Heimskringla - 29.06.1911, Qupperneq 2
2. BLS.
WINNIPEG, 29. jtNl 1911.
RKIMSKRINGLA
Heimskringla
Pnblished every Thnrsday by The
Ltd
Verö blaösins 1 Canada og Bandar
|2.00 nœ Ariö (fyrir fram boraaö).
Beut til Islands $2.00 (fyrir fram
borgaö).
B. L. BALDWINSON
Editor át Manager
Office:
729 Sherbrooke SVreet, Winnipeg
BOX 3083. Talsími Qarry 41 10.
Samvinnufélögin bresku
J>að eru tvö heildsölu samvinnu-
íélög á Bretlandi : Enska heild-
ntölufélagið og Skozka heildsölufé-
lagiS. Jpessi tvö heildsölufélög
kaupa fyrir og selja til fjórtán
hundruð smásölu samvinnu eða
kaupfélaga þar í landi, og í þeim
14 hundruð kaupfélögum standa
2J4 mil'ón hluthafar, sem samtals
234 milíón hluthafar, sem samtals
karlmenn, konur og börn — sem
þannig eru sameinaðir viðskifta-
vinir heildsölufélaganna.
þessar 8 milíónir manna éta,
drekka og klæðast eingöngu þeim
vörum, sem keyptar eru i smá-
sölubúðunum, sem kaupa varning
sinn frá heildsölufélögunum. Allur
sá gróði eða hagnaður, sem af
þessari verzlun ieiðir, gengur rak-
leiðis til viðskiftavinanna. Stærð
og umfang þessa mikla verzlunar-
lýðveldis er nálega óskiljanlegt.
Ííkkert verzlunarfélag í heimi get-
ur jafnast við það. Verzlun þessi
öll, í heildsölu og smásöln, er nú
orðin yfir fimm hundruð milíón
dollars á ári, og á síðast liðnum
40 árum hefir verzlunarmagn þess
verið meira en tíu þúsund billíón
dollars virði.
þess ber að geta, að þessi mikli
fjöldi samlagskaupenda a Bret-
landi, sem aðallega eru af fátæk-
ara hluta alþýðunnar, hefir sýnt
að þeir hafa vitsmuni, þekkingu og
íélagslega hagsýni til þess að reka
sjálfir verzlun fyrir sjálfs sín hagn-
að, sem nemur tíu þúsund bilíón-
um dollars, án hjálpar hinna
miklu verzlunarfræðinga hins
brezka veldis. Og án þess aS sækja
fé til auðmanna, hafa þessir hygnu
alþýðumenn og konur varið spari-
fé sínu svo nemur 200 miiíónum
dollars, og hafa haft í þjonustu
sinni og borgað vikulega kaup til
meira enn hundrað þúsund verka-
fólks. Verkföll hafa þar engin orð-
íð og engin gjaldþrot né verzlunar-
tap fvrir vanskil einstaklinga hefir
ekki verið svo teljandi sé. þessir
2lA milíón hluthafar hafa sjálfii
stjórnað öllu starfinu og farist
það prýðilega vel.
þegar ég var að íhuga og kynn-
ast þessum samfélagsbúðum á
Bretlandi og írlandi, byrjaði ég
athuganir mínar á smásolubtiðun-
um, af þvi að þær eru undirstaða
allrar þeirrar miklu verzlunar-
hreyfingar. Smásölubúðirnar eru
stofnaðar á óbrotnum en áríðandi
grundvelli. Nokkrir húsraðendur,
sem búa í sama bæ eða sveit, taka
sig saman um að kaupa nauðsynj-
ar sínar í samlögum. þeir kaupa
sykur, te, brauð og aðrar nauð-
synjar í stórkaupum, og skifta
þeim svo með sér með smásölu-
verði. þeir kaupa máske 10 þús-
und pund af tei á 30c pundið, og
selja sér svo aftur sjálfir á vana-
legu smásöluverði, fyrir 3fic pund-
ið. Búðinni er stjórnað sparsam- 1
lega og með nákvæmni ojr afleið- 1
ingin er sú, að hagnaður \ erður á
þessari verzlun. þessnm gróða er j
skrft upp meðal viðskiftavinanna í
réttum hlutföllum við hvers eins ,
verzlttn. þessi aðferð tryggir það,
að allur verzlunarágóðinn gangi til
víðskiftavinanna, og það er l*rn-
steinn alls kaupfélagsskapar.
