Heimskringla - 12.11.1914, Blaðsíða 4

Heimskringla - 12.11.1914, Blaðsíða 4
BLS. 4 HEIMSKRING’LA WINNIPEG, 12. NóV. 1914. Heimskringla (Stofnuð 1886) Kemur út á hverjum fimtudegt. Ctgefendur og etgendur THE VIKING PRESS, LTD. Vertt blatSslns f Canada og Bandarikjunum $2.00 um árið (fyrlrfram borgað). Sent til Islands $2.00 (fyrirfram borgað). tAllar borganir sendist r&t5s- manni blaðsíns. Póst eða banka áTisanÍr stýlist til The Viking Press, Ltd. Ritstjóri M. J. SKAPTASON RáSsmatiur H. B. SKAPTASON Skrlfstofa 729 Sherbrooke Street, Winoipeg BOX 3171. Talefml Oarry 4110 EfSa kannske hún sé ekki móðir vor? Víst tók hún á móti oss, er vér komum í land þetta, og bauð oss að velja oss eins blómlega bústaði og hver af oss hafði vit á að kjósa sér. Hún bauð oss að verða börnin sin, og hún hefir fóstrað oss og hlúð að oss siðan á allar lundir; hún leiddi oss að borði sínu, og af þessu boröi hennar höfum vér tekiö hverja ein- ustu máltíö vora. Ilún gaf oss þús- undir tækifaera og setti oss ekkert takmark. Takið af öllu þessu, hvað sein þið viljið, sagði hún. Alt, sem þið hafið hæfileika til að nota, getið þið fengið. Það er alt undir sjálfum yður komið, hvort þér öðlist það eða ekki. Og börnin vor tók hún í fang sér og mentaði þau; gaf þeim kost á að barið nógu vel frá þér. Þú þarft ekk- ert tillit að taka til kvalanna, hörm- unganna, pindinganna, sem þú læt- ur aðra þola. Hugsaðu ekki um ann- að en að brjóta þá undir þig. Þetta er bein afleiðing af kenningum Haeckels og malerialisla þeirra, er á undan honum og með honum voru. Það er hermannavaldið og þessi materialismus, sem rennir hinum þýzku herskörum i milliónatali. En á móti stendur England og Frakk- land, þjóðirnar, sem grundvallað hafa frelsið og mannréttindin í öll- um álfum heims, og þeim fylgir trú- in á sannleikann og réttlæ.tið og á- byrgðina og annað líf. Ef að Þjóð- verjar sigra, er spurning um það, hvort heimurinn nokkurntima bíð- vart Winnipeg borg, og hvatti bygð- arbúa til þess, að leggja alúðlega stund á garðrækt, sem hann kvað mundi gefa þeim meiri arð, en þó þeir hefðu hveitiakra, með því að allar garðafurðir ættu vísan markað í Winnipeg. Bjarni Marteinsson ræddi um réttmæti í kröfum bygðarbúa til þesarar járnbrautar og taldi hana sanngjarna viðurkenningu á starfi landnemanna, sem fyrstir allra út- lendinga hér í landi hefðu sýnt, að lífvænlegt væri að búa hér í fylkinu. Þá flutti Magnus Markússon kvæði og annað kvæði flutti Nikulás Otten- son, frumort af honum sjálfum, og stutta ræðu. — Þá flutti Vigfús Gutt- ormsson, póstmeistari á Oak Point, kvæði; hafði hann komið þangað til að vera viðstaddur þessa sam- komu og samfagna með bygðarbúum yfir þeirra nýja flutnings- og sain- göngutæki. Mvaða tilfinningar höf- «111 vér fyrir Bretaveldi? Aldrei nokkurntíma fyrri hefir keimurinn séð aðrar eins aðfarir einsog nú; aldrei nokkurntíma fyrri kafa hamfarir berserkjanna og viga- Hannanna verið eins tryltar og ▼oðalegar; aldrei nokkurntíma fyrri he/ir Göndul riðið jafn háum hesti am vaðla blóðs og búka manna og farið á hörðum spretti um