Heimskringla


Heimskringla - 02.07.1914, Qupperneq 2

Heimskringla - 02.07.1914, Qupperneq 2
Bla. 2 HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 2. JúLí 1914. \ Kjosendur í Manitoba Það er vonandi að hver einasti kjósandi í fylkmu lesi stefnu- skrá andstæðinga vorro. Á undan eða eftir þeim lestri skyldu þeir, og þó fremur öllu þeir, sem hingað til hafa verið á móti stjórninni athuga eftirfylgjandi atriði: 1. Stjórn Sir Rodmond Roblins hefir stýrt fjármálum fylkisins í fjórtán ár. Og fjármálastjórn hans hefur verið svo viturleg, hreinleg og sparsöm, að andstæðingarnir hafa séð sér ó- mögulegt að höggva í hana í stefnuskrá sinni, eða koma með nokkra bendingu til að bæta fjárhag vorn. Lesið nú stefnuskrá þeirra og sjáið þér sjalfir. mmm •*** 2. Stjórnin hefur stýrt svo talþráðamálum Manitoba-fylkis að andstæðingarnir hafa ekkert þar útá að setja og enga bendingu við það að gjöra. 3. Akuryrkjumál og mentun í þeim greinum eru hin mest varðandi mál fyrir fylkið og sitja fyrir öllum öðrum. Stjórnin hefur haft fasta og einbeitta stefnu í þeim málum. En andstæð- ingar vorir eru daufir og mállausir sem drumbar um þau efni. Engin útásetning, engar bendingar nema að þakka fyrir það, sem gjört hefir verið meS því að biðja um meira. ,., .w , Lesið stefnuskrá þeirra og sjáið þér sjálfir. ,jJ 4. Eftir hinar seinustu kosmngar hefir stjórmn stofnað embætti til að líta eftir opinberum velferðamálum (Public utilities Commissionship). Enn þá eru andstæðingarnir stein- þegjandi, en almenningur lýsir lofi yfir því og þykir það verk hið happadrýgsta. Lesið stefnuskrána og sjáið þér sjálfir. 5. Fylkið hefur nú ný lönd og víðáttumikil til norðurs með miklum auðuppsprettum. Stjórnin vinnur af kappi að því að gjöra þau arðberandi. Andstæðingarnir hafa ekki neina hugmynd eða bendingu að bæta við gjörðir hennar. Lesið stefnu- skrána og sjáið sjálfir. 6. Stjórnin hefur reist mikla spítala fyrir geðveika, kennara- skóla (Normal Schools) iðnaðarskóla, hæli gamalla manna o.s.frv. En ekki heyrist hm einasta útásetning hvorki á byggingu skólanna eða stjórn þeirra. Lesið stefnuskrána og sjáið sjálfir. 7. Stjórn Sir Rodmond Roblins hefur gjört fullnaðarsam- ninga í hinni Iöngu deilu við Domimon stjórnina og fengið fyrir samning þann feykilega stórt landflæmi, stórar upphæðir peninga og auknar árstekjur svo að miklu munar. Og hvað gjörðir þessar snertir, þá eru andstæðingarnir steinþegjandi,—ekki ein einasta útasetning. Lesið stefnuskrána og sjáið þér sjálfir. 8. Stjórnin hefur haldið þeirri stefnu í járnbrautarmálum fylkisins, sem við höfum fengið fyrir 2,000 mílur af auknum járn- brautum án þess það kosti fylkið eitt einasta cent. En þó að járnbrautamál þessi séu svo áj^aflega mikilsvarðandi fyrir folkið í fylkinu, minnast andstæðingarnir aldrei á þau með einu einasta orði—eða bending. Lesið stefnuskrána og sjáið þér sjálfir. 9. Stjórnin hefur borið fram og fengið viðtekin lög um að leggja skatt á banka, jarnbrautir, auðfélög og stofnanir og hefur fylkið haft upp úr skatti þeim milljónir dollara—en ekki heyrist ein einasta útásetning eða athugasemd frá andstæðingunum. Lesið stefnuskrána og sjáið þér sjálfir. 10. Stjórnin hefur lýst því yfir að hún sé einráðin í því að tengja eitt járnbrautakerfi fylkisins við Hudson-flóa brautina— ekki ein einasta útasetning eða bending frá andstæðingunum. Lesið stefnuskrána og sjáið þér sjálfir. I 1. Andstæðingarnir hafa ekki eitt einasta orð að setja út á stofnun hinna opinberu markaða (Limited), en þeir biðja um sláturhús. En það kemur nokkuð seint, því að löngu áður en þeir komu þessu á stefnuskrá sína var stjórnin búin að veita pen- ingana til þess að byggja sláturhúsið. Lesið stjórnarskýrslurnar 1914, og sjáið þér sjálfir. 