HVERJU SAMVINNU KAUP-
FÉLÖGIN GETA AF.
KASTAÐ.
Hið annað grundvallaratriði er
það, að vinnuféð er alt lagt til af
þeim sem kaupa. Höfuðstóil þessa
kaupfélagsskapar er $5.00 hver
hlutur, og qr hluthöfum greiddir
árlega fastákveðnir vextir df þeim.
Enginn má eiga meira en 2oO hluti
í félaginu, og enginn félagi hefir
meira en eitt atkvæði né minna en
eitt, því allir meðlimir félagsins
verða að vera hluthafar í því. þeir
sem vinna fyrir félagið, eiu vana-
lega bæði hluthafar og viðskifta-
menn. Svo að búðarþjónninn, sem
selur yður eitt pund af kartöflum
— á Englandi eru jarðepli seld í
pundatali — fær ekki að eins
verkalaun sín, heldur einnig ágóða
af hlut þeim, sem hann á í félag-
inu, og að auki ágóða af þeim
vörum, sem hann og fjölskyld hans
kaupa f verzlaninni. Allir hluthaf-
ar eru viðskiftamenn og flestir við-
skiftamenn eru hluthafar. Grund-
vallaratriði búðarinnar er, að við-
skiftavinurinn sé ráðandi.
Hvar sem ég fór um England,
fann ég smáverzlanir þessar
blómstrandi. Sumar voru bó mjög
smáar. Fáar hafa minna en fimtí
meðlimi ; ein eða tvær liafa þó
undir tuttugu. Mörg af félögunum
hafa þúsundir meðlima. Eitt félag-
ið hefir fimtiu þúsund meðlimi, en
það er líka langhæsta talan. En
næstum öll þessara félaga er í
framför, hin smáu sem hin stóru.
Meginþorri þeirra greiða hluthöf-
um sínum 18 til 15 prósent vexti,
og sum jafnvel 18 til 20 prósent.
Vextir þessir eru ekki reiknaðir af
höfuðstól, heldur af kaupum. Um
alt England hitti ég fólk, sem
græddi á því, að kaupa beztu vör-
ur með vanalegu verði.
Ég skildi til hlýtar vtrzlunar-
aðferðina ; ég sá fólkið kom^ inn í
búðina og kaupa vörur sinar ; ég
sá það fá kvittanir fyrir Vaupunum
og við lok ársfjórðungsins sá ég
aftur sama fólkið koma inn í búð-
ina með kvittanir sínar, og fá þá
vexti greidda fyrir þann fjórðung
ársins. Um leið og höfuðatriðin
voru ljós, lá smáverzlunaraðferðin
opin, — öllum skiljanleg.
Heildsalan aftur á móti \ ar örð-
ugri miklu viðfangs. Ilún var of
umfangsmikil til þess að verða séð
í fljótu bragði. Ég dvaldi eina síð-
degisstund í samlags heildsöluliúsi
í London, og það sem fyrir augun
bar, var margt og mikið. Bygg-
ingin var 12-lyft, og öll ioítin voru
full af varningi , ýmiskonar. í
byggingunni vorti einnig raðstofur,
skrifstofur, borðstofur og eldhtis.
þar var fatadeíld og húsgagna-
deild og fjöldi annara deilda, með
öllum upphugsanlegum vóruteg-
undttm, sem ég naumast kann að
nefna. — Fln þrátt fyrir alt, sem
hægt var að sjá í London viðvíkj-
andi samlagsfélögunum — öll stór-
hýsin, búðirnar og verksniiðjttrnar
— þá er það að eins lítill hluti af
því, sem samlagsfélögin eiga í öðr-
um borgum, svo sem Manchester,
Bristol, Cardiff, Newcastle og víð-
ar. — það er þvf alls enginn hægð-
arleikttr, að fá i flýti glögt vfirlit
yfir stærð heildsöluverzluuar hinna
ensku samvinnufélaga.
