Heimskringla - 28.05.1914, Side 1
GIFTINGALEYFIS-
BRLF SELD
I VEL GEEÐUR
ILETUR GROFTUR
Th. Johnson
Watchmaker, Jeweler & Optician
Allar viðgerðir fljó’tt og vel af hendi
leystar
248 Main 'Street
Phone Maln 6606 WINNIPBQ, MAN
♦ ■ * »MW
Fáið npplýsingar um
PEACE RIVER HÉRAÐIÐ og
DUNVEGAN
framtíðar höfuðból héraðsin*
HALLDORSON REALTY CO
710 Mclntyre Klock
Fhone Main 2844 WINNIPEQ MAN
XXVIII. AR. WINNIPEG, MANITOBA FIMTUDAGINN, 28. MAÍ 1914. Nr. 35
| Fréttir. {
♦•♦•♦•♦>♦•♦•♦•♦•♦•♦•♦•
Ríkiskyrkja afnumin.
Þann 19. þ.m. var samþykt við 3.
umrœðu frumvarp Lloyd George
um aðskilnað ríkis og kyrkju í
Wales. Atkvæði féllu liarmig: 328
með og 251 á móti. Verður samþykt
Lessi nú að lögum, hvað sem lá-
varðastofunni líður. Er þetta
fyrsta frumvarpið undir hinum
svonefndu “Parliament-lögum” til
Jiess að öðlast lagagildi, án liess að
lávarðastofan hafi nokkuð um það
að segja.
Samkvæmt þessu frumvarpi verð-
ur Wales fríkyrkjuríki og enska
ríkiskyrkjan ekki lengur boðin
með lögum. öll kyryjufélög í sam-
bandi við dómkyrkjur og klaust-
ureignir eru leyst upp. Biskup-
arnir fjórir yfir Wales víkja sín
sæti í Lávarðastofunni. Allur
kyrkjuréttur er úr lögum numinn
og gjöra veraldlegir dómstólar eft-
irleiðis um 11 mál innan hertoga-
dæmisins.
Uppreist í Albaníu.
Samkvæmt samningi, er gjörður
var eftir Balkan styrjöldina, var
Albaníu-héraðið gjört sjálfstætt
TÍki og sett þar á fót konungsstjórn.
Til konungs var settur Vilhjálmur
af Wied, frændi Þýzkalandskeisara.
Var honum spáð, að hásætið yrði
valt nú fyrst ijm sinn, en ekki lét
hann það hamla sér frá að taka
við konungdóminnum. En nú er
spáin a'ð rætast,
i Jandiuu er þjóðagrautur mikill,
en meiri hluti landsbúa eru Maho-
metstrúar og af tyrkneskum rettum.
í>ó er Epirus liéraðið þar undan-
skilið, sem er mikið til grískt og
kaþólskrar trúar. Vöktu þeir ó-
spektir í vetur og vildu ekki eiga
samband með Albaningum. Voru
þeir barðir niður og kúgaðir til
hlýðni.
En nú er önnur uppreist hafin
af Albaningum sjálfum. Fyrir upp-
reist þessari ræður hershöfðingi
Albaninga, Essad Pasha. Var liann
sá, sem að nokkru leyti náði land-
Inu undan Tyrkjum meðan á ó-
friðnum stóð og setti sjálfan
npp sem konung.
inni fékk hann ekki að halda, en
þegar hinn nýi konungur kom til
ríkja, var hann gjörður að her-
málaráðgjafa, enda lézt hann vera
konungi mjög trúr. En ekki þótt-
ist hann liafa þau ráð, sem hann
vildi og lagði því niður embættið,
en hóf stjórnarbyltingu. Gjörði
hann áhlaup á konnungssetrið
fyrra mánudag. Bað konungur þá
verndar varðskip Austurríkis-
manna og ítala. Var Essad Pasha
skjót yfirbugaður og handtekinn.
