Heimskringla - 28.09.1911, Blaðsíða 6
6. BLS.
WINNIPEG, 28. SEPT. 191,1.
HEIMSKRINGLA
C.P.R. Lönd
C.P.R. LfSnd til sölu, í town-
ships 25 til 32, Ranges 10 til 17,
að báðnm meðtöldum, vestur af
2 hádgisbaug. Þessi lönd fást
keypt með 6 eða 10 ára borgun-
ar tfma. Vextir 6 per cent.
Kaupendum er tilkyntað A. H.
Abbott, að Foam Lake, S. E>. B.
Stephatison að Leslie; Arni
Kristinsson að Elfros; Backland
að Mozart og Kerr Bros. aðal
sölu umboðsmenn.alls heraðsins
að Wynyard, Sask., eru þeir
einu skipaðir umboðsmenn til
að selja C.P.R. lönd. Þeir sem
borga peninga fyrir C.P.R. lönd
til annara en þessara framan-
greindu manna, bera sjálfir
ábyrgð á þvf.
Kaupið þessi lönd nú. Verö
'þeirra verður brdðlega sett upp
KBRR BROTHERS
GENERAL SALES AGEflTS
WYNYARD :: :: SASK.
ÚTBOÐ
Atvinnitilboðum í að byggja
fimm Cottage, rétt vestur
af C. P. R. verkstæðunum
Veitum vcr móttöku.
CLAYDON BfíOS. i
Phone Sherbrooke 700
444 HcMicken St. ♦
Giftingaleyfisbréf
SELUB
Kr. Ásg. Benediktsson
424 Corydon Ave. FortRouge
JIMMY’S HOTEL
BEZTU VÍN OQ VINDLAR.
VfNVEITARI T.H.FRASER,
ÍSLENDINQUR. : : : : :
tlames Thorpe, Eigandl
Woodbine Hotel
466 MAIN ST.
8tw»*sí« Rilliard Hall 1 NorOvestnrlandirr
Tlu Pool-borA.—Alskonar vfn o* vtndl»*»•
Gistin^ og fæOI: $1.00 á dag og þar yffr
l.eitiMtni A Hebb
Eiirendnr.
JOHN DUFF
PLTfMBER, GA8 AND STEAM FITTER
Alt ve’lc vel vandaö, og veröiö rétt
664 Notre Dame Av. Phone Garry 2508
Vfc INMPEG
MARKET HOTEL
146 Princess St.
« móti markaPQon
P. O'CONNELL. efgandi, WINNIPEG
Reztu vfnföng vindlar og aöblynning
póó. íslenzknr veitingamaöur P S.
Anderson, leiöbeinir Islendingum.
Æfiminning.
Aðfaranótt föstudagsins þess 1.
september druknaði við bryggjuua
á Gimli, Man., JÓNAS STEF-
ÁNSSON, einn af fyrstu landnáms
mönnum Nýja íslands, maður
hniginn að aldri og flestum vel
kunnur meðal eldri íslendinga hér
í álfu. þótt á dauða hans hafi
þegar verið minst í blöðunum,
þykir vel hæfa að minnast haus að
nokkrti frekar, með því aS hann
var vel að sér gjör á margan hátt
og einn með fyrstu íslendingum,
er hingað fluttu til lands.
Jónas heitinn var fæddur að
þverá í Blönduhlíð í Skagafjavðar-
sýslu, þann 16. janúar 1845. I cr-
eldrar hans voru þau Stefán Jón-
asson, nú löngu dáinn, og Guð-
björg Tómasdóttir, enn á lífi
rúmra 90 ára að aldri, og dvclur
hjá dóttur sinni, Pálínu, konu
Stefáns Eiríkssonar á Nýjabæ i
Nýja íslandi. — Systkini Jónasar
heitins eru mörg ; auk systurinn-
ar, sem nú er talin, eru 4 á lífi og
húsett í Skagafirði á íslandi :
Björn, Jón, Stefán og Guðrún.
