Heimskringla


Heimskringla - 02.07.1914, Qupperneq 6

Heimskringla - 02.07.1914, Qupperneq 6
Bls. 6 HEIMSKRINGLÁ WINNIPEG, '2. JÚLÍ 1914. Ritstj. lleimskringlu! Kæri herra. — undanfarandi mán- uði hefi eg ætlað eð senda þér nokk- urar línur í fréttaskyni héðan. Dregist hefir það þó, — ekki vegna annrikis, heldur leti, og máske hins, að eg bjóst við, að aðrir myndu til þess verða. Fréttir mætti nokkrar telja, en eigi man eg þær að dátera; mun því frá segja sem eg man. 1 félagslífi Blaine íslendinga eru engi stórtíðindi fremur en annars- staðar. Nema ef telja skyldi það, að menn lifa. Tímar eru daufir hver- vetna á ströndinni, og ber þá öldu yfir oss í bæ þessuin sem aðra, þó i smærri stíl sé. Fólk fæðist, giftist og deyr í líkum hlutföllum sem i öðrum héruðum, og koma fregnir um það til blaðanna, sérstaklega hið siðasttalda, vanaiega einhvern- tima. Eftir þessum dauðsföllum man eg: Barn ekkjunnar Bínu (Freeman) Olson, ekki ársgamalt (sonur), síðari hluta vetrar; og 13. þ. m. Veiga ísdal, ung stúlka, úr tæringu, eftir langvarandi veikindi. Frá Point Roberts fréttist og að lát- ist hefði bóndinn Guðmundur Sam- úelsson. Hafði hann verið lengi heilsulítill og skorinn upp tvosvar eða þrisvar. — Eigi er ólíklegt, að frá þessum mannalátum verði af kunnugra fólki betur frá sagt. Samkomur hafa verið nokkrar á vetrinum og það fram á þennan tima. Kvenfélagið Framsókn hafði miðsvetrarmót um miðjan febrúar, nokkuð i likingu við Helga magra ykkar austur þar. Veitingar voru islenzkar að þvi, er tilbúning og nöfn snerti. Prógram var lítið. En fólk sótti samkomu þá mjög vel og mun hafa skcmt sér betur en vana- lega gjörist. Mátti þar hver vera sem vildi, og skifti fólk sér niður við spil, tafl, söng, kveðskap o s. frv. Leikflokkur frá Baliard lék hér Ebenesar annríki. Var það undan- tekningarlitið vel leikið. Sunat á- gætlega. Hafði flokkurinn húsfylli, sér til ánægju og öðrum til sóma. Voru víst flestir ánægðir. — Allir, nema fáir, sem sáu ofsjónum yfir fjölmenninu og fanst ei betur leikið en menn venjast “heima,,. En betur þakkað. Fyrir slíkri óánægju er oftast ástæða, — ekki þeim að kenna, sem leika, heldur sannast á svo mörgum: þeirn finst alt bezt, sem fjarst er, þeim finst alt verst, sem næst er. Hitt mun sannara, að furðu gegnir, hvað íslendingum er sýnt um flest, sem útheimtir and- legt atgervi á vissu stigi. Einsog t. d. þegar fólk er tekið — eða tekur sig sjálft saman af handahófj — með ekkert að styðjast við, nema náttúrugreind og það, sem hér nefn- ist aptness 'til að setja sig inn í í- þróttina, sem temja skal. Söngflokkurinn Minerva hér í Blaine hafði söngskemtun hér og á Point Roberts í febrúar, og skeinti vel að vanda. Síðan héit hann af- uæli sitt og bauð til nokkrum vin- um. Minerva hefir nú öðlast mikla viðurkenningu, ekki einungis síns fólks, heldur og meðal keppinauta sinna í þessu landi. Var flokkurinn gestur söngflokks þess í Bellingham cr fjölmennastur er og frægastur í ríki þessu, eða með