Heimskringla - 18.04.1912, Blaðsíða 3

Heimskringla - 18.04.1912, Blaðsíða 3
HEIMSKRIN GLA WINNIPEG, 18. APRÍL’ 1912 3. BLSL SOUTHVIEW Hversu miklu þægilegra er það ekki að búa innarlega —Engar langar vagnkeyrslur, engin þarf að hanga á leðurólum vagnanna, engar langar biðar eftir vögnum, alt lýtur að tíma sparnaði, og allir vita að tíminn er peningar. Til þess að nálgast fiest þau útborgar héruð í Winnipeg sem nú eru au^lýst til sölu, verða menn að þola 40 til 50 mínutna strætis- vagna keyrslu á troð fylstu vög'num borgarinnar og oftlega einnig að ganga 20 mínutna spöl eftir það. Til þess að nálgast SOLJTHVIEW í sumar þurfið þér aðeins að stiga á strætisvagninn hvar sem er í borginni. Keyra um skemtilegasta hluta hennar og stíga af í SOUTHVIEW eftir minna en 20 mínutur. SOUTHVIEW er nú að byggjast upp. Það er 3 míiur nœr miðbiki borgarinnar, en ýmsar útborgar lóðir í Suður Winnipeg sem eru að seljast. SOUTHVIEW er 400 yards sunnan við borgartakmörkin og hœglega hægt að ganga þaðan iil C. N. R. verkstæðanna í Fort Ronge. SOUTHVIEW er sem næst gagnvart Elm Park og beint suður af Crescentwood. Það er í námunda við verðmætasta byggingasvæði borgarinnar þar sem íbúðarhúsin eru skrautmest og dýrust Lóðir í SOUTHVIEW verða verðhærri og eftirsóknar verðari með hverju ári. $9.00 fetið og yfir. Auðveldir borgunarskilmálar. Skoðið öll byggingasv^æðin sem nú eru boðin til sölu. Komið svo og skoðið SOUTHVIEW þér munið sjá að það er bezt. Kotnið svo á skrifstofu vora og semjið um að vér sýnum yður lóðirnar i SOUTHVIEW og fáið uppdrátt og verðlista yfir lóðir þar. SKULI HANSSON & CO Real Estate Investment Brokers AIKINS BUILDING, 221 McDERMOT AVE. WINNIPEG COUPON SKULI HANSS0N & CO. Aikins Bldjí. 221 MrDeruiot Ave. GjörOiö svo vel aö senda mér allar upp- lysiugar viövíkjaudi SOUTHVlEW. Nafn........................... Aritun......................... Nokkur orð enn. (Erna mælir sA, es æv i þegir, staölausu siali; hraömælt tuuga, — nema sér haldendur eigi — oft ^ér ógótt um golur. (Hávam&l) “í bráðina” nefnist greinarstúf- ur, sem birtist i Hkr. þann 4. apr. þ. á., eftir hr. Kr. Ásg. Benedikts- son. Hann á að viera vörn gejrii at- hugasemdiun þeim, er ég skrifaði um hinn langa ritdóm hans um söguna “Gull”. En vörnin er íátækleg. Hann reynir að bera i bætifláka íyrir sjálfum; sér um að eins eitt atriði, en tekst það svo báglega, að enn stendur það óhaggað, sem ég sagði. Fer það mjög að vonum, því frá skynsamlegu sjónarmiði og velsæmislegu getur hann ekki rétt- lætt fruimhlaup sitt, er hann gerði séra þorvakli upp hugsanir, sem lýstu eigingjörnu hngarfari og drotnunargjörnu, þar sem ekkett það birtist í hugsunarhætti hans og dagfari, frá hendi höfundarins, sem gefur hina minstu átyllu til slíkrar ályktunar, heldur bendir það alt til hins gagnstæða. Aðal- atriðið er ekki það, að hann lét prestinn httgsa, ht-ldur hitt, hvað h a n n lét hann hugsa, og það lilýtur hr. Kr. Ásg. Benediktsson að vita, að sögupersónum er venjulega nokkuð annan veg farið, en persónum með holdi og blóði. það orkar sjaldan tvímælis um það, hvaða kosti Og lesti þær hafa til brunns að bera. þær standa ekki jafn-varnarlausar fyrir gét- gátum og dagdómum manna, held- ur standa þær undir vernd höfund- arins og eru varðar af þeim rétti, sem honum ber, til þess að þær séu skoðaðar í því ljósi, sem hann sjálfur varpar yfir þær. Hitt er annað mál og álitamál, hversu stefnur og breytni persónanna eru hollar almenningsheildinni, en það veitir