Heimskringla - 11.01.1912, Blaðsíða 4

Heimskringla - 11.01.1912, Blaðsíða 4
4. BLS. WINNIPEG, 11.; JANÍTAB. 1012 HEIUSEaiKGliA Sherwin - Williams PAINT fyrir alskonar háBmAlningu. PrýEingar-tfmi nálgast nú. Dálítið af Sherwin-Williams húsm&li getur prýtt húsið yð. ar utan og innan. — B r ú k i ð ekker annað mál en petta. — S.-W. húsmálið málar mest, endist lengur, og er áfcrðar- fegurra en nokkurt annað hús mál sem bflið er til. — Komið inn og skoðið litarspjaldið.— CAMERON & CARSCADDEN QUALITV HARDWARE Wynyard, - Sask. MARKET HOTEL 146 Princess St. á móti markaCQnm P. O’CONNELL, elgandl, WINNIPEQ Beztu vínföng vindlar og aöhlynning góð. lslenzkur veitingamaöur P. S. Anderson, leiöbe'nir Islendingum. JIMMY’S HOTEL BEZTU VÍN OG VINDLAK. VfNVEITARI t.h.fkasek, ÍSLENDINGUK. : : : : : James Thorpe, Elgandl Woodbine iHotel 466 MAIN ST. Stwrsca Billiard Hall ( NorOveötnrlandinn Tlu Pool-borft.—Alskonar vfnog vindlar Qiatln^ og fæOl: $1.00 á dag og þar yflr L«nnon A llebto. Kigendur. MARTYN F. SMITH, TANNLÆKNIR. Pairbalrn Blk. Cor Maln 4 Selklrk Sérfræðingur I Gullfyliingu og öllum aðgerðum og tilbflu aði Tanna. Tennur dregnar án sársauka. Engin veiki á eftir eða gómbólga. — Stofan opin kl. 7 til í> á kveldin Otfice Heimilis Phone Main 6914. Phone Main 8482 A. S. TORBERT ’ S RAKARASTOPA Kr 1 Jimmy’s Hótel. Kesta verk, Agæt verkfæri; Rakstur lSc en Hársknrður 25c. — óskar viöskifta íslendinga. — A. S. HAHIIAIi Selur llkkistur og annast um útfarir. Allur útbáuaöur sA bezti. Eufremur selur haun aliskouar miunisvaröa og legsteina. 121 NenaSt. Phone Garry 2152 Winnipeg Andatrúar Kirkjan horni Lipton og Sargent. Snnnudagasamkomnr, kl. 7 aö kveldi. Audartrúarspeki þé átskírö. Allir velkom- nir. Fimtudagasamkomur kl 8 aö kveldi, huldar gátur ráönar. Kl. 7,90 segui-lækn- ingar. Fréttabréf. bertdale, sask. (Foam Lake byg5). 24. des. 1911. Héðan er tíðindaiátt, eins og þegar ég reit síðast. þó má geta þess, að undir eins og Hkr. hafði það eftir mér í haust, að ótíðin hér vseri af lökustu tegund, brá til góöviðra og frostlinja, sem héld- ust það sem eftir var af nóvember ojr þangað til í gærkveldi að snjóa tók, og hefir kingt niður fönn all- mikilli, með vægu frosti, og er syrjulegt útlit. Ég get þessa nú til þess, ef ske kynni að breyttist aft- ur til bata, þegar Kringla kemur út næst. það sýnist eins og hún sé lesin af fleirum en þeim, sem borga hana! I þresking hefir gengið hér illa og stendur enn víða yfir. Kornið lé- legt og verð lítið og járnbrautar- vagnar ekki fáanlegir til burt- flutninga. Mega menn því sitja með hveiti (sérstaklega) sitt sér til stórbaga, því saggi mikill er í því, sem þreskt er svona upp úr snjónum. Er hætt við, að mörg- um hinum efnaminni verði erfitt, að mæta nauðsynlegum útgjöld- um sínum í þetta sinn. Mylnu og kornhlöðu átti að setja upp hér í Foam Lake bæ í haust, og voru áskrifarloforð tek- in meðal manna til styrktar fyrir- tækinu (bonus). Yar útvegur allur (efni og vélar) fluttur á sinn stað, en engar byggingar