Er hann nú í haldi fram á herskip-
um Austurríkismanna. Ekki þorði
konungur þó að haldast við í bæn-
um, svo hann er líka kominn fram
á skip sambandsþjóðanna. Er nú
alt í uppnámi í höfuðborginni
Durazzo, og borgin lögð undir her-
rétt.
Irsku málin.
*■“ • 1“
Dann 25. þ. m. var gengið til at-
kvæða í neðri málstofu Parlia-
mcntisins um heimastjórnar frum-
varp íra, og var það samþykt með
hinum vanalega stjórnar-meiri-
hluta. Umræður urðu litlar, því að
Unionistar neituðu að ræða það
frekar, nema þeir fengju að heyra,
hvaða skilyrðum heimastjórnin
yrði takmörkuð, og hvaða kostir
Ulster yrðu boðnir. En hvorugt
vildi Asquith leggja fyrir þá strax;
sagðist hann ganga frá því máli
síðar.
Gengur nú frumvarpið upp til
lávarðadeildar, en ekki er talið lík-
legt, að því verði breytt þar, enda
heimtar þjóðkjörna deildin skil-
yrðislausa staðfestingu. Alt er mcð
friði og spekt, og engar óeirðir urðu
þegar fréttin spurðist, en ótryggur
er þó friður. Hræddir eru mcnn við
uppþot, þegar frumvarpið gengur
upp til konungs, ef nokkrar tor-
færur verða lagðar á veg þess.
Viðauka-samþyktir, er gjörast
verða viðvíkjandi Ulster, skcra þó
aðallega úr, hvort hafist verður til
uppreistar á írlandi. Asquith seg-
ist vera við öllu búinn, og hefir
liann nú lierinn til reiðu, ef heima-
lögreglan ekki getur A'arið ofbeldis-
verkum.
Stórblaðið Times spáir hinu
versta með þetta mál, og fer hörð-
um orðum um stjórnina fyrir fylgi-
spekt hennar við ]>etta mál, og að
liafa látið undan kröfum Ira.
En Redmond er hinn glaðasti og
telur mánudaginn þann 25. maí —
“þann fyrsta og mesta sigurdag Ir-
iands, er bindi enda á 114 ára bar-
áttu fyrir lífi og sjálfstæði lands og
þjóðar”.
Jacob A Riis dáinn.
Danski mannvinurinn og rithöf-
undurinn Jacob A. Riis andaðist á
þriðjudagin var í bænum Barre í
Massachusetts. Heima átti hann í
New York borg, en fór til Barre til
að leita sér lækninga í vetur, er
heilsa hans var á þrotum. Mun
hann hafa verið um sjötugt.
Um Jacob Riis sagði Roosevelt
forseti, um það leyti, sem hann var
lögreglustjóri New York borgar, að
enginn hefði verið þarfari maður
umbótum í Bandaríkjunum en
Riis.
Jacob Riis verður lengst kunnur
fyrir baráttu sína við “slum” eig-
endur í New York. Eftir 20 ára bar-
áttu kom hann því loks til vegar,
að rifin voru öll verstu íbúðar stór-
hýsi þar, sem verið liöfðu um lang-
an aldur höfuðból spillingar og vol-
æðis. Þar, sem eitt þeirra stóð, er nú
skemtigarður í borginni og kallað-
ur eftir mannvininum — R i i s
P a r k.
Jacob stundaði ritstörf meiri-
hluta æfinnar. Hann var fréttaritari
um langt skeið. Auk þess skrifaði
hann fjölda bóka, flutti fyrirlestra
um fátækramál og um ráð móti
spillingu og sjiikdómum, sem staf-
aði af óhollum húsakynnum o. fl.—
Eitthvert merkast rit lians er bók-
in: “How the Other Half Lives”. Er
hún um fátækramál New York bæj-
ar. Æfisaga hans, sem hann skrifaði
fyrir tímaritið Outlook, er afar-
merkilegt rit. Kallaði hann bókina:
þýð og fögur grein um Níels Finsen,
ljósgeisla-læknirinn góða. Getur
þess þar, að hann hafi verið Islend-
ingur og fæddur í Færeyjum. Bók
þesi kom út árið eftir að Finsen dó.