Hjá foreldrum sínum ólst Jónas
heitinn upp. Eftir tvítugsaldur var
hann í vinnumensku um hríð, í
Hróarsdal og víðar, unz hann
reisti bú á Skinnþúfu þar í sýslu
og kvongaðist, en það var sunnu-
daginn fvrstan á Jólaföstii að
hann gekk að eiga eftir lifandi
ekkju sína, Steinunni Grímsdóttur
frá Egg í Hegranesi, árið 1873.
Sumarið eftir (1874) brugðu þau
hjón búi og íluttu alfari af latidi
burt vestur hingað og settust að
fvrst í Ontario, en ári siðar fór
Jónas heitinn með fyrsta landnema
hópnum til Nýja íslands og hygði
fyrst nokkuð norður af Gimli, en
1882 færði sig inn í hæinn og hefir
búið þar síðan.
þau hjón eignuðust 8 börn ails,
dóu 4 í æsku, en 4 eru á lífi : Sig-
tryggur, bæjarráðsmaður á Gimli ;
Eugenie, gift, búandi á Gimli ;
Steinunn, skólakennari í Winnipeg,
og Jónasína, skólakennari vestur í
Melita bygö.
Jónas heitinn var afburða þrek-
maður á yngri árum og vaskleika
maður hinn mesti. Hann var
glímumaður góður, lék sér á skið-
um og skautum, sundmaður með
afhrigðum og ratnur að afli. Er
syo sagt, að á fyrri árum hafi
hann synt milli tanga Gimlivíkur
(um 4 mílur enskar) og hafi það
engir leikið síðan. Ilann var injög
íslenzkur-í anda og taldi hreysti
og hugrekki hinn dýrmætasta arf,
er fallið hefði til íslenzkra óÖala.
Hagur var hann á hönd og tai'nn
góður smiður á tré og járn.
Framan af árum tók hann mik-
inn og góðan þátt í félagsmálum
öllum. Voru trúar- og safnaða-mál
sérstök áhugaefni hans. 1 fámenni
og frumbýlingsskap fyrstu áranna
var hann jafnaðarlegast kjörinn til
þess að ausa moldum þá, er önd-
uðust þar í grend, yngri setn eldii,
og inna af hendi önnur kirkjuleg
störf, er fyrir komu, en ekki varð
náð til prests. Á fyrstu þingum
kirkjufélagsins lúterska mtin hann
hafá setið sem fulltrúi síns bygð-
arlags. Hin síðari ár fór þó hugur
hans að hvarfla út fyrir s\ íð
þeirra trúarskoðana, og nú síðast
taldi hann sig með öllu utan
kirkju.
1 landsmálum fylgdi hann lcrgi
framan af lá-tollastefnunni og l.ib-
eral fiokknum ; en svo fór þar
einnig, að honum féllu alls ekki
ýmsar skoðanir þess flokks. Ilall-
aðist hann mest að kenningum
j Sósíalista síðari árin.
1 sögu og fornum fræðum var
Jónas heitinn mæta vel að sér,
j enda var fornöld íslands hans upp-
! áhald. Ilann hafði ágætt minni og
| námsgáfu góða, kom honum hvt
j sögulesturinn að þess fyllri nut-
um.
1 sjón var Jónas heitinn karl-
mannlega vaxinn, .en þó liðlegur á
vöxt ; dökk-eygur og harð-eygur,
svartur á hár og skegg, framan af
æfi, en nú orðinn hélugrár.
Jarðarför hans fór fram frá ífni-
tara kirkjunni á Gimli föstudaginn
]iann 8. september, og hefir tkki
meira fjölmenni þar áður \ erið
saman komið við jarðarför. Lík-
menn voru fornir félagar hans úr
landnema hópnum fyrsta frá ’75 :
þeir Benedikt Arason, Einar lækn-
ir Jónasson, Eyjólfur Eyjólfsson
frá Winnipeg, Guðni þorsteinsson,
Kristmundur Sæmundsson og Jó-
hann Árnason. Ræðuna flutti séra
Rögnv. Pétursson frá Winnipeg.
