Heimskringla - 16.07.1914, Síða 1

Heimskringla - 16.07.1914, Síða 1
--------------------- GIFTINGALEYFIS-1 VEL gekbur BRYiF SELD | LETUE GEÖFTUE Tb. Johnson Watchmaker, Jeweler& Optician Allar viðgerðir tíj6tt og vel af hendi leystar 248 Main Street Phone Maln 6606 WINNIPEG. MAN ♦ ------------------------------- ♦ ......................—i■» Fáið npplýsingar um DUNVEGAN PEACE RIVER HÉRAÐIÐ OG framtíðar höfuðból héraðsina HALLDORSON REALTY CO. 710 Jlrlntyre Block Fhone Main 2844 WINNIPEG MAN XXVIII. AR. WINNIPEG, MANITOBA FIMTUDAGINN 16. JÚLl 1914. Nr. 42 Fréttir. MEXÍCO Nýlega réðist Obregon hershöfð- inggi á borgina Guadalajara, sem áSur var um getiS, að væri þrösk- uldur á götu hans á leiðinni til Mex- ico. Hann réðist á hana með 10,000 mönnum, en 12,000 voru fyrir að verja hana. Þeir börðust þar í þrjá daga og lauk svo, að hann tók borg- ina og 5,000 af hermönnum Huerta; hinir lögðu á flótta, þeir, sem eftir lifðu, því að margir féllu af hvor- umtveggja. En Obregon sendi ridd- arasveitir nokkrar á eftir þeim til að ná af þeim mönöum sem hægt væri. Eru nú minni torfærur eftir á leið Obregons, en þó nær 400 milur til Mexico borgar, og enn er Quere- taro á leiðini, þar sem Maximilian keisari veitti seinast viðnám, en var tekinn og skotinn. * * * Nýlega hafði ræningja foringinn Zapata, sem helst við í fjöllunum suður af Mexíeoborg, náð auðmanni einum Velasco, frönskum manni, formanni bómullarfélags í Pueblo <og eiganda að 20,000 ekrum, sem eingöngu voru hafðar til að rækta sykurrófur á og var þar sykurgjörð- ar hús mikið. Þeir höfðu Yelaseo í haldi um nokkurn tíma og heimtuðu feikna- gjald til lausnar honum, hálfa milí- ón. Bróðir hans var að reyna að hafa upp gjaldið, og var á leiðinni með það, en þegar hann hitti út- verði Zapata, var búið að skjóta Velasco. Er þaðeitt dæmi af ótal mörgum. Þá má og geta þess þarna að sunnan að Huerta lét fara fram kosningar, og var hann forseti kos- inn, en ekki hafa þær verið nema að nafninu, því að fullyrt er að aðeins 3 prósent af kosningabærum mönn- um hafa greitt atkvæði. Hefði þótt nokkuð iftið hér í Manitoba, og þegar svo meirihluti af þessum þrem af hundraði liefur snöruna um háls- inn og svipuna reidda að baki sér þá mundi kosning sú tæplega talin lögmæt. Og svo segja seinustu fréttir að Huerta sé að segja af sér og hafi óskað eða beðið Englendinga um að senda sveit hermanna sér til fylgdar svo að hann geti hið fyrsta komist burtu. Veit hann að lífið er lítils virði ef að hann situr. En hins- vegar vill hann gjarnan komast til milíónanna, sem hann var búin að skjóta til Paris. HTJERTA Sagt var nýlega, að Huerta hefði ieitað til Zapata ræningjaforingjans og viljað fá hann í lið með sér; en hann hefir haldið til í fjöllunum suður af Mexico borg. En ólíklegt þykir, að það hafi tekist. Hann var búinn að heita því, að drepa Hu- erta, hvenær sem hann næði hon- um. Nýlega flúði dómari einn úr Mexico, frá Jalapa. Hafði hann fengið skipun frá Huerta, að stýra kosningum i kjördæmi sinu, — aug- lýsa þær, sjá um tilbúning seðlanna og ákveða kosningarstaði; en svo átti