Heimskringla - 12.11.1914, Blaðsíða 5

Heimskringla - 12.11.1914, Blaðsíða 5
* WINNIPEG, 12. NóV. 1914. HEIMSKRINGLA BI>S. 5 TIMRIÍR • • Spánnýr 1 1ÍTI D U IV Vöruforði Vér afgreiöum yður fljótt og greiðilega og gjörum yöur í fylsta máta ánægða. Spyrjiö þá sem verzla viö oss. i-: THE EMPIRE SASH AND DOOR CO. , LIMITED Phone Main 2511 Henry Ave. East Winnipeg ir sig Paris. En þótt þetta brygðist •rkaði það engu um vöruverð eða hrag daglegra athafna. Vöruverð ▼ar hið sama þegar Bragi fór frá ►ýzkalandi, einsog þegar hann kom þangað. Ýmsar verksmiðjur urðu að hætta við starf sitt. Við sumar var þó unn- ið, en skortur var á járni til smíða frá Suður-Þýzkalandi. Fjöldi ungra aianna, er eigi voru herskyldir, gekk í sjálfboðaliðið. Þýzka stjórnin tók nýlega ríkis- lán, er nam hálfum fimta miljarð ■tarka. Þetta fé safnaðist á örstutt- um tíma með hægu móti. Stjórnin kærði sig ekki um meira en þetta að sinni. Hamborg ein lánaði hálfan MÍIjarð (500 millíónir marka). Matvæli kváðust Þjóðverjar eiga ■óg fram á næsta sumar. Sigling hélst til landsins óhindruð frá Nor- *gi vestan við Jótland. í Eystrasalti haldast viðskifti við Dani og Svía. Betra var lslendingum að hafa sig ekki mikið á framfæri, enda héldu þeir mest kyrru fyrir, þar sem þeir höfðu athvarf. Ella voru þeir tekn- ir sem njósnarmenn. Oft kom það fyrir, að einstakir menn voru skotn- ir, ef þeir hlýddu ekki tafarlaust boði og banni lögreglunnar. Ellefu menn voru skotnir þannig í Bremer- hafen, flestir eða allir þýzkir, sem höfðu sýnt einhvern mótþróa eða skeytingarleysi gegn fyrirskipun- um varðmannanna. — Visir. .. Fréttabréf. (Frá fréttaritara Hkr.). Markerville, Alta., 31. okt.”14. Eigi verður annað sagt, en að tíð- is síðastliðið sumar væri að mörgu leyti góð og hallkvæm. Grasspretta ▼ar í rýrara lagi, cn samt vanst vel að heyskap, því tíðarfarið var löng- um þurt til septembermánaðarloka, svo nýting heyja varð góð og hey- afli í meðallagi. Akrar spruttu al- nent, varla í meðallagi, og þar við hættist, að næturfrost komu nokk- uð snemma í ágúst, sem skemmdu víða, cinkum bygg akra, sem urðu lítt nýtir; kornuppskera mun yfir- Ieitt ekki hafa náð meðallagi. Með þessum inánuði brá til óstiltrar veð- uráttu, með talsverðri úrkomu, bæði regni og snjó; kom það illa á, því meiri hluti akra var óhirtur; urðu því nokkrir að taka í stakk eða til þreskingar miður þurt en á- kjósanlegt var. Nú seinni hluta þessa mánaðar hefir verið stilt veð- urátta og blíðveður og útlit fyrir sama framvegis. Þresking er búin hér um slóðir, liefir unnist fljótt; stráið er víða lítið, og margar vélar að vinnu, fleiri en nokkru sinni áð- ur. Mikið er nú unnið á ökrum, að plægja og herfa, og verður í haust ■íikið búið undir sáningu næsta vor. Hér hefir alment verið góð heil- brigði og vellíðun manna um lang- an tíma. — Nýskeð vildi hér til það slys, að ung stúlka, dóttir Jósefs bónda Stefánssonar, féll af hest- baki og handleggsbrotnaði. Markaður á nautgripum var hér all-góður á þessu hausti. Fyrir pd. í