kláraðar, og finst okkur þessum gömlu vinnu- dýrum sleitilega að verið af hálfu eigenda, þar sem tíðin hefir verið svo góð. Næsta viðvikudagskveld heldur próf. Sv. Sveinbjörnsson “Con- eert’’ í Foam Lake bænum, og huvsa menn gott til góðrar skemt- unar það kveld, og eiga hvata- mennirnir þökk skilið fyrir að hafa beitt áhrifum sínum til þeirrar framkvæmdar. Mún Jón kaupmað- ur Veum bezt hafa dugað til “skrafs og ráðagerða” í því máli, enda mun hann jafnast byrja á því einu, sem hann gerir sitt til að verði að framkvæmd. Illa líkar mér að lesa í Hkr. ná- grannakritinn frá Spanish Fork. Er það mál, sem enga lesendur Hkr. varðar neitt, nema þessa þrimenninga. Mér geðjast aldrei að, þegar afl er látið ráða úrslit- um að mestu, en ekki gætt sann- girni. það, sem Mr. J. Tli. segist liafa unnið til viðurkénningar fyrir landa sína, sé ég ekki að só hrakið og v æ r i hann sá fáráðlingur, sem mótstöðumenn hans kveða á, •væri þeirra hlutur eigi beztur, að skeyta' skapi á honum. Mér kemur svo fyrir, að Mr. J. Th. sé skyn- tiFur í betra lagi, o<»- ritað hefir hann margt nýtilegt i blaðið. — Skyldi úlfúð þessi stafa af því, að hann sé háður öðrum trúflokkum en hinir er það því ver farið. Sjálf- sagt sjá hinir ‘‘piltarnir” yfirsjón sina, þegar þeir taka sér tóm til að íhuga alt vel. Við eigum svo annríkt hér í henni Ameríku, að við erum næsta gjarnir á að “ausa okkut út” meðan bióðið er sjóð- andi, — höfum ekki tíma til að kæla okkur. IUa líkar mér líka oft, þegar ýmsir eru að skrifa fréttapistla tU Lögb. og Hkr. og geta það ekki, netna að setja einhverja óþverr^. slettu í ritstjóra blaðsins þess, er þeir ekki láta sér geðjast að. Ég hv?g, að hvorugum ritstjóranum sé þága í neinu slíku, og að vel- vild og hyUi sú, sem höf. ætla að innvinna sér hjá sínum manni, sé ímvnduð gæði aðeins. þeir, sem er eitthvað í nöpinni við ritstjórana, ættu að vera þær hetjur, að fara framan að þeim og leika þá grátt eins ojr ærlegir menn. Vel geðjast mér á hinn bóginn, að lesa ritgerðir líkar þeirri, er síðasta blað Hkr. (21. des.) flytur og nefnist “Hvítur sauður, svaxt- ur sauður”. Greinin er ekki ein- ungis prýðisvel rituð yfirleitt, — heldur ber hún vott um drenglynt hugarfar. Ég er jafnréttismaður í hvívetna, að öðru leyti en því, að ég vil ætíð láta verri manninn vera a n n a n í röðinni,— á eftir þeim karakter-betri : Ég myndi, væri ég ritstjóri (sem vel getur oröið í hinu lífinu! ) hvetja sem mest góða drengi að rita i blaðið mitt, en taka rítgerðir, sem halda fram þrællyndisskoðunum, aðeins þegar ég hefði ekkert þolanlega siðprýðislegt til að fylla blaðið með. Ilið eina, er é g finn að á- minstri grein, er það, að höf. not- ar gerfinafn, en vona að hann skrifi margt eins vel og þetta rit- verk sitt í framtíðinni og segi þá rétt til nafns síns. Ekki af því, að nafnið í sjálfti sér hafi áhrif (eða eigi að hafa) á málefnið, heldur af því, að það er ætíð rétt, sem rétt er, og ósatt mál verður aldrei sannleikur. Jón Einarsson^ Fjclhœfur hugvitsmaður ísólfur