12. Stjórnin hefir haft þá stefnu að byggja góða vegi um fylkið og er af kappi að koma þeim á um hina ýmsu parta fylkisins og er það mjög áríðandi fyrir bændur alla.,—En ekki ein einasta útásetning eða bending um að bæta vegi þessa. Lesið stefnuskrána og sjáið þér sjálfir. Þessi 12 ofannefndu atriði eru fléttuð inn í velferð og vel- líðan allra fylkisbúa. Og þó eru andstæðingar vorir svo djarfir að biðja fólkið að trúa og treysta sér einum, en renna fram á völlinn hinni svonefndu stefnuskrá sinni án þess að hafa fyrir því eða reyna að benda á með einu orði að stefna og atgjörðir stjórn- arinnar hafi verið óviturleg eða ótilhlýðileg í einu einasta tilfelli. — Lesið stefnuskrána sjálfir og sjáið, hvort þér getið fundið nokkra gagnlega bendingu um eitt einasta af þessum atriðum. En i stað þess, að koma með uppástungur um að efla hagnað og vellíðan fylkisbúa, þá koma andstæðingar vorir með beina lög- gjöf, atkvæðisrétt kvenna og svo frv. Þegar stjórn ein hefir stýrt svo fjármálum og öllum öðrum opinberum störfum fylkisins, að andstæðingar hennar sjá sér algjörlega ómögulegt, að gjöra tilraun til þess, að setja út á gjörðir hennar, hvaða skynberandi maður haldið þér þá að mundi segja: —Rekið stjómina burtu, steyþíð henni og gefið nú hinum tæki- færið með bullið og vitleysuna. EINKENNILEGA MERKILEGT SÝNISHORN FJÁRMÁLASTJORNAR. Roblin stjórnin hleður upp afgangi tekjanna ár eftir ár—en hin fyrverandi “Gritta” stjórn skyldi eftir milljón dollara skuldir. Alls er tekjuafgangur Roblin stjórnarinnar þessi fjórtán árin seinustu 1900—1914 að þeim báðum meðtöldum hvorki meira né minna en $7,251,204,77 eður árlega, sem hér skal greina: 1900 ...$ 11,056.31 1901 49,444.73 1902 ... 289,686.34 1903 ... • 148,777.83 1904 ... 249,358.44 ia- 1905 ... 465,123.02 1906 .... 518,399.43 V • 1907 ... 356,788.00 ^ 1908 ... 356,788.00 1909 .... 624,118.67 i'f,P r 1910 612,380.00 1911 ... 451,363.00 1912 ... 2,707,135.00 1913 ... 473,221.00 jr V" Samtals. .*.... $7,251,204.77 Þetta er alveg öfugt við ástandið fyrir 1900. Meðan Greenway stjórnin sat að völdum hlóð hún upp feykilegum skuldum, sem námu uær milíón dollars. Hinn fyrverandi fjármála ráðgjafi John sál. Davidson, fer um það svo feldum orðum í ræðu einni á þinginu 1901 — Söluverð skuldabréfanna var eins og hinn fyrverandi fjár- raálaráðgjafi segir $2,496,600 og yerður þá tekjuhallinn $748,- 801.39. Og þegar þar við bætist tekjuhallinn $248,186.40 þá verða skuldirnar eða tekjuhallinn alls $997,837.79. Og eins og þér sjáið af tölunum að ofan þá er það nálægt . milíón dollara, sem ekki er gjörð grein fyrir, og er það saman- lagður tekjuhalli eða skuldir Greenway stjórnarinnar meðan hún var við völdin. EINKENNILEGA MERKILEG SÝNISH0RN Þrjár beinar veitingar til alþýðu—Stórkostlegar upphæðir T?i'*+twWk~'Tmr*rL Veitingar til - 1?! *í Ár. góðgjörðastofnana Skóla. Stgrkur til og spitala. sveita. 1900 . .$ 51,744.14 $ 245,143.21 $ 66,411.95 1901 .. 51,748.02 137,853.89 36,943.90 1902 ... 53,725.11 259,438.46 48,009.19 1903 ... 88,363.49 182„746.87 75,411.82 1904 ... 88,862.42 • 219,811.73 68,637.99 1905 ... 99,862.90 269,065.54 91,096.35 1906 ... 102,382.55 265,564.74 120,516.08 1907.. ...... ... 116,236.60 291,522.40 142,749.42 1908. ... 123,377.48 330,065.51 216,203.91 1909 .. 111,518.75 370,520.91 149,785.93 1910 ... 101,998.62 325,479.07 223,617.82 1912 .. 125,528.00 403,381.54 236,069.36 1913 ... 127,405.20 486,280.71 287,499.97 $1,344,091.18 $4,148,283.49 $1 ,962,936.88 Þama ganga sjö og hálf milíón dollara þessi fjórtán ár til stofnanna þessara. PENINGAR FARA AFTUR TIL ALÞÝÐU Eftirfarandi skýrsla sýmr hinn mikla vöxt útgjaldanna til þeirra hluta, sem fólkið þarfnast, og er annast um. Tvö árin, 1899 (seinasta ár Greenway stjórnarinnar) og 1913, (semasta ár Rob- lin stjórnarinnar) eru tekin til samanburðar, og er hann furðulegur. Til mentamála..................$151,983.24 $668,832.38 Til jarðyrkju.................. 37,650.00 191,574.33 Til góðgjörðastofnana, spítala o.sfr. 36,999.39 127,405.20 Styrkur til sveita og opinberra verka 39,997.69 287,499.97 Til að bwta þjóðvegi........................- ... 