lifandi stýrum, tveggja ára og eldri, 5—6c; sumir seldu fullorðna stýra fyrir $70—$75 hvern; kvígur •g kýr geldar, 4—4%c pd.; árs- gamlir gripir voru seldir fyrir $30 —$35; venju fremur urðu menn fyr- ir prettum og samningsrofum af gripakaupmönnum; er það mikið fyrir þá sök, að eigi er hér enn sölu- félag, og engin samtök með söluna, og veitir þá gripakaupmönnum hæg- ara að hrekkja og svíkja hvern ein- stakan, og spara það ekki, nær þeim ræður svo við að horfa. Svín eru nú í óvanalcga lágu verði, 5—6c pd. líf- vigt, og cr langt síðan þau voru svo lág. Egg eru nú seld hér tylftin: 25 —30 cts.; heimatilbúið smjör 22c pd.; Facture Butter 25c pd.; hefir verið 24—25 cents i alt sumar. Innkaup á nauðsynjavörum bænda hafa versnað að mun nú í seinni tíð. Hveitimjöl er nú $3.75—$4.00 (Pur- ity); sykur er alt að þriðjungi dýr- ari nú en vanalega, og fleira er likt þessu. Kenna menn um þessa dýr- tíð hinu blóðuga Norðurálfustríði, sem ekki á sinn Iíka í veraldarsög- unni. Hvcnær skyldi hinn svokallaði mentaði heimur ná því menningar- stigi, að semja um sin ágreinings- mál með friði og mannúð, en ekki með stáli og blóði millíóna sak- lausra manna? Aldrei! Til þess þyrfti öll menning og siðfágun að gjörbreytast. Það, sem sýnist mestu ráða, er valdafýkn og fjárgræðgi, sem nú eru markmið valdsins, og þess gjalda miliónir manna, og sem yfir tckur, að þessir kvalarar þykj- ast gjöra þetta í guðs nafni og með hans aðstoð. Þetta er nú siðmenn- ing, kærleiki og sanngirni hinna mentuðustu þjóða heimsins! Mér er ánægja að segja með sann- færingu, að Heimskringla er að verða eitt hið bezta og skemtileg- asta blað, sem við höfum á íslenzku máli; nú í seinni tið hefir hún flutt mestmegnis það, sem bæði er skemt- un og gagn að lesa. Ritstjórnargrein- in um skólann og íslenzkuna er með því allra bezta, sem liún hefir nokk- urntíma haft í ritstjórnardálkum sínum. Þá eru stríðsfréttirnar sagð- ar eins vel og reglulega og unt er; en það hlýtur að vera okkar allra áhugamál. En af öllu, sem hún flyt- ur nú, þykir mér vænst um Ferða- lýsingar ritstjórans; þær eru bæði skemtandi og fræðandi, og eg myndi endast til að lesa þær í viku hverri árið um kring. Heimskringla ætti að vera keypt og lesin á hverju einasta íslenzku heimili vestan hafs. — Um Lögberg er það að segja, að mér líkar það miklu fremur vel en illa, undir hinum nýja ritstjóra þess. Að menn kappræði áhugamál sín og rökstyðji þau eftir föngum, er sjálf- sagt, en gjöra það mannúðlega og án þess að seilast persónulega í mótstöðumann sinn; og þessa gæta ritstjórar islenzku blaðanna hér nú. —En aftur finst mér alls óþarft, að eyða dálkum lítilla blaða undir suinar óviðurkvæmilegar deilugrein- ar, einsog t. d. þeirra Jónasar og Theódórs, sein engum voru til fróð- leiks eða skemtunar, og náðu eng- um tilgangi sinum, komu aldrei nærri aðalkjarna inálsins. Eg býst nú við, að þér, ritstjóri góður, þyki eg orðinn nokkuð orð- margur; en svo afsakar þú það, þegar eg, einsog góðu börnin, lofa að gjöra það ekki mjög