Heimskringla - 16.07.1914, Síða 6
Bls. 6
HEIMSKRINGLA,
WINNIPEG, 16. JÚLÍ, 1914
Æfintýri Bandaríkja-
manna í Mexico.
Eftir Jack London.
. (I.auskega þýtt).
Til þess að þekkja fyllilega land
og ibúa þurfa menn að fara og sjá
það sjálfir. Aður en eg kom til Tam-
pico, sem er á austurströnd Mexico,
hélt eg að það væri svolítil bæjar-
hola eða hafnstaður, þar sem alt
væri fult af bólusótt, gulunni og
öðrum óþrifa-sjúkdómum. Þar væri
einnig fáeinir Bandaríkjamenn, æf-
intýramenn og flagarar, sem héfðu
farið þangað til þess að hafa fé útúr
þessum hálfviltu görmum, sem Mex-
co byggja.
Á gufuskipinu með mér voru fá-
einir olíu-kongar að hverfa heim
þangað aftur. Þeir höfðu flúið út á
herskip Bandaríkja undan Mexico-
búum, þegar við tókum Vera Cruz,
og þaðan voru þeir fluttir nauðugir
viljugir heim til Bandaríkja.
Þegar við komum inn að hafnar-
garðinum, sá eg þar stálferju feyki-
stóra, er var að höggvast á grjót-
garðinum, og var þá meira eða
minna brotin. Einn olíu-konganna
sagði mér, að það væri oluferjan
sín sem þarna væri að brotna upp.
Hermenn Huerta hefðu kveikt i
bryggjunni og þá hefðu kaðlarnir
brunnið, sem héldu ferjunni, svo
hún hefði losnað og hrakið þarna
út. En ferjan svo stór og mikil, að
ekkert var hægt við hana að ráða.
Þegar inn fyrir hafnargarðinn
kom og upp á Panuco-fljótið, sem
Tampico stendur við, þá þótti mér
skifta um. Alt var sém aldingarður
og vöxtur á öllu feykilegur og innan
um alt þetta voru hin tröllslegustu
olíukeröld, og bar fyrir augun hvort
af öðru. Sá eg þá að þeir höfðu þó
stárfað eitthvað þessir flakkarar,
sem hingað höfðu rekist.
Svo héldum við upp fljótið, og
einlægt urðu hin tröllauknu keröld
fleiri og fleiri og stórkostlegri og
stórkostlegri. Þarna voru enda-
stöðvar Corono-félagsins, þar sem
þeir taka olíuna á skip sín til þeSs
að flytja í önnur lönd og álfur. —
Þarna var Aguila-félagið með sinar
stöðvar beggja megin árinnar, og
rétt þar hjá voru hinar stórkostlegu
og sterklegu byggingar Standard Oil
félagsins. En einlægt komu ný og
ný félög með risavöxnum bygging-
um og keröldunum tröllslegu. Þeir
töldu þau upp fyrir mér. Þarna var
National Petroleum, Þarna Waters
Pierce, þarna Golf Coast, Huastecíj,
Mexican Fuel, Magnolia Petroleum,
Texas, International Oil, East Coast
Oil, — og einlægt héldu þeir áfram
að þylja nöfnin félaganna. Eg sá
þá, að það var meira um að vera
þarna, en eg nokkurntíma hafði
haft hugmynd um.
“Já, þarna er borgin loksns”,
sagði eg og benti á hópa mikla af
stórkostlegum byggingum . En svo
var mér sagt, að það væri langt til
borgarinnar ennþá, — margar míl-
ur. Þetta voru þá reykháfar katl-
anna; vöruhús, verksmiðjur, parafin
gjörðar hús og suðukatlar af mörgu
tagi.
Var mér þá bent á stóra bygg-
ingu, sem verið hafði, en nú stóð
lítið annað en veggirnir. “Þarna
fóru sex hundruð þúsund dollarar”
var mér sagt og með byggingunni
fóru 250 járnbrautarvagnar. Kúl-
urnar úr fallbyssum Huerta-liða
brutu þetta alt og kveiktu i þvi.
