Heimskringla - 25.04.1912, Side 2

Heimskringla - 25.04.1912, Side 2
2. BLS. WINNIPEG, 25. APRÍL 1912. ÖEIMSKRINGLA Æsknminningar um Magnús Brynjólfsson. (E irnreiðin) Fyrst eftir aiS vér íslendingar tókum oss bólfestu í Ameríku, var heldur litið oiiður á oss, sem þjóð- flokk, af hiérlendri alþýðu. Mönnum var það yfirleitt ekki ljóst, að vér vorum komnir af hinum {rermanska þjóðstofni, heldur munu margir hafa álitið, að vér yærum náskyldir skrælingjunum á Grænlandi og Labr- ador. Og hefir, án efa, hið óheppilega nafn ættjarðar yorrar átt góðan þátt í því, að mjenn höfðu þá hug- mynd. Sömuleiðis voru til hér í landi ýmsar bækur eftir enskumælandi ferðamenn, sem komið höfðu til Islands, og höfðu borið Islendingum fremur illa sög- una, talið þá tæplega meira en hálfsiðaða þjóð. því þó hin ágæta bók Duöerins lávarðar (Letters from high Latitudes) væri þá fyrir nokkru ut komin, þá gætti áhriía hennar svo lítið á meðal bændafólks og erfiðismanna, sem Islendingar höfðu mest saman við að sælda fyrst fratnan af. En þó vér íslendingar í fyrstu værum í litlu áliti hjá alþýðu manna hér í landi, þá breyttist það smátt og smátt til hins betra, þegax fram liðu stundir. jþví hinir fyrstu íslenzku innflytjendur sýndu það fljótt, að þeir voru duglegir og iithaldsgóðir verk- menn, starfsamir Og friðsamir, og þess vegna ákjós- anlegir borgarar. Á hinum fyrstu frumbýlingsárum sínum áttu þeir lítinn kost á, að sýna hérlendum mönnum, að þeir einnig höfðu mikið andlegt atgervi tíl að bera ; en ekki leið þó á löngu, áður en hinir yngri menn meðal þeirra fóru að leggja stund á skólanám, þó efni væru lítil og ástæður allar næsta erfiðar, fóru að ryðja sér til rúms, taka þátt í lands- málum og komast í ýms embætti og opinberar stöð- ur. Og kom þá brátt í ljós, að þeir stó.ðu ekki (hvað andlega hæfileika snerti) að baki neinum af hinum þjóðflokkunum, er til landsins fluttu, og voru jafnvel með þeim allra fremstu sem námsmenn. — 1 fyrstu voru þeir auðvi.tað fáir, og að eins þeir, sem gæddir yoru frábærum kjarki og hæfileikum, er ruddu sér svo til rúms, að innlendir menn fóru að veita þeim eftirtekt, fóru að dást að þeim og l>era meiri virð- ingu fyrir íslending yfir höfuð. Og einn þessara ungu manna, sem með frábærum gáfum, mannkostiim og atorku stuðluðu að því, að koma þjóðflokki sínum í gott áiit meðal hérlendra manna, var MAGNÚS lögmaður BRYNJÖLFSSON. Magnús var fæddur að Skeggstöðum í Svartár- dal í Húnaþingi 28. dag maímánaðar 1866. Faðir hans er Brynjólfur Brynjólfsson, Magn- ússonar, bónda að Starrastöðum í Hegranesþingi, Magnússonar. Móðir Brynjólfs Magnússonar var Guð- rún dóttir Stefáns bónda að Skatastöðum í Austur- dal, 'og konu hans Sólborgar Bjarnadóttur frá Skjalda- stöðum i Öxnadal. (Aíkomendur þeirra hjóna, Stef- áns og Sólborgar, eru þeir séra Sigurgur í Vigur á ísafirði Og Stefán Stefánsson skólastjóri gagnfræða- skólans á Akureyri. Móðir Magnúsar lögmanns var þ ó r u n n dóttir ölafs bónda Bjarnarsonar, að Sellandi í Blöndudal. Móðir Ölafs var þórunn Helgadóttir, bónda í þver- árdal, og alsvstir Árna Helgasonar að Fjalli í Sæ- mundarhlíð, föður Sigþrúðar móður Jóns þorkels- sonar, fyrrum rektors í Reykjavík. En móðir