oft. Með beztu hamingjuóskum til þin og Heimskringlu. Winnipeg, 10. Nov. 1914 Hr. Guðmundur Davíðsson og kona hans, frá Antler, Sask., voru hér í bænum í síðustu viku. Vellíð- an og heilsufar segir hann í góðu meðallagi. Sumarið nokkuð þurka- samt; en uppskera með betra móti yfirleitt. Bændur fengu frá 14—22 bush. af ekrunni. Verð á heviti und- anfarið hefir verið frá $1.04—$1.07. IJafra-verð gott, 50c og yfir. Gripa- verð frá 4%—5%c pd. (lifandi vigt). Heyföng i góðu meðallagi. Guðmundur Daviðsson koin hing- að til að sitja á fundum Grain Groiv- ers Grain Co., sem stóðu yfir vik- una er leið. Hann er meðlimur þess félags. Félag þetta var stofnað fyrir nær 7 árum. Það nær yfir 3 fylki: Mani- toba, Saskatchewan og Alberta. Það átti ervitt uppdráttar i byrjun. Því hveitikaupmanna félögin ætluðu að sprengja það. Þau hafa boðið bænd- um hærra verð en markaðsverð, oft og tíðum. Hafa sumir glæpst á. Geng- ið á agnið. En samt hefir þetta korn- yrkjufélag bænda dafnað og þrosk- ast og stendur nú í miklum blóma. Yfirstandandi ár fjölguðu meðlimir þess um 2000. Upphaflega kostaði hluturinn $25.00; nú er hann stig- ÞaíS er yfirhafnar tími. Hvenaer aetlar þú aíS kaupa þína. ? Ef þig vantar að hafa fullt not af dölunum, þá komdu inn og skoSaðu okkar fullkomnu vörubyrgðir af Vetrar Yfir- höfnum meS niSursettu verSi ofan í $15.00; $17.00; $22.00 til $25.00 White & Manahan Ltd. 500 Main Street inn upp í $35.00. Nú er hveitiverð í Fort William til bænda, einsog að ! ofan er sagt, $1.04—$1.07. — Það- an fá bændur, sem hluthafar eru, með næsta pósti að austan 75 pró- sent af hveitiverðinu, og afganginn þegar búið er að selja alt úr vögn- unum. Þetta er mikil framför frá því sem áður var. Þetta bændafélag sel- ur nú meðlimum síninn ýmsar vör- ur, hvar sem þeir eru, með heild- söluverði. Það er undirbúið að fá fult lagaleyfi frá ríkisstjórninni í Ottawa, að selja meðlimum sínum allar nauðsynjar framvegis, eftir lægsta verði í innkaupum. Og segir Guðmundur, að þar verði mikill peningasparnaður, frá því sem áð- ur var og nú er. Guðmundur segist hafa verið stór- hissa, að mæta enguin íslendingi á þessum fjölmenna fundi (um 400 erindsrekar), nema A. Johnson, frá Sinclair, Man. (úr sömu bygð). Hann æskir feginshugar eftir, að íslenzkir bændur. jafnt sem annara þjóða menn, vildu kynna sér þetta kornyrkju-bændafélag, meir en ver- ið hefir. Hann staðhæfir hiklaust, að félagið eigi mikinn og góðan framfaravöxt i vændum; dafni og þroskist og láti til sín taka i kom- andi tíð, ekki einasta i verzlunar- málum, heldur einnig í landsmálum i Canada. Þes skal einnig getið, að Guð- inundur talaði all-mikið um yfir- standandi strið i Evrópu. Er hann hinn einlægasti og áhugasamasti brezkur þegn. Vill alt í sölurnar leggja til þess að Bretum og sam- bandsþjóðum þeirra gangi sem greiðast að sigra og útkljá þá voða- styrjöld. Hann kennir i brjósti um þá menn, sem gjöra sig að andmæl- endum síns ríkis og hlakka yfir ve- sælum og ómannlegum vinningum Þjóðverja og