Um æfi Jónasar og frá fvrstu
erfiðleikum við byggingu Nýja Is-
lands, mætti mikið fleira segja, en
þess er ekki kostur hér. Oftast
, líka er lítið hirt um það, sem að
■ baki liggur, en meira um það, sem
framundan híður eða er yfirstand-
andi. Eftir hví dæmir almanna-
rómur. Og fyrir sjónum þeirra, er
I kyntust Jónasi heitnum síðustu
árin, var hann gamalmenni, mikið
| gengið, farinn að bila að heilsu og
kröftum, á hallandi æfi að feta
síðustu sporin til grafar. En eiu
ekki þau sögulokin tíðust ?
Blessuð séu hinum aldna norð-
j lenzka íslendingi bústaðaskiftin,
í friðurinn og hvíldin, og dagsverkið
þakka skyldmennin hans og sam-
ferðasveitin forna, er fylgdi honum
| og — fylgir honum innan skamms
til grafar.
R. P.
Norðurland og þjóðviljinn tru
beðin að geta dánarfregnar þess-
arar.
Árið 1900 flutti hann, ásamt Jó-
hannesi tengdasyni sinum, \estur
til Alberta, Canada, og átti síðan
heimili hjá þeim hjónum, Jóhann-
esi og Steinunni.
Jason var trúverðugur maður
gagnvart sér og öðrum. Mat starf
semi miklu meira en ráðagerðir og
ræður, var ákveðinn í trúarskoð-
upum og fastheldinn við kristileg-
ar athafnir. Hann var hraustur
maður að burðum og heilsu og
hélt óbiluðum skilningarvitum
fram að andlátinu, enda bar dauð-
ann að eins og þreytusvefn. Bana-
meinið var hjartabilun.
| Auk áðurnefndra fjögurra harna
lætur hann eftir sig yfir 30 harna-
börn, gerfilegt fólk og hið upp-
hyggilegasta hverri mannfélags-
skipan.
Hann var jarðaður í Tindastóls
grafreiti 18. september. Margir
fylgdu honum til grafar, því öll-
um skilur Kann eftir hlýjar endur-
minningar.
P. Hj.
Jason Þórðarson.
þann 14. þ.m. (sept.) andaöist
hændaöldungurinn Jason þórðar-
son (frá Burnt Lake) í Red Deer,
Alta. — Hann var fæddur í Húna-
vatnssýslu’ á íslandi 25. desember
1834. Kvongaðist rúmlega tvítug-
ur að aldri, Önnu Jóhannesardótt-
ur. Eignaðist með henni 7 bórn ;
tvö þeirra dóu ung, en 5 komust
til fullorðins ára : 1) Ingibjörg,
gift Jónasi Kristjánssyni, að Mil-
ton, N. Dak.; 2) Ingunn, gift kona,
nú dáin ; 3) Björg, gift Tndriða
Reinholt ‘contr'actoi í Red Deer ;
4) Jóhannes, kvongaður Guðrúnu
Jörundardóttur, bóndi að Mozart,
Sask. ; 5) Steinunn, gift Jóhauui
Sveinssyni, bónda að Burnt Lake.
Jason þórðarson reitti fyrst bú
að Vatnsenda í Húnavatnssýslu,
og þar bjó hann þangað til 1874,
að hann flutti vestur um 'haf til
Ontario. Hafði' þar skamma við-
dvöl áððr hann flutti til Nýja Is-
lands, þar sem hann hjó svo í 4
ár. Fluttist þá til North Dakota,
og nam land nálægt Hallson og
bjó þar all-mörg ár. Hér misti
hann konu sína og var eftir það
lengstum hjá Jóhannesi syni sín-
um meðan hann dvaldi þar syðra.
JÓN KRISTINN TH0RARINSS0N
Fæddur 14. júní 18-93
Dáiun 13 ágvst 1911
Burt er nú horfinn hinn blóm-
skrýddi hlynur,
biturri höggvinn dauðans sygð ;
burt er nú horfinn bróðir og vin-
ur,
í blómríkri æsku, úr táranna
bygð.
Prýddur var gáfum og gæfunnar
blóma,
geðþekkur öllum, sem fylgdi’
’ann á leið.
Störf sín jafnan stundaSi af
sóma.
Stuttur var tíminn, er hjá oss
hann beið.
Syrgjandi faðir og sárþjökuð
móðir
særð eru í elskandi hjörtum til
blóðs ;
systkinin trega sárt þreyðan
bróðir,
sem var jafnan búinn til góðs.