Svo drógum við upp læknisfán-
ann og lögðumst; vörpuðum akkeri
eitthvað fjórðung mílu frá hinni
brendu skipabryggju.
“Það kom yfir okkur”, sögðu
þeir, þegar uppreistarmennirnir
höfðu sett hér niður tvær jnaskinu-
byssur, þá fóru þeir, hermenn Zar-
agoza, að láta okkur hafa það i
góðum mæli. Þetta var alveg ný
skipabryggja og hin vandaðasta.
Við vorum ekki alveg búnir að full-
gjöra hana. Sprengikúlur Huerta-
liða brutu og söktu þremur stóru
olíuferjunum eða skipunum okkar.
Þarna liggur Topila á botni og
Spindletop rétt hjá og nokkru fjær
Santa Fe. Og þarna sérðu leifarnar
af stóra olukassanum uppi á hæð-
inni. Við höfðuin heitan tíina þá.
Það kviknaði i öllu. En við vorum
að reyna að halda eldinum innan
eldveggjanna sem þú sérð; og ein-
lægt var Zaragosa að láta sprengi-
kúlurnar rigna yfir okkur. Þú mátt
ekki niðra mexíkönsku daglauna-
mönnunum okkar. Eg var þar með
heilan hóp þeirra. Þeir unnu fyrir
daglaunum einum, en engir þaul-
vanir hermenn hefðu getað gjört
það betur. Undir eins og við fórum
að berjast við eldinn, þá létu þeir
Zaragoza kúlunum rigna yfir okk-
ur, og innan tiu mínútna urðum
við að leggjast niður, þangað til
hriðin kúlnanna rénaði úr maskínu-
byssunum og sprengikúlunum; svo
byrjaði hið sama aftur. Og ekki
einn einasti daglaunamaður reynd-
ist öðruvísi en sem bezti drengur.
Og þarna vörnuðum við oliunni að
breiðast út. Hún logaði og blossaði
hátt í loft upp, Þangað til alt var
brunnið út. Sumir þessara daglauna
manna eru sannir menn.
Og meðan við biðum þarna eftir
hafnarlæknirnum kom einn eftir
annan af þessum stóru úthafsköss-
um eður skipum, sem flytja olíuna
til annara landa. Þeir koma þarna
i löngum lestum af hafi utan, vörp-
uðu atkerum og lögðust til þess að
biða eftir lækninum.
“Þeir koma inn á hverjum degi
og fara burtu sama daginn”, var
mér sagt. Skipið Huasteca getur
fermt 9,000 tunnur af oliu á einum
klukkutíma. Olíunni er pumpað í
stórum pipum ofan i Iestina. Þær
eru margar, olíuferjur þessar, sem
búnar eru að koma hér í heilí ár
svo að aldrei hefir neinn af skip-
mönnum stigið fæti sínum á land.
Hvað eru þeir að gjöra þarna, þess-
ir flagarar, sem sumir kalla?
Eg fór að grenslast eftir því. Eitt
félagið hafði þá reist þar tvö olíu-
keröld úr steyptu grjóti (concrete),
sem tóku 1,250,000 tunnur af olíu,
og að auk 120 keröld úr stáli, sem
tóku 55,000 tunnur hvert. En nú
kostar hvert stálkerald 30,000 pesös,
og kosta þau öll þá 3,600,000 pesos;
en það yrði 1,800,000 dollarar í
ameríkönskum peningum, eða nær
tveim milíónum dollara. Og þetta
er að eins nokkur hluti af öllum
þeim kostnaði, sem hvert félag verð-
ur fram að leggja, að eins til þess,
að geyma olíuna, og svo fellur á
hana mikill kostnaður annar, þá
geta menn séð, að hér er um meira
en lítið að tefla.
Hafnarlæknirinn kom Ioksins um
borð og svo gátum við haldið upp
fljótið til Tampico. Tampico-fljótið
er stórt og breitt; skipaleiðin djúp,
en straumur töluverður.