löndin, •g ef að nokkurntíma væri ástæða tál að hugsa djúpt og alvarlega; ef að •okkru sinni kæmi tími til að kasta giensinu og alvörujeysinu og hugsa ut í, hvar inenn standi, ekkl eínung- is stjórnmálamenn og pólitiskir leið- togar, heldur hver og einn einastí ■aaður, karl eða kona, ungur eða gamall, —- þá er það einmitt nú. Það snertir okkur alla þetta, þó að hinir stórfengilegu atburðir fari fram i annari álfu; það kann aS snerta okkur ennþá meira í framtið- inni. Hópum saman eru menn úr riki þessu, Canada-ríki, að bjóða sig fram af frjálsum vilja, bjóða sig Iram, tii að leggja lífið í sölurnar til að hjálpa flóttamönnunum, sem hungraðir og naktir eru reknir af •ignum sínum og óðulum, án þess að hafa nokkuð til saka unnið, hin- ■m hugprúðu Belgum, — hjálpa hin- •ni hraustu og frjálslyndu Frökk- uni, sem risið hafa upp móti ofbeld- ismönnunum, er vildu troða þá und- ir stálbryddum hæluin sínum, — hjálpa Englendingum, þjóðinni, sem halda vildi orð sín og eiða, þjóðinni, sem ekki vildi láta múta sér til að standa hjá meðan vinir hennar voru höggnir, þjóðinni, sem tók oss opn- uni örmum, fátækum og mállausurn, er vér leituðum til hennar til þess að leggja hjá henni grundvöll velferðar vorrar, grundvöll að framtið barna vorra og eftirkomenda. Þúsundir eru farnar, þúsundir eru að búast til farar, og þúsundir eru og munu halda áfram að bjóða sig fram. Þó nokkrir landar eru þeg- ar farnir, og bréf frá þeim eru nú i blaðinu, þremur þeirra. Getum vér virkilega horft á eftir þeim í hugs- nnarleysi: eða ætluin vér að þeir séu að fara einhverja skemtiferð? Er oss alveg sama um það, hvað af þeim verður; eða hvernig þeim líð- ur; eða hvort þeir koma nokkurn- tíma aftur eða aldrei; eða hvort ferð þeirra hefir nokkurntíma nokkurn árangur; eða hvort þeir sigra í mál- efni því, sem þeir fóru að berjast fyrir, — leggja sig og sitt dýrmæt- asta í sölurnar fyrir? Hvernig er því varið með oss? Höfum vér nokkrar skyldur til Jandsins, sem vér lifum í, til þjóð- arinnar, sem vér lifum saman við, til hinnar nýju og giæsilegu móður vorrar, Bretaveldis; til hinnar tign- ariegu drotningar hafsins, móður- innar, sem lætur frelsið og skólana, menninguna og mannréttindin þrosk ast óhindrað í skauti sínu, til móð- urinnar, sem æfinlega hefir veitt flóttamönnunum athvarf og skýli og grið, þegar þeir voru hraktir og hundeltir af fósturjörðu sinni fyrir pólitiskar sakir? Höfum vér nokkrar skyldur við hana? Eða er hún svo auðvirðileg, »ð vér megum hrækja á hana, sparka i hana? Getum vér horft á, að henni líði illa, að spjarirnar séu tættar af henni? Getum vér virkilega horft á það og hlegið? Eg trúi því ekki, — •n eg sé ekki mikið af hinu gagn- staða. nema alt, sem þau voru hæfileg fyr- ir. — Og vér sóruin þess dýran eið, að vér skyldum standa með henni eða falla; verja hana, ef hún væri i háska stödd. Hver einn einasti mað- ur, sem borgararétt hefir, eður at- kvæði, hann hefir unnið þennan eið. Er hann virkilega einskis virði? ísland gamla er ekki móðir vor. Það er vitaskuld skylda vor, að heiðra og elska vora gömlu móður, láta