Burtu til sólríkra sælunnar
landa
svifinn á vængjum með englanua
sveit.
Burtu til eilífra ódáins stranda
önd hans er horfin í gleðinnar
reit.
Ilorfum ei niður á helmyrkrið
svarta,
þá hörmum vér ástvin, seni var
oss svo kær ; —
lítum upp —, horfúm á ljóss-
heima bjarta,
litfagurt eilífðarblómið þars
grær.
þar munum síðar samvista
njóta
í sælunnar bústaða eilífri ró ;
unun og sælu, sem aldrei mun
þrjóta
ástvinum vorum drottinn þar
bjó.
Vinur syrgjendanna.
Hannyrðir.
Undirrituð vedtir tilsögn í alls
kjms hannyrðum gegn sanngjarnri
borgun. Starfsstofa : Room 312
: Kennedv Bldg., Portage Av., gegnt
Eaton búðinni. Phone: Main 7723.
GERÐA HALDORSON.
MANITOBA
TÆKIFERANNA LAND.
Hér skulu taldir að eins fáir þeirra miklu yfir-
burða, sem Manitoba fyl*<i býður, og sýnt, hvers-
vegna allir þeir, sem óska að bæta lífskjör sín, ættu
að taka sér bólfestu innan takmarka þessa fylkis.
TIL BÖ'NDANS.
Frjósemi jarðvegsins og loftslagið hafa gert Mani-
toba heimsfræga, sem gróðrarstöð No. 1 hard hveitis.
Manitoba býður bændasonum ókeypis búnaðar-
mentun á búnaðarskóla, sem jafngildir þeim beztu
sinnar tegundar á ameríkanska meginlandinu.
TIL IÐNAÐAR- OG VERKAMANNA.
Blómgandi framleiðslustofnanir í vorum óðfluga
stækkandi borgum, sækjast eftir allskyns handverks-
mönnum, og borga þeim hæztu gildandi vinnulaun.
Algengir verkamenn geta^og fengið næga atvinnu með
beztu launum. Hér eru yfirgnæfandi atvinnutæki-
færi fyrir alla.
TIL FJARHYGGJENDA.
Manitoba býður gnægð rafafis til framleiðslu og
allskyns iðnaðar ocr verkstæða, með lágu verði ; —
Frjósamt land ; — margvfslegar og ótæmandi auðs-
uppsprettur frá náttúrunnar hendi ; — Ágæt sam-
göngu og flutningatæki ; — Ungir og óðfluga vaxandi
bæir og borgir. — Alt þetta býöur vitsmunum, auð-
æfum og framtakssemi óviðjafnanleg tækifæri og
starfsarð um fram fylstu vonir. Vér bjóðum öllum
að koma og öðlast hluttöku í velsæld vorri og þrosk-
un. — Til frekari upplýsinga, skrifið :
JOS. HARTNEY, 77 York Street, Toronto, Ont.
JOS. BURKE, 178 Logan Avenue, Winnipæg, Man.
A. A. C. LaRIVIERE, 22 Alliance Bldg., Montreal,
J. F. TENNANT, Gretna, Manitoba.
.1. .1. OOLI>Gi\,
Dep ty Minister of Artricnlture and Immigration, W nnipeg
Meö þvl aö biöja æfinloga nm
‘T.L. CIGAR,” l>á ertu viss að
fá ágætan viufiil.
T.L.
(UMON MADK)
Western USgar Factory
Thomas Lee, eigandi Winunipeg
Winnipeg Renovating
Company
H. Schwartz, Custom Tailor
Sauma f.’it eftir máli mjiig vel
og fljótt. Einnig hreinsa, pressa
og gera við gömul föt.
557 SARGENT AVENUE
Phone Garry 2774
ISLENZKAR BÆKUR
Ég undirritaöur hefi,til sölu ná-
lega allar ísknzkar bækur, sem til
eru á markaðinum, og verÖ að
hitta að I-undar P.O., Man.
Sendið pantanir eða finnið.
Neils E. Hallson.
Sherwin - Williams
PAINT
fyrir alskonar húsmftlningn.
