæð- ina úr 12 þús. kr. upp í 60 þúsund kr. það var svo sem tilvinnandi, að fimfalda upphæðina með ósann- indum, ef hægt var að villa al- þýðu. Sama blað bar það fram — til að rægja B.J. frá Vogi — að hann vœri svo illa að sér í þýzku, að hann gæti ekki skrifað í blöð á því máli, — mann, sem í fieiri til- íellum hefir þýtt þung ísl. kvæði (að máli) á þýzka tungu, og lofs- orði verið lokið á. Nokkru síðar neyddist blaðið tdl, að birta yfir- lýsingu frá þýzku blaði, er B.J. ritar helzt. í, að það taki með þökkum hverja grein, er B.J. '“sé svo góður að senda því”. Sama blað (Lögr.) flutti langa gredn, er kallaðd það flokksbitlinga þó útkjálkahéruð landsins — er alt til þessa hafa verið látin sitja á liakanum, með allar umbætur og þægindi, en þó borgað hlutfallslega alt, sem gert hefir verið í landinu í þessa átt — fengju læknir nær sér en verið hefir, vegspotta eða brú á edtthvert vatnsfallið. Öf- ugri, ómannlegri og ranglátari hugsunarbátt, en fram kemur í þessu, er ekki hægt að hugsa sér. Sama blað bar það út og var með dylgjur um það hvað eftir annað, að ráðherra hefði lofað Thoreféla.ginu % milión kr. láni úr Landsbankanum. Á þessu var japl- að — tdl að sverta ráðh. og fél. lijá þjóðdnni — þangað til Thor Tulinius lýsti því sjálfur yfir, að þet'ta væru helber ósannindi. þá mætti minnast á Jón Öfafs- son í sambandi við iðjuna, er hér hefir verið lýst. Hér eru. tvö dæmi, þau allra nýustu : Vegna árása á Thoreíél. skrifaði herra Th. Tulini- us varnargrein, og kraíðist þess, að Reykjavíkin (sem Jón var þá ritstj. við) birti hana. Meðal ann- ars getnr Th. um það, að Rvíkin hafi sagt, að ráðherra hafi lofað félaginu láni. Eins og áður segir, lýsir Th. þetta tilhæfulaust. Hvað gerir Jónki ? Ilann skrifar atlis. og þykist vera saklaus eins og lambið. Segir að Rvíkin hafi ein- hverntíma á ð u r en hann tók við ritstjórninni s p u r t eitt- hvað í þá átt, hvort þetta gæti verið satt. En fletti maður upp Rvíkinni í n æ s t u viku áður — og á því blaði stcndur: “ritstj. Jón Olafsson” — þá er þessa setn- ingu þar að finna í ritstjórnar- grein : “þarf hann (þ.e. ráðherra) á nýj.um hundruðum þúsunda að halda nú, til þess að gæða með fylgidindlum og vinum ? þarf hann að ganga að löndum sínum með pendngaútlát, nú í peningaleysinu, til að láná-Thorefélag- i n u f é ?’’ Svona var sannleiksástin mikil í það skiftið hjá J.ó. Nokkru síðar breiddi Jón það út í tveimurblöð- um (þjóðólfi og Reykjavik), að Hannes þorsteinsson, fyrv. ritstj. og forseti n. d. hefði tekið alt sparisjóðsfé sitt éit af Ijandsbank- anum, og lagt það inn í Islands- banka. Sagði með breyttu letri, að þ&tta væri áreiðanlegt og “sannfrétt”. þetta átti auðvitað að vera högg á ráðh. og bankann út aif rannsókninni. í næsta blaði þjóðólfs á eftir lýsir H.b. þetta tilhæfulaus ósanndndi. Segist hann hafa lagt peninga inn í I/andsbank- ann nýlega, en ekki tekið eyri út honutn. þetta geti gjaldkeri bank- ans vottað að sé satt. Jón var svo sem ckki að biðja gott fyrir, eöa taka aftur lýgina. Nei, og aft- nr nei. í stað þess heJdur hann látlaust áfram að vaða ósanninda- elginn. Ennfremur mætti minnast á a- rásir þorsteins T.