engan rétt nokkrtwrt manni til þess að ranghverfa þeim. þykir mér furðulegt, ef hr. Kr. Asg. Benediktsson sér hér ekki sjálfur villu síns vegar, berji liann ekki höfðinu við steininn og vilji unna sjálfum sér þeirrar sæmdar, að hugsa ogr skilja eftir því, sem vitsmunir hans leyfa. Að öðru leyti rennur hr. Kr. Ásg. Benediktsson fr,á öllu þvi, ■sewt bann sagði, og grein hans gengur út á það, að uppnefna mig ojr skjóta að mér margvíslegum jjersónulegum dylgjum. Er það alt mjög úti á þekju, svo sem oftast vill vapða, þegar menn, þrotnir að röksemdum, grípa til slíkrar nauð- varnar. Er mér slíkt gleggri vott- ur um ósigur hans, heldur en þótt hann hefði þagað.- En þegar sá inaður, sem þykist standa á verði gegn öllu því, sem lægi íslenzkar bókmentir, rennur frá þvi, sem hann hefir sagt og skríður á bekk ineð þeim smásálunt, sem fylla rit- smíðar sínar af uppnefmjim og per- sónulegum dylgjum, til þess að hj’lja röksemdanektina, þá er ekki laust 'V ið, að varðmenskubragur- inn á honum sé orðinn æöi bros- legur. Meira að segja, — þá virð, ist ekki annað skorta á, en að á hann sé kastað rekunum, og hann bókmentalega grafinn. Einu atriði þykir mér þó vert að andmæla. Höf. telur auðsætt, að annar maður hafi verið í verki með mér, er ég samdi grein mína. “Hann sé Biblíu-lesinn karlinn sá! ” segir hann. þar sem Biblían er á hverju heimili og opin til lesturs hverjum manni, get ég ekki séð, að nein undur og stórmerki sé komin á daginn, þótt einhver annar en þrautlærðir menn skírskkti til þeirrar bókar. Gefur það hr. Kr. þrautlærðir menn skírskoti til þess, að álykta, að annar maður hafi staðið að baki mér. Lýsi ég lninn að því opinberan ósanninda- mann, ogt. skora ég á hann að sanna það, ella legg ég honum bleyðíorð ,á bak, og skal hann minni maður heita. Hið rétta nafn m tt er honum heimilt að fá að vita hjá ábvrgðarmanni Heims- kringlu, þótt ég gefi honum enga heimild til að birta það opinber- lega í sambandi við þetta mál. Hr. Kr. Ásg. Benediktsson kveinkar sér yfir því, að ég sé að leggja hann baka til úr myrkrinu Ocr þori ekki að láta hann vita hið rétta nafn mitt, að ég hafi gert honum persónulegar getsakir, o. fl. þessu vil ég einnig leyfa mér að a.ndmæla. TÍg ræddi að eins um þá hlið hans, sem birtist í hinum áðurnefnda ritdómi, og lá opin og nakin fyrir mér sem öðrum lesend- uin Hkr. Hvort það hefir verið hans bezta hlið eða sii versta eða hin eina hlið hans, læt ég mig j litlu skifta. Hirði ekki úíh, að gægjast inn á persónulegt svið höf., hversu sent þar kann að vera um auðugan garð að gresja ; slíkt liggur utan takmarka ágreinings okkar, og breytir ekki afstöðu málsins á neinn veg. Mun nú lokið umræðum mínum um þetta mál, þótt búist geti ég viö, að álitlegt uppnefna-safn frá hr. Kr. Ásg. Benediktssyni birtist von bráðar, því bregða mun hon- um í ætt þeirra tnanna, sem þá að eins eru ánægðir, er þeir hafa síðast orðið. Hversu nýtilegt það kann að verða, sem hann lætur frá sér fara, leiðir tíminn í ljós. An bof/sveigir Lýsing Winnipeg borgar. Nýlega er út kominn myndarleg- ur bæklingur með myndum og nýj- um uppdraetti af Winnipej- borg — hinni meiri, eða með öðrum orð- um, af borginni sjálfri og öllum umhverfum hennar : St. Boniface, Norwood, Glenwood, St. Vital, St. Charles, St. James, Kildonan og St. John. Bæklingur þessi er sérstaklega ætlaður til leiðheiningar ferða- mö'nmim og þeim öðrum, er verja vildu fé í fasteignir og iðnstofnan- ir hér í borg. Ýmsir merkir menn hafa ritað í