Heimskringla - 11.01.1912, Blaðsíða 3
HEIMSKRIN GLA
WINNIPEG, 11. JANÚAR 1912 3. BL3.
Vestur-íslenzkan Okkar
(Eftir Jón Einarsson).
Nú um hríö hefir Lögberg ílutt
ýmsar góöar áminningar og bend-
ingar til Vestur-lslendinga •viövik.j-
andi rækt þeirri, er þeim sé skylt
að leggja viö tungu feðra sinna og
mæðra, þótt þeir nú búi í landi
þessu, fjarri fornum átthögum.
Sérstaklega er þó málfræðilega
tekið þar í lurginn, þó með væg-
um tökum,' á þeim, er sleppa eign-
arfalls s-inu úr feðrungum sínum.
Vitanlega Iiefir ritstj. hér nákvæm-
lega rétt fyrir sér, og sízt hafði ég
hugsað, að nokkur fullorðinn Is-
lendingur mundi svo fáfróður, að
hann færi að reyna að hrekja þær
bendingar, En úr því það var nii
einu sinni borið við, var von að
það vrði til ósvinnu, eins og það
líka varð. Fleiri bendingar í þessa
eða aðra málfræðilega átt, eru
hér nauðsynjamál, og á ritstjóri
Lögbergs þökk skylda fyrir byrj-
unina, einkum ef lengra verður
haldiö.
Um þettá nafnabygglnga-mál má
reyndar fleira til tína. Ef ég er
ekki orðinn elli-ærr, þá grunar
mig, að seinnitíðar-hefð sé búin
að hélga eignarfalls s í einstöku
nöfnum, sem eigi munu hafa verið
þannig beygð í fyrndinni. Tökuin
t. d. naínið B j ö r n B j ö r n s -
s o n. Ef mig ininnir rétt, var það
íorðum algengar Bjarnar Bjarnar-
sonar í eiguarfallinu, þótt það sé
nú sjaldnar þaniiíg beygt. þekti ég
bræður tvo á Islandi, er hétu :
(séra) þorvaldur Bjarnarson og
Ölafur Björnsson. Séra þorvaldur
mun hafa talinn verið málfróöur
maður “með afbrigðum’’, en hinn
('bróðir hans) svona eins og gerist.
En þetta dæmi hrekur ekki það,
er ritstj. Lögbergs segir, því ef
Björn er beygt Björns í eignarfall-
inu, þá er nauðugur einn kostur,
að neyta s-ins þar. þá eru og,
meðal fleiri nafna, sem beygð eru
jafnan ranglega í vestur - ísL
máli, í þ á g u f a 11 i n u, t.a.m.
Egill og Kjristinn. Hér er sagt
vanalega t. d.: Ekki veit ég hót
hvernig þeim líður Eigli og Krist-
inn, í staðinn fyrir Agli og Kristni
o. s. frv. Margt mætti fleira tína
til, og skal hér ekki meira um
þetta atriði senna. mitt mætti
minnast á, að þrátt fyrir það, þó
hvert einasta orð og nafn sé rétt
beygt og rétt stafað, getur hið
rifaða mál veriö málfræðilega
mjög bjagað. Bæði geta'orðin ver-
ið brúkuð í rangri merkingu eða
mjög bögulega skipað í röð þeirra
í setningunum. Ef t. d. ritstjóri
Heimskringlu (eins og einhvern-
tíma mun habi. viljað til) “biður
þess getið”, að “blaðið telji svo
og svo marga kaupendur”, og
minnist á þetta í ‘‘fleiri” stöðum,
þá eru hér all-miklar málvillur í
stuttu máli. Sama er að segja um
það, þegar prestarnir auglýsa t. d.
að þeir ætli að messa “á" þessu
eða hinu fundarhúsinu, eða þegar
(eins og ég heyrði nýlega íslenzkan
kennimann segja) “sjúklingurinn
er viðþolslaus ‘á' rúminu sínu”. —
þá eru og íslenzku orðin “vanta”
og “lifa”, einsog kunnugt er, fylli-
lega eins oft notuð í óíslenzkri
þýðingu, sem réttri. Eftir vestur-
ísl. merkingu og vana er hárrétt
að spyrja : “hvar lifði Jón Jóns-
son, þegar hann dó” ? og þig
vantar ekki þetta, vantar þig?”