Ef þú óskar eftir að fá ljósa
httgmynd um stærð samvinnufé-
lags heildsölunnar, verður þú að
vera hagfræðislega sinnaður og
viljugur að ferðast. Hin miklu
stórhýsi samvinnufélaganna í Lon-
don, eru smávægileg, borin saman
við skrifstofurnar, vörtthúsin,
verksmiðjurnar og bryggjurnar,
sem þau eiga i Manchester. En þó
þú hafir séð London og Manchest-
er, þá hefir þú ekki séð ilt fyrir
bví, og þú hefir ekki séð alt, þeg-
ar þú hefir komið til Newcastle og
séð verksmiðjurnar og hin stóru
vöruhtis þar. í fjölda annara borga
eru himingnæfandi vörtihús og
búðir.
I öðrum borgum eru skóverk-
stæði, klæðaverksmiðjur, niður-
suðu og sætinda verksmiðjur, járn-
verksmiðjur, tóbaksverkstæði og
hveiti mvlnur, og yfir höfuð allar
þær verksmiðjur og verkstæði,
sem hægt er að nefna, ncma öl-
fanga- og víngerðar-hús.
Eftir að þú hefir séð og grand-
skoðað alt þetta, ertu ennþá ekki
búinn að vita nóg —, þú verður
að heimsækja heildsölukaupend-
urna í Bandaríkjunum, Canada,
Spáni, Hanmörku og Svtþjóð. þú
verður að heimsækja hattakaup-
endurna í París og ávaxta kaup-
endurna á Grikklandi. þú verður
að heimsækja írsku vörugeymslu-
stöðvarnar í Limerick og Armagh;
sömuleiðis stöðvarnar í Esberg í
Danmörku og Denia á Spáni. þó
verður að fara ‘um borð’ á gufu-
skip samvinnufélagsins, — þú verð-
ur að fara til Ceylon, þar sem hin-
ir innfæddu eru að vinna á te-
lendum félagsins. — þegar öllu
þessu er lokið, áttu enn eítir að
kynnast hinni skozku heildsölu-
verzlun. Hún er umfangsmikil, og
er stjórnað af yfirmönnum tveggja
heildsölufélaga, sem hafa ttmboð
fjórtán hundruð þrjátíu og níu
smásölufélaga, sem svo áttur hafa
umboö hálfrar þriðju milíónar
brezkra þegna — Engin undur þó
heildsöluverzlun samvinnufélag-
anna sé yfirgripsmikil og voldug.
Enda er það næstum alt, sem þau
framleiða og eru.
EIGENDUR HEILDSÖLUNNAR.
Líkskurðarmanninum fitist fíll-
inn jafn auðveldur sem maurinn,
og þegar þú ert orðinn fyllilega
kunnur stærð heildsölunnar, finnur
þú, að auðvelt er að sundurliða
hin ýmsu atriði. Heildsölubúðin er
samkundtihöllin, en smásölubuð-
irnar eru steinarnir, sem hún er
bygð úr. Hún er ríkisheild, en smá
sölubúðirnar hinir ýmsu hlutar
heildarinnar.
Undirstaða heildsölunnar og
Smásölunnar er hin sama., nema
að meðlimir smásölun’iar eru
menn og konur, en meðlimir heild-
sölunnar er smásalan. Hcildsalan'
er bandalag af smáverzluuum. EU-
efu hundruð sextíu og þrjár smá-
sölubúðir eru í bandalagi við hina
ensku heildsölu, og tvö hundruð
sjötíu og sex smásölur eru í sam-
bandi við hina skozku heildsölu-
verzlun. Og eins og smásölubúð-
irnar láta viðskiftamennina fá á-
góðann af smásölunni, eins lætur
heildsalan smásölubúðirnar fá á,
góðann af heildsölunni. I smásöl-
unni kaupir hver viðskiftangutur
með þúsund annara viðskiftanauta
að baki sér. 1 heildsölttnni kaupir
hver viðskiftanautur með milíón
annara að baki sér.