Austurrikismanna. Er það gamall og góður norrænn- íslenzkur drengskapur, að reynast drengur í hvívetna, — allra helzt þá á reynir, sem nú. Fregnriti Hkr. TILBOÐ UM MATVÖRU. TILBOD í lokutSum umslögum, sér- stök etía í einu lagi, stýluti til undirritatis og; nefnd Tenders for Supplies vertSa met5tekin í deild op- inberra verka, Parliament Buildings Winnipeg, til hádegis þritijudaginn 17. nóvember 1914 fyrir at5 láta get5- veikrahælinu í Selkirk í té og af- henda þar, í eitt ár, frá 1. desember 1914 til 30. nóvember 1915, vörur þær er hér segir: I,—Grooerlen ‘2.—Kjöt af ýmMum tegnndiim. !{.—Smjör o« rgg. -4.—Rraut5. Nákvæmar upplýsingar, áætlun um hve mikils þarf af hverju fyrir sig og prentutí tilbot5s eyt5ublöt5 fást ef um er bet5it5 hjá umsjónarmanni et5a “Bursar” þessa nefnda hæl- is, et5a i stjórnardeild opinberra verka í Winnipeg. Vit5urkend bankaávísun at5 upp- hæt $100.00 vert5ur at5 fylgja til- bot5inu, sem vert5ur eign hins opin- berra, ef sá, hvers tilbot5i vert5ur tekit5, neitar et5a vanrækir at5 upp- fylla samninginn, eða, eftir at5 hafa byrjat5, uppfyllir ekki öll skilyrði hans. Stjórnin skuldbindur sig ekki til að þiggja. lægsta eða nokkurt til- boð. C. H. DANCER, Deputy Minister of Public Works Winnipeg, 10. nóvember, 1914. Victor Anderson hefir herbergi til leigu; uppbúið og vel hitað, með öllum þægindum. Rétt við hornið á Sherbrooke og Sargent Ave. 630 Sherbrooke Street. Talsími Garry 270. Styrjöldin. Miðlað er mála manni hverjum austur í ragnarökkri: „y Traustum tönnum " þá tyggur hel, eða heila hvomar. öLD íram af öld bíða þjóðirnar morgunsins mista — morgunsins fyrsta, er stálhríðin lamdi og drap. Styrjöldin heggur í hjartastað vísinda og lista, heimurinn seint mun að fullu það bætt geta tap. Vorgióður landanna: auðmagn hins unga og sterka ónýtis þroska, og framkvæmdum gengur á mis. Gáfurnar, hugvitið: aflið til orða og verka eyðilegst framtíð, og sofnar í hermanna dys. Faxahaus þjóðbrota úr uppblásnum aldanna haugum yfirborðs leitar, - þar naðran sú skaðvæna býr. Spádómur völvunnar, séður með örlaga augum, Oddi frá Norðlöndum rætist sem gamall og nýr. Valdhafar landanna þyrstir í fjárhlut og framan, fengnum gegn blóði og tárum síns kúgaða lýðs, þjóðflokka æsa — sem hundum þeir siga þeim saman — siðmenning breyta í logandi helvíti stríðs. Harðstjórum landanna —lávörðum ófriðarheima lýtur hin klafaða, fallandi, deyjandi öld. Kolsvart blóð ofurdrambs ættanna steinrunnu geyma Evrópu titlarnir: — guiís náð og konungsins völd. Oflætis guðsdýrkun — ástin á mannvitsins skorti: “lch und Gott!” “Gott mit uns!” —“Vive la France!” — “God save the King!” ómar sem náklukkuhringing frá helvígðu porti heilögum friði, sem stjórnendur brjóta og þing. Drapseðli --- lögmorð, hjá drengjum er fóstrað í skólum, darraðarljóð eru kveðin í barnanna sál. Sjálfstæði þjóðanna hangir í hervaldsins rólum, heiður og ættjarðarfrelsi, er sverðsegg og bál. Ungtíð og forntíð á orsakir ljósar og duldar ófriðsins mesta, sem veröldin þekti og sá. Stríðs þessa endir, er hulinn í húmríki Skuldar: hrikaleiks sannreynd, er víkur burt gizkun og spá. Yrði sú skálmöld, sem nú ætlar alþjóð að nista, nauðráðið hinsta að lagfæra misklíð og tap, þá myndu þjóðirnar bættan fá morguninn mista — morguninn fyrsta er stálhríðin lamdi og drap. Okt. 1914. Þorsteinn J>. Þorsteinsson. ÞJÓÐRÆKNISSJÓÐURINN. Áður auglýst........................................