bækling þennan, og er — auk formálans, sem ritaður er af herra J. L. Andersen, dönskum mentamanni, sem gefið hefir bækl- injr þennan út — fyrsta ritgerðin eftir núverandi borgarstjóra R. D. Waugh. Ýmsar fróðlegar upplýsingar eru í bæklingi þessum, og má nefna þessar : Winnipeg borg tekur yfir nálega 14 þúsund ekrur lands, eða ná- kvæmlega 13,990 ekrur. íbúatalan um 200 þúsundir. í borginni eru 201 mílur af saurrennum og 398 milur af mölbornum og upphleypt- um strætum ; 80 mílur af asfalt- löo-ðum strætum, sem eru frá 24 til 99 feta br.eið ; 99 mílur af stein- steypu 'gangstéttum ; 100 mílur af grasflötum tnilli gangstétta og keyrslubrauta ; 229 mílur af vatns- leiðslupípu.m. Borgin á rafleiðslu- aflstöð, sem hefir kostað 4 milíón- ir dollara, sem nú er nýtekin til starfa, og borgin selur nú íbúun- tun Ijós og afl með að eins kost- vetði ; aílstöðin hefir 60 þús. hesta afl. Borgin á stóra steintekjunáma, og asfalt-verksmiðju, og starfrækir hvorttveggja. Borgin leggur á eig- in reikning steinsteypu gangstétt- irnar, veitir vatni í hús íbúanna og lýsir hiis þeirra og strætin. — í vændum er, að borgin taki að sér, að koma gasframleiðslu á fót, sem á að kosta 600 þúsund dollara. — 69 mílur af strætis- stálteinlö.gðum aksporum eru í borginni, og 46 mílur út frá tak- markalínu hennar ; eftir þeim brautum renna 256 fólksflutninga- vagnar alla daga vikunnar, og var fatþegafjöldinn á þeim brautum á síðasta ári nálægt 31J4 milíón að tölu, eða sem næst 5 inilíón fleiri, en árið 1909 ; má af því ráða, hve btáður þroski borgarinnar er á þessum timum. í borginni eru 29 lystigarðar, sem samtals taka yfir 584 ekrur lands. Hinn stærsti þeirra lysti- garöa tekur vfir 282 ekrur. Ilinir eru allir miktu smærri og dreifðir um alla parta borgarinnar, og er hið nánasta eftirlit og viðhald haft á þeim öllum. Winnipeg borg er miðstöð allrar vérzlunar og járnbrauta í Vestur- Canada ; Grand Trunk Pacific, Canadian Pacific, Canadaian Northern, Great Northern og Northern Pacific járnbrautirnar hafa gert Winnipeg að miðstöð sinni með vöruflutninga. Vöru- magn það, sem flutt er til borgar- innar, nemur 2Já milíón tons á ári, og er þeim nauðsynjutn síðan dreift út til liinna ýmsu bygða og borga í Vestur-Canada. t borginni eru tvennar járnbrautastöðvar ; önnur þeirra, sameignarstöðin, er nýbyg-S, og hefir kostað ljá mifíón dollars ; ráðgert er að stækka hana að miklum mun í nálægri framtíð. í borginni eru 61 gestgjafahús fhótel), og veita þau ferðamönn- um góðan aðbúnað með sann- gjörnu verði. Winnipeg borg er vörudreifingar- stöð fvrir alt Vestur-Canada. Og> nemur heildsöluverzlun borgarinn- ar 120 milíónum dollara á ári; 3,000 farandsalar hafa aðalaðsetur sitt hér í borginni, en reka verzl- unarerindi sin um allar vestur- bygðir. í Winnipeg eru 23 löggiltir bank- ar, sem hafa samtals 700 útibú í Vestur-Canada. Fjárhagslega er nú borgin sú þriðja í röðinni í öllit Canada. Jaínaðarreikningar bank- anna hér í borg námu samanlagð- ir á síðasta ári yfir þúsund milí- ónutn dollars. Winnipeg er stærsti hveitimark- aður í brezka veldinu, og tekur inóti landsafurðum af svæði, sem tekur yfir 370 milíón ekrur, en sem þó ekki hefir nema 15 milíónir ekra undir ræktun. 1 framleiðslu er borgin orðin sú þriðja í rööinni hér í Canada ; hef- ir 256 verksmiðjur, og framleiðir nú árlega 40 milíón dollars virði af varningi, — hefir framleiðslan meira en tvöfaldast á sl. 5 árum. A þessum 256 v.erkstæöum vinna 15,500 manns, og höfuðstóll verk- stæðafélaganna er 26 milíónir dollars. Allar skattskyldar eignir Winni- peg borgar, við ársbyrjun 1911, voru 173 milíón dollara virði, með minna en hálf-öðru centi á dollar. — 1 borginni eru 33 alþýðuskólar, 6 ‘college’-skólar og 115 kirkjur.