þór- unnar (móður Magnúsar lögmanns) var Sigríður Henrikstlóttir, hálfsiystir Henriks föður Jóns á Hellu- vaði í Norður-þingeyjarsýslu. Eg ætla ekki að fara að rita æfisögu Magnúsar sál. Brynjólfssonar, þó engum væri það skyldara en mér, ]>ar sem hann var hjartfólginn æskuvinur minn og velg*jörðamaður. En bæði er það, að ég kyntist honum lítið persónuíega eftir það, að hann fór að gefa sig við opinberum störfum, (þó við að vísu hefð- um alt af bréfav-iðskifti) ; og svo er hitt, að bróðir hans, Hon. Skapti B. Brynjólfsson, ritaði í fyrra (í Heimskringlu, sem út kom 11. ág.) ágæta grein um hann, og tók þar fram hin helztu atriði æfi hans og lýsti rétt og hispurslaust lundareinkennum hans og hæfileikum. Og ber öllum saman um það, er rit- gjörð þá hafa lesið, að hún sé snildarlega samin og vel úr garði gjör að öllu leyti. Og vlsa ég því til þessarar ritgjörðar þeim, sem vildu vita um starf þcssa merkiloga manns (M.B.) og æfi hans.yfir höfuð. En mig langar til að skrifa nokkur orð um æsku- ár Magnúsar, og lýsa honum eins og hann kom mér fyrir sjónir og reyndist mér, þegar við vorum drengir. Eg man eftir því, er ég sá hann í fyrsta sinn, rétt eins og það heiði verið í gær. það var austur í Nvja-Skotlandi, í íslenzku nýlendunni þar, á hinum hrjóstrugu Mooselands-hálsum. það var í desember- mánuði 1875. Við vorum þá á tíunda árinu. þá um haustið kom ég með foreldrum mínum frá Islandi, en hann kom þangað um vorið frá Ontaríó, því til On- taríó fluttist hann Og íólk hans frá Islandi sumarið 1874. — Eg man það, að mér varð sérlega starsýnt á þenna fallega, gáfulega og góðlega dreng, þegar ég sá hann fyrst. Ég fann það glögt, þó ég væri barn, og hann væri barn, að það var eitthvað við hann, sem dró mig ósjálfrátt að honum, eitthvað það, sem kom mér ósjálfrátt til að bera djúpa virðing fyrir honum, dást að honum og elska hann. — Hann var freimur stór vexti eftir aldri, fallega vaxinn og fjör- legur piltur, var rjóður í kinnum og heilsugóður, bjartur yYirlitum og með glóbjart hár. Ennið var mikið, augnabrýnnar hvelfdar, augur^ djúp og gáfu- leg, og öll framkoma hans aðlaðandi og um leið djarfleg. Röddin var skær og einkennilega hreimfög- ur, Og <yarð tneð aldrinum sterk og snjöll og tilkomu- rnikil og lýsti einbeitni og sjáUstrausti, sem þó var alveg laust við yfirlæti og tilgjörð. — Eg hevrði alla segja það, að hann væri efni í góðan mann, og mundi vei%a allra manna höfðinglegastur sýnum með aldr- inum. Euda kom það brátt í ljós, því liann varð einhver liinn tigulegasti og mætasti maður, sem verið liefir með Vestur-íslendingum. Frá því að Magnús var níu ára gamall og þang- að til að hann var kominn á sextánda árið, átti hann heima í islenzlcu nýlendunni á Mooselands-háls- um, og var allan þann tima með foreldrum sínum. Á því aldursskeiði er mannssálin næmust fyrir öllum áhrifum, sem að utan koma, og maður býr að því um alla æfi, sem hann nemur þá og iðkar. En lífið í nýlendunni í Mooselandi var alt annað en glæsilegt. Jarðvegur er ákaflega hrjóstrugur þar á hálsunum, og frumbýlingurinn varð að herjast við myrkvið og stórgrýti hvíldarlaust árið um kring, til þess að geta dregið fram lífið. Allir, bæði ungir og gamlir, urðu að vinna þar erfiðustu stritvinnu. þar var engum líft, nema frábærum atorku-mönnum. Fæðið var af mjög skornum skamti og ekki til krafta, því þr.