Til má og færa ýmsar setningar,
sem búnar eru að ná hefð í vestur-
íslenzkunni, hinni hversdagslegri,
og eru ýmist réttar eða gjör-vit-
lausar þýðingar úr ensku, lélegu
máli, t. d. að “taka það kalt” og
“drepa tímann” o.fl. o.fl.
Sé það annars álitið eitt af skil-
yrðunum íyrir framtíðarfarsæld
Vestur-íslendinga, að íslenzkunni j
sé haldið við sem þjóðináli þeirra,
ættu allir ritstjórar, sem því eru
hlvntir, að sýna vandvirkni í eigin
rithætti sinum á þvi máli.-Og það
má ritstj. Hkr. eiga, að hann ger-
ir æ eins vel og hann getur í þá
átt, og að því leyti hafa r i t -
s t j ó r n a r greinar hans eigi
staöið á baki ritstjórnar greinum
þess blaðs undir hendi lærðu fyrir-
rennaranna í ritstjórnarsessi Hkr.,
né Lögbcrgs ; þegar tekið er tillit
til þess, að núverandi ritstj. Hkr.
licfir alið mestan aldur sinn hér :
landi, og að líkindum ekki “lært ’
íslenzku, nema það, sem hauu hefir
“pikkaö upp (eins og það er kall-
að hér) sjálfur”, Eg man ekki bet-
ur, en að allir lærðu ritstjórarnir
þessara blaða væru farnir að
sletta drjúgt ensku-blöndunni og
við hafa íslenrk-enskar setningar
næsta oft áður en þeir sleptu þeim
starfa. En ekki hcfi ég orðið þess
var, að núverandi ritstj. Lögb. sé
orðinn of ínontinn til þess að
brúka móðnrmál sitt óbjagað.
En nú kemur að aðalatriðinu, —
því, sein inestur er álitamunurmn
um, nefnil., hvort það borgi sig,
að leggja þunga áherslu á það, að
íslenzkunni sé haldið við hér í
framtiðinni, eöa hvort það sé
mögulegt. Skal ég ei nti leggja
dóm á þau atriði ; en benda mætti
— ef til vill — á skilyrði nokkur
þau, er til þess þurfa, að viðhald
málsins sé mögulegt, og önnur
skilyrði, sem við er að stríða,
sem mótstöðuöíl. Ennfremur væri
eigi úr vegi að gæta að, h v e r j -
i r eiginlega geta haft nokkuð upp
úr því vfirleitt að málið
haldist v ð ; og þætti mér einkar
gatnan, að ýmsir aðrir legðu sinn
skoðanaskerf til þess máls í blöð-
unum, þegar mínu máli er lokið.
Allur fjöldinn af íslendingum
þeim, er hingað liafa llutt á full-
orðins aldri, mun vera og hafa
verið stranglega á þeirri skoðun,
að það sé siðferðisleg skylda landa
sinna, að halda málinu sínu við
hér i landi um aldur og æfi, og
geta sízt skilið í, af hverju aftur-
förin í íslenzku máli, sem þeir
verða undir eins varir við, þegar
þeir heyra málið talað hér í Win-
nipeg eða sveitunum, stafi- því í
ósköpunum geti ekki fólkið talað
eins og tíðkast heiina á Fróni! —
En ef við hinkrum við í e i t t eða
t v ö ár, fer þetta satna fólk að
sletta cnskubjögunum og vestur-
ísl. mállevsum áður cn það getur
mælt nokkra rétta setningu, er
ensku ináli tilhevrir. Reynslan hef-
fr sýnt og sýnir, að þeir rugla
mest málinu og “sletta” mest
enskubjögunum, sem hvorugt mál-
ið kunna. Hún, reynslan, hefir og
sýnt það, að hitinn fyrir viðhaldi
málsins rénar fremur en hitt, hjá
öllum fjölda fólksins, eftir skemri
eða lengri dvöl í landinu. En eigi
ee þetta sönnun gegn því, að við-
haldið sé nauðsynlegt. Til þess
kynni önnur gögn að miða. En
þetta ástand er eitt af mótvinnu-
öflunutn, sem við er að stríða.