þeiin allra beztu, svo eigi sé ýkt. Kom það til af því, að karlmennirnir i Minerva hafa sungið fyrir Únitara prestinn frá Bellingham, Þegar hann hefir messað hér, og einu sinni í Belling- ham, — eftir beiðni hans. Var for- stöðukona söngflokksins svo hrifin af hinum íslenzku söngmönnum, að hún gaf þeim í virðingarskyni við listina, aðgöngumiða að árssam- komu flokks síns, sem þeir auðvitað þáðu. Og létu yfir hið bezta. Um kyrkjumálin íslenzku hér má jsegja, að þau gangi vel, og fram yfir það, sem vænta mátti: Kyrkja bygð á fáum mánuðum, og skuldlaus að mestu. Eigi veit eg, hversu marg- ir teljast safnaðarlimir. En þá er eg hefi til kyrkju komið, hafa tiðir verið vel sóttar. Hér sein annars- staðar var full þörf á kirkjulegum félagsskap, margra hluta vegna. Það gefur félagslífi voru festu, að vissu leyti og ávinnur íslendingum virðingar í augum hérlendra manna íslenzk kyrkja og blöð hafa átt og munu jafnan eiga mestan og beztan þátt í viðhaldi íslenzks þjóðernis. Hverfi þau úr sögunni, hverfur og íslenzkan hér vestan hafs. Eigi er því að leyna, að nokkrir eru þeir hér ennþá, sém heldur hefðu viljað sjá únitariskan félags- skap hér en lúterskan. Vitnar vax- andi aðsókn að messum únítara- prestsins frá Bellingham, sem hér mcssar við og við, um það. Eigi veit eg, hvort geta skal þess í fréttaskyni, að íslenzku Lúteran- arnir neituðu löndum sínum eða Ianda Jóni Magnússyni Jónssyni, um kyrkjuna fyrir únitariska guðsþjón ustu. Jónsson hafði þó stýrt söng í lútersku kyrkjunni fyrir lúterska söfnuðinn í heilt ár endurgjalds- laust. Hvort sem á bak við þessa neitun hefir staðið ótti við vanhelg un hússins, sem enn er óvígt, eða einhverja þokukenda framtíðar- möguleika, ef þeim, únítörum, væri svo gefinn byr undir vængi. Því þakklæti fyrir samvinnu ársins get ur það naumast hafa verið. Hversu mun alföðurnum geðjast að bræðrahug barna sinna? Það hygg eg að þeir verði nokkrir, sem heldur kjósa að eiga sáluhjálp sina á hættu, en leita hennar innan slikra veggja, og það þótt þeir finni sárt til andlegs heimilisleysis, og hefði undir geðfeldari kringumstæðum leitað bræðralags með eigendum hússins. Þeir eru svo fáir, sem laða, en svo margir, sem vilja reka menn aðra hvora leiðina — upp eða nið- ur. Af málum sem almenning varðar, er vinbann efst á dagskrá. Fyrir því er nú og hefir verið' barist af öllum kröftum. En svo er einnig barist gegn því með meiri frekju og peningastyrk. Báðar hliðar vænta sigurs, en eins og vant er, getur að eins önnur unnið. Nú er fyrir mannvinina að sjá hið góða og fylgja því óhikað. Jafnvel þá, sem geta notað vín, án þess að skaða sig, að afneita því hiklaust og að fullu — vegna hinna, sem ekki geta það. Kyrkjufólk og utan-kyrkjufólk, vinir og óvinir. Hvi ekki að taka saman höndum. Þetta átti að vera fréttabréf—ekki prédikun og svoer þá nóg af ver- aldlegum fréttum. En einmitt þetta lún-mál skiftir hér fólki og flokkum í fjandsam- lega óvini. Bær þcssi er eitt sýnis- hornið. Hér berjast