átt fyrir hinn aðdáunarverða dugnað og iðjusemi hinna íslenzku frumbýlinga, þá var alt af þröngt í búi lijá þeim. IIjá innlendu fólki þar nærlendis var örðugt að fá atvinnu, og sízt vel launaða. það þótti g«tt, ef duglegustu menn gátu unnið sér inn hálfan dal á dag, auk fæðis, við þyngstu vinnu, og vinnukonur einn dal á viku í ströngustu vistum. — En aftur var veðurátta mild og hagstæð þar austur við hafið, vatnið gott og heilnæmt Og útsýni víða yndislegt. Margur mætti ætla, að i annari eins baráttu og þeirri, er háð var upp á lif og dauða við myrkvið og stórgrýti á Mooselands-hálsum, hafi lítill kostur verið á því, að glæða andlega hæfileika unglinganna, og vekja hjá þeim þrá til að komast áfram til ment- unar og mannvirðingar. En þó undarlegt megi virð- ast, þá var þar samt margt, sem stuðlaði að því, beinlínis og óbeinlínis, að islenzk ungmenni fiengu þar meiri og betri mentun, en ungmenni í öðrum íslenzk- um by.gðum í Ameríku á ]>eim árum. — Fyrst og fremst var það, að hið íslenzka fólk, sem tók sér bólfestu í Nýja-Skotlandi, var yfir höfuð prýðisvel upplýst, eftir því sem bændafólk gjörist, margt af því var sérlega gefið fvrir bækur og stórgáfað., eins og til dæmis : Brynjólfur faðir Magnúsar, skáldið Sig- urður Jóhaiinesson frá Manaskál, Jón Rögnvaldsson frá Hóli á Skaga, Guðbrandur Erlendsson frá Gauk- stöðum á Jökuldal, Halla Jónsdóttir frá Svarfhóli í Hnappadalssýslu, og ntargir fleiri, sem hér yrði of langt upp að telja. — Fólk þetta flutti með sér vest- ur um hafa meira og minna af íslenzkum skáldritum og fræðibókum, og á vetrarkvöldum _voru bækur þess- ar lesnar af kappi. — Annað var það, að þar í ný- lendunni var ekkert, sem ieitt gat ungmennin út í glaum og léttúð. þar ypru mjög sjaldnan haldnar gleðisamkomur Og dansar, því öll hugsun manna snerist um það, að yrkja hina hrjóstrugu jörð, svo hægt væri að draga þar fram lifið. Öll skemtun unglinganna var þá aðallega í því fólgin, að lesa þær bækur, sem til voru. — Og svo vár hið þriðja það, að stjórnin í Nýja-Skotlandi lét bvggja skólahús í íslenzku nýlendunni vorið Í876, og sendi hún þangað aldraðan kennara til að veita hinum islenzku börn- um fræðslu. Kennarinn hét Alexander '\V i 1 - son, hálærður maður frá Skotlandi, en undarlegur nokkuð og sérvitur. líann var mjög strangur og refsingasamur, en stundaði starf sitt með mestu elju Og atorku, og tóku íslenzku börnin strax miklum framförum hjá honttm. — Sem k e n n a r i átti hann fáa sína líka. Svo þrátt fyrir fátæktina og baslið alt á Moose, lands-hálsum, var þó ekki með ölltt loku skotið fyrir það, að gáfaður og stórhuga piltur, eins og Magnús Brynjólfsson, gæti aflað sér nokkurrar þekkinga*. þar var það einmitt, sem hann íékk þá mentun, er reyndist honnm staðgóð Og óhult var að byggja á síðar meir, þegar hann kom út í lífið. Hann fékk satnt minst af þeirri mentun innan skólaveggja (því í skóla sat hann trauðla lengttr en hér um bil hálft annað á_r), en það var í heitnahúsum, sem hamThlaut hana mesta og hezta. þar var sá Mímis-brunnur, sem