það leynir sér ekki, að r æ k t i n
til íslenzkunnar er sljóf, — sljófg-
ast því meir, sem dvölin í landinu
lengist. (Undanteknmgar Hggja
ekki fyrir sem aðal-mál). Hversu
mörg heimili éru það ekki t. a. m.
í Winuipeg, þar sem íslenzka unga
fólkið talar aldrei annað en ensku,
og hversu margir foreldrar eru
það ekki þar, sem eru að kúldast
við að h'lgjast með í því, þótt erf-
itt veitist sumum hverjum ? Bent
hefir verið á, að íslenzku kenslan
á Wesley-skólanum sé eitt hið
bezta meðalið til viðhalds málinu,
en slíkt er erfitt að verja, vegna
þess, hve margir þeir, er þaðan
liafa útskrifast, sýna það í verk-
iuu, að þeim er enskan léttari,
kærari, aðgengilegri. Margir ykk-
ar, sem þessar línur lesið, hafið ef
til vill heyrt “stúdenta” þaðan
tala sanian mælt mál, enskt og ó-
blandað íslenzku, og annað veifið
islenzku meira og miuna blandaða
ensku, ef ekki enskum orðum, þá
íslenzk orð í enskri röð. þetta
liafa þeir og vissulega heyrt oft,
sem mest vinua aö þvi, að þessari
kenslu sé haldið áfram, og sem er
það áliugamál.
En þetta er heldur ekki k e n s 1-
u n n i né islenzku kennurunum að
kenna, heldur kemur það af eðli-
um ástæðum ; ]>eim, t. a. m., að
íslenzkan er nemendunuin ílestum
hjáverk, og skynsemin líklega seg-
ir þeim, að hér sé ekki verið að
nevta timans til nauðsynlegs lær-
dóms. Ilér sé ekkert í aðra hönd ;
]ieir gcti naumast lært meira en
enskan dugi til. Margir þessir.
netnendur eru fátækir og af fátæk-
um komnir, og mega því naumast
við því, að eyða tima til að læra
tungumál önnur en þau, sem neyta .
þarf við atvinnugreinar landsins.
það. er kunnugt, að lífsstöður hér
í landi eru fáar þær, sem íslenzku
kunnáttan er nauðsynleg við. Og
jafnvel íslenzk prestaefni s}'nast
ekki að leggja öðrum fremur mik-
ið á sig við þetta nám, þótt þeir
eigi í vændum, áð þurfa að “brúka .
munninn" meira á íslenzka vísu,
en flestir aðrir verkamenn lýðsins.
A þeim hvílir þó fyllilega eins mik-
il skylda í þessa átt, þar sem þeir
eiga að hafa sem flest af því, er til
fullkomnunár miðar, í fari sínu,
og þar sem allra augu vona á þá,
að mál þcirra og málefni sé —
fullgott fvrir livern sem er.
Fullorðnum mönnutn, og sér-
staklega þeim, sem aldrei hafa
þurft neitt að leggja á sig um
dagana, virðist tnörgum að vera
]iað hulið tnál, hve mikil viðbót
það er fyrir unglinga, sem stöðugt
ganga á shóla, þurfa ýinsa snún-
inga að gera eftir skólatímann til
hjálpar á fátæku heimili, verða
svo, þegar til vits og ára koma,
að fara áö læra “kverið”, lesa
biblíusögur, sem tiltölulega fáum
guðsbörnum finnast hressandi
verk, og þar á ofan að bögglast
viö, meira og minna af sjálfsdáð-
um, að læra íslenzku, og verða þá
oftar en hitt að lesa til þess bæk-
ur, sem smekkur unglinganna,
margra liverra, segir þeim að jafn-
ist tæplega við bækur, sem þeir
(þótt ekki sé nema verðsins
vegna) geta auðveldar fengið á
ensku máli. þegar maður er orð-
inn íullorðinn, stór og ríkur, liætt-
ir manni við að gleyma kjörum
hinna, sem hafa lakari ástæður,
og bví lítt mögulegt, að taka til-
lit til þess, sem e r , licldur ein-
göngu ]>ess, sem æ t t i a ð
vera. það er og þess vert, að
taka tneð i reikninginn, að mæður
liér í landinu leggja yfirleitt mikið
minna á sig við að kenna ungling-
unum að lesa íslenzku, en tíðkast
hefir lieima á íslandi. Iiér er lík-
ast því, að skólum og sunnudaga-
skólum sé ætlað að ala börnin
upp að mestu leyti. Vel er það
hugsað lika af þeim, er hafa kom-
ið í framkvæmd, að kenna íslenzku
í kirkjunum, ef til þess eru valdir
kennarar, sem eru starfanum
vaxnir.