— Iðnaðarsýningarfélagið hér á veg- legt hús, þar sem stöðugt eru ti! sýnis allar þær vörutegundir, sem borgin framleiðir. Margt annað fróðlegt er í bækl- ingi þessum ; eu þetta um Winni- peg borg er tekið hér upp sérstak- fega þeim tif upplýsingar, sem ekki þekkja þessa borg, og þá ekki síö- ur til upplýsingar þeim íslands höfðingjum, sem óaflátanlega pré- dika fvrir alþýðunni, hve hér sé alt á lágu stigi og lítilmótlegt. þeir mega, drengirnir, láta hendur standa fram úr ermum, áðúr en þeir geta sýnt slíka ’ sCýrslu frá nokkurum kotbæ á fósturjörðinni. Uppdr.áttur Winnipeg borgar, sem er í bók þessari, er nýgerður og litprentaður^ Bókin kostar 50c og verður send með pósti, hverjtun þeim, er sendir 50c fyrir hana tif herra J. L. Andersen, 11 Bank of Ilamilton Chambers, Winnipeg. SPURNINGAR OG SVÖR. SPURNING,—Ég hefi leigt hey- skaparland 3 mílur frá heimili minu, en nábúinn við leigulandið hefir beitt öllum sínum gripum á það alt sumarið, í öll þau ár, sem ég hefi haft það til leigu, svo að ég hefi engar slægjur af því getað haft, nema mosa og óþverra, sem enginn mundi líta við, sem annað hefði. Jietta hefi ég liðið nmtölu- laust að öllu leyti og engin mis- klíð af orðið. En nú er sami mað* ur farinn að láta gripi sína ganga í heystökkum mínum dag eftir dag þarf ég að líða þennan ágang bóta~ laust ? F á v í s. SVAR. — það er þitt að annast um, að þú ,einn hafir not af leigu- landi þínu, og það getur þri með því að girða það. Að öðrurn kosti máttu búast við ágangi gripa. R i t s t j. * * * SPURNING. — Ritstj. Hkr. Gerðu tvo vel að svara spurningu þessari : A. selur land til B, sem á að borgast á tveimur árum. En seinna selur B. landið til C fyrír hærra verð, og fær það, sem hon- um bar útborgað, en C. undit • gongst í söluskilmálunum, að borga A. það, sem hann á að t.» C. getur ekki borgað A. þegar til kemur. Hvað getur þá A. gert ?■ Getur A. ekki lögsótt B. fyrst B. ekki lét A. vita, þegar hann gerði skilmálana við C.? Forvitinn SVAR. — þú seldir B. landið og átt eingöngu við hann um borgun fj’rir það. C. er þér óviðkomandi í þessu máli. þú getur lögsótt B. fyrir borgun aö fullu. R i t s t j. • • « SPURNING. — Gerðu svo vel, að svara þessari spurningu,, herta ritstjóri : Ég bý á heimilisréttar- landi og hefi fullnaðar eiguaskjöl fvrir því. Landið er að stærð 148 ekrur ; 12 ekrur eru í keldu eða vatni, en ég geld af sein heilt land væri. Nábúi minn á næsta landi á hluta af þessari sömu keldu. Hefi ég ,ekki rétt til, a,ð girða af þann hluta af keldu þessari, sem mér til- heyrir, j-fir vatnskamb og ofan * vatn, og fyrirbyggja með því ‘á- troðning annara, stafandi af fugla- drápi og því um líku ? F á f r* SVAR. — Svo er fyrir mælt, að þar sem lönd liggja að vatni má girða þau að efsta fjöruborði, en lengra ekki, svo að umferð S*- möguleg eftir fjörunni. En sé eng- inn vegur til almennrar umferðar meðfram vatninu, þá hefði ég sagt að þú mættir og ættir að girða land þitt alt, og þá að sjálfsögðu einnig þann hluta keldunnar, sem ligg*nr innan takmarka keldunnar. R i t s t j. JÓN HÓLM, gullsmiður á Gim gerir við allskyns gullstáss og b) til samkvæmt pöntunum. — Seli einnig ágæt gigtarbelti fvrir $1.2

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.