Svo fórum við framhjá tollhúsinu
og lögðumst við bryggjuna, og kom
ég þar í stóran hóp af uppreistar-
mönnum, er eg sté af skipi. Voru
þeir allir á hestbaki og gleymdi eg
þá oliunni og keröldunum. Vissi eg
þá ekki fyrri til, en eg var mitt í
hópi 500 uppreistarmanna, er send-
ir höfðu verið til að reka Zaragoza
hershöfðingja burtu með sínum 400
Huerta-liðum.
Hermenn spriklandi af fjöri.
Aldrei hefi eg fyrri á æfi minni
hitt herinenn svo hvatvíslega, lukku-
lega og sprikiandi af fjöri og á-
nægju. Hver einasti þeirr^ var ríð-
andi. Hver einasti hestur var stol-
inn. Á hestunum sáust mörkin
hvers einasta stórbónda frá Mikla-
fljóti (Rio Grande) á norður landa-
mærum Mexico og alla leið til Pann-
co. Einstaka maður var aldraður og
grár af hærum, en allur fjöldinn
voru kornungir menn. Þar voru
drengir tiu, ellefu og tólf ára gaml-
ir, með voðastóra gljáandi spora á
hælum, á stolnum broncos, með
myndir af lielgilm mönnum og
dýrðlingum undir bandinu á liinum
barðastóru hötturn; með rýtinga og
lagsveðjur (bowie knives) stungna
í leðurhólkinn utan á kálfanum;
með marglileypur á mjöðm hvorri
og skotfærabeltin full af skotfærum,
bæði um mitti og axlir, en riffilinn
festan á hnakknefinu. Og svo voru
stúlkurnar, alt ungar stúlkur, sumt
fylgikonur hermannanna og sumt
reglulegar skjaldmeyjar. Hinar fyr-
nefndu i pilsum, riðandi kvenvega
í kvensöðlum, en hinar síðarnefndu
í buxum og ríðandi klofvega sem
karlmenn. Allar voru þær vopnaðar
sem karlmennirnir, og engin þeirra
var gift. Þegar fylgikonurnar komu
í flokk saman, vildi eg ekki vera
viltur hani á vegi þeirra eða særð-
ur óvinur á vígvellinum.
Eg fór samt að reyna að taka
myndir af þeim, en það var ófáan-
legt, þangað til eg var búinn að
taka myndir af yfirhershöfðingjan-
um o'g foringjum hans. Þeir urðu
svo glaðir og kátir yfir því, að þeir
liefðu viljað gefa mér allar eigur
sínar, og svo skipuðu þeir fylgikon-
ununi, að standa fyrir myndavél-
inni, og yfirhershöfðinginn var svo
hrifinn yfir öllu þessu, að hann
hljóp til og tók skc^tfærabeltið, hníf-
inn og skambyssuna af sjálfum sér
og hengdi það á stúlkuna. Hún var
ung, hraustleg, lífstykkislaus, í
bómullar frakka, algjörður Indíáni,
og eftir því, sem eg komst að, hafði
hún i tvö ár fylgt uppreistarmönn-
unum.
Hún kom einhverstaðar langt að
norðan og ekki ætlaði hún að
hætta fyrri, en hún kæmi til Mexico
borgar, hvað sem svo tæki við.