þegar alt kemur til alls, þá sýn-
ast erfiðleikarnir .við viðhald ís-
lenzkunnar svo válega margir, að
naumast eigi við að spyrja,
h v o r t ]> a ð b o r g i s i g, að
strita við þá. Aðal-framtíðar-
atvinnan, sem málsins þarf nauð-
synlega við, er, eins og á hefir vier-
ið drepið, kennimannsstaðan (svo
ég sleppi blaðamönnunum). En
borgar hún si-g? Fara ís-
lendingar yfir höfuð svo dásam-
lega með presta sína, að ungum,
efnilegum prestum væri ekki fylli-
lega eius vel borgið við “brauð”
innlendra manna ? Og sýna Vestur
íslendingar í hvívetna þann bráð-
kepnislega áhuga fyrir því, að fá
presta í viðvarandi þjónustu sína
að þess konar “bænariðju” þeirra
sé sjálfsagt að sefa, prestunum til
skaða ? Eða myndi enska guðs-
or’ðið frá sömu sálusorgurunu
vcrða hinni vaxandi og væntan-
legu kynslóð að nokkru leyti ó-
heilnæmara en það, sem flutt yrði
á hrognamáls vcstur-islenzku, —
málinu, sem framti'ðar-prestarnir,
eftir likutn að dæma, þurfa endi-
lega að mæla til þess að hvorir
skilji aðra, ef unt væri.
Væntanlega skilst fjölda mörg-
tim, að rnálinu sé nú þegar orðið
svo ábótavant, bæði að eignar-
.alls-beygingum og öðrum sér-
táknum þegs, eftir }>essa skömmu
dvöl okkar í landinu, að afturfara-
hraði þess á liðnum tíma sé alt
annað en hugðnæmur mælikvarði
til að reikna eftir langlífi hinna
íslenzku málsparta, sem enn eru
alment óbjagaðir hjá fjöldanum.
það sýnist einsog einna ástæðu-
minst af öllum breytingum þessi
eiginnafnabjögun, sem ritstj. Lögb.
liefir bent á, því íslenzk nöfn liafa
sinn fulla málfræðis-rétt í hvaða
landi, sem þau erti við höfð, þ. e.
a. s.: í hverju landi, sem eigendur
þeirra kunna að búa. Hafa Danir,
lýnglendingar, Frakkar o. s. frv.
nokkru sinni breytt nöfnum sín-
utn, þegar þeir liafa dvalið á Is-
landi, til ]>ess að samþýða þau ís-
lenzku máli ? Eða hafa Íslendingar
ætlast til þess þ a r ? Mér er ó-
kunnugt utn, að svo liafi verið.
Og þótt íslenzkan yfirleitt yrði
si.ni.tt. og. smátt óþekkjanleg, sem
sérstakt inál hér, hvaða ástæða er
til þess, að eiginnöfnin þurfi að
fara í klúður fyrir því?
Frá hagfræðislegu sjónarmiði
dæmt, er það ekki aðeins
möguleikarnir á viðhaldi
inálsins, sem er aðalatriðið, held-
ur miklu fremur spurningin sú,
hvort ávinningur og eyðsla fjár og
tíma gætu hér um bil staðist á,
þótt ekki væri nú meira krafist ;
með öðrum orðutn : hvort tekj-
urnar á andlega og fjárhagslega
vísu myndu jafngilda því, sem í
sölurnar væri lagt — útgjöldun-
um.