menn eða öllu lieldur berja. Síðasti bardaginn var á milli landa vorra. Fyrverandi co«/isí/-maður Andrew Daníelsson var barinn til óbóta, og fhittur heim meðvitundarlaus. Fara margar og ljótar sögur af því stríði. En þar sein eg var eigi sjónarvottur, læt eg mér nægja að geta þess, að svo miklu leyti, sem öllum er Ijóst. — Mannsins, sem barði Danielsson, vil ég eigi geta að sinni, að öðru en því, að hann er nú úti á $2,000 bail, ásamt bróður sínum, sem er i nú- verandi bæjarstjórn hér í Blaine, og var ekki einungis sjónarvottur að verkinu, heldur hamlaði öðrum manni frá að kalla á hjálp meðan á þvi stóð. Maður sá er ritstjóri Journals, annars vikublaðs bæjar- ins, og hefir það að sökum að vera vínbannsmaður. Fréttir hafði hann og látið í blaðið, er þeim bræðrum líkaði ekki, og vildi eigi að skipun þeirra afturkalla, þar eð þær væru sannar. Daníelsson er í rúminu, en þeir bræður úti, s,em sagt, á $2,000 bond hvor. Þess hefir áður verið getið i fréttum héðan, að Blaine er og hefir verið um nokkurn tíma “þur”. Og kennir “vota” hliðin það Daníelsson að miklu leytti og rit- stjóra Journals. Tilraun var gjörð á vetri þessum til að mynda eitt allsherjar íslend- ingafélag. Sumir segja, að hugmynd- in sé frá Seattle; aðrir, að hún sé frá Daníelssyni hér í Blaine. Sjálf- ur segir hann að svo sé. Til alls- herjar fundar var eða kvað hafa verið kallað í Seattle. Komu nokkrir menn þar saman; höfðu gjört ein- hverjar ákvarðanir og uppkast til laga fyrir félagið. Tilgangurinn er víst ekki vel ljós enn sem komið er. Ákvörðun um fjárframlög hafði verið gjörð fyrir félög og einstakl- inga. Félagshugmynd þessari hefir verið vel tekið sumstaðar. Síra Jónas A. Sigurðsson var sendur til hinna ýmsu bæja og bygða á strönd- inni, til dð hafa fundi með fólki og skýra málið. Voru fundir misjafn- lega sóttir, og að því, er eg veit bezt, töluvert talað, en lítið fram- kvæmt. Eigi er ólíklegt, að mál þetta verði með tímanum rætt í blöðunum, og mætti þá vænta, að fólk fengi á þvi skilning og með skilningnum trú. Ef það á það skilið — því enn eru hér margir sannir íslendingar, sem vildu töluvert á sig leggja til viðhalds íslenzku þjóðerni. M. J. B. Baldur, Man., 26. júní 1914. Hr. ritstj.. Hkr. Héðan er fátt að frétta, nema vel- líðan alra. Akrar líta vel út og eiga allir von á góðri uppskeru, ef svona heldur áfram. íslenzku sunnudaga- skólarnir hér i Argyle héldu skemti- dag sinn þann 22. þ.nr. Voru þar góðar skemtanir svo sem kapphlaup hástökk og langstökk, og knattleik- ur milli Brú og Glenboro sem lauk svo að Brú hafði sigur.. Hástökkin og langstökkin voru þar ágæt, og stukku þeir C. H. ísfjörð og W. Sveinsson bezt. 1 langstökki skaraði ísfjörð langt fram úr; þar næst S. Johnson. Skemtunin var hin bezta og allir fóru heim ánægðir. Áhorfandi. KENNARA VANTAR fyrir Big Point skóla No. 962. Verð- ur að hafa fyrstu eða aðra ein- kunn. Kensla byrjar 17. ágúst 1914. Umsækjendur tilgreini mentastig og kaup; og sendi öll tilboð