$1,539.20 Einar Jóhannesson, Antler, Sask......................... 5.00 Magnús Tait, “ 5.00 Bergvin Johnson “ 5.00 Jón Thordarson “ 5.00 Miss Fríða Samson “ 2.50 Guðm. Davídson “ 5.00 Jóhann Abrahamson, Sinclair, Sask....................... 5.00 Kristinn Abrahamlson, “ 5.00 L. F. Beck, Beckville................................... 2.00 Bob Kjartanson “ 2.00 S. Gíslason, Winnipeg................................... 2.00 Hólmfríður Gíslason. Gerald, Sask...................... 3.05 Samtals . ..................$1.585.75 Ódýr, Næringar Fæða Oven, Flour Teshng Lilioi' •tory Hvítt hveiti er billegasta og næringarmesta fæða sem til er. Samanburður frá peningalegu sjónarmiði sýnir hveiti hafa 10 - sinnum meiri kraft en kjöt. PURIT3S PLOURei reynt í ofni viS millunna, sameinuð kunnátta efnafræðings og hveiti- hveitimölunnar manna hefir veriö notað til þess a'ö gjöra PURITY besta hveiti sem búiö er til í Canada. Þessi sérstaka varúö er húsmóöirinni fullvissa þess a'ö hún fær óblandaöa og heilnæma vöru. PURITy FLOUR More Bread and Better Bread KRÉTTIll AF AIIIMIIKM Hr. Arinbjörn Bardal kom í gær- dag. Fór á kolaskipi, sem kallast Cuba til Methel, á móti Leith. Skeyti þá komin til Islands, aS ekkert skip mætti fara austur fyrir land. Þar var honum haldið í 48 klukkutíma, áður hann fékk að lenda. En hann bjó út simskeyti til Cameron fylkis- stjóra Manitoba um að leysa sig. Og þegar hann sýndi þeim það og önnur skeyti, til að sýna, hver hann væri, þá var hann laus látinn. Með honum var Jóhann S. Björns- son og stúlkur tvær íslenzkar, önnur Jórunn Thorsteinsson frá New York og hin Steinunn Barnes frá Chicago. Jóhann varð að senda simskeyti til utanríkisráðherra Breta i Londom — þá fengu þau loks að komast í land, eftir 2 sólarhringa. Þaðan fóru þau til Glasgow. Glasgow er í myrkri á kveldin og varla sést nokkur mað- ur þar brosa. Fjöldi Belga þar undir vernd Skota. — Var Bardal þar 4 daga; fór svo með Numidian, 22. ára göinlu skipi, sem er aðeins 5000 ton. öll beztu skip línunnar tekin í stríðið. Eftir að þeir vor i rétt komn ir frain hjjá Victoria eyjunni norð- ur af írlandi, fengu þeir loftskeyti um það, að skip hefði verið sprengt í loft upp á s :u línu og þau voru á. Tundurduflin lögð 60 mílur út frá eyjunum. Næsta kveld á eftir, i grenjandi óveðri, stansaði vélin og skipið hraktist undan vindi í 10 kl.