1 sögu Bandaríkjanna verður nafn
Jacobs Riis geymt svo lengi,sem lýð-
veldið verður til og getið verður
beztu manna.
Kringlur.
Ber það ekki vott um heldur
kærulausar staðhæfingar að segja
í sambandi við samninga Bordens
við Canadian Northern félagið “að
$45,000,000 af almenningsfé sé kastað
út til McKenzie og Mann,” þegar
þeim er ekki fengið eitt einast cent.
Samningurinn er um ábyrgð á
skuldabréfum félagsins, en ekki
peninga veitingu. Eða er það “Lib-
eral” að meta það að engu að segja
satt frá því sem er að gjörast í lands
málum ef andstæðingar eru í stjórn-
inni?
* * *
Það er öfug stjórnmálastefna að
kenna mönnum að hata menn, í
stað þess að skilja stefnur sem
uppi eru á dagskrá í stjórnmálum
þjóðanna.
* * *
Ofsi og öfgar er oft látið koma í
stað sannana, en hvorugt sannar
annað en vanþekkingu þeirra hluta
sem um er rætt. Er hætt við ef það
á að vera öll upplýsing þjóðar vorr-
ar hér vestra, er hætt við að einhver
íslendingurinn verði valtur í verð-
inum fyrir þjóðréttindunum.
* * *
Hvað líður “alopata” bindindinu?
Ætlar Norris ekki að setja um
brúsa frabrikku og láta fylkið reka
þann iðnað.? Það ættu fáeinir að
geta fengið atvinnu við að brenna
leir sem nú gjöra ekkert annað en
hnoða hann.
Fréttir frá íslandi.
(Eftir Vísi).
Rvík. 25. apríl.
— Sigurður Eggerz sýslumaður
kom liingað í gær að austan. Seg-
ir ágæta tíð komna og menn sleppi
vel við veturinn. Hann er nú í
samningum um bátaferðir milli
Víkur, Stokkseyrar, Eyrarbakka
og Vestmannaeyja. Hefir hann
tilboð um 14 smálesta motor-
bát úr Vestmannaeyjum til ferð-
anna og hyggur gott til.
— Prófin á stýrimannaskólanum
voru lokin í gær og tóku þar 26 hið
meira próf, 1 hið minna og 8 vél-
stjórapróf; 2 féllu, annar við minna
próf, en hinn við vélstjórapróf.
— Nýr fugl fanst hér á landi, í
haust, sem aldrei liefir sézt hér áð-
ur og jafnvel óþektur annarsstað-
ar í Norðurálfu. Hann heitir Par-
ula americana og er heimkynni
hans Norður-Amerika. Fugl þessi
var vart á stærð við kanarí-fugl.
Sá, sem hingað kom fanst dauður
austur í Mýrdal og var sendur
Náttiirugripasafninu. Fugl þessi er
ekki ótíður á Grænlandi og þaðan
hefir hann komið hingð.
— Sjúkraskýli samþykti sýslu-
fundur Rangæinga ný afstaðinn
að reisa á Stórólfshvoli næsta ár,
og er gjört ráð fyrir að bygggingin
kosti 6—8 þús. krónur.
— Fundurinn á mánudagskveld-
ið um rafmagnsstöðina hér í bæ,
var einkar vel sóttur og stóðu um-
ræður fram um kl. 10. Virðist mik-
ill áhugi , að rafstöð geti komist
hér upp, og var samþykt með öllum
greiddum atkvæðum, að fela fundar
boðendum að koma málinu á fram-
færi við bæjarstjórnina.