Þegar ég svo ætlaði að fara að
taka myndir af hermönnunum þá
þyrptust þeir utan um mig, allir
vildu láta taka mynd af sér. Og
allir vildu þeir sýnast sem vígleg-
astir og grimmastir. Eg ætlaði
ekki að sleppa frá þeim. Þeir voru
hreyknir, hnakkaspertir og dremb-
ilátir rétt eins og páfagaukar, í sí-
feldum æsingi eins og krakkar. Þeir
voru að skjóta byssunum þegar ég
var að taka mynd af heilli röð þeirr-
a. og foringjar þeirra fundu ekkert
að þessu, þeir skoðuðu þá sem börn
Og þeir voru börn, sem voru að
leika sér. Þessir uppreistarmenn
höfðu skift liinum leiðinlegu, dag-
legu störfum við árslanga skemti-
ferð og lystitúr. Sannarlega var
það þeim lystitúr að hafa góðan
hest að ríða, fá í kaup einn og hálf-
an pesó á dag, besta fæði og tæki-
færi að ræna, og það sem best og
skemtilegast var af öllu saman var
það að fá tækifæri til þess að skjóta
samlanda sína, bræður sína og
systur, því að það er þó sú hin
skemtilegasta veiðin og tilkömu-
mesta, sem nokkur maður getur
hugsað sér. Og þarna riðu þeir á
stað í aftanskuggunum móti hinni
hnígandi sólu, karlar, konur, og
ungir drengir, þeir riðu þarna eftir
iiinum bugðótta veg í halarófu,
einn og einn og hurfu til suðurs á
leiðinni til Mexfcoborgar, með
hjörtun svellandi af von og löngun
að geta krukkað lífið úr hinum
ólánsömu görmum sem haltrandi,
særðir og uppgefnir voru að reyna
að dragast á eftir hinum flýjandi
hermönnum Zaragoza.
Svo fór ég til Tampico aftur, á bát
litlum. Þar var þá alt fljótandi í
vatni, líkt og í Feneyjum. Reitirnir
garðarnir á bak við húsin meðfram
skurðinum mikla, var þakið alt
saman af eintrjáningsbátum og opn-
um bátum stærri, sem margar famil-
íur bjuggu á. En svo sást líka að
þar voru Ameríkumenn, og voru
starfandi. Alstaðar var verið að
smíða báta og endurbæta þá, sem
brotnir voru. Þar voru málbúðir,
maskínubúðir og skipastokkar til
að byggja skip á og renna þeim á
fram á ána. Þarna voru gufubátar,
vatnabátar, ferjur stórar, haffærar
og siglingabátar, stórir, ekki á tuga-
tali, heldur hundruðum saman.
Ég fékk mér keyrslu til hótelsins
á grindhoruðum, lúsugum bykkj-
um. Það var ekki völ á öðru. Allir
aðrir hestar voru teknir í stríðið.
Hótelið var eftir nýjustu tízku,
fimmlyft með lyftivélum rétt eins og
í New York. Og gestgjafinn hafði
jafnvel kaldan bjór. Hann var frá
uppreistarmönnum, þeir höfðd náð
heilu vagnhlassi af bjór í Monterey,
tekið það sem herfang og sent vagn-
inn suður á járnbrautinni til Tamp-
ico, sem þeir einnig höfðu náð her-
taki.
En það var ekki hótelið, sem mér
fanst mest um. Það voru mennirnir
í því. Það voru alt Bandaríkja-
menn, sem voru komnir aftur eftir
að hafa verið fluttir nauðugir vilj-
ugir til Bandaríkjanna. Það var
rétt eins og maður væri komin í
vesturríkin, í einhvern ná'mabæinn.
Þetta minti mig meira á Klondyke
en nokkuð annað. Og þar hitti ég
tvo menn, sem ég hefði séð í Klon-
dyke fyrir 17. árum.
“Þetta er ekki Klondyke” sagði
annar þeirra “það er miklu stór-
kostlegra en Klondyke eða nokkur
annar gullnámubær. Manstu eftir
námulóðinni minni þar, fimm
hundruð fet upp með læknum.
Hún var ekki svo afleit, ég hafði úr
henni hálfa millíón. En það veit
hamingjan að það er ekkert á móti
þessu hér. Sjáðu gömlu námuna
við Ebanó, fyrstu olíu námuna hér
í landinu. Hún gaus þegar þeir
hittu á hana fyrir 12 árum og hún
er að gjósa enn þá. þeir hafa ekki
þurft að pumpa hana, hún gýs.
