Heimskringla - 18.04.1912, Blaðsíða 7

Heimskringla - 18.04.1912, Blaðsíða 7
HEIMSKRINGtA WINNIPEG, 18. APRÍL' 1912 7. BLS. KAUPIÐ lOc ‘PLUG’ AF Currency CHEWING TOBACCO OG VERIÐ GLAÐIR. íslands fréttir. Voðalegt manntjón. J>ess hefir v.eriö getiö hér í blaö- inu, aö tmenn væru orðnir hræddir um, að fiskiskipið Geir frá Hafnar- firði, eign Edinborpar verzlunar, hefði farist. j>að fór út úr Hafnar- firði 11. febr. og fréttir, sem af þvi koniu, báru það, að skipið hefði í byrjun aílað viel. En samt er það <igi komið heim enn; plöggir menn á öðrum skipum þykjast hafa séð það, eftir stórviðrin kringum 23. febrúar, og því væntu menn í lengstu lög, að það kærni fram. En nú þykir sýnt, að ekki muni þurfa að vænta þess framar. ið fleira, er nánar fréttist um þá, sem heimili áttu á Vesturlandi. Nefnd verður skipuð nú um helg- ina til þess að standa fyrir sam- skotunum. Hafa þeir þegar haft einn fund til undirbúnings þessu sýslumaðurinn í Hafnar.firði, séra Jens Pálsson í Görðum og ólafur Ölfasson fríkirkjuprestur. Einnig hafa eigendur skipsins haft undir- búning til þess, og hafa þeir þegar bvrjað samskotin með 2000 króna frjöf. Brýningu til manna um, að verða vel við samskotunum, ætti ekki að þurfa, þegar eins stendur á og þér. Allir sjá og skilja, hver þörfin hlýtur að vera fyrir hjálp og styrk. þessie 27 menn voru á skipinu : 1. Sigurður þórðarson skipstjóri úr Rvík, kvæntur. 2. Halldór Jónsson stýrimaður úr Rvík, ókvæntur. 2. Sverrir Guðmundsson frá Harð bala í Kjós, einhleypur. w 4. Guðjón Magnússon úr Hafnar- firði, ókvæntur. 5. Guöraundur Árnason frá Bildu- dal í Arnarfirði. 6. Tón Jónsson, frá Skógum i Arnarfirði. 7. Jóhann Guðmundsson, úr Arn- arfirði. 8. Ólafur Sigurðsson, frá Lang- holti í Flóa, einhleypur. 9. Magnús Pétursson úr Rvík, ó- kvæntur. 10. Kristján Einarsson úr Hafnar- firði, kvæntur. 11. þórður Ingimundsson frá Tjörn á Vatnsleysuströnd, kvæntur. 12. Ólafur Nikulásson úr Hafnar- firði, kvæntur. 13. Guttormur Einarsson úr Hafn- arfirði, kvæntur. 14. Guðni Benediktsson úr Hafnar- firði, kvæntur. 15. þorvaldur Jóhannsson úr Dýra- firði, kvæntur. 16. þorkell Guðmundsson úr Hafn- arfirði, kvæntur. 17. Böðvar Jónsson úr Hafnarfirði, ekkjumaður. 18. HalldóiJ Böðvarsson úr Hafnar- firði, sonur hans, ókvæntur. 19. Helgi Árnason frá Eiði á Sel- tjarnarnesi, kvæntur. 20. Sólon Einarsson úr Hafnar- firði, kvæntur. 21. Yngvar Pétursson úr Hafnar- firði, kvæntur. 22. Jóhannes Jóhannesson úr Hafn- arfirði, ókvæntur. 23. Marteinn Guðlaugsson úr Hafn- arfirði, kvæntur. 24. Sigurður Jónsson frá Ási við Hafnarfjörð, kvæntur. 25. Magnús Sigurgeirsson úr Hafn- arfirði, ókvæntur. 26. Vilmundur Jónsson úr Hafnar- firði, ókvæntur. 27. Guðjón Jónsson lausamaður frá Bildudal. það er stórt slys, sem hér hefir orðið, Og margir eiga eftir það um sárt að binda. Um hagi ýmsra af mönnunum, þeirra, sem heimili eiga á Vestfjörðum, er hér enn eigi kunnugt. En Hafnarfjörður verður fyrir mestu tjóninu. Flestir menn- irnir, sem þaðan hafa farist, áttu fyrir heimilum að sjá, eins þeir, sem ókvæntir voru. Hreyfing er komin í þá átt, að safna samskotum handa heimilum þeirra, er farist hafa. Ekkjurnar eru 13, börnin um 60, og svo 11 eöa 12 gamalmenni. Getur þó orð- Prsturin i Sauðlauksdal í Patr- eksfirði hefir veitt þeim Guðmuni sýslumanni Björnssyni og Pétri konsúl Ólafssyni einkarétt til þess að taka skeljasand í Sauðlauks- dals-landi og vinna úr honum kalk- stein éða önnur efni um 50 ár. Ilafa þeir að sögn heiinild til að setjabryggju og önnur mannvirki, er að rekstri þessum lý.tur, á