Prýðingar tfmi nálgast nú.
Dálítið af Bherwin-Williams
húsmáli getur prýtt húsið yð-
ar utan og innan. — B rú k ið
ekker annað mál en þetta. —
S.-W. húsmálið málar mest,
endist lengnr, og er áfcrðar-
fegurra ennokkurt annað hús
mál sem búið er til. — Komið
inn og skoðið litarspjaldið. —
CAMER0N & CARSCADDEN
QUALITY IIAUUWARE
VVynyard, - Sask.
Ettareinkennið 199
XL. KAPÍTULI. -
Höggið fellur.
Á leiðinni frá Kap til Knglands, var Grauville
oft að hugsa um það, hve léttúðarfullur Guy \ ar.
það bar ekki á neinni iðran, og að eins einu sinni
mintist hann á lítilfjörleg óþægindi, sem biðu hans,
þegar heim kæmi. Eins og það, að vera heugdur
fyrir morð, væru smáleg stundar ónot.
Stundum héft Granville, að hann væri ekki írieð
öllu viti, því af og til var Guy að ræða um fratntíð-
ar áform sín með mestu ró.
það, sem Guy virtist leggja mesta áherslu á á
heimleiðinni, var skiftingin á Tilgate eignunum. Svo
Granville varð á að álita, að hann væri eins ágjarn
nú og hann var í Barolong landinu við gimsteina-
leitina, en það gat þó ekki verið, því þegar tilrætt
ykrð um Tilgate, svaraði Guy ávalt á þessa l^ið :
“Um þetta efni veit ég að við Cyril erum sam-
mála, við viljum ekki taka frá þér það, sem þú írá
íesku hefir álitið þína eign, og alls ekki reka móður
þína af eigninni. það eina, sem við óskum eftir, er
að ætterni okkar verði opinbert, og að við séum
læddir af löglega giftum foreldrum. Ég veit, að
Cyril heimtar ekki meira en ég, og ég vona að þú
þekkir mig svo að þú trúir mér”.
þeir komu á höfnina í Plymouth að morgni dags,
Og undir eins og skipið kom á móts við yzta oddann,
kom ferjubáturinn til að flytja farþegana á land.
Guy leit yfir öldustokkinn og sá Cyril standa í
hátnum opr bíða sín. Hann veifaði vasaklút sínuin,
200 Sögusafn Heimskringlu
*
en virtist Cyril taka þeirri kveðju sinni kuldalega,
svo hann stakk klútnum aftur í vasa sinn, óánægð-
ur yfir þessari móttöku.
þegar hann sté niður í bátinn af skipinu og ætl-
aði að þjóta í fangið á Cvril, lagði maður hendi á
öxl hans.
“Guy Warring?” sagði hann spyrjandi og alvnr-
legal
Guy fölnaði, en svaraði þó hiklaust : “Já, nafn
mitt er Guy Warring”.
“þá tek ég yður fastan”, sagði maðurinn í á-
kveðnum róm, “ég er lögregluþjónn”.
“Hvað er ég ásakaður fyrir ? ’ spurði Guy, ai-
veg hissa.
“það hefir verið skipað, að setja yður í varð-
hald fyrir að hafa myrt Montague Nevitt hinn 17.
ágúst síðastliðið ár, í bænum Ma bury”, svaraði
lögregluþjónninn.
“Fyrir morð”, hrópaði Guy og hopaði á li.vl.
“Fyrir að hafa myrt Montague Nevitt í Mamburv.
það getur ekki verið meining yðar ? Er Montague
Nevitt dauður ? Er hann myrtur ? Og það í Main-
bury. Hér á einhver misskilningúr sér staö”.
“Nei, í þetta sinn á sér enginn misskilningur
stað”, sagði lögregluþjónninn rólegur, um leið og
hann lét handjárn renna ofan í vasa sinn. “Ef þér
viljið með góðu verða mér samferða, þá skal ég ekki
lá'ta á yður handjárn, en ég skal ráðleggja yður, :ið
tala sem minst um þetta málefni hér, því það st-m
þér segið, getur orðiö fært sen sönnun gegn yður við
yfirheyrsluna”.