Pálsson frá ötokkseyri, sem fundið hefir upp netakúlurnar úr steinsteypu, sem sýndar voru hér á iðnaðarsýning- unni í sumar, og hvarvetna fá lof, þar sem þær liafa verið reyndar, dvelur nú í Kaupmannahöfn vetr- arlangt. Ilann hefir íundið upp margt lleira en netakúlurnar. Meðal ann- ars er ritvél, sem ritar hljóð- ið í fleirrödduðum lögum, eftir því sem þau eru leikin á orgel eða píanó, svo nákvæmlega og rétt, að ekki ínunar minsta nótnagildi í taktinum, og lagið má afrita í öll- um tóntegundum í senn, og þá auðvitað í hvaða tóntegund, sem maður helzt kýs. Ennfremur liefir hann fundið upp tónkvísl (Stemmegaffel), sem hafa má í pennaskaftinu sínu, taktstokknum, éða hverju slíku áhaldi, sem er, og verður enginn þess var, að hún sé notuö, nema sá, er á lienni heldur. Auk þess má geta um s k u t u 1, merkilegan og nothæfan, sem Is- ólfur liefir fundið upp. Honum er skotið af byssu jafnframt skotinu, og hæfir hann það, sem skotið er á — t. d. eli, hnýsur o. fl. — jafn- fljótt og skotið sjálft, svo veiði- maðurinn getur dregið dýrið að sér samstundis á taug, sem áföst er viö skutulinn. þessi skutull er afar-nauðsynlegur við veiðar á sjó eða í vötnum, því dýrið getur ekki sokkið, sem það gerir oft ella. Margt fleira mætti nefna, sem ísólfur hefir fundið upp, og likur eru til að komi að miklu gagni. En fátækt hefir hamlað honum írá því, að koma hugviti sínu í framkivæmd, og er það illa farið. Hann leitaði til alþingis 1909 um lítilsháttar utanfararstyrk, en fékk ekki áheyrn. Nú í sumar veitti stjórnarráðið honum 300 kr. af sjóði einum, er það hefir undir liöndum, og einn vinur hans hér bætti við þann farareyri, svo að hann gat komist utan og verður þar í vetur. Nú vinnur hann meðal annars daglega á einni hljóöfæra verk- smiðju Norðurlanda (hjá konungl. hirðsölum Hornung & Möller í Khöfn), einkum að því, að stilla Fortepiano og önnur hljóðfæri. Ilygst hann svo með vorinu að setjast hér að í bænum og taka að sér að stilla hljóðfæri og gera við þau. í þessum efnum hefir hann þegar mikla reynslu, og fjöl- tnaro-ir, hæði hér og annarstaðar á Suðurlandi, vita, að Isólfur hef- ir gert svo vel við gömul hljóð- færi, að þau hafa orðið sem ný. — það er því vel farið, að vér fáum ny íslenzkan mann hingað til þessara hluta, og er vonandi, að Reykvíkingar noti sér það og hjálpi honum þannig til að koma hugsjónum sínum í framkvæmd. IsóUur er óefað einn allra fremst ur og fjölhæfastur islenzkur hug- vitsmaður, sem nú er uppi, og hefði hann fæðst og alist upp með öðrum þjóðum, t. d. Ameríku- mönnum, mundi hann vera oröinn nafnkunnur maður fyrir löngu. En íátækt og erfiðar kringumstæð- ur hafa orðið þess valdandi, að hann hefir ekki neitt verulega get- að notfært sér uppgötvunar hæfi- leika sína. Steinsteyptu netakúiurnar, sem uppfundningamaðurinn hefir nú fengið einkarétt á á Islandi, Dan- mörku og í Noregi, býr nú til hr. Böðvar Jónsson pípugerðarmaður hér í Reykjavík, og annast hann einn um sölu á þeim. Allir for- menn, sem þær hafa reynt, og þeim