hann líka að sjá um, að Huerta fengi öll atkvæðin. Færi kosningin öðruvísi, fengi hann múlktir og fangelsi. Þetta líkaði lionum illa og hafði sig i burtu, því hann vildi ekki láta Huerta hafa hendur i hári sér. EMPRESS SLYSIÐ i ~~ Nú er út kominn úrskurðurinn um Empress slysið. Var rmálið, sem rannsóknarnefndin átti að segja á- lit sitt um, þetta: hvort skipið Em- press eða Storstad hefði verið orsök í árekstrinum. Úrskurðurinn var sá, að Storstad væri orsök i öllu þessu. — Áður en þokan kom, höfðu bæði skipin haft rétta stefnu; en þá hafði stýrimað- urinn á Storstad breytt »tefnu skips- ins. Hefði það ekki verið gjört, hefðu skipin aldrei rekist á. Þessi úrskurður er merkilegur að raörgyi leyti. Wndir honum var það komið, hvorir borga skyldu skaía- bætur fyrir fjártjón þeirra manna, sem tapað höfðu eignum sínum, og svo fyrir alt það feykilega lífttjón, sem þarna varð. Nú er það Stor- stad, sem á að borga alt saman, eða kannske þeir tveir ✓stýrimenn, sem sagt er að hafi breytt stefnu skips- ins. En Storstad hefir ekkert til að borga með, nema þetta, sem skipið var selt fyrir um daginn, sem er sama sem ekki neitt. Allir þeir,sem tjón biðu þarna á eignum eða lífi eða framfærslu,, — þeir mega nú hafa skaða sinn óbætttan. Hefði málið failið á eigendur Empress, hefðu skaðabætur numið mörgum milíónum dollara og hver peningur verið borgaður. þvi að eigendur Empress er hið volduga, stórríka C.P.R. félag, — með fætur sina i gullhrúgum Englendinga og Ame- ríkumanna. ÍRSKU MÁLIN. Eftir fréttum að dæma frá 10 þ.m. hefir sjaldan staðið tæpara að allt færi í bál og brand en einmitt nú. Heimastjórnar frumvarp Ira liggur nú í nefnd i lávarðastofunni. Nokk- urir viðaukar hafa verið gjörðir við það sem óvíst er hvort muni ná samþykki neðri málstofunnar. Aft- ur á móti hafa Ulster búar sjálfir hafið það sem kalla má virkilega uppreisn, og Englendingar mundu ekki hafa orðið seinir að nefna því nafni, ef öðruvísi hefði staðið á. Skömmu eftir að heimastjórnar frumvarpið var samþykt í neðri málstofunni sögðu þeir Ulster búar sig úr lögum við írland. Settu þar á fót það sem þeir kalla “bráða- byrgðar stjórn” er á að hafa það eitt hugfast, að vernda þenna hluta landsins fyrir ágangi kaþólsku kyrkjunnar og geyma hann óflekk- aðan og halda honum handa al- ríkinu. Reglugjörð þessarar bráðabyrgð- ar stjórnar er í fimm liðum, svo- hljóðandi: I, —Vér viðurkennum ekki, og viljum ekki leyfa írsku innlendu þingi nokkur yfirráð í Ulster. II, —Vér heitum að leggja fram alt >að afl og verk sem krefst til þess að viðhalda friði, góðum siðum, stjórn- semi og vernda líf og eignir manna, strax og alrikis stjórnin skilar frá sér valdi síhu yfir Irlandi til írska þingsins. En undir það gefum vér oss aldrei. Ef til þess kemur og þarf með tökum vér til vopna, til þess að vernda þenna hluta land- sins og halda honum til alríkisins. Og um leið og alríkisstjórnin er til- búin að taka við völdum á ný segir bráðabyrgðar stjórnin af sér. III, —Bráðabyrgðar stjórnin segir strax af sér og brezka þingið verður við kröfum Ulster. IV, —Vér heitum því að