ekkert afmá minningu hennar úr hjörtum vorum; að heiðra og geyma og halda á lofti öllum þeim arfi, sem vér höfum af henni þegið, — en vér höfum frjálsir og óþving- j aðir, af fúsum vilja kosið oss aðra móður og heitið og bundið henni i trygð og trúnað með helgum svar- j dögum. Hefir það ekkert að þýða? 1 Nú stendur nauð hennar yfir, — striðið mikla og voðalega, sem háð er með svo miklum trölklómi og grimd, að heimurinn aldrei fyrri hefir séð nokkuð því líkt, nokkuð, ,sem koinist i nánd við það. Eg ætla ekki að taia um það, að vér eigum að fara í striðið, eða senda þangað syni og bræður eða eiginmenn og þvi síður konur, hvort sem það eru “nurses” eða aðrar. Vér höfum ekki verið bardagamenn, íslendingar, um fleiri hundruð ár, og eg hefi jafnvel séð líða yfir hrausta og fullorðna menn, hafi þeir fengið blóðnasir, og vér kunnum ekkert tii þeirra hiuta að berjast, og það tæki iangan tíma að kenna oss það og venja oss við það. En það er annað, sem eg vildi j óska, að fólk hugsaði um: Hefir það nokkra tilfinningu fyrir þraut- j uin liinnar nýju móður sinnar? — Aldrei nokkurntíma siðan heimur j skópst hafa þjóðirnar komist i aðra j eins raun, lagt annað eins í sölurn- ar og einmitt nú. Höfum vér virki- lega enga tilfinningu fyrir þessu? j Getur ekki hugur vor fylgt þeim, \ sem eru að berjast fyrir oss? Eða er hinn almáttugi dollar svo búinn j að hrífa hjörtu vor, að vér sjáum ekkert annað í þessu en peningaleg- Ian hagnað? Eg heyri sagt, að sumir fussi við stríðinu og vilji ekkert uin það heyra, og um einstöku menn er það sagt, að þeir segi, að það sé jafn- gott, að Englendingurinn fái nú að kenna á því; það sé alt fyrir pen- inga, sem þeir séu að berjast. En eg get varla trúað þessu. Þeir segja, að það sé Commercialismus frá Eng- lands hálfu og Militarismus frá hálfu Þjóðvcrja, sein sé nú að etja eggjum saman, og þarna séu bæði skæðin lik, svo að óhægt sé um að kjósa. En þeir, sem þannig hugsa og tala, vita ekkert, hvað þeir tala um. Eg hefi fylgt sögu Þjóðverja í meira en 40 ár og veit, hvað þeir hafa ætlað sér, og þekki aðalhreyfingar þær, sem undirrót hafa verið stefnu þeirra. Þeir hafa ætlað sér að ná valdi yfir Evrópu fyrst og svo öll- uin heimi. Þeir hafa verið að búa sig undir það um langan tíma. Og hvergi nokkursstaðar í heimi hefir herinannavaldið verið jafn strangt og voðalegt einsog hjá þeim, og — I Materialismusinn þýzki hefir gjört það samvizkulaust. En Materialis- musinn kennir, að öll hugsun og sál- aröfl koini fram af blöndun efnanna í manninum. Þar af leiðandi hefir maðurinn enga sál og ekkert er ann- að líf, og þá þarf maðurinn enga á- byrgð að bera fyrir gjörðum sínum, j nema að forðast að brjóta iög j manna eða náttúrunnar. Þetta á- í byrgðarleysi er það, sem stendur á bak við stríðið. Þú þarft hvorki að óttast Guð né menn, ef að þú getur ur þess bætur, — spurning um það, hvort hann getur nokkurntima ris- ið undir því, eða hann rýkur upp í reyk og blóði. Vegna þess er það, að eg hefi hvar sem eg hefi farið, talið það svo göf- ugt verk af Englendingum, að risa upp og standa með