hann drakk úr í stórum teigum. Fræðslan, sem hann fékk þar, var bæði góð og gagnleg, og hafði holl áhrif. Brynjólfur Brj'njólfsson (faðir Magnúsar) var fvr- ir margra hluta sakir, einn með þeim allra merkustu mönnum, sem komið hafa vestur um haf frá Islandi. Hann var frábær vitmaður, aíbragðs-vel mentaður (þó hanu væri ekki skólagenginn), fróðttr ttm margt, og allra manna hezt máli farinn. Að umgangast hann, og hlýða á daglegt tal hans, var í sjálfu sér æðri mentun. J>að var unttn, . að heyra hann tala. Hann þekti til hlitar það, sem hann ræddi um, og san-ði vel og skilmerkilega frá. Hann átti all-mikið af bókum, og alt voru það fræðibækttr og merkustu skáldrit. Hjá honum, og öðrum bókamönnum þar í nýlendunni, fengum við íslenzku börnin bækur til að lesa. þá var farið með hvert smákverið eins og helgan dóm. Við lásum með gaumgæfni hverja bók ; sumar bækur lásum við svo oft, að við lærðuín ó- sjálfrátt langa kaíla utanbókar. Ég man eftir því, að Magnús hafði um þessar mnndir sérlegt vndi af að lesa Ilíons-kviðu (þýðingu Sveinbjarnar Egilssonar í óbundnu málij og Ötvar- Odds drápu eftir Ben. Gröndal. Hann kunni heila kaíla úr þessum bókum, einkum Örvar-Odds drápu. Honum þótti íslenzkan á Ilíons-kviðu svo hljómfögtir, og líkingar Hómers svo merkikgar. Og hann dáðist að hinum stcrku skáldlegu tilþrifum, sém svo víða koma í ljós í Örvar-Odds drápu. — Mér er enn í minni, hvað hann (drengur fyrir innan fermingu) bar skörulega og snildarlega fram ýmsa kafla úr þeirri dr.ápu. Einkum þótti honum mikið varið í síðari hluta áttunda kvæðisins, þar sem sagt er frá viðtir- eign þeirra Vignis Og Ögmundar, og Odds og Ög- mundar. Hann lagði sérstaka áherzlu á þessi vísu- orð : “ En rétt sem ofan rauk hann fyrir bjarg, með rammri hendi í kampinn Oddur náði”. °K “Á því liélt Oddur, sem hann gildur^ greip.” það var snarræðið, karlmenskan, hugprýðin, og það, að láta ekki hlut sinn, sem Magnús dáðist svo mjög að, strax á unga aldri, því hann var sjálfttr gæddttr þeim eiginleikum í fylsta mæli. það var þarna austur í hinum hrikalegu frttm- skófrtim í Nýja-Skotlandi, að Magnús Brynjólfsson kyntist hinu bezta og kjarnmesta, sem til er í ís- lenzkum bókmentum að forntt og nýju, og það var þar, sem hann nam íslenzka tungu af þeim höfund- ttm, sem hana hafa ritað með mestri snild, eins og þeim Jónasi Hallgrímssyni, Benedikt Gröndal og Sveinbirni Egilssyni. Enda talaði Magnús eins j hreina íslenzku og margur, sem v.erið hefir við nám : á Islandi. En á síðari árum, eftir að hann var orð- inn lögmaður, var honum tamara og eiginlegra að mæla á enska tungu, eins og eðlilegt var. Samt unni hann íslenzkunni alt af, og þótti hún fögur. Og íslendingur vildi hann alt af vera. Heimilið, þar sem Magnús ólst upp, var eitthvert hið helzta í nýlendunni, því þrátt fyrir fátæktina var einhver rausnar-blær á öllu þar, eitthvert höfðingja- bragð, sem minti mann á hin fornu höfuðból á Is- landi. Heimilislífið var hið ákjósanlegasta. Ég hefi aldrei á æfi minni orðið var við einlægara né frjáls- legra samkomulag á milli foreldra og barna, en þar átti sér stað. J>ar var alt heilt og heilsusamlegt. Enda gat það ekki öðruvisi verið : faðirinn var sann- kallað