halda uppi öllum lögum og þingsamþykt- um nú gildandi öðrum en heima- stjórnarlögum írlands. V, —Öllu réttarhaldi og dómþing- um skal vera borgið, og heitum vér því að aðstoða alla dómendur í allri þeirra embættis færslu. Þann 12. júlí var hátíðisdagur Orange manna, sem haldin'n er heilagur í minningu um orustuna við Boyne. A"ar búist við megnum uiiphlaupum ef mikið yrði um hátíðahöld þann dag. Fór Carson yfrum í því skyni að vera þar til staðins ef á þyrfti að halda. En um það kvað orðið hefir er enn ó- frétt, en alt bendir til þess að ekki geti lengi beðið að logi upp úr og hafið verði innanríkis stríð. FRÉTTIR ÚR SVÍÞJÓÐ. Nú er lokið smíði á friðar minn- isvarða Svía og Norðmanna, er setja á niður í Kölen, smáþorpi við landamærin, Svíþjóðar megin, til minningar um 100 ára frið milli ríkjanna. Minnisvarðinn er höggvinn úr hvítu granit frá Iðafirði. — Minnisvarði á að setjast upp í Lundi í Svíþjóð um Karl tólfta. Er nú verið að safna gjöfum til hans. Stetndur Carl konungsbróð- ir fyrir samskotunum. Lokið á að verða smíðinni árið 1918. — Sænska eldspítna félagið hefir sett upp verkstæði í Lundún- um, til þess að búa til eldspítur,-— Höfuðstóll þessa útibús er £100,- 000. Eru eldspítur þessar taldar m'eð þeim beztu, sem búnar eru til og hafa *elst mfkið á Englandi. — Fiaski tónsnillingurinn frægi Jeeui Síbelíus, hefir verið sæmdkir heiðnraoafnbótiiai “Doctor of M«sic”, frá Yale háskólamim í Bandaríkjunum . Við hátíðahald skólans, er nafnbót þessi var veitt, og skólanum sagt upp fyrir sum- arhvíldina, voru sungin nokkur lög eftir Síbelíus, og þctti öllum unun, að er heyrðu til. — Knútur Lund, sextán ára gamall piltur, stúdent við lærða skólann í Kalmar, sonur Dr. Lunds skólastjóra, hefir nýlega verið sæmdur verðlaunastyrk Uppsala- háskólans fyrir latínu-kveðskap. Knútur Valdi sér nokkur kvæði eft- ir indverska skáldið Robinda Nath Tagores, er hann þýddi yfir á lat- ínu. — Fáir stúdentar, þó eldri séu, finnast nú á dögum svo vel að sér í fornmálunum, að þeir geti þýtt á þau sundurlaust mál, af öðr- um tungum, því síður snúið þung- um kvæðum. Verðlaunastyrkurinn nemur 336 krónum á ári, og getur sá, sem hann hlýtur, haldið honum meðan hann stundar nám í gegnum háskólann. HON. H. R. EMMERSON DÁINN. Fyrverandi járnbrautaráðgjafi í sambandsstjórninni og þingmaður, H. R. Emmerson, andaðist i vik- unni sem leið (9. þ.m.). Hann var talinn með mikilhæfari þingmönn- um hér i landi. í vetur sem leið var all-mjög um hann talað, af þvi hann lagði á móti því, að landsstjórar yfir Canada væru valdir af konungs- ættinni brezku, taldi það bæði óholt og óheppilegt fyrir landið. Tilefnið var, að þá var nýkjörinn landsstjóri bróðir Bretadrottningar. Þóttu orð hans ganga næst landráðum, og koinu þau sér illa hjá konungholl- um lýð. ALLSHERJAR KENNARA- FUNDUR. f Ameríku er nú haldinn þessa daga, i borginni St. Paul i Minne- sota, allsherjar kennarafundur. Það helzta, sem þeir hafa afgreitt, er fyrir lág á dagskrá, er samþykt um almenn samtök umm launahækkun kennara, og um að kennurum sé veitt leyfi svo löng, að þeir geti ferðast