Belgum og Frökkum, — rísa upp og reyna að stöðva hviku þessa, sem ætlaði að velta yfir allan heini. Margt má frekara um þetta tala og betur skýra; en mér var mest um það hugað, að fá menn til að hugsa um hina þýðingarmiklu tima, sem nú standa yfir, — hugsa um þús- undirnar, sem hníga í valinn á degí hverjum, þúsundir þeirra, sem eru að berjast fyrir okkur og afkomend- uin vorum. Það mætti ekki minna Vera, en að vér hefðum tilfinningu fyrir því og hugsuðum til þess, er vér höfum svarið trúnað og holl- ustu þessari þjóð og þessu ríki, sem þarna sendir sonu sína út á hinn þlóðstokkna vígvöll. Engiendíngar sáu vel, hvað hér var á ferðum, þvi fóru þeir út í þetta þó nauðugir. En foringjar þeirra voru vitrir menn. Og þeim var nauðverja, þvi að engin önnur Næst talaði Árni Eggertsson og hvatti bygðarbúa til þess að haga svo starfi sinu framvegis, að þeir hefðu sem fylst not af þeim hlunn- indum, sem nýja brautin veitti þeim. Síðast talaði Stephán Sigurðsson, kaupmaður að Hnausum, og rakti hann sögu þeirra tilrauna, sem um nokkur liðin ár höfðu verið gjörðar til að fá járnbraut lagð atil Riverton og á hvern hátt sigur hefði fengist í því máli. Heillaóska-skeyti var lesið frá Mr. George Bradbury, þingmanni Sei- kirk kjördæmis, sem allra manna mest hefir unnið að brautarmáli þessu. Milli ræðanna spilaði lúðraflokk- urinn ýms lög, og í samkomulok: God Save the King. Samkoman fór að öllu leyti vel fram, og varaði til kl. 5 e. h., en lest- in lagði af stað kl. 5.30, og lenti aft- ur í Winnipeg kl. 8.30 um kveldið. Veður var hið blíðasta þenna dag, en nokkuð kaldara norður við Fljótið en hér í Winnipeg; þó frost- laust og snjólaust með öllu. Á Winni- peg Beach vottaði fyrir að þar og suður þaðan nokkrar mílur hefði fallið lítið föl nótina fyrir, en tók upp um daginn. Brautin nýja er vel lögð, svo að lestin rennur létt og liðlega yfir hana, svo sem væri hún gömul og vel hleðsluð. þjóð i veröldinni gat mætt trölldómi þessum. Járnbraut til Riverton. Fiinsog skýrt var frá í síðasta bl., j var skemtiferð hafin með nýju C. P. R. járnbrautinni frá Winnipeg til Riverton við íslendingafljót á mánu- daginn var. Lestin fór héðan kl. 9, og með henni um 168 manns héðan frá Winnipeg. í Selkirk bættust 40 við hópinn og nær 100 á Gimli, á annað hundrað í Árnesi, svo og nokkuð á Winnipeg Beach; svo að um 450 manns voru á lestinni, er hún rann inn á vagnstöðina í Riv- erton um hádegið. Hátíðabragur var á þorpinu. Veif- ur á fánum og yfir miðja keyrslu- brúna yfir Fljótið var strengdur j strimill með orðinu “Welcomel”. — j F'lokkur mana þeytti lúðra tii að j heilsa með þvi gestunum, sem þeg- j ar voru leiddir yfir að Bændafélags- húsinu og veittur þar ókeypis beini, mikill og góður, sem kvenfélagskon- jurnar höfðu tilreitt, og fékk þar hver nægju sína, sem bar sig að borðum. Konurnar höfðu sýnilega vandað til veitinganna og þar 12 eða 15 stúlk- ur, sem þjónuðu við borðin og gjörðu það með mikluin röskleik og reglu, einsog bezt gjörist í vönduð- ustu veizlum hér í borg. En með þvi að húsið rúmaði ekki nema hluta af gestunum, þá