til und- irritaðs. G. Thorleifson, Sec’y Treas. Wild Oak P.O., Man. A5 senda mynd með þræSi og þráðlaust. Menn hafa oft verið að tala um þetta, að það væri mögulegt, og margir fræðimenn og uppfindiliga- menn liafa verið að reyna þetta i mörg ár. En það hefir gengið illa þangað til nú, að fréttin kemur frá Englandi, að enskum manni hafi hepnast það. Hann hei/ir Dr. Low og er verk- fræðingur og vélameistari. Hann hefir gefiðð stutta lýsingu af furðu- vél þessari, og er hún nokkuð flók- in. Eitt efni er þar ómissandi og er það selenium og svo voltari, sem snýst 3 þúsund snúninga á mínút- unni. Það er búið að reyna þessa vél á fjögra milna vegalengd, en Dr. Low segir, að það hljóti að vinna eins á mikið lengri leið. Og það sem meira er, — hann segir, að einsog senda megi mannsrödd- ina án nokkurra þráða um loftið, eins, og miklu fremur, muni menn geta sent myndir um loftið, því að rödd mannsins sé svo miklu breyti- legri, en geislabrot ljóssins, að það ætti að vera stórum léttara að senda mynd af manni, heldur en hljóm- inn af röddu hans. Enn sem komið er , er myndin, sem menn sjá af þeim, sem menn tala við, ofursmá. Dr. Low hefir lengi verið ráðgefandi vélameistari i Lundúnaborg og er þar alþektur, og hefir fundið upp fleiri vélar. í fimm ár hefir hann fengist við þessar ljós-tilraunir sinar. Sagt er, að verkfæri þetta muni verða nokk- uð dýrt. Utnefningar í fylkinu: Eftir öllu að dæma smá dregur nær kosningum hér í Mani- toba. Hafa útnefningar farið fram í eftirfylgjandi kjördæmum, og hafa þessir hlotið heiðurinn: KENARA VANTAR fyrir 4 mánuði við Walhalla skóla No. 2062. Byrjar 1. júlí, ef hægt er. Umssækjandi tiltaki mentastig, æf- ingu í kenslu, kaup og hvort hann geti gefið tilsögn í söng. Móttöku tilboðum veitir til 15. júlí 1914 August Lindal, Sec’y Treas. Holar P.O., Sask. LOKUDUM TILBODUM áritutSum til undirritatSs og merkt “Tender for Pub- lic Building, Red Deer, Alberta” verCur v^eitt móttaka á skrifstofu undirritat5s, þp.ngatS til 4 e.m. á mi?5vikudaginn 15. júlí, 1914 til at5 byggja ipinbera bygg- ingu í Red Deer Alberta. Upprrwttir, skýrslur, samningsform og tilbot5sform geta menn fengit5 á skrifstofu C. A. Julian Sharman, Barn- es and Gibbs, Architects, Red Deer, Alt. met5 því at5 skrifa til póstmeistarans í Brandon, Man. og til stjórnardeildar þessarar. Engin tilbotS vert5a tekin til greina nema þau séu á þar til prentut5um eyt5ublot5um og met5 eigin handar und- irskrift þess sem tilbot5it5 gjörir, sömu- leit5is áritun hans og it5nat5argrein. Ef félag sendir tilbot5, þá eiginhandar undirskrift, áritun og it5nat5argrein hvers eins félagsmanns. Vit5urkend bankaávísun fyrir 10 p.c. af upphæt5 þeirri sem tilbot5it5 sýnir, og borganleg til Honourable The Min- ister of Public Works, vert5ur at5 fylgja hverju tilbot5i, þeirri upphæt5 tapar svo umsækjandi ef hann neitar at5 standa vitS Ulbot5itS, sé þess krafist, et5a á annan hátt ekki uppfyllir þær skyldur sem tilbot5it5 bindur hann tíl. Ef