það er óþarft að bera það mál
undir álit þeirra, sem í flestum
viðskiftum vilja fá að minsta
kosti tvo peninga fyrir einn. þeir
myndu halla sér að öðru árenni-
legra, ef ]>eir ættu að vinna slíku
verki framkvæmd og k o s t a
málið með eigin fé.
Til þess að vekja almennan á-
huga (sem nú virðist Vera helzti
líflítill) fyrir viðhaldi málsins,
yrði sjálfsagt bezta ráðið, ef sýnt
yrði fram á sérstakan h a g, sem
alment hlyti að leiða af því, ef
Vestur-íslendingar sneru til baka
eða stöldruðu við að minsta kosti
og færu að tala óbjagaða ensku
hver við sinn náunga.
lýg er einn af þessum gamal-
dagsmönnum, sem vildi feginn
óska, að íslenzkan næði sér aftur
og héldist svo við óbjöguð i land-
inu um allan ókominn tíma, en
þ a ð sannar ekki, að slíkt sé
bráðnauðsynlegt, né heldur auð-
velt að framkvætna, — það sannar
aðeint tilfinningu m í n a, og má
vera, að all.margir myndu skrifa
undir það sama, ef ekki réði
meiru kapp en ihugun málefnisins.
Agrip af reglugjörð
um heimilisréttarlönd í C a n a d a
Norðvesturlandinu.
Sérhver manneskja, sem fjöl-
skyldu hefir fyrir að sjá, og sér
hver karlmaður, sem orðinu er 16
ára, hefir heimilisrétt til fjórðungs
úr ‘section’ af óteknu stjórnarlandi
i Manitoba, Saskatchewan og Al-
berta. Umsækjandinn verður sjálf-
ur að koma á landskrifstofu stjórn
arinnar eða undirskrifstofu í því
héraði. Samkvæmt umboði og með
sérstökum skilyrðum má faðir,
móðir, sonur, dóttir, bróðir eða
systir unisækjandaus sækja uin
landið fyrir hans hönd á hvafta
skrifstofu sem er.
Skyldur. — Sex mánaða á-
búð á ári og ræktun á landinu i
þrjú ár. Landnemi má þó búa á
landi innan 9 tnilna frá heimilis-
réttarlandinu, og ekki er nnnna en
80 ekrur og er eignar og ábúðar-
jörð hans, eða föður, móður, son-
ar, dóttur bróöur eða systur hans.
1 vissutn héruðum helir landnem-
inn, sem fu'lnægt hefir landtöku
skyldum sínum, forkanpsrett (pre-
emption) að sectionarfjórðungi á-
föstum við land sitt. Verð $9.00
ekran. S k y 1 d u r :—Verður að
sitja 6 mánuði af ári á landinu i
6 ár frá því er heimilisréttarlandið
var tekið (að þeim tíma meðtöld-
um, er til þess þarf að ná eignar-
bréíi á heimilisréttarlandinu), og
50 ekrur verður að yrkja auk-
reitis.
Landtökumaður, sem hefir þegar
notað heimilisrétt sinn og getur
ekki náð forkaupsrétti (pre-emtion
á landi, getur keypt heimilisréttar-
land í sérstökum héruðutn. Verð
$3.00 ekran. Skyldur : Verðið að
sitja 6 mánuði á landinu á ári í
þrjú ár og rækta 50 ekrur, reisa
hús, $300.00 virði.
W. W. C O R Y,
Deputy Minister of the Interior.
Hannyrðir.
Undirrituð veitir tilsögn í alts
kjTis hannyrðum gegn sanngjarnri
borgun. Starfsstofa : Room 312
Kennedv Bldg., Portage Av., gegnt
Eaton búðinni. Phone: Main 7723.
gerda IIALDORSON.
MoO því hO hiöja æthiloga om
‘T.L. ClftAR, |>A ertn vi.ss hö
fA Affmtan vindil.
fi;yio> madk)
Wentern <;igar Factory
Thoæas Lee, oiaandi Winunipea
LIMITE 3D
iiO Piincess St-,- Wlnaipeg
VERZLA MEÐ
Nýja og- brúkaða örypgis skápa [safes].