stórmenni Qg spekingur að viti ; móðirin göfug °g gpð kona, svo hún átti fáa sína líka, og öll syst- kinin frábærlega vel gefin, djarfmannleg Og dreng- lunduð. I>ar var aldrei annað um liönd haft en það, sem í alla staði var gott og nytsamlegt og heiðar- legt. Á það heimili komu fleiri gestir, en á nokkurt annað heimili í nýlendunni ; þangað leituðu menn helzt ráða, þegar vanda bar að höndum, og þar ræddu menn málefni sín, áður en kallað var til al- menns fundar. þar var ekki farið í launkoía með neitt, Og drengirnir máttu því hlýða á samtalið, og heyrðu þá oft snjallar tillögur og viturleg ráð, og lærðu um leið að hugsa og haga vel orðum sínum. Börn Brynjólfs voru sjö : fimm synir og tvær dætur. Var önnur þeirra elzt áf börnuuum, en hin yngst. Magnús var yngsti sonurinn. j>eir voru mannvænlegir, þeir Brynjólfssynir, fríðir sýnum og gáfaðir. En vöxtulegastir voru þeir Magnús og Skapti, og þóttu þeir bera af öðrum ungum mönnum. þann tíma, sem Magnús gekk á skólann í nýlend- unni, stundaði hann námið af mesta kappi. Gáfur hans voru miklar, skilning.urinn ljós Og skarpur, aug- að glögt og minnið framúrskarandi. Eg hefi engan þekt, sem hafði eins gott minni. þar við bættist hið mikla kapp og dæmafáa starfsþol, sem _ kom í ljós hjá honum strax á bernsku-íárum. Og svo var vandvirknin eitt af þv’, sem einkendi hann. Hann hætti aldrei við hálf-unnið verk. Á öllu, sem hann vann, var innsigli vandvirkninnar ljóst og óafmáan- legt. HaJin gat numiö það á einu ári, sem (lestir aðrir voru að læra í tvö ár. — það var því ekkert undarlegt, þó hann væri alt af í fremstu röð í skól- anum, og yrði lang-fremstur og helztur í_öllum þeim félagsskáp, sem hann v'ar við riðinn. — I bréfi, sem herra IVilson (kennarinn okkar) skrifaði mér, þegar ég var kominn vestur til Winnipeg, segir hann : “Af öllum þeim íslenzku ungmennum, sem ég hefi kent, var Björn S. Brvnjólfsson fljótastur að nema, en Magnús bróðir hans haföi lang-mestar gáfur af þeim öllum”. Og gamli herra Wilson vissi, hvað hann söng. En þessi orð hans um þá Magnús og Björn hafa meira gildi, þegar þess er gætt, að engin sérleg vinátta var með honum og Brvnjólfs-fólkinu, allra sízt síðustu árin, sem hann var í nágr.enni við það. Eftir því tók ég fljótt, að Magnús lék sér ekki á sama hátt Og drengir alment gjöra, hvorki í skólan- um né heiirta hjá sér. Reyndar voru frístundir fáar, meðan við gengum í skólann. 1 kringum skólahúsið var íremur blautt —, það stóð spölkorn frá aðalveg- inum, sem lá í gegnum nýlenduna.— og lét kennarinn okkur drengina búa til gangstétt úr grjóti í kringum húsið, og aðra frá húsinu og fram á aðalveginn ef ég man rétt), og gengu í það allir fritímar okkar í skólanum fvrsta sumarið. — Leikir þeir, sem Magn- ús tók þátt i, þegar liann var drengur tíu til fjórtán ára, voru á einhvern hátt mentandi, eða miðuðu að því að styrkja líkamann. Og við hluttöku hans í hv.erjutn leik, koin í Ijós lijá honutn mikil dómgreind, skarpleiki og drengskapur. það var eins og honum j>rði aldrei ráðafátt. Og æfinlega kom það á hann, tið stjórna og stýra hverjum leik, sem hann tók þátt í, jafnvel án þess, að hann kærði sig u-m það. Allir vildu hlýða hans ráðum, — allir