land- inu. Stjórnarráðið hefir staðfest samning þann, sem aðilar hafa gert með sér um þetta. Ilingað til hefir sandurinn í Sauðlauksdal ver- ið mesta landplága ; lítið vantað á, að jörðin færi í eyði af sandfoki Á 18. öld kvað svo ramt að sand- foki, að séra Björn Ilalldórsson prófastur (mágur Eggerts ólafs- sonar) lagði þá kvöð utn háslátt- inn á alla sóknarmenn sína, að hlaða garð utan við tún i Sauð- lauksdal til varnar sandfokinu. Bændur ’jorðu ekki annað ien hlýða prófasti, en þóttu þungar búsifjar, og kölluðu garðinn “Ranglát”. Heitir hann “Ranglátur” enn í dag. Búist er við, að byrjað verði á verkinu á komandi sumri. — Rannsókn í gjaldkeramáli Landsbankans var byrjuð af bæjar- fógeta 14. marz. Gjaldkera var meðan á henni stendur vikið frá starfinu, með hálfum launum, og hr. Jón Pálsson bankaritari settur til að gegna því fyrst um sinn. — Sómakærir náungar. þeir þrír herrar ; Árni Jóhannsson, Jakob Möller og A. J. Johnson hafa einir af öllum starfsmannafjölda Lands- bankans tekið til sín ummælin, sem höfðu voru í 12 tbl. Lögréttu um starfsmannatökuna þangað, og hafa þeir beðið Lögr., að flytja al- menningi þær fregnir, að þeir ætli hver um sig að höfða mál móti blaðinu fjrrir ummælin. — Ingimundur Guðmundsson bú- fræðiskandídat druknaði í Hjvítá í Borgarfirði á fimtudaginn 14. marz, 27 ára gamall. — Botnvörpungarnir þrír komu inn í marz, Skúli fógeti með 40 þús., Snorri goði með 40 þús. og Skallagrímur með 30 þiis. Fiskur- inn er vænn, en rnikið af upsa með. — Síðustu Rvíkur blöð segja á- gætan afla Austanfjalls, þríhlaðið á Stokkseyri þá nýlega, alt í net. Einnig* góður afli suður með sjó. 1 Ystmannaeyjum er látið ver af afiabrögðum. Gæftir hafa eigi ver- ið góðar sunnan við land og afli ekki heldur mikill. — Annað nýhýsi, mjög myndar- legt og eftirtektavert, er komið upp á Laugaveginum. það á Guð- mundur Egilsson trésmiður og hef- ir sjálfur staðið fyrir byggingu þess. það er stórt steinsteypuhfis brílyft, með viðaukabyggingu, I einnig úr steini, og frágangur allur og útbúnaður óvenjulega vandað- ur. Etti tréhúsunum ekki að fjölga úr þessu, önnur eins hús að koma sem mest í þeirra stað. (Lögrétta). — Stórhríð grimm gekk yfir Norður-Ameríku rétt fyrir sein- ustu mánaðamót, frá hafi tii hafs. Veðrið var afskaplegt, fylg>di því fannkoma, hagl og elditigar^ og er staðhæft, að ekki hafi þvílíkt óveð ur komið þar síðustu 25 árin. —(þetta greinarkorn stóð í Vísi í marz sl. l'il athugunar þeim öll- um á Islancli, sem ekki þekkja til hér vestra, skal þess getið, að þessi fregn um hagl og eldingar hér í febr. sl., er algerlega ósönn að því er Canada snertir ; hér koma ekki haglskúrir með elding- um að vetrarlagi. Ritstj. Hkr.). • -----------------’ Draumar Halldórs Jónatansjnar. (Eftir sögu Guðrúnar Jónat- ansdóttur frá Kúðaá). það var um veturinn 1864. Við vorum á Kúðaá í þistilfirði syst- kittin. þar var tvibýli og dálítið stór baðstofan. íg og maðurinn minn bjuggum í innri enda bað- stofunnar. Tvö rúm voru fyrir stafni og þriðja rúmið á móti okk- ar rúmi innan við skilrúmið, og þar svaf Halldór bóndi minn. ; Eina nótt dreymir hann, aS hann þóttist vera háttaður í rúrai sínu og búið væri að slökkva ljós bæði fyrir framan og innan ; þá hálf- lieyrðist honum, sem gengið væri inn í baðstofuna, og um leið sér hann ljóshirtu koma inn í innri endann, og hugsar með sér, að all- ir hafi ekki verið sestir að í hinum enda baðstofunnar. Ljósbirtan verður meiri og meiri og inn fyrir kemur aldraður maður með ljós í hendi og -stingur því í stafinn milli stafnrúmanna og sest