sér til heilsubótar og hress- ingar. Samþykt var einnig, að fylgja fast fram heilbrigðis-eftirliti með skólabörnum og skylda skólastjórn- ir til þess. Ennfremur voru sam- þyktar meðmælis yfirlýsingar um kvenréttindi, um allsherjar frið o. fl. Dr. David Starr Jordan, forseti Leland Stanford háskólans i Cali- forniu, var kosinn forseti kennara- samband?ins fyrir næstkomandi ár. ELDGOS í ALASKA. Eldfjöllin á vesturströndinni virð- ast heldur vera að vakna nú um þessar mundir. í Californiu er uppi eldur og hefir eklci lint á stöðug- um gosum nú um lengri tíma. Nú eru eldfjöllin í Alaska farin af slað, á Alentian skaganum, og spú eldi og eimyrju á haf iit. Enginn skaði hefir þó hlotist af, því land er þar lítið bygt. SÝNINGIN Hún heldur áfram sýningin og sækir hana fjöldi fólks. En dálítið vætti regnguðinn fallegu stúlkurn- ar og fagurbúnu drengina um tærn- ar á laugardagskvöldið. Það fór að hella niður vatninu og garðurinn flóði sem engi þegar vatnsflóði er veitt á það, og drengirnir fóru að bretta upp buxurnar og stúlkurn- ar að lyfta upp pilsunum, en það dugði lítið og feita sýningarkonan ætlaði að sökkva að hnjám upp í hina gljúfu vatnsþrungnu jörð. Þeir höfðu allir setið þarna og gleymt tfmanum við það að horfa á flugmanninn Beachey, sem allir eru nú hrifnir yfir og þykir raeira gam- an að horfa á hann en alt annað. Erída flýgur hann sem fuglinn. Stundum er hann hátt í lofti upp, svo hátt að hann sýnist engu líkari en hrafni á haustdag, er hann flýgu-r liátt uppi að vita hvar hann sjái bráð eða garnarspcftta. Svo steyptr liann sér niður úr háa lofti, líkt og valur rennir sér niður snar- bratta fjallshlið að fuglum «r sitja á tjörnum «ða ám í dalnum, og fer svo hart að augað g«tur varla fylgt honum á ferðinni. Stp kemur hann niður, htt þar sem mannlwöngin, þúsundirnar, hefur augun á honum. Og þeim sýnist ómögulegt annað en hann reki sig á og mölbrjóti drekann og sjálfan sig. Hann er kominn svo nærri staurunum að ekki sést bil á milli en alt í einu lyftir drekinn sér svo ofur léttilega yfir þá og nú fer hann hring eftir hring yfir höfð- um múgsins, stundum liggur drek- inn á hliðinni, eða snýst í hringa, eins og hugur manns eða lopaband hjá spunnakonu. Svo tekur hann strik upp.stund- um beint, stundum í hringum, þangað til hann er aftur kominn hátt í loft upp, og nú kemur hann niður aftur, en alt í einu þegar gott skrið er komið á hann fer hann upp aftur og kúvendir í loftinu svo að nú veit það upp seni áður var niður Fætur hans spyrna við himni en höfuð hangir til jarðar niður. Þetta gjörir hann hvað eftir annað og svo kemur hann niður og flýgur yfir sýningargarðssvæðin, einn liring- inn eftir annan frammi fyrir “Grand Stand” og sýnist sleppa stýrinu og bandar báðum höndum til áhorf- endanna og þegar hann rennir nið- ur kemur hann æ á sama blettinn og sest þar eins og fugl í hreiður. Þrjú eru hjól undir drekanum og þau renna áfram, í nærri sömu hjól- förin og stansa á sama stað einlægt. Svo er hann orðin flínkur þessi. Og í því drekinn er að stanza stendur hann upp svo rólegur og fleygir af sér