er stöðugt að fjölga, telja þær afar-þýðingarmikla framför fyrir fiskiveiðarnar, og segjast ekki muni láta aðra steina framvegis í net sín, en steinsteyptu kúlurnar. það sé miklu fljótlegra að leggja netin, þau flækist síður, séu fiski- sælli, rifni síður og berist iniklu síður fyrir straumi o. s. frv. Eng- inn vafi, að netakúlurnar ryðja sér hvarvetna til rúms, þar sem net eru brúkuð. ísólfur er einni<r. tónskáld. Ilann hefir samið fjölda af lögum, sem innan skamtns munú koma út í heihi. Og af þeim lögum, sem birst hafa eftir hann, má marka þnð, að hann er vinsælt tónskáld. Lögin hans eru hljómfögur, til- gerðarlaus og við alþýðu hæfi, og ná alþýðuhylli flestum íslenzkum lögum fremur. Islandi er gagn og sómi að eiga jafn fjölhæfan mann sem ísólf. — Betur að það ætti tnarga slíka. Kunnugur. (þjóðólfur). Það er alveg víst að það borgar sig að auglýsa 1 ileimskringlu ♦--------------------------- JÖN JÖNSSON, járnsrniður, að 790 Notre Dame Ave. (horni Tor- onto St.) gerir við alls konar katla, könnur, potta og pönnur fyrir konur, og brýnir hníía og skerpir sagir fyrir karlmenn. — Alt vel af hendi leyst fyrir Iitla borgnn. MANITOBA TÉKIFERANNA LAN’D. Hér skulu taldir að eins fáir þelrra miklu yfir- burða, sem Manitoba fylki býður, og sýnt, hvers- vegna allir þeir, sem óska að bæta lífskjör sín, ættu að taka sér bólfestu innan takmarka þessa fylkis. TIL BÖNDANS. Frjósemi jarðvegsins og loftslagið hafa gert Mani- toba heimsfræga, sem gróörarstöð No. 1 hard hveitis. Manitoba býður bæudasonum ókeypis bónaðar- menttin á búnaðarskóla, sem jaíngildir þeim beztu sinnar tegundar á ameríkanska meginlandinu. TIL IDNAÐAK- OG VERKAMANNA. Blómgandi framleiðslustofnanir í vorum óðfluga stækkandi borgum, sækjast efiir allskyns handverks- mönnum, og borga. þeim hæztu gildaudi vinnulaun. Algiengir verkamenn geta^ og fengið næga atvinnu með beztu launum. Hér eru yfirgniæíaiiidi atvinnutæki- færi fyrir alla. TIL FjARHYGGTENDA. Manitoba býður gniægð rafafls til fratnleiðslu og allskyns iðnaðar og verkstæða, með lágu verði ; — Frjósamt land ; — margvíslegar og ótæmandi auðs- uppsprettur frá náttúruanar hendi ; — Agæt sam- göngu og flutningatæki ; — Ungir og óðfluga vaxandi bæir og borgir. — Alt þetta býður vitstnunum, auð- æfum og framtakssemi óviðjafnanleg tækifœri og starfsaitð um fram fylstu vonir. Vér bjóðum öllum að koma og öðlast hluttöku í velsæld vorri og þrosk- un. — Til frekari upplýsinga, skrifið : JOS. HARTNEY, 77 York Street, Toronto, Ont. JOS. BURKE, 178 Logan Avenne, Winnipeg, Man. A. A. C. LaRIVIERE, 22 Alliiance Bldg., Montreal, J. F. TENNANT, Gretna, Manitoba. .1. .1. IIOLDEX, Beputy Miuister of Agriculture and Irainigration, Winnþeg VITUli MAÐUR er vvirktir með at) drekktt eingöngu hreitit <»1. þér aetið jaf'nu reitt yður á. ílrewiy s Reilwoiid Lager það er léttur, íreyðandi bjór, gerður eingöngu úr Malt og Hops. Biðjiö ætið um hann. E.LDrewry, Maiiufactiircr, Wiiinipcg THE GOLDEN RULE STORE hefir lög-verð á vörum stnum sem mun tryggja