Heimskringla - 30.05.1912, Blaðsíða 6

Heimskringla - 30.05.1912, Blaðsíða 6
6. BLS. WINNIPEG, 30 JíAÍ 1912. HEIMSKE.IN G Ii A C.P.R. LOl C.P.R. Lðnd til söln, 1 town- ships 25 til 32, Ranges 10 til 17, að b&ðum meðtöldum, vestur af 2 hádgisbaug. í>essi lönd fást keypt með 6 eða 10 ára borgun- ar tíma. Vextir 6 per cent. Kaupendum er tilkyntað A. fl. Abbott, að Foam Lake, S. D. B. Stephauson að Leslie; Arni Kristinsson að Elfros; Backland að Mozart og Kerr Bros. aðal sölu umboðsmenn.alls heraðsins að Wynyard, Sask., eru þeir einu skipaðir umboðsmenn til að selja C.P.R. lönd. Þeir sem borga peninga fyrir C.P.R. lönd til annara en þessara framan- greindu manna, bera sjálfir ábyrgð á þvf. Kaupið pessi lönd nú. Verð þeirra verður bráðlega sett upp KERR BROTHERS QENERAL SALES AQBSTS WYNYARD :: SASK. MARKET HOTEL 146 Princess St. á móti markaOnnm P. O’CONNELL, elgandi, WINNIPEQ Beztn vlnföng tindlar og aöhlynning góö. Islenzknr veitingamaönr P. S. Anderson, leiöbeinir lslendingnm. JIMMY’S HOTEL BEZTTJ VÍN OQ VINDLAR. VlNVEITARI T.H.FRASER, ISLBNDINGUR. : : : : : James Thorpe, Elgandl Woodbine Hotel 466 MAIN ST. Stwrsta Billiard Hall í Norövestnrlandino Tln Pool-borö.—Alskonar vfnog vindlar Gistlng og f»0I: $1.00 á dag og þar yflr l.ennon A Mebb, Kigendnr. MARTYN F. SMITH, TANNLÆKNIR. Pairbairn Blk. Cor Main & Selkirk Sérfræðingur f Gullfyllingu og öllum aðgerðum og tilbön aði Tanna. Tennur dregnar án sársauka. Engin veiki á eftir eða gómbólga. — Stofan opin kl. 7 til 9 á kveldin Office Heimilis Phone Main 69 4 4. Phone Main 6462 A. S. TORBERT ’ S RAKARASTOFA Er 1 Jimmy's Hótel. Besta verk, ágœt verkfœri; Rakstur I5c en'Hársknrönr 25c. — óskar viöskifta íslendinga. — A. S. BARHAL Selnr llkkistnr og annast um átfarir. Ailar átbánaönr sá bezti. Enfremnr selur hann aliskonar minnisvaröa og legsteina. 121 Nena St. Phone Garry 2152 • — — Það er að það borg- alveg ar sig að aug- lýsa 1 Heim- víst skringlu ! ♦ Dánarfregnir. Mrs. Ólína Ford. þann 16. apríl sl. andaöist aö heimili sínu, 821 Home st., Winni- peg, ko.nan ólína Gróa Pálsdóttir, eftir stutta legu, eiginkona Mr. Arthur Ford, sem um margra ára bil hefir verið lestarstjóri (con- ductor) fyrir C.P.R. félagið. Bana- mein hennar var heilabólga. For- eldrar hinnar látnu eru þau Páll Isaksson og Sigríður Kvjólfsdótt- ir, er búa í grend við Brown P.O., á norðanverðum Pembina fjöllum (í Canada). Ölína sál. var fædd að Gardar, N. Dak., þann 9. des. árið 1887, og ólst þar upp, þar til hún vorið 1901 fluttist með foreldrum sínum til nýlendunnar í grend við Brown P.O., hvar hún dvaldi um hríð, unz hún fyrir nokkrum árum fór að vinna í búð fyrir hið alkunna Eaton félag í Wmnipeg. þar til fyrir rúmu ári síðan (hinn 5. apríl 1911), að hún gekk að eiga hinn eftirlifandi mann sinn. þau hjón eignuðust einn dreng, er mun hafa verið mánaðargamall, er móðir hans fór til hins fyrirheitna lands- ins. það er því átakanlegt fyrir hinn eftirlifandi eiginmann, að missa svo skjótt aöstoð sinnar elskuðu eiginkonu. Ölína sál. var vel af guði gefin bæði til