Og Hollendingarnir fyrir ofan
Pamico hafa þar holu átta þuml-
unga víða, sem ekki er neitt ásjáleg,
en upp úr henni buna 185,000 tunn-
ur á dag þegar lokið er ekki skrúfað
á hana. Reiknaðu það út. Setjum
að olían sé 50c. hver tunna. En það
gjörir 90,000 dollara í skíru gulli á
dag, á tíu dögum eru það 900,000
og á hundrað dögum 9,000,000
Og sleppi menn 65 dögum á árinu,
þá verða þar þó 27,000,000 dollarar
á ári. Gullnámurnar segja lítið á
móti þessu.
(Framh. á 7. bls.).
EINA fSLENZKA H0ÐAB0ÐIN I WINNIPEG
Kau pa og verzla raeð húðir, gærur, og allar tegundir af dýraskináum, mark
aðs gengum. Líka með ull og Seneca Roots, m.fl. Borgar hæðsta verð.
fljót afgreiðsla.
J. Henderson & Co... Phone Garry 2590. .236 King St., Winnipeg
KOMIÐ OG YERZLIÐ YIÐ OSS
ÞEGAR ÞÉR ÞURFIÐ
Builders Harðvöru Construction Harðvöru
Finishing Harðvöru Smiðatól og Handyðnar
Mál Verkfœrum
Olía Varnish
Sýnis herbergi vor eru hin best búin í allri borginni
svo þér eigið sem hægast með að velja.
flikenhead Clark Hardware Co.Ltd.
Wholesale and Retail Hardware Merchants
BOYD BUILDING c\rná^T PHONES MAIN 7150-1
MANITOBA.
Mjög vaxandi athygli et
þessu fylki nú yeitt af ný*
komendum, sem flytja til bús
festu i Vestur-Canada,
þetta sýna skýrslur akur*
yrkju og innflutninga deildar
fylkisins 'og skýrslur innam
ríkisdeildar ríkistns,
Skýrslur frá járnbrautaféi
Iögunum sýua einnig, aö
margir flytja nú á áður ó-i
tekin lönd með fram braut-
um þeirra.-
Sannleikurinn er, að yfir-t
burðir Manitoba eru einlægt
að ná yíðtækari ciðuxCeana
inguj
Hin 4'gætu lönd lylklsina,
óviðjafnanlegar járnbrauta*
samgöngur, nálægð þess .vii
beztu markaði, þess ágaetu
mentaskilyrði og lækkandi
flutningskostnaður -h eru hin
eðlilegu aðdráttaröfl, aem ffn
lega hvetja tnikinn fjölda
fólks til að setjast að hér I
fylkinu ; og þegar fólkið sezt
að á búlöndum, þá aukast
og þroskast aðrir atvinnus
vegir í tilsvarandi hlutföllum
Skrifið k'unningjum yöar -- segið þeim að taka sér bólfestn I
Happasælu Manitoba.
Skrifið eftir frekari upplýsingum til «
JOS. BURKE, Industrial Bureau, Winnipeg, Manitoba.
JAS. HAIiTNK J, 77 Tork Street, Toronto, Onlario.
J. F. TENNANT. Qretna, Manitoba.
W. U, UN8W0RTH, Emerson, Manitoba;
S. A. BEDFORD,
Deputy Minnister of Agriculture,
Winnipeg, Manitoba.
308
Sögusafn Heimskringlu
Jón og Lára
309 310
Eftir að vitnaleiðslunni var lokið, krafðist hr.i
Leópold, að Jóni Treverton væri slept úr fangelsinu.
Eftir nokkrar umræður samþykti dómarinn
þessa og fanginn var frjáls.
Desrolles ypti öxlum.
“Á fimta lofti”, sagði hann. “Haldið þér að fætur
kröfu mínir séu jafn ungir og fyrir 20 árum?”
“Þér virðist unglegur og fjörugur”, sagði stúlkan
“Eg vil heldur herbergi á fyrsta eða öðru lofti”
sagði hann.
“Þau eru öll leigð”, svaraði stúlkan.