lienni margtt nýja vini og draga þá eldri nœr henni. Veitið oss tækifæri til þess að gera yður að varanlegum viðskiftavin. Vér viljum f& verzlun yðar. En vér væntum þess ekki ef þér getið sætt betri kjörum annarstaðar. ÞAÐ BOKGAR SIG AÐ VERZLA VIÐ THE GOLDEN RULE STORE ,J. GOLDSTINE CAVALIER, - NORTH DAKOTA S y 1 v í a 103 ‘Nú varstu nokkuð hætt komin, Og þú hefir líka orðið hrædd, það er þér mátulegt, unga vina mín’. ‘Ég var ekkert hrædd’, sagði hún og roðnaði. ‘Jæ-ja, það getur verið’, sagði hann og fylti pípu sína. ‘Hafi nokkur veriö hræddur, þá hefir það verið þú’, sagði hún í hæðnisróm. ‘Ég er ekki búin til úr sykri, svo ég eigi á hættu að bráöna, eins og dóttir prestsins’. Neville hló aftur. ‘Ér hún búin til úr sykri ? Já, hún er nógu sæt til þess’, sagði hann kæruleysislega. Svo gengu þau upp hæðina og niður hins vegar. Við og við skoðaði hann í holur og grj-fjur. ‘Hér er gull í jörðu’, sagði hann. ‘Veiztu hvað, Sylvía, ég fer hingað á morgun með áhöld mín og leita hér. É£ £er snemma og kejn ekki aftur fyr en dimt er orðið, svo hinir gullnemarnir fái ekki strax að vita um þetta. þeir komast að því eftir 3—4 daga, býst ég við, en á þeim tíma get ég verið bú- inn að safna nokkru’. ‘En hvað þú ert ákafur’, sagði hún um leið og þau settust niður að borða. ‘Er ég það? Já, það er þín vegna’, sagði hann blátt áfram. Hlenni vöknaði um augu. ‘Fyrirgefðu mér, Jack’, sagði hún, ‘en —’ ‘Nú’, sagði hann, og skar sneið af brauðinu. “Ég er ekki svo mjög áfram um að vfirgefa Lorn Hope — og — Meth’. Hann hló. H!ann sagði ekki meira en hélt áfram að borða. Orð hans höfðu þó eyðilagt matarlyst hennar, svo hún stóð upp og gekk að litlum læk, sem rann ofan brekkuna. Hún kom þó bráðlega til baka og stað- næmdist við hlið hans, þar sem hann lá endUangur 104 Sögusafn Heimskringlu á bakinu og reykti pípu sina, dreymandi gullnema drauma. ‘Jack’, sagði hún. ‘Nú, hvað viltu?’ ‘Sjáðu þetta’, sagði hún, og rétti honum lófa sinn, sem var fullur af gullryki og gulum steinum. Hann þaut undir eins á fætur. ‘Hvar fanstu þetta?’ spurði hann undrandi. ‘Við lækjarbakkann þarna’. Hann hljóp þangað og lagðist á hnén. ‘Hérna?’ Hann benti henni að koma. ‘Sylyía, tilgáta mín var rétt, hér er nóg af gulli. Við verð- um rík. þú skalt fá að fara til Englands. þú skalt verða rík og verða heldri stúlka, eins og þú ættir að vera og crt. Lánaðu mér vasaklútinn þin-n’. Hún varð þess vís, að hann hugsaði eingöngu um hana, en ekkert um sjálfan sig. Hann safnaði saman talsverðu af gullsaudi, not- aði vasaklútinn fvrir siu og lét svo gtillið í lérepts- pokann sinn. ‘Nú verðum við að fara’, sagði hann, ‘aðrir mega ekki sjá okkur hér. Komdu nú. Ég verð að fara hingað snemma á morgun. Geti ég numið gull hér í 3 daga, áður en aðrir vita um það, þá er- um við hólpin'. Hann var alveg tryltur af hinum gífurlegustu vonum, sem kviknuðu í huga hans, en hún stóð þar köld og róleg. ~ ‘Við skulum þá fara’ji sagði hún að lokum og var dálítið skjálfrödduð. Hann leit til hennar undrandi. 