á rúmið, sem var til fóta við hjónarúmið. Á eftir honum kemur kona með rokk og sest til fóta á hjónariim- ið, Og á eftir þeim tvær stúlkur, á að giska tæplega komnar á fermingaraldur. Sú vngri settist á fótaskörina hjá móður sinni, og eldri stúlkan sest til fóta á rúm Halldórs. Og alt fer það að tæta ; karlinn að kemba, konan að spinna og J’ngri stúlkan að tægja ull, en sii .eldri að tvinna band á snældu. Honum þótti karlinn vera á blárri peisu og dökkum buxurn, með spjaldofnum uppihöldum, vestis- laus. Halldór þóttist verða svo glað- ur við að sjá þetta fólk, því hann bóttist vita, að þetta væri iiuldu- fólk, — og það væri þó til. Nú þykist hann ætla að liggja sem lengst kyr og láta ekkert á sér bera, svo hann geti horft á þetta sem lengst. Svo bykir hon- um líða dálítil stund ; þá stekk- ur stúlkan alt í einu á úecvir, er hafði setið til fóta hans ; ear hann hræddur um, að hann hefði hreyft fæturna, sem hann ætlaði þó sí/.t að gera. það stendur alt á fætur um leið og tekur með sér <">11 sin vinnutæki. En stúlkan, setn setið hafði á rúmi Halldórs, verður sein ust, og snýr sér við við rúmgafl- inn og sýnist vera mjög reið, og talar um, að þetta sé honum að kenna, og var að hóta honum ein- hverju, sem hann ekki vissi hvað | var. Svo hvarf fólkið og ljósbirtan ! sást ekki lengur. Halldóri þótti sér þ3rkja mikið fyrir þessu ; þá sér hann ljósbirtuna koma inn aftur, og þar kemur gamli maðurinn með ljósið inn að fótagafli hans, og segir, að hann skuli ekki setja þaÖ fyrir sig, sem stelpan hafi verið að se.gja, því hún sé ung og bráðlvnd og kunni. ekki að stjórna sér, og þess vegna ekkert að marka það sem hún spgi. Svo fór karlinn, og draumi þessum var lokið. SÍÐARI DRAUMURINN. Arið 1881 var Halldór giftur, og bjó á Ingjaldsstöðum í Keldu- hverfi í þingeyjarsýslu. þá dreym- ir hann, að hann sé að smala án- um sínum þar suður um móana, spölkorn frá bænum. þá þykist hann sjá álengdar nokkuð stóran stein og þóttist hann enga von eiga á honum þar, og ^egist hugsa með sjálfum sér, að hann eigi þó að hcita vera orðinn kunnugur hérna. Hann horfir á þetta furðu- verk og* færist heldur nær. þá opn- ast steinninn, og út kemár kona, sem heilsar honum vingjarnlega með nafni, og spyr, hvort hann þekki sig ekki. En Halldór hikar við að segja það og verður eins og forviða. Hún spyr hann þá, hvort hann muni ekki eftir, þegar hann hafi verið á Kúðaá, fólkinu, sem hafi komið inn til hans. Hún segiet vera stúlkan, sem hafi setið á rúminu hans, og sé nú gift kona og eigi hérna heima. Hún býður honum inn, og hann þiggur það. það er lítill og hreinlegur kofi að sjá að innan. þar inni sér hann stúlkubarn, á að giska þrevetur. Hún heldur áfram að tala við hann °g segir honum, að foreldrar sínir séu dánir, og systir sín sé í þann veginn að gifta sig og sagði hon- um hvar hún væri, en hann mundi það ekki ; en bóndi sinn væri ekki heima. Hann sá þar í horni litlar hlóðir og setti hún ketil þar ofan á, og sá hann þar fleiri kaffitæki. Hún tekur kvörn og fer að mala kaffi ; hann sér á öllu, að hún ætl- ar að gefa honum kaffi, — en þá vaknar hann heima í rúmi sínu. Sölvi HeJgascn. Fyrir stuttu síðan sá ég í Hkr. að Sölvi heitinn Helgason var dreginn fram úr gröf sinni inn í illdeilugrein, sem þar stóð. Fr.