— Þorvarður Magnússon sunn-
anpóstur kom úr Keflavíkur póst-
ferð í gær. Heldur tíðindalítið seg-
ir hann þaðan og aflalítið í Garði
og við Miðnes, en í Vogunum og á
Vatnsleysuströnd er landburður af
fiski, rétt upp í fjörugrjóti. Svo er
fiskgangan mikil þar, að þorskinn
rak þar á land í vestanveðrinu á
dögunum.
— Um svipi lifandi manna, eða
tvífarafyrirbrigði ætlar prófessor
Haraldur Níelsson að flytja erindi
á sunnudaginn kl. 5 e.h. (1. maí) 1
Iðnaðarmannahúsinu. Þau fyrir-
brigði eru einn liðurinn í sálar-
rannsóknum síðari tíma og hafa
mjög verið athuguð af enska sálar-
rannsóknafélaginu. Þar segir hann
frá því allra merkasta, er fyrir bar
við tilraunir þeirra Tilraunafélags-
manna hér í Reykjavik; en frá
þeim atburði hefir eigi verið unt
að skýra fyr en 1 vetur, með því að
fullar upplýsingar hafa eigi fengist
fyr en nú.
— Jón ögmundsson, sá sem hest-
inum stal, hafði haft hann austur
í Grímsnesi í vetur, en var nú bú-
inn að fá hann fyrir mánuði. Hann
sagðist hafa fengið nafnlaust bréf
á föstudagsmorguninn og séð á því
að upp um sig var komið. Þá tók
hann hestinn, reið á honum suður
á Garðahraun og drap hann þar.
Morguninn eftir var það fyrst að
Þorvaldi lögregluþjóni var tilkynt
um gruninn á manninum. Og fór
liann með Jóni í bifreið suður í
Garðahraun og lét hann sýna sér'
hræið af hestinum. Jón hafði skor-
ið hestinn á háls, og er það furðu
mikil þrælmenska, þar sem þetta
hlaut að vera með öllu tilgangs-
laust fyrir hann og eflaust harðari
dómurinn fyrir vikið.
— Sáttamál voru liér á iandi fleiri
árið 1P10 cn nokkru sinni áður, eða
alls 1195 talsins, en þar af í Rvík
nær helmingur, eða 588. — 1911 voru
málin alls 873, þar af 1 Rvík 3iL og
og 191.) voru þau 485, þar af í Rvik
231. — ler þeim þannig mjög fæ :k
,andi.
Mcstir málamcnn nu Reykvík
ingar. Þar cru þessi 3 ár mál fyrir
hverja tíu íbúa, kvenfólk, börn og
gamalmenni með talið. Næst geng-
ur Akureyri, höfuðstaður Norður-
lands, og eru þar 12 um hvert mál;
þá ísafjörður með 14, Seyðisfjörður
með 18, Gullbringu- og Kjósarsýsla
með Hafnarfirði 36 og ísafjarðar-
sýsla með 38 um hvert mál.
Stiltastir eru Strandamenn. Þar
hefir 1 mál ails komið fyrir sátta-
nefnd þessi 3 ár (íbúar 1750). Þá
eru Rangvellingar 761 um hvert
mál, Mýramenn og Borgfirðingar
332, Barðstrendingar 199 og Dala-
mennn 184 um hvert mál.
8. maf.
— Knud Zimsen verkfræðingur
er kosinn borgarstjóri í Reykjavík
fyrir 6 ára tímabilið 1. júlí 1914 til
1. júlí 1920. Kosningin fór fram á
bæjarstjórnarfundi í gær, og hlaut
Zimsen 8 atkvæði, Sig Eggerz sýslu-
maður 5 atkv., 1 seðill var auður
(Zimsen kaus ekki; fjarverandi var
Sighv. Bjarnason bankastj.). Áður
kosning byrjaði hafði Yigfús Ein-
arsson fógetafulltrúi tekið aftur
umsókn sína.