ögréttu-ritstj., fyrst á séra Ilarald Níelsson, s'ið- an á séra Jens í Görðum, og að lokum á séra Ólaf fríkirkjuprest. ísaf.. flutti grein um jólin, meist- aralega vel samda — en því miður undir dularnafni — er sýnir straumana, er Ilafsteins flokkur- iun veittd inn í ísl. þjóðlíf, þegar hann stofnaði blöðin Lögréttu og Norðra, sem reynslan hefir sýnt að eru aðal-saurblöð landsins, og setn ,að nokkru leyti liefir verið sýnt hér að framan, — þó ekki nema lítilfega. Greinin endar á því, að prestastéttin ísl. eigi heimting á vita, hvort biskup landsins og leiðtogi andlegu stéttarinnar sé virkilega meðútgef indi annars eins blaðs eins og Lögr. þetta var auð- vitað hverju orði sannara. En Lögr. fann, að hér var stungið á kýlinu, og ræðst því að séra H.N. og segir, að skömmin skuli skella á honirni sem greinarhöfundi, og þetta er gert með ruddalegum orðum. þegar II.N. hefir skýrt frá að hann eigi ekki greinina, þá er séra Jens lagður í ednelti, og beg- ar það stoðar ekki, þá séra Ólaf- ur. Ef þetta er ekki o.fsókn, þá er hún ekki til. Út af síðustu viður- eign þeirra séra Haraldar Níels- sonar og þorsteins Gíslasonar verður ekki annað séð, en þ.G. sé brjóstumkennanlegur. Skylt er að geta þess, að II. Hafstein virðist ekki bedulínis per- sónulega eiga sök á þessum sví- virðingum flokksins, en óbainlínis á hann það, því raun ber vitni um — annaðhvort, að hann gerir sér ekkcrt far um, að bæta framkomu flokksins, eða þá að hann hefir ekkert að segja, og er það fyrra miklu líklegra. Og ekkert er senni- legra, heldur' enn hann eigi ein- hvern þátt í nafnlausu svívirðu- grednunum, sem blöð flokksins eru full af, og vitanlegt er það, að op- inberan þátt hefir hann tekið í miður sæmilegum æsingum, sem maður í hans sporum hefði átt að vera hafinn yfir. (Medra). 'A. J. JOHNSON. íslands fréttir. Lyfsali O. C. Thorarensen hefir verið beðinn að taka að sér kon- súl-starfið fyrir Norðmenn um stundarsakir, og má ganga að því vísu, að hann verði skipaður kon- súll Norðm.anna á Akureyri, segir í fréttum að heiman. Ekki tókst að ná strandferða- skipinu Laura á flot aftur, og fór björgunarskipdð Geir af Húnaflóa á fimtudaginn 24. marz og flutti með sér um 34) smálestir af vör- um úr hinu strandaða skipi, og sömuledðis póst og farþega vestur og suður. Sagt að enn sé verið að flytja vörur úr skipinu á land á Skagaströnd, en ekki er þó búist við mdklum feng, því betta sem næst, er flest talið litilsvirðd vegna skemda. 