133,701.08 $266, 630.32 $1,409,012.96 Þarna veitir Roblin stjórnin yfir milíón dollurum meira til stofaana þessara, en Greenway stjóriin. EINKENNILEGA MERKILEGT SÝNISH0RN Hér er sýnt, hvernig Roblin stjórnin tekur toll af stóru félög- unum, járnbrautum og eignum látinna ríkismanna. Takið eftir sköttunum, sem greiddir eru á ári hverju. Liberal- ar höfðu ekki nema suma þeirra. Greenway stjórnin Manitoba Insurance Act, 1894—99 $67,653.50 Erfðarfjárskattur................. 5,214.81 --------------$ 72,868.31 Roblin stjórnin Manitoba Insurance 1900, 1913 $ 280,529.17 Skattur stórfélaga.............. 1,000,143.49 Járnbrauta skattur..............1,298,036.68 Erfðafjár skattur...............1,1 17,522.47 --------------$3,696,231.81 Auk þessa hafa komið tekjur af Land Titles Office, Department of the Provincial Secretary og enn aðrar tekjur svo sem skrifstofu- laun, sektir, o.s.frv. og hefir það farið vax^pdi hin seinni árin, Hvor stjórnin hefir nú éjört betur. ? Peningum þeim sem fást með sköttum þessum er varið til þess að borga fyrir hinar miklu stofnan- ir Manitoba, er sjá um geðveika og vanheila menn. 0LIKAR STEFNUR. I.—JÁRNBRAUTARSTEFNURNAR Lokið hefir verið við nærri tvö þúsund mílur af járnbrautum í fylkinu síðan Roblin stjórnin tók við. Hefir það ekki kostað fylkið einn eyri í peningum. En árangurinn af því hefir orðið sá að sett hefir verið niður flutningsgjald er sparað hefir korn- yrkju mönnum ógrynni fjár. Fyrirrennarar Roblins lögðu járnbrautarfélögum peninga til- lög í stórum stýl, en fengu þó engin hlunnindi í staðinn. Fylkið liggur undir árlegu útsvari er nemur $44,775, er það renta á láni sem Greenway stjórnin tók og gaf járnbrautarfélögum, er tóku við öllu sem að þeim var rétt en gáfu ekkert í staðinn, sízt það að lækka flutningsgjald landsafurða. II.—RÁÐSMENSKA TALSÍMANS Talsímakerfi Manitoba er svo komið 'vegna hagsýnnar ráðs- mensku að það ekki eingöngu ber og borgar allann kosnað starf- rækslunar, heldur einnig safnar í varasjóð fyrir viðgjörðir, rentur á höfuðstól og skilur eftir álitlegan gróða að auk. Ríkis talsími Sydney, í Ástralíu skaðast árlega um $180,000. Þar að auki geldur enga vexti af höfuðstól og leggur ekki einn eyri í varasjóð. Stefna Manitoba stjórnarinnar í talsíma málinu hefir þó ávalt verið sú að gjöra talsímann sem almennastan, leggja talþræði út um sem flest byggðarlög svo að sem flestir gætu haft hans not, fremur en það, að kerfið bæri sem stærstan arð. Afleiðingin er sú að talsíminn er nú kominn inn á þúsundir heimila er aldrei hefðu fengið hann hefði Bell félagið átt að ráða. Augnamið félagsins var að hafa sem mestan hagnað af fyrirtækinu en stjórnarinnar sem almennast not. Þó hefir talsíminn borgað sig einsog þegar hefir verið sagt. “Skiftir um hver á heldur.” ^ III.—ÞJÓÐVERND. Borgarar Manitoba eru ekki eltir og gintir nú á dögum af prökkurum sem selja eru námuhluti eða hluti í olíu námum sem eru alveg verðlausar. Stjórnin hefir mjög hyggilega sett skorður við öllu þesskonar, með því að fela umsjónar manni velferðamála alt eftirlit með slíku. Nokkrar þúsundir dollara hefir mönnum verið sparað með því, síðan löggjöfin tók þar í taumana. Reynt var þó að sporna við þeirri löggjöf. Þegar frumvarp- ið kom fyrst upp í þinginu er var hið fyrsta þeirrar tegundar í Canada, hallmæltu Liberalar því, sem einhverju því hraklegasta sem til væri, er engum heiðvirðum manni sæmdi að samþykkja, Var sagt að hér væri verið að búa til eitt óþarfa embættið enn handa einhverri stjórnarsníkjunni. Öhætt er nú samt að fullyrða það, að ekkert opinbert starf er alment áliti þýðingarmeira en þetta—eftirlit með almennum velferðarmálum í fylkinu. Eru nú andstæðingablöðin farin að hrósa því. Á svo margan hátt hefir “Umsjónarmaður velferðar- mála orðið almenningi að Iiði, að því verður eigi með orðum lýst Þetta kannast andstæðingarnir við, “Eftir á koma ósvinnum ráð íhug.” ....... ....

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.