húfunni í drekann og tekur upp stráliattinn og setur á höfuð sér og gengur inn í mannþyrpinguna. Oftast flýgur hann tvisvar á dag. Persaland. Það var 20. júlf 1909, að fallbyss- urnar drundu á torginu í höfuð- borginni til merkis um að soldán- inn ungi hefði gjört innreið sína f borina. Hann hafði alt til þess verið hjá foreldrum sínum shahinum af Persíu, sem þá var nýlega af lífi tekinn. Faðir hans Shah Nasirud Din Qaja var myrtur fyrsta maí. 1896, þegar hann var að heimsækja must- eri Shah Abdul Azim og var það Mirza Muhammad Riza sem varð banamaður hans. Hann kom til Shahsins og rétti honum bænarskrá en skaut hann í sömu svipan með skammbyssu, er hann hafði undir klæðum sér. Amim Soldán var þá æðsti ráð- gjafi og var með Shahnum er hann var skotinn. Var hann síðan skot- inn af Abbas Aga, 31. ágúst 1907. Þeta skeði alt eftir að tóbaks félagið enska hafði fengið einka- leyfið 9. marz 1890 og átti það að gilda í 50 ár, en það var mjög á móti alþýðu. TÓBAKSLEYFIÐ BRETA Eins og menn vita er Persaland víð áttumikið land og' strjálbygt og var það lengi sem almenningur komst ekki í skilning um það hvað tóbaksleyfi þetta þýddi, en það veitti þessu eina félagi einkarétt til að kaupa og verzla með alt það tóbak sem ræktað væri í þessu stóra og víðlenda ríki. Keisarinn eða Shahinn liefði ald- rei átt að veita þetta leyfi fyrir ein 75,000 pund sterling, og Vi af gróðan- um á hverju ári, einkum þegar leyfið náði yfir allar útfluttar vörur og hina miklu innanlands verzlun að auk. Árið 1891 tók félagið til starfa og tóku þá kaupmenn í Telieran sig saman og kvörtuðu undan því við keisara, en ekkert kom af því. Þá tók prestastéttin málin að sér og fyrirbauð alþýðunni að reykja hinar vfðkunnu vatnspfpur sínar. En þær eru þannig að leggurinn er langur og úr togleðri og látinn margfaldur í hringum niður í vatns flöskur kaldar, og veldur það því að reykurinn úr pípunni er einlægt kaldur. Allir reykja þar, jafnt kon- ur sem karlar. Og þegar yfirprestur Mahómetsmanna fyrirbauð öllum reykinn, þangað til keisari sliti samningi þessum við Englendinga, þá fór alt í uppnám frá einum enda landsins til annars. Prestarnir réðu þar lögum og lofum og gátu gjört hvað þeir vildu, rétt eins og þeir hefðu stjórntaumanna og loks- ins eftir stapp mikið var svo einka- leyfið afturkaliað 28. des. 1891. Englendingar f«úgu af þessu vfins a miikinn og tðpuðu virðing sinni og var Rússum kent um hvernig far- ið liafði. Þeir höfðm sent út menn t?l að sjá preífcana og lýðinn til þess aö láta ekki fara þannig með sig. En irá keivutuðu Englendimgar *om leyfið liöfðu fuliar skaðabætur Þær voru náttúrlega ekki smáar og þurfti stjórn Persa að fá $2,500,000 lán til þess að borga þær. Það var fyrsta lánið sem Persar fengu og urðu þeir að borga 6 prósent í leigu, sem þótti ærið hátt fyrir stjórn eina. Áður hafði Persaland verið skuld- laust, en nú urðu þeir Persarnir að setja að veði fyrir leigum þessum tolltekjurnar í höfnunum við Persa- flóann. En lánið mátti ekki borga aftur fyrri en eftir 40 ár. Það er enginn efi á þvf að þetta varð til þess að vekja Persa af svefni aldanna, og þetta var orsökin að því að Shah Nasirud Din Qajar var drepinn 1896. 