220 kjósendur í Barðastrandar- sýslu hafa lýst yfir trausti sínu á ráðherra og mótmœlt aukaþingi. það hefir áður verið ókunnugt, hver þedrra. það var, íslenzku glímumannanna þriggja, setn glímdu í Odessa, sem óeldi Rúss- ann með hnífinn, og sömuleiðis hver þeirra það var, sem slasað- ist í Charkow (þumalfingur gekk úr ldði). Nú er það sannfrétt, að þetta var einn og sami maðurinn, Kristján þorgilsson frá Sökku. Kristján hlaut þó ekkert langvar- andi mcin af meiðslinu og er aftur heill heilsu. apríl hafi orðið 84 srig, og að það sé heitasti aprildagur, sem komið hafi þar í 11 ár. Hveiti og maís i lllinois og Missouri ríkjunum hefir orðið fyrir fcikna skemdum, og a- standdð þó sagt verra í Kansas og Nebraska. í þessum rikjum gr sagt að uppskeran sé eyðilögð á 3 mil- íón ekrum. — Herra Carpentier, einn af meðlimum franska vísindafélags- ins, hefir gert þá markverðu upp- götvun, að nota “gyroscope” á loftbá'tum, til þess að halda þeim í jafnvægi á fluginu. Svo kvað uppfundning þessi vera áreiðanleg, að vísindamenn á Frakklandi, sem gert hafa ýmsar t.ilraunir með hana, staðhæfa, að loftskip geti ferðast mannlaust milli ákveðinna staða. Ekki að eiris heldur þessi nýja up'pfundning flugvélum í jafn- vægi í loftinu, heldur fer vélin hægt og sígandi til jarðar, ef svo ber út af, að aflvélin bdlar eða hættir að ganga, af því að kringl- an snýst lengi eftdr að aflvélin er stönsuð. — Ellistyrksvei.tingarnar á Bret- landi hafa sýnt, að Irar fá helfing af öllum ellistyrknum, bó þeir séu helfingi færri en Skotar og 7 sdnn- um færri en Bretar. þetta sannar, að fólk verður langlífara á írlandi en annarsstaðar á Bretlandseyjum þrátt fyrir fátæktina bar. Fréttabréf. IINAUSA, MAN. 30. apríl 1910. Vetur þessi, sem néi er liðinn, var hinn bezti, setn menn hér muna eftir, hvað tiðarfarið snertir. Fyrii jól la-gð mikinn snjó á jörð, og getur varla heitið, aðaunað hafi sn.jóað í vetur. ísinn á vatninu var alt af varasamur til umferðai á ýmsum stöðum, því bæði voru frost með vægara móti, og svo hlífði snjórinn, svo að ís varð með þynsta móti. ísinn leysti hér al vatninu 15. þ. m. (en 1. júní i fyrra), hann fer vanalega um 20 maí. Kosniug í sveitarráðið, í st iö Gunnsteins sál. Eyjólfssonar, fói fram 4. þ.m. og vann Tómas Björnsson á Geysir með einu atkv Móti honum vótti Jón S. Nordal. Brvggjur 2 í Árdalsbygð og 1 við Rivertown liafa verið bygðar ytu Icelanddc River á þessu ári. Sögunarmyllur eru 5 hér í svei:- inni, og hafa allar nóg að gera. I þessum mánuði flutti Eggert bóndi Stefánsson sig tneð fjl skvldu sína frá Geysir vestur að Pine View P.O., og eru margir, sem sakna lians héðan. þann 22. þ.m. andaðist Guðlaug Guðmundsdóttir, ekkja Einars sál. Einarssonar, sem bjó á Geysir ; hún var góð og vinsal kcn i. þann 23. þ.m. gi tist Mr. Björn Doll ungfrú Maríu Eiríksdóttur, frá Icelandic R iver. Ivaupir Mr. Doll gistihúsiö á Ilnausum og er seztur þar að. \ Líðan manna er yfirleitt góð. Hey nægjanleg, og þó sumir væru tæpstaddir e.ftir grasbrest þann, sem víða varð hér í fvrra, þá eru þó tnargir vel staddir. Bóndi einn ‘ misti í eld í vor um 6 kýrfóður, í Árdal, og annar um 6 í Vjf irbygð. Jörð var svo þurr strax eftir að snjó lej^sti í vor, að varasamt var að kveikja í, þó ekki væri nema sinu, að ekki gerði skaða. O.G.A. JÖN JÓNSSON, járnsmiður, a8 790 Notre Dame Ave. (horni Tor- onto St.) gerir við alls konar katla, könnur, potta og pönnur fyrir konur, og brýnir hnífa og skerpir sagir fyrir karlmenn. — Alt vel ai hendi leyst fyrir látla borgun. Til sölu. ágæt bújörð, 160 ekrur að stærð, milu frá Mozart, 90 ekrur eru plægðar. 