til- bot5inu er hafnat5 vert5ur ávísunin send hlutat5eigenda. Ekki naut5synlegt at5 lægsta et5a nokkru tilbot5i sé tekitS. R. C. DESROCHERS ritari. Department of Public Works, Ottawa, 17. júní, 1914 Blöt5 sem flytja þessa auglýsingu leyfislaust fá enga borgun fyrir—61935 Kjördæmi Arthur Assiníboia Beautiful Plains Birtle Brandon Carrillon Cypress Dauphin Deloraine Dufferin Elmwood Emerson Gladstone Glenwood Gimli Gilbert Plains Ibervillc. Hamiota Kildonan & St. Andr. Killarney Lakeside Lansdowne Le Pas La Verandrye Manitou Minnedosa Mountain Morden-Rhineland Morris Nelson-Churchill Norfolk Norway Portage la Prairie Roblin Rockwood Russell St. Boniface St. Clementa St. Rose St. George Swan River Turtle Mountain Virden Winnipeg South Winnipeg South Winnipeg Centre Winnipeg Centre Winnipeg North Winnipeg North Conservatives A. M. Lyle J. T. Haig Hon. J. H. Howden W. M. Taylor Hon. G. R. Coldwell Albert Prefontaine George Steel W. A. Bu°hanan J. C. W. Reid Sir R. P. Roblin H. D. Mewhirter Dr. D. H. McFadden A. Singleton Col. A. L. Young Sv. Thorvaldsson S. Hughes Aime Benard Wm. Ferguson Hon. Dr. Montague H. G. Lawrence J. J. Garland W. J. Cundy Dr .R. D. Orok J. B. Lauzon J. Morrow W. B. Waddell L. T. Dale W. T. Tupper Jacques Parent R. F. Lyons Hon. H. Armstrong F. Y. Newton Isaac Riley E. Graham Hon. Jos. Bernier Thomas Hay J. Hamelin E. L. Taylor J. Stewart Hon. Jas. Johnson H. C. Simpson Lendrum McMeans Harry Whitla Alfred J. Andrews F. J. G. McArthur Dan McLean J. P. Foley Liberals John Williams J. W. Wilton Robt. Paterson G. H. Malcolm S. E. Clement T. B. Molloy J. Christie John Steele Dr. Thornton E. A. August Dr. T. Glen Hamilton Geo. Walton Dr. Armstrong E. S. Jónasson Wm. Shaw L. Picard J. H. McConaeli Geo W. Prout S. M. Hayden C. D. McPhersoa T. C. Norris P. A. Talbot Dr. I. H. Dvidsoa Geo. A. Grierson J. B. Baird V. Winkler Wm. Molley John Graham E. McPherson Thos. McLennan A. Lobb D. McDonald T. A. Delorme D. A. Ross J. A. Campbell Skúli Sigfússoa W. H. Sims Geo. McDonald D. Clingan W. L. Parrish A. B. Hudson T. H. Johnson. F. J. Dixson Lowery Willoughby f W. F. LEE t hoildsala og smásala ð \ BYGGINGAEFNI \ til kontractara og byggingamanna. Kosnaðar áætlun gefin i ef um er beðið, fyrir stór og smá byggingar. á 136 Portage Ave. East Wall St. og ElKce Ave. f PHONE M 1116 PHONE SHER. 798 ^ éééééééééééééééééééééa ♦ VITUR MAÐUR er varkár með að drekka eingöngu hreint öl. Þér getið jafna reitt yður á DREWRHJEDWOOniGER Það er Iéttur, freyðandi bjór, gerður eingöngu úr Malt og Hops. Biðjið ætíð um hann. E. L. DREWRY, Manufacturer WINNIPEG, CAN. ! mééééééééééééééééééé ééé**ééééféééféé«ééftl 288 Sögusafn Heimskringlu “Þá furðar mig að þér skulið vera lifandi.” , “Já, mig furðar það líkar. Fimm mánaða gömul fékk ég flekkusótt, Jitlu seinna mislinga og þar á eftir andarteppuhósta. Hál.sbólgu hefi ég oft fengið, og ég heid þér getið naumast nefnt þá veiki sem ég hefi ekki íengið. £g hefi þolgóðan líkama