urðu borðin að tví- eða þrísetjast, þar til allir höfðu mettast. KI. 2.30 e.h. var hafin samkoman í kyrkjunni til fagnaðar þeim at- burði, að nú var járnbraut fengin til Biverton, eftir 39 ára starf í nýlend- unni, frá þvi er fyrstu landnemar komu þar árið 1875. Kyrkjan er snoturt hús og ekki all-stór. Iin svo var hún þéttskipuð á fundi þessum, að talin voru þar um full 300 manns en úti urðu að vera vel á annað hundrað manns. Samkomunni stýrði Sveinn þingmaður Thorvaldsson og kvaddi lúðraflokkinn til að spila, eftir að hann hafði ávarpað gestina með lipurri ræðu. Þá kvaddi hann til máls þessa: B. L. Baldwinson talaði um járn- brautarmál Canada ríkis frá fyrstu tímum til þessa dags; sýndi mílna- tölu þeira og kostnað; starfsmagn þeirra og árleg útgjöld og inntektir; sýndi, áð nú eru í Manitoba fleiri járnbrautarmilur, en voru i öilu Can- ada, þegar íslendingar fyrst fluttu hingað árið 1875, og þakkaði þraut- seigju héraðsbúa fyrir þann sigur, er þeir nú fögnuðu, með fenginni þess- ari járnbraut. W. W. Coleman frá Stonewall tal- aðið um íslendinga með engilsax- nesku þjóðunum og sameiningu þeirra í eina canadiska þjóðarheild. Bæddi um afstöðu sveitarinnar gagn Það var alment mál Fljótsbúa, að heimsókn þessi hefði verið þeim hin ánægjulegasta, og gestirnir voru einróma um, a ferðin hefði verið þeim fróðleg og unaðsrík í mesta máta, og margur er sá, er hyggja mun á ferð þangað aftur við hent- ugt tækifæri. Braut þessi hin nýja var formlega opnuð 2. þ.m., og fóru þeir Teitur Thomas og N. Ottenson nprður með fyrstu lestinni. En skemtiferðin gat ekki orðið fyrr en á mánudaginn var. Ófriðurinn og Islendingar. Ekki alls fyrir löngu mátti sjá hverja greinina á fætur annari i Vísi og fleiri blöðum um það, hversu sjálfsagt væri, að fslending- ar héldi sér hlutlausum í ófriðnum, og að hlöðin mætti eigi draga taum einnar þjóðar og hallmæla annari. Þó að greinar þessar væru birtar í nafni réttlætis og sakleysis, þá leyndi sér þó ekki, að þær voru allar bornar fram Þjóðverjum til varnar, enda hefir stungið svo í stúf, að Vísir og fleiri blöð leggja nú það eitt til málanna, að vefengja staðfestar frásagnir um framgang bandamanna og hossa kviksögum, sem Þjóðverjar dreifa út um ‘sigra’ sína. En það er hljótt um ‘hlutleys- ingjana’ síðan. Þeir þurfa ekki lengur að brýna landann að gæta ‘velsæmisins’. Þar sést alvaran og óhlutdrsegnin, sem verið hefir í skrafi þeirra! Stjórnlegsi og stjórnarskrá. Þótt eg geti verið greindum blaða- inönnum samdóma um það, að ís- land ætti að vera meinlaust þó að deilur stórveldanna væru látnar hlut lausar í blöðum vorum, þá virðist mér þó engin ástæða til þess að hanna umræður um þær. Eg er með öllu ósnortinn af hlutleysisskrafi þessara manna, bæði af því að til- gangur þeirra er bersýnilega eng- inn annar en sá, að fá næði til þess að halla réttu máli, og eins vegna þess, að eg sé alls ekkert athuga- vert við það, þótt frjáls þjóð leyfi sér að láta í Ijósi skoðan á slíkum deiium, sem nú eru uppi, deilum um það, hvort gapsýki eða jöfnuð- ur eigi að ráða í Norðurálfunni. Þa