— Jón Pálsson organisti var í
gær skipaður af stjórnarráðinu
gjaldkeri Lndsbankans, eftir til-
lögum bankastjórnarinnar. Banka-
stjórnin liafði áður bent á þrjá af
umsækjendunum (Guðm. Loftsson
og Jens Waage), en stjórnarráðið
óskaði að fá meðmæli með einum
að eins, og var þá mælt með þeim,
sem stöðuna hiaut.
— íslaust er að kalla fyrir Norð-
urlandi, svo langt út, sem skip
hafa gengið. Að eins þóttist Ask
hafa séð nokkra jaka út af Sléttu,
er það ætlaði austurfyrir í gær, en
varð að snúa aftur inn á Húsavík
f' Gr ofveðri.
hr.ip fór og í gær frá Siglufirði til
ísafjarðar og varð ekki vart við ís.
— Anna, fiskiskip frá Akureyri,
fór nýlega upp í Aðalvík í ofviðri,
en náðist út aftur lítið skemt.
— Hátt verð er hér á gripum,—
])rátt fyrir lítil hey. Áburðarhestar
kosta 150—200 krónur og meðalkýr
160 krónur.
— Bjarni Erlendsson verkstjóri í
Hafnarfirði hefir fundið upp vél til
þess að pressa saltfisk, í stað þess
að stakka hann; hefir Bookless
látið gjöra slíka vél og hefir hún
reynst vel og flýtir mjög fyrir fisk-
þurkuninni í þurkhúsum. Mun nú
vera leitað einkaleyfis á henni. Yél
Bookless er rekin með rafmagni
frá áburðarverksmiðju þeirri, sem
hann er að koma upp.
Akureyri, 26. apríl.
—i Ivlemens Jónsson, bóndi í
Kinn, er nýlátinn. Hann var Hún-
vetningur að ætt og hafði búið
afar lengi. Húskveðjuna (mjög
langa) flutti Guðmundur skáld
Friðjónsson frá Sandi.
— Drengur datt hér í gær ofan
af húsþaki, 12 álnir niður, en sak-
aði ekki. Þetta var sonur Jóns
Jónssonar frá Rifkelsstöðum.
— Kveldskemtun heldur amer-
íski auðmaðurinn hér í kveld og
býður til bæjarbúum einsog hús-
rúm leyfir í leikhúsinu. Meðal þeirra
sem skemta eru: Geir vígslubiskup,
Stefán skólameistari og skáldin síra
Matthías og síra Jónas.’
Enn gefur Ameríkumaðurinn við
þetta tækifæri hálft þúsund krón-
ur til ckknasjóðs Eyjafjarðarsýslu.
— Tíðarfar er hér mjög slæmt.—
frost óvenju mikil.
— Bjarni Guðmundsson, bóndi
á Skipalóni, varð bráðkvaddur í
gær.
— Aflalaust nú með öllu á Eyja-
firði.
Sauðárkrók, 25. aprfl.
— í gær druknaði í héraðsvötn-
unum vestari Jón Magnússon ós-
mann, ferjumaður frá Utanverðu-
nesi. Ekki er mönnum kunnugt um,
hvcrnig slysið hefir að höndum
borið, en bátur hans fanst rekinn
á hvolfi. Ekki er lík lians fundið.—
Vöxtur var inikill í Vötunum og
mun líkið hafa borist út til sjáv-
ar. — Jón var um fimtugsaldur,
mjög hár maður og að sama skapi
þrekvaxinn; einkennilegur í hátt-
um sínum mjög. Afbragðsskytta,
sundmaður nokkur á sfna vísu, en
hafði aldrei lært sund af öðrum. —
Mesta skemtun taldi liann það, að
fljúgast á við seli í ósnum hjá sér.
—Ókvongaður var hann en lætur
eftir sig tvö börn.
Stykkishólmi,2. maí.
— Veðráttan er hér hin versta, —
frost og norðanstormur.
— Aflalaust er hér um slóðir.
— Fiskiskipin eru nú öll komin
út nqma eitt. Frétzt hefir um eitt
skipið, Hvanneyna, að hún hafi
aflað 1600 eftir fáa daga.