á mér að sjá, er það eitt hið argasta og andstyggilegasta til- tæki, þegar þeir., sem í blöð rita, geta ekki látið framliðna auðnu- le\-singja og aumingja óáreitta. — þarflegt hygg ég að þeim hinum sömu væri að hugleiða eitt heil- ræði skáldsins okkar fræga, sem þannig hljóðar : “Forðastu svoddan fíflsku-grein framliðins manns að lasta bein. Sá dauði hefir sinn dóm með sér, hver helzt hann er. — Sem bezt haf gát á sjálfum þér” M. Ingimarsson. Agrip af reglugjörð am heímilisréttarlönd í C a n a d a Norðvesturlandinu. Sérhver manneskja, sem fjöl- skyldu hefir fyrir að sjá, og sér- hver karlmaður, sem orðinu er 18 ára, hefir heimilisrétt til fjórðungs úr ‘section’ af óteknu stjórnarlandi í Manitoba, Saskatcliewan og Al- berta. Umsækjandinn verður sjálf- ur að koma á landskrifstofu stjórn arinnar eða undirskrifstofu í því héraði. Samkvæmt umboði og með sérstökum skilyrðum má faðir, móðir, sonur, dóttir, bróðir eða systir umsækjandans sækja um landið fyrir hans hönd á hvaða skrifstofu sem er. Skyldur. — Sex mánaða á- búð á ári og ræktun á landinu í þrjú ár. Landnemi má þó búa á landi innan 9 mílna frá heimilis- réttarlandinu, og ekki er minna en 30 ekrur og er eignar og ábúðar- jörð hans, eða föður, raóöur, son- ar, dóttur bróður eða systur hans. I vissum héruðum hefir landnem- inn, sem fullnægt hefir landtöku skyldum sínum, forkaupsrétt (pre- emption) að sectionarfjórðungi á- föstum við land sitt. Verð $3.00 ekran. S k v 1 d u r :—Verður að sitja 6 mánuði af ári á landinu í 6 ár frá því er heimilisréttarlandið var tekið (að þeim tíma meðtöld- um, er til þess þarf að ná eignar- bréfi á heimilisréttarlandinu), og 50 ekrur verður að yrkja auk- reitis. Landtökumaður, sem hefir þegar notað heimilisrétt sinn og getur ekki náð forkanpsrétti (pre-emtion á landi, getur keypt heimilisréttar- land í sérstökum héruðum. Verð $3.00 ekran. Skyldur : Verðið að sitja 6 mánuði á landinu á ári f þrjú ár og rækta 50 ekrur, reisa hús, $300.00 virði. W. W. C O R Y, Deputv Minister of the Interior. JÖN JÖNSSON, járnsmiður, aB 790 Notre Dame Ave. (horni Tor- onto St.) gerir við alls konar katla, könnur, potta og pönnur fyrir konur, og brýnir hnifa og skerpir sagir fyrir karlmenn. — Alt vel af hendi leyst fyrir litla I ■ ■ Skrifið yður tyrir HEIMS- KRINGLU svo að þér getið æ- tíð fylgst með aðai málum Islendinga hér og heima. ^ ----B—|------------ t t f 4- 4- 4- t 4- 4- 4- 4- 4- 4- 4- Ý * Prentun ►•♦•4 VÉR NJÓTUM, sem stendur, viðskipta margra Winnipeg starfs- og “Business”-manna.— En þó erum vér enþá ekki ánægðir. — Vér viljiwn fá alþýðumenn sem einatt notast við illa prentun að reyna vora tegund. — Vér ábyrgjumst að gera yður ánægða. — Sfmið yðar næstu prent. pöntun til — jpelotsth; gahey 334 THE ANDERSON CO. PROMPT PRINTBRS 555 Sargent Ave. Winnipeg, Man. t t i MeO þvl aÐ biöja œfínlega um ‘T.L. CIGAR,” þá ertu viss aö fá Agrœtan vindil. (UNION MADE) We«tern Cigar Factory Thomas Lee, eigandi WinnnipeR Hafið þér Islenzk frímerki ? T"|G vil kaupa brúkuð ÍSLENSK frfmerki í safn mitt. Ii borga gott verð fyrir þau, og boriia hærra ef þau 1* eru á heilum umslögunum. Kaupi alt sem býðst | ; (þektur af Conrad F. Dalman Winnipeg). Sendið eða skrifið til E. R. KRIPPNER z MUSICAL DIRECTOR GRAND OPERA HOUSE. I P. 0. BOX 996 WINNIPEG, CANADA Remington Standard Typewriter Enska og fslenzka geta verið ritaðar jöfnum hönd* um með ritvél þessari. Skrifið eftir mynda-verðlista. REMINQTON TYPEWRITER CO., LTD. 253 Notre Dame Ave. Winnipeg, Manitoba i------------------------------------- i Tlie Winniiieg Safe W»rks, LIMITED 50 Princess SL, Winnipeg VERZLA MEÐ || Nýja og brúkaða öryggis skápa [safes], ]! Ný og brúkuð “Casli Registers” jj Verðið lágt, Vægir söluskilmálar, • VÉR BJÓÐUM YÐUR AÐ SKOÐA VÖRURNAR. i +Tt+tttttttttttttttttttttttttttttttt

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.