væri og hreint og beint stjórn- arskrárbrot, ef banna ætti umræð- ur uin þetta, því að í stjórnarskránni stendur, að ekki megi banna iands- mönnum að setja fram skoðanir sín- ar opinberlega, um hvaða efni sem vera skal. •Þeir sem hæst hafa iátið um hiut- leysið, hafa sjálfir brotið það, og gjört tilraun til þess að brjóta stjórnarskrána. Þeim til afsökunar má þó geta þess, að síðara atriðið munu þeir meira hafa gjört af fálmi og fávizku, en af ásettu ráði. Um hvaö er barist? Það er vel hægt að komast að raun um, um hvað er barist, og gjöra það ljóst í færri orðum en heilli skáldsögu, svo sem Zurich- leirskáldið hefir þurft til þess, að eigin dómi. Sú bók er ágætt dæmi um málarekstur Þjóðverja og mál- stað, hversu þeir þurfa að hafa öll spjót úti til þess að afsaka sjálfa sig og breiða út óhróður um mót- stöðumenn sina. Þeir standa einir uppi í þeim vopnaburði, en þessar og þvi líkar endalausar afsakanir eru óneitanlega eitthvað grunsam- ar, því að “sá sem afsakar sig — á- sakar sig”. Sú styrjöld, sem nú stendur yfir, er háð um það, hvort ‘jafnvægið’ I skuli haldast í Norðurálfunni, — hvort öll menning eigi að lúta Krúpp og keisara, og hvort smáríki eigi að halda áfram að vera til eða ekki. Þjóðverjar hafa svarað. Þeir hafa gjört uppdrátt af Norðurálfu, eins- og hún eigi að verða eftir ófriðinn. Þar er öll Belgía, alt Holland og öll Danmörk sýnd sem þýzk lönd, og þá eflaust Island líka. Ekki er nú að undra, þótt gamiir landvarnarmenn séu eldrauðir með Þjóðverjum. Það hefir víst alt af verið þeirra pólitík, að rétt væri að láta smáríkin hverfa úr sögunni! En fari svo, að þessu verði af- stýrt, þá er það Englendingum mest að þakka. Þeir gengu út í ófrið- inn af því, að þeir vildu halda gjörða samninga um verndan lítillar þjóðar, og af því, að þeir ætla sér að stuðla að því, a smáríki Norður- álfunnar fái a halda áfram að vera j til. Fyrir þessar ástæður er það, að hvert blaðið á fætur öðru hér I á íslandi reynir nú að hallmæla j þeim, níða þá og fitilsvirða á allar | lundir. ! En hverjir taka þátt í ófriðnum? Eitt blaðanna gat þess á dögun- um, að Þjóðverjar mundu “standa sig”, þótt “Hottentottum og gulum skríl” væri otað fram á móti þeim. Það kemur varla málinu við, hvort þetta er rétt eða rangt, því að það er “tónninn” i ummælunum, sem skiftir mestu, og það verður ekki {annað sagt, en hann lýsi ‘hlutleys- inu’ ágætlega! Það kemur ekkert málinu við, hvort þeir, sem berjast, eru ljósir á hörund eða dökkir. Hitt skiftir meira, hvers vegna barist er. Um lið Englendinga er það að segja, að í þvi er hver einasti maður sjálf- boði, sem boðist hefir til þess a ð leggja líf og eignir í sölurnar fyrir menningu og frelsi. Englendingar þurfa eigi með valdboði að taka börn og gamalmenni út í ófriðinn. Þeim býðst lið úr öllum áttuin. Þar á meðal eru margir fslendingar, og vonandi sem flestir. Eg segi von- andi, bæði af því, að það er gott til þess að vita, að landar vorir eru í þeirra tölu, sem ekki hika við að hætta lífi sinu fyrir góðan málstað, og sakir þess, að vér vorum til forna bardagamenn, svo að