að hafa þolað alt þetta og geta staðið hér og talað um það.” “Ætli rakasama eldhúsið yðar sé ekki orsök í sum- um kvillum yðar.” sagði Gerard. “Rakasama.? Nú skjátlar yður. Þurrara eldhús er ekki til í London en mitt.” Veikindin í frú Evitt foru vaxandi. Fyrst hjálp- nðu lyfin, sem hann gaf henni, dálítið, en svo hættu þau að hafa áhrif. Eitt kvöldið kom Gerard heim í rökkrinu, eins og hann var vanur. Með miklum erfíðismunum færði frúin honum matinn upp á loft. “Hvað gengur að yður f kvöld.? Þér eruð veiklulegar,” spurði Gerard. “Ég hefi fengið kölduflog.” “Kölduflog.? sagði Gerard. “Lát mig þreifa á líf- æðinni og sjá tunguna. Svona, nú er ég búinn. Ef þér farið að ráðum mínum, batnar yður bráðlega.” "Hver eru þau.?” “Að þér flytjið rúnaið yðar upp á loft í daglegu stofuna, háttið og liggið kyrrar í því unz þér eruð albata. Hafið nægan twta í herberginu og fáið yður stúlku til að stunda yður og hirða um húsið.” “Eg má líklega tll að hlýða ráði yðar. Stúlkan getur sofið á dýnu á gólfinu við hliðina á rúminu.” » “Hún gjörir það auðvitað. En stúlkuna verðið þér að fá undireins.” “Nágrannakona kemur hingað að fáum augna- þlikum liðnum. Ég bið hana að sækja Jraninu.” “Jæja, ég skal hjálpa yður að flytja rúmið á meðan.” svo Jón og Lára 289 "En, hr. Gerard, steikin yðar verður köld og þér hafið enn e kki fengið te.” “Ég get beðið,” sagði Gerard glaðlega. Svo fór hann og flutti rúmið og breytti daglegu stofunni i laglegt svefnherbergi. Á meðan þetta fór fram kom Jemina. Hr. Leopold og Sampson komu í húsið sama kvöld ið og frú Evitt lagðist, til að spyrjast fyrir. Gerard tók á móti þeim og varð alveg hissa er þeir sögðu hon- um að John Treverton væri fangi. Hann þóttist viss um að það hefði verið Edward Clare sem gerði lög- rcglunni aðvart. “1 byrjuninni áleit ég John Treverton sekan,” sagði hann við Leopold, “en eftir það að ég talaði við hann, hefi ég breytt skoðun minni.” “Ef þér hefðuð þekt hann eins vel og ég, þá hefðuð þér aldrei grunað hann,” sagði Sampson. “Þetta er mjög leitt ásigkomulag fyrir Trevertons hjónin, en hr. Leopold heldur að hann geti hjálpað þeim.” “Það gjöri ég,” sagði lögmaðurinn. “Ég ætlaði að spyrja frú Evitt um ýmislegt. Slæmt að ég get það ekki.” “Hún er of veik í kvöld, til að geta átt við þetta,” svaraði Gerard. “Henni getur ekki batnað nema hún sé í kyrð, og svo held ég hún hafi sagt alt sem hún vissi við yfirheyrzluna.” “Hún gæti sagt mér miklu meira,” sagði Leopold. “Haldið þér að hún hafi þagað yfir nokkru.?” “Ekki af ásettu ráði, en það eru ávalt ýmsir smá- munir ósagðir, sem í yðar augum hafa litla þýðingu, en sem ég legg mikla áherzlu á. Gerið svo vel að láta mig undireins vita þegar ég get fengið að tala við hana.” Gerard lofaði þessu. Svo fór Leopold að tala um morðið og þau Chicots hjónin og sat lengi að spjalla við Geard, og það var ekki fyr en Leopold var farinn að Gerard varð þess vís, að hann hafði sagt miklu meira 290 Sögusafn Heimskringlu en hann vildi hafa