- tima. Úr þvi gat það aldrei farið fulla ferð, svo þeir voru 14 daga á leiðinni til Quebec, seinustu 3 dag- ana í liríð. Satt kvað það vera, að sprengivélar hafi verið lagðar alla leið frá Skotlandi til íslands. Skelti nefið af konunni sinni meÖ tönnunum. maður einn, Malloy að nafni, hafði fundið eitthvað af dropunum rauðu, þar sem þeir áttu ekki og máttu ekki vera, og tók þá til sín. En þeir voru girnilegir og fór hann að gleðja sig á þeim og hressa upp á samvizkuna. F'ór liann svo kátur vel heim til konu sinar, en út úr því varð þeim eitthvað sundurorða og fóru i hár saman. Litur út, sem bónda hafi veitt miður, því að hann tekur það úrræði, að bíta meira eða minna framan af nefi konu sinnar. Honum hefir fundist hann eiga nefið einsog konuna og geta gjört við það hvað sem han vildi. eða hún hefir verið spör á kjötinu við hann. En svo kom þetta fyrir dómarann, sem tók afan í við mannætuna og gaf honum ársvist í tukthúsinu og skyldi hann þar að auki Ihýðast strax 8 vandarhöggum, en 7 þegar hann færi. Sagt er að Malloy hyggi ekki vel til heimkomunnar. Þetta skeði hér i Winnipeg 3. þ. m. Tilboð um eldsneyti Tl lilioii í lokut5um umslögum stýl- u?5 til undirri».at5s og nefnd “Ter»ders ícr Fi.al”, verfca meótekin i leild op- inbera verka, jParliamcnt BuUdings, Winnipeg, til hádegis miðvikudaginn, 18. nóvember, 1914 fyrir að láta geð- • [ veikrahælinu í Selkirk í té og afhenda j þar 1500 tona «f Steam Coal, Sereeneil. Viðurkend bankaávísun að uppha>t5 10 prósent af tilboðs upphæðinni verð- ur a?5 fylgja tilbot5inu, ef Rá, hrers til- boði ver?5ur teki'ð, neitar eða vanrækir að uppfylla samninginn, eða, eftir að hafa byrjað, uppfyllir ekki öll skil- yrði hans. Stjórnin skuldbindur sig ekki til að þiggja lægsta eða nokkurt tilboð. Þeir eru sumir farnir að verða hræddir um að það fari að koma upp nýjir siðir hérna. Brennivínsgæzlu- C. H. DANCER, Deputy Minister of Public Works Winnipeg, 11. nóvember, 1914. Columbia Grain Co. Ltd. GRAIN EXCHANGE WINNIPEG TAKIÐ EFTIR: Við kaupum hveiti op aðra koinvöru. pefuni hæsta prís og áb} rpjumst áreitanh j: við»kííti. Skrifaðu eftir upplýsinguni. « « « LeiÖbeining til almennings » « « « « « a « « a « « « « « « « « :: « « jj Talsími: Sherbr. 2935. « anaannanaan ««««««««« ««««««««« ««««««««« Hérmeð gefst heiðruðum almenningi til vitundar að eg rek frainvegis undir minu eigin nafni klæðskurðarstofu þá sem vér hr. ög. Sigurðsson höfum átt í félagi, með því að hann hefir gengið út úr félagsskapnum eins og sjá má á öðrum stað í blað- inu. Vinnustofa mín er að 698 Sargent Avenue. Vænti eg þess, að hinir heiðruðu viðskiftavinir láti mig njóta hinnar sömu velvildar og fyr. Enda hefi eg nú betra húsnæði og úr meiru að velja. Virðingarfylst, « » « a :: a « :: « ♦♦ « n n « « HELGI JÓNSSON, 698 SARGENT AVE. fít»N __ JWIOÍM yrírnor HundruðJAnnara Bænda 14 hafa sannað að geta selt vagnhlass þitt af Korni með mestum hagnaði. Þú getur einnig fengið betra verð á því sem þú þarfn- ast til bússins með því að kaupa í gegnuin Sameigin- lega og Véla Dcildina af The Earmer’s Own Company— tildæmis: No. 3 Bnb nlrSI, 5 ft. 3 1». mflílar, brmta tfoi CC teBnnd af hvlta elk, f.o.b. Wlnnipegr. . The Ltd. kWINNIPCG » «::«««««

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.