fróð- legt væri að fá sannanir fyrir því, hvað eftir er af inanndáð í oss og við hver rök skoðanir slíkra manna sem Dr. Helga Péturss uin þrótt og seiglu íslendinga hafa að styðjast. ófriðurinn og íslendingar. Það er langt frá, að þessi styrjöld hafi engin áhrif haft hér á landi. Auk óbeinna óþæginda, sem vér höfum, hafa Þjóðverjar unnið á fjóruin hlutlausum íslendingum og sprengt í loft upp bezta og dýrasta eimskip vort, “Skúla Fógeta”, sem blöðin öll könnuðust við að væri landstjón. Þetta tjón stafaði af gengdarlausri og ráðlausri tundurdufla dreifingu Þjóðverja um alt Englandshaf. Dufl- unuui var varpað þar út af ‘dul- búnum’ skipum ineð mestu lcynd, jafnt á siglingaleið hlutlausra þjóða sem annara, og enginn látinn af vita. Englcndingar hafa nú neyðst til þess, að leggja tundurdufl á ýms- uni stöðuin í þessu sama hafi. En hvernig haga þeir sér við það verk og hvaða ráðstafanir gjöra þeir? Þeir skýra opinberlega frá gjörð- um sínum og vara menn við dufl- unum, eða banna algjörlega sigling- ar á þeim svæðum. Duflin eru lögð til þess, að aftra árásum fjand- mannanna, en ekki “upp á slump”, “eitthvað út í loftið”, einsog Þjóð- verjar gjörðu og létu verknað sinn svo koma “jafnt niður á réttláta sem rangláta”. Ekki er að undra, þótt íslending- ar þurfi að draga taum Þjóðverja og halla á Englendinga i þessum aðförum! Nl. fi, (), Þorsteinn Erlingsson. Andlátsfregn Jijóðskáldsins kunna barst mönnum í gær. Fregnin kom einsog þruma úr heiðskíru lofti. Hann hafði að vísu legið rúmfastur síðastliðna viku, en veikin breyttist fyrir nokkrum dögum í ákafa lungna bólgu, og varð hún honum að bana. Vísir flytur hér á eftir æfiágrip Þor- steins, en mun minnast nánar skáld- skapar hans siðar. Þorsteinn var fæddur í Hliðar- endakoti í Fljótshlið, og ólst Jiar upp hjá Þorsteini bónda, og hét hann í höfuðið á honuin. En Erling- ur faðir Þorsteins var Pálsson Arn- bjarnarsonar, og bjuggu þeir feðgar báðir í Fljótshliðinni. En móðir Er- lings föður Þorsteins var Helga dóttir Erlings í Brautarholti, Guð- mundssonar í Flótsdal, Nikulásson- ar sýslumanns i Rangárþingi. Kona Guðmundar i F'ljótsdal var Helga dóttir Firlings Einarssonar á Rauf- arfelli, en kona Erlings í Brautar- holti var Anna María, systir síra Páls skálda , Jónssonar faktors í1 Vestm.eyjuin, Eyjólfssonar bónda i Vestmannaeyjum, Jónssonar. Sira Páll var níðskælda hin mesta, en allra manna orðhagastur og mein- lcgastur og maður bráðgáfaður. Þorsteinn kom í skóla 1877 og var þá orðinn kunnur fyrir skáld- skap sinn þar eystra, enda studdu þau skáldin nokkuð að námi hans undir skóla, Steingrímur Thorsteins- son og Matthias Jochumsson. Hafði Jón söðlasmiður Jónsson í Hlíðar- endakoti komið honum á framfæri við þau skáldin. Það þótti fljótfc brydda á því i skóla, að Þorsteinn væri flestum mönnum hagmæltari; orti hann margt i skóla, og var sumfc af því prentað, enda höfðu verið prentuð kvæði eftir hann áður en hann kom í skóla. Árið 1883 út- skrifaðist Þorsteinn úr latínuskól- anum og fór sama haust til Kaup- mannahafnar. Hann las fyrst lög- fræði við