Ný og brúkuð VCash Reoisters”
Vcrðið lágf, Vægir söluskilmálar,
VÉR BJÓÐUM YÐUR AÐ SKOÐA VÖRURNAR.
ÍMa>MMMatMMMMM8MI»»»»MM8M«»<
STRAX
í dag er bezt að g-erast kaupardi
að Heiniskringlu. hbð er ekki
seinna vœnna.
S y 1 v í a 99
En þrátt fyrir þessar breytingar í Lorne Ilope,
hafðl engin breyting átt sér stað á heimili Nevilles.
Hann vár farinn að grafa lengra í burtu frá
Lorne Hopc en áður, svo nii var liann enn fjarlægari.
þó var Neville orðinn breyttur ; hann hafði enga
heimþrá nú orðið, og kunni allvel við sig í Lorn
Hope. Hann vann af kappi og kom heim á hverju
kveldi taugaveiklaður af þreytu.
Á níu mánuðum hafði Sylvía vaxið óvanalega
mikið, svo nú var hún orðin jafn fullorðinsleg og
tvítug stúlka.
Bún hafði ekki einungis stækkað, en var orðin
sterk líka. þdgar veðriö fór að kólna, fór Neville á
skemtigöngur á sunnudögum, og gekk þá oft langar
leiðir um dalina og hæðirnar þar í nánd.
Fyrstu tvo sunnudagana var Sylvía heima, og
fanst tíminn langur þangað til Neville kom.
þriðja sunnudaginn sagði hann :
‘þú kærir þig líklcga ekki um skemtigöngu, Syl-
vía ?’
Hún roðnaði, ypti öxlum og reyndi að dylja gleði'
sína.
‘ó, ég .veit ekki. þú vilt liklega heldur vera ein-
samall’.
‘Jæ-ja, ef þú vilt ekki’,. sagði hann glaðlega og
tók hatt sinn og staf.
Hún leit til hans leynilega.
‘Jú, ég vil vera með', sagði hún.
‘það er rétt’, sagði hann og fylti pípu sína.
Morguninn var fagur. Loftið kalt og svalandi,
og öll náttúran kringum þau full af fjöri og ánægju.
Sylvia var í sjöunda himni.
‘það er slæmt, að ekki eru alt af sunnudagar’,
sagði hún.
Hann hló.
100 Sögusafn Heimskringlu
‘það eru að eins letingjar, sem óska slíks. Ef
alt af væru sunnudagar, liði ekki langt um þangað
til við hefðum ekkert að lifa af. En hvað alt er
rólegt í kringum okkur. það minnir mig á enskan
sunnudag. þú veizt að í Englandi sýnast allir hlut-
ir vita, að það er sunnudagur, og taka sér hvíld.
Fuglarnir syngja ekki eins hátt, og elni hávaðinn,
sem heyrist, er írá kirkjuklukkunum’.
Hann stundi ósjálfrátt og hún leit til hans.
‘Vildirðu að þú værir á Englandi?’ sagöi hún.
‘Af vissum ástæðuwi — já’, svaraði hann. En
éf óskirnar væru hestar, þá gætu betlarar riðið.
Eg vil ekki fara til Englands, nema ég hafi ráð á
talsverðu af peningum. Fln ég vona, að þú viljir
fara á undan mér. Eg er nú að safna fjármunum,
sjáðu : ’ Hann opnaði léreftspoka, sem var festur
við belti hans. ‘Eg er að spara, en það gengur
seint, og það getur liðið langur tími áður en ég get
sent þig heim’
öylvía leit kæruleysislega á léreftspokann.
‘Eg held mig langi ekki svo mjög að ferðast til
Englands’ sagði hún stuttlega.
‘O, þú veizt ekki, hvað þér er fyrir beztu’, svar-
aði hann. ‘það vita unglingar ekki, og þú ert
mjög ung’.
Hún svaraði engu því, setn hann síðast sagði, en
breytti nú umtalsefninu.
‘Mcth segir, að margt fólk sé nýkomið í þorpið,
Jack.
'Ég hefi heyrt það, en það er langt síðan ég hefi
komið þar’.