sálar og líkama. Hún var mjög vinsael, og elskuð og virt af öllum, sem þektu hana. Hennar verður því sárt saknað. “Maður deyr, en góður orðstír aldrei”. Blessuð sé minning hennar I. • • • MRS. OLlNA FORD. (Undir nafni móður hinnar látnu). Vorsins blíða vermdi grund, vonir glæddust hverja stund ; fuglar sungu sætt á meiði, sólin skein svo glatt í heiði. Alt var gleði hjúpað hjúp, hjartans jafnvel undirdjúp. Fyr en varði færðust ský fyrir sólu, dimdi því, dreif að él með feiknar frosti, fækkaði um sældarkosti ; broshýrt mér af brjósti sleit blóm, sem ekkert fegra leit. Margvíslegt er manna böl, margan nístir sálarkvöl : sína vini að sjá hér pínast, síðan burtu frá oss týnast, síga nið’r í svala gröf. — Svona endar lífsins töf. Standa við þinn banabeð, böl þitt geta engu raeð linað, eða létt það minsta, loks að horfa’ á stríðið hinsta og hyljast grafarhúmi þig, — hjartans dóttir, skelfdi mig. Iljartans blæðir bólgin und, burtu dauðans hreif þig mund ; þú, sem varst mitt æðsta yndi, Og mér hvarfst nú frá í skyndi, höfg því felli tr.egatár, — tíminn einn það læknar sár. Faöir, systkin sakna þín og sérhver vinur, elskan mínll Hjartað makans harmur tætir ; honum þó er raunabætir að barni ykkar, eftir nú, á hans vegum skildir þú. H(afin yfir heimsins böl, hérna stutt þín reyndist dvöl. Svifm ert til sólarhæða, sæl þar nýtur drottins g*ða. Sú vor huggun allra er aftur þar að mæta þér. Fyrir alt á liðnri leið, lífs-sól áður hné að meið, vinir þakka þér af hjarta ; þig svo kveðja, ljósið bjarta. Forsjón æðsta eg þig fel. Elsku dóttir, farðu vell Jóhannes H. Húnfjörð. Jósepína Margrét Árnason. þann 6. apríl sl. • andaðist að heimili sínu í Pembina, N.D., mm elskulega dóttir Jósepína Margrét Bjarnadóttir (Árnason), úr afleið- ingum lungnabólgu eða hjartabil- unar ; 19 ára að aldri, — mitt j-ngsta barn af 5. Margrét sál. var mjög vel gefin stúlka, hafði frábærlega góðar námsgáfur, skarpan skilning og þroskaðar hugsanir ; enda beind- ist hugur hennar eindregið inn á braut fróðleiks og mentunar. Eftir að hafa uppfylt öll lærdómsskil- yrði alþýðuskólans hér, gekk hún á háskóía í Grand Forks, og út- skrifaðist þaðan fyrir ári síðan og byrjaði svo síðastliðið sumar sem kennari við alþýðuskóla hér skamt frá, og stundaði hún þá köllun sína með samvizkusemi, að dómi hlutaðeigenda, og við starf sitt var hún jafnvel eftir að hún kendi sjúkleika þess, sem leiddi hana til dauða. Hin látna hafði marga og g-óðá eiginleika, sem áunnu henni virð- ingu og álit allra þeirra, sem. nokkuð kyntust henni. Djörfung, hreinskilni, sannleiksást og> líkn- semi voru hennar fegurstu, eðlisein- kenni. Að segja hreint og beint meiningu sína, var henni svo eigin- legt, að jafnvel þeir, sem illa kunna því, að bert sé mælt, undu því vel af henni. Sannleiksást hennar var auðsæ af því, hvað henni var um það liugað, að komast að sem rétt- astri niðurstöðu í öllum skoðana- málum. Henni var ekki nóg, að láta segja sér, að svona væri þetta og þetta og svona æ t t i það að vera, heldur varð hún að ráðfæra sig við sína eigin