Smásölufélögin eiga heildsöluna.
Sérhver smásölubýð í hluífalli við
meðlimi sína, leggur til stofnfé
heildsölunnar, og fær ákveðna
vexti af þeim höfuðstól. Smásölu-
verzlun með þrjátiu og sex þús-
und meðlimum tekur fleiri hluti
en smásölubúð, sem telur fimm
þúsund meðlimi, og fær því hærri
vexti af höfuðstólnum. En aðal-
vextirnir samt sem áður, eins og
hjá smásölubtiðunum, iara til
kaupendanna. Ef heildsalan selur
tíu sinnttm meira til einnar búðar
en annarar, þá fær sú búðin, sem
meira kaupir, tíu sinnutn meiri
vexti.
(Meira).
GAMAN ER AÐ BÖRNUNUM-
Um Nova Scotia kosuingarnar
verður Lögbergi skrafdrjúgt í sl.
viku, og telur spár Hkr. r.m þær
ekki hafa ræzt, jafnframt því sem
Lögberg segir Murray stjórnina
þar hafa unnið frægan sigur. En
ekki gerði blaðið hina mtnst.u til-
rgun til þess að sýna, hvar frægð-
in lægi í fyrir stjórninni, að tapa
við þessar kosningar þremur ráð-
gjöfum sínum, og að missa alls 6
sæti í þinginu frá því sem hún áð-
ur hélt þar. Fullue helfingur allra
ráðgjafanna (stjórnarinnar) léll og
þess utan nokkrir fylgismenn henn-
ar, og þetta þrátt fyrir það, að
Laurierstjórnin hafði tim 130
bryggjusmíði og önnur iimbóta-
verk þar á prjónunum nteðan á
kosningunum stóð, beinlínis til
þess að tryggja Murray st.jórninni
nú sigur og sfðar sjálfri sér þar
eystra. það er enginn minsti vafi
á þv:, að þetta hafði þau áhrif,
að stjórnin þar hangir cnn við
völdin, að öðrum kosti heí«5i hún
algerlega fallið, — og ekki þ.ó svo
mikið vegna starfsemi hennar
heima fvrir, eins og vegna þess, að
gagnskifta samningar Ottawa-
stjórnarinnar við Bandaríkin eru
svo illa þokkaðir þar eystra, að
stór hluti Liberala þar ft snúinn
á móti flokki sínum — þeirra
vegna ; þess vegna féllu fuUttr helf-
ingur af ráðgjöfunum og nokkrir
þeir aðrir, sem áður fylgdu Liber-
ölum að máli í þinginu. — Hkr.
fær ekki betur séð, en það sé ó-
satt, að Murray stjórnin hafi hlot-
ið f r æ g a n s i g u r við þessar
kosningar. þvert á móti i rfir hún
mikillega tapað við þær, þó ekki
yrði tapið nægilega mikið vi' þess
að hún misti völdin. Að hún held-
ur þeim ennþá er að þakka þeim
3 miliónum dollars af ríkisfé, sem
nú er verið að eyða þar til brj-ggju
og annara smíða.
Grand Prairie og
Peace River.
Granard, Lesser Slave Lake,
9. júní 1911.
Herra ritstjóri.—
Svo margir báðu mig að láta
sig vita, hvernig mér 1,‘tist á
Grand Prairie og Peace River hér-
aðið, að ég hefi afráðið að biðja
þig um ofurlítið rúm í Heims-
kringlu.