8. júní 1896 var Muzaffarud Din Mirza krónprinz til keisara tekinn, en hann var góðmenni og vesal- menni og sjúkur svo að hann gat sjaldan á heilum sér tekið. Hann fékk sér ráðgjafa, sem var Rússavin mikill og var þá í tvö horn að líta, voru Rússar í öðru, en Englending- ar í hinu og litu ófrýnum augum hvor til annars. Þá fór heilsa keisara vesnandi og var honum ráðið að ferðast til Ev- rópu og leita þar læknis við mein- semd sinni; þetta kostaði peninga, n fjárhirslan var tóm og varð nú að fá nýtt lán upp á 1,000,000 (eina milíón) punda sterling. Var leitað til London en lánið fékst ekki og varð keisari að hætta við ferðina. En hann kunni því illa og fór að leita fyrir sér hjá Rússum. Þeir tóku því vel en vildu ekki gjöra það opinberlega sjálfir, en vísuðu 'til Belga og útveguðu peninga þar. BELGAR ERU HAFÐIR FYRIR Nú brá svo við að Belgíumenn voru fengnir til þess að gæta toli- tekjanna og hafa alla umsjón með þeim. Árið 1900 var samið við Rússa um lán er nam 2,400,000 pund sterling með 5 prósent leigu og í veð fyrir leigunni voru settar allar toll- tekjur ríkisins nema þær við Persa- flóann, sem Englendingar þegar höfðu fengið. Hið enska lán upp á hálfa milíón punda sterling skyldi borgast af þessu láni, og voru þá Rússar orðnir liinir einu lánveit- endur Persa. Nú voru öll tollhúsin fengin Belg- íu mönnum í hendur, og urðu þeir nú leynifulltrúar Rússa. Loksins gat nú konungur kon- unganna lagt upp í ferð sfna til Ev- rópu og ferðaðist hann nú um milli stórbúanna Miklagarðs og Pétursborgar og víðar. Þegar liann kom úr ferð þessari var mikið farið að tala um laga- bætur og var auðséð að Rússar vildu ná fótfestu við jr’ersaflóa. Guf- Ogilvie’s Royal Household Hveiti Gjörir besta brauð hvar sem brauð er gjört The Ogilvie Flour Mills Co.Ltd. WUVJílPEG, FORT WILLIAM. MEDICIJÍE HAT, MONTREAL, Stærstu hveltlmölunarmenn f brezka ríkinu. Mala dag- lega 18,000 tunnur. Konunglegir malarar. % uskipalína rússnesk var á fót setti frá Odessa á Suöur-Rússlandi 1 gegnum sundin og Zuesskurðinn og svo til liafnanna við Persaflóann. Persneskum kaupmönnum voru boðin bestu kjör ef þeir vildu senda vörur sínar með gufuskipa- línu þessari. Árið 1902 var tekið annað lán hjá Rússum upp á 10,000.000 rúbla með 4 prósent leigu, og var lánið haft aö byggja veg frá landamær.im Rússa að norðan til höfuðborgar- innar Teliei an. (Framhald á 5... síðu) Mrs. Sigríður Bergmann Þann 4. þ. m. gaf síra Fr. J. Bergmann -amar í hjónaband þau herra J. T. Bergmann, byggingameistara, og ungfrú Sig- ríði Hermannsdottur Jónassonar, fvrv. alþingismanns og skóla- stjóra að Hólum, og Guðrúnar konu hans. — Mrs. Sigríður Bergmann er ein af íríðustu konum, sem flutt hafa Uingað vestur frá Islandi, og prýðisvel mentuð stundaði nám á Eng- landi svo árum skifti og var um eitt skeið á háskólanum í Ed- inborg á Skotlandi. — Hkr. tekhr sér saamd, að fiyjtja mynd af konu þessari og óskar henni framtíðarheília.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.