sam- vizku og athugunarsemi, áður en hún gat tekið það gott og gilt. Líknsemi hennar og jafnréttis- tilfinning birtust á margan hátt ; fyxst og fremst í því, að vilja æfin- lega. reyna að bæta úr böli þeirra, sem eitthvað áttu bágt, einkum gamalmenna og einstæðinga ; þar stóð hún íramarlega eins og í mörgu öðru. En eRki hvað sízt kom þessi góði eiginleiki hennar í Ijös gagnvart hinum lægri verum lífsins, — dýrunum. Hún var dýra- vinur á háu stigi, enda hændust öll dýr að henni sem hún um- gekst ; þessir mállausu vesalingar áttu góðan og tr\-ggan vin þar sem Margrét var ; þeir fundu það líka vel, því lýsti viðmót þeirra og augnaráð, sem óhætt er að marka, því hjá þeim er ekki yfir- drepsskapur. það lítiðj sem þessir málleysingjar læra, læra þeir af eigin reynslu og brevta vanalega samkvæmt því, og það vissi og skildi hin látna betur en margir eldri. í einu orði að segja, þó mér sé málið skylt, var Margrét sál. að flestu leyti fyrirmynd ungra kvenna : siðprúð i framg-öngu og Umgengnd, skemtin í samræðum, trygg í lund Og stefnuföst. Hennar er því sárt saknað af vandamönnum og vinum, og öll- um, sem henni kyntust ; og sárar eru tilfinningar mínar, þegar ég ; sem móðir minnist þeirrar stund- j ar, þegar augu þessa mins ást- kæra barns lokuðust í síðasta sinn | og hjartað góða hætti að slá. ASfinlega er dauðinn vogestur, hvenær sem hann ber að dyrum, en þó aldrei eins ægilegur og þeg- ar hann hrifsar þá í burtu, scm eru mitt á blómaskeiði lífsins, eins Og hér átti sér stað. Ég vona, að þeir lesendur blaðs- ins, sem eru mér óviðkomandi, fyrirgefi, þó þessi dánarfregn sé orðmörg, og virði sorgmæddri móður til vorkunar, þó henni dveljist við minningu síns látna j barns. Að endingu þakka ég af öllu hjarta alla þá hjálp ojr hluttekn- ingu, sem mér var sýnd við lát og jarðarför hinnar framliðnu. Pembina, N. Dak. , A. B. Árnason. Meira um Þjóðernið. Til ritstj. Heimskringlu. Hafðu þökk fyrir heiðurinn, er þú sýndir ritgerðinni minni um íslenzkt þjóðerni, er blað þitt ílutti, með því að svara svona rækilega. En alv.ecr var það óþarft að slá svona þung högg á var- na,glann, þar sem þú líka hefir svo stálsterka von um ómöguleik þess er ég fer frarn á ; og of kunnugur ert þú trjrgð íslendinga yfirleitt við þjóðerni sitt, til þess að sjá þess brýna þörf, að stappa í þá canadisku glóandi stáli. þú segir, að Hkr. hafi aldrei bannað íslendingum að kenna börnum sínum móðurtunguna, — ekki beint. En hvað gerir þú, þeg- ar þii gengur með oddi og egg á móti því eina gefna ráði að kenna hana ? þú veizt vel, að það eru ekki nema allra skörpustu ung- lingar, er geta lært tvö tungumál í senn. Ef að barnið lærir ekki móðurmálið á undan, þá lærir það ekki móðurmálið, þegar það er orðið drukkið af öðru tungumáli, Jósepína Margrét Árnason. Fáein kveðjustef. Hve híbýlin virtust mér hljóðleg og tóm Við helbeð þinn, elskaða meyja. Eg gat ekki skilið þann skuldheimtu-dóm, Að skyldir svo fljótt verða’ að deyja. Svo ung og svo blómle,g- með hjartsýni þá, Sem beztum er eiginleg konum ; Með brennheita fróðleiks og