Ég fór af stað frá Winnipeg til
Edmonton þ. 1. maí. 1 Edmonton
dvaldi ég nokkra daga ; mér leist
svo vel á mig þar, að ef ég ætlaði
mér að búa í bæ, þá mundi ég
vilja taka mér þar bólfestu. Bær-
inn stendur hátt og er að mínu á-
liti reglulega fallegur bær. Einnig
hlýtur hann að eiga mikla framtíð
fyrir höndum, með alt þetta uorð-
vesturland lítt bygt á bak ' ið sig;
enda er hann í miklum uppgangi
nú sem stendur. það eru að eins
þrjár íslenkkar fjölskyldur þar :
S. Swanson, Indriði Tónsson og
Jón Jónsson, og líður þeim öllum
vel. Ég er hissa, að ekki skuli
vera fleiri Islendingar þar.
Frá Edmonton fór ég til Edson.
Ekki lízt mér neitt vel á mig f
því þorpi. þaðan fór ég 11. maí á-
leiðis til Grand Prairie. það er um
200 mílur vegar, alt í gegnum
skóg ; brautin ,var höggvin sl. vet-
ur, og er hún alveg ófær með æki.
þar eru brúarlausar ár, voðalega
brattar hæðir og mosaflóar, tré-
stofnar bæði þéttir og háir o. s.
frv. Margir höfðu fariö af stað
með fiutning sinn og gekk þeim
hörmulega illa ; sumir höfðu mist
hesta sína og komust ekkcrt. Aðr-
er biðu eftir að brautin batnaði.
því stjórnin hefir marga menn að
vinna við að bæta hana, en hún
verður ekki fær fyrir æki þetta
sumar. En með þvi að gera við
í hallanum hlýtur þar nð verða
góð vetrarbraut. þeir, sem hugsa
til að fara þessa feið td Grand
Prairie, ættu því að fara luusir og
liðugir fyrst og velja sér kndið og
flytja svo flutning sinn að vetrin-
um. Ég var í ferð með Mr. Taft ;
hann hefir lest af áburðarhestum
og reiðhestum á brautinui, setur
hann $48-00 fyrir aðra leiðina, eða
$60.00 fyrir báðar. Við v ,rum 9
daga á leiðinni. Ég eyddi nokkr-
um dögum í að skoða Grand
Prairie, og yfirleitt leist mer mjög
vel á mig þar. Landið er að
mestu leyti öldumyndað í'roUing).
það er talsverður skógur hingað
j og þangað, en finna má halfar og
1 heilar ‘sectionir’ með mjög litlum
skógi. Jarðvegurinn er \ firleitt
mjög frjór og sumstaðar að mínu
áliti of frjór, því Seinna ‘móðnar’
í mjög frjófum jarðvegi. Svarta
moldin er frá fi—7 þml og ‘clay’
þar undir ; en þar sem lrjórri
jarðvegurinn er, er það 'gumbo’-
kent. Sumstaðar hefir jörðin og
brunnið af sléttueldum og skógar-
eldum, en ekki held ég nóg til að
skemma. Dálitið grjót er sum-
staðar á hæðum, en ekki , r það
mikið. ‘Alkali’ sést þar ekki. Við-
ur er þar nógur til bygginga og
eldsneytis, og kol er hægt að ná í
á nokkrum stöðum n’eð hægu
móti. Tvær sögunarmylnur eru
komnar upp, og er óheflaður við-
tr $20.00 þúsundið. Loftslag held
ég sé lítið eitt mildara en í Mani-
toba. Flest það fólk, sem þar er,
hefir sest að á ár eða vatnsbökk-
um ; hafa því mjög fáir brunnar
verið grafnir og því lítið revnt
með vatn. Sama er að segja með
frost. það má heita, að að eins
einn maður hafi stundað nokkra
jarðrækt að mun. Hann sagði mér
að hafrar hefðu aldrei skemst að
mun af frosti. Ilveiti hcfir litið
verið reynt nema smáblettir í
fyrra, og sagði hann ] c.ð hefði
ekki frosið og gefið 50 I.ush. af
ekrunni ; það var hausthcciti. —
Allar afurðir bænda cru t góðu
verði ; t. d.: hafrar eru trá $1.50—
$2.00 bush ; smjör 50c pundið, egg
50c dúsinið, kjöt 15c pd. í stór-
haupum. Aftur á móti, ef bóndinn
þarf að kaupa út úr búð þar, þá
er hveiti $5.50 til $10.00 hver 100
punda sekkur og sykur 25c pundið.