Hafnarskóla, en Rasks- málin svonefndu hindruðu að hann tæki próf. Hann hallaði sér þó eink- um að norrænni málfræði og hefir hann lesið fornrit okkar með ná- kvæmni og var sérlega vel að sér i þeim. Á síðustu árum sínum í Kaup- mannahöfn orti Þorsteinn mest og bezt, enda helgaði hann þa kveð- skapnum allar frístundir sínar, en hafði ofan af fyrir sér með kenslu- störfum, einkum tungumálakenslu. Síðustu árin i Kaupmannahöfn hafðii hann skáldlaun úr landssjóði, 6(W kr. á ári. Þorsteinn fór heiin til íslands haustið 1896; var þá ritstjóri á Seyð- isfirði í 4 ár og síðan 1 ár í Bíldu- dal. Síðan fluttist hann til Reykja- víkur og gekk að eiga Guðrúnu Jónsdóttur og áttu þau 2 börn, stúlku og dreng. Frá 1901 hefir Þorsteinn haft' skáldstyrk úr landssjóði, fyrstu ár-fe 800 krónur, en siðari árin 1200 kr. Þorsteinn var meðalmaður á hæð,. beinvaxinn og fremur grannvaxinn. Hann var fríður maður sýnum, sér- staklega voru aiigun fögur og skarp- leg. Hann var manna skcmtnastur íi viðræðum og barst talið venjulega annaðhvort að skáldskap eða trú- málum, þegar hann talaði við menni til lengdar. (Vísir, 29. sept.). Frá Þýzkalandí. Samtal við skipstj. “Braga”. Bragi er nýkominn hingað beina leið frá Þýzkalandi, einsog getið hefir verið um i Vísi. Jón Jóhannes- son skipstjóri hefir sagt tíðinda- manni blaðsins fregnir þær af för sinni, sem hér fara á eftir: í júlimánuði fór Bragi héðan til Gestemunde, scm stendur við Weser- fljót á Þýzkalandi norðanverðu, til þess að fá breytt eimvélum ekips- ins. Skömmu síðar dundi ófriður- inn yfir og tafðist verkið af því, en var þó lokið öndverðan september- mánuð. Á skipinu voru 16 manns héðan, en tíu þeirra voru sendir heim, þegar ófriðurinn hófst og fengu að reyna “þegnskap” íslenzku stjórnardeildarinnar í Kaupmanna- höfn, sem kunnugt er orðið. Bragi fór frá Gestemunde 26. sept- ember. Þýzkir hermenn stýrðu skip- inu út fljótið langan veg, en byrgðu skipvera undir Jiiljum, svo að þeir mættu eigi sjá nývirki á láði eða legi. Síðan var þeim visuð leið til Helgolands. I>ar kom lítið herskip og lét Braga liggja náttlangt við eyna. Engin ljós mátti skipið liafa um nóttina. í dögun um morguninn kom herskip upp að borði Braga og rannsakaði skipið. Fylgdi því síðan kippkorn út fyrir eyna og lét það svo fara leiðar sinnar. Eitt Zeppelins-far sáu skipverjar Braga koma fljúgandi og lenda i Helgolandi meðan þeir stóðu þar við. Nú hélt Bragi norður með Jót- landssíðu og alt norður til Noregs. Þaðan iét hann í haf til Orkneyja. Urðu þá fyrir honum átta brezk herskip. Af einu þeirra var skotið báti; komu þar hermenn nokkrir, spurðu skipverja spjörunum úr, rannsökúðu skipið, tóku öll þýzk blöð, er þeir fundu; síðah fórú þeir eftir þriggja stunda dvöi og létu Braga í friði fara. Þótti hinum ensku mjög undarlegt, að skipið kæmi frá Þýzkalandi og létust ekki trúa Jiví fyrst. Borgarmenn i Gestemundc virt- ust vera hinir öruggustu, þrátt fyrir ófriðinn. t upphafi var búist við, að ekki tæki nema fáar vikur að koma F'rökkum á kné og leggja und-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.