— Hettusótt er hér mjög út-
breidd.
— Fé flæddi nýlega á Seljum í
Helgafellssveit (um 70 kindur). —
Fjármaðurinn, scm yfir þeim stóð,
hafði gengið heim á næsta bæ um
stund, en er hann kom aftur, var
alt féð flætt, að þrem kindum und-
anskildum, og eru því þessar þrjár
kindur nú öll fjáreignin á bænum.
Þau hjón á Seljum mistu kúna sína
í haust og eru þar mjög bágar á-
stæður. Bóndinn, Sæmundur að
nafni, er geðveikur, og konan berst
áfram með mörg börn. Samskot
voru hafin í Stykkishólmi eftir að
fréttist um tap þetta og söfnuðust
600 krónur á kveldstund, — er
raunar*allmikið af því í innskrift.
Húsavík, sumardaginn fyrsta.
— Snjókoma hefir verið hér með
allra mesta móti síðan í janúar og
aldrei komið hlákubloti fyr en eft-
ir páska, en síðan hafa verið dá-
góðar hlákur og snjó tekið svo að
nú er komin upp jörð dálítið hér
um slóðir. En jarðlaust er sagt við
Mývatn enn og víðar í sveitum.
Bændur á heyskaparlitlum úti-
gangsjörðum voru mjög þrotnir að
heyjum, þegar batinn kom, en
þorri bænda hafði heybirgðir fram
yfir sumarmál, jafnvel fram um 3
vikur af sumri og stöku menn fram
úr, hversu sem viðraði.
— Hey hefir verið pantað liingað
frá Noregi um 10 smálestir, og er
þess von með Flóru.
— Rjúpur fundust dauðr úr hor
sumstaðar hér í sveitum, einkum í
Axarfirði, vikuna eftir páska.
Hreindýr hafa komið heim að
bæjum í Kelduhverfi sökum jarð-
banns og verið að naga í fjárkröfsfr-
um. Ekki hefir frétzt að þau hafi
fundist fallin.
— Snjóhengja féll niður nýlega í
Héðinsliöfða og drap 8 ær fyrir Jóni
bónda Gauta.
— Nokkrir Húsvíkingar hafa ró-
ið í sel og aflað dável.
— Hrognkelsaveiði er hér með
bezta móti, en þorskafli og síldar
enginn.
— Jón Jónsson blindi á Mý-
laugsstöðum er nýlega dáinn í
hárri elli. Reykvíkingar munu
kannast við hann, því hann fór
suður fyrir nokkrum árum og
sagði mönnum sögur sínar.
* * *
AKUREYRAR-BRJEF.
Á sumardaginn fyrsta.
Þá er þessi vetur liðinn. Um-
lileypingasamur en snjóléttur við
sjó og í lægri sveitum fram á Þorra
en snjóþyngsli alt frá veturnótt-
um til dala og í hærri sveitum, t.
d. við Mývatn. Frá miðþorra og til
páska hlóð niður snjó á snjó ofan í
langvarandi austan og norðaustan
átt og hlánaði aldrei þann tíma.
Jaiðlaust varð allstaðar þegar i
þoralokin, og snjór um páska yfir-
leitt álíka mikill og vorið 1910. Úr
páskum gekk f vestanátt og snjóinn
fór að taka upp, svo nú er að koma
upp jörð.
er nokkur misbrestur á heyásetn-
ings-fyrirhyggju sumra bænda, —
einkum þeirra, er á útbeitarjörðum
búa og vanir eru við að spara hálft
fóður handa sauðfé fyrir beit. Verði
vorið í meðallagi eða betra mun þó
búfé alment ganga sæmilega undan
og við vorskoðun, sem alment fer
fram fyrstu dagana í apríl, þótti bú-
peningur manna alment vel fóðr-
aður í Eyjafirði og í Þingeyjarsýsl-
um. Mfn skoðun er, að vorskoðun
gjöri ákaflega mikið gagn í sveitum,
og livetji bændur til sæmilegrar
hirðingar á peningi sínum. Skoð-
unarmenn gefa skýrslur um ásig-
komulag búfjárins hjá hverjum
bónda og þær eru lagðar fram á
hreppskilum, og það er víða metn-
aður meðal bænda, að fá eigi lök-
ustu einkunnirnar á þeim skýrsl-
um, og þá langar eigi til þess að
verða taldir "horkongar’ sveitar-
innar.