Öll niðursoðin vara er 5fic hver
kanna. Naglar eru 25c puudið. En
bóndinn kaupir ekki mikið þar úti.
þeir sækja sínar vörur til Edmon-
ton að vetrinum, og þó þeir hafi
þurft að fara í kring hjá Atha-
basca Landing, Slave Lake og
Peace River Crossing, um 500 míl-
ur, þá hefir það orðið þeim ódýr-
ar, en að kaupa nauðsynjar sínar
þar úti. En hér eftir geta Kir far-
ið til Edson, sem er meira en
helmingi styttra ; og svo eru nú
nýjar búðir að koma upp, og
heyrði ég talað um, að ' öruverð
væri að lækka ; en ég held að af-
urðir bænda haldist í góðu verði
næstkomandi 2 til 3 ár, því fólkið
flykkist inn svo ótt, að þuð verð-
ur ekki nærri nóg af þeim til að
nægja þörfum þess. 'l'il dæmis
voru 30 heimilisréttarlönd .ckin á
einu degi og 14 S. A. Scrip. Og
yfir 30,000 ekrur voru tcknar á
2 vikum, og alt af heldur straum-
urinn áfram.
Frá Grand Prairie ferðaðist ég
j til Dunvegan, sem er fyrir norðan
I Peace River ána. það er mjög fall-
! egt land þar niður með ánni að
norðan, en hræddur er 'g um, að
það verði nokkuð langt, þangað
til járnbraut fer yfir þá á þar í
grend ; bakkarnir eru um 8u0 feta
háir frá hávatnsmarki, og svo er
j áin breið að því skapi. það eru
einar tvær eða þrjár smá hveiti-
mölunarmylnur með fram ánni,
svo menn geta fengið sitt eigið
hveiti malað. Engin s.\ oleiðis
mylna er enn í Grand Pravrie, en
búist er við hún komi bráðlega.
Dagar eru hér vesturfrá býsna
langir ; eiginlega er nóttin ekki
nema þrjár klukkustundir.
Við Peace River Crossing hitti
ég landa vorn, herra Anderson ;
hann er undirforingi (Sargent) í
R.N.W.M.P. Hann lifir þar eins og
bióm í eggi með konu sinni og 2
i börnum. Hann er rausnarlegur
j heim að sækja, og hafði ég skemt-
j un af að koma til hans. Hann er
| búinn að vera í þessu Norðvestur-
1 landi í 25 ár. Herra Auderson
sagði mér, að það væri landi ein-
hversstaðar á Grand Prairie, fyrir
stuttu kominn að heiman, og
hefði hann unnið fyrir sér á leið-
j inni þangað til hann kom þangað
I vestur, mállítill hvað ensku snerti,
otr hefði náð sér í land. I m nafn
i hans veit ég ekki, en vel gert af
honum hver sem hann er.
Tóbak-Yísindalega meðferð þess
TILBÚNINGURINN. — Tóbak er jurt, og eins og allar
aðrar jurtir þarf undirbúning til majnnlegTa nota. það er eins
mikill munur á réttilega tilbúnu tóbaki og blöðkutóbaki eins
og á hrárri eða hæfilega soðinni fæðutegund. Sósan er tóbak-
inu það sem suðan er íæðunni, eða ólgan víninu. NEFTÓBAK
ER VÍSINDALEGA TILBUIÐ TIL MANNANOTA.
Hversvegna tóbaks notendur kjósa Danskt
framar öllu munntókaki:
það er tilgert tóbak í þess hreinustu mynd.
það er keim-betra og hel dur styrkleik sínum og keim.
það er drjúgt af því það endist betur. það dregur ekki at-
hygli, því það er ekki tuggið — að eins sett milli .munngómanna
það eftirskilur kælandi smekk í munninum. það er tó-
bak vísindalega tilreitt til mannlegra nota.