treystu honum til hins bezta. það var ætíð sjálfsagt, að fela honum forustu á hendttr, hvar sem hann var, og hvernig sem á stóð. það var honum meðfætt að stjórna og vera í broddi fylkingar. — Og honutn var það líka meðfætt, að viíja af öllum mætti rétta hluta þess, sem á einhvern hátt var misboðið, eða bágt átti. Enginn tiauðstaddur fór “bónleiður til bttðar”, sem leitaði liðveizlu til hans. Enginn varð úti, sem leit- aði skjóls hjá honum, eins og vinur hans, skáldið Kristinn Stefánsson, segir í hinu fallega kvæði, sem hann orti til hans fyrir nokkrum árum ; “Hörð er gjóla utn hrakfallsskarð hröktum ólánslýði. Engan kól, né úti ’ann varð, ,ef í skjól þitt flýði.” Jæssi löngun eða tilhneiging til að rétta öðrum hjálparhönd, og bjarga, og „vernda lítilmagnann, var alveg eins sterk hjá honum eins og hæfileikinn til að stjórna. Og örlæti hans var jafnan við brugðið. En það var eins og hann vildi, að sem fæstir vissu það, þpgar hann var að hjálpa. það var næstum eins og hann vildi, að maðurinn, sem hann var að hjálpa, fengi ekki að vita, hvaðan hjálpin hefðl komið. Jafnvel strax á unga aldri, var réttlætistilfinn- ingin svo rík ltjá honum, og drengskapuru-.u á svo háu stigi, að við leiksystkini hans gátum ekki annað en veitt því eftirtekt og dáðst að því, þegar v:ð vor- um að leika okkur með honum. Og skal ég koma með dálítið dæmi því til sönnunar. það var einu sinni, þegar við Magnús vorum á tólfta árinu, að við, og þrír drettgir aðrir á okkar reki, vorutn að leika okkur skamt frá húsi Brynjólfs (föður Magnúsar). Jtar var afar-stór tréstofn fyrir vestan húsið, og höfðum við það að leik, að við þóttumst vera Trójumenn, en létum stofninn vera einhverja af hetjunum í liði Grikkja. Stóðum við nokkra faðma frá stofninum og skutum hver á eftir öðrum ör af boga í áttina til hans og reyndum að hæfa kvist, sem á honum var. Sá, sem hitti mayk- ið, þóttist hafa að velli lagt þann kappa í liði Grikkja, sem til var nefndur í það Og það skiftið. Og þegar þeir Akkilles, Og Ajax Telamonsson, og Díómedes, og Idomeneifur, og ýmsir aðrir kappar voru fallnir, þá sagði einhver okkar drengjanna, að nú skyldi stofninn vera Nestor frá Pýlos, og væri gaman að vita, hver okkar yrði svo frægur að fella hann. “Nei, ekki vil ég að stofninn sé Nestor”, sagði Magnús, “því hantt var g a m a 11 maður, og þar að auki spekingur að viti”. “þá skal það vera Menelás”, sagði einhver drengjanna. “Nei, ekki vil ég það heldur”, sagði Magnús, “því Menelás var sá eini af öllum _Grikkjum, sem varð fyrir verulegum rangindum af hendi Trójumanna”. “þá skal það vera Odysseifur”, sögðum við. “Já, það vil ég”, sagði Magjtús, því Odysseifur var kappi mikill og slunginn bragðarefur”. Og svo héldum við áfram að leika okkur ; og sá, sem næst hæfði kvistinn í stofn- inum, hafði sigrað.hinn mikla kappa Odysseif. — Jtanntg féllu að lokum allar hinar grísku hetjur, sem um er getið í Ilíons-kviðu, allar, nema þeir Nestor °g Menelás, af því Magnús vildi að þeim væri þyrmt, sökum þess, að annar þeirra var æruverður öldungur °g spekingur að viti, en hinn hafði orðið fyrir stór- kostlegum rangindum og mestu skapraun. Einu sinni spurði ég Magnús, hvað hann langaði mest til að