'þar er prestur lika, Jack. þú hefir líklega ckki
séð liann, ,og með honum er kona hans og dóttir
‘Já, ég veit það — falleg stúlka með ljóst hár’,
sagði hann. ‘Eg hitti hana á sléttunni um daginn
— verulega fögur stúlka’.
S y 1 v í a 101
‘það hefir naumast verið hún’, sagði Sylvía. |
‘Sú, sem ég meina, hefir sviplaust andlit’.
Neville hló.
‘þú talar alveg eins og fullorðin stúlka’, sagði
hann. ‘þú. finnur aldrei kvenmann, sem sér nokkuð
gott hjá öðrum sttilkum, einkum ef þær hafa öðru-
vísi litt hár’. )
‘Ég veit ekki hvað þú.átt við’, sagði liún drembi-
lega. ‘En hvað var hún að gera á sléttunni?’
‘þú sagðir rétt núna, að það hefði ekki verið hún.
Ég veit ekki, hvað hún var að gera. Eg tók ofan
liattinn, og hún sagði ‘góðan morgun’. það er alt,
sem ég veit um hana’.
‘Á’ sagði Sylvía með áherzlu. ‘Er það ávalt
siður í Englandi, að karlmenn taki af sér hattinn,
og fari að skeggræða við stúlkur, sem þeir ekki
þekkja ?'
‘Skeggræða ? þetta er ágætt. En hér erum
við ekki á Englandi, og í Lorn Hope eru óf fáar fall-
egar stúlkur til þess, að ungir menn vilji ekki tala
neitt við þær’.
‘Mér finst það undarlegt, að hún skuli ekki
halda sér við heimilið og hjálpa pabba sínum’, sagði
Svlyia.
Neville svaraði þessu ekki. A sömu stundu
komu þau að ánni.
‘Mig langar til að komast yfir á hæðina þarna
hinume.gin’, sagði hann. 'Bak við hana er dalur,
sem mig grunar að hafi gull að gevma’.
‘Hvers vegna gétum við ekki farið þangað?’
sagði hún.
‘Eg get stokkið á steinumitn, en það getur þú
ckki’.
‘þar sem þú getur getigið, get cg líka gengið’,
sagði hún.
Hann hló að henni.
102 Sögusafn Heimskringlu
‘þú mundir missa fótfestuna, detta í strauminn
og fijóta í burt m<eð honum eins og strá”, sagði
hann.
Hún hopaði á hæl, stökk svo út á fyrsta stein-
inn á undan hotiiim, og leit þaðan til hans með eggj-
andi augnaráði.
‘Vertu nú ekki svona aulaleg”, sagði h;xnn blátt
áfram. ‘Komdu aftur’.
‘það skal ég gera, þegar cg er komin yfir á hinn
bakkann’.
Hann var neyddur til að fara á eftir henni.
Hún stökk stein af stein eins og geit, stundum
riðaði hún, en misti aldrei jafnvægið. Loks komu
þati að stein, sem var svo langt frá öðrum, að ó-
hugsanlegt var að stökkva lengra.
‘Sagði ég þetta ekki’, kallaði hann. ‘Nét verð-
um við að snúa aftur’.
‘Mvndir þú snúa aftur, ef þét værir einn ?’ spuröi
hún.
‘Nei, ég mundi vaða yfir’, sagði hann, ‘en það
i getur þvi ekki, þú ert kvenmaður’.
‘það er ekki mjög djúpt’, sagði hún, leit niður í
I vatnið og ætlaði að stíga niður í það.
‘Heyrðu’, sagði hann. ‘Vertu ekki svona barna-
*c!í’) °ÍI áður en hana varði hafði hann gripið utan
utn hana.
Hútv brauzt um þangað til hann sagði :
‘Vertu nú róleg, ef þú vilt ckki að við dettum
bæði í ána'.
þá var hún kyr. Hann varð að fara varlega,
þó hann munaði ekki mikið um hana, jafn sterkur
og hann var, en hárið hennar flæktist tim háls hon-
um ojr tafði stundum sjón hans.
þegar þau komu éi land og hann slepti henni, sá
hann að hún var föl.
Hann hló.