gert, og að lögmaðurinn hafði yfir- heyrt hann án þess hann vissi. Eftir þetta las Gerard nákvæmlega í blöðunum um alt sem snerti þeéta mál, og samkvmt innilegri beiðni frú Evitt, las hann alt hið sama fyrir hana. “Haldið þér að hann verði hengdur.?” spurði hún áköf. “Það er alls ekki víst. Hann er enn ekki sakbor- inn fyrir dómaranum.” . . “En það lítur illa út, er það ekki.?” “Kringumstæðurnar benda á hann sem morðingja, af því um engan annan er að tala.” “Og þér segið að hann sé giftur ungri og fallegri konu.?" “Einni þeirra inndælustu kvenna.sem ég hefi nokk- ru sinni séð. Ég vorkenni henni.” “Munduð þér segja hann sekan, ef þér væruð einn af kviðdómendunum.?” “Ég væri í efa. Eins og þér skiljið, væri ég skipað- ur í dóminn til að segja álit mitt samkvæmt líkum, og líkurnar gegn honum eru sterkar.” ‘Vesalings ungi maðurinn,” tautaði hún, “hann var ávalt vingjarnlegur. Það væri voðalegt ef hann yrði hcngdur—saklaus eins og hann er—og unga konan.I Ég gæti ekki þolað það—nei, hugsunin um það svifti mig öllum frið, bæði lifandi og dauðann. Er Jemina þarna.?” Hún lyfti rúmblæjunni og sá Jemiau. Greip um hendi læknisins og hvíslaði: Ég þarf að tala við yður þegar Jemina er farin ofan aA borða. Ég þoli þeta ekki lengur.” “Hvað er það sem þér þolið ekki lengur.? Er það eitthvað kveljandi.?” “Bíðið þangað til Jemina er farin” hvíslaði hún. “Ég kem aftur að líta eftir yður á ellefta tímanum” sagði Gerard í fullum róm. , Jón og Lára 291 Hann fór ofan og hugsaði um þessi orð frú Evitt. Var þá mögulegt að hún væri morðinginn.? Hann reyndi að lesa en gat ekki. Þegar hann heyrði að Jemina gekk ofan, íór hann upp, o& sér til undrunar sá hann að frú Evitt var komin fram úr rúminu og stóð á gólfinu í dökkum slopp utanyfir nærfötunum. “Hvers vegna hafið þér farið á fætur.? Ef kulda slær að yður, versna yður veikindin.” “Eg veit það, en ég ræð ekki við það. Eg verð að fara upp í herbergi Desrollcs.og þér verðið að koma mcð mér.’ “Hvers vegna.?” “Það skal ég segja yður. En fyrst verðið þér að svara spurningu minni.” Gerard tók rúmábreiðuna og lagði á herðar hennl, skipaði henni svo að setjast niður við ofnin. “Ég skal svara hverju sem þér viljið,” sagði hann. “Ef saklaus maður er grunaður um morð, og sterk- ar líkur eru á móti honum, og ef nú önnur persóna vissi að hann væri saklaus, en segði engum frá því, og léti lögin fara sína leið, væri þá þessi önnur persóna sek.?” “Já, um morð. Að geta frelsað saklaust lff, en gera það ekki, er blátt áfram morð.” “Eruð þér viss um að Jemina sé ekki uppi.? Gáið þér að því.” Gerard gjörði það. “Það er enginn í nánd. Það lítur út fyrir að þér vitið hver morðið hefir framið,” sagði Gerard. Ég held ég viti hver myrti veslings Chicot.” “Hver gerði það.?” “Dcsrolles gerði það.” “Hvaða ástæðu hafið þér til að sakbera hann.?” “Góða og gilda ástæðu. Þegar ég gekk inn ti'l Chicot til að gá að henni eftir að hún var dáin, sá ég

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.