Hér fyr á árum þótti óvíða ódýr-
ara að lifa í kauptúnum landsins
en á Akureyri, þá var smörið á 55
aura, nýi fiskurinn og ýsan afhöfð-
uð og slægð á 4 aura, nýja skyrið
og mjólkhi úr sveitunum 12 au.'a.
Hangikjötið og tólgurinn á 30 au.
og alt eftír þessu. Nú er þetta alt
hlaupið upp. Smjör kostar 80 au.,
og fæst eigi, því mest af því er sent
til útlanda. Ósaltur fiskur fæst
sjaldan, því alt fer í salt og svo
mest til útlanda; fáist liann, kost-
ar hann nýr 8 og 10 au. pundið.
Hangikjöt og magálar sjást eigi, alt
fer í salt og fæst svo eigi upp úr
því fyrir minna en 30 au. og þá
helzt hryggjarliðir. Þegar síra
Matthías í haust hitti hér Þingey-
ing á götu og í öngum sínum yfir
þessu ástandi bað að heilsa mag-
álunum og hangikjötinu í Þingeyj-
arsýslu, vissi gamli maðurinn ekki,
að þessir réttir voru þar einnig á
förum. Að vísu eta menn hér kjot
og fisk sæmilega og eru tregir til,
að taka upp nýja siðinn og verða
jurtaætur, en fiskurinn er nú salt-
ur og dýr og það er kjötið líka, og
ársforða verða menn að kaupa á
haustin, því dýrt þykir flestum að
kaupa daglega nýtt kjöt í hinni
myndarlegu kjötbúð, sem kaupfé-
lag bænda hefir sett hér upp í
bænum og byrgir oftast sæmiiega
með nýtt kjöt, sem kostar um 40
au. pundið. Skyrið er komið í 20
au. pt., mjólkin í 16 au. og þar franx
eftir götunum.
Atvinnuhorfur iyrir verkafólk
eru góðar hér í sumar. Húsabygg-
ingar eru að vísu sáralitlar, en það
á að leggja nýja vatnsleiðslu til
bæjarins og um hann, og fá vafa-
laust 70 menn nóg að starfa við
það í tvo mánuði. Svo á að byggja
hér tvær dýrar sjóbryggjur, aðra
skamt norðan við innri hafnar-
bryggjuna og hina á Oddeyrar-
tanga, og við það starf þarf marga
menn. Þá mun og fastráðið, að ein
12 eimskip haldi héðan út til síid-
veiða frá miðjum jiilí til 1. scpt.,
auk nokkurra mótorskipa; ef öll
þessi skip fiska eitthvað svipað
þvf, sem verið liefir undanfarin ár,
þarf fjölda karla og kvenna við að
hirða aflann, er á land kemur, og
vinna alt við hann, þartil hann er
kominn í skip til útflutnings.
240 krónur og fæði bjóða bænd-
ur nú sæmilega duglegum heyskap-
armönnum nú allan sláttinn (12
vikur) og gengur samt illa að fá
kaupamenn. Kauphækkunin hér
á sumrum og yfirgnæfandi atvinna
vegur nokkuð salt móti verðhækk-
uninni, sem eg var að tala um hér
að framan.
sig
Konungstign-, “Tlie Making of an American”; ætti
hver norrænn vesturfari að eiga þá
bók og lesa. — Þá skrifaði hann og
rit um ferð sína til Danmerkur, eft-
ir 40 ára veru hér. Og er í því ofur-