Eftir nokkra umhugsun kvaðst Desrolles' vilja sjá
herbergið, og fylgdi honum göinul kona þangað upp.
“Það snýr út að nýju Boulevarden, og er skemti
jlegt”, sagði hún og opnaði gluggann.
Þegar Desrolles yfirgaf þorpið Hazlehurst, varj Desrolles leit út og niður á nýju, breiðu götuna
hann hinn ánægðasti. Hann hafði innunnið gér stór- með stórum fólksvögnum, vinnuvögnum og asna
kostlegar árlegar tekjur, og ætlaði nú að ferðast úrkerrum.
45. KAPÍTULI.
borg í bofg og frá einu landi til annars og lifa heiðar
lega.
Hann áleit París vera fyrstu og hentugustu bið
stöðina á skemtiferð sinni; en þegar þangað kom,
gleymdi hann öllum góðu áformunum sínum. Hann
var gagnkunnugur í borginni, því þar hafði hann ver
Herbergið var lítið en þokkalegt og húsmunirnir
hentugir, svo DesroIIes leizt vel á það.
“Það er afar-ervitt, að ganga upp þessa háu stiga”
sagði hann; “en ég verð að taka það”. .
Áður fyrri höfðu menn verið frjálsir og óhindr
aðir við sínar venjur í þessu húsi, og mátt koma heim
— naim yoxnai ycujui x pcwu iiu.m, ug maii Koma neim
ið í mörg ár meðan hann var á þroskaskeiði sín*. Vín-jnær sem var á nóttunni, því allir liöfðu lykil að úti-
sölubúðirnar á hverju götuhorni voru honum ofraun.jdyrum. Desrolles spurði, hverjar venjur nú tíðkuðust
Ekki skeytti hann um skraut eða fegurð og heimsótti í þessu húsi, og komst að þ'ví, að söinu venjurnar ríktu
því fyrst af öllu sínar gömlu holur. enn. Eigandinn krafðist þess eins, að leigan væri
Fyrir mörgum árum síðan hafði hann átt heimaíborguð, og að menn móðguðu ekki lögregluna.
í stúdentadeild borgarinnar; þar hafði hann drukkiði Desrolles lét töskuna sína á gólfið, borgaði gæzlu-
og þar hafði hann eytt peningum sánum, og þangað fórjkonunni mánaðarleigu fyrirfrain og fór svo út til að
hann nú. heimsækja sína gömlu uppáhaldsstaði.
Húsið, sem Desrolles hafði búið í, var enn við líði, Hann varð var við margar breytingar, en loftslag-
þrátt fyrir allar breytingar þar í grendinni; en mjög'ið var hið samarn, og siðirnir líka. Absi'nth var nýr
hröríegt. drykkur, og Desrolles tók hann framyfir konjak, þó
Hann gekk ínn i vínsölukjallarann, og spurði,,lann væri margfalt eitraðri. Hann fann inarga nýja
hvort nokkurt herbergí væri fáanlegt til loigu. félaga á þessum gömlu stöðvum; það voru ekki sömu
“Það er alt af autt pláss handa einstaklingum”, mennirnir og hann hafði kynst áður en þeir höfðu
svaraði fjörug stúlka fyrir innan búðarborðið. “Þaðsömu siði, og hugmyndir Desrolles um vináttu var
er fallegt lítið herbergi autt á finta lofti”.
samsafn af löstum. Hann kyntist mönnum, sem hann
Sögusafn Heimskringlu
gat spilað og drukkið með, sem voru jafn orðvondir
og hann og skoðuðu lífið í þessum heimi og öðrum frá
sama sjónarmiði og hann.
Einn morguninn rakst Desrolles á enskt blað, viku
gamalt, sem sagði frá fyrstu yfirheyrslunni yfir Jóni
Teverton. Desrolles starði á blaðið með meðvitundar-
lausri undrun. Því hugur lians var umkringdur af ab-
sinth-þoku; og reyndi að gera sér grein fyrir, hvaða
áhrif þessi málsókn á Jón Treverton gæti haft á forlög
sín.