Guy sneri sér að Cyril með biðjandi augnaráði.
"Cyril”, sagði hann, “hvernig stendur á þessu ? Kr
Nevitt virkilega dáinn ? Ég hefi ekki heyrt eitt ojð
um þetta fyr en nú”.
það var eins og steini væri létt af Cyrfl, því á
Ættareinkennið 201
sama augnabliki og Guy talaði þessi orð, vissi hann
að Guy var saklaus.
“Hvað þá, Guy”, sagði hann oisakátur, “þú hef-
ir þá ekki myrt hann. þú ert saklaus ! ])ú crt
saklaus ! Ó, í hálft annað-ár hafa allir álitið, að
þú værir sekur”.
Guy leit til hans einkennilega.
“Cyril”, sagði hann, “ég er jafn saklaus af þess-
um glæp og þú og Granville. Ég hefi ekki heyrt
eitt orð um dauða Nevitts, fyr en á þessu augn.v
bliki. Ég veit ekki, hvaða þýðingu þetta hefir, eða
hvað þeir muni gera við mig”.
Um leið og hann sagði þetta, vissi Granville lika
að hann talaði sannleika, enda þótt honum ílndist
það ekki - samræmi við það, sem Guy hafði sagt
honum, þegar þeir voru á ferð am Namaqua landið.
En lögregluþjónninn brosti illilega og sagði :
“Já, lögfræðingarnir verða nú að segja sitt álit
um þetta efni, og þá fáið þér vissu fyrir því, hvort
þeir álíta yður Saklausan”.
LXI. KAPÍTULI.
Hvaða dómari?
Sir Gilbert hafði veriö mjög veikur í marga daga
og Elma útvegaði sér daglega fregnir um ásigkomu-
lag hans, því hún taldi vist, að eina ráðið til að
frelsa Guy væri iðran dómarans, og jafnframt \ ar
húri sannfærð um, að Gilbert mundi aldrei láta
dæma annan mann sekan fyrir glæp, er hann sjálfur
hafði framið.
202 Sögusafn Ileimskringlu
Alt var undir því komið, að Gilbert batnaiii.
Eftir hálfs mánaðar þunga veiki koin læknirinn
eitt sinn og horfði lengi á Sir Gilbert.
“Hvernig líður honum?” spurði lafði Gildcrs-
leeve.
“Hann er betri, þvert á móti von minni”, s.igði
læknirinn, “en hann verður að fara til einhvers bað-
staðar, svo honum batni alveg”.
Sir Gilbert sjálfur var líka fús til að fá sér hvílfl
við einhverjar baðstöðvar. Hann kvað þessa
snöggu afturkomu Granvilles hafa snert taugar sín-
ar meira en nokkrum manni gæti í hug dottið. “Já,
þegar þér sjáið mig núna, getið þér ekki imyndað
yður, að slíkir smámunir myndu hafa áhrif á »nig”,
sagði liann síðast.
“Nú", svaraði læknirinn, “dvöl yöar við bað-
stoðina verður í lengsta lagi vika. Að henai liö-
inni verðiö þcr færum, að rækja embætti yöar
aftur”.
Sir Gilbert fór því til baðstöðvarinnar Spa, og
milli Spa og Craighton skiftust þær á bréfum, El:na
og Gwendoline. Sir Gilbert dvaldi í Spa þangað til
Guy var kominn til Englands og látinn í varðhald.
Blöðin töluðu mikið um þetta væntanlega morð-
mál gegn Guy, sem Sir Gilbert átti að dæma ), ef
hann yrði fær um það, en annars átti Atkins ilóm-
ari að kveða upp dóminn, og var enginn i efa ttm
það, að hann léti hengja morðingjann.
Elma fór með móður sinni til Devonshire, dag-
inn áður en mál Guys átti að vera fyrir rétti, til
þess að vera til staðar og vita, hvernig alt gengi.
þar sá hún í eintt blaðintt, að Atkins yrði dómari,
af því Sir Gilbert væri of veikur til að vera ])að,
og lá henni við vfirliði af þessari fregn.
Morguninn eftir fór hún ofan í réttarsalinn á-
samt móðnr sinni og Cyril ; þar fengu þau sérstök.