bóklista þrá, Og brosandi framtíðarvonum. Og djörfung og einlægni af augum þér skein, Sem eðlis er fegursti litur. þín lífsskoðun frjáls var sem heiðríkjan hrein, Og hugsunin göfug og vitur. Sem Ijósið þú komst, og sem ljósið þú varst, Sem ljósinu næst vildir standa. Sem ljósið þú dóst, og til ljósheima barst Á ljósvængjum himinflej’gs anda. þó horfin nú sértu, þú hjá mér samt ert þá hvíli’ eg í andleiðslu værri. Eg heyri þig bert við mitt hjartaslag hvert, 1 himinsins blæþyt mér nærri. því myndast sú von hefir mönnunum hjá — Og miljónir tára sem þerði — Að allar þær sálir hvor aðra sem þrá Til eilífðar samgrónar verði. Sem Ijómandi firðboða-geislar úr geim þær geðrúnir huggun mér færa ; Eg finn bæði’ og» sé þig í þýðingum þeim, Og þekki þinn málróminn kæra. jE, vertu nú sæl, og ég vona þig sjá Sem verðandi, barnið mitt góða, í skýlausum heimi, þar skyggir ei á Vor skamimsýnis holdlega móða. (Undir nafni móðurinnar). N. N. JÖN HÖI/M, gullsmiður á Gimli gerir við allskyns gullstáss og býr til samkvæmt pöntunura. — Selur einnig ágæt gigtarbelti fyrir $1.25. nema það hafi dæmafáa mentafýsn og gáfur. Hvað úthaldi íslenzkra blaða hér viðvíkur, þá ræður þar naumast ást á þjóðerninu. það er eins gott að fá peninga frá íslendingum fyr- ir blaðaútgáfu, eins og- öðrum, eða að vinna sér þá inn á einhvern annan hátt. En auðvitað þykir vkkur það ekki of gott þjóðerninu til hjálpar, þó þið haldið blöðun- um ekki beinlínis út í þvi skyni. þá segir þú, að ekki muni vera um auðugan garð að gresja, hvað göfgi og gæði snertir, hjá þeim, sem lítið háfa gefið sig við enskri starfsemi. þar skal þér stuttlega og óhikað svarað : þeir standa hinum fullkomlega jafnfætis. Per- sónuleg upptalning er óþörf. — það er svo fvrir að þakka, að göfgi og mikilhæfi yfir höfuð þarf ekki að sækja tilverxi sína til enskr ar menningar. það haía sögurnar sýnt, gamlar og nýjaf. þú segir, þeir geti verið góðir og gildir íslendingar, sem gefa sig við hérlendri starfsemi. Mikið rétt. En geta þeir ekki verið góðir canad- iskir borgarar, sem gefa sig við ís- lenzkri menning ? En ekki geta þeir kallast góðir Islendingar, sem ekki kunna eitt orð í íslenzku. Eg skal segja þér, hvers ég ósk- aði mér rétt núna : Að ég vaeri orðin að öflugri hersveit. þá skyldi ég reka alla Enska tvöfalda burtu og gera Canada að öðru íslandi. þú verður að fyrirgefa, að ég get ekki unt þessari ránklóuðu þjóð, að hafa hér yfirráð. Enskir þurfa ekki að vera eins hreyknir eins og þeir eru, því svo eiga þeir marga vesalinga, þó þeir hafi meðgjörð með þriðjung alheimsins, þá eru þeir í vandræðum með þessa aum- ingja sína. Af hverju eiga þeir svona marga aumingja ? það er líklega af heppi- legri stjórn. — Y.eiztu það, að mér blæðir enn fyrir vesalings Búanall Englendingar eru hrafnar, sem, allstaðar vilja stinga í nefinu, alt gleypa. itg hefi ekki svarað þér til fulls, en þú verður að gera þig ánægða» með þetta, vinur rninn, þa.