verða, þegar hann yrði fullorðinn. Hann þagði litla stund, Og sagði svo brosandi : ‘Ég held að ég vildi helzt af öllu verða d ó m a r i.” — Hann var að vísu að eins tólf eða þrettán ára gamall, þegar hann sagði þetta, og hefir, án efa, sagt það meðfram í spaugi. En samt er það áreiðanlegt, að hugur hatts hneigðist mjög snemma að öllu því, sem að lögum og stjórn og réttarfari laut. — þegar ég kom til Dakóta, vorið 1903, þá minti ég hann á þessi orð, Hann var þá löngiiu orðinn lögmaður, orðinn ríkislögsóknari fv-rir Pembina County Og borg- arstjóri í Cavalier, í fremstu röð allra lögfræðinga í Norður-Dakóta, og elskaður og virtur a.f öllum. — “Manstu það”, sagði ég, “að þú sagðir það einu sinni við mig, þegar við vorum litlir drengir og geng- um berfættir um skóginn í Mobselandi, að þú vildir helzt af öllu verða d'ótnari ? ” “Já, ég man það glögt”, sagði hann og brosti, “en ég verð samt ald- rei dómari”. “Mér fmst.þó alt benda til þess, að þú verðir það”, sagði ég ; eða, hvað gæti verið því til fyrirstöðu?” Eg man, að hann þagði fáein augna- blik og horfði út í bláinn. “Ég verð ekki g a m - a 1 1 ”, sagði hann alt í einu, og um varir hans lék ofurlítið einkennilegt bros, — ef til vill ekki alveg laust við ang.urværð — en það hvarf á augnabliki. Og við fórum að tala um alt annað. — Hann hafði áður látið í ljós við mig, að hann hefði hugboð um, að hann j'rði ekki mjög gamall. Faðir hans sagði mér, að hann heföi látið hið sama í ljós við sig. Magnús Brynjólfsson fluttist með foreldrum sín- um og systkinum frá Nýja-Skotlandi sumarið 1881. Hann var einn vetur í Duluth í Minnesota, fluttist vorið 1882 til Dakóta, var þar lengst af með foreldr- um sínum á heimilisréttarlandi þeirra, þangað til ár- 1887, að hann byrjaði að lesa lög hjá lögfræðing ein- um í Pembína. Fram að þieim tíma hafði hann unn- ið algenga vinnu — jafnvel unnið um tima á járn- braut — en jafnframt hélt hann þó áfram að menta siy með lestri góðra bóka, tók þátt í öllum góðum og þarílegum félagsskap ungra manna í íslenzku ný- lendunni í Dakóta, og fékk þar snemma mikið orð á sig fyrir gáfur, mælsku og manukosti. 1 september- mánuði 1889 tók hann lögfræðispróf, Og gegndi mál- færslu-störftim upp frá því. Hann var borgarstjóri í Cavalier um eitt skeið, og ríkis-Iögsóknari síðustu átta árin, sem hann lifði. Ilattstið 1898 kvæntist hann og gekk að eiga itngfrú S i g r í ð i Magnús- dóttur, Halldórssonar, Sigurðssonar prests að Hálsi í Fnjóskadal. Hún er góð kona og gáfuð og hefir náð hárri mentun, og er í fremstu röð íslenzkra kvenna vestan hafs. Var hjónaband þeirra hið bezta Og elskulegasta, sem hugsast getur. J>au áttu fallegt °g skemtilegý lieimili í Cavalier, og var þar jafnan mjög gestkvæmt, þvf á móti öllum var tekið með opnum örmum gestrisninnar, — jaftit fátækum sem ríkum. J>ann 16. dag júlímánaðar 1910 dó þessi elskulegi maður af hjartaslagi — kendi sjúkleikans í dögun um morguninn, en andaðist um hádegið — tæplega hálf- fimtugur að aldri. Enginn Vestur-lslendingur hefir verið lneita harmaður en hann. Kf til vill hefir eng- um Íslending verið fvlgt _til grafar af meira fjölmenni. Bæði íslendingar og enskumælandi mepn drifu að úr öllum áttum