Gæði og hreiuJeiki ábyrgstur.
Kaupmannahafnar Munn-Neftóbak er gert af bezta og kröft-
ugasta blöðku-tóbaki, að við bættum þeim efnum, er hafa sömu
eiginleika og blöðku-tóbaks hreinsaður keimlögur. Tilbúningur-
inu viðheldur tóbaksgæðunu m og hrekur remmuna úr laufinu.
ADVÖRUN
Takið að eins lítið í mun n, — annars finst yður máske tó-
bakið of kraftmikið.
Danskt Munn-Neftóbak er smá korn af hreinu, sterku munn-
tóbaki. þess vegna veitir það betur kraft sinn, en blöðku tó-
bak eða stórskorið tóbak, rétt eins og smámalað kaffi gefur
kraftinn frá sér betur en grófmalað.
COPENHAGEN SNUFF
Er heimsins bezta
munntóbak
NATIONAL SNUFF COMPANY, LIMITED
900 St. Antoine St., HONTREAL
Frá Peace River Crossing keyrði
: ég til Granard, sem er við vestur-
j endann á Slave Lake. Á þeirri
leið er mest alt skógur, og ekki
held ég að það sé neitt til muna
af akuryrkjulaudi í kring um
Slave Lake, en talsvert er þar af
hey og beitilandi. Hér er ég að
I biða eftir bát, sem á að faxa yfir
: vatnið til Athabasca I.anding, og
‘ svo keyri ég þaðan til Edmonton,
Ferðakostnaður þessa leið er :
frá Edmonton til Athabasca Land-
ing $8.00 ; frá Athabasca Landing
til Granard $15.00 ; frá Cranard
til Peace River Crossing $8.00 ; frá
Peace River Crossing til Grand
Prairie $10.00. þessi leið er um
| 500 m lur Kostnaður hér .itn bil
sami og frá Edson, en vegir mikið
betri.
Landar, sem hyggja á að fara
hingað, hvort heldur til Grand
Prairie eða Peace River, :-vttu að
vinda hráðan bug að því, þar eð
innfiutnmgurinn er mikill oo þvi
betra að koma fyr en seinna. Ég
! hefi tekið ‘Scrip’ land í Grand
Prairie, og býst við að fara frá
Winnipeg með fjölskyldu mína í
kring um 1. júlí. Éf tinhverjir
vildu verða með, þá gæti cg má-
ske leiðbeint þeim eitthvað. Póst-
hús mitt þar úti verður Grand
i Prairie P.O., og verður mig að
finna á Sect. 6 T. 73 R. 5 W. 6. —
Aðal landskrifstofa fyrir ])vcta hér-
! að hefir verið við vesturendann á
j Slave Lake, nm tvö hundruð mil-
' ur frá Grand Prairie, en cftir 15.
i júlí næstkomandi Verður laudskrif-
I stofa komin í Grand Prairie. Sím-
i skeyta lína er frá Peace River
| Crossing, og er verið að leggja
hana alla leið til Grand Prairie.
Póstur gengur aðra hvora viku,
en bráðlega búist við vikulegum
póstgöngum.
M. G. GUÐLAUGSON.
einasta íslenzkt heimili, enda er nú
þegar útlit fyrir, að svo virði-—
Verð ritsins $1.50 um ánð cða íyr-
ir öll 12 bindin.
Öll bréf til mín sendist til : 378
Maryland St., Winnipeg, Man., —
þangað til ég ráðstafa öðruvísi í
blöðunum.
Winnipeg, 22. júní 1911.
Magnás J. Skaptason
St. Paul Symphony Orchestra.
1 Nýleqa stóð grein í blaðinu Free
Press, er sýndi tekjur og gjöld St.