'Ilvað er nú að?’ ‘Ekkert — en þú mátt ekki hlæja, Jack. Mér geðjast ekki að þessu plássi. það er svo einmana- le^t. og S y 1 v í a 105 H(ún sneri sér undan. ‘Hvers annars má vænta af kvenmanni’, sagði hann um leið og hann batt pokann við við belti sitt. ‘Hlvað verður fundið að þessu plássi ? það er reglu- legt sæluland’. ‘Nei, það er Ijótt — verulega ljótt’, sagði hún hvatskieytlega, en bætti við rólegri : Komdu nú, Jack. Við komum seint heim’. Á leiðinni heim talaði ho^in mjög áhyggjufullur um þessi auðæfi hin miklu, sem þau hefðu fundið. ‘Nei, ekki við, heldur þú. þú átt þessi auðæfi, Sylvía. (Mundu eftir því,_ þegar þú kemur til Eng- lands. Ef það væri ekki sunnudagur’ — og liann leit til baka hryggur í huga. ‘Sunnudagur’, endurtók hún. ‘þú sagðir mér, að það væri lélegt Ián, að finna nokkuð á sunnudög- um — ég man það. — Nei, þessum fund fvlgir cngin gæfa’. Hann hló. ‘ó, það er aðeins slæmt, að vinna á sunnudög- um, en að taka upp handfylli sína af gulldufti, það er engin vinna’, sagði hann. Sylvía sagði ekki meira, þangað til þau komu að ánni, þá bað hún hann að bera sig. ‘Láttu nú ekki hárið á þér byrgja fvrir augun á mér, Sylvía’, sagði hann hlæjandi. ‘það er svo þykt og óvanalega fagurt’. Gleðiblæ brá á svip hennar, þegar hún hevrði hrós hans ‘Já, það er eins og hestfax’, sagði hún. ‘Já, að því er fjöldann snertir, cn það er miklu mýkra. Nú erum við komin yfit ána. Réttu mér hendina og haltu fast’. þau gcngu hröðum fetum heim á leið. þegar þau sáu kofann, nam hún staðar og tók í handlegg hans. 106 Sögusafn Héitnskringlu ‘það eru einhverjir þarna, Jack’, sagði hún. ósjálfrátt þreifaði hann eftir skambyssu sinni, en þegar þau komu nær, sá hann að það var presturinn og dóttir hans. ‘ó, það er aðeins Mary Brown og faðir hennar’, sagði hann. ‘Mary ? þú virðist vera henni býsna kunnugur’, sagði hún styttingslega. ‘það er mjög auðvelt að muna það nafn’, sagði hgnn kæruleysislega. Gestirnir stóðu nú upp og gengu á móti þeim. ‘Við erum á skemtigöngu, herra — herra?’ sagði hann í spyrjandi róm. ‘Hérna er ég kallaður ‘Græningi', sagði Neville. Hann hafði dulið nafn sitt of lengi til þess að fara nú að opinbera það fyrir alveg ókunnugum maiini. ‘— Hr. Grænn’, sagði presturinn sakleysislega, ‘við gengum fram hjá húsi yöar og staðnæmdumst hér til aö dást að útsýninu. þér hafi valið yður fallegt vinnusvæði, — og dóttir mín áleit það kurteis- isskyldu að biða kotnu yðar og kynnast yöur’. Hann benti á dóttur sína, sctn roðnaði, þcgar Neville tók o£an og hneigði sig. ‘Viljið þið koma inn?’ sagði Neville. ‘Ég þakka, en það fer vel um okkur hérna’, sagði presturinn. ‘Og þetta er —’ ‘Sj'stir mín’, sagði Neville. Séra Brown tók í hendi hcnnar, en enga tiiraun gerði Sylvía til að heilsa dóttur hans, — leit að eins hornauga til hennar undan dökku augnabrúnun- um sínum. Un<»frú Brown var ekki fríð, en fallega klædd, og sárnaði Sylvíu sainanburðurinn á fallegu fötunum hennar og görmunum sínum.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.