í hundraða-tali, til þess að vera við jarðarför hans ; og á meðal þeirra voru margir em- bættismenn og stórmenni, einkum úr Noröur-Dakóta. þeir séra Rögnvaldur Pétursson og séra Hans Thor- grimsen héldtt þar ágætar ræður, og C. M. Cooley, dómari frá Grand Forks, ílutti þar fagurt Og snjalt ávarp fyrir hönd lögfræðingafélagsins í Norður-Dak- ’ óta. Viðhöfnin var mikil og vegleg, og söknuðurinn sár, er sýndi það, að v.erið var að fylgja sönnu stór- tnenni til grafar. — ótal dagblöð fluttu fregnir um lát hans, og mintust hans sem stórmennis og bezta manns. Col. Ben. G. Whitehead, ritstjóri blaðsins Williston S t a t e , segir í hinni ágætu ritgjörð sinni um Magnús, að hann hafi verið eitt hið mesta tnikilmenni í Norðvesturlandinu og sannur mannvin- ttr ; og fer hann um leið rnjög vingjarnlegum orðum um hinn íslenzka þjóðflokk. — Séra Friðrik J. Berg- mann segir um Magnús (í Breiðablikum V. ár, Nr. 2) : “Einn mætasti maður og ástsælasti úr hópi VesturTslendinga er genginn til grafar”. — Mörg hinna beztu vestur-íslenzku skálda ortu hin fegurstu kvæði um hann ; og kvæði hefi ég séð um hann eftir tvö enskumælandi skáld. Allir, sem þektu hann og kvntust honum, dáðust að honum, virtu hann og elskuðu, og sáu að hann var þjóðflokki sínum til stór-sóma, og stuðlaði að því (ef tif vill meira en nokkur annar Vestur-íslendingur), að íslendingar komust í gott álit hjá innlendum mönnum í Dakóta. Að sjálfsögðu hefir Magnúsi verið ábótavant í einhverju, eins og á sér stað um alla menn, hversu góðir og miklir sem þeir eru. En hver hans veika hlið hefir verið, veit ég ekki. Eg varð aldrei hennar var. Ilennar gætti ekki, vegna þess að mannkost- irnir voru svo miklir : hjartagæzkan, örlætið og drengskapurinn yfirgnæfðu. — Og gæfumaður var hann alla æfi — gæfumaður, að eiga góða og göfuga foreldra og mannvænleg og mikilhæf systkini — gæfu- maður, að eignast gáfaða og elskulega konu, sem unni honum af öllu hjarta — gæfumaður, að vera virtur og elskaður af öllum, sem þektu hann og skildu hann rétt. — Frá vöggunni til grafarinnar var hann sannkallaður gæfumaður. Og það gat ekki öðruvísi verið, því hann hafði flesta þá kosti til að bera, sem karlmann geta prýtt : fríðleik og karl- mensku, atorku og þolgæði, frábærar gáfur og göfug- lyndi, og —hjartað á réttum stað. Leiðið hans er undir fögrum lundi á landi þyí, sem faðir hans nam við rætur Pembína-fjallanna. þar er lika gröf móður hans og ömmu. þar verður grafreitur ættarinnar í framtíðinni. — Hlúð verður að gröf þessa elskul^ega manns, eins og'framast verður unt. Á hana hafa mörg heit tár fallið, og margir blómhringir verið lagðir af ættmönnum og vinum. Og ég vil líka vera með þeim, þó ég komi seint, og leggja á gröf míns hjartfólgna æskuvinar þessa ein- földu smágrein, frá frumskógunum á Mooselands- hálsum, með þakklæti fyrir einlæga og stöðuga vin- áttu og trygð við mig í 35 ár, með innilegu þakklæti fyrir bréfin hans mörgu og elskulegu, og með hjartans þakklæti fyrir hjálparhöndina drengilegu og bróður- legu, sem hann_rétti mér, þegar ég dvaldi í Dakóta. Meira get ég ekki. Wild Oak, Man., 16. júlí, 1911. J. MAQNÚS BJAllNASON.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.