300 dollara timburhús, góð fjós fyrir 30 gripd, stórt korn- geymsluhús, gott <>g mikið vatn í brunni, 4000 trjám plantað við byggingarnar, og vírgirðing alt í kring um landið (2 vírar). Frekari upplýsingar fást hjá TII. JÓNASSON. P.O. Box 57 Wynyard, Saskj JOHN DUFF PIjPMBEB, gas andsteam FITTER Alt vel vandaft, og ver&iö rétt 664 No.-r Dame Ave. WinnipeK Phone 3815 The Fa rmer’s Tradinsr Co. Friðrik Sveinsson, MÁLART, hefir verkstæði sitt nú að 245 Portage Ave. — herbergi nr. 43 Spencer Block — beint á móti pósthúsinu. Hann málar myndir, leiktjöld, auglýsingaskilti aí öllum tegundum, o. s. frv. — Heámili : 443 Maryland St. J óh an na! ’Olson PIANO KENNARI 5&7 Toronto St. Winaipeg Fréttir. — Til New York kom þann 1. þ. m. I Thorn Baker, sá sem fann up.p aðferðina til þess að senda myndir með talsíma. Hann hefir um nokkur ár stöðugt sent mynd- ir milli London og Parísar. Hann segist nú vera búinn að fullkomua svo aðferð sína, að senddng myuda rnilli fjarlæigra staða með ritsíma sé algérlega áreiðanleg. Herra Baker kemur nú hér til álfu í þeim erindum, að k\Tnna Bandaríkja- mönnum þessa uppgötvun sína og fá hana viðtekna þar í landi. Mr. Baker staðhæfir, að hann getd sent myndir ekki að eins með ritsíma, heldur einnig með loftskevtaaðferð inni, — sent myndir í loftinu. — Frost og þurkar, sem gengið hafa undanfarnar vikur yfir mik- inn hluta af Bandaríkjunum, er sagt að hafi orsakað þúsund milí- ón dollara skaða á ökrum bænda. Fyrst voru stórhríðar og frost- hörkur, sem eyðilögðu kornteg- undir, aldini og baðmull, og eftir það komu stejrkir hitar og þur- viðri, svo að það skrælnaði, sem ekki haíði frosið. Fregn frá Chi- cago segir, að hitinn þar þann 30. (ItLAlli á ItOi K) HAFA ETNUNgIH BESTU VÖRUTEGUNDIR. Einu umboðsnienn fyrir :— “SLATKR” Skö(ia pððn. “FIT-RllE” Fatmiðiim. “ H . B. K.” prjrtnafélagið. “HELENA” pils ojg 'waist’ kven fatnaði. Bestu mntvönitegumlir. “ DEERING ” aknryrkju verkfæri o, s. frv. Beztuvörur Lágtverð Fljót og nákvæm afgreiðsla. Farmer’s Trading Co., THE QUALITY STORE Wynyard, Sask. Shervm-WilliaDts PAINT fyrir alskonar húsmálningn. Prýðingar-tfmi nálgast nú. Dálítið af Bherwin-Williams húsmáli getur prýtt húsið yð- ar utan og innan. — B r ú k i ð ekker annað mál en þetta. — S.-W. húsmálið málar mest, endist lengur, og er áfcrðar- fegurra en nokkurt annað hús mál sem búið er til. — Komið inn og skoðið litarspjaldið.— Cameron & Carscadden QUALITY naRDWARB Wynyard, — Sask.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.