Heimskringla - 02.07.1914, Blaðsíða 3

Heimskringla - 02.07.1914, Blaðsíða 3
I WINNIPEG, 2. JÚLÍ 1914. HEIMSKRINGLA Bls. S I IV.—LEIÐIRNAR TVÆR. Sir Rodmond Roblin hefir komið Manitoba á undan öðrum fylkjum í Canada með margvíslegum nytsömum laga samþyktum. Svo sem: Yfirumsjón velferðarmála; Járnbrautarlöggjöfinni, þar sem stjórnin ræður flutningsgjaldi; Skólamál; Þjóðar markaði; Þjóðeign talsíma; og ýmislegu fleira sem hin fylkin eru nú óðum að taka upp hjá sér. T. C. Norris vill reyna að koma Manitoba á undan öllum fylkjum í Canada, með upptöku allskonar sérvizku nýmæla, svo sem beinni löggjöf, og því um líku. LAURIER REYNÐI AÐ RÝJA FYLKIÐ Laurier stjórnin sem T. C. Norris fylgdi til hins síðasta ætlaði sér að rýja Manitoba um $2,000,000 með því að neyða fylkið til að kaupa fyrir það verð stæðið undir nýja þinghúsið. Sir Rod- mind Roblin afsagði að láta rýja fylkisbúa svo, seinna fékk hann þetta sama þinghússtæði með samningi við Borden stjórnina fyrir $200,000. ÞINGMAÐUR SAMA KJÖRDÆMIS I 30 ÁR. Sir Rodmond Roblin nú yfir meir en 30 ár hefir verið full- trúi fyrir sama kjördæmi. Áður en hann byrjaði að taka þátt í þingmálum hélt hann æðsta embætti innansveitar þar í kjördæminu Er þetta atriði aðeins ein bending af mörgum hversu maðurinn er látinn þar sem hann er mest þektur, og verður ervitt að færa til nokkuð er veikt fái traust það sem menn bera til hans, hvaða ný- mæli og kreddur sem í boði eru. ÓKKEYPIS UPPLÝSINGAR FYRIR BÆNDUR. Með árinu 1914 var sú skipun gjörð, að á hverjum morgni eftir þetta, verði símað frá aðal símastöðinm hér í bænum, til allra símastöðva út um fylkið, kornvöru og skepnu verð, og veður áætlanir um næstkomandi sólarhring. Upplýsingar þessar eiga að veitast bændum ókeypis, og hafa menn ekkert annað fyrir að fá skýrslurnar en að hringja á miðsímastöð sveitarinnar og spyrja eftir því. Með þesu móti getur hann fengið á hverjum morgni að vita um vöruverð þann dag og eins, hvernig muni veðra til kvelds. Hér er að ræða um einhver þau mestu hlunnindi, sem fengin verða út um landsbygðina. Að fg að vita um vöruverð þeirra hluta sem bóndinn hefir til sölu, og svo hversu veður muni verða þann dag. Hefir hvorttvegja eigi litla þýðingu fyrir heimilisstörfin og ferðalög til markaða. B0RAÐIR BRUNNAR Á margan hátt hefir Roblin stjórnin reynt að vera nýbyggj- urum til hjálpar. Sem dæmi þess má benda á brunnana sem stjórnin hefir látið bora hér og hvar í fylkinu þar sem dýpst var að ná vatni. Boraðir hafa verið yfir þúsund brunnar á ýmsum nýjum svæðum í fylkinu, Borunarvélarnar hefir stjórnin látið fylkið kaupa og leigt þær svo bændum og byggðarlögum endurgjalds lítið. Hefir það ei verið lítið hjálp mörgum er annars hefðu haft við vatnsskort að búa og alla þá erviðleika sem af því fljóta. ÞJÓÐEIGN FOSSA Verk Roblin stjórnarinnar að semja um það við sambands- stjórnina, að allir fossar í Winnipeg Fljótinu og >*ða á svæði nýja viðbætisins við fylkið, skuli vera eign fylkisins og engum seld- ir, eða leigðir án samþykkis fylkisbúa, var sannarlega þarft og hagsýnt verk. Sá tími kemur þegar framfarirnar snúast í þá átt að nota vatnsaflið meir en gjört er, og þegar sá tími kemur koma fossarnir allir í góðar þarfir fyrir fylkið. Hefir stjórnin með þessu búið í haginn fyrir ókomna tímann, og komandi kynslóðir. _ . 