ð kom mér að nokkru leyti sjálfselska. til að fara á stað í þessu máli. Mig langaði til, að létta mér fyrir brjósti, — hugsaði ekkert út í, aS ég með því kynni að þyngja öðr- um. “það lá við sú krús 3rrði að lok- unum dýr og landráða vindillinn sá”. R. J. Davidson. ™ D0MINI0N BANK llorni Notre Dame og Sherbrooke Str. Hfifuðstóll nppb. $4,700,000.00 Varasjóður - - $5,700/100.00 Allar eignir - - $70,000,000.00 Vér óskum eftir viðsbiftumverz- lunar manna og ábyrgumst ak gefa þeim fullnægju. <Sparisjóðsdei)d vor er sú srærsta sem nokaur banki hefir í borginni. Ibúendur þessa hluta borgarinn- ar ósfea að skifta við stofnun sem beir vita að er algerleea trygg. Nafn vort er fullirygging óhul - leika, Byrjið spari innlngg fyrir sjálfa yður, konu yðar og börn. GEO. H. MATHEWSON, Rátsœatur Phone Unrry 3 4 5 0 S y 1 v í a 263 ille. þcr hafið heyrt, að þriðjungur Lynne eignar- innar er eign ungrar stúlku, dóttur konunnar, sem Sir Greville vildi kvongast’. ‘Já’, sagði lafði Marlow, ‘ég vissi, hvað móðir hennar hét. H’ún hét Chester’. ‘Alveg rétt’, sagði Trale. ‘Hún og maður hennar fór burt úr Englandi’. ‘Alveg rétt’, endurtók Trale. ‘Og þessa stúlku verður að finna eins fljótt og unt er’, sagði lafðin. ‘Ef saga Banks er sönn’, sagði Trale, ‘og það held ég hún sé, þá verður ekki erfitt að finna hana. þegar hann var búinn að stela erfðaskránni og lesa hana, áleit hann það gróða fyrir sig, að finna þessa stúlku. Hann frétti, að frú Chester var dáin, og að unga stúlkan og faðir hennar hefðu fariö til Ástr- alíu’. ‘Astralíu', tautaði Neville og leit til Sylvíu. ‘Já, og Banks elti þau þangað, og fann þau —, þegar faðirinn var að deyja’. Tárin runnu niður kinnarnar á Sylvíu, svo Nev- ille gekk til hennar 0g lagði handlegginn um mitti hennar. ‘Já,hann sá hann deyja, og sá hann rétta dóttur sinni skjalaböggul, um leið og hann sagði henni, að í honum væru fullkomnar sannanir um ætt hennar. Á ég að segja — meira?’ ‘Haldið þér áfram’, sagði laiðin. Sylvía stóð upp og gekk út. 'Jaeja’, sagði Trale, ‘unga stúlkan hét Sylvía Bond — og —’ ‘S}lvía ?’ sagði Neville. ‘Haldið þér að —’ ‘Já, Neville’, svaraði Trale. ‘Unga stúlkan, sem gekk út núna — Signora Stella —, er dóttir Chesters, og samkvæmt erfðaskránni erfingi’. 264 Sögusafn Heimskringlu ‘þá á Sylvía þriðjunginn af Lynne’, sagði Mar- low’. ‘Já, ef böggullinn er enn til’, sagði Trale, ‘en án hans verður erfitt að sanna eignarré.ttinn’. ‘það er alveg rétt hjá yður, Trale’, sagði Mar- low. Meðan hann talaði, komu Andrey og Sj-lvía inn. Sylvia gekk að borðinu og lagði skjalaböggul fyrir framan lávarð Marlow. Hann greip böggulinn og hrópaði : ‘það er — það er — en hann «r lokaður. Opnið þér hann, Neville’. Neville gerði það, og las svo eitt af skjölunum, sem hljóðaði þannig : “Éig, Jiilían Chester, fullyrði liér með, að þessi ‘‘skjöl, nefnikga giftingarvottorö mitt og konu minn- “ar, og- fæðingar- og skírnarvottorð dóttur minnar, ‘‘Sj’lvíu Bond Chester, eru réttmæt, og ég krefst “þess, að sú eða þær persónur, sem kynnu að hafa “þau með höndum, gæti þeirra vcl. Ég hefi ekkert “til að skilja eftir minni ástkæru dóttur, sem ég “fel guði til varðveizlu, fullviss um, að hann hjálpi “ojr gæti hennar. Júlían Chester”. Sylvía huldi andlit sitt við brjóst Nevilks. 