Nafn.hans var ekki nefnt í blaðinu, svo ennþá var
hann óhultur, eu samt var ekki unt að vita, hvað ske
kynni, þegar ranusókn af þessari tegund var hafin.
“Þetta er mjög slæmt’, hugsaði Desrolles. Málið
var dautt, að mínu áliti. Það er eflaust prestssonurinn,
sem liefir komið til sögunnar og vakið það upp aftur”.
Eg má líklega til að fara til Ameríku, til að vita
mig úr allri hættu, en hvað verður þá vun styrktarféð,
sem þau Lára og Jón hafa lofað mér? Þau svifta inig
?ví, ef til vill, þegar ég er kominn vestur um liafið”.
Hann heiinsótti gufuskipa-skrifstofu og fékk þar
lista yfír öll gufuskip, s#m áttu að fara frá Havre til
Ameríku næstu C vikurnar. Skjal þetta bar hann í
vasa sínum í 2 eða 3 daga og las það yfir, þegar hann
hafði tíma til. Hann mundi nöfn skipanna og stærð, en
var ekki búinn að ákveða, með hvaða skipi hann helzt
vildi fara. La lieinc Blanche ætlaði til Valparaiso að
viku liðinni, og Zenobie til Rio Janeiro að 14 dögum
liðnum. Hann var í efa um, hvoru þessara skipa hann
ætlaði með.
Hann átti 60 pund til og ferðin kostaði 50, svo af-
gangurinn var ekki mikill.
Loksins ákvað hann að fara með La Reine Blanche
Hann fór til Belle Jardiniere, fékk sér snotran fatnað
og ferðatösku og fór þaðait til umboðsmannsins til að
fá sér farseðil.
Jón og Lára 311
Hann hafði ákveðið að taka sér nýtt nafn, þegar
hann færi til Vesturheims, en fata og tösku kaupin
höfðu þreytt hann svo hann þurfti að fá sér hressingu,
og þegar hann kom á skrifstofuna yar hann ekki fæc
um að telja peningana sjálfur, svo skrifarinn varð að
hjálpa honum að telja borgunina fyrir farseðilinn.
Þegar svo skrifarinn spurði um nafn hans, svaraði
hann í hugsunarleysi: Desrolles; en áttaði sig strax og
sagði: “Eg bið afsökunar”, sagði hann geispandi;
“Desrolles er nafn vinar míns. Mitt nafn er Mow-
bray, kapteinn Mowbray, borgari Bandaríkjanna. Ný-
lega lokið við hringferð um Evrópu. Amerískur; en
mjög glaður hér i París. Mikið breyttur siðan eg var
hér síðast á ferð fyrir 20 árum. Ekki breyzt til hins
betra”.
“ó, svo þér heitið ekki DeSrolIes, þér heitið Mow-
bray?” sagði skrifarinn og leit grunsamlega á liann.
“Já, Mowbray, M-o-w-b-r-a-y”, svaraði Desrolles.
Frá skrifstofunni fór liann til Cafee de Ia Rotonde
og fékk sér þar absinth. Sofnaði svo í ofnkróknum
góða stund, og var skárri þegar hann vaknaði.
Þaðan fór hann að finna kunningja sinn og fékk
sér ásamt honum góðan dagverð; að því búnu fóru
þeir að leika knattleik á borði og drekka, og var Des-
rolles orðinn þrætukær og fullur, þegar nótttin var
liyrjuð.
Það var tvent, sem Desrolles vissi ekki: Fyrst, að
þessi nýji vinur hans var einn af mestu hrekkjalimum
Parísar, sein lögreglan hafði aldrei augun af, og hitt,
að á hælum hans var enskur spæjari, sem vissi alt um
þessa fyrirhuguðu ferð hans.
Litlu íyrir miðnætti íór Desrolles heim, og kom
að opnurn útidyrum liússins, svo hann þurfti ekki að
::ota lykil sinn, enda var honiHn það hentugra.
Hann staulaðfet upp stigann rambandi og komst