'r --_■_ -ii"_ -■■■■■ HeiSruðu kjósendur. Fyrir nokkrum mánuðum síðan sýnduð þér mér mikla sæmd að kjósa mig sem erindsreka yðar á Manitoba þingið. Eg hafði gjört mér vonir um þá, að fá tækifæri til að heim- sækja alla staði í kjördæminu löngu fyrir þenna tíma. En rétt um þinglok varð eg Ifyrir því óláni að veikjast mjög hættulega, er til þessa hefir hamlað mér frá, að framkvæma þessa ætlun mína. En eg er nú óðum að komast til heilsu aftur og segja læknar mér, að eftir tveggja mánaða tíma muni eg verða orðinn alheill. Á meðan kenni eg mig ekki færan um, að leggja á mig eins mikið erviði í þessum kosninga leiðangri og eg hefði viljað. Verð eg þess vegna að treysta þeim mun meira á hjálpsemi og framkvæmd- ir vina minna í þessu efni. Eg hefi leitast við þann stutta tíma, sem eg hefi verið er- indsreki yðar, að gæta yðar hags, svo sem mér hefir verið unt. Og því einu get eg heitið, að reyna það framvegis, verði eg kosinn. Stjórn Sir Rodmonds Roblins hefir á stjórnartíð sinni kom- ið á mörgum þörfum og góðum framkvæmdum. Hefir hún nú með höndum engu þýðingarminni mál en undanfarandi, og að þeim verður hlutskifti mitt að starfa, sem ráðgjafi opinberra verka. Treysti eg því, að við yfirstandandi kosningu verði yður ekki eingöngu unt, að sýna samþykki yðar á því, sem stjórnin hefir gjört, heldur og líka verði úrskurður yðar svo samhljóða, að eg finni, að þér séuð ánægðir með það, sem eg hefi gjört og fúsir, að eg haldi áfram á sama hátt. Vér erum í engum vafa með að Kildonan og St. Andrews verði þar í hópi, sem það hefir á- valt verið I þeirri von, að eg fái að hitta sem flesta af yður á fundum þeim, sem eg verð staddur á fram að kosningu, Er ég háttvirtu kjósendur, yðar einlægur, W. H. MONTAGUE GREIÐIÐ ATKVÆDI MED BÁDUM ÞESSUM MÖNNUM í MID WINMIPEG Fyrverandi Borgarstjóra A. J. ANDREWS Bæjarráðsmanni Fred McARTHUR Hvað Conservative stjórnin hefir heppnast vel í Manitoba er hennar Mikilhœfu mönniim að þakka og ráðdeildar- sömu stjórnmála stefnu. Conservatíve flokkurinn er sterkari á þessum tíma en nokkru sinni fyrr. Valdir menn, hagsýn stefna, og framkvæmdir hans— er atSal orsökin. ^ GreiðiS atkvæSi meS þessum tveim mönnum í MiS- Winnipeg. Þeir munu reynast ySur trúir erindsrekar, djarfir og rétt- sýnir. 1 MiS-Winnipeg er mannflesta og þýSingarmesta fylkisþings umdæmi í Canada og ætti aS hafa jjafn röskva fulltrúa í stjórn- inni og Andrews og McArthur. Fyrverandi bæjarstjóri Alf. Andrews hefir verið einhvar best þektur opinberra manna hér í borg í 25 ár, en sérstaklega meðal verkalýðsins er hann hefir sem lögmaður haldið uppi vörn fyrir í ýmsum málum. Einnig er hann alþektur sem málsvari Winnipeg borgar gegn strætisbrautar félaginu og eigendum þess. Andrews og McArthur munu gefa þeim tækifæri, Dixon “óháða umsækjendanum” og T. H. Johnson þingmanni vestur Winnipeg að taka á sínu bezta. Þess var getið á nefndarstofum Conservativa í dag að með næstkomandi laugardegi byrji þeir Andrews og McArthur á fundar- höldum á.hverju kveldi fram að kosningum. Auglýsingar verða birtar jafnóðum í dagblöðunum. Conservatíve flokkurinn hefir útnefnt einhverja þá sókn- djörfustu menn.í Mið Winnipeg sem völ er á. Kjördæmi þetta einsog því er nú háttað er stærsta fylkisþings kjördæmi í öllum Canada, og fyrir ástæður sem öllum eru kunnar aðal orrustu völlur allrar kosninga-baráttunnar í fylkinu. Bæjarráðsmaður Fred McArthur er með honum sækir var kjorinn í bæjarráðið síðastliðið ár með afar stórum meiri hluta, sem eftirmaður föður síns. Er hann efnilegur og alþektur lög- fræðingur meðal stjórnmála mannanna ýngri í Canada. Fram- koma hans innan flokksins er mörgum ánægju afni.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.