'þetta er alt i góðri reglu’, sagði Trale ; öll þessi skjöl eru réttmæt og áreiðanleg, svo kröfurnar liljóta að ná tilgangi sínum’. ‘þér eruð ágætur maður, Trale’, sagði Marlow, ‘og þetta málefni hafið þér rakið meistaralega. þér eruð of góður fyrir þetta músaskot ; þér ættuð að verða lögregluforingi í London’. S y 1 v í a 265 Jiffií . lr-! t iil— . J: J.Í4-.1.Ó/•Íáii.í:. — j>i i r'. LXVi*. KAPlTULI. • E n d i r. Lávarður Marlow var miklu meira áfram um það, að Sylvía fengi peninga sína, heldur en hún var sjálf. ‘þú veizt ekki, hve rík ég er’, sagði hún við Nev- ille, þegar þau voru á skemtigöngu daginn eftir, og hann var að sýna henni leikstöðvar sínar frá æskuárunum. ‘Veiztu, að Signora Stella getur spar- að 5000 pund árlega?’ ‘Ekki trúi ég því’, sagði Neville á þann hátt, að það minti Sylvíu á gamla kofann í Lorn Hope. ‘Sign- ora Stella verður að yfirgefa leikhúsið’. ‘En, Jack — hvað þú ert drambsamur — þú — þú vanst fyrir mér einu sinni’. ‘Og það er ég viljugur til að gera nú og ávalt’, sagði hann. ‘Eg vil ekki að þú vinnir fyrir mér’. Um þetta töluðu þau ekki meira, því þau höfðu nóg annað að tala um. En Marlow lávarður var ófáanlegur til að hætta við að lögsækja Jordan, og þegar þau komu öll saman til London, var það hans fyrsta starf, að finna lögmann sinn, og biðja hann að skrifa Jordan, svona til byrjunar eins og vant er. Um kveldið gengu þau öll í leikhúsið til að hlusta á Sylvíu, en Neville var svo afbrýðissamur, að hann fór áður en söngskemtanin var enduð. Lafði Marlow kom inn í reykingaklefann til hans, þegar hún kom heim. 266 Sögusafn Heimskringlu ■ ‘þú ert eigingjarn strákur’, sagði hún. ‘Élg veit það, ég veit það’, sagði hann, ‘en það> leit svo út, sem þeir ættu hana allir, en ekki ég. Hún verður að yfirgefa leikhúsið’. ‘því ræður hún sjálf’. ‘En hún ætlar að verða kona mín’. ‘Já, þá’, sagði hún, ‘verður þú húsbóndi hennarý og fyrst þú hefir slíkar hugsanir, held ég að bezt sé- að þið —’ ‘Heldurðu að hún vilji giftast mér strax, ei* hvernig get ég spurt hana, Siem ekki á einn skilding’.. Dj'rnar opnuðust og inn kom Sylvía. ‘Ilver segist ekki eiga einn skilding?’ spurði hún;. ‘Eg — ég’, stamaði Neville. "þú gleymir því, Jack, að þú eyddir öllu'm pan- ingum þínum, þegar þú keyptir mig í I.orne Hope’. * * * þau giftust í kyrþey í Lynne kirkjunni, og And- rey var brúö'atmey, en Lorrimore briiðgumasveinn. Neville hafði símritað honum undir eins og Sj'lvía var búin að ákveða daginn. ‘Komdu og vertu brúðarsveinn’, símaði hann, ‘hún neitar ekki að taka á móti þér á brúðkaups- degi okkar, og, — já, þú veizt það, brííðkaup eru jafn- sóttnæm og mislingar’. þegar þau lögðu af stað frá Grange í brúðkaups-: ferðina, og- voru sezt í vagninn, segir Sylvía : ‘þ.ykir þér ekki leitt, að ég er ekki nnjrfrú Brown ?’ 'Ungfrú BrownP’ ‘ó, þú hjartalausi maður,, þú hefir gleymt henni’^ sagði Sylvía. ‘Ertu þá hrvggur yfir því, að hafa keypt mig?’

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.