Paul Symphony Orchestra á síð-
asta ári. Greinin er að því leyti
I fróðleg, að hún sýnir, að alþýða
manna er enn ekki komin á það
stig, að metajsöngskemtanir slíkra
félaga eins og þær eru verðar. því
víst má telja, að félag þetta sé
skipað góðum söng- og hljóðfæra-
leikenda hæfileikum. En kostnaður
félagsins á siðasta ári varð svo
mikill, að beint peningatap þess af
árs-starfseminni nam nálejra 34
þúsundum dollars.
Nákvæmlega talið stóð reikning-
urinn svona :
Kostn. fél og stjórnanda $42,996-70
Laun sérstakra spilara...l 6,195-00
Augl., póstgjald o.fl... 2,565.03
Húsaleiga ............... 3,615.40
Skrifstofu og stjórnar-
kostnaður .......... 4,184.38
Músik og fleira .......... 964.05
Hið nýja íslenzka
mánaðarrit.
Söfnun áskrifenda til hins ís-
lenzka mánaðarrits, sem ég undir-
skrifaður ætla að fara að yefa út,
! er nú' svo vel á veg komin, að fyr-
| irsjáanlegt er, að ritið Vemur út í
j tiltekinn tíma. Ég vildi pví biðja
samlanda mína um sveitir úti, að
j senda mér nöfn áskrifenda, sem
þeir hafa safnað, helzt fvrir lok
júlí-mánaðar. Vildi ég að bréf öll
til mín yrðu send til : 378 Mary-
land Street, Winnipeg, Man.
þau bréf koma öll til skila, sem
þangað fara, hvort sem ég verð
hér í Winnipeg eða á ferðum úti
um sveitir.
Um fjölda Islendinga hefi ég ekki
vitað, hvar þeir erú niðurkomnir,
eða þá ekki þekt utanáskrift
þeirra, þó ég hafi haft huj>mynd
um verustað þeirra. En þeim
mönnum vil ég benda á það, að
mánaðarrit þetta, sem ég ler að
gefa út, verður 48 bls. af lcsmáli í
hvert skifti. það verður skemtirit
með góðum sögum, fræðandi rit-
gerðum, ferðasögum, myndum af
hinum og þessum lönduin hér
vestra og stuttu æfiágripi þeirra.
I því verða engar deilugrcinir um
pólitík eða trúmál. — Ég vonast
eftir, að ritið komist inn á hvert
Kostnaður alls ... $60,520.56
Inntektir
10 Symphonv Concerts $17,286-35
Almennar samkomur ... 4,621-10
Sérstakir Concerts ...... 1,186.96
Ágóði af vor ‘Festival’ 2,945.80
Tekjur alls ...... $26,740.21
Tap
33,780.35
þetta tap verða þeir menn að
borga, sem tekið hafa að sér út-
hald og myndun félagsins. peir
láta þess getið, að á þessu yfir-
standandi ári verði félagskostnað-
urinn $3600 meiri en hann var síð-
asta ár, og að vænta megi þess,
að tap á árinu geti orðið alt að
35 þús. dollars. Jafnframt vona
þeir, að geta sýnt, að fyrir starf-
semi félagsins á þeim tíma. sem
liðinn er af þessu ári, muni verða
einhver ofurlítill hagnaður, og af
því tnætti vænta, að félagið geri
miklu betur á þessu ári en hinu
síðasta., En það, að umsjónar-
menn félagsins ætla sér að halda
því saman og starfandi, þrátt fyr-
ir tapið á síðastaiári, sýnir, hve
mikið þeir eru fúsir að leggja í
sölurnar, til þess að halda uppi
þessum hljómleika samkomtim ; og
alt í þeirri von, að alþýða manna
muni með tímanum læra að meta
sönglistina, svo að aðsókn að
samkomunum verði næg til þess
að borgá, ekki eingöngn kofnandi
tilkostnað,, heldur einniK þa« tap,
sem nú þegar er orðið.
Félag þetta er nýlega myndað
og því ekki orðið eins vel þekt
eins og Minneapolis Symphony
Orchestra, sem landar vorir spila
í. En með vaxandi þekkingu á fé-
laginu, er vonað, að það muni ná
svo alþýðu hylli að starf þess
borgi sig.